Vika og vika - barnið í tveimur skólum.

Katrín Hallgrímsdóttir | 30. apr. '19, kl: 17:05:19 | 435 | Svara | Er.is | 0

Góðan daginn

Ég var að spá hvort að einhver hefði reynslu af því að vera með viku og viku skiptingu þannig að barnið sé í tveimur skólum?

Hvernig finnst ykkur það og hvernig gengur barninu námslega og félagslega?

 

T.M.O | 30. apr. '19, kl: 19:14:15 | Svara | Er.is | 9

Hefurðu heyrt um að einhver skóli taki þetta í mál? Þó það sé sama námsskráin þá getur verið ólík röð á verkefnum og jafnvel unnið á ólíkann hátt. Það er 100% öruggt að barnið myndi lenda í því að gera sömu hlutina tvisvar og missa alveg af einhverju, hópavinna væri út úr myndinni og barnið væri alltaf að elta á sér skottið að reyna að halda í við hina krakkana. Það mætti ekkert vanta upp á einbeitingu, áhuga og dugnað hjá barninu þá myndi það bara gefast upp. Tveir umsjónakennarar, engin samræming í handverksgreinum, tveir vinahópar, ef það er planað að gera eitthvað í næstu viku þá er ekki hægt að vera með... Ef það á að láta barnið ganga fyrir þá koma foreldrarnir því þannig fyrir að barni komist í skólann frá báðum heimilum og ef það er ekki hægt þá búi það nálægt skólanum og sé helgar, jafnvel langar helgar, á hinu heimilinu, það er auðveldara að vinna upp einn dag annað slagið en vera alltaf að reyna að samræma nám á tveimur stöðum. Það er eigingirni foreldra að ætlast til viku og viku ef barnið getur ekki átt sitt svæði öruggt í skóla, námi og vinahóp.

neutralist | 30. apr. '19, kl: 20:54:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held nú samt að það sé til dæmi um að þetta hafi verið gert. Ég þekkinoersónulega dæmi þar sem börn voru höfð eitt ár í skóla hjá föður og eitt ár hjá móður, þar til móðirin fór fram á að þessu yrði breytt.

ert | 30. apr. '19, kl: 21:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það er munur á ári og viku

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 30. apr. '19, kl: 21:32:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ansi mikill munur á viku og ári og móðirin hefur samt verið talin hugsa um hag barnsins

Yxna belja | 1. maí '19, kl: 10:58:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru alveg til dæmi um þetta (vika-vika) þekki persónulega til mála þar sem annar eða báðir skólarnir eru litlir sveitaskólar úti á landi. Efast um að slíkt yrði samþykkt innan höfuðborgarsvæðisins, þar sem hægt er að koma börnum á milli án mikillar fyrirhafnar. En ég ætla svo sannarlega ekki að mæla með þessu fyrirkomulagi, ef foreldrar búa í sitt hvorum landshlutanum þá verða þeir að finna aðrar lausnir sem virka (að mínu mati).

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

ert | 30. apr. '19, kl: 21:10:01 | Svara | Er.is | 0

Svo kerfi er heldur flókið upp á greiðslur til skólanna frá sveitarfélögum og ég efa einfaldlega að skólastjóri samþykki að vera með barn í námi aðra hverja vikku og fá aðeins 50% eða 0% greiðslu fyrir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 30. apr. '19, kl: 21:33:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta væri alltaf fullt sæti á báðum stöðum.

ert | 30. apr. '19, kl: 22:28:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá fær annar staðurinn 0%. Það er ekki greitt tvöfalt fyrir sum börn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 30. apr. '19, kl: 21:41:16 | Svara | Er.is | 6

Ég hef verið með barn í viku - viku umgengni. Það var alveg nóg án þess að bæta við öðrum skóla líka. Tvenn foreldraviðtöl, starfsdagar á mismunandi tímum, frí sem skarast og fleira. Fyrir utan að þið þyrftuð fyrst að finna tvo skóla sem samþykktu svona tilhögun. Barnalög og barnaverndarlög ganga bæði út frá því sem barninu er fyrir bestu, ekki jafnrétti foreldra, af ástæðu. Það er mikilvægt að stíga til baka öðru hvoru og hugsa hvort maður er að berjast fyrir eigin hagsmunum og tilfinningum eða því sem er barninu fyrir bestu. kv. alboa

gruffalo | 1. maí '19, kl: 11:18:20 | Svara | Er.is | 2

Nei hef ekki reynslu og myndi aldrei nokkurn tímann bjóða barninu mínu upp á svoleiðis. Þarna fara foreldrar alveg fram úr sér í eiginhagsmunsemi og missa sjón á því hvað er barninu/börnum sínum fyrir bestu. Það fúnkerar enginn vel svona. Bara viku viku skipting í sitthvoru bæjarfélaginu finnst mér vera nóg lagt á ung börn

gruffalo | 1. maí '19, kl: 11:18:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sjónar

veg | 1. maí '19, kl: 12:31:30 | Svara | Er.is | 0

mér finnst það illa gert gagnvart barninu, auk þess sem ég sé ekki að nokkur skóli samþykki slíkt fyrirkomulag.

campari | 1. maí '19, kl: 23:47:23 | Svara | Er.is | 3

Myndi aldrei leggja það á barnið. Spurning hvort að foreldrarnir eru til í að búa á 2 heimilum viku í senn og vinna á 2 vinnustöðum. Ef ekki afhverju þá að leggja það á barnið ?

e e e | 2. maí '19, kl: 18:38:06 | Svara | Er.is | 1

Get ekki séð að þetta gangi upp, yrði aldrei samþykkt en ef svo ólíklega vildi til þá yrðu endalausir árekstrar. Barnið mætir bara 50% í hvorn skóla, það er unnið mjög misjafnlega í skólum, oft ólikt námsefni, ólík verkefni, hópverkefni, samvinnuverkefni, Ipad verkefni, mikið um verkefni sem kennarar búa til sjálfir, ekki séns að þetta passi saman milli tveggja skóla. Barnið gæti ekki klárað verkleg verkefni i list og verkgreinum, missir alltaf helming tímanna. Námsmat er oft mismunandi. Próf á mismunandi tímum, skilaverkefni á mismunandi tímum, yrði otrúlegt álag og þetta er út í hött. Sé ekki að neinu barni myndi líða vel í svona aðstæðum, mikið óöryggi og vafalaust erfitt félagslega.

musamamma | 2. maí '19, kl: 19:07:34 | Svara | Er.is | 0

Ég hef séð þetta reynt einu sinni. Alltof mikið rót og álag á barnið sem var að byrja í fyrsta bekk. Foreldrarnir komu sér saman um einn skóla mánuði eftir skólabyrjun.


musamamma

jak 3 | 4. maí '19, kl: 08:05:20 | Svara | Er.is | 0

Hef ekki reynslu af því en myndi aldrei bjóða barninu mínu upp á það. Held að skólar bjóði held ég almennt ekki upp á það heldur ekki allir að gera það sama.

malata | 4. maí '19, kl: 20:08:15 | Svara | Er.is | 0

Sem kennar mundi ég aldrei bjóða neinum börnum upp á þetta. Þá er ómögulegt fyrir kennara að sjá til þess að barnið fái góða kennslu í öllu, erfitt að klára verkefni á báðum stöðum og svoleiðis. Mér mundi finnast það lika ekki sanngjarnt fyrir kennara ef þeir þurftu þá að leggja vinnu og tíma í það að samræma kennslu tveggja bekkja bara fyrir 1 barn...

Steina67 | 6. maí '19, kl: 13:28:51 | Svara | Er.is | 0

Þar sem ég þekki til er barnið í tveimur skólum 3 vikur og 1 vika. Það gengur afskaplega vel enda 700 km á milli heimila.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 6. maí '19, kl: 13:54:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er viku skólinn stór? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 6. maí '19, kl: 15:32:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er stærri en 3ja vikna skólinn. Tveir bekkir í hverjum árgangi

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 6. maí '19, kl: 16:10:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er mjög óvenjulegt.  hvernig er með val greinar á unglingastigi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 6. maí '19, kl: 17:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krakkinn er ekki kominn á unglingastig en það er góð samvinna á milli skóla og gengur mjög vel

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Stofna rokkhljómsveit Lepre 13.2.2024 21.2.2024 | 03:26
Stuðlun og hljóðangreining austurland1 20.2.2024 21.2.2024 | 03:05
Dagvaktin og fangavaktin mikaelvidar 30.4.2023 20.2.2024 | 22:11
Kristrún Frostadóttir segir hælisleitendakerfi okkar og opin landamæri gangi ekki upp. jaðraka 18.2.2024 20.2.2024 | 16:57
Gefa sæði Danni95 18.2.2024 20.2.2024 | 14:15
Skattframtal DB.art 19.2.2024 20.2.2024 | 11:34
BERK þvottavél Flower 19.2.2024
Samfylkingin að bjóða Sjalfstæðisflokki uppí dans. jaðraka 19.2.2024 19.2.2024 | 14:51
Millinafn sem passar fyrir nafnið Gígja 200-kopavogur 18.1.2024 19.2.2024 | 13:40
Samfylkingin farin að sjá til Sólar ? jaðraka 15.2.2024 18.2.2024 | 18:27
Sniðganga vïfilfell panam 10.3.2011 18.2.2024 | 14:41
Does Bland Charge a fee to sell a car? natto3000 16.2.2024 17.2.2024 | 12:39
ókurteisi hjá afgreiðslufólki... rosa87 22.8.2008 15.2.2024 | 22:51
húfarew Thecandyman 15.2.2024
September bumbur og Október bumbur 2023 OlettStelpa11111 24.1.2023 15.2.2024 | 16:41
Leiga b82 13.2.2024 15.2.2024 | 14:09
Sala á bíl - skattur tur79 1.11.2014 15.2.2024 | 00:12
Finnska....Og Ruv.. kmarus21 13.2.2024
Getur einhver lagað parketið mitt TheMindPrisoner 13.2.2024
Bland.is - HAFIÐ SAMBAND! gullisnorra 26.11.2022 13.2.2024 | 00:40
Hverju er verið að mótmæla í Gaza og á Austurvelli ? jaðraka 4.2.2024 12.2.2024 | 14:09
Echo flower shawl lillakitty 27.9.2010 12.2.2024 | 11:37
Valentinusar kort - hjálp ekkibenda 12.2.2024 12.2.2024 | 10:42
Gallsteinar Belgingurinn 1.2.2024 12.2.2024 | 07:57
flytja ísskáp emina 15.9.2009 11.2.2024 | 22:46
Íslendingar virðast ekki skilja hvað er að spara og fresta kaupum á óþarfa. jaðraka 14.9.2023 11.2.2024 | 13:59
Sölutorg Bland.is Björn 7913 9.8.2023 11.2.2024 | 11:07
Barnaefni 1985-1990ish Pro kemon55 8.2.2024 10.2.2024 | 20:42
Innviðir - Innviða ráðherra hvað gerir hann fyrir okkur ? jaðraka 10.2.2024 10.2.2024 | 19:31
Adolf Hitler wannabe Hauksen 7.2.2024 9.2.2024 | 15:30
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni - ? jaðraka 8.2.2024 8.2.2024 | 17:13
"Horfðu aftur" með Páli Óskari! Eeyore 22.4.2005 7.2.2024 | 23:54
Síða 3 af 48021 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien, Guddie