Svo ringluð akkúrat núna

annadnikk | 14. nóv. '12, kl: 20:55:43 | 1081 | Svara | Þungun | 0

Annað innlegg frá mér en er bara eitthvað svo ringluð akkúrat núna..

Ég fékk dauft jákvætt svar á þungunarpróf sem varð síðan sterkari þegar prófið var orðið gamalt en blátt á litinn en ekki litlaus skuggi fyrir 3 dögum síðan

Tók annað próf daginn eftir sem var neikvætt

sorry með lýsingarnar hérna, kanski frekar ósmekklegar..
en í gærkvöldi fór ég að fá verki í magann eins og miklir túrverkir og ljósbrúna útferð með svona eins og tægjum í og það búið að halda áfram í dag og hef svo hefur byrjað að koma dökkbrúnt blóð, svona á stærð við tíkall, en ekkert rautt blóð..

Ég hef fundið fyrir óléttueinkennum og hafa þau í raun verið meiri í dag þrátt fyrir "blæðinguna" verkir í brjóstum og geirvörtum, kirtlar á geirvörtu orðnir mjög sýnilegir, minnkuð matarlyst, þreyta, finnst ég vera þrútin og þung á mér eitthvað og líkamshiti minn er hærri en vanalega...

Ég bara veit ekki hvað þetta þýðir, eru þetta bara blæðingar eða snemmbúið fósturlát eða gæti ég verið ólétt þrátt fyrir þetta? Einhver sem hefur lent í svipuðu? er að verða geðveik á óvissunni því mér líður eins og ég sé í rauninni ólétt þó það sé kanski margt sem bendir til þess að ég sé það ekki. Ég er í raun ekki að vonast eftir því að vera ólétt þar sem ég á 2 lítil börn fyrir..

Takk fyrir að nenna að lesa þetta allt og væri frábært að fá ráð :)

 

robba | 14. nóv. '12, kl: 20:57:30 | Svara | Þungun | 0

Nú hef ég ekki svör fyrir þig elsku dúllan ´mín. Langaði bara að senda þér stórt knús - ekki öfundsverð staða :(

En hvernig er það, er að koma mikið blóð? Er þetta brúnt (gamalt) eða "ferskt" blóð?

annadnikk | 14. nóv. '12, kl: 20:58:47 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir það :) það hefur ekki komið neitt ferskt blóð... bara svona dökkbrúnt..

annadnikk | 14. nóv. '12, kl: 20:59:38 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

og mjög lítið ennþá allavega.. bara svona 2 blettir á stærð við tíkall kanski..

Matters | 14. nóv. '12, kl: 21:38:51 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Kannski bara hreiðurblæðing?

s4 | 14. nóv. '12, kl: 21:38:28 | Svara | Þungun | 1

Vá ég er bara í nánast sömu stöðu og þú. Ég tók þungunarpróf í gærmorgun (á 29. degi af 28 daga hring) og fékk mjög mjög daufa línu. Ég ákvað því að taka annað próf seinna um daginn og það var neikvætt. Tók svo annað í morgun og það var líka neikvætt.

Það er buið að koma ljós brún útferð í gær og í dag en mjög lítið- finnst það aðeins búið að aukast samt, er með pínu túrverki með.

Væri líka alveg til í að fá að heyra hvort fleiri hafa lent í þessu því þetta er frekar óþægilegt og maður er í algjörri óvissu. Nú er eg reyndar frekar hrædd eftir að hafa lesið þitt að það fari að koma meira brúnt.

Gangi þér vel:)

annadnikk | 14. nóv. '12, kl: 22:17:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

já þessi óvissa er alveg það versta í heimi! Hef ekki lent í svona rugli áður :/ vona það besta fyrir þig s4... og já spurning með hreiðursblæðingu bara svo skrýtið að fá neikvætt eftir jákvæðu...

vongóð | 14. nóv. '12, kl: 23:26:13 | Svara | Þungun | 1

það getur svo margt komið til greina því miður. en þetta getur líka verið hreiðurblæðing. myndi prufa taka aftur próf eftir svona 2 daga með fyrsta morgunþvagi ef blæðinginn hættir eða allavega er ekki byrjuð alveg.

gangi þér rosalega vel skvís.

tiril | 15. nóv. '12, kl: 07:11:51 | Svara | Þungun | 1

Ég hef lent í þessu, fékk jákvætt próf, tók svo annað 3 dögum seinna og fékk neikvætt, ég fékk svo smá blæðingar, ekki miklar samt svo ég tók mark á seinna prófinu og hélt að hitt væri bara eitthvað bilað (var ung og vissi bara ekki betur).  Jæja svo fékk ég ekki blæðingar næstu 2 mánuði og fór til kvensa til að láta ath og fá töflur til að starta blæðingunum (kemur stundum fyrir hjá mér).  Ég labbaði nú út ansi dösuð og ringluð, var komin 14 vikur á leið, og fékk bara tíma hjá ljósmóður 2 dögum seinna.   En ég myndi panta tíma og láta ath með þetta.
Ég hef líka lent í að missa fóstur bæði snemma (á 6 vikur) og seint (18 viku) og þegar ég missti á 6 viku þá var ég með mikla verki í nokkra klst áður en fóstrið skilaði sér, en ekki miklar blæðingar (þær komu eftir á).
En eins og ég sagði þá myndi ég panta tíma hjá lækni og láta ath með þetta

annadnikk | 15. nóv. '12, kl: 15:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

vá það er rosalegt að lenda í því!
En það fór að blæða alveg í dag og tók annað þungunarpróf til öryggis og það var neikvætt.. svo býst við að þetta hafi bara verið ólétta sem hefur ekki gengið lengra en þetta, fór að lesa mig til og sá að það sé mjög algengt að lenda í þessu og konur vita þá oftast ekkert að þær hafa verið óléttar þar sem þetta fer bara strax... en finnst samt blæðingarnar vera öðruvísi en vanalega og meiri verkir..
En takk kærlega fyrir svörin, það er bara gott að vera með þetta staðfest að það sé ekkert í gangi hvort sem það hefur verið eða ekki :)

vongóð | 15. nóv. '12, kl: 19:24:17 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

knús elskan mín.

annadnikk | 17. nóv. '12, kl: 01:24:42 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

takk fyrir það :)

annadnikk | 31. mar. '15, kl: 04:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Ákvað að svara þessum eldgamlaþræði eftir að hafa rekist á hann ef það skyldi koma einhverri að gagni :) Það blæddi hjá mér í ca 3 vikur alltaf smá en mismikið eftir þetta. Mjög líklegt að þetta hafi verið ólétta skv lækni sem leiddi ekkert lengra þar sem það hefur aldrei komið fyrir að ég hafi haft svo langar blæðingar eða í 3 vikur og hafði fengið jákvætt próf..og svo var fylgjuþykkt skv ómskoðun í samræmi við það. ..ef ég skildi lækninn rétt.. Ég var undir eftirliti kvensjukdómalækna og blæðing var aldrei óeðlilega mikil þrátt fyrir að hafa staðið yfir í svona langan tíma og mér leið bara þokkalega. Allavega ekkert barn mætt á svæðið síðan ég skrifaði þetta og tíðahringur fór fljótt í eðlilegt far :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vöðvahnútur í legi Mariamargret 16.6.2018
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Síða 2 af 5022 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, annarut123, Hr Tölva, Guddie, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien