Ólétt eða? Dauf lína á þungunarprófum

Babushka | 9. feb. '16, kl: 13:39:14 | 174 | Svara | Þungun | 0

Sælar,
við kærastinn minn erum búin að vera að reyna í ca ár núna. og ákváðum að spíta í lófana á nýju ári ;) Svo það var farið og keypt egglosunarpróf í byrjun janúar eftir að síðustu blæðingum lauk, og um miðjan janúar var prófið jákvætt í um 3 daga svo þeir dagar voru nýttir vel :)

Í enda janúar þegar ég átti að fá næstu blæðingar fannst mér ég fá einhver þungunareinkenni, aum brjóst og verki í legið eins og það væri eitthvað að teygjast á því. Þannig að síðasta mánudag, s.s fyrir viku síðan tók ég þungunarpróf sem var jákvætt, en fékk þó daufa línu svo við þorðum ekki að fagna strax, heldur bíða 2 daga og taka annað. Það var líka jákvætt en einnig með daufri línu. Síðan þá hef ég tekið þrjú próf og síðast í gærmorgun en öll hafa bara gefið daufa línu í prófglugganum, en skýra línu í kontrolglugganum.

Nú veit ég alveg að ef það kemur lína í prófglugganum að þá er nóg hormón svo prófið nemi það, en ætti línan ekki að dekkjast þegar frá líður t.d á þessari viku sem er liðin síðan ég tók fyrsta próf og síðasta? Eru þungunarhormónin í mér ekkert að aukast?

Æ, ég er bara svo hrædd um að byrja á blæðingum hvað úr hverju fyrst að prófin gefa ekki skýrar í skyn að þetta sé komið. Hafið þið einhverja þekkingu eða reynslu af svona prófum með daufri línu?

 

donnasumm | 9. feb. '16, kl: 15:42:44 | Svara | Þungun | 0

Til hamignju með baunina ;) lína er alltaf lína á þungunarprófum sama hversu dauf hún er, hún er svona dauf útaf því að líkaminn er ekki farið að framleiða nógu mikið af þungunarhormónum. En það kemur ef þú bíður í nokkra daga. :D

Rósý83 | 9. feb. '16, kl: 17:03:07 | Svara | Þungun | 0

Til hamingju :) Hef lesið að sumar fái daufa línu alla meðgönguna :)

Babushka | 10. feb. '16, kl: 11:51:07 | Svara | Þungun | 1

Takk :)
Það er þá ekkert annað að gera en að gleðjast og hlakka til :) Er búin að panta tíma hjá lækni og fer næsta mánudag.
Takk fyrir svörin, finnst ég mun rólegri núna :D

Babushka | 11. feb. '16, kl: 07:26:27 | Svara | Þungun | 0

Ömurlegt... Byrjaði að fá smá blóðslykju í klósettpappírinn í gærkvöldi, og svo í nótt byrjaði að blæða mikið og kröftugir verkir með, eins og hríðir eða samdrættir.
Er þá víst eftir allt ekki lengur ólétt.

lukkuleg82 | 11. feb. '16, kl: 08:25:27 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Æ, leiðinlegt að heyra þetta. Líklegast er að frjóvgaða eggið hafi ekki náð að festa sig nægilega vel.
Þetta var svipað hjá mér í fyrsta sinn sem ég fékk jákvætt á þungunarprófi (eftir nokkura mánaða reynerí), fékk ljósar línur sem ekki dökknuðu og nokkrum dögum síðar fór að blæða. Ég ákvað að líta þetta samt jákvæðum augum þar sem það hafði greinilega frjóvgast egg sem þýddi að eitthvað var að virka. Tveimur mánuðum síðar varð ég svo ófrísk að stráknum mínum.
Ég vona að þú verðir fljótt ófrísk og sendi þér fullt af frjósemisstraumum :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4902 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, annarut123, Hr Tölva, Guddie, Kristler, Bland.is, paulobrien