Misheppnuð mosaeyðing

PönkTerTa | 28. jún. '15, kl: 21:09:06 | 208 | Svara | Er.is | 2

Mamma og pabbi eru búin að berjast við mosa í blettinum hjá sér í mörg mörg ár. En í sumar fór pabbi hamförum á blettinum með tætara, eitur og öxi (það var þegar hann reyndi að murka líftóruna úr mosanum)en ekkert dugði. Í Júlí gafst mamma svo endanlega upp á öllu saman og ákvað að fara að ráðum tengdapabba míns (sem er algjört garðséní) og þekja blettinn algjörlega með sandi. Tengdó hefur sambönd og sá um að senda sandinn (sem ég hélt að kæmi í stóru fiskikari) og svo þyrfti bara að ferja sandinn í hjólbörum inn í garð og dreifa.

Ég bauð mömmu aðstoð mína og mætti tilsettan dag heim til hennar í verkefnið. Það var ansi heitt í veðri og við töluðum um hvað við værum heppnar að geta unnið úti í svona góðu veðri, mamma var búin að koma fyrir dúkuðu borði úti, með kaffi og brauði á og þar ætluðum við að hvíla okkur,svona á milli þess sem við keyrðum hjólbörurnar inn í garðinn.
Hann var af stærstu gerð tank-bíllinn sem kom með sandinn og það var alls ekkert kar, heldur var sandurinn inni í bílnum og svo drösluðum við langri svartri slöngu bak við hús og inn í garð og úr þessari slöngu átti svo sandurinn að puðrast,. Frábært!... sagði ég við mömmu, þetta verður auðvelt.... engar fjandans hjólbörur. Þú byrjar bara?.. sagði ég og fékk mér sæti við kaffi borðið. Mamma hélt í slönguna og kallinn hvarf inn í bíl.

Fyrst í stað var þetta bara fínt, það rétt sullaðist sandurinn úr slöngunni og við mamma gátum næstum spjallað saman. Ég ákvað að fara og biðja bílstjórann um að setja meiri kraft á , annars yrðum við í allan dag að þessu., nú!.. sagði hann ég set þá á meiri kraft.... já töluvert meiri sagði ég. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar þessi líka svaka hávaði byrjar og ég sé slönguna sem áður hafði legið þarna hálf slöpp og aumkunnarverð lyftast pinnstífa meter frá jörðu. Í sömu andrá heyri ég þetta líka neyðaróp úr garðinum..Mamma!!!! ég hentist af stað og inn í garð, Guð minn góður, þarna var litla, sextuga móðir mín á fljúgandi siglingu um allan garð eins og norn á óþekku kústskafti og ríghélt sér í slönguna. Auðvitað hefði ég átt að hlaupa til baka og láta bílstjórann slökkva á sand draslinu, en mín fyrsta og eina hugsun var að bjarga mömmu... ég fleygði mér á slönguna af öllu afli og mamma sem áður hafði þeyst um í loftinu brotlenti rétt fyrir framan mig. Hún leit á mig uppglenntum augum og sagði; hva va a ske???? (mamma er sko þýsk og talar mjög skemmtilega ísl.) Hún leit út eins og litli svarti sambó... kolsvört í framan með uppglennt rauð augu og hárið var eins og hún hefði fengið rafstraum. ég missti mig alveg, ég hló svo mikið að ég var alveg óundirbúin þegar karlfjandinn óumbeðinn jók kraftinn enn meir. Sandurinn kom með svo miklum krafti að við réðum ekki neitt við neitt... algjörlega á valdi slöngunnar þutum við eins og tómir pokar í slagveðri um garðinn. Þetta var ekki lengur spurningin um að koma sandinum á grasið heldur að halda lífi og vona að tankurinn færi að klárast. Ekki veit ég hvað að mér var,sjálfsagt einhver bölvuð taugaveiklun... en ég bara gat ekki hætt að hlæja og til að kóróna allt pissaði ég í mig.
Mamma er sjálfsagt hálfbiluð líka því að hún hló ekkert minna en ég og nú vorum við mæðgur eins og útúrdópaðir geðsjúklingar á fljúgandi siglingu um allan garð á svartri sand slöngu .

Ekki veit ég hvað þetta tók langan tíma en allt í einu var þetta búið og karlfjandinn, sem hafði ekki nennt að hreyfa sig úr bílnum, stóð yfir okkur eins fáviti (sem hann sjálfsagt er) og spurði; hvar er allur sandurinn?..... Ég var skítug, sveitt og búin að pissa í mig og mamma lá við hliðina á mér algjörlega óþekkjanleg og veltist um af hlátri, ég leit í kringum mig..... kaffiborðið var horfið og stólarnir líka, fallega Gullregnið hennar mömmu sem staðið hafði í miðjum garðinum var horfið og það sem merkilegast var, var að það var nánast enginn sandur í garðinum.
Það voru 8 tonn af sandi sem við höfðum fengið, minnst af því fór í garðinn hjá pabba og mömmu, aftur á móti sandblésum við allar rúðurnar á neðri hæðinni á húsinu þeirra svo og gróðurhúsið, en mest allur sandurinn hafði farið upp á þak, á svalirnar og nærliggjandi garða.,Borðið stólarnir og kaffið endaði úti í móa en Gullregnið fundum við aldrei, það var 4mtr. á hæð og 3mtr. í þvermál.

 

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

Fiat | 28. jún. '15, kl: 21:24:45 | Svara | Er.is | 0

Bwahaha hefði viljað sjá þetta

PönkTerTa | 28. jún. '15, kl: 21:25:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú hefðir kannski átt að bjóða þig fram í staðinn fyrir að hanga heima í tölvuleikjum.

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

Fiat | 28. jún. '15, kl: 22:49:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara biðja um aðstoð, hefði örugglega tekið mig vel út í hláturskasti með ykkur ;)

PönkTerTa | 28. jún. '15, kl: 22:50:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Án efa.

+++++++++++++++++++++++++++
Kannt ekki að kyssa, kannt ekki neitt.

jsg80 | 28. jún. '15, kl: 22:22:44 | Svara | Er.is | 0

Stílfærður brandari sem þú ert að seiga.

frúdís | 28. jún. '15, kl: 22:43:39 | Svara | Er.is | 1

Sönn saga. Stór skemmtileg leikkona sem er dóttirin og segir svona líka eftirminnilega frá.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Síða 9 af 47998 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, tinnzy123, Paul O'Brien, annarut123, paulobrien, Guddie