Pergotime og ruglaður tíðahringur?

guess | 2. mar. '16, kl: 13:07:35 | 68 | Svara | Þungun | 0

Ég er búin að vera að taka Pergotime í nokkur skipti eftir að hafa reynt árangurslaust við þriðja krílið í meira en ár. Læknirinn minn lét mig fyrst taka tvöfaldan skammt en núna síðast tók ég þrefaldan. Ég er venjulega mjög regluleg og hef alltaf verið með 27 til 29 daga tíðarhring. Ég átti að byrja á blæðingum 29. feb en enn hefur ekkert gerst. Ég er búin að taka 4 mismunandi prufur sem eru allar neikvæðar og aldrei sést svo mikið sem snefill af línu og ég finn engin einkenni. Svo ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að þessi stóri skammtur af Pergóinu hafi ruglað eitthvað í sýsteminu? Er það samt ekki mjög ólíklegt þegar lyfið á einmitt að tryggja það að maður hafi egglos á ákveðnum tíma og ég hef hingað til verið hundrað prósent regluleg síðan ég byrjaði að taka lyf til að ýta undir frjósemina. Allavegna, býst við að mér langi aðallega til að hafa einhvern til að tala um þetta við. Er farið að liggja ansi þungt á mér hvað þetta gegnur illa sérstaklega þars við eigum 2 ung börn saman og ég átti ekki í neinum vandræðum með að verða ólétt áður. Skv. lækninum mínum finnst engin útskýring á þessu og ég er farin að hafa áhyggjur af því að þetta muni bara ekkert takast hjá mér.

Væri gaman að heyra pælingar/álit einhvers annars ef einhver skilur þessa hringavitleysu :)

 

Panna123 | 2. mar. '16, kl: 19:21:13 | Svara | Þungun | 0

Ég er því miður ekki með neitt svar fyrir þig en langaði samt bara að svara þér. Það er voða erfitt að segja hvað getur verið í gangi. Ef þetta leggst svona þungt á þig myndi ég hiklaust hafa samband við lækninn og mögulega fá að koma í blóðprufu/skoðun. Grunar að hann sé með bestu svörin :)

Hefuru ekki farið í blóðprufu til að athuga hvort að það hafi ekki pottþétt komið egglos?

Ég er sjálf á fyrsta hring af pergó (tvöföldum skammt) og læknirinn vill að ég fari í blóðprufu svo hann geti séð hvort að það hafi orðið egglos eða ekki. Ég var að vísu með óreglulegan hring, en var samt að fá egglos í hverjum hring.

everything is doable | 2. mar. '16, kl: 20:15:47 | Svara | Þungun | 0

Ég hef bara einu sinni tekið pergotime en tók femara svipað og þú ert að lýsa þá seinkaði blæðingum um einhverja 5 daga á þrefalda hringnum og ég fékk verstu túrverki sem ég hef upplifað á ævinni en þá fékk ég blöðrur sem útskýrðu seinkunina og verkina

guess | 2. mar. '16, kl: 21:53:09 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Úff takk fyrir svarið, vona innilega að það sé ekki málið með mig....

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4913 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, paulobrien, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, Guddie