Hvað á að gera við þá sem leggja aðra í einelti ?

cambel | 25. sep. '15, kl: 20:37:32 | 933 | Svara | Er.is | 3

Þetta er lið sem á ekkert bágt og veit yfirleitt hvað það er að gera - það gengur ekki lengur að börn og fullornir þurfa að flýja skóla, vinnustað og jafnvel bæjarfélag til að lifa af . Hvað á að gera við þá sem leggja aðra í einelti ? Kæra til lögreglu - mun .það eitthvða þýða ??? Hvað hafið þið gert sem hafið lent í þessu ?

 

Degustelpa | 25. sep. '15, kl: 20:44:59 | Svara | Er.is | 7

lenti í miklu einelti í skóla, en ég held að krakkarnir áttuðu sig ekki á því hvernig ég tók hlutunum sem þau gerði fyrr en eftir á og hef ég fengið nokkrar afsökunarbeiðnir eftir skólann.
En ég held að það þurfi bara að koma því strax inn í grunnskólann, því fyrr því betra, að kenna hvað sé viðeigandi og hvað ekki og það muni svo skila sér út á vinnumarkaðinn svo að þeir lendi ekki í því að verða gerendur þar.
En ef það er gróft einelti af fullorðnum þá myndi ég segja að kæra væri málið, sérstaklega ef þolandinn hljóti skaða af (fjárhagslega og andlega)

cambel | 25. sep. '15, kl: 20:54:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

En hvað á að gera við þá sem leggja í einelti og hætta aldrei .........myndir þú segja að þetta væri siðblint lið og geti ekkert gert að þessu og eigi svo bágt.

nurgissol | 25. sep. '15, kl: 21:09:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við eigum að kæra allt ofbeldi - hvort sem við upplifum það á vinnustað eða skóla. Helst að hafa upptökur af því svo það verði ekki dæmt orð á móti orði.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. sep. '15, kl: 23:50:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvern viltu kæra ef 7 ára leggur í einelti?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

cambel | 26. sep. '15, kl: 00:42:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Foreldrana - ekki spurning.

Hauksen | 26. sep. '15, kl: 02:28:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Fyrir hvad?

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

cambel | 28. sep. '15, kl: 09:55:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er líka hægt að kvarta við Barnavernd um vanrækslun.

fálkaorðan | 26. sep. '15, kl: 15:28:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ok, alvarlegt málefni. En LOL


Taktu þér nú tak svo þú skemmir ekki góðan málstað.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Degustelpa | 26. sep. '15, kl: 10:08:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég myndi segja að það lið þyrfti aðstoð til að sjá að sín hegðun er ekki rétt. Oft þarf kæru til að svoleiðis komi fram.

Felis | 26. sep. '15, kl: 13:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég sé eftir að hafa ekki kært ofbeldið sem sonur minn varð fyrir. Þrátt fyrir að skólafélagar og starfsfólk skólans gæti staðfst það semvar að gerast þá neituðu foreldrar geranda að það gæti verið vandamál til staðar og því var ekkert hægt að gera í raun. Skólinn vildi svo ekki styggja foreldrana dvo að ekkert var gert annað en að reyna að koma í veg fyrir að drengirnir væru saman.
Ég tilkynnti málið til barnaverndar en þar sem pabbi geranda var hluti af henni þá tel ég að ekkert hafi verið gert.

Við fluttum og mínum dreng hefur að miklu leyti náð að vinna sig í gegnum þetta. Gerandinn er hinsvegar enn að níðast á börnunum í kringum sig.

Ég veit ekki hvort kæra hefði breytt einhverju, en kannski.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Degustelpa | 26. sep. '15, kl: 14:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já ég veit ekki hvort kæra myndi hjálpa þarna en líklegast myndi foreldrið amk samþykkja það að þetta er vandamál eða ég vona það amk.

E. Einarsson | 26. sep. '15, kl: 19:33:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ef einstaklingur leggur annan í einelti, hvort sem það er í grunnskóla eða hvað. Og hættir ekki þótt honum hafi verið sagt það. Þá á að reka viðkomandi úr skólanum.

Það að fórnarlömbin þurfi að hætta í skólanum og kannski öll fjölskyldan þurfi að flytja úr bænum er eingöngu samþykki við hegðun eineltisseggsins. Þegar engar afleiðingar eru af svona hegðun, að þá hefur viðkomandi enga ástæðu til að hætta að leggja í einelti.

E. Einarsson | 26. sep. '15, kl: 19:33:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Samþykki samfélagsins... átti þarna að standa.

askvaður | 26. sep. '15, kl: 21:23:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ef þau hætta ekki eftir vissan aldur og átti sig á hversu siðlaus hegðun sín er þá eru þau eflaust siðblind já. En eiga ekki bágt nei.

Felis | 25. sep. '15, kl: 21:14:58 | Svara | Er.is | 2

Það á að hjálpa þeim en þó þannig að þolandinn geti sinnt sínu lífi án áreitis.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. sep. '15, kl: 23:49:25 | Svara | Er.is | 0

Þetta er lið...? Þannig að það er enginn sem leggur í einelti og á bágt? Allir gerendur eineltis hafa það fint?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

neutralist | 26. sep. '15, kl: 16:35:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Rannsóknir sýna að margir gerendur eineltis eru félagslega sterkir einstaklingar sem hafa lítinn skilning á tilfinningum annarra og oft eru þetta vinsælir krakkar sem efla vinsældirnar og völd sín með því að leggja aðra í einelti.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 26. sep. '15, kl: 16:38:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Margir ok. En hvað með restina? 

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

neutralist | 26. sep. '15, kl: 16:45:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Meirihlutinn eru félagslega sterkir krakkar. Einhver hluti eru krakkar sem hafa orðið vitni að ofbeldi á heimlli sínu, en það er ekki meirihlutinn. 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 26. sep. '15, kl: 16:46:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er félagslega sterkur einstaklingur, það útilokar ekki að mér geti liðið illa stundum, eða jafnvel að ég geti þurft að eiga við kvíða og þunglyndi einhvern tíman

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

neutralist | 26. sep. '15, kl: 16:47:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, það er samt ekki niðurstaða rannsókna að einelti eigi sér grunn í vanlíðan geranda. Þvert á móti.

Hasimausi | 27. sep. '15, kl: 09:13:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða rannsókna?

neutralist | 27. sep. '15, kl: 23:11:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Rannsóknar á gerendum eineltis.

Hasimausi | 29. sep. '15, kl: 21:54:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Döh.


Hvaða rannsóknir ertu að vísa í?

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 01:20:03 | Svara | Er.is | 0

Ég held einmitt að þvert á móti að sú staðreynd að barn leggji einhvern í einelti komi bersýnilega upp um að það er eitthvað að; hann (einstaklingurinn) eigi eitthvað bágt. Kannski áttar sig ekki á því, finnur kannski lítið fyrir því.

En það er ekki bara upp úr þurru sem barnið lendir í einelti.
Það þarf hjálp.
Hvort sem það vill það ekki.
Sálfræðitímar (Skólasálfræðingar í sumum skólum) og jafnvel reglulegt viðtal við fleiri fagaðila til að laga þetta.

Svo er spurning um að breyta kerfinu.
Þeir sem vinna í hjallastefnunni (held það sé örugglega hjallastefnan frekar en waldorf eða eitthvað annað) þeir segja að þar eigi sér ekki stað einelti því kennarar eru alltaf á staðnum þar sem það eru engar frímínútur (svo er spurning hvort það viðgangist "vægt" einelti sem kennararnir taka ekki eftir en flestir þolendur tala um frímínúturnar og það að labba heim eftir skóla vera "vígvöll" gerenda).

neutralist | 26. sep. '15, kl: 16:35:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það eru alls ekki einstaklingar sem eiga "bágt" sem leggja mest í einelti.

Bella C | 27. sep. '15, kl: 12:30:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Félagslega sterkir einstaklingar eiga líka bágt, láttu mig þekkja það. Rannsóknir sýna líka að stór hluti gerenda eiga foreldra sem voru gerendur, mætti þá ekki skoða heimilisaðstæður þeirra og hvernig er komið fram þar.

randomnafn | 1. okt. '15, kl: 05:04:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en það er klárlega eitthvað vandmál til staðar.
Það vantar augljóslega upp á samkennd eða samskiptalegan skilning (sumir "fatta" víst ekki að þeir leggji í einelti, veit ekki nákvæmlega hvernig það virkar ef eineltið er brutal).

M.ö.o. það er eitthvað að ef þú leggur í einelti.
Heilbrigður einstaklingur (getum rætt seinna um hvað það þýðir) með samskipta-hæfni nokkurn veginn á hreinu og hefur samkennd og getur sett sig í spor annara og skilið hugmyndina um sársauka og/eða þjáningu er líklega ekki að fara að leggja í einelti:

Ef þú ert ósammála myndi ég endilega vilja fá að vita hvernig einstaklingur sem "ekkert er að" fer að leggja í einelti?

- Ég er ekki að segja að þetta séu endilega krakkar sem að þjást og glíma við andlegan sársauka á degi hverjum en það vantar samt eitthvað upp á ef hann fær eitthvað út úr því að niðurlægja aðra og það jafnvel í hóp.

Hugsa reyndar að MARGIR glími við andleg vandamál (gerendur þeas) en eru ekki meðvitaðir um það.

asthildureir | 26. sep. '15, kl: 01:50:44 | Svara | Er.is | 6

Ég er ansi hrædd um að það þurfi allir foreldrar að líta í eigin barm og að þessi vinna hefst heima, strax frá upphafi. Við berum ábyrgð á okkar börnum og okkur ber skylda til þess að passa upp á börnin okkar og passa upp á það að börnin okkar komi vel fram við aðra. Allt of margir foreldrar trúa bara ekki svona hlutum upp á barnið sitt að það sé gerandi, það er svo miklu þægilegra að loka bara augunum.

Nýjustu rannsóknir hafa sýnt að þetta er ekki eins og alltaf var talið, þetta eru ekki bara börn sem eiga bágt sem eru gerendur, heldur að margir gerendur eru sterkir einstaklingar með mikla leiðtogahæfni.

T.M.O | 26. sep. '15, kl: 02:18:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

mín reynsla var líka þessi, þeir sem stunduðu eineltið þegar ég var krakki voru krakkar af efnuðum heimilum með foreldrum sem voru þungaviktarfólk í sínum hópum og þessir krakkar hikuðu ekki við að láta vita af því. Síðan var hópurinn sem var ekki frá svona fínum heimilum en gerði allt sem hann gat til að ganga í augun á þeim. Auðvitað var svo hópur sem stóð bara hjá og fylgdist með. Þessir krakkar héldu síðan áfram lífinu, kláruðu sitt nám og komu sér vel fyrir á meðan aumingjarnir eins og ég var komin með þunglyndi og brotið sjálfstraust sem hafði og hefur áhrif á það sem eftir er. Þetta eru einstaklingar sem passa mun betur við seinni lýsinguna og þetta eru ekki einstaklingar sem ég reikna með að fari að hafa samband og biðjast fyrirgefningar á hegðun sinni.

djido
T.M.O | 26. sep. '15, kl: 13:36:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

hér höfum við sönnun þess að neanderdalsmaðurinn er ennþá til í mannlegu samfélagi.


það er reyndar kannski ljótt að segja svona um neanderdalsmanninn.

djido
T.M.O | 26. sep. '15, kl: 13:42:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

þú ert semsagt einn af "wannabe" hópnum. dáist að og reyndir að herma eftir, kaupir eins föt og segir sömu brandarana en veist innst inni að það má ekkert gerast þá snúast guðirnir gegn þér og þú verður einn af aumingjunum. Áhugavert að sjá að þú lifir ennþá og hrærist í þessu.

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 13:58:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

+

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 13:57:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mikið ógeðslega ertu nasty og leiðinlegur, plús allt þetta bull sem veltur upp úr þér, ertu virkilega svona?

Vasadiskó | 1. okt. '15, kl: 13:36:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fólk sem veltir sér upp úr  greindarvísitölum er eiginlega alltaf bad news, hvað er málið með það?

swanna | 26. sep. '15, kl: 08:44:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er svo sammála þér!

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 13:56:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég var af efnuðu heimili en var samt lögð í einelti.

T.M.O | 26. sep. '15, kl: 13:59:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er ekki að halda neinu fram um aðra, einfaldlega segja hvernig þetta var hjá mér. Auðvitað er þetta ekki eitthvað sem fer eftir fjárhagsstöðu foreldra þó þetta hefði verið svona í mínu tilfelli.

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 14:08:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei ég skil þig, málið er að sennilega var staðreyndin að ég var frá efnuðu heimili líka þáttur í eineltinu, flókin saga.

Einelti er ömurlegt, alveg sama hvernig það kemur út eða hvernig það varð til.

T.M.O | 26. sep. '15, kl: 14:37:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

ég skil þig alveg, ég held reyndar að það skipti líka miklu máli hvernig maður er staddur félagslega og andlega, svona fólk virðist finna það á lyktinni að maður er vænlegt fórnarlamb og finnur bara einhvern veikann blett. Ég held að þetta sé mjög frumstætt samspil tveggja elementa og gerandinn getur átt erfitt og verið að fela það með ofbeldi á öðrum eða verið í ímyndaðri "valdastöðu" og verði að verja þá stöðu. 


Þegar á að leysa úr svona vandamálum, ég hef persónulega ekki orðið vitni að því að skóli hafi gert neitt í því, þá þarf að horfa meira á hvað er að gerast til dæmis hvort að þolandinn þarf að fá aðstoð til að lenda ekki í þessu aftur svo að þegar annað fífl á öðrum stað byrjar á sama hegðunarmynstrinu þá nái þolandinn að rjúfa hringinn áður en hann kemst af stað. 

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 14:41:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, þú kemur hlutunum ótrúlega vel í orð verð ég að segja.

En það er satt, ég hef heldur ekki orðið vör við að skólar hafi gert neitt í svona ofbeldi, ég man að í mínu tilviki var reynt eitt viðtal við einn geranda af veikum mætti, inni á skrifstofu skólastjóra, ég vildi ekki tjá mig fyrir framan þennan geranda svo þetta leystist upp og varð að engu.

Eineltið hélt áfram, og varð verra ef eitthvað var.

Hasimausi | 27. sep. '15, kl: 09:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða rannsóknir?

djido
Allegro | 26. sep. '15, kl: 08:19:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Held að þú sért að misskylja eitthvað. Nýðingsháttur er ekki merki um styrkleika. Alvöru aumingjarnir eru þeir sem þurfa að trampa á öðrum til að ná markmiðum sínum. Þeir sem búa yfir alvöru styrk eru aðilar sem ná langt í sátt og samlindi við aðra. 

djido
Allegro | 26. sep. '15, kl: 08:36:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þó að sá sem níðir aðra manneskju sé ekki fær um að sjá hvað hann er að gera rangt þá er þetta samt níð og ekki merki um styrkleika eða neina afburði. 


Því ætti einhver að þurfa að níðast á annari manneskju í vinnu og skóla. Sterk manneskja kemst þangað sem hún ætlar sér með eðlilegri samkeppni. Veikgeðja manneskja nýðist á örðum.

djido
Allegro | 26. sep. '15, kl: 08:51:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Fólk sem færist ofar innan fyrirtækja sem er vel stjórnað býr yfir styrkleikum sem hafa ekkert með níðingshátt að gera. Ef manneskja sem leggur aðra í einelti kemst í stjórnunarstöðu innan fyrirtækis  ber það merki um að fyriritækinu sé illa stjórnað. 

djido
Kabumm | 26. sep. '15, kl: 14:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég var lögð í mikið einelti sem barn, en ég er samt sterk manneskja og með forystuhæfileika.

Klingon | 26. sep. '15, kl: 15:39:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú ert nú meiri viðbjóðurinn.
Finnst þér í lagi að berja börn og aðra minnimáttar?

djido
Allegro | 26. sep. '15, kl: 08:39:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þessir hörkutól hafa einmitt ekki þann styrk sem þarf til að komast áfram og vegna vel í samfélagi við aðra. 

djido
Allegro | 26. sep. '15, kl: 08:53:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

sé að þú ert í bullinu, vona að þú skemmtir sjálfum þér. 

djido
Allegro | 26. sep. '15, kl: 08:58:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sé að þú ert ekki góður mannþekkjari. 

djido
Allegro | 26. sep. '15, kl: 09:03:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég bjóst við að þú teldir þig einstakan mannþekkjara.  Var reyndar 100% viss um að þú svaraðir með þessari yfirlýsingu.

neutralist | 26. sep. '15, kl: 16:37:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, er nettenging á Litla hrauni núna?

T.M.O | 26. sep. '15, kl: 13:45:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

einhver sem þarf svona mikið að segja hvað aðrir eru heimskir er varla öruggur með sig.

saedis88 | 26. sep. '15, kl: 08:37:29 | Svara | Er.is | 6

ef dætur mínar verða gerendur i einelti þá mun atburðarrásin vera ca svona:


- fara á fund með kennara, skólastjóra og þeim sem við á
- fara vel og vandlega yfir einelti og afleiðingar þess með barninu mínu
- fund með öllum foreldrum í bekknum þar sem fólk reynir að komast að sameiginlegri niðurstöðu hvernig skal tækla einelti í bekknum
- ef barninu mínu líður þeim meirra illa þá færi það barn til sálfræðings í þeirri von að því líði betur
- ef eineltið lagast ekki/hættir þá er ekkert annað til ráða en að færa barnið mitt í annan skóla. 


Það er ekki í boði af minni hálfu að barnið sem verður fyrir aðkasti þurfi að skipta um skóla fyrr en aðal gerandinn hefur verið tekinn úr aðstæðunum.

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 14:02:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki hægt nema á höfuborgarsvæðinu.

Þú tekur engan krakka úr skóla úti á landi og færir hann eitthvert annað.

saedis88 | 26. sep. '15, kl: 14:16:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ef ég væri búin að gera allt í valdi mínu til að leiðrétta hegðun hjá mínu barni og hvernig því líður sæi ég lítið annað en að flytja barnið mitt í annað sveitafélag. Aðal gerandinn í mínu einelti var fluttur á höfuðborgarsvæðið til ættingja og kláraði skólann þar, 10. bekkur var bærilegastur hjá mér. Var mikill léttir að hann fór.

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 14:20:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þú meinar, ég hreinlega vissi ekki að þannig væri gert.

Það hefði t.d. ekki komið til greina í mínu tilviki, en þú ert yngri en ég, kannski var komin meiri vakning þá.

daggz | 26. sep. '15, kl: 10:02:45 | Svara | Er.is | 0

Að mínu mati er það fyrsta sem þarf að breytast er að gerandinn sé tekinn úr aðstæðunum. Ekki öfugt. Það er alltaf þannig að einstaklingurinn sem verður fyrir eineltinu þarf að gefa eftir, jafnvel forðast aðstæður, skipta um skóla o.þ.h. Mér finnst að það eigi að vera öfugt. Að ef einstaklingur er að leggja í einelti og það gengur ekki vel að vinna í málinu þá þurfi hreinlega að fjarlægja þann einstakling úr aðstæðunum, hvort sem það er skipta um bekk, engar frímínútur eða skipta um skóla o.s.frv. Kæra ætti klárlega að vera option í mörgum tilfellum.

Það sem ég gerði var að hafa samband við félagsmálafulltrúa þegar ég lenti í ,,ég sé ekki neitt, það getur ekki verið" viðmótinu hjá kennaranum. Það gekk vel. Það hafði tilskilin áhrif og hefur gengið vel að vinna í eineltinu.

Með mig á sínum tíma þá gekk þetta ekki rassgat. Ég hætti bara að mæta í skólann (var endalaust ,,veik"). Þeir sem mig í einelti og voru búin að gera lengi héldu hins vegar bara áfram sínu striki alsæl með árangurinn. Það litla sem skólinn gerði í byrjun var nákvæmlega ekki neitt og það missti alla mína trú á því að mér skyldi yfirhöfuð vera trúað. Þá var bara betra að þegja, láta lítið fyrir sér fara og forðast skólann og fólkið í honum sem mest.

--------------------------------

Dalía 1979 | 26. sep. '15, kl: 14:20:14 | Svara | Er.is | 1

Eg innprentaði í minn dreng að þeir sem væru að legga hann í einelti ættu mjög bágt sjálfir það fór að klikka inn hjá honum með timanum enn þar sem foreldrar geranda eru i svo mikilli afneitun gagnvart börnum sínum þá gafst ég upp að reyna að ræða þetta við foreldrar og skóla 

cambel | 26. sep. '15, kl: 15:06:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefði kannski verið betra að senda drenginn í karate ?

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 15:11:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Til hvers?

Til að beita ofbeldi á móti?

Það skaðar engan nema þolandann sjálfan.

cambel | 26. sep. '15, kl: 15:19:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei til að verja sig Kabumm

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 16:24:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það var ráðist reglulega á mig, og ég var orðin ansi góð í því að verja mig, barði mann og annan.

Hjálpaði mér nákvæmlega ekki neitt.

Dalía 1979 | 26. sep. '15, kl: 15:13:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann hefur alltaf verið í íþróttum..Enn er stór skemmdur eftir þessi ár þá aðalega sjálfstraustið

cambel | 26. sep. '15, kl: 15:19:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er að meina það samsung79 - börn þurfa að læra að stoppa ofbeldið í fæðingu........annars fær viðkomandi ekki frið .

bogi | 26. sep. '15, kl: 15:32:11 | Svara | Er.is | 0

Nú vinnur manneskja á sama vinnustað og ég sem gjörsamlega enginn þolir. Þetta er orðið mjög áberandi og áþreifanlegt - fólk forðast að tala við viðkomandi á samkomum og í hádeginu. Það er í raun gert opinberlega grín að viðkomandi, en þó aldrei fyrir framan einstaklinginn. Þetta jaðrar nú við að vera einelti og erum við mörg sammála um það.


Hins vegar er viðkomandi óþolandi í samskiptum, talar við fólk af miklum hroka og lætur ýmislegt fáránlegt út úr sér - það er alveg ástæða fyrir því að þetta er orðið svona. Viðkomandi hefur líka komið illa fram við nokkra einstaklinga. Ég veit ekki alveg hvað á að gera í svona málum - sumir eru bara óhæfir til samskipta við annað fólk.

artois | 26. sep. '15, kl: 16:39:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú gætir verið að lýsa bróður mínum, en hann varð fyrir áralöngu mjög miklu og grófu einelti sem krakki og gekk kennarinn hans þar fremstur í flokki. Afleiðingarnar eru þær að hann er alltaf í vörn, hleypir engum nálægt sér og notar einmitt hroka og óvirðingu sem tæki til að halda fólki í hæfilegri fjarlægð, meira að segja okkur í fjölskyldunni líka. Hann hefur aldrei viljað aðstoð við að vinna í sínum málum og er í rauninni mjög vanþroskaður og félagslega heftur vegna þessa. Hann er mjög vel að sér á sínu sviði og rosalega duglegur í vinnu og á því flýtur hann á sínum vinnustað. En tilveran hans er frekar einmannaleg, það verð ég að segja :(

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 16:58:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta gæti verið lýsing á mér.

En ég er að vinna markvisst í mínum málum núna og gengur vel.

artois | 26. sep. '15, kl: 18:37:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Gangi þér ótrúlega vel á þeirri vegferð og vonandi nærðu þeim bata og sátt sem þú stefnir að. Það er ótrúlega erfitt að horfa uppá hvað svona brotin manneskja missir af miklu í lífinu og verst er að geta ekkert hjálpað.

bogi | 26. sep. '15, kl: 19:20:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi manneskja er gift og á börn, sækir í rauninni í félagsskap. Kemur alltaf í mötuneytið til að hitta aðra og mætir á viðburði. Þannig að ég efast um að það sé málið.
Hef líka hitt viðkomandi með maka sínum og þá voru samræðurna þúsund sinnum skárri :)

Máni | 27. sep. '15, kl: 07:41:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ójá, svona er til og örugglega ekki óalgengt.

bogi | 27. sep. '15, kl: 12:17:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sonur minn lenti líka í því að ákveðið barn í bekknum þekkir ekki almenn mörk í mannlegum samskiptum og bókstaflega kaffærði barnið -  barnið varð hálfgerður stalker.  Ég skil vel að svona barn lendi út undan þrátt fyrir góðan vilja hjá öllum - ég ætlaði amk. ekki að fórna félagslegum þroska míns barns og gleði barnæskunnar til að gleðja annað barn. Þetta eru svona rosalega erfið tilfelli til að eiga við.


Eins fannst mér stundum á síðasta ári vera ákveðnir aðilar, bæði börn og foreldrar í tónlistarskólanum, sem voru svona frekar sérstök rosalega sjálfhverf. Það einhvern vegin snerist allt um þau og ekkert tillit tekið til annara. Ég er ekki hissa að svona fólk lendi utangátta í félagslegum samskiptum. Ég nenni amk. ekki að umgangast fólk sem lætur mér líða illa og ætlast ekki til þess að börnin mín geri það heldur.
Hins vegar reyni ég að innprenta í þau að maður sé ekki vondur við neinn, lemji ekki og slái, eða segi ljóta hluti. Hins vegar er enginn neyddur til að leika við aðra -

veg | 27. sep. '15, kl: 13:17:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kannast við svipað, ég var ekki tilbúinn að leggja þau afbrigðilegu samskipti á mitt barn.

bogi | 27. sep. '15, kl: 15:08:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einmitt. Auðvitað vill maður gera sitt besta en ég veit ekki alveg hvað er hægt að gera í svona málum. Viðkomandi barn þyrfti auðvitað að fara í einhverja þjálfun og það þyrfti að gerast áður en það er of seint. Foreldrar þurfa líka að passa börnin sín - td. ef þau hafa tendensa til að ganga of langt. En því miður er tilfellið oft að foreldrarnir eru kannski ekkert skárri sjálfir og skilja ekki alveg hvað er í lagi og hvað ekki. Það gerir þetta ennþá erfiðara.

brekihelga | 1. okt. '15, kl: 14:20:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strákurinn minn lenti í alveg því sama og ég held að það sé vegna þess að hann er svo góður og gat ekki hugsað sér að þessi einstaklingur væri alltaf einn og ætti enga vini en eftir ca. Einn vetur þá fékk hann alveg nóg en ég hef reynt að það er hægt að koma vel fram við aðra og vera umburðarlyndur gagnvart öllu fólki án þess að fórna sér alveg.

bogi | 1. okt. '15, kl: 14:52:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Einmitt - og allt í lagi að loka ekki alveg á. En ég sagði mínum að það væri hann sem réði því við hverja hann leikur og að hann þarf ekki að gera neitt sem hann ekki vill. Hins vegar eigi maður alltaf að koma vel fram við annað fólk og það sé ljótt að stríða og lemja.

 

brekihelga | 1. okt. '15, kl: 14:20:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Strákurinn minn lenti í alveg því sama og ég held að það sé vegna þess að hann er svo góður og gat ekki hugsað sér að þessi einstaklingur væri alltaf einn og ætti enga vini en eftir ca. Einn vetur þá fékk hann alveg nóg en ég hef reynt að það er hægt að koma vel fram við aðra og vera umburðarlyndur gagnvart öllu fólki án þess að fórna sér alveg.

Silaqui | 27. sep. '15, kl: 14:19:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, það er ekkert mál að koma vel fram við fólk sem manni líkar vel við. Það reynir fyrst á hve merkilegar manneskjur við erum þegar við þurfum að umgangast einhvern sem okkur fellur ekki við.
Bara alveg eins og það er auðvelt að passa upp á mannréttindi góðs og uppbyggilegs fólks, en mun erfiðara að gera það við ofbeldismenn.
Ég hef verið í sömu stöðu og þú, vinnandi með manneskju sem rakst svo innilega ekki með restinni. Og sem betur fer hætti hún áður en hópurinn snérist algerlega gegn henni. En ef við hefðum gert það, hefði það verið alveg jafn slæmt einelti og ef hún hefði ekki verið svona erfið.
Svo er það algengt að eineltið sé réttlætt með löstum fórnarlambsins. Kannski eru einhverjir aðrir búnir að sannfæra restina að furðulegheit mannsins séu óþolandi og þess vegna sé í lagi að koma illa fram við hann? Kannski var ástæða fyrir viðkvæmni og erfiðu skapi fyrrverandi samstarfskonu minna sú að hún rakst allstaðar á veggi í samskiptum við okkur hin? Það er bara svo erfitt að sjá skýrt í svona aðstæðum.
Það er auðvitað ekki hægt að láta fólk vaða yfir sig eða neyða sig til að vera kammó við einhvern sem manni líkar illa við, en þegar það er orðið í lagi að hæðast að einhverjum opinberlega, er greinilega vandamál á ferðinni. Og það er ekki upprunnið hjá hinum leiðinlega starfsmanni.

bogi | 27. sep. '15, kl: 15:05:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja þú reyndar veist ekki alveg hvernig þetta byrjaði - þessi tiltekna manneskja er frekar hátt sett og viðkomandi hefur gjörsamlega gengið fram af mér með framkomu sinni gagnvart mér. Einstaklingurinn er óhæfur í sínu starfi og það bitnar á okkur öllum. Það er hins vegar á ábyrgð æðstu stjórnenda að viðkomandi sé ennþá í vinnu eða fær að haga sér svona í sinni vinnu. Þá er þetta óhjákvæmileg viðbrögð starfsmannsins á "plani". 


Flestir reyna þó að vera næs svona á yfirborðinu en það eru einstaka starfsmenn sem láta andúð sína í ljós - það er reyndar skiljanlegt enda framkoman við þá alveg einstaklega niðurlægjandi.


En já vissulega reynir á mann - það eru margir erfiðir sem vinna með mér og sumir alveg óþolandi dónalegir. Ég reyni að láta sem ekkert sé en hef misst virðinguna fyrir þeim. Myndi því seint leita til þeirra eða sækja í meiri samskipti. Fólk er mis viðkvæmt og ég veit hreinlega ekki hvort það sé sanngjarnt að maður eigi að láta allt þetta rugl ganga yfir sig. Má bara allt af því að fólk á smá erfitt?

Silaqui | 27. sep. '15, kl: 16:32:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég meina einfaldlega að það er alveg jafnmikið einelti hvort manneskjan kunni mannleg samskipti eða ekki. Og það þýðir ekki að það meigi bara troða á skítugum skónum yfir aðra. Það bara má ekkert frekar baktala, einangra og hæða.
Það að ástandið sé orðið svona er alveg klárlega stjórnandanna að kenna. Fólk sem þarf að búa við svona yfirmenn (eða samstarfsfólk) reynir auðvitað að gera hlutina bærilegri, og því miður eru svona aðferðir mjög algengar. En þær eru samt einelti og ekki í lagi. Og valda öllum ennþá meiri hugarangri.
Ég öfunda þig ekkert af því að vinna við þessar aðstæður. Það hlýtur að vera afskaplega erfitt að eiga við svona steingerfinga. En það er samt ekkert betra að fara á þeirra plan eða reyna að "vinna" samstafsörðugleikana. Ja, nema auðvitað vinna með því að vera kurteisari en þeir, ásamt þvi að vera fylgin sjálfri þér. (spurning með að mæta með nammi og gauka alltaf að fólki þegar það hagar sér á eðlilegan hátt. Bara svona eins og með hundana)
Við hér höfum nokkurn veginn sloppið við erjur síðan að þessi manneskja fór fyrir 2mur árum. Annars voru þær amk vikulegur viðburður. En það hefði alveg verið hægt að koma í veg fyrir amk heilt ár af vansæld, ef að yfirmaðurinn hefði bara nennt/fattað/getað tekið á málum á almennilegan hátt. Ef að svipað myndi gerast aftur er ég viss um að sagan myndi endurtaka sig, nema að hópurinn sjálfur myndi finna lausn.

bogi | 27. sep. '15, kl: 21:48:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst gott að tala um það þegar á mér er brotið - það geri ég líka í vinnunni og ef einhver vinnufélagi hefur komið illa fram við mig þá hika ég ekki við að ræða það við samstarfsfélaga og yfirmenn. Veit ekki hvort það er baktal - en í þessu tilfelli er viðkomandi ekki einangraður að því leiti að fólk sest alveg hjá viðkomandi þegar það er matur eða talar alveg við í partýum. Hins vegar reynir fólk að hafa það stutt - því hef ég tekið eftir. 
Já þetta jaðrar við einelti - en hvað er hægt að gera? Á bara að sætta sig við allt? Ég er amk. að reyna hafa smá sjálfsvirðingu og læt ekki koma fram við mig hvernig sem er.

Silaqui | 27. sep. '15, kl: 22:04:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er langur vegur frá því að standa á sínu og því að taka þátt í ofbeldi. Það er eðlilegt að ræða það sem kemur upp en þegar það er orðið einhver hópfróun í að ræða nýjasta asnastrik einhvers ákveðins er of langt gengið. Og það hjálpar engum.
En það er nefnilega það erfiða við einelti. Manni sjálfum finnst kannski maður bara vera að verja sig og halda sinni stöðu og notar kannski kvartið sem svona samhljóm með öðrum. En tekur ekki eftir því að það sem þessi manneskja gerir er ævinlega illa séð og túlkað á versta veg. Og áttar sig ekki fyrr en seinna á að svokölluð sjálfsvörn var kannski töluvert meira en það.
Það er þessi blekking að einhver eigi vonda hegðun skilið. Á vont fólk vont skilið? Hver ákveður hver er vondur? Á maður sjálfur það skilið að hafa verið vondur við einhvern?
Annars er best að sleppa því að kvarta í samstarfsfélagana. Það er ekkert sem þeir geta gert, nema baktala auðvitað. Yfirmenn og trúnaðarmenn eru rétta fólkið til að ræða svona. Svo er það annað mál hvort að yfirmenn séu nægilegir bógar til að gera eitthvað gagn. Miðað við það sem þú segir virðist svo ekki vera.

bogi | 27. sep. '15, kl: 22:11:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

tja samstarfsfélagar geta líka gefið góð ráð - og stappað í mann stálið. Mér finnst amk. mjög gott að koma þessu frá mér, það ver mig líka fyrir því ef viðkomandi fari að snúa sögunni eitthvað sér í vil.

En já ég veit ekki  - það er ekki endalaust hægt að vera næs við fólk sem kemur ömurlega fram við mann. Og það á enginn að þurfa þess - svona fólk á að vinna í sínum málum og líta í eigin barm. En málið er líklega það að þeir sem tala hvað verst um viðkomandi er að hans mati fólk fyrir neðan hans virðingu - svo líklega er viðkomandi bara alveg sama, eða hvað?

En já þetta er snúið mál - en ég held að það sé bara staðreynd að sumt fólk er rosalega sjálfhverft og leiðinlegt og nær af einkunnri snilld að mála sig út í horn alls staðar þar sem það kemur. Ég held að það sé ekkert að fólkinu í vinnunni minni, þetta er bara mannlegt eðli.

Dorfl | 27. sep. '15, kl: 00:09:41 | Svara | Er.is | 0

Þessir skíthælar skilja bara ofbeldi.

---------------------------------------------------------------------------------------------
Fantasy is a nice vacation but reality is where you live your life.

" ég hef hvergi talið þér trú um annað í þessari umræðu en það að mér þyki þú alveg meiga missa þín í henni og annarstaðar. " -fálkaorðan.

"Do unto others before others do unto you." -Om.

"Mér finnst allt í lagi að gagnrýna skoðanir sem mér finnst galnar og fólkið sem hefur þ

GrouchoMarxisti
farfugl | 27. sep. '15, kl: 13:42:39 | Svara | Er.is | 1

1 2 3 Forvarnir
Held að þeim sem eru nú þegar að stunda einelti er ekki viðbjargandi en hægt er að koma í veg fyrir að við ölum upp nýja eineltisseggi.

En fyrir þá sem eru að leggja i einelti og kemst upp um þau, þá reyndar sé ég fyrir mér myndbirtingu á skólavef, stimpill einhverskona einsog að láta standa á skólalóð með skilti. Allavega svona til að vera öðrum víti til varna.
Hægt er að hafa það þannig að þau sem sjá af sér og eru full iðrun með að leggja aðra i einelti, að þau gætu þá komið fram og tala um þetta og svona. Viðurkenna það fyrir skólanum eða vinnunni, það eru reyndar líka fullornir sem stunda einelti sko...

Eflaust slæmar hugmyndir hjá mér en þú spurðir :)

daffyduck | 28. sep. '15, kl: 09:17:52 | Svara | Er.is | 0

Mín reynsla sem karlmaður er sú að ef þú vilt ekki vera lagður í einelti. Þá er best fyrir þig að berja þann sem ætlar að níðast á þér. Skiptir ekki einu sinni öllu máli hvort þú vinnir eða ekki bara ef þú nærð að meiða aðeins og sýnir að þú ætlar ekki að láta vaða yfir þig. Þá lætur sá hinn sami þig í friði.
Þetta mun ég koma til með að tyggja ofan í strákinn minn þegar hann hefur sína skólagöngu og ég mun kenna honum að verja sig.
Að sama skapi skiptir miklu máli að kenna þessum börnum okkar sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum. Svo þau verði ekki annaðhvort fórnarlömb eða gerendur.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Síða 9 af 48000 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, annarut123, Hr Tölva, Guddie, Kristler, Bland.is, paulobrien