Langalangafi eða -amma

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 22:23:50 | 2267 | Svara | Er.is | 0
Sjá spurningu í innleggi
Niðurstöður
 Já 106
 Nei 133
 Á ekki barn 21
Samtals atkvæði 260
 

Á a.m.k. eitt barnið þitt, eða átti þegar það fæddist, langalangafa eða -ömmu á lífi? Þ.e. fimm ættliðir á lífi þá.

Sá á Facebook sex ættliði og finnst það alveg ótrúlega merkilegt! Þetta gerist afar sjaldan og ég fór að spá hversu algengt fimm ættliðir sé...

 

Alpha❤ | 25. feb. '13, kl: 22:26:01 | Svara | Er.is | 0

Já systir min á barn sem á langalanga ömmu. Semsagt langa amma mín

Kendra | 26. feb. '13, kl: 08:58:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki þá langamma barnsins en ekki langalangamma

Kendra | 26. feb. '13, kl: 08:58:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Never mind sá ekki Langa í seinni setningunni :)

Ernana | 27. feb. '13, kl: 00:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hversu löng er amma þín?

----------------------------------------------------------------

Alpha❤ | 27. feb. '13, kl: 07:20:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha hún er nú reyndar mjög stutt. örugglega ekki yfir 160 cm

Degustelpa | 25. feb. '13, kl: 22:31:33 | Svara | Er.is | 0

Sonur systur minnar átti tvo langlangafa og eina langlangömmu, svo dó einn en ég býst við að barnið mitt muni eiga langlangafa og ömmu, þau eru bæði hraust í dag.

En ég átti samt að segja að afinn var rétt orðinn unglingur þegar hann eignaðist dóttur(amma mín) sína, hún eignaðist síðan mömmu mína fyrir tvítugt minnir mig og mamma eignaðist mig 27 og ég er tvítug núna og ólétt.

RakelÞA | 25. feb. '13, kl: 22:31:52 | Svara | Er.is | 0

Báðar ömmur mínar voru lifandi þegar eldri mín fæddist, hún var tæplega 3 ára þegar móður amma mín dó og hún var í mjög miklum samskiptum við hana, föðuramma mín dó svo þegar hún var 4-5 ára man það ekki alveg, en hún þekkti hana ekki mikið.


Litla mín fór að gráta í fyrra þegar vinkona hennar var að tala um að eiga langaömmu/langömmu, við köllum þessar konur ömmu
ömmu.


Nú er mamma mín orðin 4 föld amma amma  :)

RakelÞA | 25. feb. '13, kl: 22:32:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún fór sem sagt að gráta af því að hana langaði að eiga svona langaömmu líka.  ;D

Anímóna | 26. feb. '13, kl: 09:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sko.. lastu upphafsinnlegg?

Ziha | 26. feb. '13, kl: 11:48:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe.. ég var næstum búin að skrifa um langömmu strákanna líka þegar ég fattaði að það var varið að tala um lang-langömmu/afa.... s.s. væri þá langamma/afi mín eða mannsins míns, en þau voru löngu dáin  þegar þeir fæddust.   

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

RakelÞA | 26. feb. '13, kl: 11:51:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

:)  Ég er eitthvað í vandræðum með augun mín á kvöldin þessa dagana sé bara það sem ég vil sjá.  :D

RakelÞA | 26. feb. '13, kl: 11:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég gerði það, haha, las það greinilega bara vitlaust.  :)

niniel | 25. feb. '13, kl: 22:32:06 | Svara | Er.is | 0

Sex ættliðir er svolítið svakalegt, þá þurfa eiginlega allir að hafa eignast börn ansi ungir eða hvað?

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 22:36:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi sem ég sá á Facebook (5 karlar/strákar, ein kona) voru á aldrinum 18-23 ára þegar þau eignuðust börn.

Alpha❤ | 25. feb. '13, kl: 22:39:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er sá elsti þá gamall??

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 22:43:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

101 þegar yngsti fæddist og er að verða 104 í mars.

Grjona | 26. feb. '13, kl: 09:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki 5 ættliða hóp þar sem langalangamman var rétt rúmlega sjötug þegar barnabarnið fæddist. Hún er reyndar dáin núna þannig að ættliðir á lífi verða ekki fleiri en 5.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Grjona | 26. feb. '13, kl: 10:23:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þegar barnabarnabarnabarnið fæddist.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

porridge | 25. feb. '13, kl: 22:32:33 | Svara | Er.is | 0

já, á einn langalangafa og eina langalangömmu.


ég átti eina langalangömmu þegar ég fæddist

knusarinn | 25. feb. '13, kl: 22:37:29 | Svara | Er.is | 0

Afsakið ég sagði óvart já en svarið átti að vera nei, átti langömmu og það skondna var að amma mín var eldri. Hún er enn lifandi. 92 ára tvö langömmu börn ég er næst yngsta barna barnið og er 15 ára

evitadogg | 27. feb. '13, kl: 14:04:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sama hér, afi dóttur minnar mín megin er eldri en langafi og langamma hinum megin.

choccoholic | 25. feb. '13, kl: 22:37:50 | Svara | Er.is | 0

Börnin mín eru 6 ára og eiga langömmu og langafa sem eru 71 árs og eldhress.

choccoholic | 25. feb. '13, kl: 22:38:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og eina langalangömmu sem er 89 ára.

Alfa78 | 25. feb. '13, kl: 22:39:10 | Svara | Er.is | 0

systursonur minn átti barn í fyrradag. Amma mín varð langa-lang amma

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 22:41:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, systursonur þinn að eignast börn á sama tíma og þú, það er fyndið :)

Alfa78 | 25. feb. '13, kl: 22:43:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mamma er langamma 59 ára

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 22:45:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jáw, sé mömmu í anda, hah :D

Lakkrisbiti | 26. feb. '13, kl: 10:06:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Amma mín varð einmitt langamma á sama aldri og mamma var þá 40 ára 

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

cithara | 25. feb. '13, kl: 23:04:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ein vinkona mín, frænka og nikk á bland var að verða langömmusystir í dag, hún er þrítug.

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 23:10:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú bara súrt, as in absúrd :D

KilgoreTrout | 26. feb. '13, kl: 09:32:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Reykjanesið ?




* hleyp i skjól*

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

cithara | 26. feb. '13, kl: 15:44:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe, nei reyndar ekki, en pabbi hennar missti konuna sína (ömmu mína) rúmlega fertuga, frá uppkomnum börnum og giftis þá aftur (mömmu hennar) sem er 25 árum yngri en afi minn og eignaðist með henni börn, meðal annars þessa stelpu. Pabbi hennar (þessarar þrítugu) væri að nálgast nírætt ef hann væri á lífi

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

Kammó | 26. feb. '13, kl: 08:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mínir synir eru fæddir sama ár og börn systusonar míns, en ég átti mitt fyrsta barn 35 ára og systir mín átti sitt fyrsta barn 19 ára.

Alfa78 | 26. feb. '13, kl: 10:36:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

systir mín var á 18 ári og ég á 35...

Bella C | 26. feb. '13, kl: 11:54:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dóttir mín er einmitt fædd sama ár og 2 börn sem systkini tengdapabba eiga, þau voru að verða foreldrar í fyrsta skiptið og tengdapabbi afi. Þau voru einmitt í kringum 35 ára aldurinn

MUX | 26. feb. '13, kl: 09:57:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

systursonur minn átti stelpu sólahring áður en stelpan mín fæddist, og ég hef eiginlega verið meira samferða systkinabörnum mínum í barneignum en systkinum mínum, enda er ég langyngst og nær þeim í aldri ;)

because I'm worth it

Abbagirl | 25. feb. '13, kl: 22:44:56 | Svara | Er.is | 0

Nei, við hjónin erum yngst/næst yngst af okkar systkinum (sem eru nokkuð mörg) þannig að langalanga voru ekki á lífi. Eftir 12 ára aldur átti ég t.d. Einn afa og enga ömmu þannig a það var ekki einu sinni langa mín megin.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 22:50:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég átti einmitt alveg extra mikið af ömmum, öfum og lang. Átti sko þrjú sett af ömmum/öfum þegar ég fæddist, sem var nú ekki algengt þá en er líklega mjög algengt í dag... þ.e. pabbi ólst upp með móður sinni og stjúpföður en það var og er gott samband við föður og stjúpmóður líka og ég vissi t.d. ekki fyrr en seint og síðar meir að það var ekki normið að eiga þrjú sett ;) En ég átti samt bara þrjár langömmur og einn langafa á lífi þegar ég fæddist.

Abbagirl | 26. feb. '13, kl: 23:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Yngsta barnið mitt átti tvo afa og eina ömmu þegar það fæddist, ég man hvað mér fannst sorglegt að tengdó skyldi aldrei hafa séð barnið og hvorki hann né næst yngsta barnið þekkt hana.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Ziha | 26. feb. '13, kl: 11:53:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var 4 ára þegar amma mín í föðurætt og afi í móðurætt dóu....... man eiginlega ekkert eftir þeim, átti s.s. bara eina ömmu á líf þá þar sem afi minn í föðurætt var löngu dáinn.  Þekki s.s. eiginlega bara að eiga eina ömmu.... sem dó reyndar fyrir 14 árum síðan. :-(

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hygieia | 25. feb. '13, kl: 22:45:54 | Svara | Er.is | 0

Neibbs. Barnabarn systur minnar á hinsvegar langalangömmu.

Tipzy | 25. feb. '13, kl: 22:48:07 | Svara | Er.is | 0

Nei en þetta var til í ættinni minni áður en afi dó 5 ættliðir í beinan karllegg, og minnir það hafi líka verið til i beinan kvenlegg 5 ættliðir.

...................................................................

cithara | 25. feb. '13, kl: 22:50:27 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki strák sem fór alltaf í mat til langalangömmu sinnar í hádeginu þegar hann var í menntaskóla. Hann var alveg orðinn 27 ára þegar hún dó svo svona líffræðilega ef hann hefði verið að flýta sér jafn mikið og pabbi hans og amma hefði hún getað verið orðin langalangalangamma áður en hún dó.


Dætur mínar eiga bara langömmu og langafa

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 22:51:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá!

Tipzy | 25. feb. '13, kl: 22:53:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef hann hefði átt barn 13 æra og það barn líka átt barn 13 ára þá hefði hun getað orðið langalangalangalangaamma. :-)

...................................................................

Andý | 25. feb. '13, kl: 22:57:54 | Svara | Er.is | 0

Já. Bæði áttu þau langafa (móðurafi minn) langömmu (föðuramma mín) og strákurinn minn átti auka langömmu (amma pabba hans) þegar hann fæddist. Mamma mín átti langömmu þegar ég var lítil, ég man mjög vel eftir henni langalangaömmu minni, held ég hafi verið sex ára þegar hún dó. Og ég átti þannig hinu megin líka, man samt ekki eftir þeim. Langafi minn og amma (mömmumegin) dóu þegar ég var unglingur (rétt misstu af að verða langalangaamma og afi barnanna minna!) mjög stutt síðan ég man eftir þeim og þau voru alveg ammaogafi fyrir mér. Langamma pabbamegin dó þegar ég var kannski sex ára, ég átti gommu af þessu

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Andý | 25. feb. '13, kl: 23:31:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stelpan mín átti líka langömmu þar til hún var svona 10 ára. Amma pabba hennar var lifandi alveg lon og don (sorrí Nonna að ég hafi gleymt þér - ef þú sért yfirnáttúruleg að lesa þetta á internetinu :/)

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

cithara | 25. feb. '13, kl: 22:58:31 | Svara | Er.is | 0



Hér er líka eitt merkilegt, fjórtán ömmur og afar hjá nýfæddu barni.


Ef þið trúið mér ekki og hafið geð í ykkur til að smella á mbl


 

 

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

cithara | 25. feb. '13, kl: 23:10:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er betra, líka frábærar myndir!


http://timarit.is/files/17953173.pdf#navpanes=1&view=FitH

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 23:13:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Váts..!

cithara | 25. feb. '13, kl: 23:14:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst líka magnað að ná öllum saman á mynd!

- - -
Það er enginn svo stór að hann þurfi aldrei að teygja sig og enginn svo lítill að hann þurfi aldrei að beygja sig.

AlleyCat | 26. feb. '13, kl: 14:00:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En greinilega ekki vandamál þarna þar sem allir virðast hafa verið búsettir á Ísafirði eða í Bolungarvík (tók ekki eftir hvort einhvær væri í dag búsettur í Bol.)

Lakkrisbiti | 26. feb. '13, kl: 10:09:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

systursonur minn átti einmitt 11 ömmur og afa þegar hann fæddist sama ár og þessi stelpa, við fórum einmitt að telja þetta þegar við sáum þessa frétt :)

---------------------------------------------------------------------------

Ársgömul irobot roomba til sölu, upplýsingar í skilaboðum

Bella C | 26. feb. '13, kl: 11:58:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dóttir mín á 16 afa og ömmur og 1 stjúplangömmu. Vá var bara að fatta þetta núna ótrúlegt magn

Bella C | 26. feb. '13, kl: 12:00:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Djók þau eru 17 + ein stjúp :)

Ziha | 26. feb. '13, kl: 12:16:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig getur hún átt 16 afa og ömmur?

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ziha | 26. feb. '13, kl: 12:17:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að tala um langafa/ömmur líka?  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Bella C | 26. feb. '13, kl: 12:21:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já tók það með og langalanga

Bella C | 26. feb. '13, kl: 12:22:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki þannig í fréttinni líka? Langa fólkið er jú ömmur og afa líka þótt það sé auka titill fyrir framan

Ziha | 26. feb. '13, kl: 12:33:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Líklegast, missti annars af þessari frétt.... sá ekki það innlegg fyrr en ég fór í fyrri færslu hjá þér.... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Bella C | 26. feb. '13, kl: 12:34:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

katlan | 25. feb. '13, kl: 22:59:34 | Svara | Er.is | 0

Langa- langa amma mín var á lífi þar til ég varð unglingur.

Langa amma mín er á lífi í dag, ég er að verða 28 ára í ár og á dóttir sem er að verða 2ja ára. Þannig já, langa langa amma dóttir minnar er á lífi í dag.

________________________________________________________________________________________
I fart in your general direction. Your mother was a hamster and your father smelt of elderberries...!

Now go away or I shall taunt you a second time!

qumara | 25. feb. '13, kl: 23:01:45 | Svara | Er.is | 0

Sonur minn á eina langalangömmu, önnur langalangamma hans dó nokkrum dögum áður en hann fæddist.
Þangað til í fyrra átti hann öll settin af langömmum og langöfum.

Mér finnst þetta svo yndislegt við að eignast börn ungur, börnin fá að njóta þess að eiga ungar ömmur og afa, og langömmur og langafa :)

símtól | 25. feb. '13, kl: 23:10:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín áttu langa langa ömmu :)

Hedwig | 26. feb. '13, kl: 13:01:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú ekki algilt :) Mamma eignaðist mig frekar snemma (21.árs) og þá voru ömmur og afar hennar megin öll dáin (þannig að ég átti aldrei langömmu eða langafa og systkini mín ekki heldur enda yngri) en átti ömmu og afa þeim megin.  Pabbi eignaðist mig svo svolítið eldri en mamma þannig að það voru heldur engir langafar eða langömmur þar og ekki verið í langan tíma sem og afi minn þeim megin þannig að þar átti ég bara eina ömmu sem dó fyrir 10 árum þegar ég var 14 ára.

Ég er 24.ára núna þannig að ég væri nú ekki gömul að eiga börn en ef ég myndi eignast börn núna þá væri ein langamma á lífi.  Afi var ekki gamall þegar hann dó úr krabbameini og amma hefði örugglega lifað lengur ef að krabbameinið hefði ekki náð henni líka. Sem sé ekki hægt að treysta á að eignast barn ungur og barnið eigi þá mörg sett af ömmum og öfum eða eigi endilega ungar ömmur og afa enda getur maður ekki ráðið því hvenær foreldrar manns eignast mann :). 




qumara | 26. feb. '13, kl: 13:17:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitða ekki algilt, en meiri líkur að eiga hressar ömmur og afa ef maður eignast börn uppúr tvítugu en ef maður gerir það í kringum fertugt :)

Flatbaka5 | 25. feb. '13, kl: 23:12:45 | Svara | Er.is | 0

ég á ekki einusinni ömmu eða afa á lífi og ég er 24 ára, en maður átti þetta víst einusinni eins og allir :P

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 23:32:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mah, það eru ábyggilega einhverjir sem hafa ekki átt ömmur eða afa á lífi, ever. En líklega ekki mjög margir.

Unnsa6 | 25. feb. '13, kl: 23:12:52 | Svara | Er.is | 2

Ég er afkomandi sex-ættliða mannsins :-)

Unnsa

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 23:32:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ú, kúl :)

Bella C | 25. feb. '13, kl: 23:14:25 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mín á 3 langalangaömmur og 2 langalangaafa og allt í föðurætt

Roswell | 25. feb. '13, kl: 23:24:34 | Svara | Er.is | 0

Oh ég hef aldrei kynnst langömmum eða langöfum mínum. Amma var um þrítugt þegar hún eignaðist mömmu og mamma 32 þegar hún átti mig. Svipað hjá pabba, og ég stefni á að eignast mín börn líka um þrítugt, gallinn við það er þetta með ömmur/afa og langömmur/langafa

---------------------------------------

Sthlm 2013 | 25. feb. '13, kl: 23:26:12 | Svara | Er.is | 0

Amma mín átti rosalega mörg langalangömmubörn þegar hún dó.

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Before you judge someone you should walk a mile in their shoes.
That way, when you judge them, you are a mile away and you have their shoes.

eintak87 | 25. feb. '13, kl: 23:28:03 | Svara | Er.is | 0

stelpan mín átti 2 langömmur og 1 langafa þegar hún fæddist :)

Ég er bara svona og get ekkert að því gert!

MUX | 25. feb. '13, kl: 23:30:44 | Svara | Er.is | 2

Strákarnir mínir áttu 2 langömmur þegar þeir fæddust, en þau eiga eina langömmu núna á lífi, elsta barnið mitt er 19 ára.  Besta við það að hún er ótrúlega hress, býður okkur oft í mat, og hún vakti í nótt að horfa á oscarinn og fer í bíó reglulega og helst á hasarmyndir!

because I'm worth it

hillapilla | 25. feb. '13, kl: 23:37:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha ha, snilld!

Simbad | 26. feb. '13, kl: 12:51:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig getur unglingurinn þú átt 19 ára barn... jessúss!

----------------------------------------------------------------------
Túlkun og tjáning fremur en rökvís skilaboð.
Gift og frjóvguð

MUX | 26. feb. '13, kl: 12:52:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skilidddaekki

because I'm worth it

Hugdís | 26. feb. '13, kl: 01:00:48 | Svara | Er.is | 0

Þegar elsta dóttir mín fæddist vorum við 5 ættliðir á lífi í beinan kvenlegg. Langamma dó þegar dóttir mín var 3 mánaða en svo var langafi á lífi þar til ári eftir að yngri dóttirin fæddist. Svo já... í dag þá eiga börnin mín öll langömmur og langafa á lífi og geta átt þau í 20-30 ár í viðbót. 

♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥
Á þrjá litla gullmola
♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥

mars | 26. feb. '13, kl: 01:07:28 | Svara | Er.is | 0

Nei, synir mínir eiga eina langömmu. Dætur mínar hafa aldrei einu sinni átt afa á lífi og synirnir í raun ekki heldur en eiga stjúpafa. Langt frá því að langalang eitthvað sé í dæminu.

nefnilega | 26. feb. '13, kl: 01:09:23 | Svara | Er.is | 0

Nei, við erum svo gamlir foreldrar *sniff*

brekihelga | 26. feb. '13, kl: 01:15:13 | Svara | Er.is | 0

þegar ég fæddist þá átti ég langalang ömmu og það voru 5 ættliðir og allar kvennkyns og þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn þá átti hann tvær langalang ömmur og einn langalang afa (bara í móðurættini, veit ekki með föðurættina) og ég á núna þrjú börn yngsta 4 ára og síðasta langalang amman var að að deyja núna í janúar.

fálkaorðan | 26. feb. '13, kl: 08:35:07 | Svara | Er.is | 0

Engir lang afar eða lang ömmur hjá mínum börnum, ekki einusinni heilt sett af öfum og ömmum.


En það voru fimm ættliðir í minni fjölskyldu fyrir nokkrum árum í beinan kvenlegg.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ilmbjörk | 26. feb. '13, kl: 08:48:34 | Svara | Er.is | 0

Nei ekki barnid mitt, en tegar elsta hjá bródur mínum fæddist (2007) voru 5 ættlidir á lífi..

Askepot | 26. feb. '13, kl: 09:14:24 | Svara | Er.is | 0

Já. Ég átti langömmu þegar elsti minn fæddist, hann átti sem sagt langalangömmu. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

myrran | 26. feb. '13, kl: 09:24:09 | Svara | Er.is | 0

Nei.


KilgoreTrout | 26. feb. '13, kl: 09:30:02 | Svara | Er.is | 0

Nei, börnin mín eiga eina langaömmu, thats it.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Anímóna | 26. feb. '13, kl: 09:51:28 | Svara | Er.is | 0

Nei, bara langömmur og langafa.
En amma mín á barnabarnabarn sem er komið yfir tvítugt og gæti því vel verið orðin langalangamma.

stjanan | 26. feb. '13, kl: 09:59:16 | Svara | Er.is | 0

Já þegar ég átti elsta barnið átti hann langa langa ömmu

karamellusósa | 26. feb. '13, kl: 11:40:52 | Svara | Er.is | 0

ég á sjálf tvær ömmur á lífi sem gera tvær langömmur f börnin mín, ég átti sjálf langömmu sem dó þegar ég var 19 ára.  og afar mínir tveir (langafar barnanna minna) hafa bara dáið nýlega svo börnin mín hafa náð að kynnnast þeim vel.   sérstaklega sú elsta- hún kynntist langöfum sínum mjög vel en annar þeirra dó f 4 árum en hinn núna síðasta sumar.

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Askepot | 26. feb. '13, kl: 12:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta eru bara 4 ættliðir, hún spyr um 5 ættliði á lífi á sama tíma. 

*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Munurinn á snilld og heimsku er sá
að snilldin er takmörkuð." A.Ein.
*•.•´`•«•´¨*•.¸•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*•.•´`•«•´¨*
"Miðaldra kelling í lögfræðinámi" Mae West.

Innkaupakerran | 26. feb. '13, kl: 11:59:11 | Svara | Er.is | 0

Þekki 6 ættliða fjölskyldu en sonur minn fæddist fyrir 4 árum & átti þá 2 langömmur og 1 langafa.

Innkaupakerran | 26. feb. '13, kl: 12:04:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úps las bara lang-;)

Simbad | 26. feb. '13, kl: 12:29:24 | Svara | Er.is | 0

Nei.

----------------------------------------------------------------------
Túlkun og tjáning fremur en rökvís skilaboð.
Gift og frjóvguð

Musica | 26. feb. '13, kl: 12:34:35 | Svara | Er.is | 0

Ég átti langa langömmur þegar ég fæddist. Margir eignast jú börn fyrir tvítugt á Íslandi sem skýrir alla þessa ættliði

kærleiksbjörn | 26. feb. '13, kl: 13:18:13 | Svara | Er.is | 0

ég á langaömmu á lífi og börnin mín eiga langalangaömmu á lífi ;) Og langaammamín er að verða 90ára ekki eldri en það ;)

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

AlleyCat | 26. feb. '13, kl: 14:02:14 | Svara | Er.is | 0

já dætur mínar eiga eina langalangömmu.

litla rjúpa | 26. feb. '13, kl: 15:50:15 | Svara | Er.is | 0

Ég á báðar mínar ömmur og báða mína afa á lífi, svo börnin mín eiga já langömmur og langafa, en langömmur og langafar mínir eru látin

rumputuskan | 26. feb. '13, kl: 16:19:04 | Svara | Er.is | 0

elsta barnið mitt á langalangömmu í tvö ár. sú varð 95 árið sem dóttir mín fæddist.

Ernana | 27. feb. '13, kl: 00:28:06 | Svara | Er.is | 0

ohhh núna er ég komin með þarna langömmu lagið á heilann. Takk!

----------------------------------------------------------------

hillapilla | 27. feb. '13, kl: 13:54:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hva, "Ég langömmu á.."? Það er skemmtilegt :D

MissMom | 27. feb. '13, kl: 01:42:00 | Svara | Er.is | 0

Langamma mín er elsta kona Íslands og enn í fullu fjöri.

Sodapop | 27. feb. '13, kl: 02:02:59 | Svara | Er.is | 0

Systursonur minn átti 2 langa-langömmur fyrstu árin.


Ég átti alls 10 ömmur og afa alla mína barnæsku. 6 ömmur og afa (ekkert af þeim lang), 2 langömmur, og svo vissi ég ekki að eitt "amma og afi"-parið væri í raun systir ömmu minnar, ég tók víst upp á því sem smákrakki að kalla þau ömmu og afa, og svo leiðrétti mig enginn ;) Mér til varnar þá er fjölskyldan mín mjööög flókin...

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

hillapilla | 27. feb. '13, kl: 14:01:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehehe, ég átti einmitt 6 ömmur og afa en það var með svona stjúp-venslum. Einmitt frekar flókin fjölskylda svona ef út í það er farið ;) Það talaði samt enginn um það þannig og mér fannst bara fullkomlega eðlilegt að eiga þrjú sett. Einn afinn dó reyndar þegar ég var bara tveggja ára og annar afinn fyrir stuttu. Ég á enn þrjár ömmur og einn afa á lífi. Langömmurnar þrjár sem ég átti þegar ég fæddist dóu þegar ég var 7-12ára. Langafi minn (eini sem ég hef átt á lífi) dó fyrir ca. tíu árum, þá 103 ára.

smile1 | 27. feb. '13, kl: 07:42:53 | Svara | Er.is | 0

ég á 2 langaömmur og 2 langafa og er 22 ára og á von á litlu kríli í sumar :) ein langamman talar mjög mikið um það hvað' hun se spennt að vera langa-langaamma :P

Regn1012 | 27. feb. '13, kl: 11:02:20 | Svara | Er.is | 1

já, ég á 3 langömmur núna, þannig börnin mín eiga 3 langalangömmur :)

evitadogg | 27. feb. '13, kl: 14:03:10 | Svara | Er.is | 0

já en því niður náðist aldrei mynd af þeim saman :(

Tannpína | 27. feb. '13, kl: 14:04:33 | Svara | Er.is | 0

Já, langaafi minn dó sama ár og yngsta barnið mitt fæddist.

tlaicegutti | 8. nóv. '23, kl: 07:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2013 vs 2023

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
þrif á hansagardínum Metrola 25.7.2005 24.11.2023 | 02:47
kínamatur í köben, comment handa mér lady 11.9.2013 23.11.2023 | 10:57
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 21.11.2023 22.11.2023 | 03:51
Matareitrun fishermansfriend 3.6.2007 21.11.2023 | 11:21
Nýr lýtalæknir skranprinsessan 20.11.2023
Pústviðgerðir Lilith 4.1.2012 20.11.2023 | 07:56
Hyundai stepwgn Kormákur Breki 20.11.2023
Flugvöllur í Hvassahrauni jaðraka 9.11.2023 19.11.2023 | 16:46
Screen Printing Kit set nörd2 18.11.2023
Sorphirða í Reykjavik jaðraka 20.10.2023 17.11.2023 | 09:39
Norskunámskeið??? alm1989 10.5.2012 15.11.2023 | 07:37
Júní 2024 bumbuhópur Herra hvutti 14.11.2023 15.11.2023 | 07:19
Ee sikorwawa 14.11.2023
Ee sikorwawa 14.11.2023
HJÁLP - LEIKRITSGREINING valurhvalur 13.11.2023
Versti Forsætisráðherra Íslands frá upphafi Hauksen 11.11.2023 13.11.2023 | 21:05
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 13.11.2023 | 04:35
Einhver game? juferta 13.8.2007 13.11.2023 | 04:34
"Gosinu" við Grindavík er lokið jaðraka 12.11.2023 12.11.2023 | 15:01
Sala á uppstoppuðum fugl FJ-101 2.11.2023 12.11.2023 | 08:52
Nýtt fangelsi??? amma Hulda 25.9.2023 9.11.2023 | 11:48
Hvar fæ ég mjóar og langar ljósaperur? olla2 4.11.2023 8.11.2023 | 07:42
Langalangafi eða -amma hillapilla 25.2.2013 8.11.2023 | 07:12
Dofi í höku og kinnum olla2 7.11.2023 8.11.2023 | 04:47
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 8.11.2023 | 04:44
Hverng væri að allir reportuðu þann sem er Mswave 4.11.2023
Reynsla af uppeldisráðgjöf eða foreldrafræðslu? dagbjortosp 1.11.2023
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 1.11.2023 | 13:31
Síða 6 af 48243 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, annarut123, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Kristler