Meðganga þykkra kvenna spurningar

sykurpudi94 | 20. okt. '15, kl: 19:55:12 | 270 | Svara | Meðganga | 0

Hæ!
ég er með nokkrar spurningar sem ég hef verið að velta fyrir mér og vona að þið getið svarað mér.
ég er nú frekar mikið þétt stelpa, og ég var að pæla hvort að það sé mikil áhætta að vera feit á meðgöngu. eykur það líkurnar á fósturmissi eða meðgöngu sykursýki?
svo langar mig að vita hvað er gert í mæðraskoðun? og hvar finnst ykkur best að fara? er frekar óánægð með líkama minn og þyngd, og fannst alltaf rosalega óþæginlegt að fara í skólaskoðun tildæmis þegar ég var yngri vegna þyngdar og hjúkkan átti til að setja útá þyngdina. hafi þið lent í því þegar þið farið í mæðraskoðun að þið eruð dæmdar fyrir að vera þykkar?
rosa miklar pælingar hérna í gangi! takk fyrir :D

 

ilmbjörk | 21. okt. '15, kl: 07:28:27 | Svara | Meðganga | 0

Auðvitað er oft erfiðara að ganga í gegnum meðgöngu þegar maður er með of mörg auka  kíló að burðast með. En það er ekkert sem ætti ekki að ganga upp :) Það eykur líkurnar á meðgöngusykursýki já, en ég er ekki vis með fósturmissi. 


Í mæðraskoðun er maður bara skoðaður, tekin þvagprufa, og jú vigtuð. En þú getur alveg sleppt því að vigta þig. Það er fylgst rosa vel með manni ef maður er of þungur (ég er nokkrum kg of þung og þarf að fara í sykursýkistékk).. 

sykurpudi94 | 21. okt. '15, kl: 20:19:38 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk fyrir svarið :)

Georgina Chaos | 21. okt. '15, kl: 22:27:57 | Svara | Meðganga | 0

Ég veit ekki hvort er hægt að tala um mikla áhættu en hún er meiri á talsvert mörgum fylgikvillum, bæði fyrir móður og barn. Skv. þeim niðurstöðum sem ég hef fundið eru eitthvað auknar líkur á fósturmissi líka. Áhættan er meiri á öllum fylgikvillum því þyngri sem móðirin er (því hærri BMI þ.e.), t.d. á meðgöngusykursýki, háþrýstingi, meðgöngueitrun, verkjum í baki/mjöðmum, gangsetningu, keisaraskurði o.fl. Nýburar of þyngra kvenna eru líka í meiri hættu á að verða of þungir og fá fylgikvilla sem krefjast sjúkrahúsvistar eftir fæðingu.
En þó þetta sé svona þá er ekki mikið hægt að gera í því ef of þung kona er orðin ólétt. Til að minnka líkurnar á þessu öllu er manni ráðlagt að hreyfa sig daglega, t.d. göngutúr eða aðeins meira ef þú ert vön meiru. Líka að borða hollan mat með nægu grænmeti og forðast það sem hækkar blóðsykurinn eins og hvítt brauð, hv. pasta, hv. hrísgrjón, snakk, nammi, gos o.s.frv.

Ég er of þung og það er fylgst með ýmsu hjá mér í mæðraskoðun en ég er sjálf að passa vel hvað fer ofan í mig, vigta mig vikulega og skrifa niður til að fylgjast sjálf betur með hvernig gengur. Ég fer í mæðraskoðun á heilsugæslunni, hef hitt tvær ljósmæður þar og finnst ég ekki mæta neinu leiðinlegu í skoðun enda væri tilgangslaust að draga verðandi mæður niður með óþarfa leiðinlegum athugasemdum. Ljósmæðurnar eru frekar hjálplegar í svara spurningum og svona skoðun er oft mikið spjall finnst mér. Þar fyrir utan er þreifað aðeins á maganum, vigtað, mælt járnið og maður skilar þvagprufu. Þegar kona kemst yfir 12 vikur er svo hlustað á hjartsláttinn í barninu. Það er samt í verkahring ljósmæðra að fylgjast með heilsu móður og barns svo það að þær tali um þyngdina, matarræði eða hreyfingu er eðlilegt og þýðir bara að þær eru að sinna starfi sínu að fylgjast með og upplýsa verðandi mæður.

sykurpudi94 | 22. okt. '15, kl: 17:49:08 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk kærlega! Mjög hjalplegt! :)

sykurpudi94 | 22. okt. '15, kl: 17:49:08 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk kærlega! Mjög hjalplegt! :)

AprílMaí2016 | 27. okt. '15, kl: 14:28:55 | Svara | Meðganga | 0

ég er sjálf þykk og má ekki þyngjast á meðgönguni, offita hækkar líkurar og þessu öllu því miður. ég fékk langa ræðu frá ljósuni minni, Ef að þú vilt mænudeyfingu t.d er mælt með að þú farir í viðtal hjá svæfingarlækni fyrir fæðingu. Ég er að ganga með þriðja barnið mitt núna , ég fékk meðgöngusykursýki á fyrstu meðgöngu sem að ég hét alveg niðri með mataræði en enga seinst né núna. Gangi þér vel.

sykurpudi94 | 27. okt. '15, kl: 20:44:02 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hefuru eitthver ráð til að koma í veg fyrir að fá meðgöngusykursýki? eða til að reyna að komast sem best hjá henni?

AprílMaí2016 | 27. okt. '15, kl: 22:03:33 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ef að þú borðar 100% rétt á meðgönguni og hreyfir þig reglulega ( talað um allavegana hálftíma göngutúr daglega ) þá eru meiri líkur að þú sleppir við hana en náttúrulega ekki algilt.

saf85 | 9. nóv. '15, kl: 11:44:36 | Svara | Meðganga | 0

Ég held að þetta fari rosalega eftir einstaklingnum. Hvernig er heilsan (fyrir utan þyngdina) fyrir meðgöngu? Ég er of þung (alveg 30kg of þung) en er samt að öðru leyti við góða heilsu. Aldrei verið vesen á blóðþrysting eða neinu þessháttar. Ég hef í mörg ár reynt að létta mig á markvissan hátt en eins og kannski sumir þekkja þá gengur það bara misvel hjá fólki. Ég er í ágætis formi, hljóp reglulega áður en ég varð ólétt og var dugleg að hreyfa mig.
Ég er ólétt af mínu 3ja barni og hefur hingað til allt gengið vel, bæði meðganga og fæðing. Með fyrsta barn var ég reyndar alveg 20kg léttari en ég er í dag og það var vissulega munur, enda töluvert færri kg sem þurfti að burðast með, heldur en í seinni skiptin. Ég fór ekki í sykurþolspróf með fyrsta barn, en þurfti að gera það með annað barn, vegna þessara auka 20kg sem ég bætti á mig eftir að fyrsta barn fæddist. Hef ekki rætt það við ljósuna núna, en reikna fastlega með að þurfa að fara í prófið núna líka.

Varðandi skoðanir að þá fer þetta rosalega eftir ljósmæðrum. Ég hef altaf verið rosalega viðkvæm fyrir þessum tölum á viktinni og leggst það pínu á mig sálrænt að sjá tölurnar fara upp (sem er eðlilegt þegar maður er óléttur, svo lengi sem það er skv viðmiðum). Lenti í ljósmóður með seinna barn sem var mjög hörð við mig og gagnrýndi þyngdina mína verulega. Ég flutti svo komin 15 vikur og fékk nýja ljósmóður og hún er æði. Hún viktar mig ekki nema í upphafi og svo í lokinn, nema eh komi upp sem gæti bent til óhóflegrar þyngdaraukningar. eins og td of hár legbotn, sem er líka mældur í hverri skoðun eða hækkun á blóðþrysting osfrv. sem hefur ekki komið til ennþá.

-------------------------------------------------------------------------------
Skvísan kom i heimin 3 sept 2007
Lítill prins kom í heiminn 3 nóv 2010

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Öðruvísi lykt og áferð úr leggöngum talía 23.3.2016 26.3.2016 | 18:15
einkenni óléttu... Talkthewalk 24.3.2016 26.3.2016 | 13:01
Hvenær fenguð þið jákvætt? rachel berry 15.2.2016 26.3.2016 | 13:00
Allt um meðgöngu- Listar! melonaa1234 25.3.2016 25.3.2016 | 22:11
Blæðing eftir samfarir! villimey123 25.3.2016 25.3.2016 | 14:20
Heilsugæslan Lágmúla - reynsla? th123 26.1.2016 24.3.2016 | 22:49
Èg er að fara á taugum! DeathMaiden 18.3.2016 19.3.2016 | 21:34
Anti - D mótefnamyndun - veit einhver? snæfríður80 19.3.2016 19.3.2016 | 21:31
Ágústbumbur 2016 er komið a facebook stelpuskjáta95 3.1.2016 18.3.2016 | 18:03
Draumabörn Salkiber 13.3.2016 17.3.2016 | 16:31
Streppokokkar i leggöngum erla74 14.3.2016 16.3.2016 | 18:03
September bumbur? Leynóbumba 5.1.2016 12.3.2016 | 10:14
Hjalp. rappi 11.3.2016
Hreiðurblæðingar MotherOffTwo 2.3.2016 11.3.2016 | 21:21
Ljósmóðir í Spönginni valdisg 12.1.2016 10.3.2016 | 21:38
Túrverkur eða þannig... veit einhver? Corporate 7.3.2016 9.3.2016 | 22:08
Júní 2016 bumbur? :) blomina 2.10.2015 9.3.2016 | 18:59
svimi Curly27 18.2.2016 8.3.2016 | 22:15
Ófrjósemisaðgerð karla....líkur á þungun ? Bleika slaufan 7.3.2016 8.3.2016 | 07:42
Hvađ má og hvađ ekki á fyrstu vikum međgöngu? Curly27 2.3.2016 6.3.2016 | 16:10
Ágústbumbur 2016 - Facebook hópur Blissful 4.3.2016
Sekkur og nestispoki veux 2.3.2016 4.3.2016 | 16:14
Áhættumæðravernd í árbæ? Curly27 28.1.2016 2.3.2016 | 11:29
Júlíbumbur 2016 LísaIUndralandi 22.11.2015 2.3.2016 | 09:19
Ráð við bakflæði?? Curly27 5.2.2016 29.2.2016 | 23:01
Endromesia verkir a meðgöngu villimey123 26.2.2016 28.2.2016 | 22:24
meðgöngusund Salkiber 24.2.2016 28.2.2016 | 16:53
Tvíburahópur? bianca 14.9.2015 24.2.2016 | 22:09
Veikindaleyfi - greiðslur efima 23.2.2016 24.2.2016 | 12:01
Er ny her en vantar sma uppl. :) villimey123 24.2.2016 24.2.2016 | 10:33
Planaður keisari NATARAK 17.2.2016 23.2.2016 | 19:43
maí bumbuhópur 2016 hákonía 29.9.2015 21.2.2016 | 07:33
Bumbuhópur júní 2016 Relianess 10.1.2016 20.2.2016 | 17:49
júní bumbur adele92 3.10.2015 20.2.2016 | 16:43
Könnun Mistress Barbara 20.2.2016
Staðfest egglos - engin rósa - neikvætt próf sevenup77 12.2.2016 15.2.2016 | 20:21
Angel care tæki Desemberkríli2015 14.2.2016
Stofna maí 2016 bumbuhóp fyrir +30 ára? Skatla 20.10.2015 14.2.2016 | 13:03
Júníbumbur 2016 35+ rovinj 5.1.2016 13.2.2016 | 22:47
Framhöfuðstaða - endurtekin? Rapido 17.1.2016 13.2.2016 | 20:42
Hvenær hættuð þið/ætlið að hætta að vinna? efima 12.1.2016 12.2.2016 | 19:32
ógilt þungunarpróf? kimo9 5.1.2016 8.2.2016 | 13:38
gjafir fyrir nýbakaðar mæður uvetta 3.2.2016 7.2.2016 | 22:03
Ágúst bumbur 2016?? list90 15.12.2015 5.2.2016 | 18:31
Ofvirkur skjaldkirtill og meðganga Ofelia 4.1.2016 4.2.2016 | 11:24
Júlíbumbur 2016 Facebook hópur !! sdb90 8.1.2016 3.2.2016 | 12:37
Legvatn að leka en samt ekki bumbubaun nr 2 24.1.2016 28.1.2016 | 21:58
Tvíburamömmur 2016 valdisg 14.1.2016 28.1.2016 | 20:33
Snemmsónar - Lækning anitaosk123 4.1.2016 28.1.2016 | 11:17
Loksins jákvætt ;) Rosy 23.1.2016 27.1.2016 | 17:49
Síða 10 af 8168 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, Guddie