Vandamál! varúð, MJÖG langt

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 12:48:08 | 1603 | Svara | Er.is | 0

Afsakið langlokuna, Þið sem nennið að lesa þetta eruð ÆÐI.

mig langar til að koma þessu frá mér og kannski fá smá ráð eða knús.

Málið er að ég bý erlendis ásamt erlendum manni mínum til 4 ára og dóttir okkar sem er 2 ára og svo er ég ófrísk
núna af okkar öðru barni, gengin 7 mánuði á leið.

Um jólin vorum við frá hvort öðru í 2 mánuði, ég með dóttur okkar á Íslandi og hann í heimalandi sínu.
Það var þá sem ég uppgötvaði að ég væri ófrísk, og lét hann því vita í gegn um síma. Við vorum bæði
mjög ánægð með það.

Þegar við hittumst í febrúar svo aftur, þá vorum við auðvitað ánægð að hitta hvort annað, og hann að hitta
dóttur okkar eftir þessa 2 mánuði og svona.

Kynlífið hjá okkur var mjög reglulegt áður, þá er ég að tala um 2-3x í viku, þannig að þetta var
pínu viðbrygði að vera ekki saman þessa 2 mánuði, ekki það að samband okkar byggist bara upp á kynlífi.

En nóg með það, kvöldið eftir við komum þegar við fórum að sofa þá snéri hann sér bara á hliðina og fór að sofa.

Mér fannst þetta hálf skrítið, hélt hann mundi kannski kúra aðeins með mér, stunda samfarir eða því líkt.

En það var þá ég sem spurði hann hvað væri að angra hann, eða hvort hann vildi virkilega bara snúa sér
út í horn eftir allan þennan tíma sem við vorum frá hvort öðru.
Hann snéri sér við og kvöldið endaði með ástríðu og umhyggju (bara afþví að ég krafðist þess).

Svo næstu 2 daga fannst mér alltaf eins og það væri eitthvað sem honum langi að koma frá sér. Fannst
hann alltaf vera svo vandræðalegur og vilji segja mér eitthvað.

Ég spurði hann hvort það væri eitthvað sem ég ætti að vita, eða hvort hann vilji koma einhverju frá sér.
Hann sagði að svo væri ekki.

Heimasíminn var alltaf að hringja, og oft var enginn í simanum eða þá kvennmaður að spurja um
manninn minn.

Svo 4 dögum seinna vorum við þrjú í bænum, og ég fæ símtal og kvennmannsrödd spyr um hann. Ég læt
hann fá símann og hann talaði stutt, veit ekki um hvað.

Ég spyr hann hvað þetta símtal væri, hann sagði að hann fékk "eitthvað" lánað hjá einhverjum sem hann þyrfti
að skila.

Nóg með það, við röltum í bænum og verslum það sem við ætluðum að versla, þegar hann segist þurfa að
fara að pissa, komi eftir smá stund.

Ég beið og beið, fannst ég hafa beðið í alveg hálftíma, en var samt ekki nema kannski korter-20 mín (sem er þó
nóg því klósettið var ekki langt frá).

Svo sé ég hann í farlægð vera að koma, og þá hringir síminn minn og það var sami kvennmaðurinn
sem hafði hringt áður og spyr mig hvort ég viti hver hún sé.
Ég svara því neitandi, þá segist hún vera kærasta hans.

Ég fann að hjartað mitt fór í marga mola, ætlaði hreinlega ekki að trúa þessu.

Ég hlustaði á hana, án þess að brotna niður, og hann kominn við hlið mér frekar upptrektur
(vitandi að þetta sé hún í símanum).

Hún segir að þau hafa verið saman í ár, og hann hafi bara verið að nota mig peningalega séð.
(tek það fram að það var hann sem vann fyrir heimilinu, og ég heimavinnandi og var því ekki
að þéna neina peninga).

Hún vissi allan tímann af mér og dóttur okkar. En vissi að vísu ekki að ég væri ófrísk.

Hún sagðist hafa sönnun (myndir) heiman frá mér, þar sem hún kom þegar ég var ekki heima.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta var sárt, að heyra þetta *grát*.

Eftir þetta símtal, horfði ég bara votum augum á manninn minn, og hann á mig til baka votum augum,
og hann sagði að hann hafði gert stæðstu mistök ævi sinnar.
Ég sagðist ekki trúa þessu. Hann fór á hnén (tek það fram í stórri verslunarmiðstöð) og grátbað
mig að fyrirgefa sér.

Ég brotnaði niður og fór að hágráta, og sagðist bara ekki trúa þessu og gæti pottþétt ekki fyrirgefið honum.

Við fórum heim með leigubíl, og á leiðinni var hann að grátbiðja mig að fyrirgefa sér, þetta muni
aldrei koma fyrir aftur.

Eftir langar samræður heima og hann játaði allt og sagðist því vera feginn að ég viti þetta núna,
(þegar hann fór að pissa þá hafði hann hringt í hana og sagt henni að á milli þeirra sé búið og hann elski
mig en ekki hana, hann hafi gert stór mistök með því að vera með henni).
Hann sagðist hafa alltaf ætlað að segja mér þetta, en vissi ekki hvernig hann ætti að fara að því.

Hann sagði mér að hún sótti hann stundum út á horn og keyrði honum í vinnuna. Svo um jólin
hafi hún lánað honum x mikinn pening (sem hann notaði að vísu fyrir mig og hann).

Rétt eftir samræður okkar, birtist hún ásamt 2 vinkonum sínum heima og vildi fá að tala við mig.

Ég var alveg til í að heyra söguna frá hennar hlið, og hún sagði mér margt sem kom mér mjög á óvart.

En til að gera langa sögu styttri, þá endaði þetta með því að hann sagði við hana fyrir framan okkur
allar að ég sé sú sem hann elski og vilji vera með, og hann hafi gert stæðstu mistök ævi sinnar
með því að fara á bak við mig.
Svo rak hann hana í burt og sagði henni að láta hann eiga sig, hún grátandi og segist vilja
peninginn til baka sem hún hafði lánað honum.

Þessir dagar voru svo erfiðir, hann var alltaf að biðja mig að fyrirgefa sér.

Ég ákvað að segja engum frá þessu, en sagði honum að það væri meira en að segja að fyrirgefa þetta.

Eftir nokkra daga, eftir ég var búin að gráta allan vökva úr mér og hugsa gat á sjálfa mig, þá
sagði ég við hann að ég mun reyna að fyrirgefa honum hægt og rólega, það sé ekki auðvelt bara sí svona.

Hann sagðist ætla að sanna fyrir mér að ég sé sú eina sem hann elskar, og mun aldrei gera þetta aftur.

Það vantar að vísu fullt inn í þessa sögu, ég svona reyndi að gera langa sögu stutta.

En síðan þetta gerðist allt (c.a 4-5 mánuðir síðan) þá hefur hann komið mjög vel fram við mig
og sannað fyrir mér að ég sé sú eina (að ég held).

Núna er þetta byrjað aftur, heimasiminn hringir og annað hvort skellt á þegar ég
svara, eða eins og í morgun t.d þá spurði ég hver þetta væri, þá sagði hún að
það skipti ekki máli því hann væri ekki heima, vildi ekki skilja eftir skilaboð eða neitt.

Ég er búin að vera svo niðurbrotin í morgun, með svona "desjavú". Hef svo á tilfinningunni að
það sé eitthvað í gangi aftur, en samt ekki, því við erum búin að vera happy as ever frá
því hitt gerðist.

Núna get ég ekki beðið eftir að hann komi úr vinnuni kl 4 í dag til að spurja hann út í þetta.

Það er auðvitað erfitt fyrir ykkur að dæma þetta, eða segja mér hvað eg ætti að gera því þið
þekkið okkur ekki og vitið í raun ekki alla söguna.

En af þessu að dæma sem ég er búin að skrifa, hvað mynduð þið gera ef þið mynduð lenda í
svipuðu?

Ég er svo lítil í mér, og svo leggst óléttan ofan á það. Ég græt stundum upp úr þurru :'(


Þið eruð ÆÐISLEGAR ef þið nenntuð að lesa þessa bunu.
þúsund kossar,

kveðja ein niðurbrotin :'(

P.S tek það fram að ég hef ekki lesið þetta yfir þannig að ef þa er eitthvað sem
þið skiljið ekki, endilega spurjið

 

~era~ | 6. júl. '05, kl: 12:52:42 | Svara | Er.is | 0

ég get bara gefið þér **stórtknús**

get því miður ekki gefið þér nein ráð nema að tala við manninn þinn.

gangi þér vel

Ísblóm | 6. júl. '05, kl: 12:53:07 | Svara | Er.is | 0

ja, ég skil ekki af hverju þú vilt vera með manni sem svíkur þig svona.

Lína pína | 6. júl. '05, kl: 12:55:50 | Svara | Er.is | 0

Æji, vá... aumingja þú. Ég get svo sem ekkert ráðlegt þér þar sem ég hef nú ekki reynslu af svona... en verðurðu ekki bara að tala við hann, reyna að vera bara hörð og láta hann vita að svona gangi ekki... hann sé annað hvort með þér eða þessari konu? Mér dettur ekkert betra í hug, jú kannski bara að þú ættir að losa þig úr sambandinu ef þetta er alltaf að endurtaka sig.
Þetta er örugglega erfitt.. sérstaklega líka fyrst þú ert ólétt. vona að þér gangi vel og.... STÓRT KNÚS!!!!!!!

Goosfraba | 6. júl. '05, kl: 12:55:54 | Svara | Er.is | 0

Elskan mín, knús til þín.

Ef ég væri í þessari aðstöðu þá myndi ég hreinlega fara heim eða þar sem mér liði best og ætti einhverja að sem ég treysti. Þú sérð mynstrið og að þetta er að endurtaka sig. Þú veist best hvað þú átt að gera. Hugsaðu fyrst og fremst um þig og börnin, hvað viltu að þau alist upp við?

kramiz | 6. júl. '05, kl: 12:56:04 | Svara | Er.is | 0

vá ég verð bara að segja að ég dáist a þér fyrir þrautsegjuna... ég gæti ekki fyrirgefið árs framhjáhald.....
en þú rekur ofan í hann garnirnar þegar hann kemur heim og heimtar svör á þessum símhringingum, þú hefur allann rétt til þess finnst mér.
En hvað með að skipta um símanúmer, til að fyrirbyggja að þessi sem er þá vonandi fyrrverandi viðhald sé ekki að hringja og þá veistu líka ef hann gefur henni símanúmerið sitt nýja

~~~ þriggja barna móðir ~~~

ÐCV | 6. júl. '05, kl: 12:57:23 | Svara | Er.is | 0

Greyið mitt *knús*

Það er bara því miður alltof oft þannig að ef menn halda einu sinni framhjá gera þeir það aftur. Margir þeirra sækjast í spennuna...

Ég persónulega gæti ekki verið með manni sem hefði haldið framhjá mér, en maður getur kannski ekki dæmt nema hafa lent í þessu sjálfur.

Gangi þér vel.

*Berna* | 6. júl. '05, kl: 12:57:23 | Svara | Er.is | 0

Æi hvað þetta er leiðinlegt mál =( En mig langaði að spyrja var þetta sama konan í símanum sem hringdi áðan og hann var með áður ? Eða var þetta einhver önnur ?

nema | 6. júl. '05, kl: 12:58:30 | Svara | Er.is | 0

Þú verður bara að tala við hann...ertu ekki með símanúmerabirti, kíktu í GSM inn hans. Mér finnst þú alveg hafa smá rétt miðað við hvað ver brotið á þér...;)

KV.
nema...hvað?

Strawberrygum | 6. júl. '05, kl: 13:01:24 | Svara | Er.is | 0

Guð hvað ég finn til með þér.

Þetta hlýtur að vera svo sárt og erfitt, og mér finnst þú virðingarverð fyrir það að ætla að reyna að fyrirgefa og gefa honum annan séns.

Hinsvegar ef að það kemur upp úr dúrnum að hann hefur eitthvað óhreint í pokahorninu í þetta skiptið líka, er hann ekki þess verður að treysta honum. Þá hefur hann sýnt þér að hann sé ekki traustsins verður og í þínum sporum mundi ég segja skilið við hann :(

Mjög erfitt með tvö lítil börn, en við erum sem betur fer það heppnar í dag að það er hægt, það þarf enginn að vera fastur í sársaukafullu hjónabandi.

Gangi þér vel og ég vona svo innilega þín vegna að allt sé í lagi.

Kv.

Gunnýkr | 6. júl. '05, kl: 13:03:01 | Svara | Er.is | 0

Elsku dúllan mín.
Vá hvað ég finn til með þér.
'Attu ekki einhverja góða vinkonu þarna úti sem þú getur talað við. Þú þarft greinilega að fá að tala.
Mér persónulega finnst að þú ættir að ganga á hann. Eða hringja í viðhaldi hans /fara til hennar og spyrja hana út úr. Hún er greinilega hreinskilinn manneskja ( þó hún sé ekki heil að halda við giftan mann).
Mér finnst þetta mjög spúkí og af GEFNU tilefni ættirðu ekki að líta léttum augum á þetta.

Einhverntíman heyrði ég sagt ,,once a cheater, always a cheater,,

MegaLady | 6. júl. '05, kl: 13:03:09 | Svara | Er.is | 0

Vá ég er bara með tárin í augunum....

Veistu ef hann er að fara í sama farveg myndi ég nú drífa mig í burtu pakka og bara fara....hann er greinilega sá sami og hann var ef hann gerir þetta nú í annað sinn þá mun hann gera þetta aftur seinna ....

En ég myndi hugsa þetta mjög vel vilt þú verða særð meira eða viltu lifa með þetta alltaf á bakinu...hvort er betra að láta sér líða vel eða illa hugsaðu um þig barnið þitt og litla kúlubúann þinn

gangi þér rosa vel

knúsknús

Yrpa | 6. júl. '05, kl: 13:11:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Guð minn góður!! Elsku kellinginn - all flottur pappír sem þú náðir þér í þarna. En þar sem það er altaf auðvelt að segja: Pakkaðu niður og komdu þér út þá ætla ég ekki að gera það. Aftur á móti finnst mér í lagi að þú athugir hvernig hann er búinn að koma fram við þig OG hina konuna. Ég lenti í því að vera með manni sem var með mér og átti svo kærustu. Sjálfstraustið fer í mola og sjálfsvirðingin hverfur. Á endanum henglaðist hann út og er í dag með kærustunni en það var ár sem hann flakkaði á milli okkar. Væri sennilega enn að því en ég sagði nei. Erfitt - það erfiðasta sem ég hef gert og það tók mig 3 ár að byggja mig upp eftir þetta. En í dag er ég svo kát:) Það besta sem gat komið fyrir. Ég veit að ég á betra skilið og ég veit að svona mann vil ég ekki. Hvernig mann og líf villt þú? Taktu þér tíma, hugsaðu og ég mæli með að þú farir í ráðgjöf. Knús Yrpa Snörp

dexter | 6. júl. '05, kl: 13:05:57 | Svara | Er.is | 0

úff *huge knús frá mér * er eina sem ég get sagt
þú verður að tala við hann og sjá svo til hvernig hann bregst við ef þetta eru mistök (gæti alveg verið það) þá verðið þið að reyna að læra að virað hvort annað og treysta upp á nýtt (aðalega þú honum)
gangi þér extra vel ;O)

Noja | 6. júl. '05, kl: 13:13:20 | Svara | Er.is | 0

Það er frekar raunalegt að heyra sögu þína kæra vina, og ekki öfundsvert að lenda í því sem þú hefur upplifað. Ég tek ofan fyrir þér hvað þú umbarst kallinn þinn og fyrirgafst honum eftir allt það sem hann gerði þér. Kannski er hann allur að vilja gerður að laga hlutina og helga sig bara að þér og fjölskyldunni. Hitt er annað mál, að það getur verið að þessi gella sem tróð sér inn í ykkar samband áður sé og geti ekki gleymt honum, og sé að bögga hann og reyna að fá hann aftur. Farðu varlega að honum, kannski er þetta ekki neitt, og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. En ef þú bara talar og spyrð hann í einlægni og segir honum frá símtalinu og segir honum áhyggjur þínar ( sem eru mjög eðlilegar ) þá sérðu það strax á viðbrögðum hans hvort honum bregður og fer í vörn, eða fer að reyna að ljúga einhverju....eða bara verður jafn hissa og þú. Önnur ráð á ég ekki í bili í það minnsta. Skoðaðu þetta og gangi þér rosalega vel. Kveðja, Noja.

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

emblasol | 6. júl. '05, kl: 13:13:53 | Svara | Er.is | 0

Það geta allir gert mistök en það eru bara mistök einu sinni. Hann hefur sýnt þér fram á að hann iðrast gjörða sinna og þú ákveðið að fyrirgefa honum. Daginn sem hann hélt framhjá kom brestur í trúnað ykkar og þú verður að læra að treysta honum alveg upp á nýtt ef þú ætlar að vera í þessu sambandi áfram.
Ef þetta var viðhaldið sem var að hringja þá verðið þið að koma henni út úr myndinni til að geta byggt ykkur upp. Ég held að framhjáhaldið verði alltaf svartur blettur á ykkar sambandi og hann viljið þið losna við. Besta leiðin til þess er að fá ráðgjöf til að hjálpa ykkur að vinna aftur það traust sem fyrir var.
Og jú það eru meiri líkur á að maður sem er einu sinni búinn að halda framhjá geri það aftur en það má ekki alhæfa. Okkur verður öllum á í messunni einhvern tíman en við verðum að fá tækifæri til að snúa aftur við blaðinu ef viljinn er fyrir hendi.
Sem mér sýnist vera í þessu tilfelli.
Gangi ykkur vel

A&F

Gucci | 6. júl. '05, kl: 19:37:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kalla það ekki mistök að halda framhjá konunni sinni í HEILT ÁR. Kannski mistök að hafa byrjað að halda framhjá en að halda því áfram í heilt ár eru ekki mistök.

Annars sendi ég þér stórt knús og þú ert hugrökk og sterk manneskja.

emblasol | 6. júl. '05, kl: 21:08:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, bara mistök einu sinni.

A&F

nátthrefna | 6. júl. '05, kl: 13:14:41 | Svara | Er.is | 0

En er ekki möguleiki að þessi fyrverandi sé eitthvað móðursjúk á eftir honum, og sé aftur farin að hringja, eða láti kannski vinkonu sína hringja, annað eins er nú til. Og hún reynir svo að láti þig vita að það sé kvenmaður að hringja í hann og sonna til að reyna að slíta ykkar sambandi!!! Það var t.d. ein stelpa sem einu sinni var að vinna með manninum mínum sem var alveg klikk, hann átti sjálfur ekki orð yfir barnaskapinn, t.d. setti hún einu sinni nr sitt í hans gemsa þegar hann sá ekki til, hún var bara ekki að sætta sig við höfnunina frá honum, *dæs* sumir eru bara eitthvað sjúkir sko...

En þetta var bara svona smá tillaga, kannski rétt að spyrja hann varlega fyrst og fá hans hlið á þessu áður en þú ríkur í hann :)

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 13:21:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk æðislega fyrir knúsin og svörin.

Ég vonaðist til að ég yrði aldrei fyrir framhjáhaldi í mínu sambandi, en það gerðist víst.
Ég hafði hugsað mér að ég gæti aldrei fyrirgefið ef það yrði haldið framhjá mér.
En núna lenti ég í því, en ég sagði honum að þótt ég fyrirgefi honum í þetta skipti, þá þýðir það allsekki að ég mun gera það aftur.

Versta er að eftir að ég flutti hingað út (fyrir um 7 árum síðan) hef ég aldrei eignast neina góða vinkonu. Allar þær góðu sem ég átti heima (sem voru að vísu bara 1 eða 2) hef ég misst og núna er það bara engin sem ég get talað við og fengið vorkunn frá.

Mig langaði mjög mikið að segja foreldrum hans frá þessu, og langar enn. En þar sem hann er búinn að lofa öllu góðu, og vera eins og engill þá ákvað ég að bíða með það í þetta skipti.

En EF þetta gerist aftur, þá munu þau sko sannarlega fá að vita hvernig hann er búinn að vera að haga sér.

Þessi sem hringdi í morgun er ekki sú sama og áður.

Ég var einum of lengi að hugsa í morgun, þegar hún hringdi og spurði um hann þá sagði ég að hann væri ekki heima, og svo endaði símtalið.

En svo "sjálfkrafa" hringdi ég í hana til baka, og spurði hvort hún væri að hringja fyrir x, þá sagðist hún ekki þekkja neina x, (ég hélt kannski að hún væri að hringja í sambandi við peninginn). En svo spurði ég hana til nafns, hún vildi ekki gefa það upp né skilja eftir skilaboð.

Þetta er allt svo erfitt. Ég á svo oft erfitt með að tala við manninn minn (sérstaklega núna þegar ég er ófrísk), eftir fyrstu 2 orðin fer ég bara að gráta.


Og jú, hún var ekki að sætta sig við að hann skuli velja mig frekar en hana, og var að birtast hérna daginn út og daginn inn, hótandi honum með vinum sínum bara til að fá þennan pening til baka sem hún hafði "lánað" honum.

Tek það fram að það var enginn samningur um að borga þennan pening til baka.
Einn daginn endaði þetta í lögreglumáli því hún var farin að birtast hérna í tíma og ótíma til að rukka um peninginn og hóta öllu illu.

Maðurinn minn hringdi á lögguna og hún var handtekin og fékk aðvörun. (löng saga stytt).

skvizz | 6. júl. '05, kl: 13:28:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æ hvad eg skil thig...he verid i svipudum sporum....og alltaf hugsar madur er hann virkilega trur mer.... eda hvad? eg hef lika tvisvar adur lent i ad eg var ad deita gæja sem virtist ætla ad verda alvarlegt...bioferdir og ut ad borda....og samt attu their kærustur....otrulegt en satt....ein komst ad thessu og hringdi i mig og sagdi ad hun væri meiri manneskja en eg....eg komstu thar med ad hinu sanna og sagdi ad hun mætti eiga hann tvi eg vissi ekkert af henni....alltaf thegar hun hringdi tha sagdi hann ad thad væri barnsmodir hans ad væla eitthvad....
eg virti thad tvi barnid atti hafa nokkurnveginn forgang....en tvilik lygi..... thegar eg sagdi verdi ther tha ad godu...tha sagdi hun ertu i alvøru ad segjaad thu vissir ekkert? ja og hun for ad grata.... vissi ekkert hvad hun atti ad gera....veit nu ekki hvernig endadi tvi eg kupladi mig fra honum og lidinu i kringum hann...

eg hef aldrei verid i sambandi thar sem madur er mer 100% trur....ef thetta gengur ekki tha verd eg lessa....he he...for til spamidla og theu søgdu ad eg myndi verda ein ef thetta gengi ekki upp....

er sko ekki hissa a tvi...

3demantar | 6. júl. '05, kl: 13:16:24 | Svara | Er.is | 0

Sæl hoolahoopie.

Þetta er eins og líf mitt var fyrir nokkrum árum. Sambýlismaðurinn minn var þá búinn að halda framhjá mér í þó nokkuð langan tíma og ég fékk einmitt að heyra að ég hefði verið svona fjárhagslegur koddi ( stuðningur ) fyrir hann. Ég komst að þessu þegar ég var ólétt, svona alveg eins og þú og af einhverjum undarlegum ástæðum þá reyndi ég að fyrirgefa manninum sem var á skeljunum fyrir framan mig að grátbiðja um fyrirgefningu. Ég eignaðist barnið okkar og reyndi hvað ég gat að treysta honum en síminn hélt einmitt áfram að hringja og að lokum sá ég að ég gat engan veginn treyst honum, hvorki þá né í framtíðinni. Svo ég sleit sambandinu, sem var mjög erfitt en í dag er ég svo þakklát og fegin að hafa gert það. Ég hef unnið mig út úr þessu og líf mitt er miklu betra og innihaldsríkara í dag en það var á þessum tíma. Hugsaðu þér að hann komst upp með að halda framhjá þér í heilt ár. Heilt ár án þess að þú vissir nokkuð. Er eitthvað sem bendir til þess að hann sé hættur þessu ? Mér finnst það nú ekki fyrst að síminn heldur áfram að hringja...
Sambönd ganga ekki upp ef að það er ekki traust til staðar. Algjörlega óþolandi þessi tilfinning, nagar mann að innan og óhamingjan og óöryggið kraumar undir niðri.

Komdu heim, kúpplaðu þig frá honum í guðanna bænum. Þú átt eftir að vera í miklu betri sporum ef þú gerir það. Been there, done that !! Það er erfitt en þú átt bara svo miklu meira og betra skilið. Ég sagði við sjálfa mig í sífellu að ég ætti líka rétt á að vera hamingjusöm í þessu lífi og það að ég get og vil gera allt til að svo verði. Og það getur þú líka...

kv
3d

rúsínubolla | 6. júl. '05, kl: 13:17:22 | Svara | Er.is | 0

Stórt knús frá mér til þín.
Ég hef ekki reynslu í svona málum, en ég held að þú finnir svarið í hjartanu þínu.

_____________________________________

##### Ég á bestu dóttir í heimi. #####

_____________________________________


http://www.barnaland.is/barn/36514 Nikkasíða barnalands.

assange | 6. júl. '05, kl: 13:23:44 | Svara | Er.is | 0

Ég hef lent í því að það var haldið framhjá mér- það var hrikalegt. Reyndar kom síðar í ljós að það var blessun í dulargervi... því hann var fífl og ég átti miklu betra skilið og í dag á ég besta mann í heimi.

Hann á þig ekki skilið það er alveg greinilegt...held maður geti aldrei fyrirgefið svona alveg- er það ekki bara meira að pína sig til þess að lifa með þessu, þú ólétt og með lítið barn.

Ég myndi ekki treysta honum- traust er áunnið og hann er aldeilis ekki búinn að vinna fyir því. Ég veit að þú ert í ömurlegri aðstöðu- en ég held að þú þurfir bara smátíma til þess að átta þig á hlutunum, síðan áttu eftir að finna e-n styrk til þess að gera það sem þú þarft að gera fyrir sjálfa þig og börnin þín.

Gangi þér vel og ekki láta vaða yfir þig á skítugum skónum- þú þarft ekkert á honum að halda, getur alveg séð um þig og börnin þin sjálf. Það á enginn svona skilið. Ég ætla að láta það vera að segja þér hvað mér finnst um manninn þinn- þú veist það svo sem alveg sjálf

skéssa | 6. júl. '05, kl: 13:32:09 | Svara | Er.is | 0

Æi mig langar bara að senda þér knús og enn meira knús og smá slurk af knúsi ofan á það :Þ

Það er mjög auðvelt að segja "ég myndi aldrei fyrirgefa svona" eða "farðu bara heim" en ég held að þeir sem segi það hafi aldrei lent í svona. Ef þú elskar hann, ert tilbúin að fyrirgefa honum og vinna í ykkar málum (það verður sko hörkudjobb) þá alls ekki fara heim núna. Að flýja er ekki lausn finnst mér.
Ég komst að því fyrir 2 árum að ég átti systur sem er 3 árum eldri en ég. Og þá kom upp úr kafinu að pabbi hafði átt viðhald í 2 ár, þarna áður en ég fæddist (mamma vissi af þessari systur minni)!!! Mamma og pabbi voru næstum því skilin en mamma ákvað að gefa honum sjens. Hún hefur lagt mikla áherslu á að það sé það besta sem hún gerði. Hann gerði þetta ekki aftur, og hún sagði að þau hafi í raun átt bestu árin saman eftir að þetta gerðist, og hún hefði ekki viljað missa af þeim.
Það eru til menn sem að falla í þessa gryfju aftur og aftur og aftur, en svo eru til menn sem ná að koma sér upp úr henni fyrir fullt og allt.
Svo er bara þitt að ákveða, viltu fyrirgefa honum og búa með honum áfram, þetta mun sennilega hanga lengi yfir ykkur og allt það, en ef þið virkilega elskið hvort annað þá er þetta yfirstíganlegt, farið til ráðgjafa og vinnið í ykkar málum, ef það er það sem þið viljið.

Felis | 6. júl. '05, kl: 13:49:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Helduru að þú eigir nokkurn tíman eftir að heyra síman hans hringja án þess að velta því fyrir þér hvort að hann sé að halda framhjá? Helduru að þú eigir eftir að geta heyrt að hann hafi fengið sms án þess að velta því fyrir þér hvort hann sé að halda framhjá? Þegar þið eruð aðskilin í einhverntíma áttu þá eftir að treysta því að hann sé þér trúr? Ef þú heldur að þú getir treyst honum aftur það vel að það geti einhver kona spurt um hann og neitað að gefa upp nafn án þess að þú farir í kerfi þá ætla ég rétt að vona að hann sé traustsins verður, en ef þú sérð ekki fram á að geta byggt upp þetta traust þá verðuru að fara frá honum. Þá skiptir ekki máli hvort hann er í raun traustsins verður eða ekki, ef þú finnur það ekki í þér að geta treyst honum þá er ekki neinn grunnur fyrir sambandi lengur. Það er virkilega skemmandi fyrir manneskju að vera í sambandi þar sem ríkir ekki traust, það er lítillækandi, það eyðileggur sjálfsmyndina. Þú hefur skyldum að gegna gagnvart börnunum þínum, þau þarfnast þín sem þokkalega heilstæðrar manneskju. Þeirra vegna verðuru að gera það sem er best fyrir þig, þannig hagnast þau mest.
Vonandi gengur þér vel að vinna úr tilfinningum þínum, vonandi gengur þér vel að ákveða hvað þú ætlar að gera...
Felis

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

goada | 6. júl. '05, kl: 14:02:17 | Svara | Er.is | 0

Ég vildi óska þess að koma til þín og krúsa þig.
Þetta er ekki falleg af manninum þínum.
Ef ég væri þú og ég mundi bara að sparka honum út úr dyrnar og segja BÆ.

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 14:05:42 | Svara | Er.is | 0

Takk enn og aftur.

En Það er eitt sem ég er ánægð með, hann notar ekki gsm síma og fær því aldrei hringingar eða sms sem ég veit ekki af.
Hann tekur stundum simann minn ef hann fer eitthvað sem ég gæti þurft að ná í hann eða hann í mig.
Það er 1 stig af trausti finnst mér.

En ég veit að þessi kona er móðursjúk og var allsekki að sætta sig við að hann hafi hafnað sér fyrir mig.

Ég gæti líka alveg trúað að hún sé að fá vinkonur sínar til að hringja og reyna að skemma fyrir okkur.

En maðurinn minn hringdi núna úr vinnunni og ég spurði hann út í þetta, að það hafi einhver hringt og ekki viljað segja mér nafn hennar.

Hann varð frekar hissa, og sagðist ætla að hringja í númerið þegar hann kæmi heim (númerið sást á númerabirtinum).

Þannig að ég bara bíð núna og athuga hvað verður.

Það er satt, þetta gjörsamlega étur mann að innan og sjálfsálitið og traustið fer niður í -100.

Mér finnst ég t.d núna ekki líta nógu vel út, held hann sækist eftir annari afþví ég er ekki nógu perfect. En það þarf ekkert endilega að vera þannig.
Þetta eru bara hugsanir sem koma upp sjálfkrafa, eftir að hafa lent í svona.

Hvað gerði ég rangt til að hann fór að sækjast í annan kvennmann,
hvað er öðruvísi við okkur,
hvað þarf ég að gera til að hann hugsi allsekki um að leita eftir öðru. o.s.fv..

:'(

GoldBullion | 6. júl. '05, kl: 14:18:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stórt knús!!!!!!!! endilega segðu okkur hvað hann segir ef að þú vilt auðvitað!!!!

Hughreystingar kveðja frá mér!

>>>>If loving you is rong, i dont want to be right<<<<

Allegro | 6. júl. '05, kl: 14:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

O hvað ég finn til með þér, sérstaklega þar sem þú býrð erlendis.

Fyrirgefning er ferli, ekki skyndi ákvörðun. Það tekur oft langan tíma að byggja upp traust aftur og það er mikil vinna sem báðir aðilar þurfa að takast á við. Á meðan eru skyn og skúrir og ekkert óeðlilegt að sá svikni upplifi sig í vafa.

Persónulega mundi ég leita til ráðgjafa. Góður ráðgjafi er snillingur í að fá fólk til þess að opna sig. Eins er ekki eins auðvelt að sitja fyrir framan ráðgjafa og skálda sögur og fögur fyrirheit. Þá fáið þið líka ákveðið aðhald, þ.e ákveðinn tíma til að tjá ykkur og vinna í að byggja upp sambandið. Oft byrjar fólk að ræða málin fram og til baka og síðan ekki söguna meir nema þegar eitthvað kemur upp á. Það er mikilvægt að allt sé á hreinu þegar fólk ákveður að takast á við það að byggja upp samband eftir svik, eins ef aðilar kjósa að skilja.

Það er ljóst að þessi kona sem hann var að halda við er ekki sátt og hefur líklega ekki sagt sitt síðasta. Getið þið reynt að greiða henni þetta lán í von um að hún jafni sig fyrr?

Vinkona mín stendur í forræðisdeilu úti í USA og það er sko ekkert grín.

Farðu vandlega yfir það aftur hvort það sé ekki einhver aðili sem þú getur tjáð þig við. Í svona aðstæðum þarf maður á góðum vini að halda :)


assange | 7. júl. '05, kl: 16:43:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gerðir ekkert - það er HANN sem gerði þetta. Það er ekkert að þér.. ekki neitt

MoonBootZ | 6. júl. '05, kl: 14:08:34 | Svara | Er.is | 0

Úff úff stórt knús til þín.

Þetta er sennilega ekki mjög góð aðstaða sem þú ert í núna, en ég mundi hugsa mig vel og vandlega um hvað þú ættir að gera.
Ekki gera eitthvað sem þú mundir kannski sjá eftir seinna meir.

Endilega opnaðu þig eins mikið og þú getur við manninn þinn, og segðu að þið börnin eigið ekki skilið að það sé komið svona fram við ykkur.

Knús knús

Kveðja,
··MoonBootZ··

Kiss your children goodnight,even if they are already asleep
¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤

Ráðfríður Rugludolla | 6. júl. '05, kl: 14:43:08 | Svara | Er.is | 0

Ég sendi þér risastórt knús vinan................ég ætla ekki að gefa þér nein ráð eða koma með neinar reynslusögur - ég hef aftur á móti verið í þínum sporum og það er ekki gaman :-(
Ef þú vilt vita eitthvað meira þá máttu senda mér skilaboð.

*komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig*

Golda Meir | 6. júl. '05, kl: 15:02:34 | Svara | Er.is | 0

Ég veit hvernig þér líður og ég finn svoooo til með þér. *kram*. Sendi þér styrk og hlýju...öll reynsla, bæði góð og slæm er dýrmæt, mundu það. Þetta er lærdómur.

_____________________________________________________________
Don't be humble, you're not that great.

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 18:01:24 | Svara | Er.is | 0

Jæja þá erum við búin að ræða saman.

Hann kom heim og ég sýndi honum númerið sem hafði hringt. Hann tók upp tólið og hringdi í númerið. Þá kom í ljós að þetta var sú sama, og hann spurði hana afhverju hún væri ennþá að hringja í hann og afhverju hún gat ekki komið hreint fram við konuna sína í símann og sagt henni hver hún væri.

Þá sagðist hún ekki hafa viljað skapa nein vandamál, vildi bara athuga hvort hann gæti borgað henni eitthvað af peningnum til að hún gæti borgað lánið sem hún tók til að lána honum þennan pening.
Hann hefur alltaf sagt við hana að hann mun borga henni um leið og hann á það til. (það er bara hann sem vill vera heiðarlegur og borga henni til baka, það var enginn samningur um að hann ætti að borga þetta til baka, heldur vill hún bara að hann borgi sér afþví að hann vildi síðan ekkert með hana hafa).

En hann sagði henni nú aftur, að um leið og hann á fyrir því þá mun hann borga henni, hún gæti hætt að hringja þangað til.


Svo spyr ég svona sjálfa mig, ætti hann að borga henni þennan pening?
Eða ætti hann bara að hundsa hana og ekki borga henni, þar sem var enginn samningur um að borga til baka?

Mér finnst að hann ætti ekki að borga henni, bara too bad for her að lána honum þennan pening, vitandi að hann ætti konu og barn.

En svo hugsa ég líka þannig að ef hann borgar henni þá mun hún væntanlega láta okkur í friði eftir það, eða hvað! Maður veit aldrei. Hún er nú svo móðursjúk að ég gæti alveg trúað henni til að hætta ekki, þó hún væri búin að fá peninginn.

Gunnýkr | 6. júl. '05, kl: 18:03:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst að hann eigi að borga henni. Lán er lán.

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 18:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var samt í rauninni ekki lán.
Ég spurði hana afhverju hún hafi "lánað" honum þetta í fyrstu,
þá sagði hún, að þau voru í svokölluðu "sambandi" að hún hélt, og honum vantaði þetta og hún í rauninni bauðst til þess að lána honum þetta.

í rauninni lét hún hann fá þennan pening til að hann komi heim frá heimalandi sínu um jólin, því hún saknaði hans. (samt án þess að hann bað um)

En hann notaði hann ekki til þess, heldur til að borga fyrir okkur hingað.

Gunnýkr | 6. júl. '05, kl: 18:11:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en finnst þér samt ekki ömulegt að viðhaldið hans eigi eitthvað inni hjá honum.
Meiri líkur á að hún haldist inni í ykkar lífi.

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 18:15:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú reyndar.
Ég er bara ekki að þola að hann borgi henni þegar við eigum bara rétt um þessa upphæð fyrir okkur sjálf.
Frekar þegar við erum komin mjög rúmlega yfir upphæðina, þá væri það kannski í lagi.
En á meðan við erum að reyna að byggja okkur upp peningalaga séð, og þetta bætist ofaná, þá er ég ekki alveg að meika þetta.

þarbaraþú | 6. júl. '05, kl: 18:08:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst ekki spurning að hann eigi að borga henni til baka þó það sé enginn samningur til, ég meina, maður gerir ekki samning ef maður lánar kærastanum sínum pening.
Ég hef það allavega sem prinsip að borga alltaf allt sem ég skulda, sama hversu mikið eða lítið, mér finnst það bara alveg sjálfsagt og ég tala nú ekki um í þessu tilfelli ef þið viljið losna við hana úr ykkar lífi. Og þetta hlýtur nú að vera einhver upphæð fyrst hún þurfti að taka lán fyrir þessu...

*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*♥*

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 18:11:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var um 250 þúsund

skvizz | 6. júl. '05, kl: 18:16:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

borga og tha losnardu vid hana....annars senda einhvern ohugnanaleg og lesa yfir hausamotunum a henni...sorry manni bara bløskrar hvad hun er bilud!!!!!!

kramiz | 6. júl. '05, kl: 18:18:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst að hann ætti að láta hana fá peninginn.... þá getur hún horfið úr ykkar lífi for good....
er þetta svo mikið að þið ráðið engann veginn við að borga eða??

~~~ þriggja barna móðir ~~~

Elvíra | 7. júl. '05, kl: 16:06:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að sjálfsögðu borgið þið konunni peninginn, samningur eða ekki samningur!
1) hún lánaði honum pening, þó svo að ekki hafi verið gerður skriflegur samningur.
2) Borga til a ð losna við hana.

Getið þið ekki bara tekið yfirdrátt og losnað við hana for gúd?? Veit það er dýrt,og ráðlegg vanalega ekki slíkt, en í svona málum finnst mér meira liggja á að bjarga geðheilsunni. Fyrsta skref er að losna við þessa konu.

*Tannálfurinn* | 6. júl. '05, kl: 18:14:36 | Svara | Er.is | 0

Peningurinn gefur henni tak í ykkar sambandi.

Ef þið borgið henni þá hefur hún engar afsakanir að vera að hafa samband við hann.

Ef þið viljið losna við hana þá borgið þið henni peninginn...fínídó



~ ♣ ~ ~ ♪ ~ ~♥~ Kveðja Tannsi ~ ♣ ~ ~ ♪ ~ ~♥~


۞ ENGILL BARNALANDS *HÓST* ۞



~ Pisssssssssst BEWARE ég get verið sleipur lítill skratti ~


*upplýsingafulltrúi ógisslegaHOTskiluruKlÍKUNAR*



Blogg: www.123.is/crazyfroggy/

skvizz | 6. júl. '05, kl: 18:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

meina senda ohugnanlegan gæja til hennar og ræda vid hana....

stelpuskott | 6. júl. '05, kl: 18:23:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sko ég vil ALLS EKKI vera leiðinleg.. en þú segist vera gengin 7 mánuði en um jólin voruð þið búin að vera frá hvort öðru um 2 mánuði passar það alveg??
(ég sjálf varð ófrísk í jan og er komin rétt um 6 mán) finnst þetta ekki alveg passa.. kannski er ég bara svona klikk.. :o/

annars hef ég enfin ráð fyrir þig..

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 18:27:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég varð ólétt í desember, fór svo til íslands og komst að því þar.
Kom svo hingað í febrúar.
Núna gengin um 7 mánuði.

stelpuskott | 6. júl. '05, kl: 18:29:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en voruð þið ekki búin að vera aðskilin í 2 mán þegar þú fattaðir óléttuna og hringdir út um jólin??? ( spyr bara svona til að ég botni í málinu..)

smusmu | 6. júl. '05, kl: 18:31:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef þú lest þetta aftur þá sérðu að hún kom til landsins fyrir jól og var hér fram í febrúar sem eru þessi 2 mánuðir sem hún er að tala um.

stelpuskott | 6. júl. '05, kl: 18:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok.. sorry... vildi bara fatta þetta..

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 18:34:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

" Um jólin vorum við frá hvort öðru í 2 mánuði, ég með dóttur okkar á Íslandi og hann í heimalandi sínu.
Það var þá sem ég uppgötvaði að ég væri ófrísk, og lét hann því vita í gegn um síma. Við vorum bæði
mjög ánægð með það. "

Það kemur hvergi fram hvenær ég uppgötvaði óléttuna. Bara að við vorum frá hvort öðru frá þorláksmessu til febrúar.

Uppgötvaði hana þegar ég var komin um mánuð á leið.

GoldBullion | 7. júl. '05, kl: 15:50:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

akkúrat þetta er allveg rétt hjá þér! :D

>>>>If loving you is rong, i dont want to be right<<<<

en þá | 6. júl. '05, kl: 18:40:42 | Svara | Er.is | 0

hoolahoopie mér finnst þú alveg svakalega sterkur karakter! Veit alveg að þetta er ógeðslega erfitt, en það er greinilegt að þú ert kona sem kallar ekki allt ömmu sína. Gangi þér vel og ég vona að þetta eigi eftir að lagast hjá ykkur og að kallinn þinn geri sér grein fyrir hvað hann er heppinn að eiga þig.

Í samb. við peninginn AUÐVITAÐ borgið þið henni hann, það er best fyrir þig og alla að vera laus við gelluna úr ykkar lífi. Og svo er ekkert kúl að hafa lifað á peningum viðhaldsins-þú getur ímyndað þér hvernig hún og vinkonur hennar blaðra um það. Maður á alltaf að reyna að halda kúlinu;)

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 18:43:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er held ég satt hjá ykkur.
Held ég ætti að samþykkja það að hann borgi henni.

Honum dauðlangar að borga henni, til að losna við hana úr okkar lífi.

Ég er sammála því, ÞEGAR okkar peningamál eru komin í lag. Þá finnst mér í lagi að fara hugsa um að borga henni.
Þið skiljið mig vonandi

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 18:44:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk alveg æðislega fyrir hrósin, knúsin og svörin.
Þau eru mér mikils virði. Það var gott að geta komið þessu frá sér einhvern vegin, því ég hef ekki getað sagt neinum frá þessu.

Pínupons | 6. júl. '05, kl: 18:45:55 | Svara | Er.is | 0

Sæl, mig langaði bara að gefa þér knús og senda þér smá styrk, þér veitir allavega ekki af honum. En þú verður að taka ákvörðun fyrir þig.

Gangi þér vel.

BarnagælanGóða | 6. júl. '05, kl: 18:48:40 | Svara | Er.is | 0

Vá,
ég er búin að búa í útlöndum síðan í ágúst á síðasta ári og það hefur verið rosalega erfitt og einmannalegt á stundum, ef eitthvað svona hefði komið upp hefði ég pottþétt fariði beinustu leið heim aftur til að fá stuðning þar. Sérstaklega ef ég ætti enga vini í hinu landinu.

Hefuru spáð í að flytja aftur heim? Einhvern veginn finnst mér að það væri kannski betra fyrir þig í stöðunni að vera einhvers staðar þar sem þú hefur meira fólk að tala við og betra stuðningsnet, sama hvað gerist með manninn þinn, hvort sem þú fyrirgefur honum eða ekki, muntu þurfa á stuðningi að halda.

Móðir með margra ára reynslu af barnauppeldi og öllu því sem viðkemur tekur að sér að passa börn á þeirra eigin heimilum þegar pabbi og mamma vilja skjótast út.
Frábær lausn í staðinn fyrir að senda þau alltaf til ömmu og afa að gista.
Skjótist út! Ég kem mér sjálf til og frá og börnin eru í frábærum höndum!

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 18:58:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég væri í raun löngu flutt heim ef ég mundi ekki elska hann svona mikið.
Þetta er það eina sem hefur farið úrskeiðis í okkar sambandi, þannig að ég vil í raun ekki bara hlaupa burt og kannski sjá svo eftir því.
Vil frekar bíða og sjá hvort hlutirnir lagist ekki, ef ekki þá mun ég láta þetta enda.
En ef ég væri alltaf að lenda í þessu aftur og aftur, þá væri ekki spurning hvað ég mundi gera.
En hann hefur sýnt okkur barninu mjög mikla ást og hlýju frá upphafi þannig að ég læt það segja svolítið líka.

BarnagælanGóða | 6. júl. '05, kl: 19:08:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndi hann ekki vilja flytja heim með þér?

Móðir með margra ára reynslu af barnauppeldi og öllu því sem viðkemur tekur að sér að passa börn á þeirra eigin heimilum þegar pabbi og mamma vilja skjótast út.
Frábær lausn í staðinn fyrir að senda þau alltaf til ömmu og afa að gista.
Skjótist út! Ég kem mér sjálf til og frá og börnin eru í frábærum höndum!

1976 | 6. júl. '05, kl: 19:06:27 | Svara | Er.is | 0

***Vonandi fer þetta allt vel***
Voða erfitt að ráðleggja í svona málum. Held að þú ættir bara að reyna að ræða við hann og fá hann til að segja þér hvaða stelpa þetta sé sem er að hringja í hann. Þú hefur fullan rétt á að vita það.

Gangi þér rosa vel bæði með þetta mál og litlu krílin þín :0)

Kveðja
Koda

hoolahoopie | 6. júl. '05, kl: 19:11:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann mundi vilja flytja þangað seinna, en ekki eins og stendur.
Ekki fyrr en hann er búinn að læra hérna, og vinna.

Þannig að ég bara bíð þangað til.

sulfi | 6. júl. '05, kl: 19:10:49 | Svara | Er.is | 0

*Stórt knús*

ég veit ekki alveg hvað ég myndi gera, held ég myndi fríka úr hræðslu við að vera ein með lítið barn og ólétt í þokkabót. En myndi svo hugsa skírt þegar versta sjokkið væri yfirstaðið og farið frá honum. ég gæti ekki haldið áfram í sambandinu, það á aldrei eftir að verða eins eftir svona. Þetta er algjört eitur í sambandið. Ég yrði aldrei hamingjusöm aftur með manni sem hefði gert mér þetta.

En það er ég... og við erum mjög líklega ekki eins.
ég bara vona að þú finnir lausn sem virkar vel fyrir þig og börnin þín.

ansapansa | 6. júl. '05, kl: 19:22:42 | Svara | Er.is | 0

Þú færð alveg risastórt knús frá mér. Gangi ykkur vel að koma lífi ykkar í gott horf aftur. Ég er svo fegin fyrir þína hönd að þetta var sama kellingin og (vonandi) að kallinn sé ekki að halda fram hjá aftur. Trúðu mér, mistök gerast hjá öllum og flestir læra af þeim. Ég óska ykkur alls hins góða í lífinu og vonandi vinnið þið úr þessu.

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

Felis | 6. júl. '05, kl: 21:37:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski getið þið byrjað á því að borga hluta af þessu láni til baka, 250 þús er svoldið stór biti til þess að borga svona einn-tveir og þrír, en ég held að þið verðið að borga þetta til baka. Betra fyrr en seinna.
Gangi ykkur vel
Felis

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Blesen | 6. júl. '05, kl: 21:52:19 | Svara | Er.is | 0

VÁÁÁÁ...get því miður ekkert sagt nema bara *knús-knús-knús* og gangi þér sem allra allra best!!

Happy happy ;O)

ÁST A | 7. júl. '05, kl: 16:04:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úfff ég get eiginlega líka bara gefið þér knús!!!
það er auðvitað mjög auðvelt að segja bara að hann sé ógeðslegur og allt það en það er ekki eins auðvelt þegar maður lendir sjálfur í raununum...

sjálf hefði ég líklega ekki getað fyrirgefið þetta þar sem ég á sjálf erfitt með að treista án þess að eithvað hafi komið fyrir... ég mundi ekki geta treyst honum og yrði mjög tortrygginn í hans garð sem yrði til þess að sambandið væri ekki gott... en vonandi er þetta bara ekki neitt ef þú villt vera með honum eftir þetta... vonandi er þetta bara búið...

Ploverly | 7. júl. '05, kl: 16:39:03 | Svara | Er.is | 0

Því miður get ég ekkert ráðlagt þér en ég sendi þér risaknús.

*********

hello.kitty | 7. júl. '05, kl: 16:56:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg get ekki ráðlagt þer neitt þvi eg hef ekki lent i svona, en eg veit bara það að eg gæti ALDREY svona fyrirgefið svona, hef sko oft hugsað uti svona. eg get samt gert eitt.... það er að senda þer *HUGE KNNNNNÚÚÚÚSSSSS*

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 3.6.2024 | 10:59
Game stöðin cheap 23.11.2009 3.6.2024 | 08:09
Ristilpokar leigan 19.6.2023 2.6.2024 | 15:10
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023 2.6.2024 | 14:07
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 2.6.2024 | 11:55
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 2.6.2024 | 10:54
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023 2.6.2024 | 09:19
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 2.6.2024 | 07:52
Hver verður næsti forseti ? cambel 2.6.2024 2.6.2024 | 03:35
IPTV áskrift mæli með KalliGusta 2.6.2024
IPTV Áskrift Mæli með iptvaskrift 20.12.2021 1.6.2024 | 20:45
Ástþór með á móti ? Zjonni71 17.5.2024 1.6.2024 | 15:36
vélindakrampi heida4 21.11.2008 1.6.2024 | 14:04
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024 31.5.2024 | 21:23
Skartgripir bellabjork33 22.5.2024 31.5.2024 | 17:15
Fortjald unnur93 30.5.2024
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 30.5.2024 | 14:09
Selja Gull merida 15.6.2023 30.5.2024 | 13:43
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023 30.5.2024 | 13:15
New York Ròs 18.4.2024 30.5.2024 | 08:23
Enjoyable experiences with Uno Online! Hemoni 30.5.2024
Playing Uno Online is a thrilling adventure! Hemoni 30.5.2024
Varðandi netgiro Gio87 29.5.2024 30.5.2024 | 01:26
Jafnvægistruflanir... KilgoreTrout 14.6.2011 28.5.2024 | 16:35
Bæklunarlæknir fyrir hnjáliðaskipti. gamlinn 17.5.2024 28.5.2024 | 06:44
Review IO Games kanelime 28.5.2024
New York Ròs 22.5.2024 28.5.2024 | 01:37
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 28.5.2024 | 01:34
Hunda og kattahótelið - hvernig er það? Chacha 27.5.2024
Mjög hættulegur frambjóðandi ! Zjonni71 9.5.2024 27.5.2024 | 19:55
Monkey Mart: Test your reaction ability! Halvorson 27.5.2024
Rjómasprautur... órækjan 26.12.2009 27.5.2024 | 04:12
Temu kdm 25.5.2024
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 23.5.2024 | 16:35
Happy supermarket trantow 22.5.2024
Gjafakort IKEA batomi 19.5.2024 21.5.2024 | 01:01
rjómasprautur með gashylki nerd 18.6.2005 20.5.2024 | 03:57
Game boy leikir hvar? Berglindg 3.12.2007 20.5.2024 | 02:55
Rafmengun; Rafsegulsvið alfalfa 19.2.2010 20.5.2024 | 01:11
Gjafakort IKEA batomi 19.5.2024
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 17.5.2024 | 20:30
Plágur úr biblíunni ! Zjonni71 14.5.2024 16.5.2024 | 19:46
Samfestingurinn/Samfés billabong 3.3.2012 16.5.2024 | 09:27
Do you know octordle game online? Sila11 16.5.2024 16.5.2024 | 09:26
Milliblæðingar- ein hrædd AG1980 15.5.2024
Grenitré fræ DooaDiddly 15.5.2024
Game bird terrine????? sigrunf 18.10.2009 14.5.2024 | 12:46
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 14.5.2024 | 08:30
Have You Ever Taken an Enneagram Test? jasperwilde09 14.5.2024
Cenforce 50mg: Most Amazing ED Solution For Men camilajohnson 14.5.2024
Síða 1 af 50246 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, annarut123, Paul O'Brien, Hr Tölva, Bland.is, Guddie, tinnzy123, paulobrien