Veikindi foreldris, áhrif á börn.

fálkaorðan | 13. okt. '15, kl: 22:20:21 | 464 | Svara | Er.is | 0

Börnin mín eru mjög meðvituð um bakverki. Ég veit að ég geri lítið úr veikindum mínum gagnvart börnunum og dreg almennt vanlíðan mína saman í að mér sé illt í bakinu. Riddarakrossinn er lílka níverið búinn að vera slasaður í baki en það er liðið.


Eldribörnin 5 og 3 ára eru mjög meðvituð um að meiða mig ekki og sá 3 ára er alltaf að tala um að hann geti ekki hitt og þetta af því að honum sé illt í bakinu. Það er frekar frá því að pabbinn var slasaður, ég er meira í að segja ekki hanga í handleggjonum á mér það er vont.


Hvernig get ég fyrirbyggt að þau alist upp með það að verkir séu normal ástand og að þau leiti sér ekki lækninga þjásit þau af verkjum?

 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 13. okt. '15, kl: 22:28:58 | Svara | Er.is | 0

Já ok út um allt. Enbeisiklí. Hvernig kem ég í veg fyrir að veikindi mín skaði börnin fyrir lífstíð?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Steina67 | 13. okt. '15, kl: 22:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Veikindi mín í gegnum mína ævi hefur ekki skaðað mín börn neitt, en veikindi hafa jú áhrif á börnin.  En þú heldur áfram að segja orminum að þér finnist vont að láta hanga í handleggjunum á þér af því að það er vont, ekki af því að það fer illa í bakið á þér. Þú gætir þurft að endurtaka það nokkuð oft.
´
Ég ákvað það að þó að maðurinn minn væri leigubílstjóri og keyrði oft um helgar hér áður fyrr að þau þyrftu að læðast um húsið af því að pabbi væri sofandi, eða þá að við gætum aldrei gert neitt um helgar því að pabbi þyrfti að sofa.  Pabbinn þurfti bara að læra líka að geta sofið þó börnin væru að leika sér heima, ekki með einhverjum látum en bara eðlilega, alveg eins og ég vandi börnin mín frá fæðingu við öll heimilishljóð og ég ryksugaði hiklaust þegar þau voru sofandi í vöggu eða hafði hljóð í sjónvarpinu.  Eins fórum við bara út um helgar og gerðum það sem okkur langaði til hvort sem pabbinn kæmi með eða ekki.


Meðan þú ert ekki hlaupandi alsber um hverfið eða strippa upp á eldhúsborði í tíma og ótíma að þá er þetta nú í góðu lagi.  Svo koma svona tímabil þar sem þau apa allt upp eftir manni, verða eiginlega bara hermikrákur en það gengur oftast yfir.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Degustelpa | 13. okt. '15, kl: 23:22:09 | Svara | Er.is | 0

Hef oft hugsað þetta sama, á reyndar bara 1 2 ára sem er ekkert farinn að hugsa svona. En hann er strax búinn að læra að mamma heldur ekkert alltaf á sér þegar hann þarf. ég er t.d. líklegri til að setjast á gólfið til að tala við hann þegar hann biður mig um að taka sig en pabbinn. Eins á morgnanna þá vekur hann mig kannski fyrst, aðalega því ég sef upp við hann á morgnanna ef hann kemur upp í, en fer svo til pabba síns og biður hann um að koma fram.


En annars hef ég ekki svör við þessu. Bara ekki gera lítið úr kvörtunum barnanna, því þau geta alveg verið með vandamál þó það lýtur út fyrir að vera bara þykjustunni og athyglissýki. Mamma hélt það um mig enda hætti ég að tala við hana um verkina mína og fór til gigtarlæknis þegar ég var 18 ára

fálkaorðan | 14. okt. '15, kl: 09:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég hundsa aldrei kvartanir þeirra og geri hluti eins og að setja plástur á höfuðverk ef þess þarf. Ég er einmitt alin upp í því að harka allt af mér og því að mamma sé alltaf með verki. Fór ekki til læknis fyrr en ég var búin að ganga gjörsamlega fram af mér.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bogi | 13. okt. '15, kl: 23:28:05 | Svara | Er.is | 0

Er þetta ekki svolítiíð tvíeggja sverð - það á ekki að harka af sér út í hið óendanlega en það á heldur ekki að vera með einhverja heilsubresti á heilanum og vera stöðugt að hafa áhyggjur af einhverju því tengdu.


Ég myndi halda að reyna að lifa lífinu sem "eðlilegast" og vera ekki endalaust að tala um veikindi geri börnunum þínum mesta gagnið. Og svo auðvitað að taka ábyrgð á sínum sjúkdómum, taka lyfin og gera allt sem hægt er til að lifa sem eðlilegast þrátt fyrir langvarandi og ólæknanleg veikindi.

fálkaorðan | 14. okt. '15, kl: 09:46:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég reyni sem mest að hafa hlutina eðlilega. Þau upplifa mig aldrei liggjandi í rúminu nema ég sé hreinlega með flensu. Ég nýti tímann á daginn þegar ég er mjög slæm og legg mig svo ég geti átt seinnipartinn með krökkunum. Ég passa mig líka að vera ekki að vekja athygli á því að ég sé verkjuð. Ég geri þetta líka þegar ég er mjög slæm af þunglyndinu, þá ligg ég allan daginn í rúminu en ríf mig upp og skelli á mig grímunni gagnvart krökkunum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

bogi | 14. okt. '15, kl: 09:53:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svo er auðvitað alltaf hættan að þú reynir of mikið - af því að þú glímir við veikindi. Fólk sem er ekki með sjúkdóma verður líka þreytt og latt og nennir ekki neinu, liggur bara upp í sófa á laugardegi (rétti upp hönd) og les bók á meðan börnin leika með dótið sitt og fara út með vinum og svona :) Það er líka bara allt í lagi - alls ekki vera að setja á sig óeðlilegar kröfur.

Tengdapabbi minn hefur glímt við geðsjúkdóm síðan maðurinn minn var barn og það hefur vissulega haft áhrif. Hann er hins vegar ekkert skemmdur, en þetta varð til þess að hann átti enga föðurímynd, er í raun alinn upp af konum. Líklega hefði lífið orðið öðruvísi ef kallinn hefði ekki veikst eða ef hann hefði tekið meiri ábyrgð á sjúkdómum, kerfið verið betra á þeim tíma osfr. Það er bara ekki raunin. Verst finnst mér þetta gagnvart kallinum sjálfum, þó að þetta hafi tekið á börnin þá hafa þau lifað bara eðlilegu og hamingjusömu lífi. Kallinn hefur hins vegar aldrei náð almennilegri heilsu og horfir bara á sjónvarp og tengdamamma hefur haft sjúkdóminn hans hangandi yfir sér alla tíð.

Þannig að - hugsa um sína heilsu fyrst og fremst, og berjast við púkana sína. Það er erfiðast að horfa upp á foreldri detta niður í eitthvað svartnætti og gefast upp fyrir lífinu.

fálkaorðan | 14. okt. '15, kl: 10:10:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geng algjörlega of langt í því að láta veikindin ekki bitna á heimilinu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

alboa | 14. okt. '15, kl: 00:12:51 | Svara | Er.is | 0

Ég hef valið að vera frekar hreinskilin við mína en að reyna fela þetta. Minn sjúkdómur er svo sem öðruvísi og ekkert hægt að fela þegar allt fer í klessu en ég hef frekar kosið að tala við hana og vera bara hreinskilin (eftir þroska og aldri). Hún var farin að vera töluvert kvíðin í tengslum við sjúkdóminn en eftir að ég fór að tala meira við hana þá minnkaði hann mikið. Jú, minn sjúkdómur hefur áhrif á hana og hennar líf, það er ekkert hægt að komast hjá því. En ég er að reyna minnka þau áhrif eins og hægt er og vinna með áhrifin svo þau skaði hana ekki.


kv. alboa

alboa | 14. okt. '15, kl: 00:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veikindi pabba hennar eru hins vegar að fara verr í hana og ég þarf að fara finna betri leiðir til að tækla það. Sýnist hún vera sigla mjög hratt í meðvirknisgír með honum og það er þróun sem ég vil stoppa.


kv. alboa

fálkaorðan | 14. okt. '15, kl: 09:40:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef rætt vefjagigtina við þessa 5 ára. Var að útskýra fyrir henni að þó ég sé ekki að vinna að þá vinni mömmur svona yfir leitt. Hún var búin að búa sér til heimsmynd þar sem mömmur vinna ekki. Mamma bestu vinkonunnar er líka búin að vera heima vegna veikinda undanfarin 2 ár.


Eftir þetta þá hef ég líka verið dugleg að sýna henni að ég "vinn" á hverjum degi að myndlistinni. Svona upp á það hvernig hún og þau horfa á heiminn.


Ég er einmitt líka hrædd um að þau fari í meðvirknisgírinn með mig. Ég vil ekki að þau tipli á tánum í kringum mig eða biðji ekki um að fara í dýragarðinn af því að mamma er alltaf með verki. Þegar ég er slæm þá keyri ég bara hérna upp í garð með þau frekar en að neita ferðinni af þessum sökum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Snobbhænan | 14. okt. '15, kl: 12:09:57 | Svara | Er.is | 2

Það er oft talað um að langvinn veikindi foreldris geti haft mjög mikil áhrif á börn í uppvextinum þannig að þau séu útsettari f alls konar meðvirknihegðun og hugsunum.  Í þínum sporummyndi ég tala við e-n fagaðila, einmitt mtt þess hvernig mætti draga úr slíkum áhrifum.  Þau hjá Lausninni hafa hjálpað mér mikið. 

fálkaorðan | 14. okt. '15, kl: 15:31:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef einmitt rætt þetta við fagaðila, en krakkarnir stækka og þroskast svo hratt að það úreldist fljótt það sem rætt er um. Tek þetta upp með geðlækninum næst.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

solarorka | 14. okt. '15, kl: 15:07:57 | Svara | Er.is | 2

Mamma mín var (og er) veik. Hún var alltaf pirruð og í vondu skapi í minningunni. Þunglynd og persónuleikatrufluð. Það fokkaði mér alveg upp. Ég hef alltaf verið meðal annars rosalega meðvirk og fundist erfitt að treysta fólki.
Systir mín fór eiginlega verra útur þessu en ég. Mamma skilur ekkert í erfiðleikum hennar. "Það er nú ekki eins og mín veikindi hafi eitthvað bitnað á henni eða hennar æsku." Hún heldur í alvörunni að hún hafi verið bara alveg til fyrirmyndar í uppeldinu.

My point is. Þótt að þú haldir að þú náir að "fela" þetta æðislega vel þá eru krakka sjúklega næmir og klárir. Mér sýnist á því sem þú skrifar að þetta hafi þegar haft áhrif á þau.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nuddskóli Íslands í FÁ Superliving 30.4.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 30.4.2024 | 20:54
Alvarleg ógn sem engin vill ræða. Zjonni71 30.4.2024
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 30.4.2024 | 18:49
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 30.4.2024 | 18:35
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
Síða 1 af 48311 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Guddie, annarut123, Hr Tölva, Kristler, paulobrien, tinnzy123, Bland.is