:Þú getur boðið eins lágt og þér sýnist. Það er seljandans að ákveða hvort hann tekur boðinu. Varðandi staðgreiðsluafslátt. Eldri íbúðir á almennum markaði hafa ásett verð sem þýðir ekki að það sé fast verð. Því er hæpið að tala um einhvern staðgreiðsluafslátt. Slíkt hlýtur alltaf að vera samningsatriði. Ef þú ert að spá í að kaupa nýja íbúð af verktaka þá snýst þetta um að semja við hann um lægra verð en ásett ef öll íbúðin er greitt strax.
Athugaðu að það er ekki endilega í þágu þinna hagsmuna sem kaupanda að borga íbúðina alla í einni greiðslu. Yfirleitt er hlutfall greitt við samning og hitt nokkrum mánuðu síðar þegar gengið er frá afsali sem gefur kaupanda færi á að halda hluta greiðslunnar eftir ef leysa þarf úr ágreiningsmálum ef íbúðin reynist ekki vera eins og samningur hljóðar upp á. Verktaka munar ekkert um að fá greiðsluna í tvennu lagi, hann er hvort eð er búinn að fjármagna bygginguna. Vextirnir sem hann greiðir af lánunum eru inni í söluverðinu svo hann tapar engu á því að bíða eftir seinni greiðslu heldur tapar á því að gefa þér afslátt.
Teralee | Stór plús á þig fyrir þetta svar Splæs :) +++++++++++++++
Það getur vel verið að það sé hægt að semja um ýmislegt við verktaka. En ef ég væri að selja íbúð og þyrfti að kaupa mér aðra íbúð þá væri ég ekkert sátt við að fá lokagreiðsluna eftir "nokkra mánuði" Ég myndi frekar segja eftir hámark 2 mánuði. Það er nefnilega þannig að ég sem kaupandi að annarri íbúð get alls ekki verið viss um að seljandi þeirrar íbúðar geti sætt sig við að fá hluta greiðslunnar eftir "nokkra mánuði" Rétt hjá þér Splæs þegar þú segir: " Þú getur boðið eins lágt og þér sýnist. Það er seljandans að ákveða hvort hann tekur boðinu." Hins vegar ef margir eru áhugasamir um einhverja íbúð eða hús þá getur hreinlega þurft að bjóða í íbúðina eða húsið "yfirverð" Ég er að heyra um dæmi um það núna.