Apríl

hopefully | 21. ágú. '15, kl: 20:54:45 | 357 | Svara | Meðganga | 0

Eru einhverjar settar í apríl? Ég er reyndar ekki búin að fara í snemmsónar en samkvæmt ljosmodir.is ætti ég að vera sett í apríl og komin 6 vikur og 4 daga! Væri gaman að geta spjallað við einhverjar á svipuðum stað og ég en ég kemst ekki inn á draumaborn.is eins og ein sem var að setja inn þráð um það hér fyrir neðan!

 

eplapez | 21. ágú. '15, kl: 22:12:56 | Svara | Meðganga | 0

Ég er líka sett í apríl. Er komin 6 vikur og 2 daga samkvæmt útreikningum. Er varla að þora að trúa þessu ennþá :)

hopefully | 21. ágú. '15, kl: 23:24:10 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Vá, hvað við erum þá á svipuðum stað!
Sama hér, þetta er allt svo óraunverulegt ennþá en þetta hlýtur að verða raunveruegra þegar maður hefur farið í snemmsónar/12 vikna sónar! Ég fer í snemmsónar 3.sept og það er svoooo erfitt að bíða!!

eplapez | 22. ágú. '15, kl: 15:23:29 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Segðu! Snemmsónarinn minn er 31. og ég bókstaflega tel niður mínúturnar!

April16 | 22. ágú. '15, kl: 09:23:44 | Svara | Meðganga | 0

Ég er sett í apríl, fór í snemmsónar í vikunni og er enn ekki að trúa því að þetta sé að gerast! Samkvæmt snemmsónar er ég komin 6 vikur og 5 daga :) væri alveg til í að spjalla við einhvern sem er á sama róli en kemst einmitt ekki heldur inná draumabörn :/

sveitastelpa1 | 22. ágú. '15, kl: 14:37:16 | Svara | Meðganga | 1

Ég er líka sett í apríl :) Er komin 7 vikur og 2 daga. Er búin að vera að bíða eftir fleirum sem eru settar í apríl til að stofna hóp. Er ekki bara málið að stofna hóp á facebook?

eplapez | 22. ágú. '15, kl: 15:22:32 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég væri alveg til í það. Eða geta nokkuð vinir séð mann sem meðlim ef hópurinn er secret? Ég er ekki alveg tilbúin að segja frá strax. Finnst ég hafa jinxað þetta nógu mikið með því að segja yfirmanni mínum :P

petursdottir11 | 22. ágú. '15, kl: 15:54:11 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Eg væri lika til i að með :) samkvæmt minum utreikningum er eg sett 15 april :) fer i snemm sónar 31 sept :)

hopefully | 22. ágú. '15, kl: 18:39:29 | Svara | Meðganga | 0

Ví þetta er svo spennandi! Ég væri mjög mikið til í hóp en ég er ekki viss um að ég vilji koma fram undir nnafni fyrr en í fyrsta lagi eftir snemmsónar:) hvað segið þið? Einhver sem vill taka að sér að gera hóp? :)

hopefully | 22. ágú. '15, kl: 18:39:59 | Svara | Meðganga | 0

Og er þetta fyrsta meðganga ykkar allra? Þetta er mín fyrsta:)

eplapez | 23. ágú. '15, kl: 10:21:18 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Þetta er númer tvö hjá mér :)

sveitastelpa1 | 23. ágú. '15, kl: 11:02:18 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Fyrsta hjá mér líka :) Ég vil heldur ekki koma fram undir nafni strax... Er ekki hægt að gera alveg secret hóp á facebook þar sem engin nöfn sjást?

hopefully | 23. ágú. '15, kl: 12:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Úff, ég hef ekki hugmynd!

April16 | 23. ágú. '15, kl: 21:07:03 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Fyrsta hjà mèr líka, svo spennandi! :) ég er til í hóp

bumbalína | 26. ágú. '15, kl: 19:12:21 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Fjórða meðganga hjá mér :)

Ecnad | 23. ágú. '15, kl: 18:01:15 | Svara | Meðganga | 0

ég er sett í apríl samkvæmt ljósmóður.is ég er komnn 6 vikur og fer til kvennsa 3.sept í sónar :D
mitt fyrsta barn eftir reynerí síðan 2012.

væri til í hóp :)

__________________________________
....Hot spring river this book....

hopefully | 23. ágú. '15, kl: 18:40:25 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Til hamingju! Ég fer einmitt líka í sónar 3.sept, þá komin um 8 vikur og 3 daga :)

lizzy39 | 24. ágú. '15, kl: 18:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Samkvæmt mínum útreningum er ég komin 6 vikur og 1 dag, þannig að við erum á nákvæmlega sama tima ;)

lizzy39 | 24. ágú. '15, kl: 18:18:08 | Svara | Meðganga | 0

Ég er líka sett í april ... Mitt fyrsta. Er komin 6 vikur og 1 dag :)

álfakonan | 24. ágú. '15, kl: 20:41:53 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er líka sett í april, er 7 vikur og 4 daga, búin að fara í snemmsónar að sjá hjartslátt, fyrsta barnið mitt eftir missi og langt reynerí, er orðin mjög spennt, en finn samt rosa mikla ógleði seinni partinn á daginn en aldrei neinar ælur. Hvernig eru þið búnar að vera í þeim málum ?

Ecnad | 24. ágú. '15, kl: 21:17:11 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ég er ÞREYTTTT og fæ klíju bara og flökurt, engin æla. verð að borða reglulega til að halda niðri.
ég legg mig 2 tíma á dag.

__________________________________
....Hot spring river this book....

lizzy39 | 24. ágú. '15, kl: 21:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ég er búin að vera mjög þreytt, líka með mjög lágan blóðþrýsting, fyrsta sem eg geri er að fara í rúmmið þegar ég kem heim, og er þar ef eg þarf ekki að vera í skólanum eða vinnu. Byrjaði í dag að vera meira flögurt en vanalega, en ekkert ælt ennþá...

álfakonan | 24. ágú. '15, kl: 23:01:16 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já sama hérna, eg sef allann daginn!! fer heim í hádeginu og legg mig, legg mig þegar ég kem heim úr vinnunni og svo fer ég að sofa mjög snemma á kvöldin, maðurinn minn var farinn að hafa áhyggjur á því að þetta væri ekki eðlilegt hehe

Aprílkríli2016 | 24. ágú. '15, kl: 22:12:51 | Svara | Meðganga | 0

ég er ný hérna komin 6vikur+3 daga á að eiga 15 apríl :)

ArdisHarpa | 25. ágú. '15, kl: 08:58:04 | Svara | Meðganga | 0

Sælar, ég er ný hérna .. ég er komin 8v og 4 daga og samkvæmt snemmsónar er ég sett 1.apríl þannig ég svona alveg á mörkunum hehe :). annað barnið hjá mér.

hopefully | 25. ágú. '15, kl: 10:54:02 | Svara | Meðganga | 0

Ég komst fyrr að í snemmsónar í gær og er komin 7 vikur og 1 dag í dag, það var flottur hjartsláttur og allt í góðu!
Mér byrjaði að vera smá bumbult á milli 5. og 6. viku. Mér er aðallega flökurt á morgnanna áður en ég fæ mér morgunmat og stundum smá ómótt fram eftir degi en þetta gæti sko verið verra!!
Tekur einhver að sér að gera grúppu þar sem þær sem vilja ekki koma fram undir nafni geta gert það og þær sem vilja það geta gert það? :)

bumbalína | 26. ágú. '15, kl: 19:11:25 | Svara | Meðganga | 0

Ég er samkvæmt ljosmodir.is komin 6v og 1d og er þá sett 19.apríl :)
Ég væri til í nafnlaust (til að byrja með) spjall.

Tiffany22 | 27. ágú. '15, kl: 10:20:29 | Svara | Meðganga | 0

Fer í snemmsónar 4 sept :),...er ekki alveg viss út af skekkjumörkum upp á 2 vikur..en barnið myndi pottþétt koma í apríl :)

**Hver sá sem hefur aldrei gert mistök, hefur aldrei reynt neitt nýtt. - Albert Einstein**

brella99 | 27. ágú. '15, kl: 15:16:33 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég er sett 24.apríl samkvæmt ljosmóðir.is og á tíma í snemmsónar 7.sept. ´Á eitt barn fyrir og þetta er fyrsta þungun eftir missi síðastliðið haust.
Væri alveg til í að vera í grúppu :)

bumbalína | 27. ágú. '15, kl: 21:28:32 | Svara | Meðganga | 0

Ég bjó til spjall sem þarf ekki að koma undir nafni á frekar en maður vill :)
Endilega sækið um aðgang.
http://april2016.icelandforum.net

hopefully | 27. ágú. '15, kl: 23:22:35 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Snillingur, bumbulína! Ég ætla ekki að koma fram undir nafni til að byrja með!

redneck | 29. ágú. '15, kl: 10:43:24 | Svara | Meðganga | 0

ég fer í snemmsónar 1 sept og þá komin 7 og 6 daga samkvæmt ljósmóður.is er sett 13 apríl :)

sveitó og stollt af því

amelia13 | 23. sep. '15, kl: 22:49:05 | Svara | Meðganga | 0

ég er komin 10 v og 2 d. fór í snemmsónar en var i svo miklu sjokki að eg man ekki hvað hann sagði um áætlaðann fæðingardag en samkvæmt ljósmóðir.is ætti ég að eiga 18. april

Á yndislegasta dreng í heimi... fæddist 17.05.09

aprílxx | 12. okt. '15, kl: 10:10:49 | Svara | Meðganga | 0

Var kominn einhver facebook hópur fyrir þær sem eru settar í apríl?

hopefully | 16. okt. '15, kl: 13:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já ef þú vilt geturðu sent mér skilaboð hér og ég segi þér fullt nafn og þú getur addað mér sem vini og þá get ég bætt þér í hópinn:) þú getur svo bara eytt mér ef þú vilt!

aprilbumba96 | 12. okt. '15, kl: 12:07:37 | Svara | Meðganga | 0

Ég er líka sett í apríl og það með tvíbura og komin 15 vikur og 3 daga og get ekki beðið :)

beggarg | 4. nóv. '15, kl: 18:23:09 | Svara | Meðganga | 0

Ég er í apríl
Samkvæmt fyrsta degi blæðinga er ég sett á þrítugs afmælisdaginn minn 27 apríl en samkvæmt sónar er ég 24 apríl

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Öðruvísi lykt og áferð úr leggöngum talía 23.3.2016 26.3.2016 | 18:15
einkenni óléttu... Talkthewalk 24.3.2016 26.3.2016 | 13:01
Hvenær fenguð þið jákvætt? rachel berry 15.2.2016 26.3.2016 | 13:00
Allt um meðgöngu- Listar! melonaa1234 25.3.2016 25.3.2016 | 22:11
Blæðing eftir samfarir! villimey123 25.3.2016 25.3.2016 | 14:20
Heilsugæslan Lágmúla - reynsla? th123 26.1.2016 24.3.2016 | 22:49
Èg er að fara á taugum! DeathMaiden 18.3.2016 19.3.2016 | 21:34
Anti - D mótefnamyndun - veit einhver? snæfríður80 19.3.2016 19.3.2016 | 21:31
Ágústbumbur 2016 er komið a facebook stelpuskjáta95 3.1.2016 18.3.2016 | 18:03
Draumabörn Salkiber 13.3.2016 17.3.2016 | 16:31
Streppokokkar i leggöngum erla74 14.3.2016 16.3.2016 | 18:03
September bumbur? Leynóbumba 5.1.2016 12.3.2016 | 10:14
Hjalp. rappi 11.3.2016
Hreiðurblæðingar MotherOffTwo 2.3.2016 11.3.2016 | 21:21
Ljósmóðir í Spönginni valdisg 12.1.2016 10.3.2016 | 21:38
Túrverkur eða þannig... veit einhver? Corporate 7.3.2016 9.3.2016 | 22:08
Júní 2016 bumbur? :) blomina 2.10.2015 9.3.2016 | 18:59
svimi Curly27 18.2.2016 8.3.2016 | 22:15
Ófrjósemisaðgerð karla....líkur á þungun ? Bleika slaufan 7.3.2016 8.3.2016 | 07:42
Hvađ má og hvađ ekki á fyrstu vikum međgöngu? Curly27 2.3.2016 6.3.2016 | 16:10
Ágústbumbur 2016 - Facebook hópur Blissful 4.3.2016
Sekkur og nestispoki veux 2.3.2016 4.3.2016 | 16:14
Áhættumæðravernd í árbæ? Curly27 28.1.2016 2.3.2016 | 11:29
Júlíbumbur 2016 LísaIUndralandi 22.11.2015 2.3.2016 | 09:19
Ráð við bakflæði?? Curly27 5.2.2016 29.2.2016 | 23:01
Endromesia verkir a meðgöngu villimey123 26.2.2016 28.2.2016 | 22:24
meðgöngusund Salkiber 24.2.2016 28.2.2016 | 16:53
Tvíburahópur? bianca 14.9.2015 24.2.2016 | 22:09
Veikindaleyfi - greiðslur efima 23.2.2016 24.2.2016 | 12:01
Er ny her en vantar sma uppl. :) villimey123 24.2.2016 24.2.2016 | 10:33
Planaður keisari NATARAK 17.2.2016 23.2.2016 | 19:43
maí bumbuhópur 2016 hákonía 29.9.2015 21.2.2016 | 07:33
Bumbuhópur júní 2016 Relianess 10.1.2016 20.2.2016 | 17:49
júní bumbur adele92 3.10.2015 20.2.2016 | 16:43
Könnun Mistress Barbara 20.2.2016
Staðfest egglos - engin rósa - neikvætt próf sevenup77 12.2.2016 15.2.2016 | 20:21
Angel care tæki Desemberkríli2015 14.2.2016
Stofna maí 2016 bumbuhóp fyrir +30 ára? Skatla 20.10.2015 14.2.2016 | 13:03
Júníbumbur 2016 35+ rovinj 5.1.2016 13.2.2016 | 22:47
Framhöfuðstaða - endurtekin? Rapido 17.1.2016 13.2.2016 | 20:42
Hvenær hættuð þið/ætlið að hætta að vinna? efima 12.1.2016 12.2.2016 | 19:32
ógilt þungunarpróf? kimo9 5.1.2016 8.2.2016 | 13:38
gjafir fyrir nýbakaðar mæður uvetta 3.2.2016 7.2.2016 | 22:03
Ágúst bumbur 2016?? list90 15.12.2015 5.2.2016 | 18:31
Ofvirkur skjaldkirtill og meðganga Ofelia 4.1.2016 4.2.2016 | 11:24
Júlíbumbur 2016 Facebook hópur !! sdb90 8.1.2016 3.2.2016 | 12:37
Legvatn að leka en samt ekki bumbubaun nr 2 24.1.2016 28.1.2016 | 21:58
Tvíburamömmur 2016 valdisg 14.1.2016 28.1.2016 | 20:33
Snemmsónar - Lækning anitaosk123 4.1.2016 28.1.2016 | 11:17
Loksins jákvætt ;) Rosy 23.1.2016 27.1.2016 | 17:49
Síða 10 af 8184 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, paulobrien, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Kristler, annarut123