hverjir viðstaddir fæðingu ?

leute | 20. mar. '11, kl: 17:53:22 | 5091 | Svara | Er.is | 1

Hverjir voru viðstaddir fæðingu hjá ykkur?

Nú er ég að fara að eignast barn með strák sem ég hef ekki verið í neinu sambandi með (erum þó alveg "vinir", getum rætt saman um þetta og þess háttar) og var þetta algjört slys. Ef ég hugsa út í þetta þá vil ég engan vegin hafa hann viðstaddann, er það eigingjarnt af mér?
Hvað mynduð þið gera? Vitiði um dæmi þar sem pabbanum var ekki leyft að vera viðstöddum?

 

nóvemberpons | 20. mar. '11, kl: 17:54:59 | Svara | Er.is | 7

stundum er honum leyft að bíða frammi og koma inn þegar barnið er fætt, en þú hefur að sjálfsögðu bara þá manneskju sem veitir þér styrk og þér líður vel með að hafa, það er mikilvægt að þér líði vel í þessu ferli! :)

4 gullmola mamma :)

nóvemberpons | 20. mar. '11, kl: 17:55:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en til að svara spurningunni var ég með mömmu þegar eldri drengurinn fæddist, var einstæð og ekki í neinu sambandi við pabbann, þegar yngri fæddist var bara kallinn með enda má bara vera 1 með í keisara :)

4 gullmola mamma :)

sibbz | 20. mar. '11, kl: 17:55:13 | Svara | Er.is | 5

þú ræður því nú sjálf. Ef þér líður illa að hafa hann þá náttúrulega biðuru hann bara að vera ekki viðstaddan. þér verður sjálfri að líða vel í fæðingunni, það er ekki hann sem er að fæða barnið og ganga í gegnum þennan part.

tiril | 20. mar. '11, kl: 17:55:58 | Svara | Er.is | 1

í fyrri fæðinguni var besti vinur minn hjá mér (alveg óvart, hann kíkti bara í heimsókn og á meðan kom krílið í heiminn) í seinni fæðingunni var ég ein með ljósunni og mér fannst það alveg æðislegt, náði að slaka vel á og enginn að trufla mig.

p0wer | 20. mar. '11, kl: 17:56:29 | Svara | Er.is | 0

Við barnsfaðirin vorum bara ein í fæðingunni, enda í sambandi.

Ef ég hefði verið einstæð þá hefði ég örugglega beðið mömmu eða bestu vinkonuna að vera.

PrincessS | 20. mar. '11, kl: 17:58:26 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi vilja halda fólkinu í algjöru lámarki. Annaðhvort mömmu og/eða tengdó og síðan kærastann.
Ætla að eiga heima þannig að það væri bara ljósmóðirinn og mamma/tengdó/kærastinn.

Haffí | 20. mar. '11, kl: 18:00:51 | Svara | Er.is | 19

Þú ert að fara að fæða og þú hefur þetta nákvæmlega eins og þér hentar best.

Haffí

þegar hann | 20. mar. '11, kl: 21:08:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

sammála. mér finnst heldur ekki að hann eigi að bíða frammi ef hún vill það ekki. þetta er alveg nógu erfitt til þess að vera ekki undir einhverri andlegri pressu á meðan.

þegar hann | 20. mar. '11, kl: 21:08:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sammála. mér finnst heldur ekki að hann eigi að bíða frammi ef hún vill það ekki. þetta er alveg nógu erfitt til þess að vera ekki undir einhverri andlegri pressu á meðan.

sigmabeta | 20. mar. '11, kl: 21:39:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, manneskjan sem þarf að liggja sárkvalin með klofið opið upp á gátt á sjúkrarúmi hlýtur að mega ráða þessu.

Finnst líka alveg skiljanlegt að þegar verðandi foreldrar eru ekki í sambandi þá fái faðirinn að bíða frammi á meðan á fæðingu stendur.

smusmu | 20. mar. '11, kl: 18:01:24 | Svara | Er.is | 6

Já, þekki alveg dæmi þess að pabbar hafa ekki fengið að vera viðstaddir fæðingu barna sinni. Finnst það bara mjög eðlilegt þegar foreldrarnir eru ekki í sambandi. En auðvitað er það frábært ef pabbinn fær að vera viðstaddur þrátt fyrir að vera ekkki í sambandi við mömmunni

nónó | 20. mar. '11, kl: 18:03:30 | Svara | Er.is | 0

Kunningjakona mín var með mömmu sína og vinkonu og pabbi barnsins kom inn bara þegar það var fætt

júbb | 20. mar. '11, kl: 18:03:57 | Svara | Er.is | 0

Þú hefur þetta alveg eins og þú vilt, það er þú sem ert að koma barninu í heiminn. Ef þú treystir þér ekki til að hafa barnsföðurinn með þá hefurðu hann ekki með í fæðingunni en það er sjálfsagt að leyfa honum að kíkja þegar barnið er komið í heiminn ef þú treystir þér til.

Ég myndi vilja hafa einhvern sem ég treysti í fæðingunni.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

JungleDrum | 20. mar. '11, kl: 18:04:10 | Svara | Er.is | 0

Bara maðurinn minn var viðstaddur.
Hefði ekki viljað hafa barnsföður sem ég væri ekki með á þessari stund.

ComputerSaysNo | 20. mar. '11, kl: 18:08:03 | Svara | Er.is | 1

Ég hugsa að ég myndi leyfa barnsföðurnum að vera viðstöddum, hann á líka þetta barn sem er að fæðast. Hann þarf ekkert að horfa upp í klofið á þér. Svo myndi ég hafa góða vinkonu eða mömmu til að hafa stuðning frá einhverjum nánum.

milligan | 20. mar. '11, kl: 18:16:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 19

Ég hef ekki sjálf fætt barn, en hefur tad ekki gífurleg áhrif á framvindu fædingunnar ef tad er einhver vidstaddur sem madur er ekki alveg öruggur í kringum og lætur hina fædandi konu kannski verda feimna eda óörugga? Hinn verdandi fadir tekkir hana heldur ekki vel og veit ekki hvernig á ad "umgangast hana"... Ég myndi bidja hann um ad bída frammi og koma svo bara inn tegar brjóstagjöf er komin í gang og svona

ComputerSaysNo | 20. mar. '11, kl: 18:26:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hugsanlega, þá væri samt hægt að vera búin að ræða það við gaurinn að taka vel í að vera beðinn um að kíkja fram/á rúntinn í smá stund.

magzterinn | 20. mar. '11, kl: 18:38:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Jú það getur einmitt haft mjög mikil áhrif á fæðinguna, allt sem kemur fæðandi konu úr jafnvægi getur hægt á ferlinu og skemmt fyrir.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

presto | 20. mar. '11, kl: 23:40:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það er amk. raunhæfur möguleiki á því! Mér fannst svo gaman að fæða fyrsta barn að mig langaði að bjóða "mörgum" að vera viðstaddir næstu fæðingu (fæddi heima) ljósmóðirin mín var eindregið á móti því þar sem hún vildi koma í veg fyrir óþarfa truflun. Í fyrstu fæðingu þorði ég ekki að bjóða mæðrum okkar að vera viðstaddar því ég vissi að þær höfðu báðar neikvætt viðhorf varðandi fæðingar.

Grjona | 20. mar. '11, kl: 18:40:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 21

Hann á barnið en hann er ekki að fæða. Ef henni þykir óþægilegt að hafa hann, þá verður hann bara að bíta í það súra epli að vera ekki viðstaddur.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

þegar hann | 20. mar. '11, kl: 21:10:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

ósammála. henni ber engin skylda til að þóknast öðrum á meðan hún er að fæða. hinir eiga að þóknast henni.

presto | 20. mar. '11, kl: 23:42:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Snýst alls ekki um hver sér klofið á þér.

fabaceae | 21. mar. '11, kl: 11:30:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta er ekkert spurning um að horfa upp í klof.. þetta getur verið rosalega sárt og erfitt, mikill rembingur og maður útblásinn í framan, sveittur og bara að vinna sitt verk.. það kemur því alls ekkert við að hann eigi þetta barn líka. Maður vill bara alls ekkert hafa einhvern hjá sér sem maður þekkir ekki og kannski treystir ekki 100% ..
en að sjálfsögðu á hann að fá að koma þegar hann er tilbúinn sjálfur eftir að þessu er lokið.

princess kriz | 20. mar. '11, kl: 18:09:37 | Svara | Er.is | 1

bróðir minn og barnsmóðir eru ekki saman.
hann fékk ekki að vera viðstaddur en fékk að koma inn bara um leið og hann var fæddur í rauninni....

magzterinn | 20. mar. '11, kl: 18:13:03 | Svara | Er.is | 1

Við ætluðum bara að vera tvö en svo ákváðum við að biðja systur mína að vera með okkur og taka myndir og svona. Ætlum þá bara að biðja hana um að fara fram ef við viljum fá að vera í friði.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

KuTTer | 20. mar. '11, kl: 18:13:12 | Svara | Er.is | 0

Það byrjaði á því að barnsfaðir minn, mamma og frænka voru þarna, tengdó átti að vera, eða henni bauðst það en hún gat það ekki vegna latexofnæmis, mig grunaði það samt alveg.

En svo var ég send í bæinn og eftir mikla reiði og yfirdrull þá fékk mamma og barnsfaðir minn að vera með. Þau sögðu sko fyrst að það mætti bara vera einn en mig langaði svo að hafa mömmu viðstadda líka.

Ég hefði haft heilann her þessvegna, fannst æði að hafa marga á staðnum að upplifa þetta með mér!

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

KuTTer | 20. mar. '11, kl: 18:20:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En já til að vera með kannski þá myndi ég hiklaust leyfa pabbanum að vera viðstöddum þótt við værum ekki saman. Það er ekki á hverjum degi sem að barnið manns fæðist og maður fær aldrei tækifæri til þess að sjá það fæðast aftur ...

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

KuTTer | 20. mar. '11, kl: 18:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

En ég skil það samt vel ef að aðrir vilja það ekki!

Þetta er bara MÍN skoðun.

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

LaAzafata | 20. mar. '11, kl: 18:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jámm, ég er sammála KuTTer. Nema auvitað að þér finnst það alveg hræðilega óþægilegt. Þetta á víst að vera þvílík upplifun og leiðinlegt ef hann missir af því, nema honum langi það ekki.

Haffí | 20. mar. '11, kl: 18:43:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 17

Það er þá líklegra bara betra að hafa manninn á standby og biðja hann um að koma inn ef mann langar að fá hann inn. Held að fyrir flesta sé lykilatriði við fæðingu að konunni líði vel og sé ekki að hafa áhyggjur af einhverjum ytri þáttum eins og áhorfendum eða fólki sem er þarna af öðrum ástæðum en til að vera stuðningur.
Fæðing er að mínu mati eitt það mest "intimate" sem maður gerir. Þú ert ber, sveitt, að rembast, margir gráta og/eða gubba, þú hefur *ekki* stjórn á aðstæðum, þér blæðir, þér er illt, þú ert tilfinningasprengja...
Það getur vel verið að einhverjar konur horfi á þetta allt öðrum augum en ég - en fæðingar væri eitt það síðasta í mínu lífi sem ég færi að hleypa fólki inn í af því það væri svo gaman og mikil upplifun fyrir gestinn.

Haffí

fundið | 20. mar. '11, kl: 20:38:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

..að ógleymdu að margar "kúka á sig" ofl. Ég veit að ef ég væri að eiga barn einhvers sem ég væri ekki með myndi mér ekki líða vel með það. Þetta er samt algerlega persónubundið, það er alveg ljóst.

júbb | 20. mar. '11, kl: 20:39:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst alltaf jafn merkilegt hvað fólk er upptekið af þessu "kúka á sig" máli.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

fundið | 20. mar. '11, kl: 20:40:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér fannst það bara vanta íupptalninguna af gubbinu og svitanum og því.....

júbb | 20. mar. '11, kl: 20:42:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe, ekkert endilega beint til þín, þetta bara poppar upp í svona umræðum og virðist rosalega ofarlega í huga margra;)

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

fundið | 20. mar. '11, kl: 20:45:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér skildist á einni ljósmóður að þetta sé hálfgerð martraðartilhugsun margra kvenna, þetta er svo útúr þeim hreina fullkomleika sem nútíminn hefur dáldið þröngvað okkur í, þið vitið, engin svitalykt, baða sig daglega, engin eða lítil líkamshár. Að kúka á sig er dáldið svona á skjön við þetta.

júbb | 20. mar. '11, kl: 20:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég held að þetta tengist svolítið því hversu úr tengslum við eðlilegar fæðingar við erum, þ.e. við kynnumst ekki fæðingum fyrren við eigum börn sjálf nema úr sótthreinsuðum myndum frá Hollywood.

En þetta er svo eðlilegur hlutur og í flestum tilfellum tekur konan ekki eftir þessu, hvað þá að makinn sjái það. Ljósurnar eru yfirleitt fljótar að hreinsa í burtu ef þetta kemur.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Hygieia | 20. mar. '11, kl: 20:49:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er eitthvað sem frumbyrjur hræðast sérlega. Fólk veit heldur ekki oft hvernig það á að vera þegar það spyr nánar út í kúka-scenaríó fæðinganna - hvað sé gert við kúkinn, t.d. ef konan er í vatni. Margir sem hafa horft undarlega á mig þegar ég segist veiða hann upp með þar til gerðu sigti. Einhverra hluta vegna finnst fólki þetta fríkað.
Ég á hinsvegar alveg jafn mikið von á kúk og barni þegar ég fer í fæðingu.

Halakartan | 20. mar. '11, kl: 23:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Vá, mig langaði að troða mér hérna inn í.
Mér finnst mjög gaman að horfa á YouTube myndbönd af konum að fæða (ekki spyrja mig afhverju, á ekki einu sinni von á mér en mér þykir þau svo falleg) og það var ein kona að fæða í uppblásinni sundlaug heima hjá sér og kallinn að mynda hana. Svo rembist hún svakalega og þá kemur eitt stykki og kallinn veiðir hann upp úr með háfi. Þótt það hljómi ógeðslega skringilega þá fannst mér virkilega krúttlegt hvað þetta var sjálfsagt og lítið mál fyrir honum. Bara kippti honum upp. Haha. Efast um að það verði heimsendir þótt konan kúki fyrir framan fólk, ef einhver er hneykslaður á því þá má bara bjóða viðkomandi að kreista melónu útúm júhúið á sér og reyna að kúka ekki í leiðinni.

„Ég skil ekki hvernig það sé skárra að setja horklessuna út í andrúmsloftið þar sem hún þornar og það fara að svífa úr henni bakteríur en að draga vibbann lengra upp í nef þaðan sem hún kom.“
-Abbalabbalú

þegar hann | 20. mar. '11, kl: 21:11:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sammála. meðgönguþráðurinn er fullur af kúkaumræðum.

fabaceae | 21. mar. '11, kl: 11:33:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finndist það ekkert vera neitt mál.. NEMA að það sé einhver á svæðinu sem maður var að lúlla hjá og kannski var skotin í, en maður þekkir sama sem ekkert..

KuTTer | 20. mar. '11, kl: 21:18:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Segðu. Alveg gat mér ekki verið sama hvort að ég myndi kúka eða ekki!
Ef ég myndi kúka þá yrði það bara fjralægt og svo haldið áfram, small price to pay for a baby!

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

fundið | 20. mar. '11, kl: 21:28:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þrír lortar og tvö spörð - eitthvað fleira?

KuTTer | 20. mar. '11, kl: 21:30:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það kom bara ekkert hjá mér ...

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

miramis | 20. mar. '11, kl: 21:39:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spurðirðu eftir fæðinguna?

KuTTer | 20. mar. '11, kl: 21:42:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, svo á ég líka alla fæðinguna á myndbandi.

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

KuTTer | 20. mar. '11, kl: 21:43:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OG það voru teknar svona milljón píkumyndir ...

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

miramis | 20. mar. '11, kl: 21:44:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg er nú ekki viss um að einn eða tveir lortar séu lengi að skjótast út - og ég giska á að ljósurnar þurrki þetta upp á hraða ljóssins. En auðvitað ef þú spurðir og þær sögðu þér að þú hefðir ekki kúkað þá er engin ástæða til að rengja það. En hitt er engin sönnun :)

KuTTer | 20. mar. '11, kl: 21:51:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú ég spurði.

Svo er hitt nokkurð góð sönnun líka þar sem að það var enginn í klofinu á mér á meðan fæðingunni stóð.

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

Lljóska | 20. mar. '11, kl: 21:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ja þegar ég átti barn nr 2 var ein ljósan alveg brjáluð yfir því að ég hafi ekki verið látin hafa laxerandi til að hreynsa allt út fyrir fæðinguna,var geðveikt pirruð yfir því að það kom kúkur. með barn nr 1 var með gefið laxerandi og það var ógeðslegt, hélt ég myndi eiga barnið á klósettinu. svo ég var geðveikt stressuð yfir þessu þegar kom að því að unga út barni nr 3.
en svo var þetta ekkert mál, bara frjarlægt ef eitthvað kom.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Halakartan | 20. mar. '11, kl: 23:58:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, trunta.is?
Má núna ekki kúka í fæðingu útaf því að ljósunni gæti þótt það vesen?

„Ég skil ekki hvernig það sé skárra að setja horklessuna út í andrúmsloftið þar sem hún þornar og það fara að svífa úr henni bakteríur en að draga vibbann lengra upp í nef þaðan sem hún kom.“
-Abbalabbalú

þreytta | 20. mar. '11, kl: 18:22:50 | Svara | Er.is | 0

maðurinn minn var viðstaddur fæðingarnar mínar.

Ef þér finnst óþæginlegt að vera með barnsföður þinn hjá þér í fæðingunni, þá náttúrulega verður hann ekki viðstaddur.
En þú getur boðið honum að bíða fyrir utan eða koma og vera hjá þér og veita þér félagskap og fara svo út þegar rembingurinn byrjar.

piscine | 20. mar. '11, kl: 18:24:40 | Svara | Er.is | 33

Skoðun mín á þessu er einföld. Fæðandi konan á að ráða. Ef hún vill vera ein, ok. Ef hún vill hafa pabbann, ömmuna, sirkus benito hjá sér, ok. Hennar líkami, hennar píka, hún ræður.

Ladina | 20. mar. '11, kl: 19:11:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá.. hvað ég er sammála...

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Vantar þig barmmerki :) .. ég skal búa til fullt handa þér :)
________________________________________________________

nr12 | 21. mar. '11, kl: 00:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha,sirkus benito..snilldarlega orðað! :)

bumbudulla | 20. mar. '11, kl: 18:28:09 | Svara | Er.is | 0

Þú ræður því auðvitað sjálf. Ég myndi ekki vilja hafa einhvern inná mér sem mér þætti ekki þægilegt að hafa.
Þegar ég fæddi var kærastinn minn/barnsfaðir og vinkona okkar með. Mamma átti að vera með en litla krílið okkar var að flýta sér heldur betur í heiminn svo hún komst ekki. Ég var alveg svakalega ánægð að hafa vinkonu okkar með, hefði ekki viljað vera án hennar :)

strákamamma | 20. mar. '11, kl: 18:30:14 | Svara | Er.is | 0

það er ekki eigingjarnt af þér. þú hefur það fólk viðstatt sem þér finnst gott. End of story

strákamamman;)

Máni | 20. mar. '11, kl: 18:34:08 | Svara | Er.is | 1

já, minn var ekki viðstaddur. svipaðar aðstæður.

miss Alvia | 20. mar. '11, kl: 18:35:08 | Svara | Er.is | 0

ég var ekki með pabbanum... hann var semi viðstaddur en var rekinn fram við klobbaskoðanir og var frammi akkurat þegar hún fæddist, en fékk að komast nánast strax inn, við erum reyndar mjög góðir vinir.

mér þætti egingjarnt af þér ef hann fengi ekki að bíða frammi og koma inn strax eða fljótlega eftir að barnið fæðist. en þú ert ekki skildug til að hafa hann hangandi yfir þér í sjálfri fæðingunni.

kv. Alvia

---

miss Alvia | 20. mar. '11, kl: 18:38:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en já mamma mín var með mér allan tíman.

kv. Alvia

---

ingbó
Grjona | 20. mar. '11, kl: 19:52:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hann er EKKI að remba barni út um pínulítið op heldur hún. Líðan hennar hefur áhrif á fæðinguna.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Zagara | 20. mar. '11, kl: 19:56:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Hvað er eigingjarnt við það?

Fæðing tekur rosalega á og það er algjör óþarfi að leggja meira á konur en þörf er á. Ef þeim finnst óþægilegt að hafa einhvern hjá sér þá er það ekki eigingirni, þetta eru hlutir sem geta haft áhrif á framgang fæðingar.

miss Alvia | 20. mar. '11, kl: 20:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ef að það veldur henni mikilli vanlíðan þá er það ekki gott fyrir hana þaðan af síður barnið að hann sé viðstaddur á meðan hún rembir barninu út.

það að hann sé faðir barnssins gefur honum ekki heimild til að riðjast inn á persónuleg svæði barnsmóður sinnar.

kv. Alvia

---

Hygieia | 20. mar. '11, kl: 20:43:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þá veist þú ekki mikið um lífeðlisfræðilegt ferli fæðingarinnar.

GuardianAngel | 20. mar. '11, kl: 21:33:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hvað er svona eigingjarnt við það að leyfa manneskju sem að maður þekkir ekki nógu vel og hvað þá treystir ekki að horfa á sig, rembast, gretta sig og geifla, kannski kúka, kannski æla og jafnvel veina úr sársauka... s.s alveg úr ójafnvægi jafnvel í sínu versta ... Veist aldrei fæðingar fyrirfram. Sé bara ekkert að því að hún vilji ekki hafa hann inni. Hann gæti komið inn þegar barnið er búið að fæðast. Og það hverjir séu inni við fæðingu segir ekkert til um "hver á barnið". Bara yfirgangsfrekja og eigingirni ef hann getur ekki skilið það. Hann er jafn mikið pabbi barnsins hvort sem hann er viðstaddur fæðingu eða ekki :)

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

miramis | 20. mar. '11, kl: 21:37:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og hvað? Gefur það þér rétt til að fylgjast með konu ýta barni út um píkuna á sér? Eitthvað flr. sem þér finnst verðandi feður eiga rétt á varðandi konuna? Fylgjast með klósettferðum kannski líka?

magzterinn | 20. mar. '11, kl: 23:25:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef að konunni líður illa að hafa hann þarna inni þá getur það aukið líkurnar á því að fæðingin gangi illa mikið, hún gæti jafnvel endað í keisara sem hefði kannski verið óþarfur ef hún hefði bara fengið að vera í friði og gert þetta á sinn hátt án allrar pressu sem getur fylgt því að hafa einhvern þarna inni sem konunni líður illa með. Það sama á við ef að konunni líkar illa við ljósmóðurina, þá á hún hiklaust að biðja um aðra ljósmóður...

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

Sturtuhaus | 21. mar. '11, kl: 00:03:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hefði aldrei geta komist í gegnum fæðinguna með barnsfaðir minn inni hjá mér, ég gat ekki sagt nafnið hans, hugsað um hann, fundið lyktina af honum eða neitt og ég hefði fríkað út ef honum hefði verið hleypt inn til mín í fæðingu.

Hann fékk að koma og skoða barnið þegar það var fætt...þá fór ég afsíðis á meðan

þegar hann | 20. mar. '11, kl: 21:13:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

mér finnst það ekki eigingjarnt ef hún vill ekki hafa hann bíðandi frammi. næveran getur skapað spennu sem tefur fyrir fæðingunni. ég vildi ekki hafa foreldra mína frammi og þau virtu það. af hverju ætti pabbinn ekki að virða það líka?

þegar hann | 20. mar. '11, kl: 21:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

við þetta þarf eiginlega að bæta að maður veit aldrei hve langan tíma fæðing getur tekið og aðstaðan til að bíða frammí er ekkert stórkostleg. svo gæti pabbinn farið að suða um að koma inn og kona i fæðingu hefur oft ekki orku til að standa með sjálfri sér. þess vegna finnst mér að fólk sem á ekki að vera með í fæðingunni geti bara beðið heima hjá sér.

miss Alvia | 20. mar. '11, kl: 21:57:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er reyndar alveg sammála þér, það er líklega betra að hann bíði annarsstaðar. Mér þykir samt að hann hafi rétt á því að sjá barnið sem fyrst. En að sjálfssögðu ekki þannig að það skemmir fæðinguna og upplifunina.

Reyndar held ég að margt fólk (ekki allir og ekki persónulega beint til þín) geri lítið úr bæði hlutverki föðurs í fæðingu og upplifun hans í fæðingunni og/eða í tengslum við hana. Mér þykir það skipta máli þósvo að líðan og ákvörðun móðurs og svo líðans barn sé í 1-10unda sæti.

kv. Alvia

---

strákamamma | 20. mar. '11, kl: 22:34:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nkl...ég hef átt 4 börn og læt aldrei neinn vita þegar ég er að fara uppá deild nema þann sem er að passa eldri börnin og þann sem verður með mér í fæðingunni.

Meika bara ekki tilhugsunina um að fólk sé að bíða.

strákamamman;)

doomoo | 20. mar. '11, kl: 18:36:59 | Svara | Er.is | 1

Kærastinn minn og mamma voru viðstödd fæðinguna hjá barninu mínu :)

En ef ég væri að eignast barn með strák sem ég væri ekki með og óléttan slys og mér myndi ekki líða með að pabbinn væri hjá mér í fæðingunni þá myndi ég alls ekki vilja hafa hann. Manni þarf að reyna að líða sem best í fæðingunni og hafa fólk sem maður treystir :)
Myndi líka ekki vilja að maður sem ég þekki ekkert það mikið og treysti ekki myndi sjá mig í þessu ferli.
Myndi bara bjóða honum að bíða fyrir utan.

Grjona | 20. mar. '11, kl: 18:38:42 | Svara | Er.is | 2

Þín fæðing, þú ræður.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

ingbó
nóvemberpons | 20. mar. '11, kl: 19:40:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

konan þarf samt að sjá um að koma barninu í heiminn

4 gullmola mamma :)

litlatritla | 20. mar. '11, kl: 19:44:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

en ekki innrás inn á hans "private area" eins og fæðing er hjá konum...

Grjona | 20. mar. '11, kl: 19:51:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hann er ekki að fæða. Það skiptir höfuðmáli.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Hygieia | 20. mar. '11, kl: 20:44:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aukaatriði í þessu samhengi. Ef hann er vitur þá heldur hann sig t.d. frammi meðan á fæðingunni stendur, svona til að tryggja að hans viðvera sé ekki að trufla.

GuardianAngel | 20. mar. '11, kl: 21:35:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað með það ? kemur fæðinguni sjálfri ekkert við hver pabbinn sé. Það er fyrir fæðingu og eftir fæðingu minnst á pabbann ef það er minnst á hann yfir höfuð.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

miramis | 20. mar. '11, kl: 21:38:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hættir það að vera barnið hans ef hann fær ekki að fylgjast með konunni á þessum tímapunkti? Eða hvað gerist ef hann fær ekki að vera með?

presto | 20. mar. '11, kl: 23:46:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og fæðingin er væntanlega öruggari og betri fyrir barnið ef hann er FJARVERANDI- þ.e. ef sambandið við barnsmóður er ekki gott. Er ekki mikilvægt fyrir barnið að fá eins örugga fæðingu og hægt er?

maur | 20. mar. '11, kl: 18:43:45 | Svara | Er.is | 3

1.barn, pabbinn, ljósmæður, læknar, læknanemar, ljósmóðurnemar og ömmur þeirra ;) Mér var alveg sama...
2. barn, pabbinn og ein ljósmóðir. Það var fínt

Ég myndi ekki vilja hafa mann í fæðingunni sem væri ekki kærastinn minn. Held ég. Og mér finnst allt í lagi að biðja hann frekar um að koma bara inn eftir fæðinguna.

Bjutiful | 20. mar. '11, kl: 19:15:24 | Svara | Er.is | 0

Maðurinn minn var viðstaddur og svo heill her af læknum og ljósum hehe

Mér finnst alls ekki eigingjarnt af þér að vilja ekki hafa barnsföður þinn viðstaddan fæðinguna. Þér verður að líða vel með það fólk sem er hjá þér.

Treehugger | 20. mar. '11, kl: 19:16:11 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi ekki vilja hafa neinn með mér í fæðingu sem ég væri ekki 100% viss um að mig langaði til að hafa með. Þetta er ykkar barn en þetta er þín fæðing og það versta fyrir þig er að vera stressuð eða líða illa þegar þú ert að fara að fæða barn.

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

RakelÞA | 20. mar. '11, kl: 19:16:55 | Svara | Er.is | 0

Systir mín hafði barnsföður sinn ekki viðstaddan fæðingu sonar þeirra, þau voru ekki saman og hún vildi hann ekki inn á fæðingarstofunni.
Ég og mamma voru hjá henni.

Í mínum fæðingum var maðurinn minn viðstaddur fæðingu dætra sinna og svo bara læknir, ljósmæður og eitthvað fleira sjúkrahúsfólk með eldri og svo bara ég, maðurinn minn og ljósmæður þegar þú yngri fæddist, ég er hef í bæði skiptin verið að eiga á vaktaskiptum, þannig að ég þess vegna hafa verið 2 ljósmæður, sú sem var búin að vera með mér allan daginn og sú sem er að taka við.

leute | 20. mar. '11, kl: 21:14:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég held það sé besta lausnin að hann myndi bara bíða frammi og koma inn þegar þetta allt er yfirstaðið.
Eins og þið segið hérna að ofan, þá er það auðvitað ég sem ræð, en æj ég veit ekki, er að vona að hann sé ekki að ætlast til að fá að vera inni.
Ég ætla að hafa eitthvern sem ég treysti fullkomlega og ég veit að hann er því miður ekki maðurinn i það hlutverk

RakelÞA | 20. mar. '11, kl: 21:18:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú gerir þetta bara þannig að þér líði vel og sérst sátt. Það er fyrir mestu.

ingbó
strákamamma | 20. mar. '11, kl: 19:41:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

fæðing er ferli sem er mikið mikið meira konunnar en barnsins satt best að segja.

Það getur beinlínis verið lífshættulegt barninu ef að konan upplifir sig ekki örugga.

strákamamman;)

Bjutiful | 20. mar. '11, kl: 19:41:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Gæti ekki verið meira ósammála þér. Það að fæða barn tekur miiiiiiikið á bæði andlega og líkamlega og konunni þarf að líða vel með fólkið sem er hjá henni. Ef hún er stressuð útaf því að gaurinn er inni hjá henni eða eitthvað getur það skemmt allt ferlið. Finnst eigingjarnt af honum ef hann ætlar að heimta að vera viðstaddur

júbb | 20. mar. '11, kl: 19:42:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Þetta svar sýnir eiginlega vanþekkingu á fæðingarferlinu og því hversu mikilvægt það er fyrir konuna að líða vel í öllu ferlinu. Það er hún sem þarf að koma barninu í heiminn og á meðan á því stendur þá skiptir mestu máli hvernig henni líður í aðstæðunum. Það er ekki eigingirni að vilja ekki hafa hvern sem er með sér í fæðingunni.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Haffí | 20. mar. '11, kl: 19:50:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þetta er ekki skemmtiatriði og barnið er ekki að fara að fæðast út úr einhverju svartholi. Það er einn gerandi í þessu ferli og það er sá sem fæðir. Hvað aðrir vilja skiptir ekki máli á þeirri stundu. Ef fæðandi kona vill ekki hafa einhvern ofan í sér rétt á meðan hún þrýstir barni út um píkuna á sér þá fær sá hinn sami ekki að vera með. Sama hversu frábært showið er.
Það að vera foreldri gefur manni ekki átómatísk réttindi til að vera viðstaddur allar viðkvæmar eða persónulegar stundir hins foreldrisins *þótt* barnið komi við sögu.

Haffí

Grjona | 20. mar. '11, kl: 19:52:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hefurðu kreist barn út um píkuna á þér?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Silaqui | 20. mar. '11, kl: 20:01:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það skiptir engu máli upp á tengsl barns og föður hvort hann sé í sama herbergi og barnið þegar það fæðist. Hins vegar getur það skipt máli fyrir heilsu barnsis að móðir þess sé í góðu andlegu og líkamlegu ásigkomulagi þegar fæðing stendur yfir. Partur af því að tryggja það er að hún sé ekki neydd að hafa fólk nálægt sér sem henni finnst ekki vera nægilega náið sér að horfa upp á hana í þessum aðstæðum.
Þannig að góður pabbi er ekki að troða sér inn á fæðingu barns síns ef nærveru hans er ekki óskað, vegna barnsins síns.
Fæðingin er eitthvað sem konan gerir og er eitt af því erfiðasta sem manneskja gengur í gegnum.
Það væri eigingjarn af henni ef hún myndi banna barnsföður sínum að vera í húsinu eða að sjá barnið strax eftir að það er fætt. Þá væri hún að skipta sér af tengslum föður og barns, ekki fyrr.

leute | 20. mar. '11, kl: 21:07:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

haha, gott að þér finnst það
þú ert líkalega KK, og ef þú væri kvk finndist þer í lagi að eitthver "ókunnugur" maður væri hliðin á þér þegar þú ert að fæða barn og horfandi upp í píkuna á þér?

Annars takk fyrir svörin stelpur :) hef reyndar ekki nefnt þetta við hann, þar sem það er nú ekki alveg komið að þessu strax, verða menn fúlir við að heyra svona? jæja það verður bara að hafa sig :)

Harpagus | 20. mar. '11, kl: 21:32:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þó að hann eigi barnið líka þá er hún búin að ganga með það í 9 mánuði og díla við þann tilfiningarúsíbana sem meðganga er og ég tala nú ekki um allar aukverkannir sem geta fylgt meðgöngu,svo auðvitað á hún að stjórna því hver er hjá henni þegar það kemur að því að fæða barnið,og ég sé ekkert að því að faðir sinni barninu sínu seinna hvort sem hann var viðstaddur fæðinguna sjálfa eða ekki .

miramis | 20. mar. '11, kl: 21:39:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þannig að horfa á barn koma út um leggöng er forsenda fyrir því að faðir sinni barni? Ertu seriously svona vitlaus eða ertu að tröllast?

piscine | 20. mar. '11, kl: 22:15:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svör þessa nikks minna oft á tröll, en ég held hún sé ekta, því miður.

Grjona | 20. mar. '11, kl: 22:25:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Annað hvort barnlaus hún eða hann. Ég trúi ekki að þetta sé kona sem hefur fætt barn.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fundið | 20. mar. '11, kl: 21:40:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ætti barnið að gjalda fyrir það (vera ekki sinnt andlega eða fjárhagslega sem skildi af föður), af því hann væri með því að refsa móðurinni fyrir að leyfa honum ekki að fylgjast með sér á þeirri erfiðu stund sem fæðing getur verið, móðirin algerlega berskjölduð á marga vegu?? Mér finnst þetta alger ruglhugsun hjá þér.

sigmabeta | 20. mar. '11, kl: 21:49:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Myndir þú vilja hafa konu, sem þú þekktir takmarkað og hefðir bara stundað einnar nætur gaman með fyrir níu mánuðum, viðstadda þegar þú værir sveittur, þaninn, kvalinn og mögulega kúkandi á þig líka, með fæturnar útglenntar og kynfærin þín á útopnu á sjúkrahúsi?

fundið | 20. mar. '11, kl: 21:53:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

...og ekki gleyma - tippið á þér gæti rifnað í strimla meðan á þessu stæði, alveg aftur í endaþarm sko. Það væri nú gaman að bjóða einnar nætur standinu að fylgjast með þér í þeim skemmtilegheitum.

miramis | 20. mar. '11, kl: 21:53:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Svona stelpur - þetta er bara díllinn. Þú sefur hjá - útfylltur tékki upp á að horfa á þig í þessu ástandi!

leute | 20. mar. '11, kl: 22:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hehehe

Halakartan | 21. mar. '11, kl: 00:07:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ég giska... Þú ert karlmaður, right?

„Ég skil ekki hvernig það sé skárra að setja horklessuna út í andrúmsloftið þar sem hún þornar og það fara að svífa úr henni bakteríur en að draga vibbann lengra upp í nef þaðan sem hún kom.“
-Abbalabbalú

ilmbjörk | 20. mar. '11, kl: 19:50:00 | Svara | Er.is | 0

kallinn verður allavegana pottþétt, og mig langar að hafa mömmu, en á eftir að komast að einhverju samkomulagi við betri helminginn ;)

xarax | 20. mar. '11, kl: 19:54:39 | Svara | Er.is | 0

Ég skil vel að þú viljir ekki hafa hann inni hjá þér og tek undir með hinum að besta lausnin væri þá að hann fengi að bíða frammi og koma inn þegar barnið er fætt ef þú ert sátt með það.
Ég held ég myndi reyna eftir bestu getu að efla vinskap við barnsföðurinn og láta hann vita af þessum tilfinningum strax.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Egill Sterki | 20. mar. '11, kl: 20:42:55 | Svara | Er.is | 2

Ég var viðstaddur fæðingu sonar míns, gerði lítið gagn en hélt þó í hönd barnsmóður minnar allan tímann en þetta var löng og erfið fæðing sem endaði með bráðakeisara.

Þetta er upplifun sem ég hefði ekki viljað missa af þó svo að fyrirfram þá langaði mig ekkert að vera viðstaddur.

http://hjelm.123.is/home/

fundið | 20. mar. '11, kl: 20:57:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefðir þú orðið fúll eða fundist þú hlunnfarinn ef barnsmóðirin hefði vinsamlegast beðið þig um að vera frammi þar til barnið væri fætt? (t.d. ef þú ímyndar þér þig í sambærilegum aðstæðum, að þurfa að hafa barnsmóðurina inni?)

leute | 20. mar. '11, kl: 21:11:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt spurning sem ég væri til i að vita svarið við..
hefðiru orðið fúll ef barnsmóðir þín hefði neitað þér að vera viðstaddur, en þú hefðir að sjálfsögðu fengið að koma inn þegar barnið væri fætt og búið væri að "laga" konuna ef til þess hefði komið ;)

lofthæna | 20. mar. '11, kl: 21:21:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki einn sem var ekki viðstaddur fæðingu 2ja barna sinna þótt hann væri í sambandi við hana. Hún einfaldlega vildi ekki hafa hann inni á meðan (er ekki íslensk og þetta tíðkast víst ekki í hennar heimalandi). Hann var á staðnum en ekki inni í fæðingarstofunni. Hann var ekkert ósáttur við það, auðvitað er þetta bara á milli hvers pars/ ekki pars.

strákamamma | 20. mar. '11, kl: 21:07:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sem betur fer vilja flestir vera viðstaddir fæðingar barnanna sinna, en það hefur engin rétt á því að vera viðstaddur neina fæðingu nema fæðarinn sjálfur

strákamamman;)

júbb | 20. mar. '11, kl: 21:08:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það að vera viðstaddur fæðingu er yndisleg upplifun en það breytir því ekki að það er mikilvægast að móðurinni líði vel.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Haffí | 20. mar. '11, kl: 21:08:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hugsa að fáir sem hafa verið viðstaddir fæðingu hefðu frekar viljað missa af henni.

Spurningin er meira hvort fæðandi kona á að taka þarfir barnsföður síns um að fá að horfa á fram yfir eigin ósk um að fá að fæða án hans áhorfs.
Eins má kannski velta fyrir sér hvort maður myndi vilja vera viðstaddur fæðingu ef maður vissi að það væri þvert á vilja konunnar sem er að fæða.

Haffí

Tipzy | 20. mar. '11, kl: 20:47:03 | Svara | Er.is | 0

Engin í fyrra skiptið því það mátti engin vera, en mamma og fyrrv biðu frammi í setustofu.

Seinna skiptið var systir mín (ekki myken heldur hin) og mamma og kallinn biðu inn á herbergi.

...................................................................

AldaK | 20. mar. '11, kl: 21:18:43 | Svara | Er.is | 1

í fyrstu fæðingu þá voru maðurinn minn,mamma og systir,sömu aðilar í annarri fæðingunni,í þriðju var ég ein og í fjórðu var systir mín.

Það er alfarið þitt að ráða hverjir eru viðstaddir. Þú hefur fullann rétt á því að neita pabbanum að vera við og mér finnst þú ekki vera ósanngjörn þar ;)

Kveðja,

Alda.

shiva | 20. mar. '11, kl: 21:19:41 | Svara | Er.is | 0

Þegar eldri strákurinn fæddist voru það svipaðar aðstæður og hjá þér. Mamma var viðstödd.
Í seinni fæðingu voru barnsfaðir og mamma viðstödd.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

rosalin | 20. mar. '11, kl: 21:21:48 | Svara | Er.is | 1

Ég leyfði ekki barnsföður mínum að vera viðstöddum enda við ekki saman og hann hafði ekkert með það að gera að standa þarna yfir mér. Hann hefði ekki verið þarna mér til stuðnings eða skilnings. Hann kom þegar við vorum búin á fæðingardeildinni og komin niðrá sængurkvennadeild.

uppi | 20. mar. '11, kl: 21:26:29 | Svara | Er.is | 0

mamma mín var viðstödd. ég var ekki í sambandi við barnsföður minn og vildi ekki hafa hann viðstaddann.. hann skildi það (reyndar vildi hann fyrst vera viðstaddur en eftir smá umhugsun skildi hann það betur að ég vildi ekki hafa hann)
svo kom hann eftir að barnið var fætt og eyddi með okkur fyrstu nóttunni :)

Bstig | 20. mar. '11, kl: 21:38:26 | Svara | Er.is | 2

Ég er yfirleitt fyrsta manneskjan til að verja réttindi feðra og kynjajöfnuð almennt - en fæðing er algjörlega sér batterí. Þar skiptir öllu máli, ekki síst barnsins vegna, að móðurinni líði sem best og upplifi sig örugga.

Þú skalt því eingöngu hafa það fólk viðstatt sem þú vilt hafa. Pabbinn gæti t.d. beðið fyrir utan og fengið að sjá nýja barnið um leið og þér líður vel með að hann komi inn.

rosa87 | 20. mar. '11, kl: 22:21:33 | Svara | Er.is | 0

Hjá mér var mamma mín og barnsfaðir minn. Hefði ekki getað farið í gegnum þetta án mömmu held ég.
Ef þú ert ekki viss um hvort þér eigi eftir að þykja það óþægilegt að hafa hann viðstaddann þá bara að ræða þetta við hann og hann getur þá prufað að vera viðstaddur og ef þér finnst það óþæginlegt að þá bíði hann frammi þar til barnið er fætt. Þú gerir auðvitað bara það sem þér þykir best í fæðingunni.

Bane | 20. mar. '11, kl: 23:29:03 | Svara | Er.is | 0

Það er ekki eigingirni af þér. Þetta eru hörkuátök og þú átt að velja fólk sem þú ert tilbúin til að hafa og treystir til að styðja þig.

presto | 20. mar. '11, kl: 23:38:37 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst afar mikilvægt að hafa eingöngu fólk viðstatt sem hefur jákvæð áhrif á fæðandi móður. Starfsfólk eða aðstandendur/áhorfendur sem ekki hafa jákvæð og uppörvandi áhrif á móðurina geta alveg skemmt fyrir eðlilegu ferli fæðingarinnar.
(Veit alveg að það eru ekki allir sammála um þetta) Fæðandi kona þarf ekki á því að halda að vesenast með einhverjar tilfinningaflækjur í fæðingu. Ef pabbinn getur veitt henni stuðning eða er amk. ekki truflandi áhorfandi er fínt að hann geti verið viðstaddur þó hann sé ekki maki móður.

pige91 | 20. mar. '11, kl: 23:53:35 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta fara voða mikið eftir því hvort barnsfaðir þinn vilji vera viðstaddur eða ekki, ef honum er nokkuð sama um þetta þá ætti þetta ekki að vera neitt mál, en ef honum langar virkilega mikið að vera viðstaddur og sjá barnið sitt fæðast þá finnst mér frekar ósanngjarnt ef hann má það síðan ekki. Þetta er alveg eins mikið hans barn (karlarnir velja það ekkert að ganga ekki með börnin, alveg eins og við veljum það ekki að gera það, við erum bara heppnar) hann fær ekki að upplifa allt þetta sem þú ert að upplifa, svo það er minnsta hægt að leyfa honum þetta ef þetta er mikilvægt fyrir hann.

Hygieia | 20. mar. '11, kl: 23:57:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hversvegna er það ósanngjarnt? Mér finnst ósanngjarnt að leggja þessa kvöð á konuna - að verða að vera sanngjörn. Það gríðarlega mikilvægt að vanda vel valið á viðstöddum, því tilfinningaflækjur og neikvæð viðhorf trufla fæðinguna. Sanngjarnast af öllu finnst mér að ferlið sé sem best fyrir móður og barn (í þessu samhengi amk).

pige91
sigmabeta | 21. mar. '11, kl: 00:17:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég held þú eigir eftir að skipta um skoðun þegar þú eldist og ferð að huga af einhverri alvöru um barneignir.

Það er alveg rétt hjá þér að við konur erum bara heppnar að fá að ganga með börnin þótt við veljum það ekki, og karlar að sama skapi óheppnir. En náttúran er ekki sanngjörn og hún mun ekki veita okkur neitt jafnrétti í þessu. Við göngum með og fæðum =Við rembum börnum út úr klofinu á okkur =Við kveljumst =Við ákveðum hver fær að vera viðstaddur.

sigmabeta | 21. mar. '11, kl: 00:18:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þar fyrir utan þá efast ég um að eftir að hafa sofið hjá ókunnugum manni þá muni manni eftir það þykja lítið tiltökumál að vera í fæðingarstellingu fyrir framan augun á honum og rembast, svitna, jafnvel missa hægðir, rifna á kynfærunum og troða barni út. Það minnir afskaplega lítið á kynlífið sjálft svona alla jafna.

magzterinn | 21. mar. '11, kl: 00:29:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hugsaði líka svona einu sinni.... en svo varð ég eldri og er núna ólétt og skil bara miklu betur um hvað þetta snýst.
Ég myndi ekki vilja hafa neinn inni hjá mér sem ég fýla ekki, ég vil helst varla hafa ljósmóður hjá mér...hún verður þá að vera mjög þægileg í viðmóti og ég vil að hún láti mig sem mest í friði.
Ég er búin að lesa mér mikið til um fæðingar og búin að ræða við margar ljósmæður og annað og það eru allir sem koma að þessu daglega sammála um að það sé best að konan stjórni þessu algjörlega sjálf. Bara það að fara inn á sjúkraherbergi getur truflað fæðinguna og hægt á henni...svo þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur að hafa manneskju inni hjá þér sem að þér er illa við eða líður illa í kringum.
Það eru til mörg dæmi um það að útvíkkun hjá konum gangi til baka við truflun... Það þekkist líka í náttúrunni, ef dýr sem er að fæða verður fyrir ónæði þá stoppar það oft ferlið af og flytur sig um set.

Þessar truflanir geta haft alvarlegar afleiðingar í fæðingu og auka líkur á því að það sé gripið inn í ferlið og þarf þá oft að nota t.d. sogklukku, tangir o.s.frv. og jafnvel keisara..

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mehh

pige91 | 21. mar. '11, kl: 00:46:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þú ert að svara mér, þá veist þú ekkert betur þótt þú sért eldri en ég og ert ólétt...eins og ég sagði hérna áðan þá hef ég verið ólétt en missti fóstrið, þá var ég ekki í sambandi, hætt með kærastanum þá og við vorum ekkert í góðu sambandi þá en eg held ég hefði alveg leyft honum að vera viðstaddan ef hann vildi. En ég veit það svo sem ekki enda var ég ekki farin að hugsa það langt, en núna þegar ég hugsa úti þetta þá hefði ég ekki verið á móti því að hafa hann allveganna, hefði ekki skipt mig máli.

leute | 21. mar. '11, kl: 09:14:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

heldur já.. en varst greinilega ekki alveg viss?

pige91 | 21. mar. '11, kl: 12:53:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef ég einhverntíman sagt að ég væri viss í þessari umræðu, sagði einfaldlega mína skoðun og það gæti vel verið að skoðunin gæti breyst. nenni ekki að svara fleiri spurningum hérna, er búin að segja mína skoðun og það þarf ekkert að útskýra það neitt nánar.

sigmabeta | 21. mar. '11, kl: 00:12:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En þegar þú pælir í því.. þegar verðandi foreldrar eru ekki í sambandi, eru kannski í mesta lagi kunningjar, og hafa jafnvel bara einu sinni stundað saman kynmök, hvað á barnsfaðirinn að gera í fæðingunni? Á hann að standa eins og illa gerður hlutur og góna á hina fæðandi konu? Eða á hann að halda í höndina á henni, nudda bakið, þurrka svita og lauma að henni hvatningarorðum?

Mér fyndist hvort tveggja í hæsta máta vandræðalegt og ekki við hæfi ef ég væri að fæða. Held líka að það væri jafnvandræðalegt fyrir manninn.

pige91 | 21. mar. '11, kl: 00:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það gæti vel verið vandræðalegt fyrir manninn. En eins og hún tók fram hérna fyrst þá eru þau "vinir", svo það yrði kannski í lagi. Ef ég hugsa útí það...ef ég væri strákurinn í þessari stöðu þá myndi mér kannski finnast óþæginlegt að vera viðstödd, þó svo að ég vildi það, finnst ég vera algjör heppnisgrís að vera kvenkyn og fá að hafa barnið í maganum og fæða það og upplifa þessa yndilegu upplifun. Getur vel verið að ég myndi skipta um skoðun ef ég væri í þessari stöðu sjálf líka en svona fyi þá er ég ekkert það ung, er að verða 20 og hef verið ólétt áður en missti barnið, svo ég er ekki alveg úti á þekju. Get ekki beðið að byrja á barneignum og væri til í að byrja bara eftir nokkur ár.

Haffí | 21. mar. '11, kl: 00:48:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er bara handfylli af fólki í heiminum sem ég gæti hugsað mér að hafa með mér í fæðingu. Bara fólk sem þekkir mig inn og út og fólk sem má sjá mig í mínu allrabesta og mínu allraversta. Bara fólkið sem má sjá mig á klóinu og fólkið sem mætti hjúkra mér ef ég lægi hjálparlaus og mikið veik, fólkið sem ég fer á trúnó með og fólkið sem ég leita til og grenja utan í þegar ég verð fyrir meiriháttar áföllum í lífinu og þeir sem ég hringi í fyrst þegar eitthvað æðislegt gerist. Ekkert af þessu á við um bólfélaga sem er samt alveg fínn strákur og þannig vinur að ég get talað við hann.

Þegar þú háttar þig með einhverjum rúmfélaga til að stunda kynlíf hefur þú fulla stjórn á aðstæðum. Þú stjórnar umhverfinu og þú stjórnar þínum kropp, þú ert hvorki verkjuð né lyfjuð (vonandi) og þú veist hverju ´þú átt von á. Fæðing gengur út á svo allt, allt aðra hluti. Þú ert að hleypa fólki inn í eitthvað sem er eitt það erfiðasta og tilfinningahlaðnasta og magnaðasta sem þú gerir í lífinu. Ef fólk er tilbúið að deila þeirri upplifun (sem er ekki bara líkamleg, heldur tilfinningaleg) með öðrum en sínum nánustu þá er það auðvitað í stakasta lagi. En að kæra sig ekki um það er meira en skiljanlegt.

Haffí

leute | 21. mar. '11, kl: 09:17:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já "vinir" meira svona kunningjar, höfum hisst einu sinni og eftir það bara talað í síma og á netinu, sé ekki fram á að við verðum eitthverjir góðir vinir og eigum eftir að kynnast mikið áður en fæðingin er. Æj ég veit ekki, ég hef bara engann áhuga á að hafa hann þarna inni, þar sem hann þekkir mig ekki neitt.

Grjona | 21. mar. '11, kl: 09:20:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta fer nákvæmlega ekkert eftir því hvað hann vill, hún ræður þessu algjörlega sjálf. Það er hún sem er að fæða, ekki hann.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Treehugger | 21. mar. '11, kl: 09:21:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega.

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

myrran | 20. mar. '11, kl: 23:55:22 | Svara | Er.is | 0

þekki tilfelli þar sem að foreldrarnir voru ekki saman og pabbinn ekki viðstaddur... ég hefði leyft honum að vera viöstöddum en mér er líka alveg sama haha hefði viljað hafa fleiri hjá mér! mamma, kallinn, fæðingarlæknir, ljósmóðir og læknanemi voru viðstödd og mig vantaði alveg einn í viðbót til að aðstoða haha

Sturtuhaus | 20. mar. '11, kl: 23:59:21 | Svara | Er.is | 0

Ég var ekki með pabba stráksins míns þegar hann fæddist og hann fékk ekki að vera með mér á fæðingadeildinni. Við vorum nýhætt í svakalega stormasömu sambandi og ég höndlaði ekki að hafa hann nálægt mér einu sinni.

Hann vildi reyndar ekki bíða fyrir utan heldur fór hann bara í vinnuna og við hringdum í hann þegar barnið var fætt og hann gat komið að "skoða". Ég var þá annarsstaðar á meðan bara.

SelenaG | 21. mar. '11, kl: 09:19:22 | Svara | Er.is | 1

hef alltaf haft foreldra mína og svo kallinn, pabbi var að taka upp fæðinguna :) á 2 fæðingar á myndbandi :)

hvusslaxmann | 21. mar. '11, kl: 09:26:51 | Svara | Er.is | 0

En hefur þú nokkuð spurt hann að því ennþá hvort að hann hafi yfir höfuð áhuga á að vera viðstaddur? Án þess að hafa verið í svona aðstæðum sjálfur, þá sé ég ekki fyrir mér að ég vildi vera viðstaddur fæðinguna með barnsmóður sem ég þekkti varla. Það væri bara óþægilegt fyrir alla, líka pabban.

leute | 21. mar. '11, kl: 09:46:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef það ekki nei, en bara meðað við hvað hann er spenntur fyrir þessu öllu og hvernig hann hefur talað þá tel ég hann vilja vera viðstaddann. Ætti ég að láta hann vita strax að það sé ekki það sem ég vil? eða þegar nær dregur.. afsakið en ég veit bara ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu máli :P

hvusslaxmann | 21. mar. '11, kl: 09:48:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Því fyrr því betra held ég.

miss Alvia | 21. mar. '11, kl: 10:17:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég myndi segja honum að þú treystir þér ekki til þess að hafa hann viðstaddann og koma með uppástungu um annað fyrirkomulag, að hann bíði frammi ef það henti ykkur eða þá að það yrði hringt í hann strax og barnið væri fætt og þá væri honum velkomið að koma upp á spítala. eða bara það sem hentar.

Þú ert heppinn að hann sé spenntur og sýnir meðgöngunni og barninu áhuga, vonandi heldur það áfram þannig og þið getið átt góð samskipti tengd barninu. þið græðið á því öll 3.

vonandi gengur þetta vel hjá þér.

kv. Alvia

---

erlingsköttur | 21. mar. '11, kl: 10:04:57 | Svara | Er.is | 0

Ef ég myndi eignast barn þá myndi ég vilja hafa kærastann minn og mömmu mína sitthvoru megin við mig held ég heheheheh.... en það mætti sko ENGIN kíkja í klofið á mér! Ekki séns í helvíti..oj...

En.....ekki eins og ég sé að fara að eignast barn :D Frekar fara svín að fljúga!

---------------------------
http://www.zoo-krakow.pl/showimg.php?img=images/3-big/ocelot.jpg&text=ocelot


þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel.....
......Undarlegt að enginn skyldi, að því snilldarverki dást.

vanda | 21. mar. '11, kl: 10:19:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hafði manninn minn og mömmu, hefði ekki viljað gera þetta án þeirra! Fæðingin varð erfið og endaði í bráðakeisara og þá voru þau ómissandi stuðningur fyrir hvort annað.

*********************************************************************
Hvor hefur þjáðst meira fyrir hinn, guð fyrir mennina eða mennirnir fyrir guð?
-Halldór Laxness

will4u | 21. mar. '11, kl: 10:42:49 | Svara | Er.is | 1

Það ert þú sem ræður hver er viðstaddur.
EN hefurðu spáð í því að leyfa honum bara að bíða frammi og koma svo inn þegar barnið fæðist? Ef hann hefur mikinn áhuga er þá ekki um að gera að leyfa honum aðeins að finna að þetta er líka hans barn?

fabaceae | 21. mar. '11, kl: 11:26:19 | Svara | Er.is | 0

þú ættir bara að hafa nákvæmlega þá sem þú villt hafa og engan annan :) ef það er einhver viðstaddur sem þú hefur ekki áhuga á að sé á svæðinu getur það skapað stress, og þá gefuru frá þér hormón sem geta haft slæm áhrif á gang fæðingar. Ef það er einhverntíma sem þú átt bara að hafa allt eftir þínu höfði þá er við þessa stund. :)
Gangi þér súper vel með allt saman.

MissJ | 21. mar. '11, kl: 11:46:33 | Svara | Er.is | 0

ég var með mömmu og kallinn minn hjá mér í fyrri fæðinguni og í seinna tengda mömmu og kallinn minn. Fannst það fínt í bæði skiptin. (leyfði tengdó að vera þar sem hún á enga dóttur og okkar börn eru einu barnabörnin)
En auðvitað ræður þú því alveg sjálf hver er hjá þér.

MissJ

Treehugger | 21. mar. '11, kl: 12:02:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nú er ég að spá. Er það eitthvað rosalega mikilvægt fyrir verðandi ömmur að fá að upplifa fæðingu? Þú ert ekki sú fyrsta sem ég hef heyrt (séð) segja þetta með að "leyfa" tengdó eða mömmu að vera með. Ég er bara að spá af því að mér datt ekki einu sinni í hug að minnast á þetta við mömmu mína, hvað þá tengdamömmu.

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

MissJ | 21. mar. '11, kl: 12:19:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vildi hafa mömmu þar sem ég var skít hrædd og stelpan var með fæðingargalla, síðan með tengdó vorum bara ræða þetta og hún fór að tala um að hún yrði sjálfsagt aldrei viðstödd þar sem hún ætti ekki dóttur svo ég bara bauð henni að vera, og sé sko ekki eftir því þar sem það var rosalega gott að hafa hana hjá mér

MissJ

Treehugger | 21. mar. '11, kl: 12:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært :) Ég hef reyndar einu sinni haft tengdamömmu á kantinum, hún var hjá okkur og passaði stelpuna á meðan ég var að fæða strákinn. Það var mjög gott að hafa hana hjá okkur fyrstu tímana eftir fæðinguna, hún kom inn með stelpuna stuttu eftir að stráksi kom í heiminn :)

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

MissJ | 21. mar. '11, kl: 12:19:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vildi hafa mömmu þar sem ég var skít hrædd og stelpan var með fæðingargalla, síðan með tengdó vorum bara ræða þetta og hún fór að tala um að hún yrði sjálfsagt aldrei viðstödd þar sem hún ætti ekki dóttur svo ég bara bauð henni að vera, og sé sko ekki eftir því þar sem það var rosalega gott að hafa hana hjá mér

MissJ

MissJ | 21. mar. '11, kl: 12:19:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vildi hafa mömmu þar sem ég var skít hrædd og stelpan var með fæðingargalla, síðan með tengdó vorum bara ræða þetta og hún fór að tala um að hún yrði sjálfsagt aldrei viðstödd þar sem hún ætti ekki dóttur svo ég bara bauð henni að vera, og sé sko ekki eftir því þar sem það var rosalega gott að hafa hana hjá mér

MissJ

MissJ | 21. mar. '11, kl: 12:19:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vildi hafa mömmu þar sem ég var skít hrædd og stelpan var með fæðingargalla, síðan með tengdó vorum bara ræða þetta og hún fór að tala um að hún yrði sjálfsagt aldrei viðstödd þar sem hún ætti ekki dóttur svo ég bara bauð henni að vera, og sé sko ekki eftir því þar sem það var rosalega gott að hafa hana hjá mér

MissJ

MissJ | 21. mar. '11, kl: 12:19:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vildi hafa mömmu þar sem ég var skít hrædd og stelpan var með fæðingargalla, síðan með tengdó vorum bara ræða þetta og hún fór að tala um að hún yrði sjálfsagt aldrei viðstödd þar sem hún ætti ekki dóttur svo ég bara bauð henni að vera, og sé sko ekki eftir því þar sem það var rosalega gott að hafa hana hjá mér

MissJ

KuTTer | 21. mar. '11, kl: 12:44:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vildi bara leyfa þeim að upplifa það að sjá barnabarnið sitt verða fætt. Maður veit aldrei hven´r þau fá tækifæri til þess aftur ...

En það er bara ég, e´g hugsa bara of mikið um aðra ...

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

Treehugger | 21. mar. '11, kl: 12:46:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, málið er að mér datt alls ekki í hug að þeim gæti hugsanlega þótt það eitthvað gaman eða spennandi. Ég veit allavega að það leið yfir pabba þegar litla systir mín fæddist þannig að hann væri örugglega ekki til í fleiri fæðingar ;)

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

KuTTer | 21. mar. '11, kl: 12:47:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég hafði bara opið boð, ef þau segðu nei þá væri það bara fínasta mál, en þær vissu að þetta var í boði.
Hefði sko haft miklu fleira fólk ef að ég hefði mátt það!

____________________________________________________________
http://www.facebook.com/pages/USA-v%C3%B6rur-fyrir-%C3%BEig/357949677571733

Bstig | 21. mar. '11, kl: 14:21:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta líka mjög merkilegt.
Hafði ekki hugmynd um að mæður væru nokkurn tímann með í fæðingum - þar til ég fór að lesa um það hér, þekki enga persónulega sem hefur gert þetta.
Og enn síður hafði ég hugmynd um að ástæðan fyrir nærveru móður og tengdamóður væri að "leyfa þeim að sjá fæðingu".

Er alls alls ekki að gagnrýna - finnst þetta bara stórmerkilegt fyrirbæri sem ég vissi ekki að væri til. :)

piscine | 21. mar. '11, kl: 14:23:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mamma mín var viðstödd fyrri tvær fæðingarnar mínar. Svo var ég spurð á þriðju meðgöngunni hvort hún væri ekkert sár yfir því að fá ekki að vera í þriðja skiptið líka :) Við mamma vorum báðar jafn hissa því hún var þarna fyrir mig (og okkur) en ekki sig.

Bstig | 21. mar. '11, kl: 14:28:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat!

Þótt ég sjái ekki sjálf tilgang með öðrum fæðingarfélögum en manninum mínum, er auðvitað frábært að aðrar fæðandi konur hafi mömmu með ef þær hafa þá þörf. En að líta á fæðingu út frá "gestunum" en ekki konunni sjálfri finnst mér meeerkilegt. Eins og barnsfæðing sé partý sem fólk verður sárt yfir að vera ekki boðið í! :)

Sem virðist greinilega vera víðtekin hugmynd miðað við fjölda umræðna á Er.is frá óléttum konum sem vilja ekki særa tengdó með að BJÓÐA henni ekki í fæðinguna...!

Silaqui | 21. mar. '11, kl: 13:12:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ágætis pæling. Mamma mín var nú viðstödd af því að ég var einstæð og treysti henni best til að styðja mig. Eiglega af því að ég (litla stóra barnið) vantaði mömmu mína. Pabbi hefði sennilega verið á staðnum ef hann hefði bara drifið sig út úr dyrunum heima. Svona var ég mikil mömmu og pabba stelpa á þessum tíma.
Ég held ekki að barnsfjöðrin hefði meikað að vera til gagns ef hann hefði verið á staðnum (sem stóð alveg til boða, svona þannig).
Ef ég væri að brasa í barneignum í dag, með mann og allt það, myndi ég hugsanlega vilja hafa mömmu með en ég held nú að hetjan mín myndi alveg standa sig ;)
Tengdó myndi bara fá að vera á staðnum ef hún hefði eitthvert hlutverk, ekki bara til að vera með í partýinu. Ég bara þekki hana ekkert nógu vel.
Mín skoðun er reyndar að fólk eigi bara vera viðstatt ef að það sé gagn í því fyrir hina fæðandi konu. Ælandi eiginmaður eða stjórnsöm mamma eru ekki að hjálpa neitt og geta því verið úti fyrir mér. En ég er nú afskaplega órómantíksk þegar kemur að barneignum.

Treehugger | 21. mar. '11, kl: 13:19:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála þessu. Ég hefði örugglega ekki treyst mér til að fara ein í fæðingu, allavega ekki í fyrsta sinn en ég myndi ekki kæra mig um einhvern áhorfendaskara. En þetta er náttúrulega misjafnt. Ein vinkona mín (læknir) lenti í því að strákur sem var með henni í bekk í læknisfræðinni kom óvænt til að vera viðstaddur tvíburafæðinguna hennar. Ég er nokkuð viss um að svona óboðnum gesti hefði verið hent öfugum út ef ég hefði verið að fæða þessi börn en henni var alveg sama. Hún lítur allt öðrum augum á fæðingar en ég.

-----------------------------------------
I reject your reality and substitute my own.

Diddís | 21. mar. '11, kl: 14:31:32 | Svara | Er.is | 0

Þú ert eina manneskjan sem verður að vera á staðnum ;)
Mér finnst fæðing vera algjörlega stund Móðirinnar og þú ræður hvort og hvern þú
vilt hafa hjá þér.

Diddís | 21. mar. '11, kl: 14:31:35 | Svara | Er.is | 0

Þú ert eina manneskjan sem verður að vera á staðnum ;)
Mér finnst fæðing vera algjörlega stund Móðirinnar og þú ræður hvort og hvern þú
vilt hafa hjá þér.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Samfestingurinn/Samfés billabong 3.3.2012 16.5.2024 | 09:27
Do you know octordle game online? Sila11 16.5.2024 16.5.2024 | 09:26
Plágur úr biblíunni ! Zjonni71 14.5.2024 16.5.2024 | 04:22
Milliblæðingar- ein hrædd AG1980 15.5.2024
Grenitré fræ DooaDiddly 15.5.2024
Game bird terrine????? sigrunf 18.10.2009 14.5.2024 | 12:46
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 14.5.2024 | 08:30
Have You Ever Taken an Enneagram Test? jasperwilde09 14.5.2024
Cenforce 50mg: Most Amazing ED Solution For Men camilajohnson 14.5.2024
Besta naglaþjölin og hvar fæst hún? Gunna stöng 10.5.2024 13.5.2024 | 14:54
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 13.5.2024 | 12:16
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 13.5.2024 | 04:05
Óska eftir barnakofa í garðinn lsh3 12.5.2024
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024 12.5.2024 | 00:21
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024 11.5.2024 | 20:17
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023 11.5.2024 | 13:32
Ökuskírteini Burgerman 8.5.2024 11.5.2024 | 12:27
Vantar odyrann hjólastól Prinsessan93 11.5.2024 11.5.2024 | 09:02
Mjög hættulegur frambjóðandi ! Zjonni71 9.5.2024 9.5.2024 | 16:49
Ávaxtaflugur icyspicy 20.8.2010 9.5.2024 | 09:16
New York Ròs 18.4.2024 8.5.2024 | 07:17
Halla Hrund??? Sætúnið 3.5.2024 7.5.2024 | 22:53
matvandur/matvondur villemo 6.3.2014 7.5.2024 | 14:09
Rjómasprautur tennisolnbogi 26.12.2015 7.5.2024 | 02:39
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 7.5.2024 | 02:34
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 7.5.2024 | 00:12
Fríhöfnin nonnih 6.5.2024
Fun supermarket Laurakuhlman 6.5.2024
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 6.5.2024 | 07:11
Af hverju er ég svona mikill meistari? R2 D2 3.5.2024
Hvar get ég fengið frítt fiskinet? Isabella2690 13.2.2024 3.5.2024 | 09:08
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Síða 1 af 49140 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Kristler, Bland.is, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Paul O'Brien