að reyna við barneignir

minamus11 | 28. feb. '15, kl: 23:34:58 | 234 | Svara | Þungun | 0

hæhæ, nú langar mig að spyrja, ég og maðurinn minn ætlum að reyna að eignast barn, ég var að byrja á túr í kvöld - hvenær má ég þá ca.a eiga vona á því að verða í egglosi??
kv. ein sem er algjörlega ný í þessum bransa

 

Ratatoskur | 28. feb. '15, kl: 23:48:23 | Svara | Þungun | 0

Veistu hvað tíðarhringurinn þinn er langur?

************
Það er miklu auðveldara að líta til hægri og vinstri en að líta í eigin barm

************

minamus11 | 28. feb. '15, kl: 23:50:32 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

hann er alveg frekar reglulegur, ekki upp á dag en byrja oftast í lok mánaðarins, ca. á bilinu 27. til 1. er ég að byrja á túr..

rokkrokk | 1. mar. '15, kl: 00:02:46 | Svara | Þungun | 0

Þú varst á egglosi fyrir nkl. 14 dögum síðan .. mæli með appi í símann til að reikna út hve langur tíðahringurinn er. Þá getur þú líka séð frjóu dagana þína.

minamus11 | 1. mar. '15, kl: 00:03:30 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

hvaða app er sniðugast að nota? :)

biologycaughtup | 1. mar. '15, kl: 14:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ég mæli með fertilityfriend appinu. það eru miklu fleiri upplýsingar á þvi heldur en ovia

Lúpínan | 1. mar. '15, kl: 21:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Nei, engin kona er eins og það eru ekki allar konur með jafn langann tíðahring. Það líða mis margir dagar frá egglosi að blæðingum og frá blæðingum að egglosi. Svona öpp eru ekki 100% þau eru meira svona viðmið því egglos getur alltaf færst nokkra daga til eða frá :)

rokkrokk | 1. mar. '15, kl: 22:27:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Lang flestar konur eru með jafn marga daga frá egglosi að blæðingum, það er hins vegar mjög breytilegt hvað dagarnir eru margir frá blæðingum að egglosi. Þessi öpp eru ekki 100% en þau sýna frjóu dagana og þau það sé einhver skekkja þá ertu samt með þá ca.

Lúpínan | 2. mar. '15, kl: 21:40:05 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já það er rétt, ég varð bara að benda á þetta því þú sagðir "Þú varst á egglosi fyrir nkl. 14 dögum síðan" en þú getur ekki vitað hvenar þessi kona var með egglos :) En kannski skrifaðiru óvart "nkl." í staðin fyrir "ca." :)

Felis | 2. mar. '15, kl: 11:21:53 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

egglos er nánast alltaf 12-16 dögum fyrir blæðingar og þar af 14 dagar lang algengastir. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

akali | 1. mar. '15, kl: 09:24:28 | Svara | Þungun | 0

Mæli með ovia :)

younglady | 1. mar. '15, kl: 17:24:11 | Svara | Þungun | 0

Ovia er einfaldara og þægilegt. Mæli lika með vitamim. Fyrir þig; maccan, royaljelly, fólín,þaratöflur og bvítamín :)

younglady | 1. mar. '15, kl: 17:24:11 | Svara | Þungun | 0

Ovia er einfaldara og þægilegt. Mæli lika með vitamim. Fyrir þig; maccan, royaljelly, fólín,þaratöflur og bvítamín :)

younglady | 1. mar. '15, kl: 17:25:08 | Svara | Þungun | 0

Og lata manninn þinn taka zink allavega gott fyrir sundkalkana :)

Lúpínan | 1. mar. '15, kl: 21:25:07 | Svara | Þungun | 0

Ég myndi kaupa egglospróf :)

skor01 | 1. mar. '15, kl: 23:20:32 | Svara | Þungun | 0

Mæli með egglosprófi.. Ég er með mjög reglulegan tíðahring og notaði app 3 hringi í röð en ekkert gekk. Studdist við egglospróf þennan hring og var að fá jákvætt :)

yay !

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Síða 2 af 5078 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Hr Tölva, tinnzy123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie