Fyrsta skipti í háskóla

Emp10 | 25. ágú. '16, kl: 23:36:42 | 391 | Svara | Er.is | 0

Eruði með einhver ráð fyrir byrjendur í þungu háskólanámi? Helst einhver með reynslu af námi með vinnu eða námi og að sjá um heimili/börn :) var td nóg að læra alltaf frá 8-16 og svo hægt að nota kvöldin í fjölskyldu eða vinnu, eða þarf að læra allan daginn og fram á kvöld?

 

Splæs | 26. ágú. '16, kl: 00:05:16 | Svara | Er.is | 2

Það dugar ekki. Þú þarft líka að sækja kennslustundir á daginn svo þá vinnurðu ekki verkefnin þín á meðan eða lest skólabækurnar. Gerðu ráð fyrir að þurfa að læra um helgar.

Svala Sjana | 26. ágú. '16, kl: 00:11:44 | Svara | Er.is | 0

Mér reyndist að mörgu leyti auðveldara að vera í námi ein með þrjú börn og heimili en að vera í vinnu. Þú þarft auðvitað að nýta tímann vel.
Ef þú ert í skólanum, sækir tíma og lærir alla daga milli 8-17 þá ættirðu ekki að þurfa að læra mikið þess á milli nema á álagspunktum, verkefnaskil og próf

Kv Svala

Emp10 | 26. ágú. '16, kl: 12:44:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvers vegna auðveldara að vera með börn heldur en í vinnu?

ert | 26. ágú. '16, kl: 12:58:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Auðvelda að vera í nám með börn en að vera í vinnu með börn.
Sveigjanleiki í náminu er meiri.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 26. ágú. '16, kl: 13:02:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það fór alveg framhjá mér. Mér fannst miklu þægilegra að vera í vinnu. Þá var ég búin þegar ég kom heim, þurfti ekki að læra. Desember fór ekki í próf og stress og fleira slíkt. Já og vinnan krafðist ekki reglulegra hópavinnu utan vinnutíma.


kv. alboa

ert | 26. ágú. '16, kl: 13:13:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var að útskýra hvað Svala Sjana var að segja, ekki alhæfa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 26. ágú. '16, kl: 00:12:19 | Svara | Er.is | 0

fer eftir  mörgum þáttum, námsgetu, fjölda tíma, lestrarhraða á ensku

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Mukarukaka | 26. ágú. '16, kl: 09:28:05 | Svara | Er.is | 0

Fer algerlega eftir náminu sem þú ert í og eins og ert segir, námsgetu, fjölda tíma á viku og lestrarhraða. 
Ég er í fullu námi með fjölskyldu og finnst ég ekkert hafa neitt sérlega mikið fyrir því en ég þyki vera í "léttu" námi. Það er þó bara kannski létt vegna þess að ég hef áhugann og lestrarhraðann. 
Þú lest þó aldrei allt sem ætlast er til af nemendum. Það er bara ógerlegt. Ég fór skjálfandi á beinunum fyrstu vikuna mína til námsráðgjafa sem sagði við mig að ég yrði bara að forgangsraða greinunum og köflunum sem ég ætti að lesa, öðruvísi væri þetta ekki hægt. Það ráð bjargaði geðheilsunni ;)

_________________________________________

bogi | 26. ágú. '16, kl: 13:27:37 | Svara | Er.is | 0

Þetta er auðvitað rosalega einstaklingsbundið, hvar styrkleika nemanda liggja og einnig hvernig námið er sett upp. Í mínu grunnnámi var mikil tímasókn, bæði voru fyrirlestrar, dæmatímar og svo verklegt. Í öllum fögum voru síðan vikuleg skilaverkefni. Fyrir mig þýddi þetta lærdóm á hverju einasta kvöldi og allar helgar að einhverju leiti. Sumir þurftu kannski minni tíma, en flestir voru með mikla viðveru og eyddu miklum tíma.

Í framhaldsnáminu mínu var tímasókn mun minni og vinnuálagið miklu minna. Það komu tímar þar sem ég þurfti að læra mikið á kvöldin / helgar, en ég var ekki næstum því eins bundin og í grunnnáminu. Þar skilaði sér samt líklega kunnátta í að læra í háskóla, þú verður "framleiðnari" með tímanum.

everything is doable | 26. ágú. '16, kl: 23:22:36 | Svara | Er.is | 0

Ég kláraði verkfræðigráðu með 80% vinnu og með því að reka heimili (þó ekki börn) það var alveg púsl en hafðist. Það hefði alveg dugað mér að læra 8-16 alla daga og kannski eitt og eitt kvöld fyrir hópaverkefni

holyoke | 26. ágú. '16, kl: 23:42:58 | Svara | Er.is | 1

Skipulag! Ég er með eitt barn og ég tek einn dag í byrjun skólaárs þar sem ég elda fullt af hollum réttum og set í loftþétt ílát og fyrsti. Svo hentugt þegar dagarnir eru langir (og þeir verða ansi margir!). Skima rétt svo yfir efnið fyrir timana svo þú vitir hvað er verið að fjalla um og lesa svo ítarlega eftir þá. Reyna að vinna verkefnin jafnt og þétt en ekki 2 dögum fyrir skil. Gerðu ráð fyrir að þurfa að vera hálfan helgardag í hverri viku og nokkur kvöld. Gangi þér vel :)

unnurem | 27. ágú. '16, kl: 01:05:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert smá sniðugt þetta með að elda fullt og eiga. Ætla að gera þetta! Hvað ertu helst að elda?

e e e | 28. ágú. '16, kl: 00:00:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

snilld að elda lasanja og pottrétti til að frysta, gott að eiga alltaf einfalt hráefni til eldunar eins og kjúklingaleggi og fleira þegar maður er í verkefnavinnu, svo er skyr ommmletteog slíkt fínn kvöldmatur.

minny999 | 27. ágú. '16, kl: 01:22:25 | Svara | Er.is | 0

Tók 5 ára svokallað þungt háskólanám. Ef þú gefur þér 2 tíma heimanám á hverjum degi þá er það meira en flestir gera.

minny999 | 27. ágú. '16, kl: 01:23:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að því gefnu að þú hafir tíma til að setja í fimmta gír fyrir lokapróf.

Zzx | 27. ágú. '16, kl: 08:26:57 | Svara | Er.is | 0

Ég var í fremur þungur námi með fjölskyldu og þó ég hafi verið í fjarnámi þá dugði ekki 8-16 lærdómur. Stundum en alls ekki alltaf. Var talsvert í að læra um helgar og á kvöldin. (Á sem betur fer dásamlega foreldra og vinkonu sem voru alltaf til í að hjálpa mér, hefði ekki getað verið án þeirra).
En bara passa að vera skipulagður og forgangs ráða og þá hefst þetta. Held að besta ráðið mitt til þín sé að hafa 1-2 daga í viku sem þú lærir lengur og vinnur upp verkefni

þreytta | 27. ágú. '16, kl: 11:37:38 | Svara | Er.is | 0

Þú mátt alveg gera ráð fyrir að fullt háskólanám sé um 50 - 60 stunda vinnuvika að meðaltali, stundum minna og stundum meira, ef þú ætlar að stunda námið vel. Það getur verið krefjandi með fjölskyldu en það er alveg hægt. Það er nauðsynlegt að hugsa þetta sem vinnutörn sem maður sér fyrir endan á.



Neema | 27. ágú. '16, kl: 13:05:24 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki eina sem er í 100% námi í hí og 100% vinnu OG með 3 börn - klikkað

ledom | 27. ágú. '16, kl: 22:33:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki líka svona fólk. Það segir mér að þetta sé ekkert mál og me´r fer bara að líða illa yfir því að vera í 100% námi og vinnu aðrahvora helgi og barnlaus (reyndar eitt á leiðinni). Það er bara svo rosalega einstaklingsbundið hveru ofvirkt fólk er :P

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Plágur úr biblíunni ! Zjonni71 14.5.2024
Game bird terrine????? sigrunf 18.10.2009 14.5.2024 | 12:46
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 14.5.2024 | 08:30
Have You Ever Taken an Enneagram Test? jasperwilde09 14.5.2024
Cenforce 50mg: Most Amazing ED Solution For Men camilajohnson 14.5.2024
Besta naglaþjölin og hvar fæst hún? Gunna stöng 10.5.2024 13.5.2024 | 14:54
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 13.5.2024 | 12:16
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 13.5.2024 | 04:05
Óska eftir barnakofa í garðinn lsh3 12.5.2024
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024 12.5.2024 | 00:21
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024 11.5.2024 | 20:17
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023 11.5.2024 | 13:32
Ökuskírteini Burgerman 8.5.2024 11.5.2024 | 12:27
Vantar odyrann hjólastól Prinsessan93 11.5.2024 11.5.2024 | 09:02
Mjög hættulegur frambjóðandi ! Zjonni71 9.5.2024 9.5.2024 | 16:49
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.5.2024 | 09:16
New York Ròs 18.4.2024 8.5.2024 | 07:17
Halla Hrund??? Sætúnið 3.5.2024 7.5.2024 | 22:53
matvandur/matvondur villemo 6.3.2014 7.5.2024 | 14:09
Rjómasprautur tennisolnbogi 26.12.2015 7.5.2024 | 02:39
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 7.5.2024 | 02:34
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 7.5.2024 | 00:12
Fríhöfnin nonnih 6.5.2024
Fun supermarket Laurakuhlman 6.5.2024
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 6.5.2024 | 07:11
Af hverju er ég svona mikill meistari? R2 D2 3.5.2024
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 3.5.2024 | 09:08
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
Síða 1 af 49030 síðum
 

Umræðustjórar: paulobrien, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Hr Tölva, Kristler, annarut123, Paul O'Brien