9v5d - bíð eftir gleðinni

Björtframtíð | 28. okt. '15, kl: 12:29:08 | 237 | Svara | Meðganga | 0

Komin tími á að tjá sig.
Er búin að reyna lengi og svo missti ég í janúar eftir 12 vikur.
Er alveg lömuð úr áhyggjum og endaði á Kvennadeildinni í gær af því ég fékk verki og blæðingar. Allt er samt í góðu lagi sem betur fer.
Byrja í mæðravernd á föstudaginn, er búin að vera hjá Art.
Vitið þið eitthvað um svona sérstakt eftirlit á Kvennadeildinni fyrir áhættumeðgöngu, hvernig er það metið?

 

ingiridur | 28. okt. '15, kl: 13:49:20 | Svara | Meðganga | 0

úff skil áhyggjurnar vel! Gangi þér rosa vel! Ég var að útskrifast frá Art í dag :)

Hedwig | 28. okt. '15, kl: 16:24:14 | Svara | Meðganga | 0

Ahættumeðganga er oftast vegna einhverra sjúkdóma eða álíka en ekki vegna erfiðleika við getnað eða missis áður eða efast um það :). Skil þig samt sjúklega vel enda mitt sem kemur vonandi í þessari viku glasabarn eftir rúmlega 5 ára reynerí. Er sjálf í ahættumeðgöngu en það er bara vegna sjúkdóms sem ég er með sem ákvað að verða virkur á meðgöngunni. Annars byrjaði ég bara í venjulegri mæðravernd og hefði verið þar áfram ef ekki hefði verið fyrir sjúkdóminn. 

Björtframtíð | 28. okt. '15, kl: 17:35:16 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk kærlega fyrir þetta :)

sellofan | 28. okt. '15, kl: 20:44:24 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ef missirinn er "seint" á meðgöngu þá fær kona að vera í áhættueftirliti upp á LSH. Þekki t.d. eina sem missti komin 18v og henni var boðið það og fór mjög reglulega í sónar til að fylgjast með. Minnir samt að hún hafi verið flutt yfir í "venjulega" mæðravernd eftir 20v sónarinn þegar mesta hættan var liðin hjá. 

Björtframtíð | 28. okt. '15, kl: 21:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já, það eru væntanlega einhver svona dæmi sem ég er að heyra af. Nú er bara að þrauka yfir 12 vikur :)

Mia81 | 28. okt. '15, kl: 21:08:11 | Svara | Meðganga | 0

Þekki þetta ekki því miður, sjálf nýútskrifuð af Art og þetta er mín fyrsta meðganga en mig langaði bara að segja gangi þér vel <3

Björtframtíð | 28. okt. '15, kl: 21:47:17 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk kærlega og gangi þér vel sömuleiðis.
Þau leyfðu mér líka að koma í eina auka-skoðun í Art, svona af því að þau vissu hvað ég var stressuð ;)

nycfan | 30. okt. '15, kl: 09:35:31 | Svara | Meðganga | 1

Ég skil þetta stress vel þó svo minn missir hafi átt sér stað fyrr á meðgöngunni. Eftir þriðju tilraun í tækni þá tókst þetta loksins en ég missti það á 6 viku í mars sem var auðvitað svakalega erfitt þegar manni loksins tekst þetta eftir að hafa reynt lengi. Svo tókst þetta í fimmtu tilraun og þar sem ég fór í meðferðina í júní þá hitti ég á sumarlokun en fékk sónar við 6v4d sem losaði smá stress. Ég fór svo sjálf við 9 vikur í lækningu í sónar og það hjálpaði rosa mikið.
En mæðraverndin getur leyft þér að koma oftar til að hlusta á hjartsláttinn og boðið sálfræðiþjónustu til þess að hjálpa við stressið, sérstaklega ef þú hefur lent í blæðingu. Fannst einhver skýring á blæðingunni?
Það sem hjálpaði mér mest var að eiga doppler tæki og geta hlustað öðru hverju á hjartsláttinn, bara sannfæra sig um að það væri allt í góðu þarna inni. En mesta stressið hvarf eftir 12 vikna sónarinn þegar komið var í ljós að allt var í lagi og svo þegar ég fór að finna hreyfingar þá varð þetta raunverulegra og ég virkilega fór að trúa því að ég fengi barn út úr þessu öllu. Núna lætur litlan alveg finna fyrir sér og það er bara yndislegt, það versta er við svona langt ferli að manni finnst maður ekki mega kvarta undan neinu af því leiðinlega eða erfiða sem fylgir, maður fagnar öllum einkennum :)
Gangi þér rosalega vel og mundu að passa vel upp á geðheilsuna þína því það hefur miklu betri áhrif á krílið ef þú ert róleg. (ég btw fór í dáleiðslu til að losna við stress og kvíða rétt eftir síðustu uppsetninguna og það hefur hjálpað svakalega mikið)

Björtframtíð | 2. nóv. '15, kl: 20:16:16 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk kærlega fyrir þetta. Nei, það kom ekki í ljós hvers vegna það blæddi. Búin að kaupa mér Doppler en finn ekki hjartsláttinn. Fór samt í aukasónar á föstudaginn og allt í góðu, litla krílið veifaði meira að segja til okkar.
Ætla að prófa Doppler aftur í kvöld en annars er þá bara rúm vika í að vera komin 12 vikur. Veit að það mun muna öllu fyrir mig. Og já, reyni að hlífa geðheilsunni eins og ég get.

Hedwig | 2. nóv. '15, kl: 22:21:09 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Ljósmæður vilja oft ekki einu sinni nota dopplerinn fyrr en í mæðraskoðun númer 2 sem er minnir mig á 16v eða var svoleiðis hjá mér. Það eru svo miklar likur á að hjartslátturinn finnist ekki og það gerir mann bara stressaða og þvi finnst ljósmæðrum betra að sleppa því.  Það er svo hlustað á hjartsláttinn í 12v sónarnum enda hægt að staðsetja hjartsláttinn þar með sonartækinu til að finna hann pottþétt. 


Þannig að ekki stressa þig á því að finna ekki hjartsláttinn með tækinu þar sem þú ert komin það stutt :).

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Öðruvísi lykt og áferð úr leggöngum talía 23.3.2016 26.3.2016 | 18:15
einkenni óléttu... Talkthewalk 24.3.2016 26.3.2016 | 13:01
Hvenær fenguð þið jákvætt? rachel berry 15.2.2016 26.3.2016 | 13:00
Allt um meðgöngu- Listar! melonaa1234 25.3.2016 25.3.2016 | 22:11
Blæðing eftir samfarir! villimey123 25.3.2016 25.3.2016 | 14:20
Heilsugæslan Lágmúla - reynsla? th123 26.1.2016 24.3.2016 | 22:49
Èg er að fara á taugum! DeathMaiden 18.3.2016 19.3.2016 | 21:34
Anti - D mótefnamyndun - veit einhver? snæfríður80 19.3.2016 19.3.2016 | 21:31
Ágústbumbur 2016 er komið a facebook stelpuskjáta95 3.1.2016 18.3.2016 | 18:03
Draumabörn Salkiber 13.3.2016 17.3.2016 | 16:31
Streppokokkar i leggöngum erla74 14.3.2016 16.3.2016 | 18:03
September bumbur? Leynóbumba 5.1.2016 12.3.2016 | 10:14
Hjalp. rappi 11.3.2016
Hreiðurblæðingar MotherOffTwo 2.3.2016 11.3.2016 | 21:21
Ljósmóðir í Spönginni valdisg 12.1.2016 10.3.2016 | 21:38
Túrverkur eða þannig... veit einhver? Corporate 7.3.2016 9.3.2016 | 22:08
Júní 2016 bumbur? :) blomina 2.10.2015 9.3.2016 | 18:59
svimi Curly27 18.2.2016 8.3.2016 | 22:15
Ófrjósemisaðgerð karla....líkur á þungun ? Bleika slaufan 7.3.2016 8.3.2016 | 07:42
Hvađ má og hvađ ekki á fyrstu vikum međgöngu? Curly27 2.3.2016 6.3.2016 | 16:10
Ágústbumbur 2016 - Facebook hópur Blissful 4.3.2016
Sekkur og nestispoki veux 2.3.2016 4.3.2016 | 16:14
Áhættumæðravernd í árbæ? Curly27 28.1.2016 2.3.2016 | 11:29
Júlíbumbur 2016 LísaIUndralandi 22.11.2015 2.3.2016 | 09:19
Ráð við bakflæði?? Curly27 5.2.2016 29.2.2016 | 23:01
Endromesia verkir a meðgöngu villimey123 26.2.2016 28.2.2016 | 22:24
meðgöngusund Salkiber 24.2.2016 28.2.2016 | 16:53
Tvíburahópur? bianca 14.9.2015 24.2.2016 | 22:09
Veikindaleyfi - greiðslur efima 23.2.2016 24.2.2016 | 12:01
Er ny her en vantar sma uppl. :) villimey123 24.2.2016 24.2.2016 | 10:33
Planaður keisari NATARAK 17.2.2016 23.2.2016 | 19:43
maí bumbuhópur 2016 hákonía 29.9.2015 21.2.2016 | 07:33
Bumbuhópur júní 2016 Relianess 10.1.2016 20.2.2016 | 17:49
júní bumbur adele92 3.10.2015 20.2.2016 | 16:43
Könnun Mistress Barbara 20.2.2016
Staðfest egglos - engin rósa - neikvætt próf sevenup77 12.2.2016 15.2.2016 | 20:21
Angel care tæki Desemberkríli2015 14.2.2016
Stofna maí 2016 bumbuhóp fyrir +30 ára? Skatla 20.10.2015 14.2.2016 | 13:03
Júníbumbur 2016 35+ rovinj 5.1.2016 13.2.2016 | 22:47
Framhöfuðstaða - endurtekin? Rapido 17.1.2016 13.2.2016 | 20:42
Hvenær hættuð þið/ætlið að hætta að vinna? efima 12.1.2016 12.2.2016 | 19:32
ógilt þungunarpróf? kimo9 5.1.2016 8.2.2016 | 13:38
gjafir fyrir nýbakaðar mæður uvetta 3.2.2016 7.2.2016 | 22:03
Ágúst bumbur 2016?? list90 15.12.2015 5.2.2016 | 18:31
Ofvirkur skjaldkirtill og meðganga Ofelia 4.1.2016 4.2.2016 | 11:24
Júlíbumbur 2016 Facebook hópur !! sdb90 8.1.2016 3.2.2016 | 12:37
Legvatn að leka en samt ekki bumbubaun nr 2 24.1.2016 28.1.2016 | 21:58
Tvíburamömmur 2016 valdisg 14.1.2016 28.1.2016 | 20:33
Snemmsónar - Lækning anitaosk123 4.1.2016 28.1.2016 | 11:17
Loksins jákvætt ;) Rosy 23.1.2016 27.1.2016 | 17:49
Síða 10 af 8182 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, paulobrien, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, Guddie