Missi aftur

sellofan | 30. jan. '15, kl: 07:39:00 | 450 | Svara | Þungun | 0

Ég missti í nóvember komin 5 vikur. Núna var ég að missa aftur, komin 6 vikur. Ég fór í snemmsónar í gær því það hafði komið smá blóðugt slím en það var ekkert blóð í leginu og allt eins og best var á kosið skv. lækninum sem sá sekk og nestispoka. Í morgun var svo allt í blóði þegar ég vaknaði og það duttu klumpar í klósettið (afsakið lýsinguna) og verkir með.


Ef maður leggur í það að reyna í þriðja skiptið (sem mér lýst ekkert á núna en hver veit eftir nokkra mánuði), er þá eitthvað sem ég get gert til að auka líkurnar á að fóstrið haldist? Ég "veit" að þetta er ekki mér að kenna en mér líður samt þannig núna.

 

Mia81 | 30. jan. '15, kl: 09:09:30 | Svara | Þungun | 0

En leiðinlegt sð heyra, samhryggist þér. Það er heilmargt hægt að gera og margar konur taka inn prógestrón til að draga úr líkum. Mæli með að þú farir inn á draumaborn.is/spjall og skráir þig í hópinn "Missir"

Gangi þér vel <3

Bára75 | 30. jan. '15, kl: 10:27:42 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

leyðinlegt að heyra samhryggist þér

sellofan | 1. feb. '15, kl: 22:19:42 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir.

sellofan | 1. feb. '15, kl: 22:19:37 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir.

duka | 30. jan. '15, kl: 11:12:09 | Svara | Þungun | 0

Ég lenti í þessu líka. Það er ekkert annað að gera en að byrja bara upp á nýtt :( Þetta hafðist í þriðju tilraun hjá okkur og ég er komin 18 vikur núna. Er búin að vera mjööög stressuð alla meðgönguna og er ekki enn laus við hugsanir um að það komi eitthvað fyrir. Svona eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að bíða og jafna mig betur, en ég gat bara ekki hugsað mér það. Fannst ég verða á fá barn í hendurnar eftir allt erfiðið..... en ég er engan vegin að njóta meðgöngunnar og bíð bara eftir að þetta taki enda!!
Innilegar samúðarkveðjur og gangi þér sem allra best!

sellofan | 1. feb. '15, kl: 22:21:08 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir. Gangi þér rosalega vel með bumbubúann þinn :)  Gerðuð þið eitthvað til að hjálpa til eða gekk bara vel í þetta skiptið? Allt er þegar þrennt er? 

duka | 1. feb. '15, kl: 22:31:57 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir. Við gerðum ekkert sérstakt, en eftir á að hyggja þá var mikið stress í gangi hjá manninum mínum á því tímabili sem við misstum. Þegar ég varð ólétt í þriðja skiptið var stressið búið hjá honum og hann búinn að minnka kaffidrykkjuna sína mjög mikið. En maður veit auðvitað ekkert hvort það var ástæðan :)

rosewood | 3. feb. '15, kl: 21:34:05 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

æi farðu vel með sálartetrið þitt. Var í nkl sama pakkanum þegar ég var bomm síðast eftir nokkra missi. Ertu búin að tala við ljósuna þína eða fá einhverja aðstoð með þessa líðan? Vildi að ég hefði gert það fyrr á meðgöngunni en vá hvað það var gott eftir að ég fékk aðstoð með að vinna úr þessum ótta.


Knús á þig og gangi þér ofsalega vel.

duka | 4. feb. '15, kl: 10:16:15 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Innilegar þakkir, ég nefndi þetta við ljósuna mína strax í fyrsta samtalinu við hana. Hef ekkert rætt þetta aftur og hún gerir ábyggilega bara ráð fyrir að ég hafi komist yfir þetta eftir 12 vikurnar. Er einmitt að spá í að fara að ræða þetta aftur....

spedda | 3. feb. '15, kl: 19:56:41 | Svara | Þungun | 0

Fá lækni til að skrifa upp á Klexane þegar þetta tekst næst. Ég var búin að missa 2var og hélt með Klexane

sellofan | 3. feb. '15, kl: 21:16:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir ráðið. Ég held að ég fari til læknis áður en við reynum aftur, heyra í honum hljóðið. Get spurt um þetta í leiðinni þá. 

spedda | 4. feb. '15, kl: 05:35:52 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Gangi þér vel í framhaldinu og farðu vel með sálartetrið. Ég missti 2var á stuttum tíma líka og veit hvað þetta getur tekið á.

sellofan | 4. feb. '15, kl: 19:46:51 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Takk fyrir. Það er smá huggun að heyra að fleiri hafa lent í því sama og tekist svo að verða óléttar, þótt þetta sé ekki eitthvað sem maður óskar fólki að ganga í gegnum. 

spedda | 4. feb. '15, kl: 20:04:48 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þetta er drulluerfitt og mikill rússíbani. Vonandi mun þetta ganga hjá þér næst

sellofan | 4. feb. '15, kl: 20:20:58 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir það. Ætla að heyra í lækni áður en við reynum aftur, allt til að minnka líkurnar á að missa aftur, tvisvar er tvisvar sinnum of oft. 

rosewood | 3. feb. '15, kl: 21:32:15 | Svara | Þungun | 0

ég myndi tala við þau hjá Art. Samstarfskona mín gerði það og fékk lyf sem hjálpuðu henni að halda.


Samhryggist þér innilega.

sellofan | 3. feb. '15, kl: 21:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir. Ég ætla allavega til kvennalæknis, sé hvað hann segir. 

malata | 5. feb. '15, kl: 10:42:57 | Svara | Þungun | 0

Leiðinlegt að heyra, ég samhryggist þér innilega. Það er voða lítið sem maður getur gert held ég, nema taka fólinsýru, forðast kaffí og svoleiðis. Hef heyrt nýlega að omega 3 hafa gott áhrif lika. Farðu endilega til kvennsó til að athuga hvort eitthvað var sem átti áhrif (sýkingu eða ég veit ekki hvað). En það er oftast bara að fóstrið gat ekki lífað. Maður verður að treysta á náttúrunni, samt ef það er rosa erfitt. Farðu vel með þig. <3

sellofan | 5. feb. '15, kl: 18:28:42 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir. Ég tók fólín og omega alveg eins og á síðustu meðgöngu og ég fór í snemmsónar daginn áður en ég missti og þá leit allt fullkomið út. 

kruslan88 | 7. feb. '15, kl: 11:12:32 | Svara | Þungun | 0

Myndi fara aftur til kvennsa til að vera viss um að allt hafi skilað ser. Samhryggist. Eg ætti að eiga 2 manaða barn nuna ef eg hefði ekki misst a 8-9 viku

sellofan | 7. feb. '15, kl: 12:10:58 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég hef engar áhyggjur af því. Ef eitthvað verður eftir fær maður væntanlega sýkingu sem veldur alltaf hita þannig það ætti ekki að fara framhjá manni. Samhryggist þér. 

kruslan88 | 7. feb. '15, kl: 14:57:47 | Svara | Þungun | 0

Alveg 100% missir? Þegar eg missti siðast þa blæddi fra viku 5-8 og allt i lagi samt með fostrið. Komu alveg kögglar stundum lika. Æji þetta er svooo leiðinlegt. Eg personulega hef aldrei fundið jafn mikæa sorg og þegar eg missti. Lattu dekra við þig og taktu þvi rolega :)

sellofan | 7. feb. '15, kl: 18:59:56 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já, stórir, margir kekkir, fossandi blóð og gífurlegir verkir, alveg eins og síðast.

Rapido | 9. feb. '15, kl: 10:03:56 | Svara | Þungun | 0

Ég var líka að missa í annað sinn, enginn hjartsláttur í 12 vikna sónar og því dulið fósturlát? Var búin að fara í snemmsónar komin 7 vikur og hjartsláttur og allt leit vel út.

Er ekki með nein svör handa þér því miður en vildi bara votta samúð og segja að ég veit hvað þetta er ömurlegt.

Þrátt fyrir allt ætla ég ekki að gefast upp en ég er með langan lista af spurningum sem èg ætla að spurja lækninn minn, td hormónamælingar hjá mér og hvort það geti hjálpað að taka hjartamagnyl næst (sem það mun verða, ég skal geta þetta).

Knús til þín.

sellofan | 9. feb. '15, kl: 17:29:15 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk og sömuleiðis! 

Millae | 11. feb. '15, kl: 12:50:46 | Svara | Þungun | 0

Leiðinlegt að heyra, samhryggist innilega. Var î sama pakka fyrir rúmu ári síðan missti 2 á mjög stuttu millibili á 6 viku og svo 11 viku beið svo í 3 tiðahringi og varð ólétt aftur þá tók ég hjartamagnly og fekk svo einhver 2 lyf uppá skrifuð hjá lækni ( man ekki hvað það heitir) og það fostur hélt sér

sellofan | 11. feb. '15, kl: 17:47:44 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir. Ég held að málið sé einmitt að fara til læknis þegar við erum tilbúin að reyna aftur. En getur þú sagt mér, tókst þú allt þetta inn eftir að þú varðst ólétt eða byrjaðir þú áður?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4899 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, paulobrien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123