IVF klínikin/Art Medica

foodbaby | 8. maí '16, kl: 19:04:53 | 300 | Svara | Þungun | 0

Hvernig hefur ykkur litist á IVF klínikina?

Ég hef verið hjá Snorra Einars á Art/IVF í nokkur ár og hef alltaf verið ánægð með hann og haft góða tilfinningu fyrir því að hann hafi haft okkar bestu hagi fyrir brjósti, nema hvað að við fórum til hans á IVF í mars og þá fékk ég þá tilfinningu að hann væri bara á eftir peningunum okkar.
Það tók mánuð og 3 símtöl frá mér til að ýta á eftir því að fá niðurstöður úr sæðisrannsókn mannsins míns. Þegar hann hringdi svo í manninn minn sagði hann að tæknisæðing væri ekki í boði og vill að við förum í glasa, því hann sagði að sæðið hefði ekki verið nógu gott.
Maðurinn minn spurði hvort sýnið hefði verið svipað og síðasta (sem var í okt) og hann sagði að það hefði verið svipað.
Sýnið sem maðurinn minn skilaði í okt var aftur á móti 100% eðlilegt. ca. 16.milljónir fruma en sæðisvökvinn í lægra læginu. Þannig að ég fékk það á tilfinninguna að hann Snorri væri bara að tala út úr rassgatinu á sér og mæla með því að við færum beint í dýrustu meðferðina.

Hann endaði svo símtalið við manninn minn á því að það myndi hjúkrunarfræðingur hafa samband við okkur í framhaldinu. Sem mér finnst frekar skrítið að hann skuli ekki biðja okkur um að koma til hann og ræða þetta betur eða hringja í mig sjálfur og spurja hvort hann eigi að setja þetta ferli í gang!

Ég veit um eina sem fékk svipaða tilfinningu frá honum núna nýlega.
Þau voru ekki einu sinni látin vita að sæðisprufan sem þau skiluðu hefði verið ómarktæk og hann vildi bara setja þau beint í glasa án þess að fá það fyrst á hreint hvort sæðið hans væri í lagi eða setja hana á Pergo fyrst.

Hvernig hefur ykkar reynsla og tillfinning verið á IVF????

 

everything is doable | 8. maí '16, kl: 20:34:43 | Svara | Þungun | 0

Ég er hjá Snorra líka og er alveg með sömu tilfinningu fyrir öllu IVF batteríinu mér finnst þau alltaf vera með dollaramerkin í augunum því miður. Ég einmitt beið í 4 vikur eftir niðurstöðum úr HSG rannsókn. 


Ef maðurinn þinn hefur skilað eðlilegu sýni áður þá myndi ég ekki taka annað í mál en að þeir taki hann aftur í prufu eftir einhvern tíma það er svo margt sem getur haft áhrif á sæðið. Maðurinn minn skilaði alveg eðlilegu sæðissýni í haust einmitt en ég var búin að setja hann á vítamínin frá fertilaid (fást á iherb.com) sem hafa hjálpað mörgum karlmönnum. 


Ég á tvær góðar vinkonur sem eru á sama stað og við (búnar að reyna mjög lengi eða 2+ ár og þær tala báðar um þessi dollaramerki í augunum á þeim. En ef maðurinn þinn er með ca. 16 miljónir þá ætti það að vera feikinóg til þess að sleppa við meðferð þó það gæti mögulega tekið aðeins lengri tíma og það þarf kannski að passa að vera ekki að alla daga :P 



foodbaby | 8. maí '16, kl: 23:54:09 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Maðurinn minn er á síðustu 4 árum búinn að fara frá 5% nothæfu sæði niður í 0% og svo upp í eðlilegt með hjálp lyfja.
Við erum búin að reyna svo lengi og mér finnst það bara pínu sárt að upplifa þetta eins og þau séu bara að "græða" á okkar vandamálum.

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í framhaldinu. Við sáum fyrir okkur að prófa tæknisæðingu einu sinni eða tvisvar áður en við myndum fara í glasa.
Við vorum einu sinni byrjuð í glasaferlinu og búin að borga fyrri hlutan, hátt í 100 þús kr þegar það kemst upp að sæðið er dottið niður í 0% og svo komu upp aðstæður í okkar lífi sem pásuðu þessar pælingar og þegar ég nefndi það við Snorra í mars varð hann e-ð voða kindarlegur, þannig að ég veit ekki einu sinni hvort hann myndi taka það inn í myndina ef við ákveðum að fara í glasa í haust.

everything is doable | 9. maí '16, kl: 09:11:55 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég held að það sé í skilmálunum þeirra (allavegana núna) að ef það þarf að stoppa meðferðina þá er það ekki á þeim. Ég þoli einmitt ekki þessa tilfinningu að það sé bara verið að græða á manni. 
Af þessum 16 miljónum er stór hluti af því ónothæfur? Í því tilviki myndi ég mögulega skoða glasa eða smásjáarfrjóvgun en ef þessar 16 miljónir eru að stærstum hluta eðlilegar þá sé ég ekkert að því að reyna áfram. Ert þú búin að fara í HSG/Kviðholsspeglun?

foodbaby | 9. maí '16, kl: 23:04:55 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Sýnið í okt var 100% eðlilegt og heilbrigt. ég fór í kviðholsspeglun í sept, kom vel út.

everything is doable | 10. maí '16, kl: 09:39:10 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þá myndi ég nú ekki láta leiða mig í meðferð strax (sérstaklega ef þið eruð ekki tilbúin) ef sæðið varð eðlilegt seinasta haust þá myndi ég gefa þessu ár með eðlilegu sæði en ég skil ekki afhverju þeir eru að mæla með meðferð strax það hljómar eins og þeir væru ekki að útskýra ástæðuna almennilega. 

Calliope | 8. maí '16, kl: 23:01:59 | Svara | Þungun | 0

Hef enga reynslu en er forvitin því á tíma þarna fljótlega. Leitt að heyra með peningaplokkið :/ Vitið þið annars hvort þeir vísi konum í yfirþyngd frá eða miði við eitthvað BMI upp á meðferð?

everything is doable | 8. maí '16, kl: 23:22:45 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Það var orðrómurinn á tímabili en mér skilst að það sé ekki lengur gert þó þau hvetji alla til að mögulega prófa að létta sig aðeins (ef fólk er fyrir ofan meðal kjörþyngd). Ég þekki allavegana fólk sem er í meðferð þarna sem er með BMI vel yfir 40

rosewood | 12. maí '16, kl: 01:42:34 | Svara | Þungun | 0

Ég svo sem upplifi ekki þetta með dollaramerkin. En finnst Snorri ekki eins alúðlegur og hann var alltaf. Finnst hann ekki gefa sér tíma f mann eins og hann gerði áður??

peke | 22. maí '16, kl: 10:09:02 | Svara | Þungun | 0

Hæ! Ég er hjá adra læknir lika í IVF og hef saman tilfininga. Höfum verið hjá þeim frá nóvember 2014 og þetta er ekki að ganga. First ut af skjaldkirla vandamál og svo hef verið með 2 fóstulát. Skil ekki hvernig gengur allt svo hægt. Veist þið um annað klínic á Islandi?
Takk

everything is doable | 22. maí '16, kl: 18:31:55 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

IVF er eina tæknifrjóvgunarfyrirtækið á íslandi því miður :/ 

Hedwig | 23. maí '16, kl: 10:10:12 | Svara | Þungun | 0

Leiðinlegt ef að Snorri er svona breyttur :S, vorum hjá honum haustið 2014 og hann var svo fínn. Stoppuðum samt stutt hjá Art þar sem fyrsta glasa heppnaðist. Vona að næsta barn komi bara náttúrulega eða með þessum 5 fósturvísum sem við eigum í frysti þar sem ég nenni ekki einhverju peningaplokk rugli :S

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Síða 2 af 5124 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Guddie, Bland.is, Paul O'Brien