Horfur í húsnæðismálum?

Máni | 18. mar. '15, kl: 14:38:25 | 882 | Svara | Er.is | 0

http://kjarninn.is/2015/03/fasteignaverd-thytur-upp-haekkun-um-18-prosent-milli-manada/


Hvernig sjáið þið framtíðina verða? 


fasteignaverð hækkar og hækkar, fólk stenst ekki greiðslumat nema hafa mjög há laun og leiguverð er þannig að almenningur ræður varla við það.

 

GrjotHaltuKjafti | 18. mar. '15, kl: 14:44:14 | Svara | Er.is | 1

Þarf fólk ekki bara að fara að nota peningana rétt.

Máni | 18. mar. '15, kl: 14:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jú hvernig er það best?

GrjotHaltuKjafti | 18. mar. '15, kl: 14:55:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Spara meira. Til dæmis þá sé ég að það er algengt að ung pör leiga saman íbúð kanski á 170þ til 200þ og eru með gamlann bíl sem kostar kannski 40þ plús að reka á mánuði með tryggingum og öllu.
Segjum að parið sé með 400þ eftir skatt í tekjur. Þá er vel hægt að spara betur.
Ef þetta par myndi leigja ágætlega stóra 3 herbergja íbúð með öðru pari á 200þ á mánuði og taka strætó og hjóla. Þá gæti þetta par auðveldlega keypt íbúð eftir 2 ár.
Svo gætu þau líka leigt herbergi sem er ódýrara.
Þetta er bara allt spurning um hverning peningarnir eru notaðir.

Ice1986 | 18. mar. '15, kl: 20:20:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

jahá. Hvað með afborganir af LÍN? Þær eru alveg að slaga uppí nokkur hundruð þúsund yfir árið. Og hvað með þá sem eru svo sjúklega eigingjarnir að fara í langháskólanám og eru að útskrifast með masterspróf 26-28 ára? Búin að vera fátækir námsmenn síðan þeir voru unglingar. Og langar kannski að geta leyft sér eitthvað smá "lúxus", eins og t.d. að deila ekki íbúð með öðru pari eða jafnvel leyfa sér að búa í heilli íbúð!! ( ég vona að þú sért að grínast með að fullorðið par eigi að leigja sér eitt herbergi saman)
Hvað gerist svo ef háskólamenntað fullorðið fólk er svo rosalega vitlaus að langa í börn og fjölskyldu? Eiga þau að bíða fram á þrítugsaldur þegar þau geta loks eignast sitt eigið húsnæði?
Og mögulega langar þeim að leyfa sér að reka eitt stykki ódýran bíl svo það geti kannski farið 2-3 sinnum á ári útá land í tjaldútilegu eða sumarbústað. 


Það er voðalega auðvelt að setja upp einhverja fjárhagsáætlun fyrir ungt fólk þar sem það stritar í gegnum háskóla og hefur varla efni á að fara til tannlæknis á meðan. Fær ekki einn einasta orlofsdag á þessum árum því öll sumar og jólafrí eru notuð í að vinna. Þetta sama fólk kemur svo á hálfónýtan atvinnumarkað þar sem er litla vinnu að fá og þau eru að vinna fyrir léleg laun ( oft engin munur á þeim sem fóru í nám og þeim sem fóru ekki).  Á þetta fólk svo að fara deila húsnæði í 2-3 ár með einhverju öðru fólki, spara hvern einasta aur til þess að komast uppí einhverja 20% útborgun og standast greiðslumat? 
Hvar í fjandanum er hvatinn fyrir ungt fólk að vera þá á Íslandi? Jafnaldrar okkar erlendis geta leyft sér mun meira og jafnvel notað þessi ár til að ferðast um heiminn. 
Þú hlýtur að sjá að þetta er ekki raunhæft. Fólk getur ekki stoppað að lifa í nokkur ár bara til að geta eignast húsnæði. Ég skal alveg lofa þér að fullt af ungu fólki er mjög skynsamt með peninganna sína og er að reyna að spara. Þau leyfa sér samt hófsaman lífstíl, smá sumarfrí einstaka sinnum og kannski einstaka steikur um helgar. Það tekur samt mjög langan tíma að ná uppí útborgun


Við gætum líka tekið annan vinkil og hætt að setja alla ábyrgðina á ungt fólk sem er svo eigingjarnt að búa í stærra rými en einu herbergi.  T.d. byggingarreglugerðir. Það er alveg vitað að skilyrði fyrir byggingunni nýrra húsnæða eru of ströng og þar af leiðandi er of dýrt að byggja nýjar blokkir. Það endurspeglast svo í mun hærra íbúðarverði. 
Eða við getum skoðað hvort lánamöguleikar ættu að vera öðruvísi? Og hvort greiðslumat sé að gefa raunverulegt mat á greiðslugetu fólk? (afhverju getur fólk t.d. staðið undir 180 þ. kr leigu en nær ekki greiðslumati á 120 þ. kr lánaafborgunum)

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 19. mar. '15, kl: 02:07:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Fólk sem er 26-28 ára er á þrítugsaldri

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Ice1986 | 19. mar. '15, kl: 10:37:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æi, já - ég var svo pirruð þegar ég skrifaði þetta. Meinti auðvitað á fertugsaldri, þ.e. hvort það væri eðlilegt að fólk væri að bíða frammá fertugsaldur með lífið bara til að safna sér fyrir þessari útborgun

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 19. mar. '15, kl: 23:36:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er mjög algengt að fólk bíði fram á fertugsaldur til að byrja að eignast börn. Ég hugsa að ég geri það...

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Ice1986 | 20. mar. '15, kl: 08:31:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú sérð að ég er 29 ára að eignast mitt fyrsta barn. Ég er með BA og mastersgráðu sem tók mig 6 ár að ná í. Var svo vitlaus að ég tók mér eitt ár í pásu á milli og fór í sjálfboðastarf erlendis í tengslum við námið. 
Við spörum eins og við getum, en það mun samt taka okkur 2 ár í viðbót að ná í útborgun. Við þurfum að borga leigu, lín afborganir og svo kemur fæðingarorlof inní þetta. Við erum samt ekki með neinn yfirdrátt og aldrei stofnað til neinna neysluskuldar. 
Við eigum einn gamlan staðgreiddan bíl og ódýrt innbú. 
Ég vil meina að við höfum verið frekar skynsöm í okkar málum, vissulega hefði ég kannski átt að sleppa þessu 1 ári í pásu og vinna í staðinn. En þegar það að taka eitt ár í annað en vinnu og að eignast barn hámenntuð 29 ára fer að vera heimskuleg ákvörðun sem gerir það að verkum að ég get ekki keypt mér íbúð fyrr en líklega 31-32 ára gömul, er þá ekki eitthvað meira að ?


Ég skal reyndar viðurkenna það að ég hefði átt að spara meira af peningunum sem ég vann mér inn í menntaskóla. Hefði kannski átt að búa inná foreldrum mínum líka lengur en 22 ára. 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 20. mar. '15, kl: 23:53:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að segja að kerfið sé allt í lagi, húsnæðisverð er allt of hátt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

holyoke | 19. mar. '15, kl: 23:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða peninga? Sem fara í leigu 1. hvers mánaðar? Kv. sú sem ekki á bíl og lifir á núðlum

Begonia | 18. mar. '15, kl: 14:46:17 | Svara | Er.is | 5

Ég hef stórar áhyggjur af því hvernig þessum málum er háttað og að þau fari bara versnandi.
Hvernig í óskupunum á fólk með venjulega laun sem borgar 180 þúsund á mánuði í leigu að fara að því að safna sér fyrir útborgun? Þetta litla sem maður nær að leggja fyrir verður að engu því húsnæðisverðið hækkar og hækkar. Vinapar okkar sem tók 100% yfirtöku á húsnæðisláni borgar mun minna en við á mánuði.

Helgust | 18. mar. '15, kl: 14:51:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá veistu hvernig það fólk kaupir, á 100% lánum.


Annars finnst mér lykilatriði að reyna að fá ungt fólk af leigumarkaðinum svo það festist ekki til framtíðar. Þá er ég að meina áður en það stofnar fjölskyldu ofl skuldbindingar. 


Það fólk sem er komið með fjölskyldu í dag og er enn á leigumarkaðinum um fertugt t.d er ekki líklegt til að komast út úr honum. 

Ígibú | 18. mar. '15, kl: 14:59:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Mér finndist reyndar ekkert að því að byggja upp almennilega leigumarkað. Þ.e. ekki af einstaklingum heldur öruggar leiguíbúðir svona svipað og þegar fólk er að leigja af sveitarfélaginu eða eitthvað slíkt.

Helgust | 18. mar. '15, kl: 15:03:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

alveg sammála því

Ígibú | 18. mar. '15, kl: 15:08:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Fólk á Íslandi er að stofna fjölskyldu mjög ungt (margir um og í kringum tvítugt) og mér finnst ekkert endilega að það sé betra að allir stefni sér í gríðarhár húsnæðisskuldir á þeim aldri. Stöðugur leigumarkaður væri t.d. betri fyrir það fólk. Er kannski ekki tilbúið til að festa sig á einum stað en það er erfitt að vera á leigumarkaði í dag, þegar fólk er að flytja oft á ári útaf því að það missir húsnæðið.

UngaDaman | 18. mar. '15, kl: 15:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ríkið á enga peninga til þess, augljóslega. Sé þetta ekki verða að veruleika næstu 10 árin í það minnsta.


Það er svo margt annað sem hefur forgang en er samt ekki í góðum málum í dag. Hugmyndin er þó frábær og myndi leysa stóran hluta vandans hvað leigumarkað og framboð varðar.

Ígibú | 18. mar. '15, kl: 15:12:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er snöggtum betra en að setja lög á hvað fólk má leigja íbúðrnar sínar á. Ég myndi aldrei leigja mína íbúð þannig að ég kæmi út í mínus þegar ég væri búin að borga lánin og öll gjöld af henni.
Það væri aldrei hægt að setja einhverja eina tölu á allar íbúðir af sömu stærð. Ætti þá fólk á Ísafirði að borga sömu leigu og fólk í Reykjavík þar sem eftirspurnin er mun meiri? Eða leigusalar að borga með íbúðunum sínum í Reykjavík svo að fólk fái sömu leigu og fólk borgar á Kópaskeri?

UngaDaman | 18. mar. '15, kl: 15:15:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er kannski spurning um % hvað álagningu varðar eða andvirði eignar.

Ekki beint einhverjar fastar tölur.

Begonia | 18. mar. '15, kl: 15:10:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert sem heitir 100% lán í dag (ekki einu sinni á yfirtöku) og þær íbúðir sem eru með 80 til 90% yfirtöku eru mjög fáar og fara út um leið. Svo þetta er ekki raunhæfur möguleiki fyrir allan þennan fjölda.

Helgust | 18. mar. '15, kl: 15:10:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit það, ég starfa á fasteignasölu. 

AyoTech | 18. mar. '15, kl: 15:26:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta endar með stærri hlufall af fátæku fólki. Aukna byrði á ríki og sveitarfélög. Ef markaðurinn á að fá að sjá um sig sjálfur án afskipta ríkisins, þá fer það þannig að þeir sem eiga efni á húsnæði og afborgun á þeim annarsvegar og þeir sem eiga húsnæðin til leigu hinsvegar geta kallað sig millistétt eða betra. Hinir verða bara að ströggla. Eða fara.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

UngaDaman | 18. mar. '15, kl: 15:01:52 | Svara | Er.is | 0

Styð hækkun fasteignaverðs en ekki hækkun leigu. 

Charmed | 18. mar. '15, kl: 15:21:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvers vegna styður þú hækkun fasteignaverðs?
Ef fasteignarverð hækkar mikið meira kemur ákveðin stöðnun á markaðinum sem gæti leitt til verðhruns. Þessi stöðnun væri fylgifiskur þess að aðeins þeir sem ættu nú þegar fasteign gætu keypt, minnkað eða stækkað við sig, en þeir sem eiga ekki eign ættu litla sem enga möguleika á að komast inn á markaðinn.
Leigan á ekki að vera í samræmi við fasteignaverð þar sem leigusali þarf að geta borgað sín gjöld og lagt inn á reikning fyrir viðhaldi fasteignarinnar og endurbótum þegar leigjandi skilar af sér fasteign.
Þær tryggingar sem leigjendur leggja út duga ekki alltaf.
Ég styð samt ekki það að leiguverð sé tvöfalt, þrefalt miðað hærra en kostnaðurinn er fyrir leigusala.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

sigurlas | 18. mar. '15, kl: 22:03:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ósammála. Ef fólk hættir að hafa efni á þessu, þá koma bara fjárfestar og kaupa þetta í staðinn og hlutfall þeirra sem mun leigja mun bara hækka, þangað til 95% eru orðnir leiguliðar, eins og þetta var á landnámsöld og langt fram á 20. öld

UngaDaman | 18. mar. '15, kl: 15:06:47 | Svara | Er.is | 2

Aðeins að bæta við þetta hjá mér: leigan í dag er í langflestum tilfellum í engu samræmi við fasteignaverðið, það er verið að okra á fólki og rúmlega það.


Ég hugsa að það muni fátt annað virka en að setja einfaldlega lög varðandi leigu húsnæðis. Þannig að leigusalar hafi ekki alla stjórnina á markaðnum.


Alltaf er falið sig á bakvið það að fólk hafi val um að leigja einhverja ákveðna eign eður ei, já valið stendur oft á mili þess að búa á götunni eða borga uppsetta upphæð sem á sér við engin haldbær rök að styðjast. Getur það í alvörunni talist vera "val"?

Máni | 18. mar. '15, kl: 15:10:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ef þetta væri svona arðbært væri ekki skortur á leigumarkaði.

GrjotHaltuKjafti | 18. mar. '15, kl: 15:11:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú getur líka leigt herbergi sem er venjulega töluvert ódýrara. Og svo sparað uppí þá fjárhæð sem þarf til að kaupa íbú

Máni | 18. mar. '15, kl: 15:15:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég byrjaði á að leigja herbergi svo þegar ég eignaðist barn fór ég í stúdíóíbúð og þaðan í 50 fm verkóíbúð.

GrjotHaltuKjafti | 18. mar. '15, kl: 15:17:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og áttu íbúð í dag?

Máni | 18. mar. '15, kl: 15:18:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já litla 6 herbergja með bankanum. En ég var samt heppin með tímasetningar.

Snobbhænan | 18. mar. '15, kl: 15:39:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tímasetningar skipta verulega miklu máli í þessum fasteignabransa.

Máni | 18. mar. '15, kl: 15:39:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

segðu

sigurlas | 18. mar. '15, kl: 22:04:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er mikil uppsveifla núna sem mun ekki vara að eilífu.

Charmed | 18. mar. '15, kl: 15:23:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur leigt herbergi ef þú ert par eða ein/nn en fólk með barn/börn er ekki að fara að kúldrast í herbergi í einhver ár á meðan það er að reyna að safna sér fyrir útborgun á fasteign.
Ég leigið með nokkrum til að byrja með en þegar ég eignaðist börn var það ekki í stöðunni lengur.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

GrjotHaltuKjafti | 18. mar. '15, kl: 15:24:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og átt þú íbúð í dag?

Charmed | 18. mar. '15, kl: 15:34:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei einfaldlega vegna þess að röð atvika gerðu það að verkum að það sem ég var búin að safna mér og átti að fara í útborgun varð að notast í annað.
Sé ekki fram á að eignast mína eigin íbúð á næstu árum en það stoppar mig ekki í því að búa svo um hnútana að ég muni geta það á endanum með bættri menntun og síðar betri vinnu.
Börnin verða líklega farin að heiman þegar að því kemur sem er jákvætt því þá þarf ég bara að kaupa mér litla sæta 2. herbergja íbúð :)

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

sigurlas | 18. mar. '15, kl: 22:05:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig eiga börnin að geta farið að heiman?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 19. mar. '15, kl: 02:08:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau flytja til útlanda auðvitað

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

sigurlas | 19. mar. '15, kl: 09:31:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

snilld

Charmed | 19. mar. '15, kl: 10:40:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börnin geta farið að heiman og flutt inn á stútendagarða ef þær fara í framhaldsskólanám.
Nú ef ekki þá geta þær nýtt háskólasjóði sína til að kaupa íbúð.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

sigurlas | 19. mar. '15, kl: 10:40:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

glæsó

trilla77 | 19. mar. '15, kl: 13:17:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

What??
Annað hvort að velja eigin íbúð eða háskôlamenntun föst á leigumarkaði?!?
Sérdeilis glæsilegir valkostir

Charmed | 20. mar. '15, kl: 08:48:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú hlýtur að vera að grínast með þetta svar þitt.
Varla eiga þær að láta sjóð sinn sitja áfram í banka ef þær ákveða að fara ekki í langskólanám enn hugsunin á bakvið sjóðina var upphaflega sú að þær ættu pening til að mennta sig og ef peningurinn fer ekki í það geta þær notað hann í að borga út í íbúð.
Þetta var ekki sett upp eins og þær ættu ekki að hafa neitt annað val.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

bogi | 18. mar. '15, kl: 17:11:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

vandamálið er, að maður sparar og sparar og fasteignaverð hækkar og hækkar. Þú nærð aldrei að halda í við þetta.

Charmed | 18. mar. '15, kl: 17:36:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru miklar líkur á því en það má alltaf reyna :)

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Mainstream | 18. mar. '15, kl: 15:59:36 | Svara | Er.is | 0

Greiningardeildirnar eru að spá meiri hækkunum.


Svo ber að hafa í huga að leiga er alltaf dýrari en eignarfyrirkomulagið. Dýrt húsnæði verður því ekki leyst með enn dýrari lausnum sem leigufyrirkomulagið er.

Máni | 18. mar. '15, kl: 16:03:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég sá einhverja útreikninga sem sýndu að miðað við að vera með 25 ára óverðtryggt húsnæðislán myndi fólk á leigumarkaði hafa borgað um 26 milljónum meira. ég man ekki alveg forsendurnar að öðru leyti.

sigurlas | 18. mar. '15, kl: 22:07:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

bjarni ben að rugla í fólki.

Ef þú sparar til 18 ára aldurs áttu 1.5 milljón sagði hann.

1.5 milljón eftir 10-15 ár er svona 500 þús. að núvirði m.v. verðbólgusögu Íslands.

BB tók ekkert núvirði inní útreikninga sína.

500 þúsund er nánast dropi í hafið í útborgun nýrrar íbúðar í dag.

AyoTech | 18. mar. '15, kl: 18:07:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það mun hækka þangað til hægist í kaupum. Þá mun það standa í stað eða lækka.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

saedis88 | 18. mar. '15, kl: 18:20:34 | Svara | Er.is | 0

þetta er ömurlegt, ég og kærasti minn erum að gera allt til að safna hratt fyrir útborgun, verður keypt eftir 3 ár. bara ákveðið! hvar, hvernig kemur bara í ljós. Enþessar endalausu hækkanir eru ekki að hjálpa manni! 

1122334455 | 18. mar. '15, kl: 18:21:55 | Svara | Er.is | 1

Það verður bóla þangað til gjaldeyrishöftin verða afnumin, fasteignaverð er að hækka að miklu leytinu til vegna þess að fólk kemst ekki með peningana sína úr landi og fjárfestir því í steypu.

1122334455 | 18. mar. '15, kl: 18:22:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk og ekki síst fyrirtæki.

Mainstream | 18. mar. '15, kl: 18:37:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta stenst ekki skoðun. Langflestir þeirra sem eru að kaupa íbúðir í dag eru að gera það til eigin nota.

1122334455 | 18. mar. '15, kl: 18:39:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað með þessa fjárfestingarsjóði sem hafa verið að kaupa upp íbúðir miðsvæðis til að leigja út? Var það ekki Gammi eða einhver álíka sem hreinsaði upp allar íbúðir til sölu miðsvæðis sem hækkaði íbúðarverð?

sigurlas | 18. mar. '15, kl: 22:09:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gamma jú.

Gamma mergsýgur auk þess lífeyrissjóði landsins, peningana okkar þ.e.a.s.

1122334455 | 18. mar. '15, kl: 18:39:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er eitt þessara fyrirtækja
http://almennaleigufelagid.is/is/page/ibudir, hét áður leigufélag Íslands.

1122334455 | 18. mar. '15, kl: 18:40:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frekar nýtt leigufyrirtæki búið að kaupa fjögurhundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu til útleigu.

Mainstream | 18. mar. '15, kl: 18:48:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er Gamma. Þeir hafa aðallega keypt íbúðir miðsvæðis en eru ekki stór hluti af fasteignamarkaðnum. 

Máni | 18. mar. '15, kl: 18:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki miðsvæðis í Reykjavík, þar kaupa fjárfestar og þar er hæsta verðið.

bogi | 18. mar. '15, kl: 19:34:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hafa líka verið að kaupa í Breiðholti

1122334455 | 18. mar. '15, kl: 20:45:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er glæný stefna hjá þeim, þeir hreinsuðu misvæðið fyrst upp.

AyoTech | 18. mar. '15, kl: 21:00:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar verðið var komið upp í ákveðið færðu þeir sig fjær, eru að kaupa upp í kópavogi núna, svona hækka hverfin með þeim.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

bogi | 18. mar. '15, kl: 21:45:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og fjárfestingaplanið þeirra byggir á því að fasteignaverð haldi áfram að hækka.

AyoTech | 18. mar. '15, kl: 22:08:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kaupa ódýrt og svo mjólka þeir þetta.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Mainstream | 19. mar. '15, kl: 11:23:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta virðist vera að ganga upp hjá þeim. 

burrarinn | 18. mar. '15, kl: 21:05:13 | Svara | Er.is | 0

Neikvæðar horfur, hvað finnst þér?

Svartnaglalakk | 18. mar. '15, kl: 21:09:55 | Svara | Er.is | 0

Það endar bara þannig að fólk fer héðan, það er ekkert öðruvísi. 

sigurlas | 18. mar. '15, kl: 22:09:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

neinei Ísland er langbest

Skreamer | 18. mar. '15, kl: 22:12:13 | Svara | Er.is | 0

Við óbreyttar aðstæður fer fólk að byggja sér moldarkofa.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Snobbhænan | 19. mar. '15, kl: 08:00:34 | Svara | Er.is | 1

Horfurnar eru bara glataðar og ekki heyrist hósti né stuna frá Eygló - sem er þó búin að vera á leiðinni með "nýjar" hugmyndir og nýtt kerfi frá því að hún tók við.


Ég sé ekki hvernig synir mínir eiga nokkurn tímann að geta farið að heiman og komist í eigið.

trilla77 | 19. mar. '15, kl: 09:39:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eygló er gjörsamlega vonlaus, skil ekki hvað hún er að prumpa um að það eigi að gera eitthvað í þessu og svo er þetta bara steindautt dæmi!

Ég var einmitt að tala um þetta við hr.trilla í gær um að við þyrftum að undirbúa okkur undir að verða með fimmtug börn hér heima hahahaha

Snobbhænan | 19. mar. '15, kl: 10:55:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er m framtíðarreikninga f þá alla sem ég legg reydnar bara smotterí inn á í hverjum mánuði - en ég er mikið að tala um það við þessa eldri að leggja alltaf hluta fyrir og líta á þetta sem húsnæðissjóð.  Ég horfi til þess að geta skaffað þeim húsnæði etc á meðan þeir eru í framhaldsskólanámi og helst háskólanámi og gefið þeim svigrúm til að safna f útborgun.  Öðruvísi er þetta ekki hægt.


Og mig langar ekki til að hafa tæplega þrítug börn  inni á gafli hjá mér.....


snsl | 19. mar. '15, kl: 12:17:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ímynda mér að stækka við mig eftir nokkur ár þegar húsnæði okkar þolir ekki tvo unglinga, sjá fyrir þeim á meðan þau eru í skóla svo þau taki ekki námslán (allavega eyði þeim ekki í annað en húsnæðissparnað, enda hagstæðari kjör) og svo minnka við mig húsið og nota mismuninn í íbúðir handa þeim þar sem þau svo borga leigu á kostnaðarverði.

Snobbhænan | 19. mar. '15, kl: 12:23:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einmitt að fjárfesta í húsnæði sem rúmar okkur öll og þeir ættu þvía ð sleppa við að taka námslán.  HVet þá eindregið til þess.   en þegar ég minnka við mig þá get ég vonandi notið þess bara að eiga meira í húsnæðinu en áður.


En hvet þá til að spara sjálfir og þeir eiga allir framtíðarsjóð

snsl | 19. mar. '15, kl: 13:07:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eða það :)

Charmed | 19. mar. '15, kl: 12:21:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama og ég geri með mínar. Ég tala um að þetta séu háskólasjóðir þeirra og við skoðum reglulega upp í hvað sparnaður þeirra er komin en ég ræði það líka við þær að í raun sé sniðugast að fjárfesta þessa peninga áfram eftir 18 ára og eiga þá fyrir íbúð þegar þær klára þá menntun sem þær ætla að leggja fyrir sig.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Snobbhænan | 19. mar. '15, kl: 12:28:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég reyni að nota flest tækifæri til að "messa" yfir þeim.


Frumburðurinn lagði t.d. nær allan fermingarsparnaðinn inn á þessa framtíðarbók.  

Máni | 19. mar. '15, kl: 09:53:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tæplega þrítugur bróðir minn býr enn heima hjá foreldrum okkar ásamt rúmlega tvítugum frænda mínum. þeir eru báðir í láglaunastörfum.
Reyndar er þetta heppilegt þar sem þau eiga bæði við veikindi að stríða núna og þá er gott að vita af þeim á staðnum.

tjúa | 19. mar. '15, kl: 10:51:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að fíflast með það í mörg ár að yngsta barnið verði bara heima að hugsa um mömmusín þegar hann verður eldri. Nú er hann að nálgast unglingsárin og hrútafýlan er bara ekki góð, og ég er búin að endurhugsa þetta aðeins. Ég vil ekki búa með einhverjum sem ég þarf að múta til að fara í sturtu. 
En þá kemur það; með þessu áframhaldi verður hann fastur hjá mér hvort sem honum líkar það betur eða verr. 

Mainstream | 19. mar. '15, kl: 11:26:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha....það eru álíka miklar líkur á að fólk heyri frá Eygló og frá Prins Michael sem er að fara að senda stórar summur frá Nígeríu.

Snobbhænan | 19. mar. '15, kl: 12:25:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.visir.is/segir-ekkert-ad-fretta-i-husnaedismalum-nema--einhverjar-nefndir-/article/2015150318837


Það er voða lítið að gerast.


En ok, gott og vel - fínt að fara í lagabreytingar sem styður við réttlátara kerfi. EN þetta er varla nóg.  Vandinn er núna. 

Mainstream | 19. mar. '15, kl: 12:28:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér í alvöru fínt að halda áfram að strá ryki í augu fólks með svona bulli? Þetta er eins og að halda því fram að Nígeríuprinsinn sé að fara að undirbúa að millifæra peninginn.

Snobbhænan | 19. mar. '15, kl: 12:30:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, mér finnst þetta sýna það mjög vel að það er uþb ekkert að gerast.

staðalfrávik | 19. mar. '15, kl: 19:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sé fram á að þurfa að byggja kofa á lóðinni fyrir synina og fjölskyldur þeirra. Ef þú ert ekki búin að kaupa þér gæti borgað sig að hafa myndarlega lóð :þ.

.

arnahe | 21. mar. '15, kl: 00:56:25 | Svara | Er.is | 1

Við erum 25 og 29 og fyrsta barnið fæddist í seinasta mánuði og ein háskólagráða komin og önnur kemur í vor. Ég flutti að heiman 15, aldrei náð að safna nokkrum pening og þurfti að nota framtíðabókina þar sem skírnar og fermingarpeningarnir fóru inn á til að komast í útskrifarferðina úr menntaskóla (rétt rúmur 100 þús kall). Núna hefur maður eitt ár rúmt áður en fyrstu afborganir af lín hefjast, ekki séns að ná að safna upp í húsnæði á þeim tíma. Þar af leiðandi erum við mikið að skoða það að flytja bara út, ekkert sem bíður okkar hér annað en svaka ströggl á uppsprengdum leigumarkaði. Erum samt að flytja í júlí og stefnum á að vera allavega út 2016 hérna (elskum vinnurnar okkar)

LaRose | 21. mar. '15, kl: 06:48:48 | Svara | Er.is | 0

Flytja úr landi?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Síða 9 af 48006 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Guddie