Reka leigjanda úr íbúð/stendur ekki í skilum?

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:02:49 | 547 | Svara | Er.is | 0

Ég semsagt er með íbúðina mína í útleigu í eitt ár og leigjandinn hefur alltaf staðið í skilum... en núna mánaðarmótin jan/feb borgaði hann ekki og svarar hvorti sms né hringinum :/ hef ég rétt á að henda honum úr íbúðinni?

 

1916 Traub | 3. feb. '16, kl: 12:08:49 | Svara | Er.is | 2

setja það í ferli strax það getur tekið 6 mánuði að ná honum út löglega

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:10:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okey fer í þetta mál en veistu hvert ég sný mér í þessu?

1916 Traub | 3. feb. '16, kl: 12:22:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

talaðu við lögfræðing ég myndi samt bara taka með mér mannskap og tæma íbúðina og henda honum út á eftir

Dalía 1979 | 3. feb. '16, kl: 16:26:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

já sæll það er 3 febrúar i dag skuldar leigu frá mánaðar mótum má ekki gefa honum séns leigjandanum allvega i viku fram yfir gjaldaga 

Dalía 1979 | 3. feb. '16, kl: 16:25:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er 3 í dag bara svona áður enn þú panikkar 

ragnarth | 3. feb. '16, kl: 12:13:21 | Svara | Er.is | 2

Lögin eru því miður leigjandanum í hag í svona tilvikum. Það getur tekið einhverja mánuði að losna við hann með löglegum leiðum. T.d. verðurðu að senda honum frímerktan póst. Tölvupóstur er ekki tekinn gildur. Og þegar hann loksins fer út er það á þína ábyrgð að geyma allt það innbú sem hann skilur eftir í einhvern ákveðinn tíma.


Það var skrifað um þetta í mogganum fyrir stuttu. Því miður er ekki hægt að nálgast greinina án áskriftar.
 

 

ingbó | 3. feb. '16, kl: 16:08:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekki nóg að senda frímerktan post - það þarf að vera ábyrgðarpóstur eða símskeyti. Fyrst þarf að senda honum greiðsluáskorun og gefa áveðinn frest til að ganga frá vanskilum annars verði leigusamningi rift.  Ef það dugar ekki þá þarf að rifta leigusamningnum og það þarf líka að gerast með annað hvort símskeyti eða ábyrgðarbréfi.

tóin | 3. feb. '16, kl: 12:18:53 | Svara | Er.is | 0

Ef leigusamningur er tímabundinn þá geturðu í öllu falli hent honum út þegar samningum lýkur - þegar árið er liðið - svo er spurning hvaða ákvæði þú settir í leigusamninginn til að byrja með, til dæmis er varðar vanskil.

Það þarf ekki að taka sex mánuði að losna við leigjanda í tímabundnum samningi.

hillapilla | 3. feb. '16, kl: 12:29:03 | Svara | Er.is | 10

Ég sé það ekki fyrir mér að þú getir það þremur dögum eftir gjalddaga... spurning um að gefa pínu séns, kannski? Ef hann hefur alltaf staðið í skilum og ekkert vesen á honum í heilt ár þá hefði ég nú frekar áhyggjur af því að það hefði eitthvað komið fyrir fyrst hann borgar ekki og næst ekki í hann.

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:31:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann er búin að leigja hana síðan í ágúst 2015, veit bara ekki allveg hvernig ég á að snúa mér í þessu þar sem hann svarar mér ekki :/ finnst ykkur dónalegt eða frekja að banka uppá hjá honum?

hillapilla | 3. feb. '16, kl: 12:32:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei, það er ekki frekja. Það er umhyggja fyrir leigjandanum. Bankar bara upp á til að spyrja hvort það sé ekki allt í lagi því hann hafi ekki greitt leiguna eins og hann er vanur.

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:34:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

okey prufa það

Medister | 3. feb. '16, kl: 19:30:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað sagði leigjandinn?

tóin | 3. feb. '16, kl: 12:33:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekkert dónalegt að banka upp á ef  hann svarar ekki eftir öðrum leiðum (símhringingu og tölvupósti)

1916 Traub | 3. feb. '16, kl: 12:35:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

andaðu með nefinu mér 3 dagar fram yfir er nú ekkert til að hafa áhyggjur af

KISA1195 | 3. feb. '16, kl: 12:36:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei reyndar ekki enn finnst bara mjög pirrandi að hann svari mér ekki.Hefði verið alltílagi hefði hann hringt á mánud og beðið um smá frest...

hillapilla | 3. feb. '16, kl: 12:38:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þess vegna heldur maður frekar að það hafi eitthvað komið fyrir. Ef þú hefur ekki upp á honum á næstu dögum þá bara tilkynna mannshvarf..!

T.M.O | 3. feb. '16, kl: 17:00:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég myndi kíkja við og sjá hvort það væri ekki allt í lagi.

daffyduck | 3. feb. '16, kl: 12:42:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Var gjalddagi ekki 1 feb og nú er 3.
Ef ég væri þú þá myndi ég nú bara slaka aðeins á.
Ég gef mínum leigjanda alltaf nokkra aukadaga til að borga. Ef ekkert er komið um 7 feb þá er kannski komin tími til að banka upp á.

fálkaorðan | 3. feb. '16, kl: 15:02:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, mjög dónalegt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dalía 1979 | 3. feb. '16, kl: 16:27:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei alls ekki dónalegt leigusalar þurfa stundum að gera það og minna á leiguna enn ef hann er bara 3 daga á eftir áætlun með leiguna að þá finnst mér það frekja að fara núna og banka hjá honum 

maggideep
svarta kisa | 3. feb. '16, kl: 21:01:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahaha, kannski 2 fyrir 1 á kúbeinum í BYKO???

fálkaorðan | 3. feb. '16, kl: 15:02:23 | Svara | Er.is | 0

Það er 3. Feb, ég mindi ekki einu sinni segja að leigjandinn væri seinn. Samdi sjálf alltaf um að eindagi væri 10. Einu sinni vildi leigusali ekki hafa hann seinna en 5. Og mig minnir að ég hafi alltaf náð að standa við það en það var stundum tæpt.


Mindi ekki hringja eða senda sms fyrr en 7. Sjálf ef eindagi er ekki tilgreindur í samningnum.


Kannski einhver lögfróður hérna sem veit hvernig þetta virkar þegar eindagi er ekki tilgreindur í samningi.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 3. feb. '16, kl: 15:06:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nm, fletti því upp sjálf og þú getur lagt á vexti ef leigan er ekki greidd fyrir 7.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dalía 1979 | 3. feb. '16, kl: 16:24:18 | Svara | Er.is | 1

Nei þú hefur ekki rétt á að henda honum út þar sem hann er með tímabundinn samning enn var hann með tryggingu

Petrís | 3. feb. '16, kl: 17:31:00 | Svara | Er.is | 0

Hvað er langt eftir af leigutímanum og getur hann gert ráð fyrir að fá að vera áfram?

Dúfanlitla | 3. feb. '16, kl: 17:57:22 | Svara | Er.is | 0

Þetta eru bara 3 dagar. Anda rólega og bíða nokkra í viðbót. Það getur verið að e-ð hafi komið uppá og greiðslu seinkað. Myndi bíða í nokkra daga í viðbót og taka svo ákvörðun útfrá því.

notendaskilmalar | 3. feb. '16, kl: 19:00:35 | Svara | Er.is | 0

Hann gæti bara hafa lent á spítala eða eitthvað. Gefðu þessu viku áður en þú ferð að grúska í þessu.

unghusfru | 3. feb. '16, kl: 19:52:52 | Svara | Er.is | 3

Sendu greiðsluáskorun í ábyrgðarpósti ef hann tekur ekki við sér fljótlega. Samkvæmt húsaleigulögum er þér heimilt að krefjast dráttarvaxta 7 sólarhringum eftir gjalddaga, þannig ég myndi gefa honum séns til 7. febrúar að taka við sér og fara svo í ferli þar sem þú byrjar á að senda greiðsluáskorun þar sem þú gefur frest til að hafa samband og tekur fram að verði leiga ekki gerð upp innan frests verði leigusamningi rift.
Næst kemur riftun þar sem þú segir að samningi sé rift og því beri að rýma húsnæðið undir eins.
Næst er komið að rýmingarbréfi, myndi gefa 1-2 vikur í rýmingarfrest, og taka fram að verði ekki rýmt innan þess tíma verði farið í útburðarferli. Um leið og rýmingarfrestur er liðinn má fara að senda aðfarabeiðni til héraðsdóms þar sem óskað er eftir heimild til útburðar, og þegar sá dómur kemur er farið til sýslumanns þar sem óskað er eftir að útburður fari fram. Þetta ferli getur verið mjög langt, 6 mánuðir voru nefndir hér að ofan og það er frekar raunhæfur tími, að því gefnu að til útburðar þurfi að koma.

Því er best að reyna að ná til leigjandans og ljúka þessu í góðu, ja eða semja um vanskilin.

Kaffinörd | 3. feb. '16, kl: 21:51:28 | Svara | Er.is | 0

það er 3.feb í dag þarf ekki að gefa þessu lengri tíma.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
Síða 1 af 48301 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, Guddie, annarut123, Paul O'Brien