Viltu hleypa dýrum í almenningssamgöngutæki?

presto | 4. mar. '15, kl: 20:00:11 | 1020 | Svara | Er.is | 0
Viltu leyfa dýr í almenningssamgöngutækjum (strætó)?
Niðurstöður
 Já, amk. Hunda 108
 Já, lítil dýr í tösku/búri sem eigandi ber 24
 Já, með múl eða annan varnarbúnað 16
 Já, með skilyrðum t.d. Útskrift af hlýðninámskeið 22
 Nei, vil ekki dýr í strætó oþh. 94
 Annað/hef ekki tekið afstöðu 23
Samtals atkvæði 287
 

Tilraun til að kanna vilja fólks á blandinu

 

Kisukall | 4. mar. '15, kl: 20:33:09 | Svara | Er.is | 11

Léleg könnun.

presto | 4. mar. '15, kl: 21:03:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ef þú vilt betri könnun er upplagt að gera eina slíka:) nú eða koma með gagnlegar ábendingar.

Kisukall | 4. mar. '15, kl: 22:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ræður ekki yfir mér, bidds.

EvaMist | 4. mar. '15, kl: 23:11:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvað ertu gamall?

presto | 5. mar. '15, kl: 14:15:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta var nú bara vitræn ábending um skynsamlegri athafnir en tilgangslaust tuð út í loftið. Þó að ég bendi á skynsamlegri kost ræð ég að sjálfsögðu engu um það hvort þú kýst að halda þig í stælum og tuði eða einhverju gagnlegu. Það dettur engum í hug að ég ráði því.

Kisukall | 5. mar. '15, kl: 23:43:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vitræn. Hehe.

kauphéðinn | 4. mar. '15, kl: 20:48:16 | Svara | Er.is | 20

Ég vil leyfa fólki að taka þau gæludýr með sér í strætó sem það þarf hvort sem um er að ræða stór eða lítil dýr svo lengi sem þau eru fær um að umgangast fólk

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Fokk | 5. mar. '15, kl: 21:09:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta.

snsl | 4. mar. '15, kl: 20:50:44 | Svara | Er.is | 3

Ég væri til í hunda ef fólk væri fært um að framfylgja reglum í kring um það.

Sodapop | 4. mar. '15, kl: 20:58:36 | Svara | Er.is | 9

Mér er bara alveg sama. Það voru oft hundar í strætó þar sem ég bjó í útlandi, þeir trufluðu mig ekkert. Illa lyktandi fólk var meira vandamál þar...

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

nixixi | 4. mar. '15, kl: 21:26:11 | Svara | Er.is | 5

Hundar sem eru vel agaðir eru ok að mínu mati, líka kettir og önnur loðdýr í búrum. 
Finnst hins vegar að það eigi að banna ótannburstað fólk sem hefur hvorki farið í sturtu né þrifið á sér handakrikana í viku. Ógeðslegt þegar þannig fólk leggur höfuðið að rúðunni og skilur eftir sig fitublett, mengar svo andrúmsloftið með svita- og andfýlu. Gubb.

Alpha❤ | 4. mar. '15, kl: 21:27:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha 

orkustöng | 5. mar. '15, kl: 11:30:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

við höfum verið óhrein í ótal milljónir ára og rigningin hefur þrifið okkur , það er fötunum að kenna að við erum óhrein, hættum að nota föt. þrifnaður er ný uppfinnding ,

Ígibú | 4. mar. '15, kl: 21:46:29 | Svara | Er.is | 10

Ef að íslenskir hundaeigendur (það eru jú aðallega þeir sem vilja endilega taka dýrin með í strætó) væru duglegri að fylgja reglum um að taka upp skít og hafa dýrin í taumi væri mér sama. Eins og þetta er í dag, ekki svo mjög.

kauphéðinn | 4. mar. '15, kl: 22:08:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já og hefurðu séð alla skítugu smákrakkana með hor og skítarendur með puttana í öllu í matvöruverslunum, finnst það eigi að banna börn í matvörubúðum þar til allir foreldrar gera betur

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Ígibú | 5. mar. '15, kl: 11:44:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Börn og hundar eru ekki eins.

Felis | 5. mar. '15, kl: 11:53:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það er meira að segja talsverður munur á þessum tveim dýrum, meira en á milli einstaklinga af hvorri tegund fyrir sig meira að segja!

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ígibú | 5. mar. '15, kl: 11:55:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Allavega vorkenni ég voðalega börnunum hennar "kaupahéðinn" ef að þau eru látin éta úr dalli af góflinu og vera í búri í bílnum. . .


(ekki það að stundum, bara stundum, óska ég þess að foreldrar skilji krakkana sína frekar eftir heima en að taka þau með öskrandi og grenjandi út í búð)

Felis | 5. mar. '15, kl: 11:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

ég óska þess alltaf að foreldrar skilji krakkana sína frekar eftir heima en að taka þau með öskrandi og grenjandi út í búð
ég reyni að sýna því skilning að það er ekki alltaf mögulegt en kræst svona krakkar eru ótrúlega ömurlegar verur


líka öskrandi og/eða grenjandi krakkar á veitingastöðum


En það gerir þá ekki að hundum - merkilegt nokk

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ígibú | 5. mar. '15, kl: 12:02:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Guð já, krakkarnir sem voru komnir upp í efri morgunkornshillurnar í bónus þegar ég fór þangað um daginn eru dæmi um börn sem ég vildi að hefðu verið heima en ekki út í búð hagandi sér eins og bavíanar.

Ég elska alltaf þegar fólk kemur með þetta "af hverju eru börn þá ekki bönnuð", þegar fólk nennir ekki hundum. Ég legg allavega ekki leiðinleg börn og leiðinleg dýr að jöfnu.

kauphéðinn | 5. mar. '15, kl: 17:18:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Já en hvort tveggja bara dýr og hvaða rétt hefur þú til að ákveða að þín dýrategund sé merkkilegri en önnur

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

kauphéðinn | 5. mar. '15, kl: 17:17:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er auðvitað ekki sama dýrategundin

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Ígibú | 5. mar. '15, kl: 21:03:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og til hvers ertu þá að leggja það að jöfnu?


kauphéðinn | 5. mar. '15, kl: 21:13:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Að þvi mér finnst þú ekkert merkilegri en önnur dýr

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Ígibú | 5. mar. '15, kl: 21:17:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi átti þetta að vera móðgun frá þér? Eða fyndið? Eða bara þú að vera þú?

kauphéðinn | 5. mar. '15, kl: 21:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þér er velkomið að taka þessu sem móðgun í stað þess að taka þetta sem líffræðilegri staðreynd en það er kannski bara þú

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Ígibú | 5. mar. '15, kl: 21:21:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi greyið. Hledurðu virkilega að kjánalegt og vitlaust nikk á bland geti sagt eitthvað sem snertir mig hið minnsta?

Ég vorkenni bara dýrunum og börnunum þínum fyrst þú leggur þau að jöfnu og kemur greinilega eins fram við þau.

fálkaorðan | 6. mar. '15, kl: 12:23:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hvað er svona hræðilegt við það að koma vel fram við dýr?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

kauphéðinn | 6. mar. '15, kl: 12:26:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börnin mín eiga ekkert bágt, þau elska dýr og koma fram við þau af virðingu og hlýju hvort sem það er fólk, hundar, kettir eða mýs.  Allir eiga sér stað og tilverurétt þó sumir séu frekari en aðrir, bæði persónur og dýrategundir. 

---------------------------------
The only people who can change the world are people who want to. And not everybody does.

---------------------------------

Maluettan | 4. mar. '15, kl: 22:24:24 | Svara | Er.is | 3

Mér er alveg sama. Er samt með slæmt ofnæmi en skiptir mig engu. Ef ég neyðist til að taka strætó (sem gerist aldrei) þá hlýt ég að lifa það af. 

Felis | 4. mar. '15, kl: 22:26:18 | Svara | Er.is | 6

ég sé ekki þörfina fyrir að leyfa þetta, en ég á auðvelt að sjá gallana við það. 



___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

1122334455 | 5. mar. '15, kl: 12:14:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Fólk þarf að komast með dýrin sín t.d. til dýralæknis og hefur kannski ekki úr svo miklu að moða að það geti leyft sér leigubíl í hvert skipti.

Ígibú | 5. mar. '15, kl: 12:29:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Af hverju er fjárhagur dýraeigenda vandamál annara ?

Lilith | 5. mar. '15, kl: 12:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Almenningssamgöngur eiga að gagnast öllum, einnig blönkum dýraeigendum.

Blah!

12stock | 5. mar. '15, kl: 15:36:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ekki á kostnað annarra.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

josepha | 5. mar. '15, kl: 15:45:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ég er einmitt sammála þessu. Það getur bætt lífsgæði fólks (þ.á.m öryrkja)  um mörg level að eiga gæludýr. Finnst að þeir sem eiga dýr eigi að geta haft val um að nota almenningssamgöngur eins og aðrir.

12stock | 5. mar. '15, kl: 15:50:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Almenningssamgöngur eru fyrir alla, hvort sem þeir eiga gæludýr eða ekki.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

josepha | 5. mar. '15, kl: 15:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hættu þessum útúrsnúningum.  

12stock | 5. mar. '15, kl: 15:54:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekkert að snúa útúr. Bentu á það sem er rangt í mínum málflutningi.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

12stock | 5. mar. '15, kl: 15:55:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, ég skal hætta.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Helvítis | 5. mar. '15, kl: 16:10:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já endilega, þetta er orðið dálítið pínlegt og vandræðalegt.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

12stock | 5. mar. '15, kl: 16:13:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki mér að kenna.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Andý | 5. mar. '15, kl: 16:10:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nei. Almenningssamgöngur eru ekki fyrir ofnæmissjúklinga í lífshættu og ekki hesthús heldur. Alveg eins og rúllutröppur eru ekki fyrir lofthrædda og magabolir eru ekki fyrir feitabollur


Já ég vil leyfa gæludýr í strætó

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

josepha | 5. mar. '15, kl: 16:12:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jöööössss! 

12stock | 5. mar. '15, kl: 16:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, almenningssamgöngur eru fyrir alla.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

hullabaloo | 5. mar. '15, kl: 18:26:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Og þær verða það áfram þó að gæludýr verði leyfð. Þeir sem velja að fara ekki með strætó af því dýr eru leyfð þar mega það samt alveg.

12stock | 5. mar. '15, kl: 16:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú vilt leyfa gæludýr í strætó með því að ganga gróflega á hag þeirra sem vilja ekki umgangast gæludýr (og gerir það að verkum að þeir hætta að nota strætó)?

Ertu kannski fylgjandi flugvellinum í Vatnsmýrinni?

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Andý | 5. mar. '15, kl: 19:18:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ert þú kannski á móti flugvelli í Vatnsmýrinni og vilt þannig ganga á hag fullt af landsbyggðarfólki með hnetuofnæmi vegna þess að það þyrfti að flytja frá krummaskuðinu sínu kæra og búa í Reykjavík ef það fengi ofnæmi og ekkert sjúkraflug gæti tekið það að sér og allir dræpust í rútum og á hestvögnum á brautinni á milli Keflavíkur–Lanspítalans?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

12stock | 5. mar. '15, kl: 20:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hestvagnar? Drepast í rútu?

Það er einfaldlega hagkvæmara um 40 miljarða á ári að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

QI | 5. mar. '15, kl: 20:21:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef þetta landsbyggðarpakk hefði borðað hnetur væri það ekki svona sjúk  t!!!

.........................................................

einusinnivarkind | 5. mar. '15, kl: 17:08:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú hefur ekki efni á því að fara með dýrið í leigubíl til Dýralæknis að meðaltali einu sinni á ári, þá hefurðu varla efni á því að fæða dýrið.

ProteinPancake | 6. mar. '15, kl: 00:57:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það er alveg hægt að vera blankur gæludýraeigandi sem kaupir gott fóður handa dýrunum sínum og lætur þau aldrei skorta neitt.
Og af hverju ætti blankur gæludýraeigandi frekar að taka rándýran leigubíl með dýrið en að mega nota almenningssamgöngur til að koma dýrinu í skoðun? Með köttinn í ferðabúri eða hundinn með múl?
Hvað ef þú ert bíllaus og býrð uppi í Breiðholti en langar að fara með litla voffann þinn á Austurvöll í sólina?
Það er ekki eins og allir vagnar muni fyllast af hundum og köttum þó þetta verði leyft þar sem það eiga jú flestir Íslendingar a.m.k. einn bíl. Því miður.
Og ég tala sem manneskja sem býr í næsta húsi við Dýraspítala svo ég mun ekki þurfa að nýta mér þessa þjónustu en mér finnst hinsvegar að hún eigi að vera til staðar fyrir alla sem á henni þurfa að halda.
Ég skil ekki þetta gæludýrahatur hérna á Íslandi.

alboa | 6. mar. '15, kl: 11:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er hægt að labba á Austurvöll úr Breiðholtinu. Það er meira að segja nokkuð skemmtileg gönguleið ef fólk ratar almennilega.


kv. alboa

orkustöng | 6. mar. '15, kl: 12:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

láta hundinn skokka við hlið hjóls í taumi , mætti nota rafvespu á stígum eða motorvespu minnstu gerð

josepha | 6. mar. '15, kl: 14:18:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst að það eigi að fylgja rafvespa með hverjum seldum hvolpi. 

Felis | 6. mar. '15, kl: 11:48:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er ekkert gæludýrahatur að vilja ekki dýr í almenningssamgöngur. Ég er sjálf gæludýraeigandi og elska dýrin mín mjög mikið. 


Kötturinn yrði hvort eð er að vera í ferðabúri, og hundurinn með múl, ef dýr yrðu leyfð i strætó

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

presto | 6. mar. '15, kl: 11:57:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er rangtúlkun hjá þér að kalla þetta hatur. Það er t.d. Hellingur af karlmönnum sem ég vil ekki sænga með en viður kenni samt alls ekki karlhatur! Ef út í það er farið þá er líka hellingur af konum sem ég vil ekki sænga með en viðurkenni enn síður kvenhatur. Sama gildir að ég kæri mig ekki um að fara út að borða eða á deit með hverjum sem er eða að fá alla í heimsókn til mín hvenær sem er, það snýst samt ekki um neitt hatur. Í mínum augum ert þú að kalla smekk fólks hatur.

fálkaorðan | 6. mar. '15, kl: 12:25:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er enginn að biðja þig um að hafa samræði við dýr.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 6. mar. '15, kl: 22:38:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það dýrahatur að kæra sig ekki um hvaða samneyti sem er við þau? T.d. Að vilja þjónustu hárgreiðslustofu og snyrtistofu fyrir menn eingöngu en ekki dýr? Ertu sammála fullyrðingunni um dýrahatur?

fálkaorðan | 6. mar. '15, kl: 22:48:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla ekki að taka afstöðu til dýrahaturs eða ekki dýrahaturs, hef ekki áhuga á því. Samanburðurinn er bara fáránlegur.


Sambærilegt væri að segja ég er enginn mannhatari en ég kæri mig bara ekki um að ferðast í sama strætó og þeir. Ekki að bera saman að fara í sama strætisvagn og hundur eða hverjum þú kýst að sofa hjá.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

presto | 6. mar. '15, kl: 22:54:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér það dýrahatur að vilja sækja sína þjónustu með mannfólki en ekki dýrum? Skóli, vinnustaður, sund, líkamsrækt, heilsugæsla, matvörubúðir osfrv? Þú skautar alveg framhjá því að ég nefndi heimsóknir líka og svo t.d. Snyrtistofur.
Ég hef reyndar séð risastóran st. Bernharðshund á bókasafni þar sem barn með lestrarörðugleika var að lesa fyrir hundinn í einrúmi í sér herbergi. Sérþjálfaður hundur. Það fannst mér alveg frábært, vil samt ekki hunda hvar sem er á bókasafninu, er það hundahatur?

fálkaorðan | 6. mar. '15, kl: 23:30:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla ekki að taka afstöðu til einhvers dýrahaturs eða ekki.


"rökin" þín voru bara ekki rök.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

josepha | 6. mar. '15, kl: 14:07:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Díses kræst. Það eru s.s. fullgild rök að banna dýr í strætó vegna þess að svo margir hafa ekki smekk fyrir því? Þetta er ekki smekksatriði. 

presto | 6. mar. '15, kl: 22:39:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að tjá þig um fullyrðingu um hatur á dýrum eða eitthvað allt annað? Næ ekki samhengi.

josepha | 7. mar. '15, kl: 09:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

 Þú segist ekki hafa neitt á móti dýrum, þú vilt bara ekki vera með þeim í strætó. Og að þú hafir ekkert á móti ákveðnum karlmönnum, þú viljir bara ekki sofa hjá þeim Að þetta sé sambærilegt eða komi umræðunni um dýrahald í strætó eitthvað við er bara út í hött. Þetta er svipað og að segja að maður hafi ekkert á móti fólki með tattú, maður vilji bara ekki vera með þeim í strætó. Og halda raunverulega að þá með þessum rökum sé bara eðlilegt að tattúveruðu fólki sé meinaður aðgangur að almenningssamgöngum. Þetta er ekki smekksatriði. 

presto | 7. mar. '15, kl: 15:38:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dýr eru ekki menn og eiga ekki tilkall til mannréttinda, að mínu viti amk. En það er alveg ljóst að sumir virðast ekki sjá muninn á mönnum og hundum og vilja setja dýrin ofar mannfólkinu. Það finnst mér komið út í verulegar öfgar.
Þess vegna er tal þitt um tattú erað fólk algjörlega út í hött hér.
Þið kallið þá sem ekki vilja virða "mannréttindi" dýra (hunda) dýrahatara, það er stórfurðulegt og bara ofstæki í mínum augum. Slík afstaða er alls ekki til þess fallin að fá fólk til að treysta hundaeigendum og gefa þeim fleiri sénsa en þeir hafa í dag varðandi hundahald.

josepha | 8. mar. '15, kl: 11:02:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef ekki kallað neinn dýrahatara hérna. Mér aftur á móti blöskrar þegar fólk vill banna hunda í strætó einfaldlega vegna þess að "það fellur ekki að þeirra eigin smekk". Og þú hlýtur að skilja að þetta snýst ekki um "mannréttindi" hundanna, þeim er skítsama hvort þeir fara í strætó eða ekki. Þetta snýst um réttindi eiganda dýrsins. Sem vill til að er manneskja. 

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 08:26:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hundinn minn kostar heilar 2500 kronur á mánuði að fæða. 

Alpha❤ | 6. mar. '15, kl: 12:46:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með tvo hunda (miðlungsstórann og lítinn) og það kostar 6000 kr á mánuði matur fyrir þá. Annar er á læknisfóðri og hinn er á hágæðafóðri... 

presto | 6. mar. '15, kl: 08:04:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir hafa val, fólk getur ekki tekið allar eigur sínar með í strætó (þeir sem eiga meira en eina ferðatösku) Bændur geta tekið strætó eins og hver annar en samt ekki með kýrnar sínar eða kindur, og varla með einn kálf til slátrunar, og enn siður til að fá dýralæknaþjónustu. Það þýðir samt ekki að bændum sé bannað að ferðast með strætó.

orkustöng | 6. mar. '15, kl: 11:26:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en mætti ekki fara með lítið lamb í strætó, , og kjúklinga og hænur , og ungt folald

orkustöng | 6. mar. '15, kl: 12:21:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og krabba og krossfiska og silung í fötu

alboa | 6. mar. '15, kl: 11:40:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Verandi öryrki, bíllaus og eigandi gæludýr er ég alveg sammála. En í fjárhag heimilisins geri ég ráð fyrir að ég gæti þurft að koma dýrinu til dýralæknis og þá jafnvel með leigubíl fái ég ekki far. 


kv. alboa

Ígibú | 5. mar. '15, kl: 21:03:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Blankir dýraeigendur geta líka alveg notað strætó. Það er ekki neitt skilti sem bannar dýraeigendur.

presto | 6. mar. '15, kl: 08:11:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Dýr eru samt ekki alMENNingur, dýr sem slík eiga ekki rétt til almenningsþjónustu og bera heldur engar skyldur eins og almenningur til greiðslu skatta í almannaþágu. Almenningssamgöngur gagnast ekki öllum, t.d. Hefur búseta áhrif, vinnutími og þær þjóna sumum áhugamálum bara alls ekki.

Lilith | 6. mar. '15, kl: 16:33:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þetta hunda- og almennt dýrahatur hér á Íslandi, eða kannski fyrst og fremst í Reykjavík, er bara mér frekar óskiljanlegt. Skil bara ekki hvers vegna litið er á dýr sem svona miklu meira vandamál hér en víða annars staðar.

Blah!

presto | 6. mar. '15, kl: 22:23:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða "hatur" ertu eiginlega að tala um? Að fólk segi að dýr séu ekki menn, manneskjur eða almenningur? Dýr eru ekki vandamál, slæmir dýraeigendur eru það hins vegar.

Lilith | 6. mar. '15, kl: 22:29:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei bara þetta almenna gæludýrahatur, að gæludýr séu ekki velkomin neins staðar. Þetta er svo mikið mál hér, en einmitt alls ekkert á mörgum öðrum stöðum. Finnst það bara frekar merkilegt.

Blah!

presto | 6. mar. '15, kl: 22:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki hatur, viltu hafa öll dýr í þéttbýlinu? Geitur og hænur út í garði, kýr og kindur á beit í Heiðmörk, Laugardalnum, Fossvogi osfrv? Og svo hesta og litlu dýrin? Mig langar í hænur og hana í garðinn. Er það hana hatur sem bannar mér það?
Er hatur ástæðan fyrir því að það má ekki halda nokkrar kindur í garðinum?

Lilith | 6. mar. '15, kl: 22:34:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég nenni ekki í rifrildi út af orðaleikjum. Þú mátt túlka þetta eins og þú vilt.

Blah!

presto | 6. mar. '15, kl: 22:35:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér það hatur á sauðfé að vera á móti sauðfjárhaldi í Reykjavík?

presto | 6. mar. '15, kl: 22:41:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert með afar ómaklega fullyrðingu um hatur. 

Lilith | 6. mar. '15, kl: 22:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Taktu þetta til þín ef þú átt þetta, annars ekki.

Blah!

fálkaorðan | 6. mar. '15, kl: 23:31:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha ha fekstu mínus fyrir þetta.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

orkustöng | 7. mar. '15, kl: 08:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

umræðan um huda og ketti er tilfinningaþrungin og neikvæð margir mjög pirraðir á þeim óþægindum sem dýrin valda , oft vegna slæmra eigenda , fólk hatar þetta vesen og það kemur fram í þeirra orðum

orkustöng | 7. mar. '15, kl: 08:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í rússlandi eru skemmtileg vídeó af sveit fólks sem er í herferð gegn slæmri hegðun sem truflar aðra og setur í hættu , gegn akstri á göngustígum ef vegir tepptir , ég er reyndar fylgjandi slíkum varlegum akstri. en sveitin límir límmiða ´a framrúðu þeirra sem bregðast illa við og erfitt að ná þeim af. svo verða átök. það væri ekki leiðinlegt að sjá þetta gert við fólk með grimmilega lausa hunda .

Lilith | 6. mar. '15, kl: 22:30:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ef út í það er farið eru almenningssamgöngur líka drullulélegar hér á landi. 

Blah!

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 08:30:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er enginn að tala um það. Af hverju þurfa dýraeigendur að vera í millistétt eða yfir til að hafa efni á að reka dýrin sín, því jú, dýraeigandi þarf að eiga efni á að reka bíl eða hafa efni á að taka leigubíl reglulega.

Felis | 5. mar. '15, kl: 12:32:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef fólk hefur efni á gæludýrum þá ætti það að hafa efni á að taka leigubíl einstaka sinnum

Hundar sem hafa ekki farið á hlíðninámskeið ættu anyway ekki að vera í strætóum svo að þau rök falla um sjálf sig

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Lilith | 5. mar. '15, kl: 12:35:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Leyfa leigubílar dýr í bílunum sínum?

Blah!

Felis | 5. mar. '15, kl: 12:35:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bara hef ekki hugmynd

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 5. mar. '15, kl: 16:37:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já en maður þarf að taka það fram við pöntun (ég hafði samband við Hreyfil)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

zkitster | 5. mar. '15, kl: 18:19:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef aldrei tekið það fram við pöntun, spáði bara ekkert í því.. En aldrei verið vandamál.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

zkitster | 5. mar. '15, kl: 16:58:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yepp. Ef ég get ekki labbað með kettina mína til dýralæknis þá tek ég leigubíl, aldrei nokkurn tímann verið sett út á það, er samt oftast með þá í búri.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

einusinnivarkind | 5. mar. '15, kl: 17:09:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ProteinPancake | 6. mar. '15, kl: 00:58:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb! Flestir gera það a.m.k.
Ef þú þarft að panta bíl, þá er reyndar vissara að taka fram að þú sért með dýr með þér, svona just in case ef leigubílstjórinn er með dýraofnæmi.

josepha | 5. mar. '15, kl: 15:46:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er ótrúlegt en að satt að fullt af fólki kann að aga hundana sína án þess að fara á námskeið með þá. Finnst þessi námskeiðs-krafa mjög kjánaleg. 

Felis | 5. mar. '15, kl: 15:50:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það eru ekki nógu margir hundaeigendursem kunna að aga hundana sína, það er augljóst. Því er eðlilegt að gera einhverskonar kröfu á þá um að þeir geti sýnt fram á að dýrið ætti að geta hagað sér. 


En þar fyrir utan þá veit ég um vel agaða hunda sem hafa alla tíð verið ljúfir og góðir en svo bitið upp úr þurru. Svo að kannski er ekki nóg að vera með vel agaðan hund - heldur þyrfti hann að vera með múl líka. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

josepha | 5. mar. '15, kl: 15:58:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef nú ekki farið í strætó í örugglega svona 15-20 ár...... en myndi hundurinn ekki alltaf vera á einhverju sér svæði í strætónum? Eins og hjól og barnavagnar eru aftast? enginn yrði þvingaður til að vera það nálægt hundinum að hann gæti mögulega bitð aðra farþega. HUndar gætu t.d verið bannaðir á þeim tímum sem vitað er að mestar líkur eru á því að vagninn sé troðinn af fólki (svona eins og dráttarvélar eru bannaðar á háannatímum í umferðinni)

Felis | 5. mar. '15, kl: 16:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

erlendis eru engin sér svæði fyrir gæludýr


vandamálið er líka að dýr hafa mjög neikvæð áhrif á suma einstaklinga - er ekki réttur þeirra til að geta farið í strætó hærri en réttur dýraeiganda til að taka dýrin sín með sér í strætó?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

josepha | 5. mar. '15, kl: 16:09:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Nei mér finnst það eiginlega ekki. Ég get ekki flokkað fólk svona, s.s. að þessi sé rétthærri en hinn. Kannski er það líka vegna þess að fyrir mér eru dýr svo sjálfsagður hluti af veröldinni sem við lifum í. Enda eru þau það, nútímamaðurinn er bara kominn svo órafjarri náttúrunni því miður. 

12stock | 5. mar. '15, kl: 16:46:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú telur þá að hundar hafi alveg jafnan rétt og mannfólkið að vera í strætó? Ég er algjörlega ósammála þér.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

josepha | 5. mar. '15, kl: 18:13:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ok. finnst þér manneskja með hnetupoka og manneskja með risastóran blómvönd hafa rétt á að vera í strætó? 

12stock | 5. mar. '15, kl: 20:17:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Felis | 6. mar. '15, kl: 08:24:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3


Höfum þetta einfalt, ímyndum okkur að það séu 2 hópar af fólki sem eru eins í grunninn og með svipuð lífsgæði. 
Annar hópurinn er svo með dýraofnæmi, það dregur þeirra lífsgæði niður
Hinn hópurinn eru gæludýraeigendur, það eykur þeirra lífsgæði


Svo þarf að ákveða hverjir mega fara í strætó


Ein leið er að leyfa gæludýraeigendum að fara með dýrin sín í strætó, það eykur lífsgæði þeirra en dregur enn frekar úr lífsgæðum ofnæmishópsins. 


Önnur leið er að leyfa öllum að fara í strætó, nema að gæludýraeigendur geta ekki tekið dýrin sín með. Það eykur lífsgæði beggja hópa, en þó gæludýraeigandanna ekki jafn mikið og ofnæmisfólksins vegna þess að einstaka sinnum þurfa þeir að taka leigubíl eða redda sér á annan hátt á milli staða. 


Þetta er spurning um að vera ekki alltaf svona eigingjarn og hugsa aðeins um stóra samhengið.  

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

josepha | 6. mar. '15, kl: 14:10:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Mér finnst einmitt  "anti-hundafólkið" vera eigingjarnt og ekki hugsa um stóra samhengið. 

12stock | 5. mar. '15, kl: 16:50:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er akkúrat kjarni málsins.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

josepha | 5. mar. '15, kl: 18:15:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Reyndar þegar ég er búin að hugsa málið smá þá kannski er þetta ekki svo vitlaust. Hundurinn þyrfti að gangast undir einhverskonar mat og fá vottun, sem gilti þá sem strætókort fyrir hann. 

Skreamer | 5. mar. '15, kl: 20:41:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held nú reyndar að hlýðnisnámskeið sé skilyrt við veitingu leyfis um hundahald.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Alpha❤ | 6. mar. '15, kl: 01:57:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei ekki skilyrt en það er miklu ódýrara gjaldið (50%) ef maður fer með dýrið á námskeið og eiginlega marg borgar sig að gera það.

Skreamer | 6. mar. '15, kl: 20:29:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Umsókn skal fylgja staðfesting um að umsækjandi hafi sótt námskeið um
hunda­hald, viðurkennt af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eða meðmæli
tveggja valin­kunnra manna um hæfi hans til að halda hund."

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Alpha❤ | 6. mar. '15, kl: 21:30:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

EÐA ;) það er ekki skilyrði eins og ég sagði.. 

Skreamer | 6. mar. '15, kl: 20:29:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=77f66992-3362-44f2-86dd-91e5a6c368aa

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 08:27:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki eins einfalt og þið látið þetta hljóma. Ég nenni ekki að fara í mjög nánar útskýringar en það þurfti að keyra mig rúma 60 km á sunnudag og mánudag til að koma dýrinu mínu til dýralæknis, tók 3 ferðir og mikla keyrslu. Það hefði kostað tugi þúsunda í leigubíl.

Felis | 6. mar. '15, kl: 08:55:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hefðirðu einhverntíman farið þessar ferðir í strætó?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 08:56:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, auðveldlega, og hefði hiklaust gert það ef það hefði mátt.

Felis | 6. mar. '15, kl: 08:57:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

aumingja dýrið

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 08:59:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Segðu, vonda ég að vilja gera allt sem ég get til að koma dýrinu til læknis.

orkustöng | 6. mar. '15, kl: 11:29:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er líka hægt að sleppa þvi´að eignast dýr ef fólk á ekki bíl

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 19:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En ef maður á dýr og bíl en þarf svo að leggja bílnum? Gefa dýrin í leiðinni? 

sorry | 6. mar. '15, kl: 11:56:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og hvernig helduru að fólki með ofnæmi eða hræslu hefði liðið þessa 60 km í strætó?

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 19:16:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessir 60 km hefðu dreifst niður á marga strætisvagna og eins og stendur þarna að ofan hefði það dreifst á 2 daga. Það er því mjög ólíklegt að sami ofnæmismaðurinn hefði þurft að sitja með okkur voffa í strætó alla 60 kílómetrana.

fálkaorðan | 6. mar. '15, kl: 22:35:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú hefðir að sjálfsögðu fundið þér einn hressana ofnæmispésa og hlekkjað dýrið við hann þessa daga. Svona til öryggis.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

alboa | 6. mar. '15, kl: 11:39:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef fólk hefur ekki efni á leigubíl þá hefur það væntanlega ekki efni á dýralæknareikningnum heldur. Fólk ætti kannski að bíða með að eignast gæludýr þangað til fjárhagurinn leyfir. Það eru ekki mannréttindi að eiga gæludýr.


kv. alboa (bíllausi gæludýraeigandinn)

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 19:17:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Heyrðu, ég gat léttilega greitt 20 þúsund króna gæludýrareikning, en að ætla rúmlega þá upphæð í leigubíl í ofanálag er kannski ekki fyrir hvern sem er. 

qetuo25 | 6. mar. '15, kl: 21:55:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Lifid er ekki svona svart og hvitt. Thad getur margt ovænt komid upp a. Madur fær ser kannski hund thegar fjarhagurinn er ordinn godur en getur sidan lennt i skilnadi, misst vinnuna Eda lennt i slysi Eda veikindum og ordid øryrki. Tha er allt i einu fjarhagurinn breyttur og hvad tha? Henda fjølskyldumedlimnum ut eins og notadri tusku afthvi madur kemst ekki lengur neitt billaus og med slæman fjarhag?

1122334455 | 5. mar. '15, kl: 12:16:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Svo er t.d. erfitt fyrir bíllausan hundaeiganda að sækja hundanámskeið.

12stock | 5. mar. '15, kl: 15:36:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alls ekki. Það er nóg til af leigubílum.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 08:28:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem kosta rosalegan pening. 

12stock | 6. mar. '15, kl: 11:50:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mikið minna en að eiga og reka bíl. Ef að þú ert ekki með bíl þá er í lófa lagið að kaupa einstaka ferð með leigubíl.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

orkustöng | 6. mar. '15, kl: 12:23:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei eldri bíll mun ódýrari í rekstri ef gerir við hann sjálfur amk minnir mig útreiknað

orkustöng | 6. mar. '15, kl: 12:23:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nema bílferðir séu mjög fáar, mínar eru nokkrar á viku

Alpha❤ | 6. mar. '15, kl: 12:50:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en þeir sem vilja fara í göngur út fyrir bæinn? taka margoft í viku leigubíl?

12stock | 6. mar. '15, kl: 15:02:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, er eitthvað að því? Það er enginn að neyða þig í að fara í göngur út fyrir bæinn.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Alpha❤ | 6. mar. '15, kl: 19:49:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei en það er betra en þunglyndislyf.. Ef eg fæ leigubil a sama verði og stræto skal eg taka þvi...
Svo lika aftur að þessu ofnæmistali að þa gæti þessir með ofnæmið þar sem það er svona svakalega hamlandi i daglegu lífi tekið ferðaþjonustu fatlaðra, eða ætti að vera í boði fyrir það fólk..

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 19:18:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kaupi einmitt einstaka ferð með leigubíl, takk samt fyrir ábendinguna.

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 19:21:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég sótti hundanámskeið þá var það haldið í Mosfellsdal, lengra en Mosó. Ég veit ekki hvað það myndi kosta að taka leigubíl þangað fram og tilbaka 1x í viku í 10 vikur, en það væri nálægt hundraðþúsund kallinum, ef ekki meira.
Það að hundaeigendur eigi fyrir 5000 króna leigubílaferð er bara allt annað en að þurfa að leggja út fyrir hundruð þúsund kostnaði.

orkustöng | 5. mar. '15, kl: 11:37:43 | Svara | Er.is | 0

ætti kannski frekar að spyrja er þér sama þín vegna þótt dýr komi í strætó , mér væri sama ef þeim væri vísað út ef gelta amk mikið , urra kannski líka sérstaklega ef stórir. og já ættu að vera með múl og líka bara almennt úti , allir hundar ættu að geta lært að þola múl og það gefur mikið öryggi og minnkar áhættu og líklega ótta hjá mörgum. það kemur alltaf fyrir eða síðar að alvarlegri árás hunds á granna eða gangandi eða fjölskyldu eiganda. oft hafa lausir hundar komið mjög grimmilega að manni með háu gelti. það er svo skrítið að maður sér næstum aldrei hund með múl, hundaeigendur virðast ekki skilja þann vanda sem þeir valda. múll er bara eins og að vera í fötum , með húfu td eða hjálm. við þolum það vel og venjumst því .

sadl | 5. mar. '15, kl: 11:48:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hahahahaahaaahhahaha úfff

orkustöng | 5. mar. '15, kl: 21:06:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já þér finnst það svaka fyndið að ekki lítill hluti af börnum og fullorðnum verði hrædd þegar þau mæta þér og öðrum með hund , því hann er ekki með múl.

presto | 6. mar. '15, kl: 08:15:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver ætti að vísa hundinum út? Og hvar ætti að stoppa? (Samstundis eða á næsta strætóstoppi?) ætti svo að banna hunda aftur í Strætó ef 1 svona tilvik kæmi upp, eða 10 eða 100? Ættu hundaeigendur sem vildu nota strætó að kaupa persónugreinanleg strætókort fyrir hundinn sem byggðu á staðfestingu á góðri hegðan hundsins?

orkustöng | 6. mar. '15, kl: 11:36:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bílstjórinn líklega eða aðrir farþegar mættu kannski líka , það má víst hvergi stoppa til að hleypa út nema á stöðvum, yfirleitt , því þá annars tefur vagninn umferð og gæti valdið árekstri við að aðrir sveigja framhjá honum. það gæti þurft bann á suma sem færu endurtekið með vandræðahund í vagna , en erfitt já að framkvæma , þarf þá sér leyfi á alla hina og skilríkjasýningar í hvert sinn, vesen. , .....banna hunda aftur vegna gelts og urrs , alla hunda , nei , einn hund , já en erfitt í framkvæmd nema vagnstjóri þekki eigandann og hundinn, þyrfti þá að taka mynd af þeim og hengja upp á vagnstöð.

orkustöng | 6. mar. '15, kl: 11:41:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

til að aðrir vagnstjórar bæru kennsl á mann og hund , en persónuvernd bannar slíkt eða hvað

presto | 6. mar. '15, kl: 11:48:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Miðað við hvenig sumir dýraeigendur láta eftir að hundur þeirra hefur bitið annað dýr á skaðlegan hátt eða bitið/glefsað í fólk (allt einhverjum öðrum að kenna, dýrinu ekki sýnd rétt hegðun osfrv.) þá get ég því miður ekki annað en efast um að hundaeigandi með ógnandi hund samþykkti að fara út úr strætó út af einhverju "smá urri eða gelti" - sérstaklega ef hundurinn væri til friðs akkúrat á næstu stoppistöð.

orkustöng | 6. mar. '15, kl: 12:40:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol æjá , einn gengur hér um hverfið með mjög hátt og mjög oft geltandi íslenskan hund og þykir ekkert athugavert við það eða er hann svona mikill rebel uppreinsarseggur , mjög rólegur sjálfur í hreyfingum amk. bara gaman að þessu í bland . já svo er annar sem öskrar sjálfur að manni , kemur gangandi öskrandi a'ð manni bölvandi , mér stóð nú ekki á sama fyrst , fatttaði svo að hann er með túretts. kæki. þetta er fínasta krydd í mannlífið..... en það er þá gert þannig að vagnstjóri tilkynnir að lögregla verði kölluð til ef neitar að fara út.

orkustöng | 6. mar. '15, kl: 12:41:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og jafnvel inngöngubann síðar á eigandann , en slíkt er lítið eða ekki gert nú á slæma hegðendur held ég. mannúðarsjónarmið.

minx | 5. mar. '15, kl: 12:05:05 | Svara | Er.is | 0

Gæti ekki verið meira sama.

1122334455 | 5. mar. '15, kl: 12:13:45 | Svara | Er.is | 2

Ég held að það hafi alltaf mátt fara með smádýr eins og páfagauka, hamstra og slíkt í litlum boxum í strætó, ég man allavega eftir slíku sem barn.
Ég er hlynnt því að leyfa hunda, ketti og kanínur í strætó. Kettir og kanínur þyrftu að vera í búrum, hundarnir í stuttum taum og á afmörkuðu svæði. Jafnvel þannig að það væri 1 strætó á klukkutíma sem mætti taka með sér dýr þannig að þeir sem þola þau engan veginn geta þá tekið næsta vagn á undan eða á eftir.

alboa | 5. mar. '15, kl: 12:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í dag er bannað að fara með öll dýr í strætó.


kv. alboa

einusinnivarkind | 5. mar. '15, kl: 12:34:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hundar ættu að vera í búrum líka, þá getur þetta gengið

Bakasana | 5. mar. '15, kl: 12:50:49 | Svara | Er.is | 3

Já. Ég vil ekki banna fólki sem þarf að komast leiðar sinnar með gæludýrið sitt að nota strætó. 

12stock | 5. mar. '15, kl: 15:37:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er enginn að banna fólk. Punktur.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Bakasana | 5. mar. '15, kl: 16:02:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Innleggið mitt stendur eftir sem áður. Ég var að svara spurningu um fólk sem fer með gæludýrin sín í strætó. Ekki um gæludýr sem þurfa nauðsynlega að nota strætó af persónulegum ástæðum. Púntur.

Gunnýkr | 5. mar. '15, kl: 13:52:00 | Svara | Er.is | 1

já já bara öll dýr í strætó.

Nola | 5. mar. '15, kl: 14:21:16 | Svara | Er.is | 0

Annað/tek ekki afstöðu - kannski hunda en er þó ekki viss, finnst íslendingar ekki góðir í að ala upp hunda svo ég veit ekki hvort ég myndi treysta hundunum þeirra í strætó.

presto | 5. mar. '15, kl: 14:32:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, etv. Hefði átt að vera svarmöguleiki "ekki tímabært" eða álíka. Það er greinilega meira en 1/3 (hér) alveg fylgjandi því að dýr ferðist í almenningssamgöngutækjum en uþb. 1/3 á móti, restin svo til í skilyrt leyfi.

josepha | 5. mar. '15, kl: 16:03:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Voðaleg vantrú er þetta á Íslendingum. Það má ekki selja áfengi í verslunum því þá fer allt í bál og brand því Íslendingar ráða ekki við sig. Síðan meiga hundar ekki fara í strætó því Íslendingar kunna ekki ala upp hunda osfrv. Mér finnst miklu eðlilegra að leyfa hlutina og banna þá EF að það kemur á daginn að það er ekki að ganga upp þá er hægt að banna með góðri samvisku 

presto | 6. mar. '15, kl: 08:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, fyrsta svarinu var ætlað að dekka já, og því 5. Nei.

josepha | 5. mar. '15, kl: 15:40:00 | Svara | Er.is | 2

Það vantar bara já og nei

presto | 6. mar. '15, kl: 08:08:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svarið mitt lenti aðeins of ofarlega:)

gruffalo | 5. mar. '15, kl: 16:44:33 | Svara | Er.is | 0

Jájá, meina, kannski yrði það bara allt í lagi. Sé ekki fyrir mér að strætó yrði stútfullur af dýrum allt í einu, geri eiginlega bara ráð fyrir því að flestir dýraeigendur eiga bíl, lógískt or not. En þjónusta strætó getur ekki orðið mikið verri anyways.

QI | 5. mar. '15, kl: 18:22:44 | Svara | Er.is | 2

Mig langar að banna ljótu fólki að taka strætó,, en ég er hræddur um að það bittni á mér.

.........................................................

Skreamer | 5. mar. '15, kl: 20:44:09 | Svara | Er.is | 4

Ég vil leyfa það utan háannatíma.  Ég held að það sé hvorki gott fyrir dýrin né aðra farþega að dýr séu leyfð í strætó á háannatíma.  Þá gæti 12stock tekið strætó á háannatíma án þess að hitta hunda. :P

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Horision | 6. mar. '15, kl: 11:35:14 | Svara | Er.is | 0

Nei, vill ekki óbólusett, óöguð og eftirlátsöm dýr í almenningssamgöngutæki.

presto | 6. mar. '15, kl: 11:50:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ef þau eru bólusett, öguð og vel uppalin og með skírteini upp á það (sem eigandi kaupir og fær endurnyjað/stimplað t.d. Árlega) - væru slíkir hundar ok?
(Ég er sammála að hundarnir með "slæmu" eigendurna eru ástæðan fyrir því að þetta er ekki freistandi kostur fyrir aðra farþega)

Horision | 6. mar. '15, kl: 11:53:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já.

presto | 6. mar. '15, kl: 12:02:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að lausnin sé að koma hundahaldsmenningunni á hærra plan. Í mínu næsta nágrenni eru alltof oft lausir hundar á útivistarsvæði þar sem ekki er leyfi fyrir slíku. Ég veit fyrir víst að það kemur i veg fyrir að fólk sem er smeykt við lausa hunda njóti þessa útivistarsvæðis. Ég veit líka um dæmi þess að lausir stórir hundar bitu smáhund í bandi til ólífis áður en nokkuð var hægt að gera. Mikill hluti hundanna er í bandi og eigendurnir algjörlega til fyrirmyndar, en svo eru það þessir sömu sem iðurlega sleppa hundunum lausum og eru svo langt á eftir með ónotaðan taum í hendi og er skítsama "eðlilegar reglur".

Horision | 6. mar. '15, kl: 12:09:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru þessir skussar sem gera hundahald í borg leitt. Það er súrt að gerta ekki farið úr vesturbæ í Breiðholt nema hundlaus og ætti það að vera í lagi. Margir mikla fyrir sig að vera í námunda við dýr og virðast 95 % borgara vera með banvænt ofnæmi á lokastigi fyrir öllu nema sjálfu sér. Hinsvegar liggja pokar með hundaskít á götum borgarinnar og hundar í ól sem teygir sig marga metra frá eiganda sínum. Þetta er því miður ekki komið á hærra stig. Má bæta við að ég er ekki með hund.

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 19:22:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hundamenningin kemst ekki á hærra plan á meðan hundar eru bannaðir allsstaðar.

presto | 6. mar. '15, kl: 22:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 Það er klárlega ekki afsökun fyrir því að sleppa hundum lausum í leyfisleysi.

Sardína | 6. mar. '15, kl: 19:15:11 | Svara | Er.is | 2

Ég var í lest frá Oslo til Bergen í fær sem er 7-8 tíma rúntur. Í þessari ferð voru 4 hundar sem lágu bara við fæturna á eigendunum og þetta var ekki neitt einasta mál. Engin lykt, engin óþægindi eða vesen.

1122334455 | 6. mar. '15, kl: 19:23:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bara eins og Ásta Dóra lýsir
 

Hundar geta vel farið í strætó - FRÉTTATÍMINN
 

presto | 6. mar. '15, kl: 22:27:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún veit örugglega hvað hún er að tala um.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar odyrann hjólastól Prinsessan93 11.5.2024
Afmælisgjafir 13 og 15 ára BRAUT39 10.5.2024
Besta naglaþjölin og hvar fæst hún? Gunna stöng 10.5.2024
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 10.5.2024 | 10:05
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024 9.5.2024 | 16:50
Mjög hættulegur frambjóðandi ! Zjonni71 9.5.2024 9.5.2024 | 16:49
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.5.2024 | 09:16
Ökuskírteini Burgerman 8.5.2024
New York Ròs 18.4.2024 8.5.2024 | 07:17
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 8.5.2024 | 07:15
Halla Hrund??? Sætúnið 3.5.2024 7.5.2024 | 22:53
matvandur/matvondur villemo 6.3.2014 7.5.2024 | 14:09
Rjómasprautur tennisolnbogi 26.12.2015 7.5.2024 | 02:39
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 7.5.2024 | 02:34
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 7.5.2024 | 00:12
Fríhöfnin nonnih 6.5.2024
Fun supermarket Laurakuhlman 6.5.2024
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 6.5.2024 | 07:11
Af hverju er ég svona mikill meistari? R2 D2 3.5.2024
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 3.5.2024 | 09:08
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
Síða 1 af 48839 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Guddie, Bland.is, Paul O'Brien