Fordómar

BjarnarFen | 23. feb. '20, kl: 05:22:39 | 455 | Svara | Er.is | 0

Nú hef ég skoðað leigumarkaðinn í Reykjavík unanfarið og það er merkileg staðreynd að reykingafólk má ekki leigja íbúðir. Hvergi nokkurstaðar má reykja í íbúðum eða í húsum.
Leigusalar segjast ekki vilja að íbúðin angi af tóbaki eftir leigjenda. En staðreyndin er nú bara sú að þeir vilja frekar ástæðu til að ræna af fólki tryggingunni.

Hvernig væri að mála íbúðina og málið dautt. Nei, ég hef skoðað nokkrar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og þær íbúðir sem ég hef skoðað hafa flestar ekki verið málaðar árum saman. Fitulykt inni í eldhúsum og rakablettir í baðherbergjum.

Leigusalar virðast gera allt sem mögulegt er í þeirra valdi til að koma í veg fyrir viðhald á húsnæði sýnu. Bara troða næsta leigjanda inn og vonast til þess að næsti leigjandi kunni á pípulagnir eða verði svo almennilegur að mála bara sjálfur.

Nú vil ég benda á að þegar þú lesandi góður keyrir útí sjoppu eða í vinnuna, þá ertu að menga meira með bílnum þínum en reykingarmaður gerir allt árið með sígarettum. Útblástur bíla er mun meira krabbameinsvaldandi en sígarettur eða vindlar. Og þegar þú keyrir á nagladekkjum og rífur upp malbikið, þá ertu að valda litlu börnunum asma og að drepa gamla fólkið sem er með slæm lungu. Samt er fólk að panikka yfir Corona vírus, labbandi um í bílakjöllurum sem eru margfallt hættulegri heilsunni. Svo er tekið fyrir vitin þegar Kínverjinn birtist.

Væri þá ekki rökréttasta næsta skref fyrir leigusala að banna fólki sem að á bíla að leigja hjá sér? Kannski að kíkja í heimsókn vikulega til að athuga hvort leigjandi sé búinn að skúra eða sé að borða hollann mat? Því að hver leigjandi er og hvað hann gerir, kemur allt leigusalanum hans við virðist vera.

Hvenær fengu leigusalar völd um að setja lög og reglur? Ég sem er svo vitlaus, hélt að landslög væru sett á alþingi. En það eru kannski bara lög sem ná yfir leigusala.

Í danmörku eru lögin þannig að ef leigjandi vill að eitthvað sé gert fyrir íbúðina þegar hann er búinn að skrifa undir leigusamninginn þá getur hann látið pípara eða rafvirkja laga bilaðar lagnir, smið gera við það sem er í ólagi og málara mála íbúðina ef honum finnst liturinn ekki fallegur.
Samt eru danskir leigusalar í góðum málum peningalega og þurfa ekki að okra á íbúðum.

Sem hlýtur að segja okkur það að annaðhvort eru íslenskir leigusalar svona heimskir eða þá að þeir eru bara svikahrappar eða slum-lords einsog kaninn kallar þá. Allavega virðist það vera í mestum meirihluta á hinum almenna markaði.

 

kaldbakur | 23. feb. '20, kl: 10:08:47 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað hafa eigendur húsnæðis fullan rétt til að ákveða sjálfir við hven þeir vilja eiga viðskipti við.
Húseigandi getur hafa skoðun á því hvort hann leigir aðila konu eða karli, sem reykir, drekkur, er með húsdýr eins og hund eð kött.
Huseiganda er auðvitað líka heimilt að velja frekar fjölskyldufólk, eða einstaklinga eða fólk með börn eða án barna.
Húseiganda sem hyggst leigja sína eign spyr eðlilega bara viðkomandi eða setur skilyrði í auglýsinguna til að flýta fyrir og fá æskilega umsækjendur.

Svipaðan rétt hefur sá sem leitar sér að íbúð til leigu hann hefur fullan rétt til að velja sér leigusala eða íbúð eftir smekk.

Það verður að telja eðlilegt að íbúð sé í góðu lagi, raftæki eins og eldavél og hitalagnir sem virka eðlilega, Gluggar heilir og læsingar í lagi.
Íbúðir ættu að vera hreinar og snyrtilegar. Allt eðlilegir hlutir.

Það hlýtur að teljast eðlilegt að leitað sé heimildar húseiganda ef mála skal íbúð og auðvitað tekur enginn uppá því að fara með iðnaðarmenn eða aðara viðgerðarmenn til breytinga eða lagfæringa án þess að ráðfæra sig við eiganda eignarinnar.

BjarnarFen | 23. feb. '20, kl: 10:41:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þér finnst s.s. allt í lagi að vera með fordóma þegar kemur að því að velja leigjanda?

kaldbakur | 23. feb. '20, kl: 10:55:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fordóma segirðu.
Ég hætti að reykja fyrir nærri 30 árum.
Konan mín reykir og henni er það auðvitað frjálst. Hún reykir hvar sem er í íbúð okkar nema svefnherbergi held ég.
En ég get get alveg haft skoðun á því hverjum ég leigi og hvort að hann reykir eða ekki.
Ég er með íbúð í útleigu og vil ekki hafa húsdýr og það er virt af leigjanda mínum
Minn leigjandi reykir ekki og spyr mig álits ef eitthvað er að eða annað varðandi húsnæði t.d. læsingar ofl.
Leigjanda mínum myndi aldrei detta í hug að mála íbúðina á míns leyfis það er alveg víst enda tel ég það óheimilt.
Ég myndi nú sennilega ekkert skifta mér af því þó leigjandinn minn tæki uppá því að reykja eða hefði gesti sem reyktu.
En mig minnir að ég hafi sett reykingarkleysi í auglýsinguna á sínum tíma.

Yggdrasil91 | 23. feb. '20, kl: 10:46:46 | Svara | Er.is | 1

Lausn: Reykja utandyra.

isbjarnaamma | 23. feb. '20, kl: 11:28:32 | Svara | Er.is | 0

Ég á hús og það er með sjálfstæðar tvær í búðir, ég leigi út neðri hæðina, og banna reykingar vegan þess að ég er sjúklega eldhrædd ,eftir að heimilið mitt brann þegar ég var 9 ára , maðurinn minn hefur aldrei reykt inni, við höfum verið gift í 49 ár, einn af sonum mínum reykti og sama með hann, þegar ég var ung fékk enginn að reykja innandyra, þettað er löngu áður enn öll lög voru sett um reykingar

BjarnarFen | 23. feb. '20, kl: 21:00:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að ótti þinn að aðrir séu kærulausir fær þig til að banna reykingar. En hvað með kerti? Má kveikja á kertum í leiguíbúðinni?

isbjarnaamma | 23. feb. '20, kl: 22:46:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bannað að kveikja á kertum í húsinu

BjarnarFen | 23. feb. '20, kl: 23:18:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má ekki meina fólki að kveikja á kertum á heimilum sínum. Þú getur sett það í samning, en þá er það ólöglegur samningur.

isbjarnaamma | 23. feb. '20, kl: 23:30:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Konan sem leigir sagðist ekki kveikja á kertum, svo ræð ég hverjum ég leigi, og ég ræð líka á mínu heimili, þettað hefur ekki verið vandamál hjá neinum í 49 ár

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 00:31:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leigusali hefur ekki rétt á að banna fólki að kveikja á kertum heima hjá sér. Það að kveikja á aðventukertum er t.d. lögvarinn með rétti um trúfrelsi og að banna fólki að kveikja á aðventukertum heima hjá sér er brot gegn mannréttindasáttmála sameinuðuþjóðanna um trúfrelsi og gætiru átt yfir höfði fangavist ef hart fer í hart og klár lögfræðingur fer í slaginn.

Leigjandi sem leigir af þér eign, hefur sama rétt til heimilis og þú. Eignarréttur trompar flest í Íslenskum lögum, en ekkert trompar friðhelgi einkalífsins og heimilisins. Jafnvel þótt annar eigi íbúðina.

ert | 24. feb. '20, kl: 01:03:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. Þannig ef fólk er vúdútrúar þá má það slátra kjúlkingum innan hús og dreifa blóðinu um íbúðina og það þarf ekki að leita samþykkis leigusala fyrir slíku. Eigandi má ekki vernda eign sína fyrir neinu. "Ég braut klósettið en ég má gera það á heimili mínu. Þú leigðir mér - þú getur ekki sett skilyrði um hvernig ég kem fram við eign þín. Þetta er mitt heimili og ég má gera hvað sem er innan heimilis og allir samningar sem takmarka slíkt eru ólöglegir". Athyglisvert viðhorf sem er ekki stutt neinu lögfræðilegu áliti. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 01:33:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bannað er að slátra búfénaði nema í sláturhúsi. Ef þú slátrar kjúlla í leiguhúsnæði, þá getur leigusali kært þig til sýslumanns og beðið um útburð. Einungis sýslumaður má bera fólk út af heimilum sínum. Ef leigusali tekur það á sína arma að bera fólk út, þá getur sá átt yfir höfði kæru fyrir ólöglegann útburð.

Annars er ég kominn með nóg af þessum heimsku spurningum hjá þér og set hérna punkt við fleir vitfirru frá þér.

ert | 24. feb. '20, kl: 01:47:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ok þannig að leigusali getur beðið um útburð úr íbúðarhúsnæði vegna brota á lögum um búfénaði - ekki vegna brota á lögum um leiguhúsnæði. Þannig að hann getur þá væntanlega beðið um útburð vegna brota á umferðarlögum eða lögum um tekjuskatt. Það er sem sagt að biðja um útburð á fólk ef það brýtur einhver lög sem koma leiguhúnæði ekki við. En það er ekki mannréttindabrot að vera borinn út úr húsnæði vegna þess að maður hafi svikið undan skatti eða keyrt yfir á rauðu.
Á hverju ertu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

isbjarnaamma | 24. feb. '20, kl: 11:14:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er strangtrúuð og það hefur ekki hindrað mig neitt að kveikja ekki á kertum

ert | 23. feb. '20, kl: 12:44:52 | Svara | Er.is | 0


" Hvenær fengu leigusalar völd um að setja lög og reglur?  Ég sem er svo vitlaus, hélt að landslög væru sett á alþingi."
Það eru engin lög sem banna fólki að reykja í eigin íbúð. Það eru heldur enginn lög sem banna leigjendum að reykja í leiguíbúðum. Þannig að ég skil ekki hvað landslög koma málinu við.
Um leigu í húsnæði er samið í leigusamningi. Leigusalar geta sett alls kyns skilyrði svo framarlega sem þau standast lög og stjórnarskrá. Þú býrð bara á landi þar sem leigusalar vilja almennt ekki að það sé reykt innan dyra. Það er ekki lífsnauðsynlegt að reykja innan dyra þannig að ég sé ekki vandann.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

BjarnarFen | 23. feb. '20, kl: 21:06:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú átt við einhverskonar lungnasjúkdóma, þá áttu að sjálfsögðu ekki að reykja. En það geta bara ekki allir hætt. Það að reykja úti í kulda er mun verra fyrir lungun en að reykja innandyra. Mjög auðvellt er að finna trekkinn og reykja út um glugga. Svo eru líka til reyksugur og viftur sem að sjúga burt reyk og sía reykinn úr andrúmsloftinu. Allskonar lausnir til að geta reykt innandyra þegar það er kalt í veðri.

Það að segja að reykingarmenn geti bara sjálfum sér kennt varðandi hættuna, hefur verið afsannað. Annars hefðu ekki unnist mál gegn tóbaksrisunum þar sem reykingarfólk hefur kært. Það að neyða tóbaksfíkilinn til að reykja úti í rigningu og frosti er ekki mikil manngæska að mínu mati.

ert | 23. feb. '20, kl: 21:34:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


OK. Það eru mannréttindi að reykja inni alls staðar! 
Ertu viss um að þú sért bara að reykja tóbak?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

BjarnarFen | 23. feb. '20, kl: 23:19:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu viss um að þú sért ekki að snúa útúr?

ert | 23. feb. '20, kl: 23:36:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki. Það er náttúrulega alveg ómögulegt að fólk hafi rétt á leiga eigur sínar á þeim forsendum það sem vill. Það er mannréttindabrot að fólk hafi ráðstofunarrétt á eigum sínum. Við erum sammála um það, er það ekki? Ef fólk vill leigja einhverja eigu þá má það ekki setja nein skilyrði um hvernig gengið er um þá eigu. Það stendur í stjórnaskránni er það ekki? Það er undantekning frá eignarréttarákveði stjórnarskrár.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 00:02:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Réttur míns til heimilis er stjórnaskrá varin. Leigusali sem leigir mér íbúð getur sett kvaðir á að fá íbúðina sína tilbaka í sama ásigkomulagi og þegar hún var leigð út. Leigusali hefur hinsvegar ekki rétt á að taka burtu rétt minn á heimili og þeim lögum sem verndar það.
Leigusali hefur engann rétt á að fara inn í íbúð eða herbergi sem að hann/hún leigir, nema með samþykki leigjanda.

Það að eiga húsið sem þú leigir gefur þér ekki rétt á að brjóta á réttindum leigjanda til heimilishalds eða brjóta gegn rétti heimilis.
Þetta er svoldið sem að leigusalar skilja ekki alltaf. Þú átt húsið, en þegar það er í útleigu þá er það heimili leigjandans og hefur hann meiri rétt inni á heimili sínu en leigusali hefur af eign sinni.

Þessvegna höfum við lög sem vernda friðhelgi einkalífsins sem innihalda rétt til að halda heimili, þótt leigjandi eigi ekki húsnæðið. Leigusali leigir íbúðina en hefur engann rétt til að ráðskast með heimili leigjandans. Ef ágreiningsmál koma upp, þá þarf að skera úr um rétt leigjanda og leigusala og er það einungis gert af sýslumönnum og dómurum.

Ef að leigjandi er að reykja á heimili sínu, þá má leigusali ekki henda leigjanda út. Heldur verður sýslumaður eða lögreglan að sjá um að bera fólk út. Leigjandi getur þess vegna verið byrjaður að brjóta niður veggi í íbúðinni. En ef leigusali ákveður að bera leigjandann sjálfur út, þá getur leigjandi kært leigusala fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins. Svona ef við förum út í ystu öfgar laganna.

ert | 24. feb. '20, kl: 00:21:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Alveg rétt hann hefur ekki rétt á því að fara inn en hann getur sett skilyrði eins og engin gæludýr, engar reykingar, engin áfram leiga, ekkert spil á hljóðfæri í samningi. Ef leigandi brýtur samning þá getur leigusali ákveðið að ákveðið ferli fari í gang. Ef leigusali getur sannað að þú hafir reykt inn í búð t.d. með myndum af FB-síðu þinni þá er komin fyrir samningsbroti af þinni hálfu.
Ekki rugla saman sönnunarbyrði og réttindum. Leigubílstjóri var drepinn í Rvk. Það að það hefur aldrei sannast hver drap hann þýðir ekki að viðkomandi hafi mátt drepa hann. Það sama á við um brot á samningi. Brot á samningi eru ekki leyfileg. Hvort það tekst að sanna brotið er bara annað mál. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 00:35:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samningar verða að vera löglegir. Þú mátt ekki setja neitt í leigusamning sem brýtur gegn lögum um friðhelgi heimilisins. Þú getuir alveg gert ólöglegann samning. En ef þú þarft að nota samninginn til að losna við leigjanda, þá getur hið minnsta ólöglega kvöð eyðilagt samninginn og sett þig í verri aðstöðu sem leigusali en leigjandi.
True story.

ert | 24. feb. '20, kl: 00:50:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að reykingar eru undir friðhelgi einkalífsins? Hvaðan hefurðu það? Link á lögfræðiálit eða dóm!
Eða ertu lögmaður? Varla fyrst þú getur ekki farið rétt með einföldustu ákvæði erfðalaga.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Megamix2000 | 23. feb. '20, kl: 13:21:49 | Svara | Er.is | 0

Geturu ekki bara reykt úti?
Ég leigði fólki og það mátti ekki reykja inn en það gat farið út í garð og reykt.

BjarnarFen | 23. feb. '20, kl: 21:08:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get alveg reykt úti. Það sama á ekki við um alla. Amma mín var áttræð með krabbamein, en gat samt ekki hætt að reykja. Mikið er ég feginn að hún fékk að reykja inni. Annars held ég að hún hefði nú dáið fyrr og ég varla fengið að kynnast þessari yndislegu konu.

Geiri85 | 23. feb. '20, kl: 14:00:56 | Svara | Er.is | 1

Bara fordómar ef hann vill ekki reykingafólk yfir höfuð frekar en að vera með þá einföldu reglu að það megi ekki reykja inni í húsinu.

Flest reykingafólk í dag fer út til að reykja, eðlilega. 

BjarnarFen | 23. feb. '20, kl: 21:10:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála. Ég hef unnið vinnur þar sem ég hef unnið 12 tíma vaktir án þess að fá mér rettu. Aldrei neitt vesen hvað það varðar. Svo hef ég fengið synjun vegna þess að ég reykti og fékk ég að heyra; Reykingarfólk stelst alltaf út að reykja sama þótt það meigi það ekki. Fordómar og ekkert annað.

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 00:27:01 | Svara | Er.is | 0

Alveg er frábært að sjá alla leigusalana hérna sem þykjast haf rétt til að ráðskast yfir heimili annara í valdi þess að eiga húsnæðið. Réttur til friðhelgis heimilis er neflilega meiri en eignarrétturinn.

Þannig er bara það.

ert | 24. feb. '20, kl: 00:35:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að réttur til heimilslíf trompar samningsrétt. Þannig að allar kvaðir um  umgengi eru ólöglegar. Ég má kveikja bál á stofugólfinu mínu af því að ég á íbúðina svo framarlega sem ég tryggi að aðrir verði ekki fyrir skaða. Leigjandi hefur sama rétt. Athyglisvert.
Hvaða dóm hefurðu fyrir því að ekki megi setja nein skilyrði um umgengni í húsaleigusamninga?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 01:58:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig færðu það út?

ert | 24. feb. '20, kl: 09:41:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Leigusali má ekki setja skilyrði um umgengni um íbúð eins og reykja inni.
Reykingar innan dyra falla undir umgengni - það eru í alvörunni ekki mannréttindi að fá að reykja innan dyra - ég sver það!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ventriloquist | 24. feb. '20, kl: 01:42:02 | Svara | Er.is | 0

Ég á íbúð sem eg hef leigt út en bý i sjálfur núna. Ég leyfi gæludýr en ekki reykingar. Þér er guð velkomið að reykja út á svölum og ef það er of mikið vandamál fyrir þig þá finn ég bara annan leigjanda.

Ef það eru fórdómar þá er mér bara drullu sama og skal glaður vera kallaður fífl

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 01:55:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get vel sætt mig við það. En ég er að velta upp réttinum, ef um eldri borgara er að ræða eða veikann einstakling. Finnst þér það vera í lagi að senda áttræðann mann út á svalir í frosti og snjókomu?

En ef hinsvegar ég get tryggt að engin tóbakslykt finnist eftir að ég hef leigt hjá þér í ár eða meira. Er þá einhver önnur ástæða til að meina mér að reykja innandyra, svo framarlega sem það ónáðar ekki aðra íbúa?
Neftóbakslykt sest mun meira í húsgögn og á veggi, en samt tíðkast ekki að banna það. Er möguleiki þá að um reykingarfordóma sé að ræða?

Ventriloquist | 24. feb. '20, kl: 05:15:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko, ég hef enga fordóma fyrir reikingarfólki.
Ég vill bara persónulega ekki að það sé reykt inn í minni íbúð eða bíl. Þetta er alls ekki mikil krafa í ljósi þess að leigjendum er guðvelkomið að reykja á svölunum hjá mér.

Ég hef fundið reykingalykt inn í íbúðum áður og lyktin á það til að setjast í loft, eldhúsklæðningar og skápa. Það finnst mér ekki boðlegt því það getur verið erfitt að ná því út.

Og síðan hvenær getur ekki áttrætt fólk verið útí í kulda í 5 mín ? ekkert mál að fara í úlpu og hoppa út á svalir.
Hvað fatlaða varðar þá skil ég erfiðið að koma sér út á svalir en ég myndi samt ekki leyfa reykingar þrátt fyrir fötlun og finn enga samúð með.

Það er kannski fínt að taka fram að ég reykji sjálfur en finn enga samúð með fólki sem kýs frekar að reykja inni.
Það er ekkert mál að fara út á svalir að reykja.

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 09:41:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað með neftóbak? Má leigjandi nota það í íbúðinni?

ert | 24. feb. '20, kl: 09:52:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það er ekki bannað í samningi undirrituðum af leigusala og leigutaka þá er það leyfilegt. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

spikkblue | 24. feb. '20, kl: 10:53:56 | Svara | Er.is | 0

Reykingafólk má alveg leigja íbúðir, það þarf bara að fylgja því sem samningurinn segir til um.

isbjarnaamma | 24. feb. '20, kl: 11:51:48 | Svara | Er.is | 1

Ef þú hefðir ekki reykt og notað peninginn til að fjárfesta í íbúð þá væriru sennilega ekki á leigumarkaði, ég hvorki reyki eða drekk og á hús

T.M.O | 24. feb. '20, kl: 12:22:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha ég hef aldrei reykt en þetta hljómar samt eins og kjaftæði fyrir mér.

isbjarnaamma | 24. feb. '20, kl: 14:01:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með afburða gott fjármála og fasteignavit

T.M.O | 24. feb. '20, kl: 20:52:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það vantar ekki sjálfshólið

isbjarnaamma | 24. feb. '20, kl: 21:10:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef efni á því

T.M.O | 24. feb. '20, kl: 21:27:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei hitt neinn sem er jafn merkilegur og honum finnst hann þurfa að líta út fyrir að vera. Þeir sem eru merkilegir tala yfirleitt um eitthvað annað.

adrenalín | 24. feb. '20, kl: 12:07:37 | Svara | Er.is | 2

Ég er reykingarmannsekja og á íbúð sem ég er með í útleigu og reykingar ekki leifðar innandyra. Ég hef aldrei reykt í henn ( bjó í henni í 15 ár )  og vil ekki reykingalykt inn. Hef bent á svalir til reykinga. Ég læt gera við allt sem bilar

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 15:20:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara einhvernveginn þannig að þegar fólk er almennilegt hvort við annað, þá myndast gagnkvæm virðing. Því sjaldnast á einn sök þegar tveir deila. Vissulega eru drullusokkarnir til. En það, því miður, getur verið á báða vegu.

Leigusalar sem eru stífir og með ósveigjanlegar reglur og skilyrði sem að eru ósanngjörn. Eiga það oftast til að næla sér í slæma leigjendur. En sem betur fer er til topp fólk líka, sitthvorumegin við borðið. ;)

Lang flestir reykingarmenn reykja utandyra. En íbúðir sem anga af neftóbaki er það versta sem ég lendi í að skoða. Skoðaði eina slíka fyrir um ári síðan. Með neftóbaksfílu um bókstaflega allt sem og svarta myglu-bletti á baðherberginu. Fyndnasta var að eigandinn vildi eingöngu reyklausann einstakling í íbúðina, ég hló því miður framan í greyið. Bara missti mig. En svona gerist og það er alveg stórkostlegt hvernig sumir gera ekkert fyrir leiguíbúðir en gera samt kröfur einsog þeir séu að leigja út einhverja kastala.

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 15:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það fyndna er, að það má ekki banna fólki að nota neftóbak samkvæmt húsaleigusamningum. Þeir sem gera þannig samninga gera ólöglega samninga, sem dómari mun fella. Allavega þau ákvæði sem falla ekki að lögum.

ert | 24. feb. '20, kl: 16:20:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK, hvar í lögum er kveðið á um að leigusali megi ekki banna notkun á neftóbaki?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

JuliannaH | 19. apr. '20, kl: 18:53:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig nenniru að rífast við þennan einstakling þegar hann er augljóslega að spauga þar sem að það er enginn í alvöru svona vitlaus og djúpt sokkinn í afneitun eins og hann þykist vera...

Eða hvað?

Ventriloquist | 24. feb. '20, kl: 17:59:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyndna við það er að neftóbakslylt festist ekki . Þetta er í kjarnanum duft í dollu sem fer upp í nefið. Ég held að þú ert að hagræða þessum punktum þínum þér í hag til að láta þig líta betur út . Ég veit ég er að vera dónalegur en þetta er barnalegasti og mest heimtufrekjandi póstur sem ég hef séð hérna inná .

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 22:30:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar er heimtufrekjan? Endilega rökstyddu dónaskapinn í þér.

BjarnarFen | 24. feb. '20, kl: 22:33:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ættir að bera saman fingurnar á neftóbaksfíklum og tóbaksfíklum. Þá sérðu hvað neftóbaksryk sest í bókstaflega allt og blandast við húðina jafnt og húsgögn og veggi.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024
Estrategias para mejorar tu fluidez conversacional con ChatGPT en español ErnestaHelga 18.3.2024
There are benefits to using a biweekly timesheet calculator pixehaw958 18.3.2024
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 17.3.2024 | 21:12
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 14.3.2024 | 19:56
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 14.3.2024 | 04:15
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 10.3.2024 | 14:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 9.3.2024 | 18:09
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 8.3.2024 | 23:30
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Prufa Helloyou 28.2.2024
Virkar skráning á hugi.is? Dögun Ermine 27.2.2024
Sjónin komaso 28.10.2008 27.2.2024 | 19:52
Pappakassar fyrir flutninga marulla 27.2.2024
Brunasár Catalyst 27.10.2011 27.2.2024 | 12:05
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 27.2.2024 | 04:43
helsta verslun fyrir verkfæri í USA Felgulykill 30.12.2010 26.2.2024 | 09:38
Herinn !? officerdick 20.9.2010 24.2.2024 | 20:45
The main source of entertainment! Annarose1 23.2.2024 24.2.2024 | 18:16
The Desert Flower Tipzy 5.4.2010 23.2.2024 | 10:33
Hvaða skemmtistaða saknið þið? (0-99 ára) Golda Meir 13.8.2006 22.2.2024 | 17:14
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 21.2.2024 | 03:28
Síða 1 af 45807 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, tinnzy123, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Guddie, Paul O'Brien