Margret Muller

tjúa | 20. jún. '11, kl: 16:15:06 | 2186 | Svara | Er.is | 7

http://www.dv.is/frettir/2011/6/20/allir-vissu-hvernig-hun-var-en-enginn-gerdi-neitt/

Eru fleiri hérna inni sem "lentu" í henni? Í svo fáránlega f"#$ing mörg ár hélt ég að þetta hafi bara verið ég. Hún elskaði jú bróðir minn svo mikið og var svo góð við hann að ég hætti aldrei nokkurntímann að heyra það. Og það gerði það að verkum að þegar ég kvartaði undan henni trúði mér enginn, og sögðu þetta afbrýðissemi út í hann.
Eins og skólinn hafi ekki verið nóg þá þurfti ég að lifa af sumrin í Riftúni í þokkabót. Ég fór að háskæla við að lesa þessa frétt OG það sýður á mér. Maðurinn minn sagði mér að tala um þetta við foreldra mína en ég held svei mér þá að ég treysti mér ekki til þess. Og það myndi ekki laga neitt. En ááááiii, þetta er vont.

 

seva | 20. jún. '11, kl: 16:19:18 | Svara | Er.is | 0

Samhryggist. Þú ættir amk að leita hjálpar og tala um hlutina, ef ekki við foreldra þína þá fagfólk.

En þessar fréttir eru viðbjóður og óhugnarlegt að þetta hafi átt sér stað svona lengi.

miss540 | 20. jún. '11, kl: 16:22:19 | Svara | Er.is | 0

Úff þú átt alla mína samúð. Stórmerkilegt að konan hafi komist upp með þessa harðstjórn svona lengi.

ermum | 20. jún. '11, kl: 16:22:29 | Svara | Er.is | 0

:( Vonandi verður myndaður einhver stuðningshópur eða ykkur boðin áfallahjálð eða eitthvað.

Greebo | 20. jún. '11, kl: 16:37:29 | Svara | Er.is | 1

Já ég lenti sko í henni, OG Riftúni. Ég hef blokkerað mest af þessu í hausnum á mér, en man hvernig hún var við aðra í mínum bekk, sérstaklega eina stelpu sem var yngri en við, alveg fæ sting í hjartað við að hugsa um það. :/ Og Riftún... Úff... Fékk ekki að lesa bréf frá foreldrum, neydd til að borða allan matinn þarna sama hversu viðbjóðslegur hann var og svo var ég alltaf pissandi á mig stöðugt af stressi og kvíða þarna, skömmuð fyrir undarlegustu hluti og eitthvað fleira sem ég hef blokkerað út. :S
Ég átti góðar stundir með henni líka að vísu, en auðvitað man ég frekar eftir þeim heldur en þeim slæmu. Ég man í rauninni ekki eftir helmingnum af skólagöngunni þegar ég var í yngri deildunum. :S
Þú ert ekki ein. -^.^-

---
Yesss nanny...

tjúa | 20. jún. '11, kl: 16:51:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Riftún var eiginlega verst. Ég grét mig í svefn og var skömmuð fyrir að vera að halda hinum vakandi; ég fékk furðulega oft ekkert að borða. Vann einhverntímann einhverja keppni þarna og hún hrifsaði af mér verðlaunin og sagði mig hafa svindlað og lét mig sitja hjá. En svo sýndi ég henni að ég hafði víst gert þetta rétt (arg, það er svo asnalegt að tala um þetta, en við áttum að vefja band utan um karamellu og svo í tunguna, og velta svo tungunni utan um bandið þangað til að karamellan var komin upp í okkur. Ég gerði þetta víst á einhverjum mettíma, og hún sagði að ég hlyti að hafa notað hendurnar. En ég gat endurtekið þetta aftur og aftur) Ég átti samt að fara að sofa.
Svo kom að því að ég var orðin svo veik af kvíða að ég gat hvort eð er ekkert borðað. Þá var mat pínt ofan í mig. Og enginn mátti leika við mig. Ekki sála. En ég mátti samt ekki fara heim - foreldrar mínir í USA og ég þarna til að halda íslenskunni við. Það sem þessi kona gat látið út úr sér við mig er ótrulegt.

Greebo | 20. jún. '11, kl: 17:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég man núna einmitt að ég var skömmuð fyrir að halda hinum vakandi líka... Og heyrði hana oft skamma aðrar fyrir þetta... Alltaf eitthvað röfl um að hún hafi tekið svefnpillu sem væri núna ónýt því maður hefði vakið hana, geðveikt eitthvað að láta mann fá sektarkennd. Huhh. -.- Ég man samt ekkert með máltíðirnar, ég rauk alltaf upp í fjall að leika mér/forða mér og var ekkert að fylgjast mikið með held ég. Gæti vel verið að ég hafi ekki fengið að borða oft þarna heldur, bara man svo lítið eftir þessu, mundi bara ekkert fyrr en fyrir 1-2 árum að ég hefði farið í Riftún, þegar ég var að róta um í minningum sem ég hafði bælt niður af öðrum ástæðum líka.

---
Yesss nanny...

Kendra | 20. jún. '11, kl: 17:03:23 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég las þessa frétt fyrst í morgun hélt ég að þetta væri innsláttarvilla að hún hafi fyrirfarið sér árið 2008 hefði haldið að það væri frekar 1908. Mér datt ekki í hug að þetta væri svona nýtt mál þó svo að þetta hafi gerst fyrir mörgum árum.

Á hvaða árum varstu þarna?

Maður verður svo hissa að svona er enn að gerast í nútímanum í svo vel upplýstu samfélagi.

tjúa | 20. jún. '11, kl: 17:07:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er 77 módel. Var ári á undan í skóla samt, þannig að þetta er frá 1982 og til hvað, 1986.

Kendra | 20. jún. '11, kl: 17:29:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvað það er stutt síðan :(

Greebo | 20. jún. '11, kl: 17:58:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá... Ég var mikið seinna, frá 1992- 1999, mögulega 2000 (var eitt ár í gagnfræðadeildinni sem var nýstofnuð þegar ég var þarna). Óhugnalegt að heyra hvað þetta fékk að líðast lengi. :S

---
Yesss nanny...

tjúa | 20. jún. '11, kl: 18:07:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg með ólíkindum! Og það var ekki að maður reyndi ekki að klaga :( Hluti af mér er nefnilega líka að berjast við þessa reiði við því að mér var ekki trúað. Ekkert frekar en fyrri daginn. Mamma (sem ég notabene elska meira en allt) meira að segja sagði við mig fyrir einhverjum árun "gettu hvern ég hitti? Og hún bað svo vel að heilsa þér...:)" og við þessu svara ég "Djísus, er hún ekki dauð ennþá? Hún var hundrað ára þegar ég var þarna, hversu lengi á hún að fá að lifa?" Ég fékk sko að heyra það að ég ætti að skammast mín og guð má ekki vita hvað. Ég varð svo sár og reið að ég öskraði bara. Meira hefur ekki verið minnst á hana síðan. Mamma lét mig ekkert vita að hún væri dáin einu sinni. Ef ég gæti mögulega talað upphátt án þess að grenja myndi ég gjarnan vilja tala um þetta við hana, en ég held samt að a) það gerist ekkert og b) það breytir engu

fálkaorðan | 20. jún. '11, kl: 18:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Knús knús knús, talaðu þá bara um þetta grenjandi. Það hjálpar.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

kancelaria | 20. jún. '11, kl: 21:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var í Landakotsskóla og Riftúni líka og þetta kom mér ekkert á óvart en ég var þarna til 1996 og kannast við allar þessar sögur , konan var ógeðsleg það verður bara að seigjast eins og er ..... Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju þetta hefur aldrei komið á yfirborðið og hvernig þetta gat viðgengst svo lengi. Hins vegar var samstarfi kaþólsku kirkjunnar við skólann lokið upp úr 2000 held ég , kannski þaggaði kirkjan þetta bara niður ???

Í kaþólskri trú er synd að fyrirfara sér og þú átt ekki að vera jarðaður af prest þ.e afneitað af kirkjunni en Margret Muller fékk heiðurs jarðaför , jörðuð meðal presta af biskupnum held ég meira að seigja og í fréttablaðinu kom "lést af slysförum" Þetta er kaþólska kirkjan í hnotskurn.

Það trúði manni engin hvernig Margret Muller var, var að ræða þetta við móður mín og hún sagði bara "maður sá alltaf að hún var svolítið klikuð en mann grunaði ekki hversu mikið" ætli þetta hafi ekki bara verið viðhorfið enda þótti skólinn fínn einkaskóli sem kostaði sitt (amk þegar að ég var þar) og fólk trúði bara engu slæmu upp á fínan einkaskóla ????

YulBrynner | 20. jún. '11, kl: 17:07:12 | Svara | Er.is | 0

Ömurlegt að heyra þetta :(

seva | 20. jún. '11, kl: 18:08:53 | Svara | Er.is | 0

En af hverju er þetta fyrst að koma upp á yfirborðið núna? Þegar þau bæði (frétt í Fréttatímanum) eru látin.

tjúa | 20. jún. '11, kl: 18:11:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef ekki hugmynd. Það er virkilega virkilega erfitt að lesa að þetta hafi allir vitað. Maðurinn minn spurði hvort það væri ekki léttir, en nei, það er það ekki. Það er bara vont.

seva | 20. jún. '11, kl: 18:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

skil það.
Í Fréttatímanum var líka talað um kynferðislegt ofbeldi af hendi þeirra beggja. Sorglegt að það sé ekki hægt að láta þau gjalda fyrir það sem þau gerðu nemendum sínum.

seva | 20. jún. '11, kl: 18:17:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

http://www.frettatiminn.is/frettir/kynferdisleg_misnotkun_innan_katholsku_kirkjunnar_a_islandi

Varð flökurt þegar ég las þetta.

Ziha | 20. jún. '11, kl: 18:25:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, mikið rosalega hefur þetta verið sjúkt fólk.....:-(

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

YulBrynner | 20. jún. '11, kl: 18:35:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú er ég nokkuð sjóaður þegar kemur að því að lesa viðbjóðslýsingar á ofbeldi, en ég held að mér hafi sjaldan liðið jafn illa við nokkurn lestur. Sumarbúðasagan fór alveg með mig :/

seva | 20. jún. '11, kl: 18:49:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þetta er viðbjóður. Ætla rétt að vona að það fari fram almennleg rannsókn á þessu. Hvað með hitt starfsfólkið?

GoGoYubari | 20. jún. '11, kl: 20:55:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég komst í gegnum helminginn, þá fór ég að gráta. Ég klára þetta kannski þegar strákarnir eru sofnaðir, ef ég treysti mér til. Þetta er ógeðslegt! :(

Greebo | 20. jún. '11, kl: 19:51:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff... :S Núna langar mig að grenja, hélt bara að Margrét hefði verið ströng og ömurleg og séra george bara já, frekar vinalegur en samt strangur "kall" eins og maður sagði sem krakki . En núna þegar ég sé myndirnar af þeim finnst mér þau vera eins og einhverjir hræðilegir djöflar... :(
Hrikalega er þetta ógeðslegt, mér dettur ekki einu sinni í hug að efast um að þessar frásagnir séu sannar. Langar að æla þegar ég hugsa um að ég hafi verið þarna, og öll hin börnin sem fóru í þennan skóla meðan þau voru þar.

---
Yesss nanny...

krummalína | 20. jún. '11, kl: 21:45:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var þarna í 3 ár og hélt það sama, en þegar ég fer að hugsa þetta aðeins til baka þá var ekki allt með felldu í kringum sum börn (sérstaklega þau Kaþólsku) sem höfðu verið þarna lengur, mér fannst tekið harðar eða öðruvísi á þeim. Man eftir einu skipti þar sem einn strákurinn fór úr tíma því hann þurfti að skrifta (var mér sagt).... mér fannst það mjög skrítið. Mér leið illa í Riftúni í þetta eina skipti sem ég fór þangað, ætlaði að strjúka ásamt þremur öðrum en þær guggnuðu á því á síðustu stundu. Ég upplifði þetta sem strangan Kaþólskan skóla og fannst það ágætt að vissu marki en núna fyllist ég viðbjóði þegar ég hugsa um að hafa verið þarna.

Marmelade | 20. jún. '11, kl: 21:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eins og það lýti allt út fyrir það að hann hafi verið sá eini sem lenti í kynferðislegu ofbeldi af þeirra hálfu, því að allavega þeir sem tala um þetta kannast ekki við kynferðislegt oftbeldi. Ef hann var ekki sá eini þá kannski þora hinir ekki að segja frá. En ég skil ekki hvernig fólk sem að hefur ekki lent í kynferðilegu ofbeldi af þeirra hálfu heldur eingöngu andlegu getur efast um að þessi saga sé sönn. Mér finnst þetta líta bara út fyrir að vera bara hann sem lenti í þessu, þar sem hann var líka tekinn þarna nánast hverja nótt í sumarbúðunum til dæmis. Þetta er svo rosalega hræðilegt og hann fer út í svona nánar lýsingar, bara óþæginlegt að lesa þetta :(

Marmelade | 20. jún. '11, kl: 21:22:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem fer líka fyrir brjóstið á mér er að hann gat ekki talað um þetta við foreldra sína áður en þau dóu. Ef ég væri móðir og barnið mitt hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og ég hefði aldrei komist að því.. well ég gæti nú ekki sýnt neinar tilfinningar þegar ég væri dáin en ef ég gæti það þá þætti mér það mjög leitt.

ert | 20. jún. '11, kl: 19:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

koma upp? Andlega og líkamlega ofbeldið var velþekkt, sem og að þau voru par.
Maður átti ekki von á því að þau yrðu sökuð um kynferðislegt ofbeldi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

seva | 20. jún. '11, kl: 19:39:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Var andlegt og líkamlegt ofbeldi ekki nóg, af hverju gerði enginn neitt?

ert | 20. jún. '11, kl: 19:44:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held að fólk hafi ekki staðið gegn prestum
ef fólk hefði gert eitthvað þá hefði það bara verið stimplað pakk
fólkið sem átti góðu börnin var ánægt með Margréti og Georg og ef þau voru vond við einhver börn þá áttu þau bara skilið sökum óþekktar

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

tjúa | 20. jún. '11, kl: 20:03:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nema í mínu tilfelli áttu foreldrar mínir engil (hann bróðir minn) og SVO mig. Og ég heyrði það daglega, og hluti eins og "af hverju ertu ekki eins og hann" eða "af hverju ert þú svona?" og toppurinn var þegar hún fór að vorkenna mömmu að hafa eignast svona vont barn. Foreldrar mínir höfðu þá heyrt í 5 ár hversu æðislegur bróðir minn var (og er) og hann var auðvitað ánægður, þannig að þegar ég klagaði var ég að ljúga, ég hafði þá bara verið óþekk og hún að skamma mig.

ert | 20. jún. '11, kl: 20:05:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er ekki eina dæmi sem ég hef heyrt um að góða systkinið og vonda systkinið og Margréti.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kancelaria | 20. jún. '11, kl: 21:33:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála en þetta kemur samt ekkert gífurlega á óvart

ert | 20. jún. '11, kl: 21:56:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

maður á ekkert erfitt með að trúa þessu - því miður

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Bjutiful | 20. jún. '11, kl: 18:42:25 | Svara | Er.is | 0

Ó já ég lenti í henni og maaaaargir fleiri sem ég þekki. Hún var hrikalega vond manneskja og lagði krakka í einelti alla þeirra skólagöngu, man sérstaklega eftir einum sem var svolítið eftir á og hún einbeitti sér mikið að því að láta honum líða illa.

Ég var frá 6 ára til 12 ára og fór í riftún frá 7 ára til 11 ára og fannst mér hún nú skárri þar en í skólanum.

Srta Morales | 20. jún. '11, kl: 18:51:28 | Svara | Er.is | 0

Hér er ein frásögn:

http://vest-1.blogspot.com/2011/06/sibuin-minningaror-um-margreti-muller.html

kerla1 | 20. jún. '11, kl: 22:10:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hér er ein enn
http://www.dv.is/blogg/agust-borgthor/

Srta Morales | 20. jún. '11, kl: 22:46:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og enn enn ein:

http://silfuregils.eyjan.is/2011/06/19/sjukt-folk/

Bifferina | 20. jún. '11, kl: 23:48:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamms...

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
vélindakrampi heida4 21.11.2008 1.6.2024 | 14:04
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023 1.6.2024 | 12:10
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 1.6.2024 | 11:28
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 1.6.2024 | 10:57
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 1.6.2024 | 08:39
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023 1.6.2024 | 07:12
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024 31.5.2024 | 21:23
Ástþór með á móti ? Zjonni71 17.5.2024 31.5.2024 | 17:31
Skartgripir bellabjork33 22.5.2024 31.5.2024 | 17:15
Fortjald unnur93 30.5.2024
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 30.5.2024 | 14:09
Selja Gull merida 15.6.2023 30.5.2024 | 13:43
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023 30.5.2024 | 13:15
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 30.5.2024 | 12:34
New York Ròs 18.4.2024 30.5.2024 | 08:23
Enjoyable experiences with Uno Online! Hemoni 30.5.2024
Playing Uno Online is a thrilling adventure! Hemoni 30.5.2024
Varðandi netgiro Gio87 29.5.2024 30.5.2024 | 01:26
Jafnvægistruflanir... KilgoreTrout 14.6.2011 28.5.2024 | 16:35
Bæklunarlæknir fyrir hnjáliðaskipti. gamlinn 17.5.2024 28.5.2024 | 06:44
Review IO Games kanelime 28.5.2024
New York Ròs 22.5.2024 28.5.2024 | 01:37
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 28.5.2024 | 01:34
Hunda og kattahótelið - hvernig er það? Chacha 27.5.2024
Mjög hættulegur frambjóðandi ! Zjonni71 9.5.2024 27.5.2024 | 19:55
Monkey Mart: Test your reaction ability! Halvorson 27.5.2024
Rjómasprautur... órækjan 26.12.2009 27.5.2024 | 04:12
Temu kdm 25.5.2024
Ristilpokar leigan 19.6.2023 25.5.2024 | 12:32
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 23.5.2024 | 16:35
Happy supermarket trantow 22.5.2024
Gjafakort IKEA batomi 19.5.2024 21.5.2024 | 01:01
rjómasprautur með gashylki nerd 18.6.2005 20.5.2024 | 03:57
Game boy leikir hvar? Berglindg 3.12.2007 20.5.2024 | 02:55
Rafmengun; Rafsegulsvið alfalfa 19.2.2010 20.5.2024 | 01:11
Gjafakort IKEA batomi 19.5.2024
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 17.5.2024 | 20:30
Plágur úr biblíunni ! Zjonni71 14.5.2024 16.5.2024 | 19:46
Samfestingurinn/Samfés billabong 3.3.2012 16.5.2024 | 09:27
Do you know octordle game online? Sila11 16.5.2024 16.5.2024 | 09:26
Milliblæðingar- ein hrædd AG1980 15.5.2024
Grenitré fræ DooaDiddly 15.5.2024
Game bird terrine????? sigrunf 18.10.2009 14.5.2024 | 12:46
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 14.5.2024 | 08:30
Have You Ever Taken an Enneagram Test? jasperwilde09 14.5.2024
Cenforce 50mg: Most Amazing ED Solution For Men camilajohnson 14.5.2024
Besta naglaþjölin og hvar fæst hún? Gunna stöng 10.5.2024 13.5.2024 | 14:54
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 13.5.2024 | 12:16
Óska eftir barnakofa í garðinn lsh3 12.5.2024
Halla Hrund Sætúnið 3.5.2024 12.5.2024 | 00:21
Síða 1 af 50135 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Kristler