Mamma að skipta sér af á heimili föður?

AchatinaFulica | 30. sep. '15, kl: 22:47:04 | 715 | Svara | Er.is | 0

Ég breytti ýmsum smávægilegum staðreyndum um okkur til að við þekktumst ekki af þessari frásögn en ef einhver þekkir okkur samt þætti mér vænt um að viðkomandi héldi því fyrir sig. Ég er bara að leita ráða hérna og ekki að reyna að vera með nein leiðindi út í neinn.

Börnin mín tilheyra flókinni samsettri fjölskyldu, eins og svo mörg íslensk börn. Við pabbi þeirra skildum fyrir fimm árum þegar þau voru 6 og 2 ára. Fyrst eftir að við skildum bjó pabbi þeirra úti á landi og þau fóru lítið til hans nema bara í lengri fríum. Þremur árum seinna breyttist búsetan og núna búum við rétt hjá hvort öðru svo krakkarnir fara mun reglulegar til hans. Við erum bæði komin í önnur sambönd og konan hans á son úr fyrra sambandi sem er ári yngri en sonur okkar og svo eiga þau saman ársgamlan strák, svo hjá þeim er talsvert meira stuð á heimilinu heldur enn hjá okkur sem erum bara hjón með tvö börn :)

Strákurinn okkar, sem er núna 7 ára, er mjög ‘auðvelt’ barn. Á auðvelt með námið í skólanum, á auðvelt með samskipti við börn og fullorðna, man eftir dótinu sínu og veit svona yfirleitt hvort hann er að koma eða fara ;) Þeim stjúpbræðrunum kemur ofsalega vel saman og samband þeirra er mjög fallegt.

Stelpan okkar sem er 11 ára á frekar erfitt. Hún er svakalega skapandi og hugmyndarík, góð við lítil börn, kurteis við alla, sanngjörn, með ríka réttlætiskennd, fróð og gaman að spjalla við hana þegar vel liggur á henni en hún er með ‘allan pakkann’ eins og það er stundum kallað. Lesblindu, ADHD, kvíða, almenna námserfiðleika og mjög hægan úrvinnsluhraða og þarf þess vegna mikla hjálp við námið og margt í daglegu lífi, hún er líka með skyntruflanir tengdar snertingu og þolir til dæmis mjög illa faðmlög og knús. Ef það er stress á heimilinu, til dæmis ef við vöknum of seint eða hún fær misvísandi skilaboð eða veit ekki til hvers er ætlast af henni verður hún gjörsamlega ringluð og hagar sér eins og bavíani. Hún höndlar óreglu í svefni og matarræði mun verr heldur en bróðir hennar þó hann sé rúmlega 4 árum yngri og verður mjög neikvæð og erfið í skapi ef svoleiðis kemur fyrir.
Hún er oft mjög æst og með læti og getur skrúfað sig upp í áhyggjurúss og er þá alveg ferlega erfið í umgengni, hún helst ekki í neinum tómstundum nema skátunum og á fáa en góða vini. Svo ég veit alveg að það getur verið erfitt að búa með henni.

Dóttir mín sagði mér fyrir nokkrum dögum og var alveg miður sín, að fjölskylduvinur á hinu heimilinu hennar væri vondur við sig. Hún sagði að þetta hefði verið svona í þónokkurn tíma og ástæðan fyrir því að hún var svona miður sín yfir þessu núna var að vinkonur hennar væru farnar að taka eftir þessu líka og spyrja hana út í þetta. Þetta er kona sem kemur til þeirra oft í viku til að létta undir, ekki þó tengd fjölskylduböndum heldur bara vinkona þeirra.

Ég svona trúði þessu ekki alveg og spurði hana hvað nákvæmlega væri sagt og gert sem léti henni líða illa og þá hafði hún eftir hluti sem ég vona innilega að séu ósannir en er ferlega hrædd um að séu réttir.

Hún sagðist hafa talað við bæði pabba sinn og stjúpu um þetta af og til síðan um síðustu jól og að þau segir bara að þetta gangi ekki og að það verði að gera eitthvað í þessu, en geri svo ekki neitt. Ég mun auðvitað tala við þau, en ég er búin að vera að hugsa núna í nokkra daga um hvernig ég á að nálgast þetta og mér dettur bara ekki nein lausn í hug sem er ekki frekjuleg afskipti af lífi hinnar fjölskyldunnar, getið þið aðstoðað mig?

 

T.M.O | 30. sep. '15, kl: 23:26:07 | Svara | Er.is | 5

eina sem skiptir máli er heilsa og öryggi dóttur þinnar og hún hættir ekkert að vera dóttir þín þó hún sé hjá pabba sínum. Ef þú ræðir þetta við pabba hennar sem virðist vita af málinu þá kannski gerir hann eitthvað i því.

Ruðrugis | 30. sep. '15, kl: 23:40:51 | Svara | Er.is | 4

Mér finnst nú allt í lagi að þú ræðir þetta við barnsföður þinn undir fjögur augu sem fyrst. Það þarf ekkert að lita út frekjulega þó þú viljir fá skýr svör og minnist á þetta að fyrra bragði. Það er ekki eins og þú sért að skipta þér að því hvað sé í matinn eða hvað barnið eyði tíma sínum í á þeirra heimili. Þú ert bara að pæla í velferð barnsins og það er fyrir öllu.
Annars kemur það nú ekkert fram hvað þetta er, en ef þetta er alvarlegur hlutur eins og misnotkun af einhverju tagi þá myndi ég ráðfæra mig við fagaðila.

AchatinaFulica | 1. okt. '15, kl: 00:05:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ekki misnotkun eða slíkt en svona almenn andstyggilegheit. Talað illa um hana svo hún heyri til og reynt að niðurlægja hana fyrir framan bræðurna.
Til dæmis sagt við minnsta bróðurinn, þú skalt ekki verða svona þrjóskur og leiðinlegur eins og systir þín - og systirin situr í sama herbergi. Mér finnst þetta mjög ljótt og vil auðvitað ekki að það sé komið svona fram við barnið mitt.

Ruðrugis | 1. okt. '15, kl: 00:12:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þá finnst mér ekki spurning að þú átt að tala við þau. Mér finnst þetta á engan hátt frekjulegt og ekki heldur afskiptasemi. 
Það myndu flestir kvarta og segja eitthvað ef talað yrði svona í skólanum hjá börnunum manns og mér finnst þetta vera nákvæmlega sama dæmið. 

T.M.O | 1. okt. '15, kl: 03:07:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

sorrí en mikið svakalega leyfi ég mér að hata fólk sem kemur svona fram við börn. Þetta hljómar eins og kvikindislegt einelti og myndi buga fullorðna manneskju. Persónulega myndi ég spyrja mig hvort að ég vildi setja barnið mitt í svona aðstæður, þetta brýtur niður sjálfstraustið hjá stelpunni hratt og örugglega. 

LaRose | 1. okt. '15, kl: 08:18:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nakvæmlega!

Regndropi | 1. okt. '15, kl: 17:49:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er svo sammála.

LaRose | 1. okt. '15, kl: 08:18:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thetta er dottir thin og thad er skylda thin ad vernda hana fyrir svona pakki eins og thessari kellingu.

Eg skal segja ther hvad eg myndi gera an thess ad hika:

Eg myndi tala vid pabbann og segja honum ad ef thessi kelling myndi ekki hætta ad koma og hjalpa og thau redu ser adra heimilishjalp tha kæmi dottir min ekki inn a heimilid thegar hun væri thar. Ef hann er ekki til i ad reka kellinguna tha serdu hvernig forgangsrodunin hja honum er.

Eg væri iskold, thad er ekki sens ad dottir min kæmi heim med svona sogur an thess eg bregdist hart vid. Henni lidur illa, thad er komid illa fram vid hana og einasti logfrædingurinn i heiminum sem hun getur leitad til ert thu!

Thad sem mer fannst samt verst vid thad sem thu skrifadir er ad thu skyldir alveg thad væri erfitt ad bua med dottur thinni, eg fekk a tilfinninguna ad ther thætti svo erfitt ad taka thennan slag ad thig næstum langadi ad afsaka sma hvernig kellingin er vid hana. Vona thad hafi verid vitlaust lesid i thetta hja mer.

Gangi ther vel.

AchatinaFulica | 1. okt. '15, kl: 08:40:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það er alls ekki þannig að ég vilji afsaka þessa framkomu við hana! Ég vildi bara að það kæmi fram að ég geri mér grein fyrir að dóttir mín getur verið erfið í samskipum, ég er ekkert að fegra það. En fullorðið fólk þarf auðvitað að haga sér sem slíkt og mér finnst þetta óásættanleg hegðun gagnvart henni.

fálkaorðan | 1. okt. '15, kl: 00:20:35 | Svara | Er.is | 1

Þetta er ekki afskiptasemi. Talaðu við pabbann.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Brendan | 1. okt. '15, kl: 10:15:27 | Svara | Er.is | 0

Shitturinn hvað sumt fullorðið fólk getur verið bilað.. Þú ert ekki ósanngjörn á þessa hluti, heldur skaltu standa fast á þínu enda er það þitt hlutverk sem ábyrgðar og uppeldis aðili að hugsa um velferð og heilsu barna þinna. Þarna er verið að brjóta á barninu og andlega og það verður að stoppa það Núna. Hvernig sem það verður stoppað er undir þér komið og pabba hennar. Annað hvort að krefst þess að aðilinn sé ekki á heimilinu yfir höfuð eða að dóttir þín fari ekki í umgengi á meðan hún er þarna. 
Ég myndi aldrei láta svona líðast og ég myndi standa með barninu, mundu að barnið hefur bara ykkur sem málsvara og þegar hún dóttirin kemur og trúir ykkur fyrir andlegu ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir er það ykkar Skylda að bregðast við um leið og taka hlutunum alvarlega. Ef það gerist ekkert hjá ykkur eru þið að brjóta á trausti og trúnaði barnins og brjóta ykkar skyldur. 


Það þarf einhver og það í dag að stíga fram og vernda stelpuna og hjálpa henni í þessum aðstæðum. Hver ætlar að gera það ef ekki þú eða pabbi hennar, sem mér sýnis hann ekki vera að gera. 

Petrís | 1. okt. '15, kl: 12:01:36 | Svara | Er.is | 4

Ef það eru góð samskipti á milli ykkar þriggja, þín, föður barnanna og stjúpmóður myndi ég hafa hana með í samtalinu. Ekki ganga framhjá stjúpunni ef þú vilt að þetta lagist og hlutnirnir verði eðlilegir á milli ykkar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Síða 9 af 47990 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Guddie, tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien