Vöðvakippir

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 19:59:50 | 604 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver reynslu af því að fá vöðvakippi í líkamann?

Þetta eru ekki krampar heldur meira svona eins og "popp" tilfinning í vöðvunum. Hef verið að fá þetta hingað og þangað um líkamann síðustu tvo mánuði eða svo.

Þetta er ekki sársaukafullt og eiginlega ekki óþægilegt heldur bara furðulegt.

 

hillapilla | 27. nóv. '13, kl: 20:03:00 | Svara | Er.is | 0

Fjörfiskur?

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 20:05:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já líkt fjörfiski.

En ég hef bara heyrt af svoleiðis í augnlokunum.

Ég googlaði vöðvakippi um daginn og komst að því að þeir geta verið einkenni á vefjagigt, ms og mnd. Mér finnst það ekki heillandi sjúkdómar og er því að vonast til að þetta geti verið eitthvað tilfallandi hjá mér.

hillapilla | 27. nóv. '13, kl: 20:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. ég hef fengið fjörfisk á fleiri staði en augnlokið, eða svipaða vöðvakippi allavega. Handlegginn til dæmis. Er ekki með vefjagigt, ms eða mnd.

Tipzy | 27. nóv. '13, kl: 20:30:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ fjörfisk um allan líkama, sérstaklega í lærin.

...................................................................

kamers | 27. nóv. '13, kl: 20:31:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef tekið svona tímabil. Hjá mér kom þetta út af klemdum taugum vegna vöðvabólgu. En ég einmitt googlaði þetta líka nokkrum sinnum á hálfsmánaðar tímabili og varð alltaf hræddari og hræddari þangað til að ég lenti á heimasíðu sem hafði yfirskriftina "ertu með vöðvakippi, fórst að googla og heldur að þú sért komin með MND?". Finn hana því miður ekki núna en ég róaðist mikið við að lesa hana. þar kom fram að vöðvar eru að kippast til allan sólarhringinn en við tökum ekkert endilega eftir því. svo stundum eykst þetta eftir mikið álag eða annað og á sér oft eðlilegar ómerkilegar skýringar. Málin vandast þegar maður fer að hafa áhyggjur. Þá verður maður meðvitaðir um þetta og þá fer maður að googlaði, og þá fær maður kvíða og þau aukast svona kippir því þei fylgja oft kvíða. Svona vítahringur. Þarna var bara verið að lýsa mér. Lagaðist mjög mikið við að lesa þetta og svo alveg þegar ég komst í sjúkraþjálfun.

Eg hef hinsvegar oft gripið í að fara til læknis þegar eitthvað hverfur ekki til að láta segja mér að það sé allt í lagi og sjálfsagt að gera það ef maður hefur áhyggjur. Þetta hefur alltaf virkað. Nema í eitt skipti þegar það var eitthvað að.

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 20:40:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir þetta :) Ég hef í gegnum tíðina verið með mikla vöðvabólgu en mér hefur samt fundist hún fara minnkandi síðustu mánuði.

En þetta er vonandi bara einhver hystería í mér.

kamers | 27. nóv. '13, kl: 21:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér fannst ég einmitt líka vera bara fín af vöðvabólgunni en annað kom í ljós. Verst að ég finn ekki þessa síðu. Það var margt gagnlegt þar m.a að MND kemur yfirleitt fyrst fram í einum útlim og færist svo yfir í hinn. Taugakippirnir eru svo frekar afleiðing af vöðvarýrnun frekar en undanfari svo það er ólíklegt að fá þetta einkenni á mörgum stöðum í einu og þú ættir að taka eftir því ef svo er. Svo voru svona próf eins og ef þú getur tekið upp nokkuð þunga bók með tveimur fingrum þá ertu ólíklega með vöðvarýrnun.

smusmu | 28. nóv. '13, kl: 09:17:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef fengið svona kippi um allan líkamann síðan ég man eftir mér og ég er allavega ekki með ms :Þ (það er búið að tékka xÞ)

alfrunkr | 27. nóv. '13, kl: 20:14:39 | Svara | Er.is | 0

Nákvæmlega það sem ég hef verið að upplifa síðan í júlí. Vöðvakippir, vöðvaspenna í vinstri handlegg, verkir í baki og í fótum og óeðlilega mikil þreyta. Er búinn að fara í 1) MRI 2) CT-scan 3) nákvæma taugaskoðun 4) blóðrannsóknir. Það finnst ekki neitt. Ég er svo hrædd um að vera komin með MND því mér finnst vinstri upphandleggsvöðvinn vera grennri og minni en sá hægri. Einnig finnst mér eins og sú vinstri sé léttari en sú hægri. Samt er ég með fullan kraft í báðum höndum og öllum fingrum. Hjálp!

hillapilla | 27. nóv. '13, kl: 20:26:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Leitt að heyra, en sorrí, þetta hljómar langt frá því að vera "nákvæmlega það" sem upphafsinnlegg lýsir.

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 20:29:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held reyndar að það sé eðlilegt að vinstri upphandleggsvöðvinn sé grennri en sá hægri hjá rétthendu fólki. Við sem erum rétthent beitum hægri hendinni meira og það hefur áhrif á vöðvastyrk.

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 20:29:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þ.e.a.s. ef þú ert rétthent

shiva | 27. nóv. '13, kl: 20:21:42 | Svara | Er.is | 0

Ég fæ svoleiðis reglulega. Var að spá hvort það væri e-ð að mér svo ég gúgglaði. Fann þrjár ástæður minnir mig, tvær voru einhverjir mega sjúkdómar og ein var: of mikil kaffineysla, áfengisneysla, tóbaksneysla og stress.  Komst að þeirri niðustöður að það síðasta ætti líklega við mig.  Svo ef ég myndi nú vilja losa mig við "kippina" þarf ég líklega bara að draga úr þessum þáttum.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 20:23:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég reyki ekki og drekk ekki áfengi en kaffi og stress er klárlega eitthvað sem er til staðar í mínu lífi ;)

alfrunkr | 27. nóv. '13, kl: 20:29:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta bara vera eitthvað sem ágerist.

sheik master | 27. nóv. '13, kl: 21:04:48 | Svara | Er.is | 0

Taktu Magnesíum og kalk ;)
Prófaðu að googla magnesíum skortur....

❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤

Kakóland | 27. nóv. '13, kl: 21:06:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég var einmitt að byrja að taka magnesíum í fyrir nokkrum dögum, vona að það virki

sheik master | 27. nóv. '13, kl: 21:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er líka gott að borða banana þ.e. ef þetta er magnesíum skortur.

❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤ ❤

Amande | 27. nóv. '13, kl: 23:59:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það virkar yfirleytt vel fyrir mig þegar ég fæ þessa fjöfiska í upphandleggina.

leigubílstjóri dauðans | 27. nóv. '13, kl: 22:51:30 | Svara | Er.is | 0

ég fæ svona stundum, sérstaklega í fótleggina. Aldrei haft neinar áhyggjur af því (nema smá núna við að lesa yfir þennan þráð!)

-----

Tisa2 | 28. nóv. '13, kl: 09:10:11 | Svara | Er.is | 0

Var með rosalega kippi um allan líkamann, kom í ljós að ég var með B12 skort og eftir ég byrjaði að taka B12 hef ég ekki fengið kippi.

raudmagi | 28. nóv. '13, kl: 11:34:01 | Svara | Er.is | 0

Ég er með vefjagigt og ég fæ alltaf svona kippi eins og þú ert að tala um. Svona eins og vöðvarnir geti ekki slakað á og kippast þá til. Ekki skemmtilegt en veldur mér engum verkjum. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Hvar er hægt að kaupa hákarl? cartman 29.6.2011 9.1.2024 | 08:54
Nýr forseti Íslands verður auðvitað Katrín Jakobsdóttir jaðraka 2.1.2024 8.1.2024 | 19:50
Putin eins og rotta króuuð útí horn. _Svartbakur 11.10.2022 8.1.2024 | 13:09
Vantar smá hjálp... krili76 29.10.2008 8.1.2024 | 07:56
Er góður Rolfer hér á Íslandi? atv2000 5.1.2024
Kostnaður við dagforeldri eftir bæjarfélögum? 15marlei 5.1.2024
Hvað eru þið að borga i bifreiðagjald a husbil kolmar 4.1.2024
Ukraine alex21321 27.11.2023 3.1.2024 | 21:46
OCD aleidheim 28.10.2011 3.1.2024 | 08:40
draumur lólómó 17.10.2005 3.1.2024 | 01:27
Vegna jólagjafir akvosum 3.12.2023 2.1.2024 | 11:40
Einkaskólar Púkalú 1.9.2009 1.1.2024 | 08:44
Saumlausar(seamless) sokkabuxur unadis99 30.12.2023
Aldursbil í samböndum Throwaway2920 25.11.2023 30.12.2023 | 09:55
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Síða 5 af 48242 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, annarut123, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Kristler