Þarf góð ráð/pepp

Ruðrugis | 25. sep. '15, kl: 00:14:09 | 854 | Svara | Er.is | 2

Ég er búin að skrá mig á bekkjarmót sem verður eftir nokkrar vikur og er orðin drullu stressuð yfir því að hitta þetta lið.
Málið er að ég hef ekki verið í sambandi við neinn af þessu liði í að verða 10 ár, og fyrir 10 árum var ég ekki í sambandi við nema ca 3 úr þessum hóp. Hópurinn er um 35 manns.


Ég var með þessu fólki upp allan grunnskólann og sumir sem munu mæta lögðu mig í einelti (3 stelpur sem munu mæta stóðu fyrir því), strákarnir stríddu mér mikið á tímabili og margir af þeim munu mæta. Eins veit ég af gömlum kynnum að sumir sem mæta eiga eftir að upphefja sjálfan sig með því að draga mig niður, og eiga eftir að dásama sjálfan sig hvað eftir annað. 
Aðrir eiga eftir að monta sig á því hvar þeir séu staddir í lífinu (og ég veit alveg hverjir það verða) og munu njóta þess að kreista það út úr mér á hvaða stað ég er á. 


Ég dauðsé eftir því að hafa skráð mig, ég hef verið í einhverju bjartsýnisflippi og borgaði staðfestingargjald og allt. Veit ekki alveg afhverju ég er að henda þessu hingað inn en þurfti bara að velta þessu upp.

 

Zagara | 25. sep. '15, kl: 00:58:22 | Svara | Er.is | 12

Slepptu því að fara. Málið dautt.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. sep. '15, kl: 01:00:00 | Svara | Er.is | 3

Heldurðu að allir verði í eitthvað svaka góðum málum? Það er ekki séns


Ekki frekar en að ''allir'' í 7. bekk eigi iPhone (7. bekkingar segja þetta gjarnan)

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Ruðrugis | 25. sep. '15, kl: 08:19:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei auðvitað ekki en maður veit hvað sumir eru nastí og fullir yfirlætis td á Facebook. Þeir sem eru duglegastir í að spyrja óþægilega og gera lítið úr manni eru þeir sem standa nokkuð vel. Eða ég hef það á tilfinningunni.

Tipzy | 25. sep. '15, kl: 08:33:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Fólk sem raunverulega gengur vel og líður vel hefur nkl enga þörf fyrir að upphefja sjálfa sig á kostnað annara.

...................................................................

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 01:38:55 | Svara | Er.is | 4

Ég hef farið á svona bekkjarmót, var vel stödd andlega og fannst mjög gaman á meðan á því stóð, talaði auðvitað bara við fólkið sem mér líkaði við og hunsaði þá sem lögðu mig í einelti en ég hrundi svo í þunglyndi á eftir og það komu upp allaveganna vondar tilfinningar í slatta tíma á eftir. Það kom svo annað svona bekkjarmót á meðan ég var á endurhæfingarlífeyri, bjó í hálfuppgerðu húsnæði án nokkurrar vonar um að geta klárað það og var reglulegur gestur í mæðrastyrksnefnd... ég hef sjaldan upplifað eins mikinn létti eins og þegar ég tók ákvörðunina að fara ekki.

Ruðrugis | 25. sep. '15, kl: 08:21:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, ég hugsaði ekki út í skrýtnar tilfinningar eftir á.

littleboots | 25. sep. '15, kl: 06:06:47 | Svara | Er.is | 0

Sammála akkeri. Ég fór ekki á þessi tvö bekkjarmót sem hafa verið haldin hjá mínum bekk, vegna sömu ástæðu. Er svo fegin að hafa ekki farið.

ilmbjörk | 25. sep. '15, kl: 06:41:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er einmitt svo fegin að hafa farið því það voru svo margir sem höfðu breyst og þroskast, og mér fannst gaman að kynnast þessu fólki upp á nýtt :) Annað bekkjarmótið var sérstaklega ánægjulegt og það voru allir sem fóru ánægðir heim, jafnvel ein besta vinkona mín í dag (sem ég kynntist btw almennilega eftir fyrsta bekkjarmótið), sem var mikið lögð í einelti í grunnskóla..

littleboots | 25. sep. '15, kl: 09:47:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ, ég er ekki í neinu sambandi við neinn í bekknum, ég er viss um að ég hefði ekkert gaman af því að fara. Fyrir fyrsta bekkjarmótið hafði ég farið á nokkra litla hittinga með bekknum og ég fékk alls ekkert út úr þeim, þeir vöktu bara slæmar minningar.

Ruðrugis | 25. sep. '15, kl: 08:22:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála hverju? Sama ástæða? akkeri nefnir enga ástæðu, skipar mér bara að fara ekki.

littleboots | 25. sep. '15, kl: 09:29:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að tala um sömu ástæðu og þú nefndir.

nefnilega | 25. sep. '15, kl: 09:49:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú nefndir ástæðu = þér líður illa. Til að hætta að líða illa geturðu ákveðið að fara ekki.

Zagara | 25. sep. '15, kl: 13:10:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Skipaði þér? Er það ekki frekar dramatísk túlkun?

ilmbjörk | 25. sep. '15, kl: 06:39:22 | Svara | Er.is | 0

Sko. Ég fór á mitt fyrsta bekkjarmót fyrir 10 árum, þá voru 10 ár frá fermingu. Mikið af fólkinu hafði ekkert breyst, en margir höfðu sem betu fer þroskast töluvert og það er það sem stóð upp úr :) Í sumar fór ég svo á annað bekkjarmót og það var 1000 sinnum ánægjulegra en það fyrsta :) bara gefa fólkinu séns og ef þú þroir, þá bara að confronta þessar stelpur sem lögðu þig í einelti :)

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 09:21:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

lol það er einmitt ávísun á skemmtilegt kvöld eftir nokkur rauðvínsglös að fara að confronta fólk sem lagði mann í einelti

ilmbjörk | 25. sep. '15, kl: 09:33:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja hún minnist ekkert á áfengi.. kannski líður þessum stelpum illa yfir þessu en þora ekki að biðjast afsökunar.. hver veit..

T.M.O | 25. sep. '15, kl: 09:35:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

kannski líður þeim ekkert illa... eins og ég segi, kannski ekki staður og stund nema að maður sé tilbúinn að hleypa partíinu upp.

nóvemberpons | 25. sep. '15, kl: 08:04:34 | Svara | Er.is | 0

Ég bara fer ekki, hef nákvæmlega 0'áhuga á að hitta þetta fólk. Var reyndar ekki boðið síðast einu sinni, gott að vita að fólk hefur þroskast.

4 gullmola mamma :)

leonóra | 25. sep. '15, kl: 08:38:23 | Svara | Er.is | 3

Það var hringt í mig fyrir nokkrum árum því tíundi bekkurinn ætlaði að hittast.  Þetta var vinkonuklíku - bekkur þar sem við hinar sem áttum ekki innangengt í klíkuna vorum eiginlega ósýnilegar.  Ein úr klíkunni hringdi svo spennt að tilkynna mér um  hittinginn.  Ég sagði henni að ég myndi bara ekki eftir að hafa þekkt þær að ráði og því síður að eiga einhverjar minningar með þeim til að rifja upp og hefði bara ekki þótt þessi bekkur náinn.  Þetta kom illa við hana og hún fór að stæla við mig.  Ég sagðist ekki hafa áhuga og óskaði þeim góðrar skemmtunar og sleit samtalinu.  Dettur ekki í hug að vera með tilgerð.  

Brindisi | 25. sep. '15, kl: 09:18:10 | Svara | Er.is | 1

ok þú hefur ekki verið í sambandi við þetta lið í 10 ár +......getur verið að þetta fólk hafi breyst og þroskast, þú ert búin að ákveða að þetta séu bara allt hálfvitar, gefðu þeim annaðhvort séns eða einfaldlega slepptu því að mæta

daggz | 25. sep. '15, kl: 09:46:22 | Svara | Er.is | 0

Ég var í nákvæmlega sömu stöðu og þú þegar síðasta reunion var hjá mér. Gæti svo sem vel verið að þau hafi verið fleiri, ég veit það ekki. En mér var allavega boðið á þetta og ég spáði mikið í því hvort ég ætti að fara. Ég tók svo ákvörðun um að fara ekki. Ég hafði takmarkaðan áhuga á að hitta flesta þarna og satt að segja man ég ekki eftir nema brota brot af þessu fólki. Ég var lögð í einelti af nokkrum og hunsuð af enn fleirum þannig ég sá bara ekki mikinn tilgang í að fara. Ég ætla samt að vona að þetta fólk hafi þroskast en æi, mér er eiginlega alveg sama um það. Það hefði bara rifjað upp slæmar minningar ef ég hefði farið.

--------------------------------

nefnilega | 25. sep. '15, kl: 09:48:16 | Svara | Er.is | 5

Ég hef aldrei farið á rejúníon. Hef engan áhuga á að hitta fólkið sem lét mér líða illa. 


Ef þú ert stressuð og líður illa núna þá skaltu bara ákveða að fara ekki. Það er engin skylda að fara.

BlerWitch | 25. sep. '15, kl: 12:47:52 | Svara | Er.is | 1

Úff, þetta er pínu flókið. Í aðra röndina langar mig að segja þér að drífa þig, bera höfuðið hátt og hunsa motnrassana og þá sem eru að rembast við að upphefja sig. En reynsla mín af svona reunionum er sú að sama hversu mörg ár líða og fólk eldist, þá gerist eitthvað þegar allir hittast. Hver og einn dettur í sama hlutverk og hann var þegar við vorum 15 og það getur myndast mjög óþægileg spenna við að upplifa það svona löngu seinna. Þannig að ég held að mitt ráð sér frekar í áttina að því að sleppa því að fara, svona miðað við þína sögu.

Ruðrugis | 1. okt. '15, kl: 00:00:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, þetta er alveg hárrétt. Ég hef reyndar 2 vikur enn til að ákveða mig ;)

alboa | 25. sep. '15, kl: 14:09:10 | Svara | Er.is | 1

Sjáðu bara til. Ef þig langar til að fara daginn sem mótið verður, farðu. Ef ekki, slepptu því.


Þetta minnir mig á þegar ég labbaði óvart inn á reunion hjá mínum bekk. Hitti bekkjarbróður minn fyrir utan staðinn og hann skildi ekkert af hverju ég var ekki á staðnum. Það var yndislegt að sjá skipuleggjendurnar reyna afsaka sig að hafa ekki boðið mér (buðu öllum sem höfðu verið í bekknum í 1 ár eða lengur). Ég skemmti mér ágætlega en sakna þess ekkert að vera ekki boðin á hin renuionin sem ég veit að hafa verið haldin.


kv. alboa

Ruðrugis | 1. okt. '15, kl: 00:01:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvurslagt lið er þetta? Vonandi hafa þau verið vandræðaleg fyrir allan peninginn þegar þau voru að afsaka sig.

icegirl73 | 25. sep. '15, kl: 15:39:31 | Svara | Er.is | 0

Ég lét mig hafa það að fara á fyrst bekkjarmótið sem haldi var í mínum árgangi. Hundleiddist og fór snemma heim. Sá og fann að ég átti enga samleið með flestu þessu fólki frekar en í skólanum. Ég eignaðist 1 bestu vinkonu í grunnskóla og hef haldið sambandi við en hún gat ekki komið.
Hef ekki farið á fleiri bekkjarmót og ætla ekki að fara. Tek fram að ég varð ekki fyrir einelti eða neinu slíku í skóla. 
Kannski er ég bara svona skrítin.  Ef þér líður illa innan um þetta fólk ekki fara, ekki gera sjálfri þér þetta. Þú átt mun betra skilið. 

Strákamamma á Norðurlandi

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 25. sep. '15, kl: 22:02:19 | Svara | Er.is | 3

Vá. Er EINHVER hérna sem leið vel í grunnskóla?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

fálkaorðan | 25. sep. '15, kl: 22:12:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tjah, mér leið ekki vel en það var ekki af félagslegum ástæðum. Ég átti vinkinur bæði í vinsæla hópnum og óvinsæla.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bogi
Bella C | 27. sep. '15, kl: 12:23:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér leið vel, og finnst sorglegt að sjá hvað margir hafa slæma upplifun að grunnskólanum og ennþá sorglegra að sjá að fólk virðist ekki þroskast upp úr þessum hlutverkum að skilja út undan og halda áfram að vera með einhver leiðindi!

Ruðrugis | 1. okt. '15, kl: 00:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það eingöngu eiga við um kvennfólk, (afsakið þið allar), en á þau örfáu hittinga sem ég hef farið á eru alltaf sömu stelpurnar (kerlingarnar) sem þykjast ráða öllu, stjórna öllu og gjörsamlega reyna að stjórna því hver hefur orðið og um hvað er talað. 
Það góða við þennan hitting minn sem verður eftir 2 vikur er að aðalfrekjustampurinn (leiðinleg stelpa) mun ekki koma því hún er ólétt og er víst með blóðþrýstinginn í fokki og með meðgöngusykursýki ofan á það. Þannig að það er smá ljós í myrkrinu um að þessi hittingur verði bærilegur.

fálkaorðan | 25. sep. '15, kl: 22:08:02 | Svara | Er.is | 0

Æ slepptu því að fara. Ekki gera ietthvða sem þér á bara eftir að líða illa með.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

mars | 25. sep. '15, kl: 23:36:53 | Svara | Er.is | 0

Ef þú álítur að þér muni líða illa þá bara sleppirðu því að fara.
Ég lenti sjálf í hellings einelti, missti slatta úr skóla og var aldrei ein af hópnum þótt ég ætti stöku vini.
Ég hef stundum farið á svona bekkjarmót, stundum ekki (nenni t.d. ekki og tími ekki að gera mér ferð þvert yfir landið á slík).
Það sem ég gerði fyrir mörgum árum var að taka ákvörðun um að vera sátt við mig og láta þá sem væru mögulega með leiðindi sem vind um eyru þjóta.
Einn gamall bekkjarfélagi var t.d. með stöðug leiðindi og komment sem áttu að vera niðurlægjandi við mig á einum svona hitting en mér fannst þetta nú bara niðurlægjandi fyrir hann sjálfan.
Ég er alveg sammála Tipzy með það að fólk sem líður vel í eigin skinni og er sátt við eigin tilveru er ekki að niðurlægja aðra svo það er þá pottþétt ekki á betri stað en þú.
En þú verður velja sjálf hvaða leið þu vilt fara í þessu. Gangi þér vel:)

daffyduck | 27. sep. '15, kl: 07:34:39 | Svara | Er.is | 0

Vá ætlarðu virkilega að eyða tíma þínum í að láta eh pakk sem kom illa fram við þig í æsku. Gera það aftur núna á fullorðinsárum. Ég myndi gleyma þessum pening ef ég væri í þínum sporum.
Stutt síðan ég rakst á gamlan skólafélaga minn á förnum vegi. Sem spurði mig hvort ég ætlaði ekki að mæta á reunion sem stóð til fyrir skömmu ég sgði honum bara að ég þyrfti að þvo á mér hárið þennan dag og kæmist því ekki. Þessi drengur átti einmitt enga vini þessi ár og ég hreinlega skil ekki af hverju honum langaði að hitta eh fólk sem drullaði yfir hann á hverjum degi á þessum tíma. Kannski en með eh þörf fyrir að vera in with the in crowd úr gaggó sem er bara f...ing sad í mínum huga.

Degustelpa | 27. sep. '15, kl: 11:52:28 | Svara | Er.is | 0

fór ekki á 5 ára fermingarafmælið því ég drekk ekki. Þarf að sjá hvernig 10 ára verður, en ég veit ekki hvort ég fari. Er löngu búin að fyrirgefa mínum gömlu bekkjafélögum fyrir hvernig þau komu fram við mig. Það gerði líf mitt auðveldara. En ég er svosem sátt með mitt líf núna miðað við mín veikindi.

Eplasamloka | 27. sep. '15, kl: 13:03:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fermingaafmæli? Eru almennt hittingar vegna fermingaafmæla?

Degustelpa | 27. sep. '15, kl: 13:04:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hafa bara verið fermingarafmæli hjá mínum árgangi. Veit ekki hvað verði gert eftir 10 ár frá útskrift, það var ekkert gert þegar 5 ár voru liðinn

Rauði steininn | 28. sep. '15, kl: 11:18:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er sumstaðar "út á landi" mjög sterk hefð fyrir fermingarbarnamótum.

holyoke | 27. sep. '15, kl: 23:01:44 | Svara | Er.is | 1

Ef þú ákveður að fara þá skaltu bara muna að margir mála upp fullkomna mynd af sjálfum sér til að líta vel út. En svo getur margt miður legið undir. Það er enginn fullkominn. Skelltu þér bara, kannski verður þetta gaman og kannski ekki. Ef þér leið illa í skólanum og ert kvíðin að fara þá gæti þetta verið rosalega góð berskjöldun fyrir kvíðann.

ZombieSkrimsli | 1. okt. '15, kl: 01:11:52 | Svara | Er.is | 2

Ég hef ekki farið á þessa tvo hittinga sem bekkurinn minn hefur hist. Ég hef enga ánægju að rifja upp fortíðina heldur að reyna að hugsa um framtíðina.

Fyrsta bekkjarmótið var þegar að ég var í engu jafnvægi andlega séð, fullt af atburðum í fjölskyldunni minni sem voru nýskeðir þá og hafði mikið að segja á andlegu hliðina mína.

Bekkjamót númer tvö ákvað ég að mæta ekki þar sem að ég stóð í skilanði og var enganvegin í andlegu ástandi til að mæta þangað.

Ég veit að þriðja bekkjarmótið verður núna fljótlega og ég ætla ekki að mæta í það heldur, ég hef samband við eina manneskju úr bekknum mínum og það samband er í algjöru lágmarki vegna margrar ástæðna. ég hef ekkert álít á mér né öðrum í kringum mig þessa dagana og ég er að vinna í mér á mjög svo alvarlegann hátt er að taka mig alveg í gegn núna og ég ætla ekki að mæta á þetta mót til að eyðileggja fyrir mér ávinninginn minn.

Ég var nefnilega tekin svo svakalega í gegn í eineltinu á þessum tíma þar sem það sást vel að fjölskyldan mín hafði ekki efni á að kaupa föt á okkur eða að gefa okkur pening til að við gætum farið á alla þessa viðburði. Aftur á móti var ég líka lögð í einelti fyrir það eitt að ég var að vinna alla daga eftir skóla til að eignast peninga til að ég gæti gert eitthvað af viti fyrir mig og þyrfti ekki að láta foreldra mína fá áhyggjur yfir peningamálum og þá braust út afbrýðsemi í krökkunum að ég átti nær alltaf pening í eitthvað skemmtilegt og ekki var hægt að troða fátæktinni í eineltið

Ruðrugis | 2. okt. '15, kl: 21:45:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið djöfull geta krakkar verið grimmir. En frábært að þú sért að vinna í þér, það er einmitt það sem maður á að gera - setja sjálfan sig í fyrsta sæti og hafa ekki samviskubit út af svona smámunum eins og bekkjarmót eru. Ég ætti kannski að taka þig til fyrirmyndar :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Síða 9 af 48011 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, annarut123