Selfoss eða Þorlákshöfn

Mayla | 2. júl. '04, kl: 18:11:45 | 694 | Svara | Er.is | 0

Er einhver hérna sem býr á Selfossi eða Þorlákshöfn. Við erum að velta fyrir okkur hvort að við eigum að flytja okkur nær Reykjavíkinni og datt þá þessir staðir í hug. Hvernig er með vinnu þarna og húsnæði. Endilega fræðið mig.

 

steypan | 2. júl. '04, kl: 18:16:13 | Svara | Er.is | 0

hæhæ við búum í þorlákshöfn og erum rosa anægð gott að vera með krakka hérna og mikið af husnæðum til sölu, veit ekki betur enn að nóga vinnu sé að finna hérna fyrir þá sem nenna vinna ég er sjálf heimavinnandi enn það er bara 11/11 hérna ein video leiga sjoppa+bensínstöð svo er einn pizzastaður sem er bara með take away enn það er stutt til selfoss og til reykjavíkur og fer maður bara þangað til að versla

http://blog.central.is/diabla

skalf | 2. júl. '04, kl: 19:59:15 | Svara | Er.is | 0

við fluttum á Selfoss fyrir 1 1/2 síðan og líkar BARA VEL sko...kallinn fékk strax vinnu enda til í að vinna hvað sem er...ég var atvinnulaus í smá tíma en komst svo í vinnu...og okkur líkar mjög vel hérna ;) bónus, krónan og svo er europrís að koma og alltaf stutt í reykjavíkina sko ;)

skalf | 2. júl. '04, kl: 20:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það á að vera þarna 1 1/2 ári síðan sko...

sollag | 2. júl. '04, kl: 20:13:29 | Svara | Er.is | 0

hæ hæ ég bý á Selfossi hér er mjög gott að vera frábært að vera með börn hérna var áður í Reykjavík það er miklu betra hér fékk vinnu strax og maðurinn líka

Powerball | 2. júl. '04, kl: 20:39:23 | Svara | Er.is | 0

Hef búið á báðum stöðum...mæli frekar með Selfossi!

Pikkólina | 2. júl. '04, kl: 22:19:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef einmitt búið á báðum stöðum og mæli frekar með Þorlákshöfn.

Sunbeam | 2. júl. '04, kl: 22:22:21 | Svara | Er.is | 0

Systir mín býr í Þorlákshöfn og líkar nokkuð vel, reyndar vinna bæði hún og kallinn í bænum svo að ég veit ekki með vinnuna...

Aurora | 2. júl. '04, kl: 22:59:01 | Svara | Er.is | 0

Átti heima á Selfossi í nokkur ár og þvílíkt láglauna pleis, díses var ekkert smá fegin að komast í borgina aftur. Annars fínt að búa þar.

miss.G | 2. júl. '04, kl: 23:02:07 | Svara | Er.is | 0

ég bjó einusinni á selfossi
ég var ekki að fíla staðin annars fer þetta jú alveg eftir því hvað þú ert að gera þar.
ég fekk ekki vinnu meðan ég bjó þar ( reyndi svo sem ekki mikið , fannst gott að vera heima með barninu mínu ) :)
ég var bara í bænum nánast á hverjum einasta degi
það var ekkert hægt að gera þar og svo eftir kl 18 þegar búðirnar loka þá
er bærinn alveg dauður ( eða var það allavega)

Zaran | 2. júl. '04, kl: 23:12:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er bara misjafnt. Ég sjálf gæti aldrei hugsað mér að búa á hvorugum þessara staða en þekki þó nokkra sem búa þar og fíla það vel. Ég var þarna í skóla og það var fínt sko en í dag vildi ég ekki búa þar og ekki heldur Hellu eða Hvolsvelli... veit ekki af hverju, væri meira til í að prufa kannski eihv nýtt þar sem ég er sunnlendingur, er örugglega bara það :oD það er líka bara um að gera að prufa :o)

Frú Dinda | 2. júl. '04, kl: 23:15:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

núna er reyndar krónan opin til 19 alveg eins og í bænum og nóatún til 21.

Kentucky og bensín stöðvarnar, matsölustaðirnir og fleirra er opið frameftir kvöldi. Svo er sundlaugin líka opin lengur en til 18 :)

Bý reyndar ekki þar en flyt kannski einhvern tíman í framtíðinni. Er fædd og uppalin þar í nágreninu.

Nótt | 2. júl. '04, kl: 23:18:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hef komið nokkrum sinnum á selfoss.ofsalega fallegt þar =D

kv nótt

miss.G | 2. júl. '04, kl: 23:21:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já rétt er það enn það var bara aldrei neitt líf þarna að sjá
eins og td í öðrum smá bæjum þá eru unglingarnir á röltinu á kvöldin og svona
aðrir á rúntinum :)
allavega fannst mér þetta of dautt fyrir mig

Pikkólina | 2. júl. '04, kl: 23:27:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hummm þetta var nú á báðum stöðum, kannski varstu bara ekki á rétta staðnum? Ef manni leiðist þá finnur maður sér eitthvað til dundurs held ég ;-)
Annars held ég að þetta séu ekki mikil láglaunasvæði, könnun sýndi einhvern tímann að mesta láglaunasvæði landsins er víst norðvesturland.

globalpasta | 31. maí '23, kl: 22:22:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir utan bílaumferð, var Selfoss er alveg dauður og tómur bær nema það sé frekar gott veður, yfirleitt. Nú er hinsvegar kominn nýr miðbær og það er fólk þar stundum, en það er eiginlega bara ef það er mjög gott veður og eitthvað sérstakt um að vera. Svo er fólk inni á veitingastöðunum auðvitað, en það eru bæði íslendingar en aðllega túristar.
Það er ekki eins og það sé mikið af fólki úti á höfuðborgarsvæðinu heldur, það er það sama; bara ef það er mjög gott veður, fyrir utan laugarveginn þar eru íslendingar að rölta á sumum tímum dags (og bara djammið um helgar).
Íslendingar eru ekki mikið úti nema það sé fyrir eitthvað sérstakt sem þeir eru að gera eins og að skokka eða spila frisbý gólf.
Unglingar eru ekkert úti í dag eins og í gamladaga, nema það sé gott veður. Ekki mikið krakkar heldur.
Líka skiljanlegt, nánast alltaf rok hérna. Og þegar það er rok + kuldi eins og mikið af árinu, þá er lítið að gera.

torvik14 | 1. jún. '23, kl: 01:14:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert að svara tæplega tveggja áratuga gömlu commenti.

globalpasta | 4. jún. '23, kl: 06:46:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað með það?

torvik14 | 11. jún. '23, kl: 18:49:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert mál, hélt kannski að þú hefðir ekki fattað það þegar þú svaraðir, en því held ég að það séu allir löngu hættir að spá í þessum þráð :)

globalpasta | 8. júl. '23, kl: 14:28:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, ekki ef hann kemur aftur til tals.

jaðraka | 10. júl. '23, kl: 09:40:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Selfoss hefur vaxið gr+iðarlega á undanförnum áratugum.
Hvort fólk er útivið segir lítið. Atvinnustarfsemi er í fullum gangi og uppbyggingin mikil.
Selfoss verður sennilaga orðinn 15 þúsund manna bæjarfélag innan tveggja til þriggja ára.

Frú Dinda | 2. júl. '04, kl: 23:29:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rúnturinn á selfossi var síðast þegar ég vissi Hringtorg-> Esso og til baka og fram og til baka... og hefur verið virkur flest kvöld sem ég hef verið á selfossi :)

miss.G | 2. júl. '04, kl: 23:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jæja allavega ég kann engan vegin að meta þann stað

Pikkólina | 2. júl. '04, kl: 23:34:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe og ójá það var svoooo gaman á rúntinum!!! Og þegar Gjáin var og hét, nú eru aðrir staðir sem sjá um það hlutverk :-)
já og aukarúnturinn var út fyrir á mannstu? út að Olís og SS og til baka

Frú Dinda | 3. júl. '04, kl: 00:23:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gjáinn er kráinn og Inghóll er dáinn :P

Nú eru þau víst bæði dáinn :( Sorglegt :( Eins og gjáin rúlaði á fimmtudögum og öll böllinn í Inghól :) *jemin eini*

Svo stoppaði maður á gamla "kaufélasplaninu" og talaði í gegnum marga bíla allir með opnar rúður. Og svo var að sjálfsögðu möst að fara í pullaran :)

Ertu frá Selfossi Pikkólína? á ég að þekkja þig?

miss.G | 3. júl. '04, kl: 00:25:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jiiii ég bjó fyrir utan selfoss (dreifbýli ) á ungum árum hehe
það var svo gaman að djamma á gjánni
sérstaklega þegar gildran var að skemmta :)
geggjað fjör alltaf

Frú Dinda | 3. júl. '04, kl: 00:49:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

judy ég er dreifari líka :P er úr flóanum en þú?

miss.G | 3. júl. '04, kl: 00:58:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er ekki þaðan ég bjó í þarna í nokkur ár 1991-1993

rewardvolley | 1. jún. '23, kl: 01:23:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

If you ask about a promotion and the answer is “no” for whatever reason, you can still dramatically increase your chances just by staying persistent and maintaining a good attitude spacebar clicker

Pikkólina | 3. júl. '04, kl: 09:11:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég var smá sorgmædd þegar þessir staðir dóu. Það sem maður skemmti sér þar!!!
Já og pullarinn hehe það geri ég ennþá í dag ef ég fer austur og fæ mér pullu með súrum gúrkum og miklu sinnepi enda besta sinnep á landinu hjá honum Magga. Á hann ekki annars enn vagninn? Munið þið þegar vagninn var hjá Tryggvaskála pínulítill með einni smá bílalúgu?
Ég bjó lengi á Selfossi eins í Þorlákshöfn, kannski jú áttu að þekkja mig amk mitt fólk þarna. á fullt af náskyldu fólki á Selfossi sem allir eiga að þekkja ;-P

Frú Dinda | 3. júl. '04, kl: 16:18:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heyrðu nei Ingunn og Maggi eru skilin og núna er Ingunn ein með vagnin :D En sama sinnepið sko :P

Úff já man eftir þessum pín litla vagni.. úf get ekki ímyndað mér að það hfi verið gott að vinna inní honum :S

Pullarinn er bestur :D

En núna ertu búin að gera mig forvitna... usssss

rewardvolley | 1. jún. '23, kl: 01:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

It’s hard to get what you want if you aren’t sure why you want it
https://spacebarclicker.co

kærleiksbjörn | 2. júl. '04, kl: 23:33:10 | Svara | Er.is | 0

á selfossi er bónus krónan og nóatún intersport og fleiri verslanir en það er íkkt erfitt að fá vinnu þar
mágkona mín býr á selfossi og hún hefur ekki ennþá fengið vinnu og fer einu sinni í viku á staðina til að sýna áhuga á ða henni langar í vinnu en gengur ekki nógu vel og hún hefur frábær meðmæli á alla kannta ;D

Þorlákshöfn er hægt að fá vinnu í fiski og mögulega í 11/11 en það er bara 11/11 verslun í þorlákshöfn og svo sjoppur og einn pizzastaður þannig að það erekki mikið úrval af verslunum þar
það er eini ókosturinn við að eiga heima í þorlákshöfn finnst mér (hef átti heima þar í 3mánuði) og fyrir þá sem ekki hafa bílpróf / bíl þá er bara rúta sem gengur á milli

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

Karella | 3. júl. '04, kl: 00:09:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er nú líka Hveragerði, hef alltaf búið í rvk en flutti til Hveragerðis fyrir 1 ári síðan, líkar mjög vel. Stutt í bæinn og stutt á selfoss. Fæ mikið af heimsóknum, sérstaklega á sumrin. Þá er alltaf í leiðinni að heimsækja mig, þegar fólk fer út úr bænum.
Búið að opna bónus hér og ört vaxandi atvinnulíf.
rólegur og vinalegur bær en samt ekki of rólegur. mér finnst allavegana rosalega fínt að vera hérna!:)

Trista | 3. júl. '04, kl: 01:57:05 | Svara | Er.is | 0

Selfoss er mjög góður staður og þar er gott að vera. það er allt þar svo sem Bónus, Krónan, Nóatún, Byko og Húsasmiðjan, nokkrir matsölustaðir eins og KFC, Subway á að fara að opna, svo er pizza67 og Hrói og fleiri. margar sérvöruverslanir, t.d. 66norður, ice in a bucket er að fara að opna, BT er að fara að opna, Elko er í Nóatúni sem og Intersport, tískuvöruverslanir, hljóðfæraverslun, Leikbær, gæludýrabúð og endalaust væri hægt að telja upp. Góðir leikskólar. Þetta er staður sem er í mikilli uppbyggingu. Nýr grunnskóli í byggingu í nýju hverfi tekur til starfa núna fyrst í haust rosalega flottur. Það er kannski svoldið erfitt að fá vinnu? ég er samt ekki viss þekki ekki mikið inn á það. Húsnæðismál eru í góðum farvegi. Mikið til sölu og alveg svakalega mikið í byggingu. Svo eru náttúrulega líka staðirnir við ströndina sem fólk er svoldið mikið farið að flytja til eins og Eyrarbakki og Stokkseyri. Það er gott að vera þar líka og mjög stutt í alla þjónustu, það eru ca 7-10 mín verið að keyra á selfoss og svo um 35-40 mín verið að keyra til rvk. ég held að ég myndi persónulega kjósa selfoss eða eyrarbakka af þessum stöðum en í þorlákshöfn myndi ég aldrei í lífinu vilja búa! Jæja nú læt ég þessa upptalningu duga og vona að hún hafi eitthvað gagnast þér.

blomid | 3. júl. '04, kl: 10:10:03 | Svara | Er.is | 0

Ég á tengdó í Þorlákshöfn og þau vilja alls ekkif lytja lengra en Selfoss;)

__________________________________________________________
“Beneath the makeup and behind the smile I am just a girl who wishes for the world.” Marilyn Monroe

Þóra | 3. júl. '04, kl: 10:17:52 | Svara | Er.is | 0

Ég bý í Þorlákshöfn og hef búið á Selfossi. Mér líkar mjög vel að búa hér og vil hvergi annars staðar vera. Það eru bara þessir staðir sem koma til greina hjá mér. Reykjavík er of stór fyrir mig... Svo finnst mér líka nauðsynlegt að hafa fjölskylduna í næsta nágrenni. Vil helst að mamma og pabbi fari að flytja nær þannig að maður geti nú droppað í kaffi allaveganna einu sinni í viku :o(
Kveðja, Þóra.

____

Pikkólina | 3. júl. '04, kl: 20:41:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ertu frá Selfossi og átt mann úr Höfninni?

Phoebe | 3. júl. '04, kl: 20:53:16 | Svara | Er.is | 0

Mæli með Selfossi, bjó þar alveg þangað til 2001, flutti í bæinn og langar heim aftur :/

-----------
Phoebe

Berkeley | 3. júl. '04, kl: 20:55:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ólst upp í þorlákshöfn en bý þar ekki núna,ef þú ert með börn þá fínn staður en annars ekki

Pikkólina | 3. júl. '04, kl: 20:58:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Isssssssssss þetta er líka fínn staður þótt þú sért ekki með börn.

Mayla | 3. júl. '04, kl: 22:01:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst sum svörin soldið fyndin. Þetta er eins og með mig ég ólst upp í Keflavík og langar ekki þangað en gæti ekki hugsað mér að flytja ú Vogana, Sandgerði,Garð eða Njarðvík. Það er bara eitthvað sem heillar mig ekki þar. Mér finnst þetta vera eins þeir sem hafa búið á Selfossi geta sko ekki hugsað sér að búa í Þorlákshöfn. LOL þetta er alveg ótrúlegt.

Pikkólina | 3. júl. '04, kl: 22:05:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oftast er það þannig að þeir sem bjuggu eða búa þarna þe í Þorlákshöfn eða Selfossi færu aldrei og ég meina ALDREI í Hveragerði!!! ;-Þ

Frú Dinda | 3. júl. '04, kl: 22:57:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe ég væri reyndar alveg til í að búa í Verahvergi :P en hef reyndar ekki búið á Selfossi bara í nágrenninu og sótt því allt á selfoss ;)

Pikkólina | 3. júl. '04, kl: 22:58:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol í húrígúrí híhí ekki ég, er of mikill þorlákshafnarbúi til þess híhí

bleikaskutlan | 3. júl. '04, kl: 22:41:32 | Svara | Er.is | 0

ég flutti á selfoss 2002 og það er sko voða fínt að búa hérna, eftir að ég fór að leita eftir vinnu þurfti ég að leita kannski í mánuð og þá var ég komin með vinnu:) Stelpan mín er ekkert smá ánægð á leikskólanum sínum og strákurinn hjá dagmömmuni sinni.Þetta er sko draumastaður til að vera með börn en ekki get ég sagt hverni er hérna ef maður er ekki með börn hef ekki prófað það. það er mjög rólegt hérna sem mér finnst fínt og ég er samt alin upp í kópavoginum og er algjört borgarbarn og er alveg að fíla þennan stað.Svo er líka stór plús að það er stutt í bæin ekki nema í mestalagi 40 mín að keyra, það er líka stutt í margt sem er hægt að gera þó að það er ekki endilega á selfossi, það er hægt að fara í eden, fjöruna á eyrarbakka, slakka, fara til garðyrkjubóndana á flúðum og kaupa frekst grænmeti og fult fult maður þarf bara að hafa hugmyndirflugið með sér. það er nátturlega hundleiðin legt alstaðar ef maður sytur bara heima og bíður eftir að eitthvað skemmtilegt gerist.
þannig að ég mæli hikklaust með að búa á Selfossi.

Pikkólina | 3. júl. '04, kl: 22:52:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála að ef maður situr bara heima og bíður þá gerist ekki neitt.

óskin10 | 3. júl. '04, kl: 22:56:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1,2 selfoss

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nicholwhit | 9. apr. '24, kl: 05:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Many gamers want to improve their gaming speed. If you are also a gamer and want to improve your gaming speed, you should first improve your mouse and keyboard speed. Many games require fast clicking and spacebar speed due to shooting and jumping. You can try spacebar clicker tool to speed up your spacebar button. https://spacebarcounter.org/spacebarclicker

Sætúnið | 9. apr. '24, kl: 17:27:17 | Svara | Er.is | 0

Allan daginn Þorlákshöfn, Sveitafélagið er betur sett, það mun borga sig!

tlaicegutti | 10. apr. '24, kl: 07:59:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

20 árum seinna!!

Sætúnið | 10. apr. '24, kl: 08:19:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

5 ár

tlaicegutti | 10. apr. '24, kl: 11:04:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

3.7.2004 22:41:32 humm

Sætúnið | 10. apr. '24, kl: 11:40:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*það mun borga sig 5 árum seinna(5 árum eftir að maður flytur)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Síða 9 af 48048 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, paulobrien, annarut123, Guddie, tinnzy123, Bland.is, Paul O'Brien, Kristler