55" sjónvarp, hversu langt frá?

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 13:15:35 | 2559 | Svara | Er.is | 0

Erum búin að vera að endurbyggja íbúðina okkar og einhvern veginn hef ég misreiknað mig þegar ég var að innrétta stofuna.

Sófinn sem við keyptum er svo stór að matarborðið getur ekki verið hér nema við sitjum 2 metra frá sjónvarpinu.

Er þetta algjörlega út í hött og þarf ég að endurinnrétta stofuna alveg upp á nýtt eða haldið þið að þetta sé allt í lagi.

Satt að segja finnst mér ósköp þægilegt að hafa sjónvarpið svona nálægt en hef heyrt frá öðrum að það sé ekki í lagi.

Það er annaðhvort þetta eða þá að hafa sjónvarpið 6 metra í burtu sem mér finnst vera aaaalltof langt

 

Lind A | 9. des. '10, kl: 13:19:05 | Svara | Er.is | 2

5,5m

Lind A | 9. des. '10, kl: 13:20:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eða mig minnir að það sé þumalputta"reglan" yfir þetta..

s.s 42" sjónvarp á að vera 4,2m frá manni þegar maður horfir á það

Dreifbýlistúttan | 9. des. '10, kl: 16:36:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jebb það er rétt, það er talað um meter fyrir hverjar tíu tommur!

alboa | 9. des. '10, kl: 13:20:56 | Svara | Er.is | 1

Þetta stórt sjónvarp myndi ég frekar kjósa að vera 6 metra frá. Ég fæ hausverk að vera svona nálægt sjónvarpi þetta stóru. Ég er rétt um 2 metra frá mínu sjónvarpi en það er 37". Var með á tímabili 42" og mér fannst það eiginlega of nálægt.

kv. alboa

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 13:23:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er með það í svefnherberginu akkurat núna og það er ca 3 metra frá höfuðgaflinum og mér finnst það fínt.

Ég sé reyndar illa langt frá þannig að mér finnst rosa gott að vera nálægt sjónvarpinu þannig að ég þurfi ekki að hafa gleraugun á mér.

Ohhh þetta pirrar mig gífurlega núna, var búin að plana að hafa stofuna svona og hata breytingar!

Nismo | 9. des. '10, kl: 13:21:21 | Svara | Er.is | 0

Það er talað um 1m per 10" sem þumalputtareglu.

syr | 9. des. '10, kl: 13:25:43 | Svara | Er.is | 0

6 metrar eru mun nærri lagi, myndi ekki leggja í að vera svona ofan í sjónvarpinu í lengri tíma.

ég er ca. 3 metra frá 20" túbusjónvarpinu mínu og myndi ekki vilja vera nær því, hehe :)

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 13:26:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha var að færa 24" túbusjónvarpið fyrir framan rúmið núna þar sem að 55" eru á leiðinni í stofuna og mér finnst það hræðilegt:P

Splæs | 9. des. '10, kl: 13:27:38 | Svara | Er.is | 1

Ef þú ætlar að sitja í 2ja metra fjarlægð frá 55 tommu skjá þarftu líklega að hreyfa höfuðið til hliðanna til að sjá alla myndina!

Nismo | 9. des. '10, kl: 13:32:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er í ca 4m fjarlægð frá 110" mynd heima í stofu og finnst það frábært.

Oft bara smekksatriði.

hmz | 9. des. '10, kl: 13:36:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ætli það sé ekki svipað hjá mér.. er með skjávarpa líka...

stormur80
Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 13:33:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér finnst nú bara 55" ekkert það stórt og það sem að það kostar liggur við það sama og 42", þá finnst mér í fínu lagi að kaupa það.

Ég elska stór sjónvörp, er eins og að vera í bíó, bara heima hjá sér

Dreifbýlistúttan | 9. des. '10, kl: 16:37:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

stærra sjónvarp þarf alls ekki að þýða neitt betra:/

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 18:06:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jaaa þetta er allavega jafngott og gamla 42" tækið mitt sem var eitt það besta á markaðnum.

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 13:41:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Og já ef fólk er að pirrast yfir því að maður sé að eyða í svona "óþarfa" þá er sjónvarpið okkar skuldlaust og við erum ekki með neinar skuldir nema húsið okkar.

Við eyðum ekki pening sem við eigum ekki.

Cory | 9. des. '10, kl: 14:21:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Þú þarft ekkert að gefa neinum hér skýringar á þinni lífsneyslu hvort þú kaupir þér sjónvarp á raðgreiðslum eða borgir það út!
Ég get svo svarið það má fólk ekkert orðið kaupa sér neitt í dag.......

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 15:53:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit, þetta innleg frá Stormur80 hljómar bara þannig ;)

Það má einmitt enginn kaupa sér neitt í dag. Var með í maganum með að setja inn þetta innlegg einmitt af því að ég bjóst við svona kommentum

Cory | 9. des. '10, kl: 16:08:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst bara frábært ef að fólk getur keypt sér það sem því langar í, skil ekki svona blammeringar oft á fólk sem getur leyft sér einhvern munað.
Ég á ekki krónu! en get svo sannarlega glaðst með þér og fólki sem hefur efni á hlutum sem því langar í:)

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 18:07:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir það.

stormur80 | 9. des. '10, kl: 18:59:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er bara oft afbrýðisemi í fólki.En ég meinti þetta ekki þannig.fyrirgefðu

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

zooom | 9. des. '10, kl: 18:21:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er alveg fáránlegt að fólk skuli leyfa sér hluti í takt við fjárhagslega stöðu sína. Allir ættu að búa í litlum íbúðum og kaupa bara brýnustu nauðsynjar, og einungis versla í Bónus og Rúmfatalagernum.

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 13:32:11 | Svara | Er.is | 0

Var að skella inn myndum af þessu

Er að pæla að hafa þetta svona, þá er þetta ca 2 metrum frá sófanum.

Pappakassarnir á borðinu eru til að sýna hversu stórt borðið er sem við erum með, hehe, þurfti að hafa eitthvað til að mæla þetta út:P

http://i53.tinypic.com/zjt3ya.jpg

http://i52.tinypic.com/2nl721i.jpg

Nismo | 9. des. '10, kl: 13:33:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þetta er helvíti nálægt svona stóru tæki.

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 13:44:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður gæti alveg haft ca 3 metra með því að hafa borðið nær veggnum, meina við erum bara 4 þannig að við þurfum bara að nota eina hliðina af borðinu þegar við borðum kvöldmat og svo þegar við fáum gesti þá ýtum við bara sófanum lengra að sjónvarpinu rétt á meðan.

Eða er það of mikil fyrirhöfn í hvert sinn hugsa ég?

Anídras | 10. des. '10, kl: 02:23:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

segir maðurinn sem situr tvöfalt lengra frá tvöfalt lengra tæki..

--
fálkaorðan | 14. nóv. '13
Leiðin til helvítis er vörðuð af rómantískum uppástungum og hvítvínsglösum

syr | 9. des. '10, kl: 13:34:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst þetta rosalega nálægt

syr | 9. des. '10, kl: 13:36:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ætla að bæta við að hjá mér með 20" túbuna er sófinn í svipaðri fjarlægð og borðstofuborðið er á þessum myndum og ég sé vel á það..

Pandóra | 9. des. '10, kl: 13:46:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff. Þetta finnst mér alltof nálægt, fengi dúndrandi hausverk á nó time. Og sjónvarpið yrði ansi yfirþyrmandi.

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 13:47:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ohhh það eru allir á móti mér :'(

Nismo | 9. des. '10, kl: 13:48:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha, prufaðu þetta bara! :)

Fer rosalega eftir tækjum og stillingum hversu illa þau fara í augun á fólki.

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 13:50:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf að sannfæra kallinn líka sko, er ekki alveg að takast það, ég vil hafa það nálægt en honum finnst allt í lagi að það sé 6 metra í burtu.

Annars lítur þetta svona út þegar maður situr í sjálfum sófanum:
http://i56.tinypic.com/2zexkw9.jpg

syr | 9. des. '10, kl: 14:03:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

snertir sófinn s.s sjónvarpsbekkinn?

(annars voða kósý heima hjá þér, varð að láta það fylgja :))

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 14:05:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já akkurat núna gerir hann það, var að spá að hengja upp sjónvarpið og kaupa nýjan bekk í staðinn sem er ekki jafn breiður, þessi er alveg 50 cm en ég þarf ekki nema rétt svo helminginn af því fyrir dvd og svona

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 14:06:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og takk ;)

stormur80 | 9. des. '10, kl: 14:06:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott skjámynd í tölvuni;)

Feitur,flottur og fjallhress!!!!;)

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 14:07:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er.is alltaf opið, hehe

Splæs | 9. des. '10, kl: 13:48:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úff, ekki gæti ég horft á sjónvarpið í stofunni hjá þér.

zooom | 9. des. '10, kl: 18:23:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála hinum, þetta er allt allt of nálægt. Töff veggur sem þið eruð með btw.

Maluettan | 9. des. '10, kl: 18:31:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geturu ekki haft sófann undir glugganum þarna og sjónvarpið á móti?

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 19:10:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er enginn veggur á móti, þá væri sjónvarpið bara á miðju gólfinu sem hentar ekki þegar við erum með svona lítil börn

Maluettan | 9. des. '10, kl: 19:40:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hmmm en að kaupa minna borð sem er svo hægt að stækka bara en hafa það lítið og í horninu hægra megin?

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 19:44:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko okkur vantar borð fyrir að minnsta kosti 12 manns og fundum eitt í Ikea fyrir 10-14 manns sem við ætlum að kaupa.

Öll önnur borð sem við höfum fundið eru ekki nógu stór, fáum gesti aðra hvora viku þannig að við erum 10 í mat og á hátíðardögum erum við að fá upp í 14 manns.

Þetta er borð sem er hægt að stækka, finn ekkert minna sem er hægt að stækka upp í fyrir 14 manns

Maluettan | 9. des. '10, kl: 19:42:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða hafa sófann í horninu hjá flotta veggnum og sjónvarpið á veggnum vinstra megin við svalahurðina og borðstofuborðið svona í miðjunni í hina áttina?

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 19:46:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já var búin að skoða þann möguleika, það var annaðhvort það eða þessi sem ég er með núna. Þetta sem þú ert að segja gerir það að verkum að borðið verður fyrir sjónvarpinu þar sem það er svo langt

Maluettan | 9. des. '10, kl: 19:48:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer það fyrir ef það snýr í hina áttina? s.s. hægra megin í stofunni langsum?

piscine | 9. des. '10, kl: 19:10:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjitt, ég myndi ekki vilja sitja svona ofan í svona stóru tæki!

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 19:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Híhí við sitjum akkurat núna og erum að glápa á körfubolta, kallinn er búinn að samþykkja þetta, við látum samt sófann aðeins lengra aftur þannig að það er ca 3 metrar í tækið og færum svo sófann þegar við fáum gesti í mat

Ladina | 9. des. '10, kl: 19:10:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hvar fékkst þetta veggfóður.. ég er abbó.. mig langar í svona .. :) :)

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 19:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hérna:
http://tapetkunst.dk/tapet-produkter/14-alle-fotostater-/420-bellezza/

Ekkert svo dýrt miðað við veggfóður, nema að þetta er 368 cm x 254 cm þannig að maður getur ekki sett þetta á stærri veggi nema maður geri hluta af veggnum;)

Og takk;) Ég er líka mjög ánægð með útkomuna:))

Ladina | 9. des. '10, kl: 19:17:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er búin að bookmarka þetta..mig dreymir um svona :).. væri líka til í NY eða eitthvað þannig :) .. takk fyrir svarið

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 19:18:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig minnir að það sé til svoleiðis þarna á þessari síðu

Ladina | 9. des. '10, kl: 19:23:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gg :) .. býrðu í DK.. eða pantaðir þú bara þaðan

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 19:24:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bý í Köben

Ladina | 9. des. '10, kl: 19:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hlaut að vera.. það er svo flott gólfefni líka :)

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 19:39:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og ódýrt! Svona er gólfið í eldhúsinu:
http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs807.snc4/68754_446254266532_579916532_5799525_7908368_n.jpg

Nornaveisla | 9. des. '10, kl: 19:33:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff þetta er allt of nálægt finnst mér :/ en fokk hvað veggurinn á bakvið sjónvarpið er gjööööðveikur!! :P

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 19:40:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk:)

whoopi | 9. des. '10, kl: 13:37:49 | Svara | Er.is | 0

Bara heim til mín.

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 13:40:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe nauhau, elska sjónvarpið mitt!

whoopi | 10. des. '10, kl: 02:17:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tíhíhí :þ

Skunk2 | 9. des. '10, kl: 14:00:00 | Svara | Er.is | 0

Mátt vera 2 metra frá 52" ef það er FULL HD

http://www.sony.co.uk/hub/bravia-lcd-televisions/4/1

hérna.

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 14:07:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úhhh skelli þessu framan í kallinn, hehe

chicita
Fuma | 9. des. '10, kl: 18:37:44 | Svara | Er.is | 0

Þið verðið öll orðin staurblind um mitt sumar á því að sitja svona ofan í sjónvarpinu.

Zwandyz8 | 9. des. '10, kl: 19:11:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe vonandi ekki

pwkbipdrp | 16. júl. '23, kl: 11:28:13 | Svara | Er.is | 0

Í góðu lagi

tlaicegutti | 16. júl. '23, kl: 12:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2010 vs 2023 humm

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Síða 9 af 48056 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Bland.is, paulobrien