verkir á pergotime

mena2511 | 22. mar. '15, kl: 09:53:27 | 143 | Svara | Þungun | 0

Hæhæ þið fróðleiksmolar

Ég var að byrja á fyrsta pergotime hring eftir dágott reynerí en hingað til hef ég ekki fengið jákvætt á egglosunarprófum en ákvað að prufa aftur með pergóinu. Ég tók inn töflurnar á 4 degi tíðarhrings í 5 daga. Í dag er 16 dagur tíðarhringsins og ég er með þessa svakalegu verki í móðurlífnu, finnst það vera svona ca hjá vinstra eggjarstokknum. Lýsir sér eins og sárir stingir eða krampar af og til, vaknaði t.d í nótt af verkjum.

Ég hef ekki fengið ennþá jákvætt á egglosunarprófi en mín spurning er sú hvort e-h kannast við að hafa fengið þessa verki og hvort það er góðs viti, þ.e tókst þetta hjá ykkur með pergohjálp. Þætti ótrúlega vænt um að heyra reynslusögur um pergóið og hvort egglos mætti ekki örugglega með þessum verkjum! hjá ykkur!?

Þessi endalausa óvissa gerir mann alveg vitlausa

Öll svör og fróðleikur vel þegið :)

 

stelpan69 | 22. mar. '15, kl: 10:21:07 | Svara | Þungun | 0

Sko ég tók pergó í 8skipti og ekkert gerðist :/ var þá hjá art ... Svo fór ég bara aftur til kvennsans míns og hann setti mig á Femar og er ég á fyrsta hring í því. Ég hef í rauninni oftast tíðahring undir 35dögum en þegar ég byrja að taka vítamín eða eitthvað þá virðist hann lengjast sem er stórskrýtið. En með verkina ef þú færð alveg hræðilega verki myndi ég nú láta kíkja á mig þar sem að maður getur nú alveg oförvast á pergó. En gangi þér rosalega vel og vonadi fer þetta að koma ;)

rokkrokk | 22. mar. '15, kl: 20:20:54 | Svara | Þungun | 0

Hefur þú farið í blóðprufu til að athuga hvort þú sért að fá egglos? Mæli með því.

nycfan | 24. mar. '15, kl: 09:39:17 | Svara | Þungun | 0

Ég hef fengið smá egglosverki fyrir egglos á pergó en ekki það mikla að ég vakni vegna verkja. Ég myndi heyra í lækninum sem lét þig fá lyfið til þess að vera viss um að ekki hafi átt sér stað oförvun eða eitthvað annað.
Það verður alltaf egglos hjá mér og pergó er notað til að halda hringnum nokkuð reglulegum en áður en ég fékk pergó fyrst þá lenti ég í því að það varð ekki egglos en eggjastokkarnir voru stútfullir af eggbúum og það var eitt það versta sem ég hef lent í. Ég lá öll kvöld með hitapoka á maganum og mátti varla hreyfa mig vegna verkja.
Heyrðu í lækninum þínum ef verkirnir eru meiri en bara vægir túrverkir

dumbo87 | 24. mar. '15, kl: 13:40:47 | Svara | Þungun | 0

ég hef fengið egglos verki og þeir hafa haldið fyrir mér vöku en þá hefur líka alltaf fylgt því jákvætt egglospróf.

------------------------------------------------------------------------------------------------
Er í Pollýönnuleik allan daginn, 7 daga vikunar, 52 vikur á ári.

Blandverjapepp og blandverjaknús eru æðisleg :)

44556677 | 24. mar. '15, kl: 14:04:36 | Svara | Þungun | 0

Ég fékk svaka egglosverki á Pergotime og egglospróf staðfestu það. Alveg það miklir að ég lá bara með hitapoka á mér með þeir voru hvað verstir. Ég varð og er ólétt eftir það og þetta var fyrsti Pergohringur :)

mena2511 | 26. mar. '15, kl: 22:05:59 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir svörin!! Verkirnir eru ekki svona slæmir núna :) Weza hvað voru þið búin að vera reyna lengi? Er svo mikið að vona að þetta hafi gegnið þennan hring er einmitt á fyrsta pergo

44556677 | 27. mar. '15, kl: 00:31:02 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Nei vorum ekki búin að reyna svo agalega lengi. Hringurinn var bara í rugli eftir pilluna og svo langt á milli blæðinga að erfitt var að fylgjast með egglosi, þannig að reyneríið var alls ekki neitt markvisst. Þegar ég nennti ekki að bíða eftir að þetta myndi lagast af sjálfu sér fékk ég Pergo sem virkaði svona glimrandi vel. Vona innilega að þetta takist hjá þér :)

ruggla | 30. mar. '15, kl: 10:26:44 | Svara | Þungun | 0

Hef samtals tekið 7 pergo skammta og orðið ólétt 2x. Fékk alltaf töluverða egglosaverki og jákvætt egglosapróf. Myndi því halda að þetta væri eðlilegt.
Egglosaverkirnir sem ég fékk minna helst á ristilkrampa!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4910 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123