MEÐLAG AFTUR:)

dov | 3. maí '05, kl: 08:55:39 | 574 | Svara | Er.is | 0

Gat nú ekki annað en hneykslast á umræðunni hér í gær um meðlag. Ég játa það að þetta er ekki mikill peningur að fá í hendurnar skitnar 16.000kr á mánuði dekkar ekki einu sinni leikskólapláss, EN kæru konur þið verðið að hugsa málið til enda áður en þið farið að ibba ykkur yfir þessu. Karlmennirnir sem borga okkur meðlagið borga mun meira en bara 16.000kr á mánuði, þeir borga um 20.000kr á mánuði því það á eftir að taka skatt af þessum pening. Svo auk þess þá er þetta frekar mikil upphæð ef menn hafa 2-3 krakka að borga með,og nú veit ég að margar ykkar segja "þeim er nær að passa ekki upp á typpið á sér" ÞAÐ ÞARF 2 TIL,ekki satt.

Það er mikið af konum þarna úti sem verða óléttar eftir einnar nætur gaman,og ákveða að eiga barnið.Svo líður tíminn og þær fara að væla hvað meðlagið sé lágt og þær eiga svo bágt, hefði þá ekki verið gott að setjast niður og hugsa hvort þú hefur í raun efn á að halda þessu barni eða ekki.Því ég veit af reynslunni að það er bévíti erfitt að vera einstæð móðir,var það í 4 ár.

Ég er orðin svo leið á þessum umræðum hvað KONAN á bágt, við höfum það ekkert verr en karlarnir.Haldið þið að karlarnir hafi það ekki drullu skítt líka, þeir vinna og vinna til að borga meðlag, og eiga aldrei pening fyrir sjálfan sig. Málið er að gera bara gott úr þessu öllu saman og smæla framan í lífið því það batnar ekkert með þessu væli.

Takk fyrir mig og hlakka til að heyra skítköstin frá ykkur kæru barnalands konur:)

 

Hugfangin | 3. maí '05, kl: 08:57:49 | Svara | Er.is | 0

Þarf skítköst? Þetta er eins og margt annað, mikið að borga en lítið að fá...
Bkv. H

Kammo | 3. maí '05, kl: 08:58:14 | Svara | Er.is | 0

Síðan hvenær er þarf meðlagsgreiðandinn að greiða skatt af meðlaginu?

Kv.Kammó

Kv.Kammó


________________________________
Vantar Lego Star Wars 1 og Lego Indiana Jones leiki fyrir PS2.

Yxna belja | 3. maí '05, kl: 09:01:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Síðan alltaf er það ekki?

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

guds777 | 28. sep. '23, kl: 18:14:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú borgar skatt af launum, síðan borgar þú meðlagið ekki áður, þarmeð borgar þú skatt á meðlag...

tlaicegutti | 28. sep. '23, kl: 21:32:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ert að svara gömlu þráð síðan 2005 !! vs 2023

sísísí | 3. maí '05, kl: 08:58:40 | Svara | Er.is | 0

Ég er ALVEG sammála þér, ég þoli ekki þetta kellingavæl stundum! En mig langar að leiðrétta eitt sem þú sagðir

" þeir borga um 20.000kr á mánuði því það á eftir að taka skatt af þessum pening."

þetta er ekki rétt. Þeir borga sömu upphæð og konan fær.

Salkan | 3. maí '05, kl: 09:00:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hún ekki að meina að það er tekinn skattur af laununum áður en þú borgar meðlagið eins og með allt annað?
En ég er alveg sammála því uppað vissu marki að þetta er lítið að fá en getur verið mikið að borga t.d. fyrir námsmenn og aðra..

Hugfangin | 3. maí '05, kl: 09:01:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En það þarf að vinna sér inn rúmar 20 þús til að greiða 16 þús. Meðlag er ekki frádráttarbært frá skatti.
Bkv. H

kjútímús | 3. maí '05, kl: 09:02:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ég held að þegar sumar konur eru að tala um að karlinn geti borgað meira .. þá er það td. eins og ég þekki til ... þá var maðurinn með rífandi laun .. borgaði hvergi leigu nema þá kannski 20,000 kr heima hjá kærustu sinni ... og svo tímdi hann ekki einu sinni að kaupa eitt né neitt handa barninu .... ég meina stundum er það þannig að karlinn á nóg af peningum og konan að fara á hausinn ... þá getur verið ergjandi þegar karlinn vill ekki hjálpa.... bara svona benda á það líka...... =)

kveðja Kjútímús

litlan | 3. maí '05, kl: 09:06:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem konan er að reyna að koma á framfæri er að fyrst þarf að vinna fyrir þessum peningum,borga af þeim skatt og borga þá rúmar 16.500 kr. sem er skattfrjálst hjá viðtakanda .S.s.mikið að greiða en kannski lítið að fá:)

dov | 3. maí '05, kl: 09:01:35 | Svara | Er.is | 0

Ok það getur vel verið, fyrirgefið misskilningin. En þetta er samt bull þetta endalausa væl alltaf.

Snarfari | 3. maí '05, kl: 09:03:04 | Svara | Er.is | 0

Guð hvað þið eruð lagnar að snúa út úr. Til að eiga 16.000 kr. til að borga meðlag þarf meðlagsgreiðandi að vinna sér inn alla vegna 20.000 þús taki maður tillit til skatta og slíks.
Ég hef nú fengið meðlag með mínum 2 börnum í mörg ár og finnst þetta mjög temmileg upphæð. Þið verðið líka að ath. að karlinn á ekki að sjá algjörlega um að greiða allt þið eigið að greiða 1/2 á móti líka. Ætlið þið að segja mér að börnin ykkar borði og þurfi fatnað fyrir 32. þús. á mánuði? Það er þá frekar þurftarfrek börn.

Trifolium | 3. maí '05, kl: 09:23:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hefði nú haldið að það þyrfti að vinna sér inn meira en 20 þús. til að borga þessi 16 þús, er ekki skatturinn að hirða nærri 40% ???

Svo finnst mér það ekki vera mikið að gera ráð fyrir 32 þús. á mánuði í fæði, klæði og annað sem barn þarf.... get sett upp smá dæmi:

Grunnskólabarn
Íþróttaskór og íþróttaföt 15. þús. Ef þú ert heppin og kaupir ódýrt, þetta er útgjaldaliður amk. einu sinni á ári. Úlpur og annar útifatnaður, snjógalla kostar ca. 10 þús. Góð úlpa getur kostað svipað, svo má bæta við vindgalla ofl.
Þetta er ca. 2.500 kr ef því er skipt á allt árið

Æfingagjöld 4-7 þús. á mánuði. Allir hafa gott af því að hreyfa sig og skipulagt íþróttafélagsstarf er mjög gott til þess, tel ekki með ómæld útgjöld við þáttöku í viðburðum tengdum íþróttum, því það er eitthvað sem ég tel vera meira val.

Föt, alklæðnaður ca. 3-4 sett, það er í raun lágmarksmagn af fötum, ég myndi telja að kostnaðurinn við að viðhalda því sé ca. 2-5 þús. á mánuði, að meðaltali, í því eru þá sokkar og nærföt

Mötuneyti í skólum og slíkum stöðum er ca. 300 kr á dag sem gera fyrir 20 daga í mánuði 6 þús. á mánuði

Með þessari litlu upptalningu er ég komin í amk. 15 þúsund og þá erum við ekki enn farin að tala um hlutfall í kostnaði við heimilishald.....

Yxna belja | 3. maí '05, kl: 09:27:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það er ekkert rosalega mikið og margir að eyða mun meiru. En það er samt upphæð sem vel er hægt að komast af með, enda bætast við þessar tölur barnabætur og aukaafsláttur af dagvistargjöldum hjá börnum yngri en 6 ára.

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Salkan | 3. maí '05, kl: 10:05:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá áttu auðvitað eftir að taka inn barnabætur. Svo greiðir barnið auðvitað óbeint til heimilisins þar sem þú færð hærri húsaleigubætur ef þú ert að leigja og átt barn og vaxtabætur ef þú átt barn og íbúð.

Yxna belja | 3. maí '05, kl: 10:06:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt :)

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

arnarmár | 3. maí '05, kl: 10:55:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hlutfall í kostnaði við heimilishald?
Þér finnst þó ekki að maðurinn eigi að borga það, er þá ekki líka eðlilegt að konan greiði hlutfall af útgjöldunum sem að pabbinn borgar þegar barnið er hjá honum?

Það er alltof mikið af konum sem er eru svo uppteknar af því að hann borgi ekki hitt og þetta og eru svo á sama tíma ekki tilbúnar að láta neina aukadaga af hendi (á samt alls ekki við um mína barnsmóður).

Samkvæmt lögum fullnægir meðlag framfærsluskyldu föðursins.

Pandóra | 3. maí '05, kl: 09:26:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmm... Ég á líka 2 börn og get staðhæft að það kostar í heildina töluvert meira en 32þús krónur (x2) á mánuði að reka þau.

Það er fyrir utan fæði og klæði, það er leikskólapláss fyrir yngra barnið, heilsdagsskóli + matur í skólanum fyrir þann eldri, tómstundir (yngra barnið er í fimleikum og það eldra í karate), leikjanámskeið á sumrin, eldra barnið þarf innlegg - sem er nú sem betur fer ekki mánaðarlega, en kostar sitt þegar þarf að endurnýja. Síðan kemur stundum upp lækniskostnaður, og auðvitað þarf ég stærra húsnæði þar sem börnin búa hjá mér heldur en ef ég byggi ein og borga því hærri leigu.
Auðvitað vita þetta allir foreldrar, að það að eiga börn er ekki bara að sjá þeim fyrir mat og fatnaði, en mér finnst þetta stundum gleymast í umræðunni um meðlagið.


Að þessu sögðu vil ég taka undir það að meðlagið ætti að vera frádráttarbært frá skatti, að hluta a.m.k. Það myndi auðvelda barnmörgum feðrum að borga með sínum börnum og myndi kannski minnka þessar endalausu deilur um krónur og aura.

Og ég vil ekki taka undir það að við einstæðu mæðurnar séum alltaf að "væla", auðvitað eru aðstæður misjafnar hjá okkur en í flestum tilvikum held ég að við séum aðeins að gæta réttar barna okkar og hugsa um þeirra hag. Og ekki eru heldur allir barnsfeður þannig að þeir sjái eftir hverri krónu í börnin eða reyni að koma sér undan ábyrgð, flestir vilja gera vel við sín börn og standa við skuldbindingar sínar. A.m.k. þarf ég ekkert að kvarta yfir föður barnanna minna, hann tekur fullan þátt í aukakostnaði sem kemur upp, og lætur börnin hiklaust njóta þess ef hann hefur góðar tekjur. Enda er hann ekki skilinn við börnin þótt við séum skilin ;o)

kv, Pandóra

Komma | 3. maí '05, kl: 09:31:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hey stelpur....þið gleymið einu.....lækniskosnaði!!! Það getur verið há fjárhæð ef er um mikil veikindi. Mín er buin að vera frekar mikið veik síðan um áramótin og ég er komin upp í 25 þús, reyndar er inni þessu aðgerð....

Trifolium | 3. maí '05, kl: 09:34:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er ég bara að tala um kostnað sem ég tel ekki vera hægt að komast hjá.... á líka innleggsbörn sem þurfa svona skó en ekki hinsegin = dýrir skór
Lækniskostnað sér maður ekki fyrir, né vinnutap vegna veikinda barna, ef svo illa vill til að þau sé lengi veik og svo margt fleira sem getur komið upp á...

Pandóra | 3. maí '05, kl: 09:53:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat, þetta er alltaf spurning um hvað maður telur með sem framfærslu.
Bara það nauðsynlegasta eru matur, föt og leikskóli/heilsdagskóli, en það eitt og sér er hjá mér 20.000 (leikskóli) + 15.000 (heilsdagsskóli + matur í skóla), þannig að þar er ég strax komin yfir meðlagið og trúlega í kringum 65þús á mánuði. Bara það nauðsynlegasta. Og þá er ekki reiknað með neitt í sambandi við húsnæðiskostnað, tómstundir eða lækniskostnað. Þetta er nefnilega ótrúlega fljótt að koma, þótt maður fari vel með hverja krónu og sé ekki að spreða í merkjaföt og kaupi allan mat í bónus ;o)

kv, Pandóra

rúanda | 3. maí '05, kl: 09:06:29 | Svara | Er.is | 0

Nei það er svosum ekki mikið að fá þennan pening en konan á að leggja annað eins á móti og það kostar ekki meira en 32 þúsund + barnabætur að framfleita einu barni ef fólk kann með peninga að fara en svo getur það auðvitað kostað miklu meira ef fólk er endalaust að kaupa eitthvað eða kaupir dýrustu og fottustu fötin handa þeim og svona ýmislegt en það er þá algjörlega mömmunar að standa straum af því, mínar dömur eru nú alltaf vel til fara og þær eru að fara á námskeið og sumar búðir í sumar og ýmislegt sem þær fá að gera og ég hvarta ekki.

En ég myndi samt aldrei fara í fóstureyðingu þó ég væri mjög ílla stödd og sæi ekki fram á að geta framfleitt baninu almennilega, það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

kveðja

Við flytjum í nýja húsið okkar 20 ágúst næstkomandi.
www.barnanet.is/irena myndi af húsinu hér fyrir þá sem vilja skoða

dov | 3. maí '05, kl: 09:12:21 | Svara | Er.is | 0

Það er nefnilega málið stelpur "ÞAÐ ER ALLT HÆGT EF VILJINN ER FYRIR HENDI"

Ég er í sambandi með manni núna,elsti sonur hans býr hjá okkur en samt borgar hann henni meðlag með honum.Því hún á SVO BÁGT (hennar orð),en þar sem honum líður betur í skólanum hér upp frá en þar sem hún býr þá skiptir þetta okkur engu máli.Það er velferð barnsins sem skiptir máli en ekki PENINGARNIR:

micro | 3. maí '05, kl: 09:14:16 | Svara | Er.is | 0

svo sammála þér dov :) óþolandi þetta væl með hvað meðlagið sé lítið, og karlinn aumingji. meðlag munar bara föðurfjölskylduna um heilan helling. dæmi bara maður sem á 2 börn með annarri konu (eftir langt langt samband en því miður slitnaði uppúr því) þá er hann að borga um 32-33000kr á mánuði í meðlag, og svo þarf hann að halda nýju fjölskyldunni sinni uppi með nýfædda barnið þeirra. þá auðvitað munar þessi peningur. en nei barnsmóðurinni finnst þetta ekki nóg :S

ef að | 3. maí '05, kl: 09:28:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Það er mikið af konum þarna úti sem verða óléttar eftir einnar nætur gaman,og ákveða að eiga barnið."

Það er á ábyrgð karlsins að passa sig ef að hann vill ekki eignast barn, hann getur ekki treyst því að aðrir hugsi um hans hag !

rúanda | 3. maí '05, kl: 09:30:04 | Svara | Er.is | 0

dov mér finnst nú samt að hún eigi ekki að komast upp með það að fá meðlag ef drengurinn býr hjá ykkur en ég þekki þetta vel þar sem bróðir minn borgaði meðlag með sínum dreng í 3 ár eftir að hann flutti til hans.

kveðja

Við flytjum í nýja húsið okkar 20 ágúst næstkomandi.
www.barnanet.is/irena myndi af húsinu hér fyrir þá sem vilja skoða

Sögumaður | 3. maí '05, kl: 09:41:55 | Svara | Er.is | 0

borði og þurfi fatnað fyrir 32 þús á mánuði?? Sko... bara dagmamma eða leikskólapláss fyrir eitt er nú allavega það... er það ekki??

Sögumaður - orðin fullorðin - á ÞRJÚ börn!

Salkan | 3. maí '05, kl: 10:07:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einstæðar mæður fá auðvitað niðurgreiðslu á leikskóla og dagmömmu :) Svo koma barnabæturnar auðvitað á móti og hærri húsaleigubætur og þess háttar.

Trifolium | 3. maí '05, kl: 10:15:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru ekki allir að leigumarkaðinum, veit ekki til þess að það sé einhver afsláttur á eigin húsnæði.

Salkan | 3. maí '05, kl: 10:16:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Átti nú reyndar við vaxtabætur af húsnæði.

Trifolium | 3. maí '05, kl: 10:21:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður fær þær ekki nema að skulda meira en minna í húsnæði eða hvað?? :-)

Frú Dinda | 3. maí '05, kl: 11:05:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Man nú ekki reglurnar um Vaxtabæturnar, en þegar þú ert farin að eiga held ég 4 eða 6 millur í húsnæðinu þá missiru þær. Og þarft að borga eignaskatt.. eða eitthvað.... :S

JBS17 | 3. maí '05, kl: 09:45:43 | Svara | Er.is | 0

þetta er mikið að gefa og lítið að fá, en bara svona að koma því á framfæri, maðurinn minn borgar meðlag með einu barni og svo eigum við tvö börn saman, við höfum keypt á hann útigalla og regnföt og reynt að kaupa öðru hverju á hann venjuleg föt líka. Þegar lækniskostnaður hans er hár höfum við tekið þátt í því. Svo erum við líka að borga fyrir okkar tvö börn allt sem þarf fyrir þau. Mér finnst þetta sanngjarnt svona en það sem böggar mig er að það sér svo farið að væla yfir hvað við séum ömurleg og borgum lítið! Við fjárhagslega getum ekki borgað meira og ef að við gætum þá myndum við glöð gera það því okkur finnst ekkert skemmtilegra en að gleðja börnin okkar. Finnst bara óþolandi þegar maður er að gera sitt besta og sér ekkert eftir peningunum að það sé samt kvartað yfir manni!

Snarfari | 3. maí '05, kl: 10:03:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börn eru ekki á leikskóla alla ævi. Sorry, en ég sem var lengi vel einstæð móðir þoli ekki þetta væl. Reynið að sníða ykkur stakk eftir vexti. Það er alveg hægt að kaupa ódýrari úlpur og föt. Skil ekki þetta væl. Á ekki bara karlinn að borga allt og þið alið upp barnið fyrir hann? Mér finnst þetta skrítinn hugsunarháttur. Ég hef ALDREI beðið minn fyrrverandi um aukapening fyrir einu eða neinu. Sorry, þessi börn eru líka á mína ábyrgð komin og alveg sjálfsagt að ég leggi eitthv. út fyrir þeim líka. Ég get fullyrt að með 2 börn að ég er ekki að eyða 64 þús. í þau bæði þrátt fyrir að þau fari reglulega til tannlæknis, gangi í ágætis fatnaði, eru ekki haldin áberandi næringarskorti. Ég skil ekki svona væl, dýrt að eiga börn. Má vel vera en er það ekki þess virði?

Trifolium | 3. maí '05, kl: 10:06:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú þau eru sko miklu meira virði... og ég get líka upplýst þig um að ég hef heldur ekki farið fram á fá neitt umfram meðlag, vegna þess að þegar útgjöldin verða meiri en sem nemur þessari upphæð, þá er það mitt val að eyða meira í mín börn.... get ekki farið fram á að aðrir borgi það fyrir mig!

Frú Dinda | 3. maí '05, kl: 10:07:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég verð að vera sammála. Hef heldur aldrei beðið minn barnsföður um auka fjármagn. Hér virðist allt ná saman...

Hef ekki fundið fyrir því að það sé dýrt að eiga börn, ekki nema þá hjá þeim sem láta ekki sjá sig í rúmfó og bónus... ;)

Trifolium | 3. maí '05, kl: 10:10:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ég gleymdi :-) Leikskóli er sko ekkert endilega stærsti útgjaldaliðurinn... eldri börn eiga sér flest áhugamál, það má vel stjórna kostnaðinum við þau, en þar erum við oft að tala um stærri upphæðir sem koma sjaldnar.

Ég skil vel að forsjárforeldri væli, ef þau gera það ekki gæti einhverjum dottið í hug að það mætti skerða meðlagið!!!

viamala | 3. maí '05, kl: 09:53:54 | Svara | Er.is | 0

Ég er svo sammála dov hérna.
Þetta er auðvitað peningur sem er ætlaður barninu og er ekki upp í uppihald en á ekki að vera algjört uppihald fyrir barnið. En málið er að menn geta átt 3-4 börn með einni konu,skilnaður á sér stað og yfirleitt er konan með börnin og maðurinn borgar með þeim.
Á pappírunum hljómar þetta allt mjög eðlilegt en þegar maðurinn sem yfirleitt þarf að flytja út og finna sér húsnæði þarf síðan líka að borga meðlag þá gerir það honum oft ókleift að byrja nýtt líf.

Menn geta sótt um að fá frest á að greiða meðlag í einhvern tíma en á meðan sá tími er,eru menn bara að safna skuld við sitt sveitarfélag.
Hvernig væri nú að sýna smá samkennd með samborgurunum!!
Þetta er flókið mál og ekki hægt að skella fram einhverjum sleggjudómum um að hinir eða þessir hefðu bara átt að passa sig.

Frú Dinda | 3. maí '05, kl: 09:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ekki í uppihald??? Hvað þá? Á að leggja þennan pening inn á reikning og geyma?

Reyndar finnst mér meðlagið alls ekki of lágt. Mér finnst það bara ósköp temmilegt. Fannst það of lágt þegar stubburinn var hjá dagmömmu, enda kostaði það 25,000,- á mánuði og því lítið eftir af 33.000,- Núna er hann á leikskóla og þar sem við erum í skóla þá borgum við aðeins 15.000,-

Ef við værum ekki í námi, þá værum við að borga meira, efast um að við myndum væla... þar sem það væri þá jafnframt meiri innkoma.

viamala | 3. maí '05, kl: 10:16:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorry asnalega orðað hjá mér.
Átti við að meðlagið á ekki að dekka allan kostnað varðandi barnið heldur er það bara hluti upp í kostnaðinn!
Skilst þetta betur?

Trifolium | 3. maí '05, kl: 10:03:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Þetta er auðvitað peningur sem er ætlaður barninu og er ekki upp í uppihald en á ekki að vera algjört uppihald fyrir barnið." 16 þúsund krónur á mánuði er sá hluti sem meðlagsgreiðandinn borgar, 32 þúsund er samanlagt frá forsjárforeldri og meðlagsgreiðanda.

Þar sem ég þekki til hafa eignir verið gerðar upp milli hjóna og bæði þurft að byrja upp á nýtt. Mér finnst það frábært þegar foreldri með forsjá getur búið áfram á sama stað, það er betra fyrir börnin að raska ekki öllu þeirra lífi, flest hugsandi fólk reynir að hafa hlutina þannig, en það er því miður oft of erfitt fjárhagslega fyrir bæði.

Salkan | 3. maí '05, kl: 10:13:04 | Svara | Er.is | 0

Það kemur mér á óvart hversu mörg börn eru greinilega dýr í vexti. 16 + 16 í meðlag, svo eru það barnabæturnar sem geta nú farið uppí allt að tæplega 20 þúsund mánaðarlega (tæplega 60 þ á 3 mánaða fresti) ef fólk er með lág laun ásamt því að húsaleigubæturnar hækka líka um einhverja þúsundkalla. Mig minnir að þær hækki uppí 19 þúsund úr 12 þúsund fyrir einstæða móðir sem er á frekar lágum launum. Þannig að í þeim tilfellum sem móðirin er með lág laun þá erum við gróflega reiknað að tala um 16þ + 16þ + 20þ + 7þ = 59 þúsund á mánuði fyrir einstæðar mæður með laun í lægri kantinum...
Auðvitað koma mánuðir sem lækniskostnaður er meiri og þess háttar, en svona almennt séð eruð þið virkilega að eyða meiru en sem þessu nemur í barnið ykkar í meðalmánuði?

Trifolium | 3. maí '05, kl: 10:20:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ég myndi halda að þetta væri miklu minna en.............. ef þú tækir þig til í eitt ár og værir með heimilisbókhald og jafnaðir svo venjulegu útgjöldum heimilisins á fjölskylduna og tækir út það sem tilheyrði hverju barni ertu örugglega með upphæð sem er nærri þessu á hvert barn! það er svo skrýtið, þó maður sé alltaf að gera bestu kaupin í fötum og mat!

Salkan | 3. maí '05, kl: 10:35:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar er ég með heimilisbókhald :) Þótt ótrúlegt sé ;)
Held að þetta sé mjög misjafnt á milli fólks en ég tel upphæðina samt sem áður ekki vera svona háa. Þó eru auðvitað til tilfelli þar sem upphæðin er hærri t.d. þegar börn eru mikið veik og þess háttar. En ég er þó aðeins að tala um meðaltilvikin...

FrökenFríða | 3. maí '05, kl: 10:13:36 | Svara | Er.is | 0

Æ greyið kallinn! Hann þarf að borga 15 þús á mánuð! úff hvernig getur hann það. Algjör hetja !

Á tvö falleg börn, 2002 og 2009 :)

bjútíbollan | 3. maí '05, kl: 10:16:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LEIÐRÉTTING: HANN ÞARF AÐ BORGA 16500 OG TIL ÞESS AÐ GETA BORGAÐ ÞAÐ ÞARF HANN AÐ VINNA SÉR INN 22.667 KRÓNUR.

FrökenFríða | 3. maí '05, kl: 10:19:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

wow.......róleg á caps lockinu

Á tvö falleg börn, 2002 og 2009 :)

Pínupons | 3. maí '05, kl: 10:18:03 | Svara | Er.is | 0

Æj mikið er ég fegin því að gera mér barasta engar grillur um að fá eitthvað meira en meðlagið, það sparar ótrúlega mikla frustration. Ég gæti auðvitað alveg notað meiri peninga en þeir eru bara ekki í boði... Þetta er svo einfalt ef maður bara sættir sig við það.

guapa | 3. maí '05, kl: 11:02:11 | Svara | Er.is | 0

Ég veit það bara að maðurinn minn er að borga meðlag með tveimur börnum, og við kaupum svo handa þeim það sem okkur langar að gefa þeim. Það myndi frjósa í helvíti áður en ég færi að láta mömmu þeirra hafa meiri pening, það er alveg á hreinu. Ég fæ líka meðlag með mínum börnum og ekki krónu meir. Og dettur ekki í hug að grenja og væla út eitthvað meira. Fyrr myndi líka frjósa í helvíti... :)

Gazella | 3. maí '05, kl: 11:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvernig er það þegar börnin búa útá landi og pabbinn t.d í Reykjavík þarf hann ekki að borga allan ferðakostnað? t.d flug eða þegar hann keyrir að sækja barnið?

Yxna belja | 3. maí '05, kl: 11:34:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

Sögumaður | 3. maí '05, kl: 11:26:02 | Svara | Er.is | 0

æ... þetta er bara erfitt á alla bóga. Sem betur fer er ég ekki einstæð móðir (hef verið nokkrar vikur ein með strákinn af nauðsyn og mér finnst það bara ekki fýsilegur kostur...og ég er enn í orlofi...).
16 þúsund krónurnar eru 16 þúsund. Einhverjar eru að setja saman 16+16 þúsund sem væntanlega á að vera mótframlag móður (er yfirleitt með börnin). En hún leggur auðvitað pening í húsnæði, rafmagn, hita, bílakostnað, skutlerí, svefn, tími, eldamennska og allt það...sem eflaust má meta á meira en 16 þúsund á mánuði.
EN... eflaust eru þeir flestir feðurnir sem vildu geta komið heim úr vinnu og knúsað börnin sín en geta það ekki vegna aðstæðna. Ömurlegt.
Það var einhver sem sagði mér að eftir leikskólaaldurinn þá væri réttast að láta peninginn renna beint til barnsins... þ.e. kaupa föt á það, hjól fyrir sumarið... leggja inná bók.. whatever... Stofna smá sjóð ef sá möguleiki er fyrir hendi. Það er náttúrulega ekki til að nota í kjólinn sem er svo flottur í Karen Millen eða álíka... En það vita náttúrulega allar.

vonum bara að allir geti unað við sitt og náð endum saman á hvorum endanum sem þeir eru (gefendur eða þiggjendur)

Sögumaður - orðin fullorðin - á ÞRJÚ börn!

micro | 3. maí '05, kl: 11:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ríkið hugsað þennann 16þús sem mótframlag föðurs, þeas framfærsla á að vera 16+16 = 32 þús sem á að duga fyrir flestum þörfum. margir nefna leikskólagjöldin hirða mestallann peninginn en leikskóla kostnaður hjá einstæðri móður er um 15þús fyrir 8 tíma. þá er eftir 17þús. sem á að duga í framfærslu fyrir barnið.
En það gleymist líka að hugsa um að þetta meðlag á ekki að fara í húsakostnað, þarf pabbinn ekki að borga sinn húsa kostnað sjálfur, og allt sem því fylgir. (rafmagn hita ofl)
matarkostnaður fyrir barn er ekki mikill, þegar maður hugsar að móðir þarf að borga mat ofan í sjálfan sig, og þá munar ekki miklu að bæta við skammt fyrir eitt barn, á meðan borgar faðirinn sinn matarkostnað auðvitað sjálfur.
Bílakostnaður á auðvitað heldur ekki að vera tekinn af meðlaginu eða framfærslunni.
þannig það er þarna 17þús í afgang fyirr leikskóla börn á mánuði sem á bara að fara í barnið, og það hlýtur að duga, ég eyði ekki aukalega 17þús í barnið mitt per mánuð. en svo auðvitað geta komið upp tilvik, mikill lækniskostnaður og aukalhlutir.

micro | 3. maí '05, kl: 11:33:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já og þessi 32 þús er auðvitað fyrir utan barnabætur, þar sem margar einstæðar mömmur eru að fá 50-60þús á þriggja mánaða fresti (semsagt um 20þús á mánuði) semsagt um 52þús sem á bara að fara í framfærslu barns (fyrir þá láglaunaðar einstæðar mæður)

dov | 3. maí '05, kl: 17:38:38 | Svara | Er.is | 0

Ég bað barnsfaðir minn einu sinni um að hjálpa mér með tannlæknakostnað sonar OKKAR en það gat hann ekki, jú ég var rosalega sár út í hann í langann tíma.En eftir þetta bað ég hann ekki um neinn skapaðann hlut, er ný byrjuð á því aftur núna.T.d. að borga sumarbúðir og íshokkí sem hann er í og það var ekkert mál, en þið sem byðjið barnsföður ykkar ekki um hjálp ÞIÐ MEGIÐ VERA STOLTAR AF YKKUR:)

Kærasti minn á sjálfur 4 börn sem hann borgar meðlag með, svo kem ég og sonur minn inn í hans líf og rétt náum að lifa út mánuðinn því allt hans fer í meðlag.

Þið karlmenn þarna úti sem borga meðlag,ekki láta konurnar taka allt af ykkur þær geta þetta alveg ef þær vilja það.Ég gat þetta, Target gat þetta og fullt af öðrum konum þarna úti.

Og HANA nú sagði HÆNAN og lagðist á bakið:))

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
þrif á hansagardínum Metrola 25.7.2005 24.11.2023 | 02:47
kínamatur í köben, comment handa mér lady 11.9.2013 23.11.2023 | 10:57
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 21.11.2023 22.11.2023 | 03:51
Matareitrun fishermansfriend 3.6.2007 21.11.2023 | 11:21
Nýr lýtalæknir skranprinsessan 20.11.2023
Pústviðgerðir Lilith 4.1.2012 20.11.2023 | 07:56
Hyundai stepwgn Kormákur Breki 20.11.2023
Flugvöllur í Hvassahrauni jaðraka 9.11.2023 19.11.2023 | 16:46
Screen Printing Kit set nörd2 18.11.2023
Sorphirða í Reykjavik jaðraka 20.10.2023 17.11.2023 | 09:39
Norskunámskeið??? alm1989 10.5.2012 15.11.2023 | 07:37
Júní 2024 bumbuhópur Herra hvutti 14.11.2023 15.11.2023 | 07:19
Ee sikorwawa 14.11.2023
Ee sikorwawa 14.11.2023
HJÁLP - LEIKRITSGREINING valurhvalur 13.11.2023
Versti Forsætisráðherra Íslands frá upphafi Hauksen 11.11.2023 13.11.2023 | 21:05
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 13.11.2023 | 04:35
Einhver game? juferta 13.8.2007 13.11.2023 | 04:34
"Gosinu" við Grindavík er lokið jaðraka 12.11.2023 12.11.2023 | 15:01
Sala á uppstoppuðum fugl FJ-101 2.11.2023 12.11.2023 | 08:52
Nýtt fangelsi??? amma Hulda 25.9.2023 9.11.2023 | 11:48
Hvar fæ ég mjóar og langar ljósaperur? olla2 4.11.2023 8.11.2023 | 07:42
Langalangafi eða -amma hillapilla 25.2.2013 8.11.2023 | 07:12
Dofi í höku og kinnum olla2 7.11.2023 8.11.2023 | 04:47
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 8.11.2023 | 04:44
Hverng væri að allir reportuðu þann sem er Mswave 4.11.2023
Reynsla af uppeldisráðgjöf eða foreldrafræðslu? dagbjortosp 1.11.2023
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 1.11.2023 | 13:31
Tjón, húseigendatrygging eða? adrenalín 31.10.2023
Síða 6 af 48049 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, paulobrien, tinnzy123, Paul O'Brien, annarut123, Guddie