Þjónusta á Gló á Laugavegi

fróna | 18. júl. '15, kl: 11:30:10 | 2046 | Svara | Er.is | 0

Ég er mjög hrifin að veitingarstöðum Sollu og yfirleitt öllu sem hún gerir. Vinur minn bauð mér með í gær á Laugaveginn og ég þáði það. Ég hef hins vegar verið að lenda meira og meira í því að hollustuveitingastaðir eru gjörsamlega með hnetur í öllu og ég fékk ofnæmi fyrir nokkrum árum og hef reyndar bara einu sinni fengið bráðaofnæmi en fæ sterk ofnæmisviðbrögð ef ég fæ eitthvað af hnetum í mig. Í gær á Gló var allt með hnetum nema einhver vefja sem mér fannst óspennandi. Nú sagði ég ...ææ ég var búin að benda á þetta fyrr í vetur að það þyrfti að taka aðeins meira tillit til þessa algenga ofnæmis. Ok sagði ég við stelpuna ... sem var svo draugfúl eitthvað , get ég fengið þá bara salat. Hún telur upp að það eru hnetur í ansi mörgum og svo geti ég bara fengið 3 tegundur .Ok segi ég .. þó það sé aðalréttur og ég geti ekki fengið neitt annað? Vinur minn fékk sér kjúkling og honum fylgir 3 tegundir af salati. Já segir stelpan og hún var svo fúl og alveg laus við að langa að þjónusta okkur á einhvern hátt. Ég hætti bara við og í neyð fæ ég mér súpu dagsins. Ég fæ brauð með .. og þegar ég bít í það fatta ég að það eru hnetur í því . Ég nennti ekki að tala meira við þessa stúlku en spáið í hugsunarleysi og algjöran skort á þjónustulund . Hún vildi ekkert koma á móts við mig og bara með fýluhaus og þegar við vorum að leita að hnífapörunum. ( sem eru á frekar erfiðum stað finnst mér) sagði hún hranalega , þau eru beint fyrir neðan ykkur. Vinur minn átti ekki orð og hann er útlendingur sem hefur búið hér í mörg ár. Hann var einmitt að tala um það af hverju fer fólk ekki á námskeið á svona stöðum hvernig á að koma fram. Tek það fram að við vorum mjög kurteis. Mér finnst ekki í anda Sollu að hafa svona þjónustu á sínum stað. Ég hef samband við hana þegar hún kemur úr sumarfríi. 
Kv. Fróna sem er þreytt líka á að lítið tillit sé tekið til fólks með fæðuofnæmi en allt er vitlaust í samfélaginu vegna hundaofnæmis sem er sjaldnast jafn alvarlegt og fæðuofnæmi 

 

og ég | 18. júl. '15, kl: 11:48:01 | Svara | Er.is | 21

Mér finnst þessi Solla algjörlega ofmetin, smakkaði þennan Gló mat einu sinni og hann var langt undir væntingum.

presto | 18. júl. '15, kl: 21:33:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Alveg einu sinni!
Hvaða fæði/veitingastaðir höfða til þín?

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 21:37:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Stundum er einu sinni alveg miklu meira en nóg.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 20. júl. '15, kl: 00:47:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Er einhver annar grænmetisstaður betri. Ég hef prófað Krúsku og svo staðina Grænn Kostur og Á næstu grösum en þeir eru báðir hættir og þær komast ekki nálægt Gló finnst mér og ég hef farið á Gló sko a.m.k. 20-30 sinnum og finnst maturinn þar alltaf verða betri og betri.

Mangan | 20. júl. '15, kl: 15:29:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, vondur bragðlaus matur sem ég hef fengið þarna

og ég | 20. júl. '15, kl: 16:47:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einmitt og þetta er ekkert lífrænn matur, þeir versla bara af sömu heildsölum og allir hinir.

noneofyourbusiness | 18. júl. '15, kl: 17:36:43 | Svara | Er.is | 0

Ég fór á Gló á Laugavegi í sumar og fékk alveg þokkalega þjónustu, en ekkert svakalega vingjarnlega. Og það var einmitt pínu erfitt að finna hnífapörin. Finnst betri þjónusta hjá Gló í Listhúsinu. 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 18. júl. '15, kl: 19:21:51 | Svara | Er.is | 3

Ég fékk hráan kjúkling á Gló einu sinni


Ógeðslega ofmetinn staður

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

krola90 | 18. júl. '15, kl: 21:10:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Er þetta ekki hráfæðistaður? ;)

A Powerful Noise | 18. júl. '15, kl: 20:59:32 | Svara | Er.is | 1

Gló í Skeifunni er miklu betri. 

__________________________
Pay no attention to the faults of others,
things done or left undone by others.
Consider only what by oneself is done or left undone.

presto | 18. júl. '15, kl: 21:32:27 | Svara | Er.is | 0

Ég er mjög hrifin af Gló en fer aldrei í Gló á Laugaveginum. 
Fékkstu eitthvað svar við hnetuábendingunni? 
Ég man að égfékk brauð með AB mjólk í fyrir rúml.10 árum á Grænum Kosti. Afgreiðslumanneskjan taldi það ekki skipta máli þó að ég hafi sérstaklega beðið um mjólkurlausan rétt og rætt möguleikana. Afgreiðslufólkið er ekki endilega með neina sérþekkingu. Því miður hafa íslendingar lítinn áhuga á að hafa fagmenntaða þjóna við störf víðs (=borga þeim)
þetta þýðir ekki að ég sé að réttlæta slaka/slæma þjónustu/skort á fagmennsku.

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 21:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Íslendingar kunna bara ekki að vera í þjónustustörfum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

presto | 18. júl. '15, kl: 21:48:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

margir læru varla mannasiði í uppeldinu og villimaðurinn er býsna öflugur í okkur (og tilheyrandi orka og drifkraftur frekar en fágunog kurteisi) eað er alvegtil fagmennska í þjónustu á Íslandi, bara offáir sem kunna að meta fagmennskuna.

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 21:50:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jább, og fyrir utan að margir vilja afsaka ruddaskapinn með því að við vorum nú einu sinni víkingar.

Það var aldrei neitt til sem kölluðust íslenskir víkingar, ekki einu sinni nálægt því.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 18. júl. '15, kl: 21:52:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, og til að útskýra það oggopínupons betur, þá voru aldrei neinir víkingar á Íslandi.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 17:43:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða asni mínusar staðreynd?

Step up your knowledge þú.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 20. júl. '15, kl: 00:56:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það má kannski vera í einhverjum tilvikum en að sama skapi þá kunna margir íslendingar ekki að haga sér sem kúnnar í verslunum. 

presto | 20. júl. '15, kl: 05:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem ég var að segja, ekki satt?

Kaffinörd | 20. júl. '15, kl: 00:51:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segðu mér ráða þjónarnir/afgreiðslufólkið hvað sé í boði ?

presto | 20. júl. '15, kl: 05:12:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha? 

Kaffinörd | 20. júl. '15, kl: 00:45:40 | Svara | Er.is | 0

Gvuð þetta er ekki afgreiðslustúlkunni að kenna. Sendu Sollu póst og taktu þetta út á henni því það er hún sem á staðinn og ræður en ekki saklaus afgreiðslustúlka.

Kisukall | 24. júl. '15, kl: 19:34:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gaavööööð.

nefnilega | 20. júl. '15, kl: 00:54:11 | Svara | Er.is | 9

Og hvað átti afgreiðslustúlkan að gera? Elda handa þér nýjan rétt sem er ekki á matseðlinum?

EinarAskell | 20. júl. '15, kl: 02:26:37 | Svara | Er.is | 2

Ég er með svona fæðuofnæmi fyrir rauðlauk og það er ótrúlega leiðinlegt hvað það er margt sem ég get ekki fengið á svona hollum stöðum og hvað starfsfólk er oft ekkert tilbúið að reyna að gera ehv fyrir mann, rauðlauknum er oft blandað í t.d gúrkuna og tómatinn og það er ör sjaldan sem afgreiðslu fólkið sé til í að reyna að koma til móts við mig og skera kannski nokkra gúrku bita svo að salatið mitt sé meira en bara kál og kjúklingur eða ehv svona óspennandi, fæ líka stundum að heyra "þú getur þá bara ekkert borðað hér"

Anímóna | 20. júl. '15, kl: 15:05:59 | Svara | Er.is | 5

Jébb hef lent líka í veseni með Gló og ofnæmi, er hætt að fara á vetiginastaði bara yfirhöfuð. Bæði skiptin að vísu vegna sojaofnæmis en ekki hnetu.
Í fyrra skiptið var ég búin að þráspyrja hvort það væri nokkuð soja í hnetusteikinni eða sósunni eða bara réttinum yfirhöfuð og stelpan sagðist alltaf vera viss og á endanum fékk ég hana samt til að spyrja kokkinn til að vera 100% og þá kom hún til baka með „nei ekkert soja í sósunni heldur, bara smá tamari“ (döh!!) 


Og í seinna skiptið var ég búin að fá að tala við kokkinn og ræða innihaldsefni í rétti og gera henni grein fyrir sojaofnæmi og hún fullyrti að einhverjar grænmetisvefjur væru algjörlega sojalausar, bara grænmeti inní þeim og einhver pestósósa. Svo ég kaupi það og er við það að taka fyrsta bitann þegra ég sé einhver baunabuff inni í vefjunni svo ég ákveð að fara til baka og spyrja hvernig baunir væru í þessum bollum - og viti menn: SOJAbaunir! SAmt fullyrti kokkurinn að rétturinn væri sojalaus.


Það var vesen að fá endurgreitt (Ekkert annað á matseðlinum í lagi) eða svo mikið sem afsökunarbeiðni.
Hvort tveggja á Gló Laugarvegi.

Tipzy | 20. júl. '15, kl: 15:45:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Finnst grafalvarlegt ef þetta er svona á þessum stöðum, getur hreinlega verið lífshættulegt fyrir fólk.

...................................................................

hillapilla | 20. júl. '15, kl: 17:01:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha... er soja í sojabaunum? Djísúss!

GoGoYubari | 20. júl. '15, kl: 17:16:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kræst!

nefnilega | 20. júl. '15, kl: 17:17:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá það er lélegt.

fróna | 21. júl. '15, kl: 10:54:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst bara mjög fúlt að fólk skuli ekki koma á móts við mann því þetta eru ekki einhverjar tiktúrur heldur alvörumál að vera með fæðuofnæmi. Það er svo leiðinlegt að vera kannski með öðru fólki að snæða og geta ekki fengið sér neitt. Ég var líka með þessum þræði að benda á tvennt að það væri lítið tillit tekið til fólks með fæðuofnæmis og að afgreiðsufólk væri hugsunarlaust margt hvert um þessi mál og sem dæmi að láta mig fá hnetubrauð eftir að vera margbúið að fara yfir þetta með að finna eitthvað án þess að innihalda hnetur. 
 Ég vinn sjálf í afgreiðslustörfum og veit alveg að sumir viðskiptavinir eru alltaf að reyna að vera með einhver leiðindi en þetta er ekki að vera með leiðindi eða dónaskap að biðja um mat án ofnæmisvaka. En þegar maður er að passa upp á sjálfan sig í þessum efnum krefst ég bara að fólk hafi meiri þekkingu á hvað það er að selja .Ég er reyndar búin að gefast upp á mörgum og hætt að fara á alla kínverska og tælenska því ég fæ alltaf eitthvað hnetu óvart þar :( 

presto | 21. júl. '15, kl: 11:11:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er því miður fjöldinn allur af fólki sem ekki skilur og vill ekki skilja ofnæmi (hefur alls ekki þá umhyggju fyrir öðrum að vilja trúa því að ofnæmi sé til staðar/vandræða)
þú sérð það skýrt hér á umræðu hundaeigenda um hundaofnæmi- þeim er upp til hópa illa við að fólk vogi sér að segjast vera með ofnæmi og telja þá lygara og hafa alls ekki áhuga á að taka tillit til "ímyndaðs hundaofnæmis".
sama fólk er samt svaka hissa á að upplifa eki meiri virðingu og tillitssemi sjálft. 

Nói22 | 21. júl. '15, kl: 22:02:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þetta með hundaofnæmið er vegna þess að fólk hefur svo mikið verið að nota ofnæmi sem afsökun þegar því er bara raunverulega illa við dýr. Það mætti halda miðað við hvernig Íslendingar tala að hér væri nánast 100% þjóðarinnar með bráðaofnæmi fyrir hundum/köttum.


Þetta er bara orðið úlfur úlfur eiginlega.

EvaMist | 22. júl. '15, kl: 14:12:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Oh þetta er svoooo þreytt - þú fullyrðir að svo margir noti þetta sem afsökun - Hvaðan hefur þú þessar fullyrðingar?   

Nói22 | 22. júl. '15, kl: 15:11:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eh bara með því að vera til?

presto | 22. júl. '15, kl: 17:24:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fordómar gegn ofnæmi kristallast í svari þínu. 

daggz | 22. júl. '15, kl: 17:26:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég veit ekki um eina einustu manneksju sem notar þetta sem afsökun (en hef heyrt tröllasögurnar af ,,þessu fólki" mörgum sinnum). Ég hins vegar þekki fólk (þ.á.m. ég) sem er með ofnæmi og það upplifir mikið tillitsleysi og umhyggjuleysi. T.a.m. þegar fólk er eins og þú og segir þetta bara vera lygi eða stórfelldar ýkjur.

Mér er langar frá því að vera illa við dýr, ofnæmið mitt er raunverulegt og veldur jafnvel miklum andþyngslum hjá mér og er ekkert til að taka léttvægt.

--------------------------------

evitadogg | 22. júl. '15, kl: 17:31:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

tek undir þetta. Maðurinn minn er með ofnæmi fyrir hundum og köttum, hefur fengið ofnæmisviðbrögð við að standa inn í bás hjá kattareiganda, sitja í sama fortjaldi og dýrafólk osfrv. Oft oft mætir hann algjöru tillitsleysi vegna þessa ofnæmis, alveg glatað. 

evitadogg | 22. júl. '15, kl: 17:36:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

inn í bás í kolaportinu átti þetta að vera, svolítið óskýrt hvers konar bás þetta er ;Þ 

Anímóna | 30. júl. '15, kl: 21:21:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hahahha ég sá fyrir mér bás í fjósi!

daggz | 22. júl. '15, kl: 17:51:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, stundum þarf ekki mikið til. Svo fer þetta eftir dýrunum líka. Allavega er það mín reynsla að það er mjög misjafnt eftir dýrategundum og hreinlega einstökum dýrum hvað ég þoli mikið návígi við þau.

--------------------------------

evitadogg | 22. júl. '15, kl: 17:55:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já maðurinn minn talar um það líka. Hann reyndar þolir enga ketti en misjafnt eftir hundum, ekki endilega tegund heldur bara hverjum hundi fyrir sig. 

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 17:59:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekkti eitt sinn konu sem var með eitt það svæsnasta kattarofnæmi sem ég hef vitað um, fyrr og síðar.

Þegar hún tók eftir mínum köttum, þeir búnir að vera þarna í marga mánuði, spurði hún, eru þau virkilega búin að vera hérna allan þennan tíma?

Því hún hafði ekki fengið nokkur einkenni, og ég hef upplifað þetta oft síðan, þessi tegund virðist vera ansi ofnæmisfrí, eins furðulegt og það nú er.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

daggz | 22. júl. '15, kl: 18:07:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru almennt ekki mörg dýr í kringum mig en það var einn köttur sem ég hálf ólst upp með (var á heimili sem ég var mikið á) og ég passaði mig alltaf á að koma ekki of nálægt (var ekki jafn slæm þá og það dugði til að halda óþægindum í lágmarki) en á endanum þá þurfti ég ekki að hafa neinar áhyggjur af hafa, hún gat verið hjá mér og ég klappað henni og allt og ekkert alvarlegt ofnæmi. Svo kom nýr köttur inn á heimilið og ég gat varla verið þar eftir það. Þurfti alltaf að taka ofnæmislyf áður. Svona getur þetta nefnilega verið misjafnt.

--------------------------------

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 18:15:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jább, alveg rosalega misjafnt.

En ég bara neita að trúa því að það sé tilviljun að svona ofsalega margir hafa þolað mína ketti í gegnum tíðina, en alls ekki neina einustu aðra. Ég veit að ofnæmisvakinn á að vera í munnvatninu í þeim, en þessi tegund sem ég á og átti, hefur engan undirfeld svo ég er orðin dálítið ringluð með þetta.

Gæti það mögulega verið að sumir hafi ofnæmi fyrir undirfeldi katta, og aðrir fyrir munnvatninu?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

daggz | 22. júl. '15, kl: 18:37:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú veit ég ekki. Ég veit að það eru aðallega próteinin frá húðinni sem valda ofnæmi (kannski ekki orðrétt hjá mér) og þau hanga oft á hárunum. Ég allavega þekki ekki neinar tegundir þannig ég hef ekkert spáð í því.

--------------------------------

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 18:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er samt oftast talað um eitthvað í munnvatninu hef ég tekið eftir.

En kannski er þetta bara svona rosalega misjafnt milli manna, því ég ætlaði alls ekki að trúa því að manneskja sem bólgnar öll í framan og augun sökkva við það eitt að setjast inn í bíl þar sem venjulegur köttur hefur verið, og allt innan við fimmtán mínútna, gæti virkilega setið með mína í fanginu og gælt við þau, án nokkurra einkenna.

Nú er ég að tala um versta keisið, en svo fór ég að testa þetta betur og þetta átti við um mun fleiri sem ég þekkti sem eru með ofnæmi.

Mér fannst þetta alveg magnað!

Meira að segja fékk ein sér svona kött eftir þetta og aldrei neitt vesen. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

daggz | 22. júl. '15, kl: 18:48:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, svona þegar þú segir það þá fæ ég litlar rauðar bólur ef dýr sleikir mig (þar sem það sleikti). En þetta er magnað. Og styður það sem ég er að segja. Þetta er so misjafnt, milli fólks og eftir dýrum og það er ótrúlegt að fólk taki sér eitthvað bessaleyfi til að dæma fólk sem lygara (eða að það sé að ýkja) út frá jafnvel mjög takmörkuðum upplýsingum.

--------------------------------

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 18:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ég er samt fylgin því að leyfa dýr í almenningssamgöngum.

Við getum, sem samfélag, ekki leyft þeim örfáu hræðum sem bera svona alvarlegt ofnæmi að ráða yfir þúsundum annarra.

En það er svo sem önnur umræða. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

daggz | 22. júl. '15, kl: 20:34:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það verður auðvitað að vera millivegur.

--------------------------------

Degustelpa | 31. júl. '15, kl: 10:54:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða tegund áttu? Ég væri alveg til í að testa þetta aðeins :) Langar svo til að eiga dýr en hingað til hefur það ekki verð möguleiki

Helvítis | 31. júl. '15, kl: 12:19:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Síams, bæði síams og balinese eru svona. :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

evitadogg | 22. júl. '15, kl: 21:58:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pottþétt ekki bara munnvatnið þvi vinkona min var einu sinni i heimsókn hja annarri vinkonu sem a ketti, kom svo i sömu peysu heim til okkar daginn eftir og maðurinn minn fékk ofnæmisviðbrögð. En það virðist alveg vera munur á milli einstakra hunda, ekki endilega fara eftir tegund, hjá honum svo það gæti hafa verið málið með vinkonuna og köttinn þinn.

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 22:04:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þetta er doldið misterí virðist vera.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Louise Brooks | 30. júl. '15, kl: 21:50:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég á vinkonu sem var í safari ferð í Afríku og búin að vera á ferðinni í ca 6 vikur þegar hún fékk lánaða peysu hjá stelpu sem var með henni í hóp. Hún fékk eitthvað það svæsnasta ofnæmiskast sem hún hefur fengið því að þessi stelpa átti kött en var búin að þvo peysuna margoft á meðan á ferðinni stóð. 


Eins á ég aðra vinkonu sem er með mikið kattaofnæmi og hundaofnæmi líka en þó ekki eins slæmt. Sú bjó í USA í eitt ár þegar við vorum unglingar og settist þar í sófa í heimsókn hjá einhverjum sem átti engin dýr en fékk alveg svakalegt ofnæmiskast. Þá kom í ljós að amma þess sem átti sófann hafði átt hann á undan og hún hafði átt kött einhverjum 30 árum áður. Fólk einmitt trúir ekki svona sögum nema sá sem segir þær sé sá sem er með svona svæsið ofnæmi og það liggur við að það þurfi að sjá ofnæmisviðbrögðin sjálft. Mér finnst þetta alltaf jafn fáránlegt því ég hef séð báðar vinkonur mínar fá svæsin ofnæmisköst svo að mér dettur ekki í hug að efast um frásagnir af ofnæmi. 

,,That which is ideal does not exist"

Ziha | 22. júl. '15, kl: 20:40:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Síams eða?

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

JungleDrum | 22. júl. '15, kl: 22:59:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok, hundsaðu fyrra comment. Þoli ekki síams né bengal heldur :( mig langar svooo í loðið gæludýr en nei. Verð veik. Verð að sætta mig bara við liðna kallinn minn sem er reyndar mega kósý.

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 23:03:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æjh, ömurlegt að díla við svona. :(

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

JungleDrum | 22. júl. '15, kl: 23:08:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Langar í svona loðið dýr með rófu og kúrfaktor. En prófaðist jákvæð fyrir öllum liðdýrum, páfagaukum (sumir verri fyrir mig en aðrir) og jafnvel þurrkuðum blóðormum í ákveðnu fiskafóðri. Svo ég ég fékk mér bara kall og bjó til börn. Stundum held ég að þau valdi ofnæmi líka en engin líkamleg viðbrögð samt.

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 23:11:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahaha!

Vel tæklað! ;)

En vááh, enginn smá listi!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

en ég | 24. júl. '15, kl: 12:53:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tékkaðu á Cornish Rex, sumir þola þá.

Helvítis | 24. júl. '15, kl: 19:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er sama með þá víst.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 24. júl. '15, kl: 19:36:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða þú veist.

Vöntunin á undirfeldinum og hjá hinum tveimur.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

en ég | 24. júl. '15, kl: 19:59:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, þvert á móti nefnilega, cornishar eru bara með undirfeldinn.

Helvítis | 24. júl. '15, kl: 20:42:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó, það vissi ég ekki.

Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt um bestu vini mína. ;)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

JungleDrum | 22. júl. '15, kl: 22:55:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða tegund er það? Er með kattarofnæmi ( og 378 önnur ofnæmi) en langar svo í kisu!

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 22:58:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Síams, og Bengal eru eins.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Felis | 23. júl. '15, kl: 10:00:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef oft heyrt þetta með síams og ofnæmi


mínir eru þannig að fólk sem er með ofnæmi er oft lengi að jafna sig eftir að hafa komið í heimsókn :-/ 


vinkona mín er síðan bókstaflega með ofnæmi fyrir fullorðnum köttum. Þolir flesta (alla) kettlinga vel en svo stækka þeir og þá verður hún veik. Alveg glatað því að hún elskar ketti. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

daggz | 22. júl. '15, kl: 17:33:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta átti að vera mér er langt frá því að vera illa við dýr

--------------------------------

Tipzy | 22. júl. '15, kl: 18:03:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki til örfárra þannig(2-3 kannski), en það eru algjörlega undantekningin. 

...................................................................

daggz | 22. júl. '15, kl: 18:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem hvað? Notar ofnæmi sem afsökun?

--------------------------------

Tipzy | 22. júl. '15, kl: 18:31:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem í besta falli ýkir ofnæmið all svakalega. Til dæmis getur ekki verið í sama herbergi og ofnæmisvakinn en svo þegar það hentar t.d ef það er einhver matur sem viðkomandi langar mikið í  með ofnæmisvakanum þá er hann borðaður engu að síður. Svoleiðis fólk er alveg til, líka fólk sem t.d haltrar bara þegar einhver sér til. Það fólk er og getur alveg verið til án þess að það þýði að flestir eða allir með ofnæmis séu þannig. Ég myndi aldrei og finnst rangt að taka ekki tillit til ofnæmis og hlyði því alveg þegar fólk segist vera með ofnæmi, líka með þetta fólk.

...................................................................

daggz | 22. júl. '15, kl: 18:35:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er svo sem allt til. Svona eins og öryrkjarnir sem eru sko ekkert öryrkjar (þeir fóru nú á djammið eða eitthvað álíka).

Mér finnst bara svo leiðinlegt þegar þessar örfáu hræður skemma fyrir heildinni.

Ég t.d. er ekkert að opinbera mitt ofnæmi, læt lítið á því bera og harka það af mér þegar ég get en ég þoli ekki þegar fólk neitar að taka tillit til annarra. Svona eins og að fara með dýr í skammtímaleigu íbúðir þrátt fyrir að það sé bannað og því um líkt.

--------------------------------

Tipzy | 22. júl. '15, kl: 18:37:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er alveg sammála því, eins finnst mér líka rangt að plata fólk til að borða eitthvað sem það segist ekki borða af sama hvaða ástæðu það er. T.d bjóða múslima upp á svínakjöt og segja það svo eftir á.

...................................................................

daggz | 22. júl. '15, kl: 18:40:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, sjæsen. Það er hræðilegt. Og þetta er hreinlega hættulægt! Ég allavega skil ekki fólk sem er ekki tilbúið til að sýna öðrum umhyggjusemi og tillitsemi bara útaf einhverjum örfáum rotnum eplum.

Fólk sem er að afgreiða mat þarf samt klárlega að vera með þessi mál á hreinu. Og ef það veit ekki þá bara finna útúr því.

--------------------------------

Tipzy | 22. júl. '15, kl: 18:43:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er hreinlega vítavert gáleysi í besta falli að selja mat sem er búið að segja það hafi ofnæmi, ofnæmi getur verið allt frá smávegis óþægindum upp í lífshættulegt. Svona mega bara veitingastaðir engan veginn gera og hreinlega finnst mér að þeir sem hafa þessa reynslu að þeir ættu að tilkynna viðkomandi veitingastaða til heilbrigðiseftirlitssins t.d

...................................................................

daggz | 22. júl. '15, kl: 18:46:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er alveg sammála því. Mér finnst bara vera svo áberandi að þjónustufólk á veitingastöðum hérlendis veit jafnvel lítið sem ekkert um matinn sem þau bjóða upp á.

--------------------------------

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 18:41:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ógeð!

Það er plain vanvirðing gagnvart fólki.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Tipzy | 22. júl. '15, kl: 18:48:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo glottir og hlær fólkið þegar það nær að plata, finnst þetta ógeð.

...................................................................

Helvítis | 22. júl. '15, kl: 18:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég snöggreiðist við svona lestur, ég sver það!

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Þjóðarblómið | 23. júl. '15, kl: 01:29:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég lendi svolítið í þessu. 


Ég er mjög matvönd en hef ekki ofnæmi fyrir neinu. Mig klígjar við mjög mörgu sem ég get þar af leiðandi ekki borðað. Fólk er oft að reyna að plata mig og koma einhverju ofan í mig sem ég borða ekki.


Það er nefnilega ekkert skemmtilegt að kúgast fyrir framan fullt af fólki.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Felis | 23. júl. '15, kl: 10:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sonur minn er með óþol fyrir tómötum og lendir iðulega í því að fólk reynir að troða í hann tómatvörum. Sérstaklega pizzum með pizzasósu á. 


Ég hef fengið tölvupósta frá hreiknum kennurum sem monnta sig af því að hafa pínt hann til að borða nokkra bita af pizzu í skólanum þrátt fyrir að ég hafi margoft haft samband við skólann og beðið um að þetta sé ekki gert því að hann þoli ekki tómata. 
Btw. ég er ekki einu sinni að biðja um að hann fái sérfæði heldur bara að þegar eru tómatar í matnum þá fái hann að sleppa þeim part matarins í friði (hann borðar þá bara meðlætið og svo þegar hann kemur heim)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Andý | 23. júl. '15, kl: 10:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oj hvað er að fólki? 

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Þjóðarblómið | 23. júl. '15, kl: 12:42:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svo ótrúlega furðuleg árátta hjá fólki að þurfa endilega að reyna að troða í mann einhverju sem maður vill ekki/getur ekki borðað.


Nú er strákurinn þinn orðinn stór, af hverju í ósköpunum eru kennarar að reyna að hafa vit fyrir honum?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Felis | 23. júl. '15, kl: 12:50:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég bara veit það ekki
þetta var líka í alvörunni aldrei vandamál fyrr en hann var kominn í grunnskóla á Íslandi (hann var reyndar í dk í leikskóla og 1. bekk í dk). 


Ég er margbúin að segja fólki að ég fylgist með matseðlinum og þegar ég viti að það sé eitthvað í matinn sem hann getur ekki borðað þá sé alltaf eitthvað til fyrir hann þegar hann kemur heim (eða ég set auka nesti með) það er sárasjaldan sem þetta hefur valdið því að hann sé svangur. 


Þetta reyndar snarlagaðist eftir að hann fékk slæmt magabólgukast í vetur og ég gat hreinlega sagt að ef hann myndi borða tómata, lauk eða paprikku (tómatana er hann með óþol fyrir - hitt finnst honum ekki gott + er slæmt fyrir magabólgurnar) þá gæti hann endað á sjúkrahúsi eða þyrfti amk að vera heima í nokkra daga að jafna sig. Þá var ég með skólahjúkkuna með mér í liði svo að það var tekið mark á þessu. 


Mér finnst samt líklegt að ég þurfi að byrja skólaárið á að hamra á þessu við fólk. Þó að krakkinn verði þá kominn í 5. bekk. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Þjóðarblómið | 23. júl. '15, kl: 14:00:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ótrúlegt. Man einmitt hvað hann var veikur hjá þér í vetur.


Ég er líka með magabolgur og skeifugarnavesen eitthvað og er alltaf á lyfjum. Reyni að forðast mat sem fer illa í mig en ég borða ekki tómata, lauk eða paprikur. Borða reyndar vörur með tomötum í eins og pizzasósur og svoleiðis. Ef ég gleymi lyfjunum í 1-2 daga finn ég fljótt hvaða áhrif það hefur að borða eitthvað með tómötum í.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Felis | 23. júl. '15, kl: 14:24:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta pirrar mig óstjórnlega þar sem þetta er ekki bara einhver matvendni heldur actually spurning um lífsgæði og heilsu. 


Hann er lyfjalaus núna (og búinn að vera í amk hálft ár) og mig langar mun frekar halda honum svoleiðis en að fara í einhverja frigging tilraunastarfsemi með mataræðið. Hann getur þá bara frekar étið vítamíntöflur heldur en eitthvað sem honum líður illa af. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

HvuttiLitli | 23. júl. '15, kl: 16:09:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég skil ekki heldur þessa áráttu að grafa undan fæðuóþolinu og vera sífellt að pota í mann "Geturðu ekki fengið þér bara smá?" Veit um eina sem er búin að vera algjör plága síðan ég greindist með mjólkuróþol fyrir 5 árum og virðist ekki ætla að hætta. Það var reyndar síðasta sumar, fyrir ári, sem það var ís í eftirrétt og hún veit að ég get ekki borðað svoleiðis (nema örfáar tegundir og þessi var ekki einn af þeim) og hvað gerist, jú hún byrjar "Geturðu ekki bara fengið þér samt?" Vá, getur þú ekki bara haldið kjafti...


Hvað, nákvæmlega hvað, er svona erfitt við að skilja að sumir þola ekki einhverja fæðu og það er nákvæmlega ekkert mál fyrir viðkomandi að sleppa því að fá sér ís í eftirrétt? Maður getur fengið sér eitthvað annað seinna, sjálfur. Sérstaklega þegar maður er fullorðinn eins og ég er, allavega síðast þegar ég vissi.


Grrr.....

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Louise Brooks | 30. júl. '15, kl: 22:02:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég lendi iðulega í því að fólk bara neitar að trúa því að smá laktósaóþol geti haft svona mikil áhrif á líðan manns. Ég hef nú alveg svindlað og fengið mér smá súkkulaðimola þegar ég er í heimsókn hjá vinkonu því að mér finnst það bara svo hrikalega gott en þegar ég er hjá sömu vinkonu seinna og er boðið upp á vöfflur með rjóma þá get ég ekki tekið áhættuna. Það er fátt sem veldur jafn miklum verkjum og einmitt mjólk og rjómi. Smá súkkulaðimoli er ekki að fara að valda neinu stórkostlegu en ef ég svindla og fæ mér vöfflu með rjóma þá er það ávísun á marga tíma magakveisu og pípandi niðurgang. Ég bara legg það ekki á mig. 


Annars er ég orðið alltaf með lactase enzyme í töskunni til að taka áður en ég neyti mjólkurvara í litlu magni. Það alveg bjargar lífi mínu í veislum til dæmis.

,,That which is ideal does not exist"

Tipzy | 23. júl. '15, kl: 14:07:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Skólar geta verið svo óþolandi frekir með þetta. Lenti nú þrætum við einn kennara um nestið, drengurinn er algjörlega lystarlaus vegna lyfja frá morgunmat og amk til hádegis. En nei kennarinn heimtaði að ég sendi nest með honum sama hvað ég sagði og það heila samloku, því sko hinir krakkarnir eru allir með samloku og nota grillið sem er inn í stofunni osfrv osfrv. Well ég lét undan, tæpum 2 vikum seinna fann ég 6 myglaðar samlokur í botninum á töskunni hans. Ég varð mjög pisst, og kennarinn mjög móðgaður og ég sagði kennaranum að ég hafi verið búin að segja þetta en það hafi ekki verið hlustað á mig. Heimtar að ég sendi hann með samloku en tekur svo ekert eftir því hvort hann sé að borða feggin samlokurnar eða ekki. 

...................................................................

Felis | 23. júl. '15, kl: 14:25:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta var nefnilega helst annar umsjónakennari stráksins sem er búinn að vera með vesen. Núna fær hann nýja umsjónarkennara - það verður spennandi að sjá hvernig þetta verður. Kannski verður þetta bara algott - en ég þori ekki að vona of mikið. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 23. júl. '15, kl: 14:26:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

btw. almennt er ég ánægð með umsjónarkennarana hans. Þessi var reyndar með annan galla, henni fannst mjög gott að reyna að nýta tíma hér og þar til að reyna að innræta börnunum einhvern trúarboðskap, en heilt yfir var ég sátt við þær. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Nói22
Andý | 23. júl. '15, kl: 09:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég hlustaði á viðtal við fréttakonu núna um helgina sem sagðist vera hrædd við ketti en svona opinberlega væri hún sko með "ofnæmi". Svo hef ég séð konu segja þetta hérna líka, að hún þoli ekki hunda vilji þá ekki í húsið sitt og segist vera með ofnæmi. Ég mætti líka unglingagerpi hérna í stigaganginum sem var augljóslega skíthræddur við litla krúttið mitt og öskraði og grenjaði ofnæmi ofnæmi á meðan hann liggur við meig á sig úr hræðslu við vesalings hundinn sem aldrei drepur einu sinni silfurskottur. Þetta er mjög algengt og skemmir fyrir þeim sem virkilega eru með hvimleitt ofnæmi fyrir dýrum

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

boozled | 23. júl. '15, kl: 13:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Gæti kannski mögulega verið að unglingagerpið var "hrætt" við hundinn ÚTAF ofnæminu? Ég spyr bara því ég er ekkert hrædd við dýr en þegar dýr sem ég er með ofnæmi fyrir er allt í einu komið alveg upp að mér þá panikka ég og öskra og reyni að komast eins langt frá dýrinu og ég get og fólk gæti túlkað það þannig að ég sé hrædd við dýrið. En í rauninni er ég bara hrædd við önundarerfiðleika og að tútna út í framan og að vera heima veik í 2-3 daga að jafna mig.

Andý | 23. júl. '15, kl: 15:27:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei. Hann var ekki með ofnæmi. Það fauk svo í mig að ég krógaði gerpið af og hann viðurkenndi að hann væri bara hræddur


#fullorðins 

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

boozled | 23. júl. '15, kl: 15:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eins gott að ég mæti þér ekki á förnum vegi. Við myndum báðar enda á spítala hahaha. Ég með ofnæmiskast og þú lamin í klessu. ;)

Andý | 23. júl. '15, kl: 20:45:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha, nei. Ég er sjálf með snarmikið bráðaofnæmi og skil vel að þú gætir ekkert barið mig í þannig aðstæðum og ég myndi aldrei króga þannig manneskju af. Við fengjum okkur bara gloss og hvítvín og tækjum svo selfí og yrðum vinkonur

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Loviatar | 23. júl. '15, kl: 14:28:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nágrannakona vinafólks míns í blokk sagðist vera með hundaofnæmi og þau mættu ekki fá hund þessvegna. Svo var lögum breytt 2011 og þau fengu samþykki hjá öllum öðrum íbúum fyrir hundi og fóru og töluðu við hana. Þá sagðist hún ekki vera með ofnæmi en hún væri hrædd við hunda.
Svona lið er bara víst til

daggz | 23. júl. '15, kl: 15:49:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er allt til. Það breytir því samt ekki að þetta viðhorf sem margir hafa gagnvart einstaklingum með ofnæmi (þetta eru ýkjur, djöfulsins kjaftæði, alltaf þarf einhver að skemma fyrir, issss þú færð ekkert ofnæmi af þessu o.fl.) er virkilega slæmt.

Það eru fífl alls staðar! Og þó þessi fífl eru inn á milli þá þýðir það ekki að fólk sem virkilega þarf á smá tillitssemi að halda eigi eitthvað minna tilkall til þess.

Btw þá var ég ekki að segja að svona fólk væri ekki til heldur einungis að ég þekkti ekki til neins sem hegðaði sér svona og að ég teldi það vera mun sjaldgæfara heldur en margir vilja láta (sem tengist inn á þetta ofnæmi er kjaftæði viðhorf).

--------------------------------

Nói22 | 23. júl. '15, kl: 16:33:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ástæðan fyrir því að fólk tekur oft ekki mark á þessu með ofnæmið er vegna allra fíflanna sem hafa notað ofnæmi sem afsökun þegar raunveruleikinn er bara annar. Ofnæmi hefur allt of oft verið notað af fíflum til að koma í veg fyrir að hundur komi í blokkina þeirra. Fólk verið hrætt um að það yrði ónæði af dýrinu eða bara hreinlega verið hrædd eða illa við hunda en ekki viljað viðurkenna það og í staðinn bara hent fram ofnæmisspilinu. Enda ekkert hægt að rökræða eitthvað ef manneskja segist vera með ofnæmi. En ef manneskja talar um að hún sé hrædd við dýrið eða um ónæði eða eitthvað að þá gæti það orðið að "já en dýrið er svo lítið og krúttleg, gerir ekki flugu mein" eða "það heyrist aldrei í dýrinu. Ég lofa því." Og líka að þá gæti orðið einhver leiðindi á milli manneskjunnar sem vill banna og manneskjunnar sem vill fá dýrið. Manneskjan vill losna við svoleiðis leiðindi og vesen þannig að hún segir bara "ofnæmi" og þá er ekkert hægt að segja.

daggz | 23. júl. '15, kl: 17:28:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er alveg sama hvað þú segir þessa sögu um allt þetta fólk sem notar ofnæmi sem afsökun þá afsakar það ekkert þessa framkomu gagnvart fólki með ofnæmi.

Þetta minnir mig bar aá fordómana gagnvart öryrkjum. Af því það er fólk sem eru sko ,,bara aumingja á bótum" eða hreinlega bara að plata og ljúga þá yfirfærist það yfir á allan hópinn.

Eins og ég sagði einhvers staðar hérna í umræðunni þá á fólk með ofnæmi ekkert minna tilkall til tillitssemi og framkomu af virðingu þó það séu einhver fífl þarna úti sem nota þetta sem afsökun.

--------------------------------

Nói22 | 23. júl. '15, kl: 17:41:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja það útskýrir framkomuna. Það er bara þannig. Það er ekkert hægt að nota ofnæmi sem afsökun án þess að um raunverulegt ofnæmi sé að ræða og halda svo að það að segjast vera með ofnæmi hafi sama vægi. Það einfaldlega gerir það ekki. Fólk sem er ekki með ofnæmi hefur í raun og veru spillt þessu fyrir ofnæmisfólki. Ef þið viljið vera pisst út í einhvern ættuð þið að vera pisst út í fólkið sem hefur verið að misnota þetta ofnæmishugtak og logið því að það væri með ofnæmi þegar það í raun var hrætt við hunda eða hreinlega bara illa við þá.

daggz | 24. júl. '15, kl: 12:28:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já svona svipað eins og einstaklingar sem lenda í nauðgun og fá ,,ég trúi þér ekki" viðhorfið á að vera pissted út í allar ,,þessar konur sem ljúga um nauðgun" en ekki út í fólkið sem sjálft sem er með rangt viðhorf og kýs að rengja orð annarra án þess að hafa nokkuð bakvið sig nema það heldur að það viti sko allt?

--------------------------------

Nói22 | 24. júl. '15, kl: 16:25:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei því að það að konur ljúgi um naugðun er svo sjaldgæft miðað við raunverulegu nauðganirnar. Enda þurfa menn alltaf að tiltaka þessar sömu tvær eða eitthvað sem hafa logið. Fólk sem lýgur því að það sé með ofnæmi til að koma í veg fyrir gæludýrahald í blokkum er ekki sjaldgæft.

daggz | 24. júl. '15, kl: 17:43:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Viðhorfið gagnvart fólki með sérþarfir hvort sem það er fötlun, ofnæmi, veikindi, langvarandi verkir eða eitthvað annað er ömurlegt. Og það er engum að kenna nema fólkinu sem er með þetta viðhorf! Það er ekki þessum örfáu rotnum eplum að kenna heldur þér sjálfri sem kemur svona fram, þér sem er með þetta viðhorf og ákveður að láta þessi rotnu epli skemma fyrir.

Þú getur engum kennt um þitt viðhorf nema sjálfri þér. Fullorðin manneskja ætti að geta tekið upplýsta ákvörðun um það hvernig hún velur að koma fram við fólk og hve mikla tillitssemi hún sýnir.

--------------------------------

Nói22 | 24. júl. '15, kl: 17:55:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er nefnilega rotnu eplunum að kenna. Öllu fólkinu sem hefur sagt "nei það má ekki leyfa hunda/ketti hingað í blokkina af því að ég er með ofnæmi". Þegar raunverulekinn var annar. Þetta er nefnilega og hefur verið alveg fáránlega algengt. Sem er ástæðan fyrir því að ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það ætti ekki að gera það að skyldu að fólk sýni þá fram á þetta ofnæmi sitt þegar það gefur þetta upp sem ástæðu. Sýni læknisvottorð. En allavega, að þá er þetta alveg fáránlega algengt að fólk sé að ljúga þegar það gefur þetta upp sem ástæðu synjunar fyrir leyfi hunds/kattar í blokk og það er þeim fíflum að kenna að maður er hættur að trúa því þegar fólk segir að það sé með ofnæmi og vill ekki leyfa hund/kött í blokk. Það er ekkert endalaust hægt að ljúga um ofnæmi og svo á fólk alltaf að trúa því að um raunverulegt ofnæmi sé að ræða.

daggz | 24. júl. '15, kl: 18:01:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki veit ég hvar allt þetta fólk sem lýgur er. En nei, það er ekki þeim að kenna. ÞÚ ákveður að láta þessa aðila móta þína skoðun á fólki með ofnæmi. Það ert þú sem stjórnar þínum hugsunum og skoðunum, ekki aðrir.

Mér finnst reyndar að fólk þurfi ekki að gefa neina ástæðu fyrir því ef það segir ,,nei ég vil ekki dýr í blokkina". Það á að hafa val um það sama hver ástæðan er, nei-ið á að vera nóg.

Annars held ég að það þurfi svo sannarlega að fara að skoða þessar reglur með dýrahald í fjöleignarhúsum. Var ekki verið að bryeta reglunum? Þannig að það þurfi ekki samþykki frá öllum? Það finnst mér jákvætt.

--------------------------------

Alpha❤ | 24. júl. '15, kl: 19:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég veit um manneskjur sem hafa notað þetta sem afsökun

Kaffinörd | 21. júl. '15, kl: 22:11:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki hvað er verið að ráðast á starfsfólkið. Það ræður ekki hvað sé í boði á þessum stöðum. Það er eigandi staðarins sem á að sjá um þessi mál og ef það er ekki hægt að koma til móts við þá sem eru með fæðuofnæmi að þá er það vandamál sem eigandi á að taka á. Leiðinlegt að láta svona lagað bitna á saklausu starfsfólki sem engu ræður.

Nói22 | 21. júl. '15, kl: 22:22:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það breytir því að ekki að starfsfólk getur alveg verið hjálplegt fyrir því. Reynt að aðstoða. Ekki bara yppta öxlum og láta eins og þetta komi sér ekkert við. Að lágmarki ekki láta manneskju sem hefur talað um að hún sé með ofnæmi fyrir hnetum fá brauð með hnetum í. Ég meina kommon hversu sofandi er eiginlega hægt að vera?

Kaffinörd | 21. júl. '15, kl: 22:23:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu á starfsfólkið að fara inn í eldhús og eldar fyrir þig nýjan rétt sem er ekki í boði á matseðlinum ?

Nói22 | 21. júl. '15, kl: 22:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Var ég að segja það? En manneskjan gæti kannski verið svolítið sorrí. Ekki verið bara "meh" yfir þessu. Held að upphafsinnleggið sé reiðara yfir því en því að það séu hnetur í mörgu þarna. 


Fyrir utan að það er bara svakalega léleg þjónusta að láta manneskju sem hefur talað um að hún sé með hnetuofnæmi fá brauð með hnetum í.

og ég | 21. júl. '15, kl: 22:36:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sammála, óþolandi þetta sinnuleysi og þjóstur sem virðist einkenna margt starfsfólk í þjónustugeiranum í dag.

Kaffinörd | 21. júl. '15, kl: 22:24:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ekki misskilja mig mér finnst þetta ömurleg þjónusta en mér finnst bara að það eigi að beinast að réttu manneskjunni .

evitadogg | 22. júl. '15, kl: 17:21:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég ekki séð með nokkru móti að Anímóna "ráðist hér á" starfsfólkið. Það er samt grafalvarlegt mál að selja fólki á fölskum forsendum, sérstaklega þegar mikið liggur við. Það er vissulega þreytt að geta aldrei leyft sér að fara út að borða eða borðað með hinum í hópi af því að staðurinn býður ekki upp á eitthvað, en það er ekki punkturinn hjá Anímónu. Henni var seldur matur sem innihélt ofnæmsivaka, og það er alvarlegt. Ef starfsfólk veit ekki hvað er í matnum á það frekar að svara "ég veit það ekki" heldur en að fullvissa kúnna um að varan sé í lagi til að auka sölu hjá fyrirtækinu, algjörlega siðlaust að mínu mati. 

Kaffinörd | 22. júl. '15, kl: 19:06:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að halda því fram að stúlkan hafi gert þetta viljandi ? Ja hérna

nr12 | 22. júl. '15, kl: 19:20:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þótt hún hafi ekki gert það viljandi þá finnst mér að ef þú vinnur við að selja mat þá sé það hluti af starfinu að hafa það á hreinu hvað er í honum til þess að svona komi ekki fyrir.

Kaffinörd | 22. júl. '15, kl: 19:23:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er rétt. Þetta er bara ótrúleg handvömm hjá eiganda staðarins að hafa þessi mál ekki í lagi

Nói22 | 22. júl. '15, kl: 22:01:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eigandanum? Nei starfsmanninum. Hún á að vita hvað er í brauðunum.

nr12 | 22. júl. '15, kl: 19:21:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þótt hún hafi ekki gert það viljandi þá finnst mér að ef þú vinnur við að selja mat þá sé það hluti af starfinu að hafa það á hreinu hvað er í honum til þess að svona komi ekki fyrir.

helgagests | 22. júl. '15, kl: 19:27:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þegar kemur að ofnæmisvökum ætti reglan hjá jafnvel manneskju með lágmarks rökhugsun að vera sú að láta ekkert frá sér án þess að vera alveg viss um að viðkomandi matur/var/annað sé laust við téðan ofnæmisvaka.
Það er ENGIN afsökun vita ekki. Ef þú veist það ekki þá selur þú það ekki.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

Kaffinörd | 22. júl. '15, kl: 19:33:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef það sem þú telur þig vita er síðan ekki rétt ?

helgagests | 22. júl. '15, kl: 19:37:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hversu oft heldur þú að það sé málið?
Ef rauniner sú þá er kannskiekki við þið að sakast, heldur þann sem sá um að réttar upplýsingar komust til skila. En hversu algengt heldur þú að þetta sé? Sérstaklega í ljósi þess að það verður skv. lögum að tilgreina ofnæmisvaka?

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

evitadogg | 22. júl. '15, kl: 22:02:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég veit ekkert um það og held því heldur ekki fram en viðkomandi starfsmaður seldi Anímónu vissulega vöru með ofnæmisvaka þrátt fyrir að vera spurð um innihald. Ef hún vissi ekki innihaldið þá átti hún að segja það, ekki fullvissa að varan væri í lagi.

presto | 21. júl. '15, kl: 11:06:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

alls ekki í lagi! Sendir þú ekki örugglega póst á Sollu/eigandann/rekstrarstjórann? (fyrst enginn á staðnuþ sýndi fagleg viðbrögð?

Anímóna | 30. júl. '15, kl: 21:25:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, en ég bað starfsfólkið um að koma því til skila við eigendur að það væri gott að hafa aðgengilega innihaldslýsingu á réttinum (ég myndi helst vilja lesa alltaf innihaldslýsingar sjálf, sérstaklega í ljósi þess að fólk gerir sér ekki grien fyrir að tamari sé sojasósa t.d. - sonur minn er með 5 ofnæmi og öðrum reynsluminni getur eðlilega yfirsést).
Hefði ég átt að senda póst frekar? Finnst hallærislegt að gera það svona löngu seinna :/

presto | 31. júl. '15, kl: 10:37:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að það sé "öruggara" þa. Þetta verði ekki hunsað. 

GuardianAngel | 22. júl. '15, kl: 18:59:37 | Svara | Er.is | 1

Þegar eg var að vinna við matvæli þá þoohooldi eg ekki þegar ofnæmispésar gátu ekkert borðað hjá okkur og hraunuðu yfir mig. Sauð virkilega á mér bæði í garð kúnnans gagnvart mer og við yfirmenn mína að gera ekkert í þessu þrátt fyrir ítrekuð skilaboð.

Hinsvegar eru dónarnir í minnihluta.


Hinsvegar þegar fólk þeð ofnæmi kom varð eg bara oooh shit you ain't dying on my watch!!
Hringdi útum allt til að vera aalveg 100% eða fá staðfestingu á þvi sem eg helt. Gat ekki hugsað mer að einhver myndi enda á spítala útaf mér?? Nei takk!

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

zkitster | 23. júl. '15, kl: 13:09:55 | Svara | Er.is | 0

Ég borða oft á Gló og fer oft með ofnæmis manneskju. Laugavegurinn er eini af stöðunum þar sem það virðist afskaplega lítið tillit tekið til þess að veita réttar innihaldslýsingar þegar maður spyr, við höfum gert nokkrar tilraunir til að borða þar og í öll skiptin nema eitt (annað skiptið sem við fórum) hefur þetta endað með ofnæmiskasti og manneskjan þurft að taka töflur, pústa sig og leggjast fyrir.  Á öðrum stöðum hefur alltaf verið athugað vandlega fyrir okkur og aldrei nokkurn tímann komið upp svona tilfelli hjá okkur.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

gorbatöff | 24. júl. '15, kl: 22:45:59 | Svara | Er.is | 0

mmm fór í Faxafen í dag og guð minn góður hvað maturinn var góður!!!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 30.3.2024 | 06:22
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024 29.3.2024 | 16:52
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Síða 2 af 48004 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, Guddie