Lasagna

solin06 | 22. okt. '12, kl: 13:03:16 | 995 | Svara | Er.is | 0

vantar uppskrift af lasagna. Langar að breyta til.

Veistu um góða uppskrift?

 

Taelro | 22. okt. '12, kl: 14:09:17 | Svara | Er.is | 0

Lasagne örvitans

Hráefni
nautahakk, 500gr
bacon, 1 pakki, skorið í 1cm bita
lasagna plötur, ferskt
tómatar, 2 dósir, fínt að hafa saxaða með hvítlauk og basiliku
tómatpúrra, 1 dós
blandað frosið grænmeti - tegund eftir smekk
hvítlaukur, nokkur rif, skorið í þunnar skífur
1 laukur, saxaður
rifinn ostur
smjörlíki
hveiti
sveppir, 1 askja ferskir eða 1 dós
ólívu olía
fersk basilika (slatti)
Aðferð
Saxið lauk og sneiðið hvítlauk. Steikið í olíu. Bætið sveppum og grænmeti út í og að lokum tómötum og tómatpúrru.

Steikið bacon og nautahakk á annarri pönnu, hallið pönnunni og fjarlægið mestu fituna. Þegar nautahakkið er vel steikt, bætið þessu út á pönnuna með sósunni og blandið saman. Látið þetta malla rólega meðan ostasósan er búin til. Setjið ferska basiliku út í sósuna að lokum.

Það er mjög einfalt að gera ostasósu, ég hóa bara í konuna sem mætir á svæðið og hrærir saman smjörlíki (ég veit ekki af hverju ekki smjör), osti og hveiti. Ég hef aldrei séð um þennan hlut lasagna gerðar á okkar heimili :-)

Hvað um það, um leið og konan (eða karlinn) er búinn að gera ostasósu er kominn tími til að raða saman lasagna.

Ég vil ekki hafa hlutfallslega mikið af lasagna plötum í mínu lasagna, þannig að ég læt einn pakka af fersku lasagna duga. þess vegna byrja ég á ostasósu og kjötsósu og set svo lasagna blöð, næ kannski þremur svona lögum. Efst er svo ostasósa, kjötsósa og slatti af rifnum osti. Passið að efsta lagið þekji alveg lasagna plöturnar.

Þessu hendir maður svo í ofn við 200° í svona hálftíma, eða þar til osturinn er fallega brúnn. Gott er að hafa ofnskúffu undir ef það skyldi flæða upp úr, en sú er oftast raunin hjá mér.

Gott að bera fram með heitu hvítlauksbrauði og fersku salati.



Saltfisk Lasagne - Auðuns

Tómatsósan:
800 gr niðursoðnir tómatar -Kurlaðir
3 hvítlauksgeirar -Fínsaxaðir
50 ml ólífuolía
100 gr fínsaxaður laukur
1 fersk blóðbergs-grein eða ein tsk af þurrkuðu
100 ml vatn eða grænmetissoð
Salt og pipar

Hitið hvítlaukinn og laukinn í olíunni stutta stund. Setjið blóðberg, vatn, tómata og kryddið til með salti og pipar. Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Takið til hliðar.

Ostasósan:
250 ml rjómi
250 ml mjólk
100 gr rifinn ostur eða ostaafgangar
Salt og pipar
Grænmetiskraftur
Ögn af múskati
Smjörbolla (50 gr bráðið smjör + 75 gr hveiti)

Setið allt saman í pott, utan smjörbollu og látið sjóða stutta stund. Þykkið með smjörbollunni og látið sjóða á ný.

Lasagna:
100 gr rauðlaukur í sneiðum
200 gr gulrætur í löngum sneiðum
150 gr kúrbítur í löngum sneiðum
100 gr spergilkál, skorið í litla knúppa
200 gr rauð paprika skorinn í sneiðar
600 gr soðinn og þerraður saltfiskur
6-8 lasagnablöð, látin liggja í sjóðandi vatni stutta stund
100 gr rifinn parmesanostur
200 gr rifinn ostur

Léttsjóðið grænmetið í saltvatni, kælið og þerrið. Gulræturnar þurfa lengstu suðuna. Í ofnfast form er lagt til skiptis grænmeti, tómatsósa, ostasósa, lasagnablöð og saltfiskbita. Stráð er parmesan á milli. Rifinn ostur efst. Látið standa við stofuhita í klukkustund. Bakið í ofni við 180 gráður í 15 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Framreiðið með salati og góðu brauði.



Mexikanskt lasagne:

1.kg Nautahakk
1. krukka salsa sósa
1. krukka taco sósa
1. krukka guacamole sósa
1. krukka ostasósa
1. bréf taco krydd
Tortilla kökur
Doritos snakk (mæli með osta)
Ostur

Steikið hakkið á pönnu og kryddið með taco kryddinu, setjið salsa sósuna og taco sósuna út í og hrærið saman. Setjið tortilla kökur í botninn á eldföstu móti og síðan helminginn af hakkinu. Setjið alla krukkuna af guacamole sósunni og svo aftur tortilla kökur. Setjið hinn helminginn af hakkinu og alla krukkuna af ostasósunni. Brjótið Doritos snakkið yfir allt og stráið osti ofan á. Setjið í ofn í um það bil 45 mín í 175 – 200 gráðu hita.




Grænmetislasagne Gaua litla

Innihald

175 g lasagneplötur
100 g blaðlaukur
2 meðalstórir laukar sneiddir
1 hvítlauksgeiri (marinn)
100 g sveppir, skornir
350 g tómatar afhýddir og sneiddir
100 g brokkolí
1 msk. olía
1/2 tsk. basilikum
1 msk. tómatkraftur
salt og svartur pipar
25 g valhnetur
450 g hrein jógúrt
2 egg
1/2 tsk. kúmen
2 msk. olía
200 g agúrkur, skornar langsum og sneiddar
75 g rifinn ostur, 17% eða fitusnauður

Undirbúningur
Sjóðið lasagneblöðin í söltu vatni í 15 mín., kælið og þurrkið blöðin. Kraumið laukinn, blaðlaukinn, sveppina, hvítlaukinn, brokkólíið í 1 msk. olíu og setjið síðan tómatana og helminginn af agúrkunum út í og látið krauma þar til tómatarnir byrja að verða mjúkir. Setjið basiliku og tómatmauk út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Smyrjið eldfast mót og setjið lasagne blöðin og grænmetið í lögum í skálina og endið á lasagneblöðum. Þeytið jógúrtið saman við eggin og setjið ost og kúmen út í . Hellið þessari blöndu yfir réttinn og setjið afganginn af agúrkunum ofan á. Penslið með olíu og bakið við 200° í 40 mín, eða þar til rétturinn er soðinn. Berið fram með brauði og fersku salati.



Grænmetislasagne m/ólífum, basil og parmesan osti

Hráefni
• 120 g blaðlaukur
• 100 g skalottlaukur
• 100 g hvítlaukur
• 60 g steinseljurót
• 150 g sellery rót
• 100 g gulrætur
• 150 g fennel
• 700 g ferskir tómatar
• 80 g basil
• 50 g steinselja
• 30 g timian
• 20 g engifer
• 20 g chilli
• 40 g koriander
• 150 g ólífuolía
• 400 g góð tómatsósa með hvítlauk og basil
• 2 dl rauðvín (má sleppa)
• 150 g sykur
• 150 g rauðvínsedik

Aðferð
Skrælið og skerið grænmetið niður í frekar litla bita og setjið í gegnum hakkavél eða í mixer þannig að þetta hreinlega líkist hakki. Mallið svo í ólífuolíunni í ca. 20 - 30 mín. Síðan er tómatsósan, vínið, sykurinn og saltið sett út í pottinn og látið malla þangað til allur safi er gufaður upp. Bætið þá út í góðum flottum ólífum, þær sem ykkur finnst bestar og magn eftir því hversu góðar ykkur finnst ólífur. Bragðbætið þá með salti, pipar og smá sítrónusafa. Smyrjið eldfast mót og setjið smá af grænmetinu í formið, ofan á koma lasagne plötur, þá béchamel sósa og svo 50/50 parmesan ostur og venjulegur brauðostur. Endurtakið þangað til hráefnið er búið. Lokið með góðu lagi af béchamel sósu og rifna ostinum. Bakið í ofni við 170 gráður. Berið fram með hvítlauksbrauði og góðu salati.


Fljótlegt grænmetislasagne
Matreiðslutími: 30-40 mínútur

8 lasagneplötur (helst ferskar)
2 msk. smjör eða smjörlíki
250 g kúrbítur, skorinn í sneiðar
1 rauð paprika, skorin í sneiðar
1 blaðlaukur, saxaður
100 g sveppir, skornir í sneiðar
½ tsk. paprikuduft
jurtasalt og sítrónupipar
1 dós grænn aspars

Hvít sósa:
2 msk. smjör
2 msk. hveiti
4 dl mjólk
1 msk. sítrónusafi
jurtasalt og svartur pipar eftir smekk
fersk rifinn parmesanostur eftir smekk
rifinn ostur

Smyrjið eldfast mót og raðið helmingnum af plötunum í formið. Hitið smjörið á pönnu og léttsteikið kúrbítinn, paprikuna, laukinn og sveppina. Dreifið helmingnum af grænmetinu yfir lasagne plöturnar og raðið helmingnum af asparsinum yfir, kryddið með papriku, salti og pipar. Útbúið hvíta sósu úr smjörinu, hveitinu og mjólkinni. Bætið asparssoðinu út í og hrærið vel í sósunni á meðan hún þykknar. Kryddið sósuna og setjið 2 msk. af parmesanosti út í hana. Hellið helmingnum af sósunni yfir grænmetið, leggið lasagne plöturnar sem eftir eru, ofan á og dreifið síðan afgangnum af grænmetinu yfir.Hellið því, sem eftir er af sósunni, yfir grænmetið og stráið rifnum osti efst. Bakið við 200 gráður í 10-15 mínútur. Berið fram með brauði.


Grænmetislasagne Ellerts

2 pk sveppir
2 pk gulrætur
2 st broccoli
2 st krukkur spagettisósa (eða ein stór krukka)
500 gr kotasæla
lasagneblöð - helst fersk
ostur í sneiðum
ostur niðurrifin

Skera grænmetið í smátt. Steikja á pönnu. Mæli með því að það verði steikt fyrst í sitt hvoru lagi, þar sem það þarf mismundandi langan tíma. Gulrætur lengstan, broccoli næst og sveppir minnstan.
Blandið öllu grænmetinu svo saman á pönnu, hellið spagettisósunni yfir og blandið vel saman. Setið einn þriðja af grænmetisblöndunni í eldfast form. Síðan lasagneblöðum þar ofan á, ostsneiðar þar ofan á og svo helmingnum af kotasælunni. Næst einum þriðja af grænmetisblöndunni, lasagneblöð, ostsneiðar, restin af kotasælunni. Svo restina af grænmetisblöndunni, lasagneblöð og loks rifinn ostur.
Hita upp í ofni á 200° þar til það fer að krauma vel í blöndunni og osturinn farinn að brúnast. Gott með hvítlauksbrauði og fersku salati.

Taelro | 23. okt. '12, kl: 09:43:23 | Svara | Er.is | 0

Lasagne með laxi og spergilkáli

Hráefni:

800 g lax

800 g spergilkál

2 laukar

1 msk sykur

2 dl þurrt hvítvín

Lasagna plötur

3 msk sósujafnari eða hveiti

2 msk smjör

1 L mjólk

safi úr hálfri sítrónu

1 eggjarauða

ferskt dill

smá múskat

salt og pipar

parmesan ostur

Aðferð:

Fínsaxið laukinn og gljáið hann á pönnu með sykrinum. Hellið svo hvítvíninu út á pönnuna og sjóðið niður.

Skolið og skerið spergilkálið í hæfilega munnbita (ekki of stórt) og gufusjóðið í fjórar mínútur. Þvínæst má jafnvel hakka spergilkálið en mér finnst gott að hafa bita.

Skerið laxinn í litla bita.

Blandið þessu öllu saman í skál.

Sósan:

Búið til smjörbollu úr smjöri og hveiti/sósujafnara og nokkrum dropum af mjólk. (Setjið allt í pott á lágan hita og pískið saman). Bætið svo smátt og smátt allri mjólkinni út í á meðan þið haldið áfram að píska af fullum krafti svo sósan verði kekkjalaus og falleg.

Bætið svo sítrónusafa, dilli, múskati, salti og pipar út í sósuna og slökkvið undir. Hrærið þá eggjarauðunni saman við.

Setjið í eldfast mót í þessari röð:

Sósa fyrst, þá lasagnaplötur og loks spergilkálið og laxinn. Endurtakið þrisvar og endið svo á sósu. Rífið parmesanost yfir.

Setjið inn í ofn við 200°C. Hafið álpappír yfir í 25 mínútur. Fjarlægið álpappírinn en eldið áfram í 10 mínútur.

Berið fram með salati, góðu brauði og kældu hvítvíni. Bon appetit!

Kjúklinga lasagne

1 stk. kjúklingur soðinn, eða steiktur

1 stk. laukur

2 stk. hvítlauksgeirar

2 msk. olía

1 dós tómatar

1 tsk. oregano

1 tsk. salt

1 tsk. svartur pipar

2 msk. tómatpuré

1 dl. vatn

500 gr. kotasæla

Lasagne plötur

Ostur til að setja ofan á

 

- - - - - - - - - - - -

 

Laukur og hvítlaukur mýktur á pönnu. Allt sett á pönnuna og kjúklingurinn settur útí í lokin.

Allt sett í eldfast mót, til skiptis, kotasæla, kjúklingur og lasagne plötur. Osti stráð yfir. Sett í ofn í 30 mínútur við 180°

LASAGNA MEÐ KJÚKLINGI OG KÓKOSKARRÝ

Kókoskarrýsósa:

  ¦ 5 dl kjúklingasoð

  ¦ 1 stór dós Coconut Milk

  ¦ 1 msk karrý

  ¦ 1 tsk sinnepsduft

  ¦ 1/2 tsk chiliflögur

  ¦ salt

 

Kjúklingurinn

  ¦ 400 g kjúklingur, beinlaus, t.d bringur eða læri

  ¦ 1 stór laukur, saxaður

  ¦ 3 sellerístönglar, saxaðir

  ¦ 2 paprikur, skornar í litla bita

  ¦ 4 vorlaukar, saxaðir

  ¦ 4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir

  ¦ 1 lúka ferskt marjoram eða óreganó, saxað

  ¦ 200 g rifinn ostur

  ¦ salt

 

Þessu til viðbótar þarf um 16 lasagnaplötur. Best er að nota ferskt pasta. Ef notað er þurrkað pasta er gott að forsjóða plöturnar til að mýkja þær.

 

Hellið kjúklingasoði og kókosmjólk í pott, hitið upp að suðu og látið malla á vægum hita í 10-15 mínútur. Blandið þá kryddunum saman við og látið malla í 10 mínútur til viðbótar. Bragðið til með salti.

 

Skerið kjúklinginn í bita. Hitið olíu á pönnu. Mýkið lauk, vorlauk, sellerí hvítlauk og papriku í olíunni á miðlungshita í um 10 mínútur. Bætið þá kjúklingnum og marjoram/óreganó saman við. Haldið áfram að steikja þar til búið er að brúna kjúklinginn. Saltið og piprið.

 

Þekjið botninn lasagnamóti með sósu. Raðið lasagnaplötum yfir og síðan lagi af kjúklingablöndunni, hellið sósu yfir og sáldrið osti yfir. Haldið svona áfram koll af kolli þar til búið er að byggja upp þrjú lög. Sáldrið vel af osti yfir í lokinn.

 

Setjið álpappír yfir og bakið við 200 gráður í 30 mínútur. Takið þá álpappírinn af bakið áfram í 10-15 mínútur. Berið strax fram með fersku salati.

Mexíkanskt lasagna

2-3 kjúklingabringur (má vera meira ef vill)

1 stór rauð paprika

1 stór græn paprika

1 meðalstór rauðlaukur

2 litlar krukkur salsa sósa (hvaða sósa sem er, algjörlega eftir smekk)

1 dós Refried beans (Frá t.d. Mariachi eða Casa Fiesta)

1 pakki tortilla kökur (8 af minni gerðinni)

200 gr. rifinn ostur (eða eftir smekk)

50 g Rjómaostur

Skerið niður grænmetið og kjúklingabringurnar í meðalstóra bita. Byrjið á að setja kjúklinginn á pönnu (helst stóra sem þolir allt hráefnið) og steikið hann í gegn. Bætið svo grænmetinu við og steikið þar til það er mjúkt. Þegar þetta er komið, setjið þá salsasósuna út á lækkið hitann um ca helming. Rjómaostinum er svo bætt við og þegar hann er bráðnaður samanvið er þetta tilbúið til að setja í eldfast mót.

Takið tortillakökurnar og smyrjið baununum á aðra hliðina á fjórum þeirra. Það þarf ekki að nota allar baunirnar frekar en vill. Takið svo eldfast mót þeim mun dýpra þeim mun betra og setjið eina tóma tortillaköku neðst og aðra með baunum ofan á. (Baunirnar snúa upp) Setjið svo 1/3 af blöndunni yfir og dreifið úr. Endurtaka þar til blandan er búin. Þá setjið þið síðustu tortillakökuna með baununum ofaná með baunirnar niður og svo að lokum síðustu tómu tortillakökuna ofaná. Dreifið svo rifna ostinum yfir og hendið inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður.

Taelro | 23. okt. '12, kl: 10:15:55 | Svara | Er.is | 0

Sjávarrétta-lasagne (fyrir 10-12)

  9 lasagne-blöð

Sósa

  6 msk smjör

1/2 bolli hveiti

4 hvítlauksrif, pressuð

3 bollar mjólk

1 bolli hvítvín eða mjólk

2 tsk múskat

1 tsk salt

1/2 tsk pipar

1/4 tsk sterk piparsósa (t.d. Tabasco)

  Ostafylling

  2 egg

3/4 bolli nýrifinn parmesan

1/2 bolli fersk, söxuð steinselja

400 g kotasæla

120 g niðursoðin paprika í sneiðum (pimiento)

  Sjávarréttafylling

  400 g rækjur

250 g krabbakjöt

400 g óðalsostur, rifinn

Sjóðið lasagne skv. leiðbeiningum á pakka. Látið hvítlaukinn krauma í smjörinu. Bakið upp sósu úr smjörinu. Bakið upp sósu úr smjöri, hveiti, mjólk og hvítvíni. Sjóðið í 3-4 mín. Kryddið. Sláið eggin sundur og blandið öllum fyllingarefnunum saman við. Smyrjið eldfast mót með smjöri. Setjið þrjú lasagne-blöð í botninn og síðan helminginn af ostafyllingunni. Því næst helminginn af rækjunum og krabbakjötinu, 1/3 af sósunni og 1/3 af óðalsostinum. Endurtakið þetta og endið með lasagne, sósu og osti. Setjið lok eða álþynnu á mótið og bakið í 25 mín. Takið lokið af og bakið áfram í 25 mín. Látið réttinn standa í 10 mín. áður en hann er borinn fram. Skreytið með rækjum og steinselju.

Humar lasagne

400g. humar

8 ferskar grænar lasagnaplötur ca. 10cm x 10cm, soðnar og kældar

100g. hvítlauksostur

rifinn ostur

3 cl. (einfaldur) Sambuca

sítrónusafi úr 1/2 sítrónu

salt

1 msk. tómatpuré

1/4 ltr. rjómi

2 dl. humarsoð

50g. smjör

8 stór hvítlauksrif, skorin í sneiðar

6 stórir sveppir, skornir í sneiðar

c.a. 1/2 púrrulaukur í sneiðum, skera dökkræna hlutann frá

rósapipar

steinselja, fínt söxuð

Kraumið grænmetið í smá smjöri og búið til sósu með tómatpúrru, hvítlauksosti og rjóma, þykkið með smá sósujafnara. Smjörsteikið humarhala á heitri pönnu (hita smjörið þar til hættir að krauma, passa að smjörið brenni ekki). Skvettið Sambuca yfir og kreistið sítrónu yfir líka. Setjið sósuna saman við og smakkið til með salti. Raðið pastaplötum og humar í sósu til skiptis, stráið rifnum osti yfir og setjið undir heitt grillið í ofninum og látið grillast létt. Þegar þessi réttur er gerður verður að hafa í huga að ekki má ofsteikja humarinn því að hann á eftir að fá smá tíma undir grillinu. Það má bæði hafa þennan rétt í skömmtum eða í einu stóru formi.

Spínat og sveppalasagne Sigurlaugar Káradóttur

500 gr spínat

  250 gr sveppir

  1 laukur

  3 – 4 hvítlauksrif

  1 grænt chilli

  1 rautt chilli

  Ólívuolía – nóg til að steikja úr

  Smá smjörklípa

1 dós chillibaunir

  200 gr kjúklingabaunir

 

70 ml rjómi

 

1 pakki spelt lasagna ( þurfið kannski ekki allan pakkann samt )

 

1 msk þurrkað oregano

  Maldonsalt

  Hvítur pipar

  Svartur pipar

 

1 stór dós kotasæla

  50 ml rjómi

  Rifinn ostur

  Fetaostur

  Oregano – 1 – 2 tsk

  Furuhnetur – handfylli

 

Laukurinn skorinn smátt og honum leyft að glærast aðeins í ólívuolíunni. Grænn chillipipar, rauður chillipipar og hvítlaukurinn skorið mjög smátt og bætt útí.

Sveppirnir skornir frekar gróft og þeim bætt á pönnuna ásamt smá smjörklípu. Þeim leyft að steikjast aðeins áður en restin af hráefnunum mætir í partíið.

Þá fer spínatið útí. Ef þið eruð með spínat með stilkum eins og ég er oftast með, er betra að skera það aðeins niður áður en það fer á pönnuna. Alls ekki skera stilkana frá og henda þeim! Hef heyrt af fólki sem gerir það og ég skil ekki hvernig nokkrum manni getur dottið annað eins í hug!:)

Síðan kemur rjóminn, oreganoið, hvítur pipar, svartur pipar, maldonsalt – og loks baunirnar.

Ef þið eigið ekki kjúklingabaunir tilbúnar í frystinum þá setjið þið bara eina dós af kjúklingabaunum útí í staðinn. Sami hluturinn þannig lagað séð:)

Það má vissulega setja bara 2 dósir af chillibaunum í lasagnað, en mér finnst alltaf betra að hafa að minnsta kosti 2 tegundir af baunum saman þegar ég er að gera lasagna.

  Sérstaklega ef það er ekki mikið annað í réttinum. Annars verður þetta dálítið einhæft á þriðja bita!

Svo er þessu bara raðað eins og hverju öðru lasagna – kotasælan og osturinn sett ofaná allt saman áður en þetta fer í ofn.

Það er ágætt að þynna kotasæluna með smá rjóma áður en hún er sett ofaná – þannig verður auðveldara að dreifa henni. Ef þið eruð einhverra hluta vegna “á móti rjóma”, þá sleppið þið honum bara. Ég skil reyndar ekki af hverju fólk ætti að vera á móti rjóma. Ekki frekar en ég skil af hverju nokkrum manni ætti að detta í hug að nota matreiðslurjóma. Af hverju ekki bara að blanda saman rjóma og smá mjólk – í þeim hlutföllum sem maður vill? Eða bara nota aðeins minna af rjómanum? Frekar vildi ég þá að hægt væri að fá þykkan rjóma í verslunum, eða almennilegur double cream sem er mun betra og nýtilegra hráefni en matreiðslurjómi sem mér finnst alltaf dálítið eins og útþynntur rjómi bara.

Það má líka nota bara 2 dósir af kotasælu og sleppa ostinum og fetostinum.

Og svo smávegis af oregano og furuhnetum yfir toppinn.

Inn í ofn við 180 gráður í svona 45 – 50 mínútur.

goofy | 27. okt. '12, kl: 15:06:32 | Svara | Er.is | 0

basic lasagna hakk, grænmeti, tómatar í dós , krydd..og raða svo í form með kotasælu
og svo heilsu : setja ofnbakað eggaldin í stað pastaplatna ...hljómar ekki vel en vááa´hvað þetta er gott :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Síða 9 af 48022 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien, Guddie