Zik Zak ungbarnateppi

joven | 7. jan. '10, kl: 15:38:50 | 4737 | Svara | Handavinna | 0

Lumar einhver á uppskrift af zik zak hekluðu ungbarnateppi. sem er með litlum götum í sem sagt ekki alveg þétt ohh veit ekki hvort einhver skilur þetta en það koma eins og lítil göt efst á hverju horni :) Finn bara uppskriftir af hinsegin !

 

Assan | 7. jan. '10, kl: 21:02:47 | Svara | Handavinna | 0

Ég fitja upp ca 160 loftlykkjur geri 10 stuðla 2 loftlykkjur 10 sðuðla
hleyp yfir 2 loftlykkjur endurtek þetta síðan þannig að þetta eru 7 munstur ef munstur skildi kalla.

Assan | 7. jan. '10, kl: 21:27:31 | Svara | Handavinna | 0

Svona eru teppin sem ég geri, ef þetta er það sem þú varst að spyrja um.

nemi með meiru | 7. jan. '10, kl: 21:41:13 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Rosalega er þetta fallegt teppi!

ljósan | 8. jan. '10, kl: 11:51:58 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

mj flott.. hvaða garn ertu með og hvaða stærð af heklunál?

Assan | 8. jan. '10, kl: 13:56:54 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Ég er með ullargarn sem hún Gulla í handavinnubúðinni í Hveragerði
flytur inn og heklunál nr 3

sigurkj | 8. jan. '10, kl: 19:11:18 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Hvaða garn er það ??? Og hvað ferðu með mikið í teppið ef þú notar þessa liti (hve mikið af hverjum).
Þetta er rosalega fallegt teppi hjá þér og vel gert. Heklar þú eitthvað í kringum það líka eða hefurðu það bara svona ?

Walter | 29. des. '10, kl: 18:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Hvað er það sem gerir þetta bogna...svona upp og niður mynstur?

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

Þjóðarblómið | 29. des. '10, kl: 23:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Þrír stuðlar í einn til að fá toppinn og svo er hoppað yfir tvær lykkjur til að fá botninn.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Walter | 30. des. '10, kl: 00:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Aaaa ok - ég þarf einhvern tíman að prófa þetta.

________________________________________________________________
Frú Walter móðursystir

*Kolkumagzhuggywaltgolsskottforlifegrjonjúbbspain*

glámur | 7. jan. '10, kl: 23:28:12 | Svara | Handavinna | 0

http://www.femin.is/lnthreads_read.asp?post_id=394130&theme_id=1&parent_id=0&thread_id=520307&group_id=11

á þessum þræði er svona teppi
og svo finnuru eflaust svona ef þú gúgglar
baby blankets eða baby afghans

Lottus | 8. jan. '10, kl: 19:05:33 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Assan ... wow hvað þetta er fallegt teppi :) Ekki áttu uppskrift ef þessu ? Þessi uppskrift sem er á femin er ekki með þessum götum á eins og þetta heldur alveg þétt. Mér finnst þetta miklu fallegra sem Assan gerir :)

joven | 8. jan. '10, kl: 19:15:28 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Assan, ég sé að þú hefur sett inn hér að ofan hvernig þú gerir þetta en ég er soddan byrjandi í að lesa uppskriftir að ég skil þetta ekki alveg flisss :) Er séns að þú útskýrir þetta betur fyrir grænjaxla ? :)

Assan | 8. jan. '10, kl: 21:34:55 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Fyrirgefiði hvað ég svara seint, var að koma úr vinnunni.Garnið er frá Steinbach Volle og kallast jumbo það fæst bara hjá Gullu í Hveragerði.
Ég kaupi 4hvítar 2dökkar 2milli 2ljósar í þeim lit sem ég ætla að nota,
geri 6umferðir hvítar 2dökk 2milli 2ljósar svo 4hvítar svo koll af kolli og enda á 6hvítum umferðum.En hvernig ég geri þetta þá er þetta nú það auðveldasta sem maður heklar en bara að muna að fara aftan í lykkjuna þannig að það komi brún, ég hekla svo sokka eða dúllur í önnur teppi úr afgöngunum.Ég gleymdi að segja að fyrsti stuðullinn í umferðinni er 3 loftlykkjur . Hjálpar þetta nokkuð?

Lottus | 8. jan. '10, kl: 21:54:00 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Takk fyirr það :) var að byrja að fikta mig áfram og sýnist þetta bara nokkuð gott .. er bara með of "stíft" ullargarn og þarf að fara og finna eitthað mýkra og notalegra fyrir ungbarnateppi :)

glámur | 9. jan. '10, kl: 00:38:23 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

uuu ja ég gerði þessa sem er á femin, leiðréttinguna sko og hún kom út nákvæmlega eins og teppið hja Assan..

osko | 9. jan. '10, kl: 12:55:42 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Ég gerði svona úr tvöföldum plötulopa fyrir systurdóttur mína í hvítum og bleium og brún lit koma rosalega vel út.

Fjórða kríli | 29. des. '10, kl: 18:08:30 | Svara | Handavinna | 0

Veit gömul umræða EN hvaða garn er fallegt í þetta teppi? Er maður heila eilífð að þessu eða? Hvaða stærð af heklunál myndi maður nota?

Langar alveg ferlega að gera svona teppi :)

______________________________________
Veiti almenna lögfræðiþjónustu
https://www.facebook.com/LogfraedithjonustaIrisar

lifið | 30. des. '10, kl: 09:05:46 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Ég er búin með eitt eða tvö eða þrjú svona teppi. Fór bara og fan mjúkt og gott garn. Í fyrsta notaði ég kambgarn og hin bara það sem mér leist á í hvert skiptið. Notaði heklunál frá 3 og upp í 6 minnir mig :D

____________________________________________________
Litli rauðhaus mætt á svæðið

Fjórða kríli | 30. des. '10, kl: 19:39:04 | Svara | Fyrri færsla | Handavinna | 0

Já ég er byrjuð á svona teppi :) Keypti ullargarn í Europris sem heitir Superwash ullgarn sem mér líst ágætlega á :) Hlakka amk til að sjá hvernig það kemur út :) Er að nota heklunál nr. 3,5.

______________________________________
Veiti almenna lögfræðiþjónustu
https://www.facebook.com/LogfraedithjonustaIrisar

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
símynstruð peysa Skrúfa 22.3.2015 1.4.2015 | 07:08
Saumavélar Aditi 23.11.2014 31.3.2015 | 18:18
Saumavélakaup Aditi 17.3.2015 31.3.2015 | 18:05
Saumavél í viðgerð. Tepoki 28.3.2015 31.3.2015 | 18:04
Rauma 214-R Vantar blaðið sth165 30.3.2015 31.3.2015 | 17:07
Vettlingar Knitter 25.3.2015 29.3.2015 | 10:37
Fermingarkerti Hraunskart 22.3.2015
Frozen húfa Kúskur 20.3.2015 21.3.2015 | 22:42
frpzen húfa Kúskur 20.3.2015
Á einhver fataefni sem að vill selja ??? marceline 19.3.2015 20.3.2015 | 18:22
Lævirkjatrefill Knitter 19.3.2015 20.3.2015 | 03:30
að breyta farmers market mynstri hraðlestin 10.3.2015 18.3.2015 | 22:12
aðstoð með barnapeysu hraðlestin 9.3.2015 15.3.2015 | 16:55
Hestamynstur 847 25.11.2009 13.3.2015 | 10:53
Garn í skírnarkjól g.th 29.3.2010 9.3.2015 | 16:45
Lita svart efni grátt ? BmarT 6.3.2015 7.3.2015 | 23:04
Þeytivinda lindberge 5.3.2015
Looking for work MatMadura 4.3.2015
Munstur á Tight-fit peysu huldanordic 23.2.2015 4.3.2015 | 18:28
Lopapeysa Gunnjó 27.2.2015 4.3.2015 | 08:22
Steinaslípun kiddat 8.9.2011 3.3.2015 | 17:11
bangsa/dúkkuföt madda88 2.3.2015
Prjónastærð á prjónfestuprufu ovj 27.2.2015
Hestapeysa Gunnjó 27.2.2015
Bucilla .,., óklarað .,., viltu selja ? sossa03 21.11.2014 27.2.2015 | 09:29
Magic loop felagi 21.2.2015 25.2.2015 | 23:01
parketslípun 7817200 Parketslípun Reykjavíkur 22.2.2015
parketslípun 7817200 Parketslípun Reykjavíkur 22.2.2015
parketslípun 7817200 Parketslípun Reykjavíkur 22.2.2015
Prjónaðar buxur með skrýmslarass Chuahua 16.2.2015 18.2.2015 | 00:18
mæla sídd á peysu felagi 17.2.2015
Að sauma vögguklæðningu gulurrauður 16.2.2015 17.2.2015 | 11:54
búa til sápu :) hobbymouse 15.2.2015 16.2.2015 | 20:07
Spangir í Lífstykki/Korselett Andryela 14.2.2015 15.2.2015 | 16:14
Óska eftir að kaupa fataefni og föt ? marceline 15.2.2015
Hvar fást glansmyndabækur? LadyKisa 13.2.2015
Snið af lambúshettu dogo 12.2.2015
Prjónaðar ungbarnabuxur einstökást 12.2.2015
Fatalitur koalabjorn 11.2.2015
Stífelsi sprey ingvibs 23.1.2015 9.2.2015 | 22:06
Fangelsið og prjónar Angela in the forest 3.11.2014 7.2.2015 | 21:37
á einhver kembivél lorya 7.2.2015
Á einhver hringprjón númer 15 og vill selja?? blomið 7.2.2015
Hellingur af garni haddys 27.1.2015 6.2.2015 | 10:07
hvað er málið með spamið á þessum þræði? karamellusósa 19.1.2015 6.2.2015 | 10:05
þið saumavélakonur adrenalín 2.2.2015 5.2.2015 | 12:23
Hvað eru þið með á prjónunum? DMD 22.1.2015 4.2.2015 | 19:10
Að auka út í stroffi XOX 3.2.2015 3.2.2015 | 23:31
Bókarsnæri/hvar?? Eðvarðsdóttir 25.1.2015 31.1.2015 | 14:15
Spiderman peysa skuta 28.1.2015 31.1.2015 | 12:11
Síða 1 af 387 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, rockybland, Bland.is, mentonised, Krani8