Smá blæðing tveimur dögum fyrr

Heiddís | 15. jún. '16, kl: 12:29:45 | 103 | Svara | Þungun | 0

Ég fékk smá blæðingu (bara oggupínu) í gær og blæðingar eiga ekki að hefjast fyrr en á morgun.
Ég varð svo hrikalega svekkt af því mér er búið að líða núna undanfarið eins og þetta hafi tekist - spenna í brjóstum, seiðingur í legi o.fl. Nú af því að þetta var svo lítið þá fór ég að velta fyrir mér hvort þetta gæti verið þessi fræga hreiðurblæðing (maður heldur alltaf í vonina). Það passar með að það eru ca 11 dagar frá egglosi þá (las inn á ljosmodir.is að þessi blæðing verði ca þá). Ég er ennþá með spennu í brjóstum og seiðing í legi en þetta gætu líka verið týpískt PMS einkenni. Ég veit að það fá ekkert allar hreiðurblæðingu og ég veit ekki alveg hvað ég er að spyrja um hérna :) Held mig hafi bara langar að skrifa aðeins um þetta og fá útrás fyrir smá frústrasjón :)

Finnst bara erfið tilhugsun að fara enn einn hringinn og skil ekki hvernig fólk fer í gegnum þetta í mörg ár án þess að tapa geðheilsunni.
Líklegast eru þetta bara blæðingar að koma - en hefur einhver reynslu af því að hafa fengið svona hreiðurblæðingu?

 

lukkuleg82 | 15. jún. '16, kl: 13:51:47 | Svara | Þungun | 1

Ég fékk hreiðurblæðingu í byrjun maí, var voða svekkt og hélt að ég væri að byrja extra snemma á blæðingum en svo urðu þetta einhvern veginn aldrei almennilegar blæðingar svo ég endaði á að taka próf og fékk þá tvær fallegar línur.

Ef ég væri þú (þar sem ég er mjög óþolinmóð) þá myndi ég kaupa mér næmt óléttupróf eins og t.d. Exacto (fæst t.d. í Lyfju) eða prófið sem fæst í Hagkaup (spænskt, byrjar á G-eitthvað). Vonandi er þetta bara komið :)

Heiddís | 15. jún. '16, kl: 14:28:52 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Svar þitt fyllir mig von :) já ég ætla að taka próf ef ekkert gerist í dag og á morgun. En má ég spyrja hvernig þessar hreiðurblæðingar lýstu sér hjá þér?
Og varstu farin að finna fyrir einhverjum öðrum einkennum?

lukkuleg82 | 15. jún. '16, kl: 14:56:37 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Þetta voru bara svona smá blettablæðingar, kom nánast aldrei neitt í bindi heldur bara þegar ég þurrkaði. Ég var svo sjúklega mikið að pæla í þessum blæðingum þar sem ég átti að fara í blóðprufu á 3ja degi blæðinga til að athuga hormónastatusinn og þar sem blæðingarnar voru svo skrítnar þá var ég pínu taugaveikluð yfir hvenær ég ætti að byrja að telja fyrsta dag blæðinga. Síðan eftir nokkra daga, þá kviknaði á perunni og ég ákvað að taka próf :) En nei, engin önnur einkenni. Er komin rúmar 10 vikur núna og er með frekar lítil einkenni. Síðast þegar ég var ólétt þá var mér orðið mjög illt í brjóstunum áður en ég fékk jákvætt próf !

Heiddís | 15. jún. '16, kl: 15:05:26 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Frábært - til hamingju með óléttuna. Já ég ætla að reyna að vera þolinmóð a.m.k. þangað til í fyrramálið. Tel allar líkur á því samt að þetta séu bara venjulegar blæðingar, þar sem ég hef alveg fengið svona blettablæðingar áður - sérstaklega núna eftir að ég hef verið að taka Pergotime. En ég er ekki búin að gefa upp alla von ;)

ljóta lifran | 15. jún. '16, kl: 21:40:47 | Svara | Þungun | 1

Ég fékk smá blæðingar ca 2 dögum eftir að ég átti að byrja á blæðingum. Það kom einmitt bara pínu pons blóð í pappírinn 2x sama dag og svo ekkert meira. Ég held það hafi verið þessi hreiðursblæðing - Ég var smá smeik því ég fékk jákvætt á prófum nokkrum dögum fyrr. En ég fékk ekki svona blæðingar þegar ég gekk með fyrra barnið mitt.
Ég mæli með því að taka próf í fyrramálið, það ætti að koma jákvætt ef þetta er komið :) - ég fékk ljósa línu alveg 4 dögum fyrir að blæðingar áttu að hefjast, en svo fékk ég dekkri línur nokkrum dögum síðar.

Gangi þér vel :)

Heiddís | 16. jún. '16, kl: 09:54:26 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég var svo óþolinmóð að ég tók próf í gærkvöldi og það kom ekki vottur af línu á það. Það hefur verið að koma smá ljósbleik útferð í gær og aðeins í morgun en ég er næstum viss um að ég sé að byrja á túr bara. Eina sem er skrýtið er að ég er ennþá með spennu í brjóstum sem hverfur venjulega þegar ég byrja á túr.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4906 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Hr Tölva, paulobrien, Guddie