Ráð eftir fósturmissi?

snyrtipinninn | 26. sep. '15, kl: 22:18:48 | 241 | Svara | Þungun | 0

Hæhæ, ég og unnustinn vorum að lenda í þeirri hörmung að missa fóstur :( Ég hefði átt að vera komin tæpar 13 vikur þegar það uppgötvaðist, en miðað við stærð á fóstrinu í sónar þá var það í kringum 9./10.viku. Þetta var dulið fósturlát þar sem að ég fékk enga verki eða blæðingar þegar þetta gerðist og óléttueinkenni ennþá á staðnum og fylgjan var víst enn að störfum. Ég fór í útskaf og var svo ráðlagt að bíða í einn tíðarhring áður en við förum að reyna aftur.
Mig langar bara að heyra frá ykkur sem hafa lent í þessu, hvað tók langan tíma að fá eðlilegan tíðarhring? verða óléttar aftur? einhver sérstök ráð fyrir næstu meðgöngu til að minnka líkur á að þetta gerist aftur (ef það er hægt)? og hvernig tókust þið á við þessa ömurlegu lífsreynslu?
Öll ráð og pepp sögur mjög vel þegnar!
Kv. Þessi algjörlega bugaða!

 

Fruin09 | 26. sep. '15, kl: 22:32:01 | Svara | Þungun | 0

samhryggist innilega! þetta er svo erfitt :( missti fóstur fyrir þremur árum eftir 9 vikur, átti að reyna á að þetta myndi hreinsa sig sjálft út en endaði mánuði seinna í útskafi, því var þetta langt ferli. Fór minnir mig bara einu sinni á túr eftir útskaf ca mánuði eftir. svo tveimur mánuðum eftir útskaf kom jákvætt á prófi og á ég fallegt tveggja ára barn í dag :)

smusmu | 27. sep. '15, kl: 06:48:45 | Svara | Þungun | 0

Lenti í svipuðu núna í vor. Fór í 12 vikna sónar og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið í kringum 9. viku. Mér fannst þetta reyndar meira bara pirrandi að líkaminn skuli ekki hafa skilað fóstrinu út sjálfur. Ég fór síðan á pilluna því við ákváðum að taka bara góða pásu (þurftum að enda hálfnaða meðgöngu fyrr á árinu og ég bara meikaði ekki meira í bili) og bara njóta sumarsins og hafa það gott. En það er ekkert hægt að koma í veg fyrir að svona gerist, því miður :/ Stundum er maður bara fáránlega óheppinn eins ömurlegt og það er. En vonandi verðuru fljótt ólétt aftur og allt gengur vel :)

everything is doable | 27. sep. '15, kl: 12:16:02 | Svara | Þungun | 0

Samhryggist innilega þetta er rosalega erfit og númer eitt tvör og þrjú er að leyfa þér að syrgja, ég var ekki komin alveg jafn langt og þú en við misstum komin rétt um 8 núna í júní og ég fékk töflur til að koma þessu af stað (blæddi ekkert ég fékk bara rosalega verki svo það var ekki beint dulið eins og læknirinn orðaði það) en sá hringur var 33 dagar næsti 32 svo 30 og núna 29 en ég hef alltaf verið með í kringum 30 daga hring svo hringurinn varð eiginlega bara strax alveg eins og hann á að vera. 
Ég uppgötvaði það ekki fyrren mánuði seinna þegar besta vinkona mín tilkynnti mér að hún væri ólétt og væri sett sama dag og ég var sett að ég var alls ekki búin að jafna mig ég man að ég var í vinnunni þennan morgun og bara fraus og skalf og eyddi svo deginum heima grátandi eftir vinnu (ég furða mig enn á því hverng ég komst í gegnum 8 tíma vinnudag). Við máttum byrja að reyna strax aftur samkvæmt þeim uppá kvennadeild en fyrsta mánuðin vorum við ekki beint að reyna en gerðum samt lítið til að koma í veg fyrir óléttu. 
Ég get ekki ráðlagt hvernig næsta meðganga verður þar sem ég er ekki komin á þann stað en ég er búin að ákveða að segja ekki sálu frá þeirri óléttu fyrren eftir 12 vikurnar (helst myndi ég vilja bíða frammá 15 vikur). Óléttutilkynningar og óléttutal finnst mér ennþá rosalega óþæginlegt og þessa dagana er erfit að mæta í vinnu þar sem tvær konur sem vinna í minni deild eru komnar á steypirinn og ég á rosalega erfit með að hlusta á þær tala um barnaföt og fæðingar og allt þar í kring en það er þó að verða auðveldara með hverjum deginum. 
Ég vildi að ég gæti sagt þér voðalega pepp sögu og gefið þér fastan tímaramma um hvenær þú verður ólétt aftur og hvað það tekur langan tíma að syrgja en því miður er þett rosalega erfit ferli það besta sem ég get ráðlagt er að knúsa mannin þinn og leyfa ykkur að syrgja saman. 

notandi19 | 27. sep. '15, kl: 17:39:54 | Svara | Þungun | 0

Leiðinlegt að heyra. :(

Lenti í fósturláti í maí, sem greindist eftir 13 vikna meðgöngu. Það var dulið fósturlát en fóstrið var á stærð við 7-8 vikna fóstur.

Tíðarhringurinn minn er enn í rugli, allt frá 25 dögum upp í 45 daga.

Hef enn ekki orðið ólétt aftur þrátt fyrir reynerí.

Held það séu engin ráð til sem eiga að koma í veg fyrir fósturlát framtíðarinnar.

Hvort ég hafi góð ráð fyrir þig þá fannst mér mikilvægast að vinna vel í sambandinu við makann og muna að þetta væri verkefni sem við tökumst á saman. Mín reynsla er að það er ofboðslega sárt að sjá sónarmyndir á fb, hlusta á umönnunarsögur um börn vinkvenna o.fl. þess háttar. Er enn þá að æfa mig í að vera jákvæð í garð slíkra mynda og frásagna. Það kom mér helst á óvart hvað fólk er ótillitsamt þrátt fyrir að það viti af fósturmissinun, það er ótrúlegt.

Gangi þér vel!!

snyrtipinninn | 27. sep. '15, kl: 17:53:18 | Svara | Þungun | 0

Takk fyrir svörin! :) mjög leiðinlegt að heyra með ykkar reynslur og hversu margir hafa lent í þessu, en þó alltaf gott að vita af einhverjum þarna úti sem kannast við allar þessar tilfinningar. Ég er einmitt búin að eiga mjög erfitt með að sjá óléttutilkynningar á facebook og óléttar konur eða ungabörn útum allt. Skammast mín alltaf svolítið fyrir að vera svona bitur, en ætli það fylgi þessu ferli ekki bara. Ég óska ykkur öllum góðs gengis með allt saman! Þetta mun ganga hjá okkur! :)

ÓRÍ73 | 1. okt. '15, kl: 21:36:41 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

ca 1/4 (ef ekki meira) af konum lenda í þessu einhverntíma, svo þegar maður fer að tala um þetta finnst maður bara allir hafa lent í þessu í raun og veru, eða það var mín reynsla. Mér fannst þetta bara mjög erfitt og tók mér ár til að reyna aftur, en sú meðganga gekk mjög vel. 

everything is doable | 1. okt. '15, kl: 21:40:01 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Læknirinn á ART vildi einmitt meina að allt að 50% af fystu meðgöngum enda í fósturláti (mis snemma samt) svo þetta er ofbosðlega algengt :/

ÓRÍ73 | 1. okt. '15, kl: 21:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

það er það, en af þeim sem vita af meðgöngum eru það ekki 50%, en margir lenda í raun í þessu strax í byrjun án þess að vita af því. 

solmusa | 1. okt. '15, kl: 21:52:34 | Svara | Þungun | 0

Samhryggist innilega. Þetta er svo ótrúlega sárt :( Ég lenti í þessu einmitt í október fyrir 3 árum.

Tíðahringurinn fór í rugl, var 24-26 dagar í einhver skipti og svo mun hann hafa verið 32 dagar þegar ég varð ólétt sem 3 mánuðum seinna. Það hjálpaði að verða ólétt aftur en það "kom ekki í staðinn", ef þú skilur. Hitt var ennþá sárt líka en ég gat fengið óléttutilkynningar frá öðrum án þess að fara að gráta eftir að ég varð ólétt aftur.

Ég var heima í nokkra daga eftir (dulið fósturlát og fékk töflur) og var bara uppi í sófa með helling af bíómyndum og svona eftir á held ég að það hafi verið ansi hjálplegt, að vera svona "í bómull" í nokkra daga. Svo var annað sem er sennilega svolítið skrítið en læt það allavega flakka. Við fórum út úr bænum (bara á Þingvöll) stuttu eftir að þetta gerðist og mér fannst það ótrúlega gott, komast aðeins í burtu og sjá fjöllin og svona.

Svo er það bara eins og þær segja, leyfa sér að syrgja eins og þú þarft, ef þú finnur þörf fyrir að tala um þetta og hefur einhvern sem getur hlustað þá tala og þetta allt.

Annars eru eins og ég segi 3 ár síðan ég missti mitt fóstur og ég var að kíkja á þessa einu sónarmynd sem ég á bara um daginn síðast. *tár*

ÓRÍ73 | 1. okt. '15, kl: 21:55:18 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

það eru 13 ár núna síðan ég missti og ég felli enn tár stundum. Á samt 2 börn eftir það. 

solmusa | 2. okt. '15, kl: 21:00:59 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Jamm, og ég búin að eiga eitt eftir missinn. Það fennir kannski yfir en þetta gleymist ekki svo glatt :(

notandi19 | 5. okt. '15, kl: 23:05:38 | Svara | Þungun | 0

Eitt annað... Mér þykja hugsanirnar "ég ætti núna að vera komin x margar vikur" rosalega erfiðar. Sérstaklega núna þegat ég ætti að vera komin 35+ vikur...

everything is doable | 5. okt. '15, kl: 23:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Það er einmitt það sem mér finnst rosalega erfit sérstaklega þar sem ein besta vinkona mín er sett á sama degi og ég hefði verið sett á svo allir svona áfangar eins og að fá að vita kynið eða finna barnið sparka eru beint í æð. 

ibo2 | 8. okt. '15, kl: 13:29:01 | Svara | Þungun | 0

Samhryggist þér. Ég lenti í þessi komin 11 vikur í september 2013. Ég fór í snemmsónar komin 9 vikur þar sem allt var í himnalagi. Fór svo aftur komin 11 vikur vegna pínu brúnnar útferðar sem kom og þá komi í ljós að fóstrið var dáið og búið að vera það í nokkra daga. Þetta var hræðilegur skellur og ég valdi að fara í útskaf frekar en töflur. Mér var ráðlagt að bíða allavega í einn tíðarhring með að reyna aftur. Við hjónin vorum svo miður okkar að við ákváðum í staðinn að bíða enn lengur og hugsa um okkur sjálf. En tíminn eftir þetta var allt annað en auðveldur. Börnin sem ég átti fyrir (voru á þeim tíma 6 ára, 3 ára og 18 mánaða) áttu mjög erfitt með skilja af hverju mamma væri svona döpur. Ég var hryllilega döpur í allavega 2 til 3 vikur en byrjaði svo hægt og rólega að verða aðeins betri. Ég byrjaði á venjulegum blæðingum 6 vikum eftir útskafið. 3 mánuðum eftir útskafið byrjuðum við svo að reyna aftur. Ég var mjög óþolinmóð í reyneríinu og vildi bara að þetta tækist strax en því miður tók það smá tíma. Ég komst að því núna í mars 2015 að ég væri loks orðin ólétt aftur rúmum 18 mánuðum eftir fósturlátið. Er komin núna 33 vikur núna og allt gengið ágætlega. En ég verð að játa að fyrstu 12 vikurnar voru litaðar hræðslu um að það sama kæmi fyrir. Ég fór extra vel við mig og bara vegna hræðslu tók ég út allt coffein, forðaðist mikla áreynslu og svoleiðis. Veit samt að það er mjög ólíklegt að eitthvað svoleiðis hafi valdið fósturlátinu mínu en ég var samt með frekar mikla paranoju.
Ég veit að þessi reynsla er alveg skelfileg en sem betur fer, eru ekki miklar líkur á að svona hendi sömu konu aftur. Gangi ykkur vel og vonandi fáið þið fljótt aftur nýja baun.

snyrtipinninn | 9. okt. '15, kl: 22:03:20 | Svara | Þungun | 0

Takk kærlega fyrir svörin allar saman! Það er rosalega gott að fá smá stuðning frá öðrum sem hafa lent í svipuðum aðstæðum....ég vildi bara að það væru ekki svona margar! Ég hef einmitt verið að detta í þann hugsanagang að hugsa "hvað ef..." og "nú væri ég komin svona langt" og ég hef verið að reyna að stoppa mig af þegar það gerist af því að það gerir bara illt verra. Ég veit að þetta jafnar sig seint eða aldrei, en vonandi verður það þó bærilegra með tímanum eins og þið segið.
Ein vinkona mín sagði eitt við mig um daginn sem að læknir hafði sagt við systur hennar fyrir nokkru síðan: að ég ætti ekki að hugsa um það sem farið, heldur að það hafi bara ákveðið að bíða smá. Mér fannst þetta svo falleg hugsun, og þó að þetta sé alls ekki rökrétt þá hjálpaði þetta mér smá. Gangi ykkur öllum vel! :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4917 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler, tinnzy123, paulobrien, annarut123, Guddie