Greining fyrir ungling

janefox | 26. maí '15, kl: 15:24:14 | 469 | Svara | Er.is | 0

Sælar dömur. Er með 14 ára ungling sem þarf að komast í greiningu að mati skólans, hvar er best að fara með hann og kostar þetta hönd og fót. Var með hann hjá sálfræðing einu sinni í viku fyrir sotlu síðan og hver tími kostaði 10þú, er þetta normið?

 

Steina67 | 26. maí '15, kl: 15:30:43 | Svara | Er.is | 0

Bað skólinn þig um að fara með krakkann í greiningu?  Af hverju sækir skólinn ekki um?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Mainstream | 26. maí '15, kl: 17:18:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sækir um hvar? Fólk verður að borga fyrir greiningar. 

Steina67 | 26. maí '15, kl: 17:20:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Skólarnir hafa aðgang að sálfræðingum sem greina börnin og það hefur hingað til ekki kostað mig krónu að fara þá leið.


Finnst fáránlegt að skólarnir séu farnir að krefjast þess að foreldrar fari með barnið í greiningu.  En svo er auðvitað löng bið hjá skólasálfræðingunum þannig að þess vegna gæti fólk viljað fara þessa leið.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Mainstream | 26. maí '15, kl: 17:24:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skólinn getur ekki krafist þess að barnið fái greiningu heldur aðeins mælt með því. Ókeypis leiðir eru ekki í boði nema áralangir biðlistar.

Grjona | 26. maí '15, kl: 17:36:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Skólinn á að vísa svona málum til fjölskyldudeildar (eða sambærilegs) sem greinir eða forgreinir. Á ekki að kosta barn og foreldra krónu.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Mainstream | 26. maí '15, kl: 17:57:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er hægt. Tekur bara 3-5 ár.

Grjona | 26. maí '15, kl: 22:32:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að fara með barn í gegn um greiningu og það tók ca ár með því að fara í gegn um skólann. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 26. maí '15, kl: 22:32:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rúmt ár reyndar ef ég man rétt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Felis | 27. maí '15, kl: 13:34:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ferlið hjá okkur byrjaði í okt minnir mig og það er afskaplega lítið búið að gerast - það er í gegnum skólann. 

minnir mig samt á að hafa samband og spyrja hver er staðan núna, hef ekkert heyrt í þónokkurn tíma. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Mainstream | 27. maí '15, kl: 13:56:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt. Í mörgum tilvikum getur verið mikilvægt að fá greininguna sem fyrst til að barnið fái nægilegan stuðning í skólakerfinu. Þá eru þessar ókeypis leiðir í kerfinu bara ekki að virka. 

Felis | 27. maí '15, kl: 13:58:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég sé amk ekki fram á að gerist neitt í vor hjá mínum gutta, og hver veit kannski mun eitthvað rosalegt gerast mjög hratt og örugglega í haust. En það þarf þá að breytast töluvert mikið frá því sem hefur verið í gangi. 


Ég viðurkenni að allskonar hefur komið í veg fyrir að ég hafi verið mjög dugleg að ýta á eftir þessu en ég ætti ekkert að þurfa þess heldur. 


Fyrir svona gamalt barn (14 ára) þá er ég ekki viss um að ég hefði þolinmæði fyrir að fara skólaleiðina, nema þá í einhverjum forgangi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Louise Brooks | 27. maí '15, kl: 20:40:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég einmitt gafst upp á því að bíða eftir að kerfið myndi gera eitthvað fyrir son minn og endaði með drenginn í greiningu hjá fagaðila sem kostaði sko bæði hönd og fót en eftir að greiningin kom þá varð skólinn að bregðast við henni og núna eftir að við komumst að hjá sérhæfðum barnalækni að þá er hann búinn að gera eina greiningu til viðbótar og drengurinn kominn á lyf. 


Ég get varla lýst því með orðum hvað líf okkar er búið að taka miklum stakkaskiptum og er orðið mikið auðveldara en það var. Þó að þetta hafi verið óheyrilega dýrt að þá var þetta svo sannarlega þess virði.

,,That which is ideal does not exist"

fálkaorðan | 26. maí '15, kl: 17:24:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Afhverju á fólk að borga fyrir sjálfsagða og ókeypisþjónustu í heilbrigðiskerfinu?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Mainstream | 26. maí '15, kl: 17:26:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einhver verður að borga. Þetta er eins og með tannlækningar, sálfræðiþjónustu og ýmsa aðra heilbrigðisþjónustu sem er ekki niðurgreidd. Þetta er bara val hvers þjóðfélags. 

Felis | 26. maí '15, kl: 17:28:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tannlækningar barna eru niðurgreiddar held ég fyrir alla árganga núna. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fálkaorðan | 26. maí '15, kl: 17:36:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki komið fyrir alla.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 26. maí '15, kl: 17:38:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ó ég hélt að minn hefði verið í seinasta árganginum sem datt inn og hann er kominn inn - en já ok þá er það komið fyrir flesta

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fálkaorðan | 26. maí '15, kl: 17:39:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín er ekki komin inn og ég held að hún komi ekki ei fyrr en 2017, kannski er það samt á næsta ári.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 26. maí '15, kl: 17:40:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stelpan fær 2016 og strákarnir 2017

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 26. maí '15, kl: 17:44:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok - ég var svo viss um að minn hefði verið með þeim seinustu. 


Ég efast samt ekki um orð þín sko, sennilega er það þessir yngstu árgangar sem eiga eftir að detta inn, enda lítið um dýrar framkvæmdir í þeim. 


Minn reyndar fór í allskonar ferli um leið og hann komst inn í kerfið, engar skemmdir reyndar en glerungsgalli sem þurfti að laga og svo þurfti að skorufylla og svona. Ég er mjög fegin að hafa bara borgað 2500kr og svo ekki meir. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fálkaorðan | 26. maí '15, kl: 17:52:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst einitt alveg kúl að gera þetta svona í þrepum, byrja á elstu og vinna sig aftur því þar er þörfin mest. Ég tel mig bara annsi heppna að mín börn fá þessa þjónustu strax frá tannlæknaaldri. 3 ára heimsóknin hefur verið frí fyrir þau í þessu kerfi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 26. maí '15, kl: 22:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu, eru þín börn með einhverjar tennur?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 26. maí '15, kl: 23:13:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær eru farnar að missa töluna blessaðar.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 26. maí '15, kl: 23:17:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

;)

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 26. maí '15, kl: 17:36:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ríkið borgar þessa þjónustu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 26. maí '15, kl: 17:37:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tannlækningar eru núna niðurgreiddar, kostar bara 2.500 krónur á ári fyrir börn. Heilsugæslu borgar börn ekki fyrir (síðast þegar ég vissi). Þetta er sambærilegt.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Máni | 26. maí '15, kl: 17:29:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef aldrei borgað krónu.

Mainstream | 26. maí '15, kl: 17:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fórstu í greiningarstöðina?

Máni | 26. maí '15, kl: 17:30:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei. annar í gegnum skólasálfræðing og bugl en hinn í gegnum skólasálfræðing og þroska og hegðunarmiðstöðina í mjódd.

Guppyfish | 26. maí '15, kl: 18:02:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór þangað og borgaði ekki krónu

Mainstream | 26. maí '15, kl: 18:45:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það eru ekki öll tilfelli sem eru tekin þar inn. 

ÓRÍ73 | 26. maí '15, kl: 16:13:00 | Svara | Er.is | 0

ég hef ekki enn fundið sálfræðing sem ég borga undir 13þ á tímann, svo það er frekar normið en 10þ. Mörg stéttarfélög borga það eitthvað niður. Greina hann með hvað? Ég fór til barnageðlæknis og hún greindi mína. 

12 123 | 26. maí '15, kl: 17:24:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjá Reykjavíkurborg eru sumstaðar sálfræðingar sem kosta ekki krónu, ávísað af heimilislækni.
Svo eru þjónustumiðstöðvarnar með svör líklega.
Mín stelpa fór í lesblindugreiningu í 10 bekk og það kostaði okkur ekkert, skólinn sendi hana.
eftir það hefðum við þurft að borga helling, en veit ekki hversu mikið.

Mainstream | 26. maí '15, kl: 17:28:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeir sálfræðingar framkvæma ekki svona greiningar.

minnipokinn | 26. maí '15, kl: 19:58:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að borga 10 núna… var reyndar að vona að þetta færi inní lyfjakostnaðinn og aðrar læknisheimsóknir en svo er ekki :S 

☆★

Grjona | 26. maí '15, kl: 17:25:44 | Svara | Er.is | 0

Skólinn á að vísa þessu áfram á viðeigandi stað, t.d. til skólasálfræðings.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Felis | 26. maí '15, kl: 17:40:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski vildi skólinn koma þessu í eitthvað hraðara ferli
þetta gerist ekkert rosalega hratt í gegnum skólasálfræðing :-/ amk ekki hérna á ak

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Grjona | 26. maí '15, kl: 17:41:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má vera. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

svartasunna | 26. maí '15, kl: 17:56:42 | Svara | Er.is | 1

Við fórum til Ás einhverfuráðgjöf, minn var um 10 ára þá. Kostar nokkra tugi þúsunda. Þar sem hann er ekki með náms eða hegðunarerfiðleika og orðinn þetta gamall þá bara veit èg ekki hvort við hefðum nokkru sinni komist að hjá Gr.miðstöðinni.
Sjónarhóll gæti líka ráðlagt ykkur.

______________________________________________________________________

svartasunna | 26. maí '15, kl: 17:58:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj úps, sá að þú talar ekki um einhverfu...en Sjónarhóll er líka að aðstoða við önnur vandamál held èg.

______________________________________________________________________

Frisli | 26. maí '15, kl: 20:32:43 | Svara | Er.is | 0

Talaðu við heimilislæknirinn ykkar og hann gerir beiðni til barna/unglinga geðlæknis 

Mainstream | 26. maí '15, kl: 22:35:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og geðlæknarnir vísa á sálfræðinga á einkastofum til að framkvæma greiningarnar. Þ.e. ef barnið kemst að hjá einhverjum slíkum.

brekihelga | 27. maí '15, kl: 00:55:38 | Svara | Er.is | 0

minn 14 ára fór í greiningu í skólanum, hjá skólasálfræðingnum kostaði mig ekki neitt og svo fór ég með skýrsluna sem hún gerði um hann til taugalæknis og hann samþykkti greininguna og skrifaði undir hana þannig að hún gildir allstaðar,

Kammó | 27. maí '15, kl: 13:32:52 | Svara | Er.is | 0

Skólinn á að sjá um að koma honum að hjá skólasálfræðingi sem svo vísar honum lengra ef þörf krefur.
Á ekki að kosta krónu.

Arel | 27. maí '15, kl: 21:54:53 | Svara | Er.is | 1

Skólasálfræðingur gerði frumgreiningu hjá stráknum okkar og fengum því strax úrræði í skólanum. Var reyndar byrjaður í þeim að mestu. Erum á biðlista á þroska og hegðunarstöðinni. Fórum nýlega til einkaaðila og borguðum 60 þús. En fengum 50 þús frá stéttarfélagi mannsins míns.

janefox | 28. maí '15, kl: 16:44:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kærar þakkir allar saman, mikil hjálp í þessu. Gott að vita til þess að stéttarfélagið taki þátt í þessu.

Ólipétur | 28. maí '15, kl: 17:49:27 | Svara | Er.is | 0

Er með einn 14 ára sem er búinn að fara î greiningu og verið hjá sálfræðingi í rúmt ár. Við höfum aldrei borgað krónu ... Garpabær borgar og við völdum þann sálfræðing sem við vildum

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 23.5.2024 | 16:35
New York Ròs 22.5.2024 23.5.2024 | 11:10
Skartgripir bellabjork33 22.5.2024
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 22.5.2024 | 11:07
Happy supermarket trantow 22.5.2024
Gjafakort IKEA batomi 19.5.2024 21.5.2024 | 01:01
vélindakrampi heida4 21.11.2008 20.5.2024 | 11:28
rjómasprautur með gashylki nerd 18.6.2005 20.5.2024 | 03:57
Game boy leikir hvar? Berglindg 3.12.2007 20.5.2024 | 02:55
Ástþór með á móti ? Zjonni71 17.5.2024 20.5.2024 | 01:11
Rafmengun; Rafsegulsvið alfalfa 19.2.2010 20.5.2024 | 01:11
Gjafakort IKEA batomi 19.5.2024
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 17.5.2024 | 20:30
Bæklunarlæknir fyrir hnjáliðaskipti. gamlinn 17.5.2024
Plágur úr biblíunni ! Zjonni71 14.5.2024 16.5.2024 | 19:46
Samfestingurinn/Samfés billabong 3.3.2012 16.5.2024 | 09:27
Do you know octordle game online? Sila11 16.5.2024 16.5.2024 | 09:26
Milliblæðingar- ein hrædd AG1980 15.5.2024
Grenitré fræ DooaDiddly 15.5.2024
Game bird terrine????? sigrunf 18.10.2009 14.5.2024 | 12:46
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 14.5.2024 | 08:30
Have You Ever Taken an Enneagram Test? jasperwilde09 14.5.2024
Cenforce 50mg: Most Amazing ED Solution For Men camilajohnson 14.5.2024
Besta naglaþjölin og hvar fæst hún? Gunna stöng 10.5.2024 13.5.2024 | 14:54
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 13.5.2024 | 12:16
Óska eftir barnakofa í garðinn lsh3 12.5.2024
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024 12.5.2024 | 00:21
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024 11.5.2024 | 20:17
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023 11.5.2024 | 13:32
Ökuskírteini Burgerman 8.5.2024 11.5.2024 | 12:27
Vantar odyrann hjólastól Prinsessan93 11.5.2024 11.5.2024 | 09:02
Mjög hættulegur frambjóðandi ! Zjonni71 9.5.2024 9.5.2024 | 16:49
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.5.2024 | 09:16
New York Ròs 18.4.2024 8.5.2024 | 07:17
Halla Hrund??? Sætúnið 3.5.2024 7.5.2024 | 22:53
matvandur/matvondur villemo 6.3.2014 7.5.2024 | 14:09
Rjómasprautur tennisolnbogi 26.12.2015 7.5.2024 | 02:39
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 7.5.2024 | 02:34
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 7.5.2024 | 00:12
Fríhöfnin nonnih 6.5.2024
Fun supermarket Laurakuhlman 6.5.2024
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 6.5.2024 | 07:11
Af hverju er ég svona mikill meistari? R2 D2 3.5.2024
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 3.5.2024 | 09:08
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Síða 1 af 49631 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, paulobrien, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva, Paul O'Brien