Hvers vegna ættum við að kjósa lúsera á þing ?

_Svartbakur | 6. sep. '21, kl: 15:10:27 | 127 | Svara | Er.is | 0

Já margt af fólki sem sækist eftir að komast á þing og setja okkur lög er fólk
sem alls ekki hefur getað stjórnað sínu lífi og fjárhag.
Þannig dæmi er hægt að finna úr mörgum flokkum og framboðum.
En er nokkur ástæða til að kjósa svona lúsera á þing fyrir okur hin?

 

Júlí 78 | 6. sep. '21, kl: 18:27:55 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst við ættum alls ekki að fara í manninn eins og sagt er fyrir kosningar, förum frekar í málefnin. Það er akkúrat enginn fullkominn. Ekki einu sinni þau sem þú dýrkar og dáir og vilt fá aftur við stjórnvölinn. Og ef það er verið að kalla einhvern lúser þá er betra að rökstyðja það almennilega. Svona upphrópanir út í loftið virka ekkert á fólk. Einn í þínum elskulega Sjálfstæðisflokki var ansi duglegur að afla sér mikilla aukatekna frá ríkinu sem var merkt sem "bifreiðastyrkur" eða álíka. Eigum við þá að segja hann "voða kláran"? og dást að dugnaðinum?

_Svartbakur | 6. sep. '21, kl: 20:06:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm gaman að því þegar menn "koma ár sinni vel fyrir borð".
Auðvitað verður að slá þessu svodið upp eða poppa þetta upp allt saman.
En í alvöru talað þá er nú skemmtilgra að hafa menn í forystu sem hafa náð langt eða náð árangri á einhveerju sviði.
En það er líka engin trygging samt fyrir því að þeir nái sama árngri í pólitíkinni.
En kannski ekki eðlilegt heldur að velja á þing það fólk sem alltaf hefur mistekist ?

Júlí 78 | 7. sep. '21, kl: 00:37:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Dæmið eigi svo þér verðið eigi dæmir" sagði Jesús. Það veit enginn um hvern eða hverja þú ert að tala. Fullyrðingar án rökstuðnings eru marklausar. 

_Svartbakur | 6. sep. '21, kl: 22:26:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bjarni Ben fjármálaráðhrra kom vel út úr viðtalinu í kvöld í RUV.
Auðvitað eigum við að kjósa svona hæfa menn til að stjórna landinu áfram.

Júlí 78 | 7. sep. '21, kl: 00:47:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það alls ekki hæfir menn sem svíkja kosningloforð. Það meira að segja kom fram í viðtali við Helga Pétursson  í útvarpinu að Bjarni hafi sent eldri borgurum bréf fyrir nokkrum árum og lofað að afnema allar skerðingar. Hann er ekki búinn að því enn sagði hann og eldri borgar hafa þurft að fara í mál við ríkið út af skerðingunum sem þeir hafa þurft að sæta. 

_Svartbakur | 7. sep. '21, kl: 10:20:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver hldur þú Júlí mín góð að muni afnema allar skerðingar af bótum til örykja og
ellilaunum frá TR ?
Það mun enginn flokkur gera það þó að hann hafi öll völd.
Þannig að þó þú talir likt og Jesus þa´mun það lítt duga.
Aaðlatrið er hvort að það er rétt sem Bjarni Ben segir að lægstu laun og bætur hafi hækkað mest undanfarin 4 ár.
Hann sagði reyndar að kaupmáttur öryrkja og lægstu launa hefði hæakkað mest síðustu 4-8 ár.
Er það rétt eða rangt meistari Júlí ?

Júlí 78 | 7. sep. '21, kl: 10:40:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lægstu laun hækkuðu kannski meira en áður síðast en ég stórefa samt að "kaupmátturinn" sé eitthvað til að tala um. Lægstu laun eru lág þrátt fyrir hækkanir og ég held allir eigi erfitt með að ná saman sem eru á þeim launum. Ég fann annars á netinu um þetta varðandi öryrkja hjá ÖBÍ, grein frá 2017. Sjálfstæðisflokkurinn er jú búinn að vera lengi við völd svo skoðum þetta.


Ellen Calmon þáverandi formaður ÖBÍ:

"Fjármálaráðherra sagði fjálglega í fjárlagafrumvarpsumræðu á Alþingi í desember í fyrra að sú hækkun sem ætluð væri örorkulífeyrisþegum myndi hafa gríðarleg áhrif á kaupmáttaraukningu örorkulífeyris. En þar sagði hann „...verðbólgan [hefur] farið minnkandi og hún hefur verið stöðugt lág sem hefur tryggt gríðarlega kaupmáttaraukningu fyrir launþega og mikla kaupmáttaraukningu bóta, reyndar þannig að bætur munu aldrei í sögu Íslands hafa haft hærri og meiri kaupmátt 2016...“

Ég hef lengi leyft mér að efast um að orð fjármálaráðherra um þessa gríðarlegu kaupmáttaraukningu yrðu orð að sönnu. Ég bið almenning um að láta ekki villa um fyrir sér þegar talað er um prósentuhækkanir, sem jafnvel gætu í huga einhverra hljómað háar, því prósentuhækkanir á mjög lágan lífeyri þýðir afar lága krónutöluhækkun. En það eru einmitt krónurnar sem skipta máli í þessu samhengi. Allir þurfa ákveðna lágmarkskrónutölu í framfærslu á mánuði til að geta lifað af í íslensku samfélagi, krónur sem duga fyrir fæði, klæði, húsnæði og í tilfellum örorkulífeyrisþega fyrir lyfjum, læknisþjónustu og þjálfun.

Við leituðum til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um útreikninga á samanburði kaupmáttarþróunar heildartekna örorkulífeyrisþega og heildarlaun fullvinnandi fólks frá árinu 2009 til ársins 2015 en tölur fyrir árið 2016 koma ekki fram fyrr en á næsta ári og því vantar forsendur til að reikna út þróunina fyrir árið 2016.

Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesta þennan efa, hrekja orð ráðherra um gríðarlega kaupmáttaraukningu.


Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega var 9% lægri árið 2011 en árið 2009 og lækkaði því mun meira hjá örorkulífeyrisþegum en hjá launafólki. Hagur ýmissa hópa fór að vænkast eftir hrun en örorkulífeyrisþegar sátu eftir. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 segir að „Vaxandi vinnuaflseftirspurn, miklar launahækkanir í kjarasamningum, hagstæð gengisþróun, minnkandi verðbólga og batnandi kaupmáttur einkenndu árið 2015“.

Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega árið 2015 var nær sá sami og árið 2009, hafði einungis hækkað um 1%, þrátt fyrir lága verðbólgu. Hins vegar hafði kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi hækkað um 15% á tímabilinu. Þessar tölur sýna fram á ósamræmið í orðum fjármálaráðherra í lok árs 2015 um að örorkulífeyrir hafi hækkað í samræmi við lög á hverju ári eftir því hvort verðlag eða laun hafi hækkað meira.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði ennfremur út þróun kaupmáttar fyrir óskertan lífeyri almannatrygginga og    lágmarkslaun frá árinu 2009.    Örorkulífeyrisþegi sem er með óskertan lífeyri hefur engar aðrar tekjur til framfærslu en lífeyri almannatrygginga.

Lífeyrisþegar með lágar aðrar tekjur geta einnig fallið hérna undir, en vegna „krónu á móti krónu skerðinga“ https://www.obi.is/is/moya/news/kaupmattur-aldrei-meiri-fyrir-suma-1geta þeir verið með sömu heildartekjur og lífeyrisþegar sem einungis fá greiddan óskertan lífeyri."

Júlí 78 | 7. sep. '21, kl: 10:49:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo ættirðu að lesa þessa ályktun frá ÖBÍ:

"Ályktun aðalfundar ÖBÍ - 2. og 3. október 2020

Við skilum skömminni til ríkisstjórnarinnar Í þrjú ár hefur ríkisstjórn Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga ákveðið að auka fátækt fatlaðs og langveiks fólks í stað þess að bæta kjör okkar. Sístækkandi hópur öryrkja býr við sárafátækt. Það veldur aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands miklum vonbrigðum að um áramótin 2020-2021 verði munurinn á örorkulífeyri og lágmarkslaunum orðinn kr. 86.000.

Frá árinu 2007 hefur bil á milli örorkulífeyris og lágmarkslauna stöðugt breikkað. Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar hefur ekkert verið gert til að bregðast við þessari kjaragliðnun, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að ríkisstjórnin segist vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu er enga breytingu að sjá.

Aðalfundur Öryrkjabandalagsins krefst þess að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína gagnvart lífskjörum fatlaðs og langveiks fólks og bæti kjör okkar án tafar. Skömm ríkisstjórnarinnar er að halda okkur í fátækt og skýla sér á bakvið Covid og slæmt efnahagsástand.

Fátækt er afleiðing skammarlegra pólitískra ákvarðana. Ekkert um okkur án okkar!"

Júlí 78 | 7. sep. '21, kl: 11:42:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og af því að þú trúir því að láglaunakonan sé með svo æðislegan kaupmátt, lestu þá þetta sem kemur frá Sóveigu Önnu, til Diljá sem er í Sjálfstæðisflokknum:  „Diljá Mist vill að við verðum döpur og hnuggin yfir þessari  hýpóþetísku  gömlu konu. En Diljá Mist stendur nákvæmlega sama um þær raunverulegu verka og láglaunakonur sem eiga ekki krónu með gati, þær raunverulegu konur sem eru fangar hinnar viðbjóðslegu samræmdu láglaunastefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn og auðvalds-eigendur hans viðhalda með kjafti og klóm, fangar þess kerfis sem nærist á því að arðræna og kúga konurnar sem halda umönnunarkerfunum okkar gangandi og búa til hagvöxtinn með vinnu sinni á hótelunum, í fiskvinnslunni  osfrv .“
https://www.dv.is/eyjan/2021/9/5/erjurnar-silfrinu-draga-dilk-eftir-ser-solveig-segir-dilja-vera-omerkilegan-politiskan-loddara-dilja-svarar-fullum-halsi-og-segir-hana-uppfulla-af-hatri/

_Svartbakur | 8. sep. '21, kl: 18:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lífskjör á Íslandi eru mjög þokkaleg í samanburði við önnur lönd t.d. Norðurlöndin.
https://www.sa.is/frettatengt/frettir/islendingur-mun-skemur-en-finni-ad-vinna-fyrir-matarkorfunni
"Alkunn staðreynd er að verðlag í ríkjum þar sem laun eru há er verðlag einnig hátt og í ríkjum með lág laun er verðlag lágt. Sem dæmi má nefna að í A-Evrópuríkjunum, þar sem launastig er 10-20% miðað við ríki með hæst laun, er verðlag 70-90% af meðalverðlagi ESB-ríkjanna. Kaupmáttur láglaunaríkja ESB er þar af leiðandi mun lakari en í hálaunaríkjunum, þar sem launamunurinn er margfalt meiri en munurinn á verðlaginu.

Samkvæmt samanburði hagstofu ESB á verðlagi í ESB og EFTA ríkjunum eru mat- og drykkjarvörur á Íslandi 55% dýrari en að meðaltali í ESB-ríkjunum og í Noregi 66% dýrari, en þau ásamt Sviss og Lúxemborg greiða hæst laun meðal samanburðarríkjanna. Há laun á Íslandi vega upp hátt verðlag á þannig að kaupmáttur launa, leiðréttur fyrir misháu verðlagi var sá þriðji hæsti á Íslandi árið 2017. Aðeins í Sviss og Lúxemborg var kaupmáttur launa hærri það ár.

Samkvæmt upplýsingum OECD var meðaltímakaup eftir tekjuskatt 55% hærra á Íslandi en í Finnlandi og verðlag á mat og drykkjarvöru 30% hærra skv. upplýsingum hagstofu ESB. Kaupmáttur launa gagnvart mat- og drykkjarvörum var þannig 20% hærri á Íslandi en í Finnlandi. Samkvæmt reiknivél velferðarráðuneytisins ver barnlaus einstaklingur 34.600 kr. á mánuði í kaup á mat og drykk. Í Finnlandi ætti sambærilegur einstaklingur að verja 30% lægri fjárhæð til kaupa á þessum vörum, þ.e. 26.500 kr. Í ljósi hærra tímakaups á Íslandi en í Finnlandi tók það meðal Íslending 8 klst. að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum til mat- og drykkjarvara en það tók Finnann 9,5 klst. að vinna fyrir sömu vörukörfu.

Samanburður verðlags og launa milli landa sýnir að lífskjör á Íslandi eru meðal þeirra allra bestu í heiminum. Samanburður umræddrar könnunar ASÍ á vöruverði nokkurra landbúnaðarafurða á Norðurlöndum gefur hið gagnstæða til kynna, þ.e. að á Íslandi séu lífskjör ekki góð í Norðurlandasamanburði. Það er sem betur fer ekki rétt.

Sanngjarn samanburður á verðlagi milli landa verður að byggja á því að bæði verðlag og laun eru mismunandi eftir löndum og kaupmáttur launa því aðalatriðið. Í þeim samanburði stendur Ísland vel."

Júlí 78 | 9. sep. '21, kl: 15:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það getur vel verið að margir hér séu á ágætislaunum. Það þýðir ekki að lífskjör láglaunamannsins/konunnar séu góð eða t.d. allra þeirra sem eru aldraðir, já eða öryrkja eða atvinnulausra, eða þeirra sem eru á félagsmálabótum. Ég veit svo um konu sem býr í Danmörku sem er á örorku, hún myndi aldrei hafa það eins gott hér á landi. Hún fékk húsnæði sem hentar mjög vel bæði öldruðum og öryrkjum, fær fría heilbrigðisþjónustu sem hefur munað rosalega miklu og svo framvegis, verðlag betra og fleira.

_Svartbakur | 10. sep. '21, kl: 07:42:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er frábært ef að vel er búið að öryrkjum og öldruðum í Danmörku.

Maður hefur heyrt og einhverjir hafa verið að birta tölur frá stofnunum sem reikna ýmsar þjóðhagsstærðir. Þar kemur fram að það er talið að launabil sé með því minnsta í Evrópu hér á landi.
Ef það er rétt að launabilið sé talið lítið hér þá hagnast væntanlega líka þeir launalágu þegar þeir sem eru með hærri laun frá hækkun.
Þetta eru svosem engin ný sannindi þeir sem eru ofar í launaskalanum draga hina lægri upp með sér.

_Svartbakur | 7. sep. '21, kl: 20:57:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ný könnun sýnir Sjálfstæðisflokk með ákjósanlega stöðu.

"Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun"
https://www.visir.is/g/20212152822d/bjarni-med-palmann-i-hondunum-samkvaemt-konnun

Almenningur á Islandi sér auðvitað að vel hefur verið haldið á málum hjá fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokki.

Júlí 78 | 7. sep. '21, kl: 09:16:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil nú endilega að þú sjáir bréfið sem er frá 2013. Bjarni reyndar búinn að afnema eignaskattinn. En síðasta loforðið var, við ætlum að afnema tekjutengingar ellilífeyris.
Þáverandi formaður Landssambands eldri borgara sagði um það:  „Við viljum meina að það eigi að afnema allar tekjutengingar og við borgum bara skatt af okkar tekjum eins og annað fólk. Það er fáránlegt að fólk borgi milli 70-80% skatt af tekjum sem er umfram 100.000 krónur, því skerðingarnar eru svo miklar. Efndirnar eru bara allt of litlar. Það er líka svo erfitt fyrir okkar hóp að horfa upp á allar  þessar leiðréttingar, og afturvirku hækkanir annarra stétta, meðan stór hluti af okkar hóp er með tekjur undir framfærsluviðmiðunum. Það fást 335 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling, en útborgað er upphæðin 250.000 krónur. Alls eru um 40.000 eldri borgarar á Íslandi og þriðjungur þeirra er undir þessum mörkum.“


Hann lofaði líka að lækka fjármagstekjuskattinn, hann hefur ekki gert það. Hann er núna 22% (hærri en áður) en mætti vera hærri finnst mér, mætti alveg hækka hann meira en hafa frítekjumarkið meira en 300 þús. á mann eins og nú er. Frítekjumarkið ætti frekar að vera ca. 1 millj.


  • Meðal loforða Bjarna var að afturkalla kjaraskerðingu ellilífeyrisþega sem átti sér stað árið 2009.

Sigurður segir það ekki hafa gerst nema að litlu leiti:

„Það sem við erum óhress með er að enn er verið að skerða kjör hjóna, það er ekki litið á þau sem einstaklinga. Hjón fá til dæmis 60.000 krónum minna á mánuði heldur en að einstaklingur sem býr einn. Svo þegar er borgað út hjá Tryggingastofnun er ekki stuðst við launavísitölu heldur verðlagsþróun og þannig er alltaf notuð óhagstæðari mælieining til þess að reikna út okkar hækkun.“


https://www.dv.is/eyjan/2018/07/23/gomul-kosningaloford-bjarna-ben-til-eldri-borgara-dregin-fram-i-dagsljosid-hafa-thau-verid-efnd/_Svartbakur | 7. sep. '21, kl: 20:43:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búinn að sjá þetta bréf.
Ég held að Bjarni sé búinn að sýna fram á að kaupmáttur þessa fólks hefur vaxið mjög. Þar af leiðandi er kannski ekki alveg jafn nauðsynlegt að afnema allar skerðingar. Og kannski hefur Bjarni séð að allar skerðingar munu skaoa mikla óánægju þeirra sem minnstar hafa bæturnar eða afkoman er lökust hjá.
En Bjarni boðar mikla endurskoðun á þessu kerfi það er þörf á því.
Aðal málið er eins og Sigmundur Davíð hefur margoft bent á að öll þessi skattkerfi og lífeyrissjóðskerfin verða að hafa innbyggðan hvata til að fólk hafi hagnað af sparnaði og skynsemi í meðferð fjár.

Við sjáum að þessir flokkar sem vilja spreða út peningum eins og Samfylking, Piratar og vinstra fólk, það vill eyða langtum meira í flóttafólk heldur en við gerum í dag. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og ríkisstjórnin öll vill greiða niður það sem áfallið vegna Covid hefur kostað okkur.
Það var gæfa okkar að skuldir voru greeiddar niður áður en kreppan skall á.
Það veit engin hvernig framtíðin verður en skynsemin segir okkur bara eins og í heimilisrekstri okkar að það er synsamlegt að lækka skuldir.
Eitt það besta sem hefur gerst undanfarin ár er að heimilin hafa verið að greiða niður skuldir og lán.
Það sama á ríkissjóður að hafa að mrkmiði.

Júlí 78 | 8. sep. '21, kl: 14:21:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef að Bjarni Ben vill endurskoða þetta kerfi þá vill hann bara gera það sem hann hefur alltaf viljað og Öryrkjabandalagið er á móti þ.e. koma á starfsgetumati öryrkja. Eina markmiðið virðist vera að fækka bótaþegum. Ellen Calmon þáverandi formaður ÖBÍ:  „Við höfum alltaf sagt að það þarf í raun ekkert starfsgetumat til bæta kjör örorkulífeyrisþega eða til að bjóða upp á fleiri sveigjanleg störf fyrir fólk með skerta starfsgetu,“ segir Ellen blaðamanni Stundarinnar. „Það þarf að breyta lífeyriskerfinu og hækka lífeyri þannig að fólk hafi mannsæmandi framfærslu; það þarf að tryggja að fólk njóti þeirra aukatekna sem það getur aflað sér með vinnu þannig að fólk hafi einnig fjárhagslegan ábata af því að stunda atvinnu; það þarf að stuðla að því að opinberar stofnanir og fyrirtæki á vegum ríkisins og sveitarfélaga bjóði upp á og auglýsi störf fyrir fólk með skerta starfsgetu og að boðið sé upp á viðeigandi aðlögun bæði í opinbera geiranum og hjá einkareknum fyrirtækjum.“

„Ríkið þarf að koma inn á þessa þætti með mun skýrari hætti. Fyrst þarf að draga úr tekjuskerðingum, þannig að fólk njóti atvinnutekna sinna, gera þarf átak í að ráða fólk með skerta starfsgetu og bjóða upp á viðeigandi aðlögun og stuðning. Hið opinbera ætti að auglýsa sérstaklega eftir fötluðu fólki eða fólki með skerta starfsgetu til að sinna störfum sem verið er að auglýsa.“

„Þessar breytingar eru tiltölulega einfaldar, og eru mannlegri og mun ódýrari en að taka upp nýtt matskerfi.“  „Þá minni ég á að örorkulífeyrisþegar hafa gengið í gegnum gríðarmikið og langt matsferli áður en þeir fá greiddan örorkulífeyri. Þar hafa komið að fjöldi sérfræðinga og þverfaglegra teyma. Þetta ferli getur spannað frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Því finnst mér hæpið að fjöldi örorkulífeyrisþega muni flykkjast út á vinnumarkað þó liðkað sé til með þeim hætti sem lagt hefur verið til.“

https://stundin.is/frett/hraedd-vid-skilningsleysi-og-kerfisbreytingar-rikisstjornarinnar/

_Svartbakur | 8. sep. '21, kl: 15:38:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Án þess að ég hafi kynnt mér þá virðist nú skynsamlegt að geta metið starfsgetu öryrkja er það ekki rétt ?

_Svartbakur | 8. sep. '21, kl: 15:50:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki ekki þetta örorkukerfi.
En manni skilst að það séu mjög margir komnir á örorku.
Veistu nokkuð um hvernig þssu háttar hérlendis miðað við Norðurlöndin ?
Erum við eitthvað frábrugin varðandi hve marir eru á örorku hér og erlendis t.d. í Evrópu ?

Júlí 78 | 8. sep. '21, kl: 17:09:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef að einhverjir öryrkjar fara úr 75% örorku yfir í kannski 50% örorku þá held ég að þeir fengju bara helming á við það sem sá sem er með 75% örorku fær. En veistu eitthvað til þess að hér sé mikið um hálfsdagsstörf sem henta öryrkjum? Ekki gleyma þeir eru ekkert jafn hraustir og þeir sem er kannski á atvinnuleysisskrá...þannig að hlutastarfið þarf þá líka að henta. Nei, hér úrir og grúir ekkert mikið af slíkum hlutastörfum, þetta starfsgetumat yrði bara til þess að koma mörgum öryrkjum í ennþá verri stöðu en nú er. Ég sé enga skynsemi í því. Ætli sumir hugsi ekki þá að betra væri að enda lífið heldur en að lifa á nánast engu?


En þessar tölur sá ég í þessari frétt sem ég sendi þér (tengill), fréttin er reyndar frá 2017 svo kannski hefur þetta breyst eitthvað síðan:

"Í gögnum OECD frá 2013 sést að Ísland varði 2% af vergri þjóðarframleiðslu sinni i örorkubætur, en það er lægsta hlutfallið af öllum Norðurlöndunum; Danmörk varði 3,5%, Noregur 3,2%, og Svíþjóð 2,1%. Bretland varði hinsvegar aðeins 1,5%.

Hinsvegar er að finna aðra sögu úr tölum Eurostat frá sama ári um stærð velferðarkerfis, eða hluta þjóðarframleiðslu sem fer samanlagt í atvinnuleysisbætur, heilbriðgiskerfi, örorkubætur og ellilífeyri. Ísland leggur lang minnstu upphæðina í þennan flokk, eða 23,6% af VÞF. Bretland varði 28,1%, Danmörk 33%, Noregur 25%, og Svíþjóð 30%.

_Svartbakur | 8. sep. '21, kl: 18:05:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég segi aftur ég hef ekki neitt vit á þessu örorkumati og ekki heldur á þessum samanburðartölum.
En ég sé starx að varðandi þetta frá Erostat þar sem þú nefnir
fé í atvinnuleysisbætur, heilbriðgiskerfi, örorkubætur og ellilífeyri. þarna eru atvinnuleysisbætur ?
Fé í þennan flokk er mjög rokkandi hér fóru atvinnuleysisbætur úr nánast engu uppí mjög stórar upphæðir. Er eitthvað vit í að hafa þannig atriði með ?
Svo má ekki gleyma því að það er ekki bara um að ræða fé sem ríkissjóður leggur út vegna örorkubóta og hliðstæðra aðstæðna. Það eru allskonar styrkir t.d. til húsnæðis ökutækjastyrkja ofl ofl.
Er þetta allstaðar reiknað eins ?

Júlí 78 | 8. sep. '21, kl: 20:10:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru ekki ný gögn, heldur frá 2013 þarna. Ég fann þetta bara á netinu en er ekki með ný gögn. Atvinnuleysisbætur hafa hækkað sjálfsagt, ég las á netinu: 

  • "Atvinnuleysisbætur eru 307.430 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt." En það er óskiljanlegt að örorkubætur séu langt fyrir neðan þær. Ég hefði haldið að þeir sem eru á örorku þurfi að borga ýmsan kostnað sem þeir fullfrísku bera ekki. Núverandi stjórnarflokkar bera fulla ábyrgð á því að svona illa er farið með öryrkja. Og Katrín Jakobsdóttir (VG) sagði 2017 fyrir kosningarnar þá: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“  Hún veit greinilega ekkert hvað er réttlæti því fátæka fólkið bíður ennþá. Eitt sinn voru örorkubætur jafnháar lægstu launum en lestu þetta, kjarninn.is mars 2019:

"Á Íslandi eru í gildi lög um almannatryggingar, sem ákvarða hver örorkulífeyrir eigi að vera. Í þeim, nánar tiltekið í 69. grein þeirra, er fjallað um hver almenn hækkun bóta almannatrygginga eigi að vera. Þar segir að þær bætur skuli „breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. 

Ákvæðið var lögfest árið 1997. Í ræðu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, þann 9. desember 1997 sem flutt var vegna málsins sagði hann um ákvæðið: „Lásinn er tvöfaldur. Miðað er við að neysluvísitalan sé í lágmarki og síðan er viðmiðunin kaupið að auki. [...] Það á ekki að láta nægja að miða við neysluvísitöluna. Það á jafnframt að gæta þess að huga sérstaklega að og hafa viðmiðun á launaþróuninni og þá auðvitað er bara hægt að gera það þegar launaþróunin er vænlegri kostur en vísitala neysluverðs.“ 

Textinn í lögunum er nokkuð skýr. Lífeyrinn á að fylgja launaþróun í landinu og verðbólga, sem er mæld með vísitölu neysluverðs, á ekki að geta étið virði bótana upp. Ef allt væri í samræmi við lagatextann ættu því kjarabætur öryrkja á hverju ári að vera hið minnsta hærri en verðbólga hvers árs, og ef hún er lægri hlutfallstala en hækkun launa þá eiga bæturnar að halda í við þá launaþróun.

Þannig hefur málum þó ekki verið háttað. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands,sem sýna þróun vísitalna milli ára frá janúarmánuði hvers árs, kemur skýrt fram að örorkulífeyrir hefur hækkað langtum minna en önnur laun í landinu á síðustu 20 árum. Frá árinu 1998 hefur hækkun örorkulífeyris einungis þrívegis verið hærri en annað hvort launaþróun eða verðbólga. Í alls 19 ár á því tímabili hefur hækkun örorkulífeyris hins vegar verið lægri en þróun þessara tveggja viðmiða. Við það hefur átt sér stað kjaragliðnun. 

Á mannamáli þýðir það að kjör öryrkja hafa oftar en ekki setið eftir á meðan að kjör annarra hafa batnað. Frá árinu 1998 nemur þessi kjaragliðnun 59,4 prósentum, samkvæmt tölum sem unnar hafa verið fyrir Málefnahóp Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál. Frá árinu 2007 hefur gliðnunin verið 28,4 prósent."

Júlí 78 | 8. sep. '21, kl: 18:07:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lestu svo þessa skýrslu eða bls. 25 og 26, þar er minnst á starfsgetumat. Þar segir meðal annars: "Starfsgetumat felur í sér grundvallar breytingu á nálgun samfélagsins á örorku og eins og
kemur fram í skýrslu faghópsins er ekki nóg að endurskoða greiðslukerfið heldur þarf einnig
aðgerðir til að tryggja framboð af störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og öflugt kerfi
starfsendurhæfingar. Að tryggja framboð af störfum snýst ekki aðeins um tiltekin störf heldur
einnig um viðhorf atvinnurekenda og annars launafólks til starfsfólks með skerta starfsgetu
og að tryggja vinnuvernd þeirra síðastnefndu enda ekki augljóst að vinnuvilji öryrkja sé meiri
þröskuldur fyrir virkni þeirra en til dæmis aðgengi þeirra að störfum.
Ef stjórnvöld gera breytingar á greiðslukerfinu en vanrækja hinar tvær hliðarnar
hættir starfsgetumati til að snúast um harðneskjulegar vinnuskilyrðingar sem
fólk með skerta starfsgetu getur ekki staðið undir vegna ónógs stuðnings og
takmarkaðra atvinnutækifæra. Ef vel á að vera getur megin markmið innleiðingar
starfsgetumats heldur ekki verið að draga úr kostnaði við örorku, að minnsta kosti
ekki til skemmri tíma litið, þar sem ætla má að kostnaður við endurhæfingu og við
að tryggja framboð af störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu verði umtalsverður.
Ef vel tekst til má hinsvegar ætla að vel útfærðar breytingar bæti lífskjör og auki
lífsgæði fólks með skerta starfsgetu, sem hlýtur að vera megin markmið svo
umfangsmikilla kerfisbreytinga því ef megin markmiðið er að draga úr kostnaði er hætt við að
það komi harkalega niður á öryrkjum."
https://www.obi.is/static/files/skjol/pdf-skyrslur/2019-09-sky-rsla-fjo-ldathro-un-o-bi-khs-utg-1.pdf

Júlí 78 | 7. sep. '21, kl: 12:13:12 | Svara | Er.is | 0

Líka af því þú talar um lúsera þá ættirðu að skoða komment frá frá tveimur í þessari frétt...eða viltu kannski frekar tala um óheppni?


Magnús:  Hefur þú eitthvað gluggað í gjaldþrotasögu núverandi fjármálaráðherra?


Hjalti:  NT ehf. (Gjaldþrot) Móðurfélag N1 4.300 millj. Fjárfestingarfélagið Máttur ehf. (Gjaldþrot) Átti í Icelandair, N1 Vafningi og fleiri félögum 21.000 millj.
Földungur ehf. (áður Vafningur) (Tæknilega gjaldþrota) Leppur í lánveitingum vegna Glitnis og Sjóvár 47.689 millj.
IAG ehf. (áður Naust ehf.)(Gjaldþrot) Átti í Icelandair og Bílanaust 3.500 millj.
N1 hf. (Yfirtekið af kröfuhöfum) Olíufélag 8.623 millj.
Umtak (Gjaldþrot) Fasteignafélag N1 20.574 millj.
Þáttur International ehf. (Gjaldþrot) Átti hlutabréf í Glitni 24.000 millj.
Samtals: 129.687 milljónir eða 129,69 milljarðar


https://www.dv.is/eyjan/2021/9/5/erjurnar-silfrinu-draga-dilk-eftir-ser-solveig-segir-dilja-vera-omerkilegan-politiskan-loddara-dilja-svarar-fullum-halsi-og-segir-hana-uppfulla-af-hatri/

_Svartbakur | 7. sep. '21, kl: 14:48:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru nú hlutafélög sem þú ert að tala um Júlí ekki rugla ví saman við persónu fjármálaráðherra.
Jú það er nú annig með lífið að til að breyt einhvrju þá þarf framtak.
Ég þerytist aldrei á að segja frá sögu "Litlu Gulu Hænunnar".
Hefur nokkuð leesið þá sögu nýlega Júlí mín ?

Júlí 78 | 7. sep. '21, kl: 15:33:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já veit það alveg, heppinn fjármálaráðherrann að ekki er gengið á hans eignir þar sem þetta eru hlutafélög. 


Ekki spyrja mig um einhverja eldgamla barnasögu eins og Litlu gulu hænurnar. Hef nóg annað að lesa ;) 

_Svartbakur | 7. sep. '21, kl: 18:07:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmm jamm hefurðu lesið söguna um Handlangara auðvaldsins ?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Breytilegir verðtryggðir vextir í kjölfar kórónaveirunnar? bb79 31.3.2020 20.10.2021 | 10:24
Breytingar við Bústaðaveg Júlí 78 19.10.2021 20.10.2021 | 08:51
Ólafur Ragnar lýsir stöðunni vel _Svartbakur 17.10.2021 19.10.2021 | 17:18
Bitcoin áin 16.10.2021 19.10.2021 | 14:08
Bakkar, breiðholtsskóli sokkur samuel 15.10.2021 18.10.2021 | 20:02
Stig í lánshæfisflokkum credit info Viðskiptavinur 17.10.2021 18.10.2021 | 19:06
Bólusetning pæling VValsd 15.10.2021 18.10.2021 | 15:46
My trendy phone.is HUGME 18.10.2021 18.10.2021 | 10:31
Vefsvæði Vinnumálastofnunar í ólagi? Garðsláttur 16.10.2021 18.10.2021 | 08:35
Góður Sálfræðingur Erna S 17.10.2021 18.10.2021 | 02:40
Árás á lýðræðið ? Kristland 17.10.2021 18.10.2021 | 01:22
Fáni friðarins ? Kristland 17.10.2021 17.10.2021 | 13:54
Það er komin helgi með Helga VValsd 16.10.2021 17.10.2021 | 04:16
en óendanleg orka Orkuskortur um allan heimsprettur uppúr jörðinni á Íslandi _Svartbakur 14.10.2021 16.10.2021 | 20:08
Gylfi Þór - rannsókn mögulega hætt á morgun, velkominn aftur í landsliðið væntanlega. Brannibull 14.10.2021 16.10.2021 | 19:34
Fréttir ganga niður tröppurnar VValsd 13.10.2021 16.10.2021 | 02:00
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://fuhrerscheinss.com/), kaufen Sie ei nyahkuma 7.10.2021 16.10.2021 | 00:12
Ert þú með Cheerios glutenlaust VValsd 13.10.2021 15.10.2021 | 23:06
Kannast ekki allir við þetta Kimura 15.10.2021
Sundlaugaverðir VValsd 24.9.2021 15.10.2021 | 20:01
Húsfélag sláttur danek1 14.10.2021 15.10.2021 | 13:45
vantar uppskrift af skötusel kolmar 14.10.2021 15.10.2021 | 13:14
Brosandi mynd viðeigandi hér? VValsd 14.10.2021 14.10.2021 | 18:56
Skíthæll vikunnar? Hr85 12.10.2021 14.10.2021 | 01:39
Litla saklausa ísland ? Kristland 13.10.2021 13.10.2021 | 22:17
Afturbatapíka. Getur Strætó orðið afturbatapíka ? Með Afturbatapíku drauma ? _Svartbakur 13.10.2021
Matarkörfur hjá feitu fólki Hr85 13.5.2021 13.10.2021 | 13:06
Barn nær ekki að kúka lovelove2 10.10.2021 13.10.2021 | 12:19
Víðir með covid eftir gesti VValsd 29.11.2020 13.10.2021 | 09:34
Ríkisstjórn Katrínar miklu í fæðingu. _Svartbakur 11.10.2021 12.10.2021 | 18:44
Olíumiðstöð í bíl Ardiles 12.10.2021 12.10.2021 | 18:20
Stórtap af rekstri Strætó eins og venjulega Tapið alls um 5.200 millj. kr á árinu 2020. _Svartbakur 12.10.2021
Að fara í mál við son sinn? amhj123 4.10.2021 12.10.2021 | 11:03
*Einhleypar konur frá 35-45 ára* Smælí 10.11.2009 11.10.2021 | 20:44
NASA , ,skamm ! ! Kristland 11.10.2021 11.10.2021 | 19:02
Af hverju er friðarsúlan svona mikið flopp? Hr85 10.10.2021 10.10.2021 | 21:59
Mat vegna slyss, tryggingafélagið Mistress Barbara 9.10.2021 10.10.2021 | 21:11
Kjúklingafranskar villt 10.10.2021 10.10.2021 | 16:06
Hvað borgið þið í tryggingar af bílunum ykkar ? tweety69 26.6.2007 10.10.2021 | 11:39
Panta gluggatjöld á netinu? EarlGrey 10.10.2021 10.10.2021 | 05:52
Deila leigukostnaði / nýlegt samband waterboy007 3.10.2021 9.10.2021 | 23:54
Segðu frá Jesú og löggan mætir með handjárn ! Kristland 6.10.2021 9.10.2021 | 22:07
Er einhver að byggja einingahús í dag? HUGME 5.10.2021 9.10.2021 | 14:29
Að fóðra skólplagnir úr stein oliorn1 8.10.2021 9.10.2021 | 14:20
Leiðari Fréttablaðsins 10.okt 2021 _Svartbakur 7.10.2021 9.10.2021 | 14:14
Lögfræðingar og kostnaður amhj123 2.10.2021 8.10.2021 | 10:32
Kaufen Sie einen registrierten Führerschein online (https://buymyglobaldocs.com/), kaufen Sie e nyahkuma 7.10.2021
Kaufen Sie registrierten Führerschein online, (https://expressführerscheinverkauf.com/ visum on nyahkuma 7.10.2021
Varúð! Feitt fólk er búið að taka yfir sem norm. Lýðheilsustofa 15.11.2018 6.10.2021 | 19:20
hratt og áreiðanlegt einkalánstilboð á 24 klukkustundum ann001 30.9.2021 6.10.2021 | 18:47
Síða 1 af 56512 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, tinnzy123, rockybland, Bland.is, mentonised, Atli Bergthor, anon, barker19404, Coco LaDiva, vkg, joga80, aronbj, krulla27, superman2, karenfridriks, flippkisi, Gabríella S, Krani8, MagnaAron