"Ég er tvítug og ég get ekki keypt íbúð án þess að fá aðstoð frá foreldrum mínum"

Kshanti | 5. apr. '13, kl: 00:48:39 | 6101 | Svara | Er.is | 54

Tilvitnun í stelpu sem var viðmælandi í þætti RÚV um hag heimilanna fyrr í kvöld.

Hvað finnst ykkur um þetta? Er eitthvað óeðlilegt við það að tvítugur námsmaður sem á sennilega lítinn sem engan pening geti ekki keypt fasteign á 10-20 milljónir án aðstoðar?

Mér finnst þessi setning fanga fullkomlega veruleikafirringuna sem er í gangi hérna. Það eru orðin mannréttindi að kaupa fasteign jafnvel þótt maður eigi enga peninga fyrir henni. Allir eiga bara að fá að kaupa íbúð um leið og þeir flytja að heiman, á góðu láni, helst með enga útborgun, og ef eitthvað fer úrskeiðis á maður helst að fá að skila bara lyklunum og labba skuldlaust í burtu.

Er einhver furða að allt hafi hrunið hérna?

 

Askið | 5. apr. '13, kl: 00:51:53 | Svara | Er.is | 7

Af hverju að kaupa? Er ekki hægt að leigja? Það geri ég.

________________________
From this I shall too rise.

Kshanti | 5. apr. '13, kl: 00:55:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Miðað við málflutninginn hjá fólki þá er leiga á íbúð flokkuð sem pyntingaraðferð, á svipuðu rólu og waterboarding. Leigumarkaðurinn er verri staður en Mordor, og ekkert þrífst þar. Kvölin og pínan við að leigja er svo mikil að maður VERÐUR eiginlega að kaupa sér íbúð. Það er bara ekkert val!

Askið | 5. apr. '13, kl: 01:01:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, einmitt það. Ég ætti kannski að flýja á meðan ég get.

________________________
From this I shall too rise.

krepill | 5. apr. '13, kl: 01:54:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Jahh ég hef ekki áhuga á því að kaupa mér og á líklega aldrei eftir að hafa þann áhuga en leigumarkaðurinn mætti nú alveg vera skemmtilegri þó svo að það sé nú vel hægt að lifa þetta af.

 

Kshanti | 5. apr. '13, kl: 01:57:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Algjörlega. Hann er mjög slæmur á margan hátt, sem er hluti af ástæðunni. En fókusinn virðist ekki vera svo mikið á að bæta hann, heldur að gera öllum kleift að sleppa við hann. Ég held að það sé ekki góð lausn.

krepill | 5. apr. '13, kl: 02:05:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei mér finnst það líka óraunhæf lausn. Ég er öryrki og vil bara geta leigt mitt húsnæði þar sem ég þarf ekki að slá garð eða mála eða að geta dílað við það þegar það springur pípulögn eða eitthvað.

Stabíll leigumarkaður er í raun eina lausnin fyrir fólk í minni stöðu. Ég veit ekki hvað ég er búin að flytja oft um dagana, einu sinni þurfti ég að flytja þrisvar á einu ári.

mars | 5. apr. '13, kl: 11:24:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ert öryrki þá áttu að eiga rétt á íbúð hjá Öryrkjabandalaginu, þá ertu komin í stabíla leigu.

krepill | 5. apr. '13, kl: 17:13:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er rétt, en það er ekki auðvelt að komast þar að

SaraSolo | 5. apr. '13, kl: 14:13:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef fólk býr í stórum blokkum ræður hússtjórnin fólk í þessi störf svo það er vel hægt að eiga húsnæði út frá þessum forsendum. Þarft þá ekki að flytja svona oft.

krepill | 5. apr. '13, kl: 17:13:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það breytir því ekki að á öryrkjalaunum þá safnar þú þér ekki peningum fyrir íbúð og getur heldur ekki tekið því ef eitthvað kemur óvænt upp á t.d. að það springi rör eða slíkt.

Þannig að í raun hentar mér betur að geta leigt íbúð til lengri tíma heldur en að setja mig í þær skuldir sem fylgja því að kaupa húsnæði án þess að eiga fyrir því.

Ég ss hefði ekki efni á því að borga neitt út, ég hefði ekki efni á því að halda íbúðinni við og ég hefði ekki heilsu í að sinna garðverkum og slíku þannig að ég væri bundin við að kaupa íbúð í stórri blokk og reyna að treysta því að húsfélagið haldi sig við það að ráða fólk í vinnu.

Þetta býður nú ekki upp á neina stórkostlega möguleika

SaraSolo | 5. apr. '13, kl: 17:25:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil en ég var eingöngu að svara þessu með að þú gildir fremur leigja vegna þess að þá þyrftir þú ekkert að gera.

krepill | 5. apr. '13, kl: 17:41:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já meinar. Æji ég nefndi þetta í raun bara sem dæmi, þetta er svona eitt af mörgu :)

 

SaraSolo | 5. apr. '13, kl: 17:46:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil vel að fólk safni ekki á þessum launum.

krepill | 5. apr. '13, kl: 17:54:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei það er nú eiginlega ekki hægt, þetta koverar það nauðsynlegasta og búið

snsl | 5. apr. '13, kl: 09:48:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Æi veistu dóttir mín er sjö ára og það lengsta sem hún hefur búið á sama stað er 18 mánuðir og alltaf flytjum við milli póstnúmera. Við greiðum leigu á réttum tíma, erum reglusöm, förum vel með húsnæði og annars með góðar tryggingar ef eitthvað kemur upp á, indæl og liðleg svo aldrei hefur undan okkur verið kvartað. Eigendur flytja heim frá útlöndum, íbúðir seljast og annað slíkt. Það er ekki óréttmæt krafa að börn eigi öruggt þak yfir höfuðið og eðlilegt að foreldrar reyni að veita þeim það.

Catalyst | 5. apr. '13, kl: 09:57:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessu er ég alveg sammála. Þetta er ástæðan fyrir því að ég er farina ð leita mér að húsnæði til að kaupa hérna. Mig langar í húsnæði sem strákarnir mínir geta verið í árum saman. Eldri strákurinn er nú þegar búinn að flytja 3x og hann er að verða 4ja. Og ég er meira að segja að spá í húsnæði sem er svoldið frá leikskólanum en er að hugsa með mér að vera ekkert að færa hann á milli.

Gamasa | 5. apr. '13, kl: 12:52:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er akkúrat málið sem þarf að laga. Gera hér almennilega leigumarkað þar sem fólk getur búið við öryggi svo fremi það standi í skilum og gangi almennilega um.
Fyrirtæki sem á og sér um íbúðirnar og þá ertu ekkert ofurseld því að eigandinn sé að koma heon úr námi, eignin seljist loksins eftir skilnað eða öðru slíku því þó okkur þyki það þreytandi að veraað flytja þá er það hreinlega ekki bjóðandi börnum að vara sífellt að flytja í ný hverfi.

Veit um eina sem er búinn að búa í slíku húsnæði árum saman og ekkert vesen. Fyrirtækið sér um allt viðhald, enginn þarf að taka að sér hússjóðinn og annað pex um framkvæmdir er ekki til staðar.

dekkið | 5. apr. '13, kl: 11:41:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ömurlegt að þurfa að rífa alltaf börnin upp. Ég hef átt heima á yfir 30 stöðum í þremur löndum á mínum 30 árum. Lengst hef ég búið þar sem ég bý núna en ég keypti mér íbúð fyrir 5 árum. já það er það lengsta.

Regn1012 | 5. apr. '13, kl: 13:02:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

einmitt ein af aðal ástæðunum fyrir því að ég vil kaupa, ég er að fara að flytja í 4 skiptið í sumar síðan eldri stelpan fæddist og hún verður 3 ára á sama tíma...
munum svo flytja aftur eftir 2-3 ár soldið langt, leigja í einhvern tíma og byrja að skoða að kaupa .... ekkert svaka spennandi að vera alltaf að flytja.. sérstaklega þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og planað var afþví leigusalinn er ekki alveg sá skemmtilegasti :/

Musica | 5. apr. '13, kl: 14:07:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég veit að ég á eftir að fá milljón skrilljón mínusa og ég veit ég veit ekkert um þínar aðstæður. En mig langar ekki að eignast börn fyrr en ég er búin að kaupa eigið húsnæði. Það á ekki að þurfa vera þannig. En það er það á Íslandi í dag. 20 ára gamalt fólk ætti helst ekki að þurfa kaupa íbúð og ætti alls ekki að vera að eiga börn, eingöngu mín skoðun samt

snsl | 5. apr. '13, kl: 15:54:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er skiljanlegt. Ég eignaðist barn 19 ára og hafði ekki verið á almennum leigumarkaði svo ég áttaði mig ekki á að það væru forréttindi að eiga heimili. Hún fæddist líka á þensluárinu 2006. Þá var veruleikinn annar en hann er í dag og ég of ung til að sjá að ástandið væri óeðlilegt.

presto | 5. apr. '13, kl: 17:36:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Á þínum aldri hafði èg alls ekki efni á að búa ein í leiguíbúð, leigði með öðrum (t.d. ókunnugum) og flutti á hverju ári, amk. Einu sinni. (Tvisvar meðan ég fór heim í foreldrahús á sumrin) Mér fannst ekki svaka gaman að vera meira en áratug á þessu flakki, en tók svo nokkur ár í að spara og koma mér þaki yfir höfuðið áður en ég stofnaði fjölskyldu. Það er svakalegt tabú hér heima að tala um að fólk noti árin milli 20 og 30 ára til að búa í haginn ÁÐUR en börnin eru fædd í heiminn. Allt annað viðhorf víða erlendis.

miramis | 5. apr. '13, kl: 17:40:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það hvað Íslendingar eru duglegir að drita niður börnum áður en þeir koma undir sig fótunum almennilega er ástæðan fyrir því að okkur fer fjölgandi en stöndum ekki í stað eða fer fækkandi eins og víðast annars staðar á vesturlöndum. Það hefur allt sína kosti og galla :)

presto | 5. apr. '13, kl: 17:47:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Margt til í því;) enda þykir mörgum í góðu lagi að flytja oft með börnin sín;)

snsl | 5. apr. '13, kl: 20:13:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Róleg á yfirlætinu. Ég hef alla tíð haft efni á að leigja með manninum mínum en áttaði mig ekki á rótleysi leigumarkaðarins og á þessum tíma uxu peningar eiginlega á trjám, kaupmátturinn var slíkur. Ekkert mál að kaupa, svo lítið mál að fólk á atvleysisbótum fékk 100% lán og ég var of ung til að þekkja annað. Hafði þó vit á að skuldsetja mig ekki upp í topp. Þar með er samt ekki sagt að mér þyki í góðu lagi að börn upplifi rótleysi.

presto | 5. apr. '13, kl: 20:21:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, og held því alls ekki fram;) ekkert yfirlæti hér, en við miramis megum alveg ræða kosti og galla. Mér sýnist þú tala hér af heilmikilli skynsemi. Það eru margir (aðrir en þú) sem finnst þetta klassíska íslenska kerfi bara ljómandi fínt. 

snsl | 5. apr. '13, kl: 20:32:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hef þá eitthvað misskilið blikkkarlana. En ég þykist samt viss um að engum þyki fínt að flytja oft með börnin sín.

presto | 5. apr. '13, kl: 20:36:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

;) það voru einhverjir hér sem voru voða hissa á því að öðrum þætti leigumarkaðurinn óheppilegri f. Barnafjölskyldur en aðra. Ég amk. Sé mun og sýnist þú gera mun líka. Ég flutti afar oft á mínum námsárum, en vil það ekki m. Mín börn (vantar samt stærra húsnæði!)

Þjóðarblómið | 5. apr. '13, kl: 22:56:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þoli einmitt ekki notkun blikkkalla í umræðum. Þeir láta manneskjuna "hljóma" eins og eitthvað yfirlætispakk sem veit svo miklu betur en allir hinir. Broskallar eru annað mál. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

presto | 5. apr. '13, kl: 23:57:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó, ég hef ekki áttað mig á þessum mun! Takk fyrir:)

Þjóðarblómið | 6. apr. '13, kl: 00:36:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ÞÞannig upplifi ég blikkkarlana... Eg get auðvitað ekki talað fyrir einhverja aðra en svona tilfinningu fæ ég þegar einhver notar blikkkarl í netsamræðum við mig.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Abba hin | 6. apr. '13, kl: 17:21:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála.

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

bfsig | 18. maí '20, kl: 11:46:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Slakið nú aðeins á ;)

T.M.O | 18. maí '20, kl: 14:26:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

7 ár síðan, örugglega allir orðnir slakir...

bfsig | 19. maí '20, kl: 09:56:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aldrei að vita, furðulegt hvað fólk erfir hlutina.

miramis | 5. apr. '13, kl: 17:40:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Svona fyrir utan það að frjósemisvandamál byrja að aukast töluvert upp úr þrítugu og mikið upp úr 35 þannig að þarna togast líffræðin og félagsleg staða hressilega á. 

Musica | 5. apr. '13, kl: 21:47:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég persónulega hafði hugsað mér að fara smá millivel, reyna að vera búin að koma mér vel fyrir um 26-27 ára aldur og kannski fara að unga út vonandi ekki síðar en 28 og hálfs. Það er alveg eitthvað á milli 19 ára og 36 ára....

miramis | 6. apr. '13, kl: 05:21:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú ferð í sæmilega langt háskólanám, síðan þarf að finna vinnu, fá smá reynslu, safna fyrir húsnæði og varasjóð o.s.frv. þá sé ég nú ekki alveg hvernig meðaljóninn gæti verið búinn að koma sér vel fyrir um 26 - 27 ára aldur. En það auðvitað til undantekningar frá því :)

Musica | 6. apr. '13, kl: 17:49:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin með masterinn og var þó bara einu ári á undan í skóla, er að vinna, leggja fyrir og safna reynslu. Er 24 ára. Ef fólk tekur enga pásu, klárar menntó fyrr (eins og ég gerði) og er duglegt að vinna og spara þá er þetta gerlegt. Ég skil vel að það geta þetta ekki nærri allir, enda er ég með mínar lífsskoðanir fyrir mig :)

presto | 5. apr. '13, kl: 17:29:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er mjög eðlileg ósk, en þarna var verið að tala við tvítuan námsmann, ekki rúmlega þrítugt fólk með börn;)

rassó | 5. apr. '13, kl: 17:37:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er nú alveg skiljanlegt að fólk vilji eignast permanent stað að lifa á, en fólk sem er nýskriðið úr menntaskóla "á" ekkert að geta keypt sér íbúð og það er ekkert hræðilegt fyrir ungt fólk að flytja reglulega :)

piscine | 5. apr. '13, kl: 23:11:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við keyptum út af þessu fyrir nokkrum árum. 

bessy1 | 6. apr. '13, kl: 18:11:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þá Búseti ekki máli
-

12stock | 7. apr. '13, kl: 19:52:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki sniðugra að efla leigumarkaðinn? Ég er að leigja út íbúð og ég er svo glaður að mínir leigjendur vilja vera áfram. Ég sé fram á margra ára samband.

Það er allavega ekki samansemmerki á milli þess að leigja og standa alltaf í flutningum.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

snsl | 7. apr. '13, kl: 21:26:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú en fólk sér það kannski ekki gerst fljótlega

Vasadiskó | 6. apr. '13, kl: 15:04:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Leigumarkaðurinn á Íslandi ER mjög slæmur, og þá á ég aðallega við þann galla að langtímaleiga er næstum óþekkt fyrirbæri. Víða erlendis getur fólk farið í gegnum allt lífið án þess að kaupa sér íbúð og samt búið við búsetuöryggi, þ.e. að þurfa ekki að flytja í tíma og ótíma. Allir sem ég þekki sem hafa verið á leigumarkaðnum í meira en eitt-tvö ár hafa lent í því að leigusamningi er skyndilega sagt upp (t.d. af því að sonur leigusalans þarf skyndilega íbúð), og nokkrir hafa verið svo óheppnir að þurfa að flytja næstum árlega. Það er bara ekki eðlilegt.

sygyn | 6. apr. '13, kl: 23:25:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var að leigja sömu íbúð í rúm tvö ár og hefðum getað verið mikið lengur. Fyrri leigjandi var í henni í fjögur ár. Við söðum henni upp því við þurftum að stækka við okkur. Var í 101 rvk og þekki marga sem voru að leigja og búnir að búa í mörg ár í sömu íbúð.

Vasadiskó | 6. apr. '13, kl: 15:05:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En lausnin á því er auðvitað að bæta leigumarkaðinn, þó ég eigi íbúð sjálf geri ég mér grein fyrir því að það er fásinna að láta eins og allir eigi að kaupa sér fasteign.

eldrigeitur | 6. apr. '13, kl: 21:21:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha verri staður enn mordor

Karma Kamelljón | 7. apr. '13, kl: 01:39:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leigumarkaðurinn er ógeðslegur núna og venjulegt launafólk hefur ekkert út á hann að gera, það verður að búa inná öðrum eða leigja með einhverjum. Það getur hvorki leigt út af fyrir sig né keypt.

♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥
Kvenfrelsiskona
♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥ ♥

hverermadurinn | 7. apr. '13, kl: 01:42:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Merkilegt, ég er venjulegt launafólk og ég hef verið á leigumarkaði í yfir áratug. Ég hlýt að vera að gera eitthvað vitlaust fyrst þetta er ekki hægt.

Niklez90 | 5. apr. '13, kl: 06:55:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég ælta ekki segja neinar nýjar fréttir en margir sem legja út eru bara fucking hálfvitar og treysti þeim jafn mikið og jóhönnu og co. í crazy team
þekki nokkra sem legja . vægast sagt hvernig það kom fram við þá sem legja og borga alltaf á réttum tíma
þeir sem legja út eiga það til að breyta leigjuni og krefjast legjandan að laga íbúðina á þeirra kostnað, og segja legju verð á markaðanum hækkað þegar það hækkaði ekki.
veit alveg það er gott fólk sem legjir út íbúðir og sem eru crazy eins og jóhanna og co.ljúga og ljúga og muna ekki eftir hafa sagt neitt um neitt

--------------------------------------------------------------------
hættur að nota þetta og er ekki lengur hér

SaraSolo | 5. apr. '13, kl: 14:15:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ha?

Ceridwen | 5. apr. '13, kl: 08:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Eina sem vantar er stabílli leigumarkaður.

Jafnvel meira úrval, betra leiguverð, meira traust. Kannski líka meira frelsi á að búa í leiguhúsnæðinu (t.d. negla í veggi og koma sér almennilega fyrir, sem virðist nú bara vera bannað í flest öllum leiguhúsnæðum...)

Væri alveg til í að leigja af félagi frekar en einstaklingum en það virðist bara vera takmarkað í boði (á höfuðborgarsvæðinu). Og þau félög sem eru í því í dag að kaupa lóðir og íbúðir til að leigja út hafa víst látið út úr sér að "leiguverð sé mjög lágt á Íslandi" svo hef enga trú á að maður eigi nokkurn tíman efni á að leigja af þeim.

The island | 5. apr. '13, kl: 08:11:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eins og staðan er hjá mér núna, lítur út fyrir að það væri ódýrara fyrir mig í mánaðargreiðslum talið að kaupa heldur en að leigja. En þá er ég náttúrulega ekki að taka inn útborgunar upphæðina og viðhald á eigninni. En það er ekkert auðvelt að vera á almennum leigumarkaði heldur.

Kshanti | 5. apr. '13, kl: 08:33:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og tekur náttúrulega heldur ekki inn áhættuna sem er fólgin í því að steypa sér í skuldir. Það getur verið ógeðslega leiðinlegt og erfitt að vera á almennum leigumarkaði, en hann má þó eiga að þar er maður allavega ekki búinn að skuldsetja sig upp á stóran hluta sinna tekna næstu 20-40 ár, með allskonar óvissu um verðbólgu og vexti (ef óverðtryggt).

The island | 5. apr. '13, kl: 08:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er alveg sammála, vil bara benda á að leigumarkaðurinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur.

MissMom | 5. apr. '13, kl: 14:23:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég þekki ekki verðið í rvk en er ekki svipað að leigja og að kaupa? Afborgannir og leiga þ.e.a.s.

otherbookmarks | 5. apr. '13, kl: 14:25:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

M.v. þá sem ég þekki þá koma þeir betur út við að kaupa en að leigja.

MissMom | 5. apr. '13, kl: 14:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hélt það einmitt. Kærastinn minn keypti fyrir stuttu og borgar 50 eða 60 á mánuði fyrir 50 fm íbúð í 105 Rvk

otherbookmarks | 5. apr. '13, kl: 14:27:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kunningjavinkona mín er að borga einhvern 90 þús kall fyrir 4 herb íbúð í Rvk, en hún er nýbúin að kaupa. Leiga á sambærilegri íbúð væri líklegast 150-160 þúsund.

Hygieia | 5. apr. '13, kl: 15:25:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hefur hún þá reiknað viðhald í það viðhald? Hússjóð? 

Pétur Ben | 15. maí '20, kl: 21:32:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta fer algjörlega eftir því hve lánið er hátt nátturulega hvort að afborganir eða leigja sé hærri... meina ef þú átt 10 millur og kaupir íbuð á 20 millur og lánið er bara 10 þá eru afbörganir ekki nema kannski 60-70.. en svo geturu verið i stöðu eins og ég og átt íbuð sem kostar um 35 millur.. lánið er 25 og eg borga 150 þúsund með mínum lánum núna.. plus fasteignagjald,fráveitugjald og hússjóð sem gera þetta um 190.. svo rafmagn og hiti.. 200 k á manuði sem eg borga til að lifa í minni íbuð á manuði.. bara svipað og eg fengi ef ég leigði hana..

darknight | 5. apr. '13, kl: 18:22:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef leigt síðan 2007 & erum nýbúin að kaupa.. Er svo miklu ódýrara að kaupa & ég hata að flytja svo er mjög ánægð að þurfa ekki að flytja í laaaangan tíma núna :)

Gamasa | 5. apr. '13, kl: 21:08:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ódýrara ef þið eigið talsvert sjálf í íbúðinni. En hvað ertu að reikna með miklum kostnaði í viðhald, tryggingar, hússjóð og faseingagjöld?

darknight | 6. apr. '13, kl: 11:46:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Erum að leyfa ættingjum að nota geymsluna svo þau borga smá á móti okkur. En er ekki búin að reikna með viðhald þar sem þetta er ný íbúð :)

Gamasa | 6. apr. '13, kl: 16:29:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nýjar íbúðir þurfa líka sitt viðhald en ætti að vera minna ef þær eru almennilega byggðar sem er reyndar fátítt nú til dags.
Ef þú vilt geta seinnt viðhaldi sómasamlega þegar að því kemur þarftu að leggja fyrir 0,5 - 1 % af fasteignamati árlega í sjóð til að geta sinnt því.

darknight | 6. apr. '13, kl: 16:46:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þurfum samt ekki að hafa áhyggjur af auka kostnaði :) Takk samt :P

Sthlm 2013 | 5. apr. '13, kl: 00:54:33 | Svara | Er.is | 5

Já þetta er furðulegt.
Getur tvítugur námsmaður ekki bara leigt sér herbergi eða litla stúdíóíbúð á meðan hann er barnlaus og blankur í námi?

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Before you judge someone you should walk a mile in their shoes.
That way, when you judge them, you are a mile away and you have their shoes.

Nainsi | 5. apr. '13, kl: 01:07:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað með tvo námsmenn sem eru að ljúka námi og voru að eignast barn. Þau skulda himinhá námslán þá þegar en þurfa einhvers staðar að búa. Þessir nýútskrifuðu námsmenn hafa ekkert á milli handanna þegar þeir fara út á leigumarkaðinn eða langar að kaupa íbúð enda hafa þeir þegið hin hlægilega lágu námslán sem þarf að greiða niður næstu áratugina. Þá þegar er skuldabyrðin orðin mikil, jafnvel þau svo hafi unnið meðfram skóla til að drýgja tekjurnar.

Kshanti | 5. apr. '13, kl: 01:17:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Þau leigja eins lítið og þau geta sætt sig við í 4-5 ár meðan þau vinna og safna fyrir útborgun í íbúð. Námslánin eru tekjutengd þannig að enginn verður gjaldþrota af þeim. Skuldabyrðin af þeim verður seint talist mikil hérna á Íslandi.

Nainsi | 5. apr. '13, kl: 01:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Að sjálfsögðu er það það sem fólk gerir í þessari stöðu. Þó eru margir langt fram á fimmtugsaldur eða sextugsaldruinn að greiða af námsláninu. Þá situr eftir afborgun af íbúðinni þegar tekist hefur að safna fyrir henni. Fólk er skuldsett "for live" eins og ég segi, og það á unga aldri. Margt mjög menntað fólk endist ekki ævin til að greiða af hvoru tveggja. Því margir kjósa jú að mennta sig erlendis.

Einu sinni kostaði ekki eins mikið að mennta sig, þá var fyrsta stóra skuldbindingin húsnæðislánið.
Hins vegar er í dag er fyrsta skuld námsannsin námsmannalánin, sú næsta er íbúðarlán.

Sthlm 2013 | 5. apr. '13, kl: 08:08:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er bara þeirra að taka þá fullorðinslegu ákvörðun, enda væntanlega orðin frekar fullorðin og á leiðinni að fá meiri innkomu sem tveir menntaðir einstaklingar heldur en einn námsmaður.
Fyrir utan það að námslán eru ekki beint lánin sem eru að gera útaf við fólk í dag.

<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<
Before you judge someone you should walk a mile in their shoes.
That way, when you judge them, you are a mile away and you have their shoes.

abbalabbalú | 5. apr. '13, kl: 12:37:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Á fólk ekki að þurfa að fórna neinu fyrir menntunina? Fyrir framtíðina? Er eðlilega krafa að allir fái allt á silfurfati bara fyrir það eitt að fæðast?

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

shiva | 5. apr. '13, kl: 13:03:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að í mörgum nágrannaríkjum okkar sé fólk almennt á námsstyrkjum, ekki lánum.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

Musica | 5. apr. '13, kl: 14:08:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki í Noregi og Svíþjóð skilst mér, þar taka menn lán. Það er SU í Danmörku og enginn kaupir íbúð fyrr en seint og um síðir

shiva | 5. apr. '13, kl: 14:25:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki líka alvöru leigumarkaður þar?

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

Musica | 5. apr. '13, kl: 15:15:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, hann er skárri í Dk en á Íslandi allavega. Samt fokdýrt að leigja á almennum markaði

Snobbhænan | 8. apr. '13, kl: 09:49:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann er meira en skárri. Það er alvöru leigumarkaður þar.  Fólk er að kaupa búseturétt fyrir börn í skírnar og/eða fermingargjafir því þar er leigan miklu lægri (alla jafna) en á almennum leigumarkaði.  Og leigufélögin eru mjög mörg, og hvert þeirra á  margar eignir í alls konar stærðum þannig að fólk hefur möguleika á að minnka/stækka við sig innan kerfis.

Musica | 8. apr. '13, kl: 19:04:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín reynsla af leigufélögum er reyndar hræðileg. En það er ekki algilt

Ziha | 5. apr. '13, kl: 17:09:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Krakkarnir í Noregi fá einhvern styrk.. restin er svo lán.  Það er allavega talað um einhverja styrki á lýðháskólasíðunum.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

miramis | 5. apr. '13, kl: 17:41:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bæði styrkur og lán í Svíþjóð, flestir held ég taka lán líka. 

Alpha❤ | 6. apr. '13, kl: 12:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekkifólk í háskóla ísviþjóð sem fær agætan styrk á mánuði

schnelld | 5. apr. '13, kl: 14:13:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað færð þú út úr því að fólk færi fórnir fyrir menntun sína?

abbalabbalú | 5. apr. '13, kl: 16:06:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég skil ekki spurninguna. Hvað fær ég út úr menntun? Jú ýmsan gróða, andlega, félagslega og jafnvel fjárhagslega í framtíðinni. Ég er að fjárfesta í framtíðinni og fórna tíma og pening í það í nútíðinni. Ég hélt að það væri bara það sem tíðkaðist?


Hvaðan kom þessi hugsunarháttur að maður eigi sjálfasagðan rétt á öllum andskotanum?

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

schnelld | 5. apr. '13, kl: 16:57:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok.

presto | 5. apr. '13, kl: 17:41:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hver vegna àtti fólk sem aldrei hefur unnið fyrir sér, ekki safnað neinu og er varla komið með vinnu að hafs efni á að kaupa íbúð með tvær hendur tómar og barn að auki til að sjá fyrir sér?  Væri ekki bara fínt ef þau gætu t.d. Unnið í 2-3 ár og safnað þannig fyrir útborgun í íbúð? 
Það er hvergi eðlileg krafa að fólk með tvær hendur tómar geti fest kaup á húsnæði. Það er hins vegar eðlileg krafa að fólk geti sparað (ss. Átt afgang) og eignast húsnæði þannig. Slíkt er ekki auðvelt í dag.

Gamasa | 5. apr. '13, kl: 21:11:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eftir ksoningar verður ekkert hægt að safna sér fyrir einu eða neinu því það er næstum allir frambjóðendur búnir að lofa að afnema verðtrygginguna og setja þak á vexti.
Þar með erum við komin aftur til 1975 þegar glataður var geymdur eyrir.

Louise Brooks | 5. apr. '13, kl: 21:56:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég á 26 ára gamla systur sem að var að klára mastersnám í HÍ síðasta vor og býr hún ennþá heima hjá foreldrum mínum með unnustanum sem var líka að klára sitt nám á sama tíma. Þau eiga enn langt eftir í að safna sér fyrir útborgun í íbúð og samt eru þau með talsvert hærri tekjur en foreldrar mínir sem eiga sínar eignir en eru með lága innkomu síðustu ár (eru með eigin rekstur). Ungt fólk er mjög lengi að safna sér fyrir útborgun, það myndi kannski ganga hraðar fyrir systur mína ef að þau væru ekki að borga reksturinn á íbúðinni sem þau búa í (borga afborgun láns og rafmagn og hita).


Hún reiknaði það út að þau þurfa að búa í 18-24 mánuði í viðbót hjá mömmu og pabba áður en þau eiga fyrir lágmarks útborgun í íbúð. Þau eru búin að safna sér upp rúmum 2 millum nú þegar og eru mjög séð í fjármálum. Það bara er ekki á færi fólks á leigumarkaði að safna sér fyrir útborgun miðað við hvað leiguverð er hátt. Miðað við mína stöðu þá mun það taka mig a.m.k. 10-12 ár að safna mér fyrir útborgun í íbúð enda er ég öryrki og þess vegna með lága innkomu.

,,That which is ideal does not exist"

presto | 5. apr. '13, kl: 22:29:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Leiguverð er vissulega hrikalega hátt. Ég naut þess ekkinað geta búið í foreldrahúsum eða vera á einhvernhátt á framfæri annarra eftir 16 ára aldur. Ég hafði aldrei efni á að leigja séríbúð, leigði ýmist herbergi, íbúð m. Öðrum eða tók að mér starf sem skaffaði húsnæði í leiðinni. Samt eru meira en 13 ár síðan ég var á leigumarkaði.  Er húsnæði öryrkjabandalagsins ekki neinn valkostur lengur?

Louise Brooks | 5. apr. '13, kl: 22:49:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er búin að vera á lista eftir félagslegu húsnæði síðan 2008 og er held ég alveg örugglega ekki gjaldgeng í öryrkjaíbúð þar sem að ég er ekki einstæð. 


Hef leigt á frjálsum markaði síðastliðin ár og hef þurft að flytja á ca 2 ára fresti síðan 2007. Er þannig séð fyrirmyndar leigjandi, hef aldrei verið sein með leigu og gæti fengið meðmæli frá öllum fyrrverandi leigusölum með tölu. Hef aldrei lent í neins konar vanskilum, hef tvisvar verið einum mánuði eftir á með leikskólagjöld en það var bara vegna þess að ég gat það og til þess að geta staðið straum af tannviðgerðum.


Sé fram á að geta fyrst keypt mér húsnæði þegar ég erfi foreldra mína eða barnlausa föðursystur mína og það er glatað að bara hugsa þá hugsun til enda.

,,That which is ideal does not exist"

presto | 5. apr. '13, kl: 23:04:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi húsnæðismarkaður er alveg ömurlegur;( 
Maður hefði haldið að með allt þetta tóma húsnædi í eigu ríkisins (óbeint í gegnum banka, íls...) að hægt væri að auka framboð leiguhúsnædis, t.d. Fyrir svona hópa.

Louise Brooks | 5. apr. '13, kl: 23:25:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit!


Ég vil leigja og hef svo sem ekkert ægilegan áhuga á að kaupa en nú er ég með tæplega 5 ára barn og get ekki hugsað mér að vera á svona flakki með hann þegar hann verður kominn á skólaaldur. Hann er langveikur vegna astma og við búum á vondum stað upp á mengun og svifryk að gera. Það er teppi á stofunni hjá mér og ekki er það beint ákjósanlegt heldur. Ég veit að ég þarf að sætta mig við ýmislegt verandi á leigumarkaði en ég hef smá áhyggjur af framtíðinni og langar bara að komast í öruggt leiguhúsnæði sem er ekki heilsuspillandi fyrir barnið mitt. 


Mig dreymir um að geta keypt íbúð en eins og er þá lítur ekki út fyrir að ég geti það fyrr en að strákurinn verður kominn á menntaskólaaldur. Ég á ca hálfa millu sem ég hef notað sem tryggingu fyrir íbúðinni sem ég leigi og gæti selt bílinn fyrir svipaðri upphæð. Þá vantar mig bara ca 2-3 millur í viðbót til að eiga fyrir útborgun :/

,,That which is ideal does not exist"

Nói22 | 5. apr. '13, kl: 23:31:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ríkið vill selja þær íbúðir myndi ég giska á. Fá pening upp í skuldirnar sem fólkið gat ekki borgað. 

presto | 6. apr. '13, kl: 00:00:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Leiga er líka greiðsla upp í skuldir:). Þú áttar þig væntanlega á því að fáir kaupendur geta staðgreitt. Íbúðir?

tóin | 6. apr. '13, kl: 12:01:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú erfir ekkert endilega barnslausa föðursystur þína - ef hún er barnslaus og makalaus þá á hún enga skylduerfingja og getur arfleitt kattholt af öllum sínum eigum, eða bara nágrannann :)

Louise Brooks | 6. apr. '13, kl: 13:31:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er reyndar búin að lýsa því yfir að við systurnar og frænkur mínar munum erfa hana. 

,,That which is ideal does not exist"

Nainsi | 5. apr. '13, kl: 01:32:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála því. Jú, auðvitað ætti sá einstaklingur að fara þessa leið. Leigumarkaðurinn er samt svívirðilegur, en er það sem við búum við. Desværre.

Nainsi | 5. apr. '13, kl: 01:01:55 | Svara | Er.is | 0

Athugið þetta, unga fólkið í landinu sem er rétt að ljúka við menntaskóla eða háskólanám, hefur margt hvert tekið námslán sem getur tekið áratugi að greiða til baka, það er fyrsta lánið sem menntafólk þarf að taka í dag, öðruvísi fær það ekki menntun nema ef skyldi vera til staðar stuðningur frá foreldrum eða öðrum.

Þá kemur næsta lán sem er húsnæðislán, og námsenn sem eru að stofna til fjölskyldu þurfa einhvers staðar að búa. Þeim er gert það næsta ómögulegt þar sem verð á leiguíbúðum er svimandi hátt og að vilja kaupa íbúð og búa fjölskyldunni gott heimili er fullkomlega réttlætanleg hugsun. En því miður næsta ómögulegt, því nýútskrifaðir námsmenn hafa ekki mikið á milli handanna.

Askið | 5. apr. '13, kl: 01:05:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Eru námsmenn mikið í því að stofna fjölskyldur svona bláfátæk? Annars verður maður oft að taka því sem er í boði.

________________________
From this I shall too rise.

hjól | 5. apr. '13, kl: 01:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þá þarf fólk að leigja og það kostar líka . er öryrki sem fæ 150 þús á mán og frá lífeyrirsjóðurm ca 40 þús er í eigin íbúð og með einn son sem er í MK, borga 86 þús til íbúðalánss. 20 þús hússjóð 6 þús hiti og rafmagn sími 11 þús inntenet og heima og gsm tryggingar 12 þús af bíl og öllu fasteignargj. 8000 bílinn ca 7000 þús bensín og þá er ekki verið að rúnta svo er ég sjúklingur og þarf lyf ca 4 til . 5 þús. á mán og svo læknir og blóðprufur ca 3000 þús.svo er ég með tryggingar sem eru um 14 þús á mán. svo er það bensín ca 6000 þús . keyri ekki mikið er bara heima svo er spurning um mat . Hann er ekki fjölbreyttur fæ hjálp frá Kirkjunni 5 sinnum á i takk fyrir það .
Kannski skoða frambjóðunir þetta held samt ekki eru ekki inni á bland. Halló við þúrfum líka að lifa engin matur í þessu eða föt og annað til heimilisis gangi okkur vel vona að x b hjálpi mér.

hjól

GuardianAngel | 5. apr. '13, kl: 08:47:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú sagðir tryggingar og bensín 2x

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

Gamasa | 5. apr. '13, kl: 12:58:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að borga 20 þús í hússjóð og hiti ekki innifalinn??? Ertu með mjög stóra íbúð?

SaraSolo | 5. apr. '13, kl: 14:18:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Líklega er þetta viðhald sem er verið að greiða. Þarf ekki að vera stór íbúð ef það er líka verið að borga mánaðarlegt viðhald.

otherbookmarks | 5. apr. '13, kl: 14:21:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lyftublokkir eru líka dýrar í rekstri

SaraSolo | 5. apr. '13, kl: 14:22:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær ættu bara að vera dýrari sem reksturinn á lyftunni nemur eða hvað?

otherbookmarks | 5. apr. '13, kl: 14:23:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já.

SaraSolo | 5. apr. '13, kl: 14:24:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á móti kemur að í stórum blokkum er verð oft lægra held ég.

otherbookmarks | 5. apr. '13, kl: 14:26:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú misjafnt.

SaraSolo | 5. apr. '13, kl: 14:29:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara mitt mat - ekki vísindalega rannsakað.

Gamasa | 5. apr. '13, kl: 21:19:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lyftublokkir eru nú yfirleit stórar og rekstur húsfélagsins hagkvæmari fyrir utan lyftuna sem vissulega kostar sitt.
En ef þetta er viðhald þá heitir það nú yfirleitt framkvæmdasjóður en ekki hússjóður.
Í viðhald, sameigilegt og innan íbúðar þarf að gera ráð fyrir 15 -20 þús á máuði hið minnsta á ca 20 millu eign.

SaraSolo | 5. apr. '13, kl: 21:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já einmitt stærri eining ætti að vera ódýrari. Hússjóðurinn hjá mér er 13 þúsund og svo er fólk að greiða hátt í þá fjárhæð í viðhald sem búið er að framkvæma og þetta er risastór blokk Ekki víst að fólk aðgreini þetta svona í texta samt. Vona allavega að fólk þurfi ekki að greiða 20 þúsund í hússjóð. Það þyrfti líka að vera verulega rífleg eign held ég.

sibbz | 5. apr. '13, kl: 02:26:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

námsmenn eru á öllum aldri. fólk sem er komið hátt í þrítugt t.d. og búið að vera í sambandi í mörg ár vill oft já stofna fjölskyldur. Ef maður ætti að bíða með það þangað til maður er fjárhagslega vel staddur þá geta margir beðið út í það óendanlega.

En vissulega rétt að maður tekur það sem í boði er og við því má bæta að maður vinnur bara úr því sem maður hefur.

Gamasa | 5. apr. '13, kl: 13:03:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það var enginn að tala um að bíða með að stofna fjölskyldu eftir nám. Heldur að bíða með að steypa sér í skuldir við að kaupa íbúð. Byrja á leigumarkaðnum. Getur verið mjög praktíkst. Finna vinnu sem viðkomandi líkar og sjá hvernig fjölskyldunni líkar hverfið, kynna sér leikskóla og annað áður en farið er út í að negla sig niður á staðnum. Þá gefur það manni líka færi á að leita betur að "rétta" húsnæðinu.

Pétur Ben | 15. maí '20, kl: 21:42:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tja þetta er ekki svona einfalt... ef fólk eignast barn... og fer svo á leigumarkaðin.. segjum að fólk sé á lámarkslaunum sé með 250-300 útborgað... það er 500 til 600 samtals... borgar 200-250 í leigu kannski,, á bíl lika ... reksturinn við hann kostar eitthvað .. svo eru það aðrir réikningar og matur og blablabla... málið er að þetta fólk festist á leigumarkaðinum ... þvi það nær aldrei að safna útborgun fyrir íbuð... og þrátt fyrir að fólk sé á góðum launum þá er það samt erfitt sérstaklega ef þú ert með barn plús háa leigu.. plus bíl

Raw1 | 5. apr. '13, kl: 07:35:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég hef a.m.k. tekið eftir því hvað margir íslendingar er "óskipulagðir" í barneignum. Þá sérstaklega kanski í ættinni minni :)
Hjá minni fjölskyldu eru börn númer 1 2 og 3.. Hérna er röðunin: Börn - Húsnæði - Menntun(hjá mér er það akkurat öfugt)... Sem mér finnst svoldið gallað. Ég er t.d. á milli náma, er bara að vinna og koma mér fyrir í nýja húsinu, ætla svo að klára námið, svo kemur kanski barn. En fjölskyldan mín er stórhneyksluð að ég vilji ekki börn helst í gær. 
Mér finnst reyndar líka margir í kringum mig vera ða punga út mörgum börnum án þess að eiga efni á því.

The island | 5. apr. '13, kl: 08:13:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarf maður að eiga húsnæði til þess að eignast barn?

Rottuskott | 5. apr. '13, kl: 11:19:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki eiga það en vera allavega í stabílu húsnæði.

Raw1 | 5. apr. '13, kl: 14:02:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei alls ekki. En personulega vill eg vera i stabilu husnaedi adur en /ef eg fjolga heiminum

presto | 5. apr. '13, kl: 17:45:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér tala margir um mikilvægi stöðugs húsnæðis, sérstsklega f. Börn. Flutningar eru auðveldari fyrir fullorðna.

Catalyst | 5. apr. '13, kl: 09:45:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Svo er fólk eins og ég og maðurinn minn sem lukum námi (ekki háskóla samt) fórum að vinna, keyptum litla íbúð sem var passleg fyrir okkur og héldum áfram að vinna svo eignumst við barn, flytjum... leigjum smá tíma, kaupum svo hús.. giftum okkur og annað barn og ég skellti mér í meira nám.
Við erum að borga í gæslu fyrir strákana 73þús kr!!! 25þúsog eitthvað í leikskóla og 47þús og eitthvað í dagmömmu (verðið er svona hér) það þýðir að námslánin mín fara í þetta nánast bara! sem betur fer er maðurinn minn með ágætis tekjur en ef hann væri með meðaltekjur gætum við þetta aldrei. Hér eru að leigjast 70fm íbúðir á 130þús, Fólk sniðir sér stakk eftir vexti það veit ég og það er alveg hægt að troða 4manna fjölskyldu í 70fm en það er grátlegt að geta ekki fengið leigt nógu stórt húsnæði á viðráðanlegu verði og hafa síðan líka óvissuna hangandi yfir sér að geta misst húsnæðið. Ég er búin að leigja í 3 mán og er í æðislegu húsi en mig langar helst að flytja og kaupa því ég er svo stressuð yfir að þurfa að flytja, húsið er á sölu. Hef verið að skoða og verið að sjá marga tala um að það sé búið að selja ofan af þeim.. verðið sumstaðar er ótrúlega hátt og framboð lítið. Hef bara séð óska eftir auglýsingar en varla neitt auglýst til leigu.
Bý ekki í rvk.

veg | 5. apr. '13, kl: 09:48:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

áttu hús og ertu líka að leigja?

Catalyst | 5. apr. '13, kl: 09:49:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já :) húsið mitt er ekki í bænum sem ég bý í :)
Flutti fyrir nokkrum árum út á land þegar ég eignaðist fyrra barnið og keyptum hús þar, svo í haust missti maðurinn minn vinnuna og ég var byrjuð í námi og var í fæðingarorlofi.. eftir leit að góðri vinnu sem gekk ekki neitt var ákveðið að færa sig um set.. leigjum því út okkar hús og leigjum hús þar sem við búum núna.

veg | 5. apr. '13, kl: 09:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ók :)  ég bara gat ekki raðað þessu saman í hausnum á mér.

kátur | 5. apr. '13, kl: 12:59:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef nú ekki orðið var við það hér að fólk láti almennt peningaleysi stoppa sig í því að eignast börn - þar sem hugtakið "Þetta reddast" virðist enn vera vinsælt á Íslandi.

Life is a bitch....get used to it !

Kshanti | 5. apr. '13, kl: 01:06:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að vilja kaupa íbúð og búa fjölskyldunni (sem tvítugir námsmenn eru yfirleitt ekki búnir að stofna) gott heimili er fullkomlega eðlileg hugsun. En það er líka fullkomlega eðlilegt að maður fái ekki allt sem mann langar í. Og ef maður á engan pening þá sé ég ekki hvernig það er skrýtið að maður geti ekki "keypt" 10-20 milljón króna fasteign.

Og það er ekkert "næsta ómögulegt" við að vera námsmaður á leigumarkaði.

Nainsi | 5. apr. '13, kl: 01:12:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi hugmynd um að kaupa 10-20 milljón króna fasteign á tvítugsaldri er úr öllu samhengi við skynsamlega hugsun. Ég beindi orðum mínum ekki sérstaklega að yfirskriftinni á þræðinum "tvítug og get ekki keypt íbúð... bla bla." Heldur benti á aðra og miklu mun alvarlegri staðreynd um nýútskrifaðra námsmanna sem þurfa að komast inn á leigumarkaðinn, félitlir og að stofna til fjölskyldu.

Kshanti | 5. apr. '13, kl: 01:15:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Óháð aldri finnst mér það sama gilda um alla: Ef þú átt ekki peninga þá geturðu ekki keypt fasteign fyrir margar milljónir. Það gengur bara ekki á nokkurn hátt upp. Þannig að ef þú hefur ekki efni á íbúð, þá hefurðu ekki efni á íbúð og þarft að sætta þig við það. Vegna þess að það eru engin mannréttindi að eiga fasteign.

Nainsi | 5. apr. '13, kl: 01:39:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það gefur auga leið.

Nainsi | 5. apr. '13, kl: 01:17:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú slítur það sem ég sagði úr samhengi. Ég er að tala fyrst og fremst um nýútskrifaða háskólanema, tekjulitla og sem eru að fara inn á atvinnumarkaðinn.

Ég sagði ekki: "Og það er ekkert "næsta ómögulegt" við að vera námsmaður á leigumarkaði"

Aðalatriðið er að nýútskrifaðir námsmenn sem eru þá þegar með háarskuldabyrðar af námslánum stefni sér ekki í enn frekari skuldir með kaupum á fasteignum. Og jú, þá verða menn að sætta sig við það sem býðst. Því þannig er það auðvitað bara.

Kshanti | 5. apr. '13, kl: 01:20:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorrí, ég misskildi setninguna í fljótfærni. Og mér sýnist við vera meira og minna sammála, þannig að ég hef kannski verið að túlka óþarflega neikvætt hérna. Skál!

Nainsi | 5. apr. '13, kl: 01:22:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skál! ;)

abbalabbalú | 5. apr. '13, kl: 12:44:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég er námsmaður með námslán, maki minn líka. Við erum svo líka með húsnæðislán í yfirveðsettu húsnæði og með lánsveð. Við höfum það fínt og ég kvarta ekki. Við kusum að skuldsetja okkur en vorum sem betur fer nógu skynsöm að kaupa lítið húsnæði á góðum stað upp á endursölu.


Ég krefst þess ekki að ríki og lífeyrissjóðir niðurgreiði mín lán, lán sem enginn neyddi mig til að taka.


Það er ekki sjálfsagður hlutur að hafa mikið milli handanna meðan maður er í námi, að koma undir sig húsnæði eða stofna fjölskyldu. Þetta eru dýrir hlutir að gera en oft þess virði að hafa lítið milli handanna í x mörg ár til að fá þá.


Lífið er ekki peningar...

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

shiva | 5. apr. '13, kl: 13:09:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er í svipaðri stöðu og þú.. nema mér finnst sko ekkert nema sanngjarnt að einhver annar en ég borgi helvítis lánin mín1!!!

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

Sladdis | 5. apr. '13, kl: 07:13:52 | Svara | Er.is | 3

Nei þetta finnst mér ekki eðlilegt. Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að reyna kaupa þegar ég var tvítugur námsmaður. Ég leigði bara með vinum mínum og hafði það fínt. Vann á sumrin og mögulega með skóla. Hvarflaði heldur ekki að mér að reyna kaupa þegar ég útskrifaðist og átti ekki aur. Ég leigði eins ódýrt og mögulegt var og lagði fyrir. 


Svo finnst mér standardinn sem íslendingar vilja búa við vera ótrúlega mikið hærri en þar sem ég bý núna (Svíþjóð) Leigumarkaðurinn hér er dýrari, erfiðara að fá íbúð og fólk býr mun minna en á Íslandi. Alla vega ef það vill búa innan við klukkutíma ferðalag frá miðbænum. 

Þjóðarblómið | 5. apr. '13, kl: 23:13:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Vinkona mín býr í Svíþjóð líka og hún er mjög sátt með sína 18 fermetra íbúð!! Hún hefði ekki verið svo ánægð með þessa stærð af íbúð hérna á Íslandi, það er alveg á hreinu.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

kennaranemi | 7. apr. '13, kl: 19:31:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var einnig á leigumarkaði um tvítugt, leigði raunar bara herbergi þar sem ég hafði ekki efni á dýrara húsnæði. Auðvitað hefur enginn efni á því að kaupa sér fasteign tvítugur!

Pralay | 5. apr. '13, kl: 08:22:13 | Svara | Er.is | 2

reyndar finnst mér að það ætti að vera sérstök mannréttindi að fá hús yfir höfuð sér, fasteignir eru allt of dýrar hérna. Mér finnst allt í lagi að leyfa fólki að eignast íbúð fyrir 5 milljónir. Ekki að þurfa að skuldsetja sig að eilifu fyrir 60 fm íbúð á 18 m.

Mainstream | 5. apr. '13, kl: 09:33:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Er ekki bara best að láta þær kosta 2 milljónir?

Rottuskott | 5. apr. '13, kl: 11:23:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

eða hafa þær ókeypis?

Gamasa | 5. apr. '13, kl: 13:07:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þett er nú yfirboð. Ertu í framboði?

shiva | 5. apr. '13, kl: 13:09:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það eru mannréttndi að hafa þak yfir höfuðið. Það eru ekki mannréttindi að eiga fasteign.

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

lalía | 5. apr. '13, kl: 09:05:08 | Svara | Er.is | 1

Ef þú ert tvítug/ur og vilt kaupa þér íbúð, þá verður þú rétt eins og aðrir að eiga fyrir henni; geta borgað út 10-20% eða hvað það nú er, staðið undir greiðslubyrði og almennum rekstrarkostnaði.  Það er nákvæmlega ekkert skrítið eða óeðlilegt við það að tvítug ungmenni séu ekki á þeim stað í lífinu að geta þetta. Og þótt þau kaupi með aðstoð foreldra er það engin trygging fyrir því að allt verði í svimandi sælu, það þekki ég alveg dæmi um úr mínu umhverfi þar sem íbúðarkaup um tvítugt eru nánast að sliga einstakling (sem er kominn á miðjan þrítugsaldur núna) og hafa haft áhrif á það hvernig hann hefur mátt haga sínu lífi, t.d. sat draumanámið á hakanum því það þurfti að borga af íbúðinni og það þýddi að hann þurfti að vinna. Íbúðin fór á sölu en seldist (auðvitað) ekki svo þrautalendingin var að leigja hana út og eigandinn flutti inn á tengdaforeldra sína. Frábært að vera í þessari stöðu rétt rúmlega tvítugur...
Þrátt fyrir að maður sé orðinn fullorðinn og tilbúinn til að taka á sig margs konar skuldbindingar þá á enginn heimtingu á því að gera allt sem maður vill STRAX! Ég er alveg sammála því að það er einhvers konar veruleikafirring í gangi hjá þeim sem horfa þannig á lífið.

Hugfangin | 5. apr. '13, kl: 09:23:14 | Svara | Er.is | 6

Hmmm...  hefur þetta e-ð breyst? Hefur ekki verið erfitt fyrir fólk um tvítugt að kaupa sér sína fyrstu íbúð frá því ... alltaf?
Nú þarf hlutfallslega minni útborgun en þurfti t.d. fyrir 15 árum síðan, mér sýnist að það sé hægt að kaupa ágætis 3ja herbergja íbúð með ca 3ja milljón króna útborgun. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð 1997 þá þurfti ég 2 milljónir í útborgun... Sem var söfnun frá unga aldri hjá bæði mér og manninum mínum. Mér sýnist að börnin mín muni eiga um 2 milljónir á banka um tvítugt, að því gefnu að þau haldi áfram að safna öllum peningum sem þeim áskotnast (gjafir, vinna) eins og hingað til.
Þetta er í mörgum tilvikum spurning um sparnað og fyrirhyggjusemi ungmenna og foreldra þeirra og t.d. að vera búin að ræða fyrirfram í hvað peningum er eytt, þá t.d. ekki bíl á 17 ára afmælisdaginn eða þ.h.
Að vísu er ég að gefa mér í þessu að foreldrar viðkomandi ungmennis geti stutt það fjárhagslega í gegnum menntaskóla, þá með fæði og húsnæði (ekki vasapeningum) og veit að því miður eru ekki allir foreldrar í þeirri stöðu. 

Haffí | 5. apr. '13, kl: 09:28:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha nkl. Hvaðan koma þessar væntingar eiginlega?

Haffí

veg | 5. apr. '13, kl: 09:49:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama hér, þegar við hjónin keyptum 1993 urðum við að eiga tvær millur í útborgun, og á þeim tíma kostuðu þær blóð svita og tár.

Catalyst | 5. apr. '13, kl: 09:47:25 | Svara | Er.is | 0

Vildi óska að það væri almennilegur leigumarkaður, með sanngjarnri og stöðugri leigu og þú gætir leigt það og gert samning jafnvel 3-5 ár fram í tímann, gætir jafnvel leigt sama húsnæði meirihluta ævinnar ef þú lenntir á góðu húsnæði. Svo stressuð eitthvað yfir að húsnæðið sem ég er í seljist og líka smá langar mig að fara á betra svæði upp á strákana mína að gera en aðalega þessi óvissa. Væri æði að bara selja húsið sem ég á í öðrum bæ og skulda ekki neitt en vil það ekki þar sem ég gæti mögulega keypt og nýtt gamla lanið áfram í stað þess að taka nýtt og nýjan lántökukostnað.

sumarrós 18 | 5. apr. '13, kl: 11:06:53 | Svara | Er.is | 0

ég er 31 ára og á aldrei eftir að geta keypt,þótt það sé draumurinn að eiga sitt eigið...

mars | 5. apr. '13, kl: 11:26:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig veistu að þú átt aldrei eftir að geta það?

sumarrós 18 | 5. apr. '13, kl: 12:40:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það þarf gáfur til að klára skóla og geta fengið góða vinnu með góðum launum,eða safna en engin afgangur til að safna á mínu heimili eða vinna í lottó en það skéður fyrir heppið fólk og ég er ekkért að þessu...en samt met litlu kompuna mína í blokk sem ég bý og hlutirnir sem ég á og met að geta gefið syni mínum það sem hann þarnast,en það er alltaf gaman að láta sig dreyma um sitt eigið en ekki of mikið þá verður maður bara pirraður:)

mars | 5. apr. '13, kl: 12:59:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Margir af mínum vinum og fjölskyldumeðlimum sem eiga sína eigin íbúð hafa aldrei klárað nám. Svo veit ég ekki hvaðan fólk fær þá hugmynd að fólk með menntun fái alltaf hærri laun en ómenntaðir, ég hef þekkt ritara í gegnum tíðina sem hafa haft hærri laun en margir háskólagengnir sem ég þekki hafa. Ég hef verið fremur tekjulág í gegnum tíðina en með góðu skipulagi hef ég verið að safna, bæði inn á reikninga fyrir börnin mín og söfnunarreikning fyrir íbúðarkaup. Það er t.d. hægt að komast inn hjá Búseta fyrir talsvert lægri upphæð en á almennum markaði.
Ég get hins vegar lofað þér því að ef þú ákveður fyrirfram aðð þú munir aldrei geta neitt, þá muntu aldrei geta neitt, það er algjörlega bókað mál.

Gamasa | 5. apr. '13, kl: 13:11:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef þú vilt verða rík skiptir minn máli hvað þú hefur í tekjur, aðalmálið er hvað þú gerir við þær tekjur sem þú hefur.
Gömul speki sem hefur sannast aftur og aftur.

kisugrey | 5. apr. '13, kl: 11:10:01 | Svara | Er.is | 1

Hhahaah oh ég elska hvað það er í tísku núna þetta fórnarlambsvæl endalaust. Svona fær jafn mikla athygli, ef ekki meiri en börn í neyslu, eldri borgarar á vergangi og heimilisofbeldi. 

sumarrós 18 | 5. apr. '13, kl: 12:51:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tísku!!!!! ekki að væla en ég hef lent í heimilisofbeldi frá föður í minni barnæsku svo eftir 15 ára þá einelti og niðurlæging,heilablóðfall 14 ára gömul og lamast en náð mér aftur en ekki 100% klesst á mig 3, bakið í fokki mikil neysla frá 15-17 svo inná milli mikil drykkja á mínum árum nauðgað 17 ára ofbeldi frá kærasta,móðir mín vildi ekki eiga mig,gaf mig frá sér um leið og ég kom út gæti haldið áfram og áfram en svona er lífið og með að segja að ég mun aldrei geta keypt íbúð þá er ég bara raunsæ,eina góða sem ég er í er ég er mjög góð móðir og geri allt fyrir son minn hann skiptir máli og gefa honum allt sem ég fékk ekki ást umhyggju og öryggi og allt þar á milli,en eldri borgari er ég ekki enn komin á en ekki langt í það,og alltí lagi að kvarta en það er alltaf enhevr sem hefur það verri en maður sjálfur ......... smá PÚST

kisugrey | 5. apr. '13, kl: 14:39:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér þykir leitt að heyra hvað þú hefur þurft að ganga í gegnum. Ég er akkúrat að benda á þetta - svona frekjuvæll fær meiri athygli og jafnvel samúð en þeir sem eiga hana í alvöru inni. Gangi þér vel. Þú hljómar dugleg. 

ladymarmalade | 5. apr. '13, kl: 17:38:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

róleg.. kisugrey var ekki að svara þér..

.••●‎..••●‎..••●‎..••●‎..••●‎..••●‎..••●
Happiness is not having what you want. It's wanting what you have..

jóalilja | 5. apr. '13, kl: 11:30:07 | Svara | Er.is | 1

Er hún ekki að tala um framtíðina?

Það er líka búið að halda að fólki þeirri stefnu að best sé að kaupa auk þess sem leigumarkaðurinn er ómögulegur fyrir tekjulágt fólk. Ég sjálf er 30 ára og hef búið á yfir 30 stöðum. Það þarf að byggja upp hér sanngjarnt og gott húsnæðiskerfi þar sem í boði er örugg leiga og kauplán fyrir þá sem það kjósa. Það er vel hægt að hvetja fólk til þess að leigja frekar en kaupa þegar búið er að laga þetta kerfi.

Ég get ekki séð að það sé hrokafullt eða veruleikafyrrt að ætlast til þess að mögulegt sé að taka hérna lán fyrir fasteign á kjörum sem eru sambærileg og hjá þjóðunum í kringum okkur.

Sladdis | 5. apr. '13, kl: 12:54:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit ekki hvaða þjóðir í kringum okkur bjóða tvítugum námsmönnum að kaupa án þess að fá hjálp frá foreldrum sínum. Hér í Svíþjóð þarftu að skaffa alveg örugglega 15% af húsnæðisverðinu þegar þú kaupir. Það er semsagt ekki lánað yfir 85% ef ég man rétt.

Nói22 | 5. apr. '13, kl: 14:26:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hjá hvaða þjóðum í kringum okkur geta tvítugir krakkar eignast íbúðir án þess að fá hjálp frá foreldrum sínum eða fá lán? Mér fannst þessi stelpa vera alveg úti á þekju.

Gamasa | 5. apr. '13, kl: 12:45:37 | Svara | Er.is | 0

Ég get nú eiginlega ekki verið meira sammmál þér.

Ef þeta er stærsta vandmálið sem þjóðin á við að etja þá hljótum við að vera á góðum stað.

En svo kemur íljós að við höfum ekki efni á að endurnýja lækningatæki á stærsta sjúkrahúsi landsins, sem að vísu kemur ekki að sök því við höfum hvort sem er ekki efni á að hafa fólk í vinnu á þessum sama spítala.

abbalabbalú | 5. apr. '13, kl: 12:48:33 | Svara | Er.is | 1

Sammála þér. Íslendingar eru heimtufrekar væluskjóður þessa dagana.

----------------
http://www.damncovers.com/wp-content/uploads/2012/11/always-be-yourself-fb-cover.jpg

Rottuskott | 5. apr. '13, kl: 12:54:48 | Svara | Er.is | 0

Ég þakkaði nú bara fyrir að geta keypt mér litla íbúð á góðum stað þegar ég var 28 ára. Þá vorum við búin að vera að leigja ömurlega íbúð með frekar lágri leigu til að geta safnað okkur fyrir innborgun í íbúð. Keyptum svo litlu, fínu íbúðina og áttum fyrir dálaglegri innborgun enda mánaðarleg greiðsla íbúðalánsins okkar mun lægra en leiga á svipaðri íbúð.
Maður getur ekki gert allt bara NÚNA STRAX!! og það er ekkert nema heimtufrekja að halda það. Við vorum heldur ekki að hrúga niður börnum fyrr en við vorum búin að koma undir okkur fótunum. Annað er fásinna að mínu mati.

kátur | 5. apr. '13, kl: 13:08:39 | Svara | Er.is | 2

Mikil mennsku brjálæðið sem var við lýði fyrir hrun er að poppa upp aftur hjá fólki.

Það er ekki eðlilegt að fólk sem er eða er að útskrifast geti eignast sitt eigið húsnæði og allt innbú ásamt bíl eins og var hér árið 2006. Það á ekki að vera hægt að steypa sér í svona miklar skuldir á skömmum tíma nema að viðkomandi eigi líka nóg af peningum.

Lánareglur fyrir fasteignalánum eru ósköp eðlilegar að viðkomandi þurfi að eiga að lágmarki 20% eigið fé eða jafnvel meira.

En stóra vandamálið á Íslandi er þessi hugsun að þurfa að eignast steinsteypu. Vegna þessa óhagstæða vaxtastigs á Íslandi hefur ekki verið ábátasamt að byggja íbúðir til þess að leigja út þar sem fólk gæti búið árum saman eins og telst eðlilegt erlendis.

Það þarf að lækka vexti svo þetta sé hægt og þetta myndi gjörbreyta lífi svo marga að þurfa ekki að berjast við að safna sér fyrir þessari útborgun sem þarf til þess að kaupa húsnæði og geta búið á öruggum stað.


Life is a bitch....get used to it !

otherbookmarks | 5. apr. '13, kl: 14:11:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eina stóra vandamálið á Íslandi er þessi hugsun að allir þurfi að eiga steinsteypu og þess vegna er enginn almennilegur leigumarkaður í boði. Það þarf að komast af þessari steinsteypu-eignahugsun yfir í leigufélaga-hugsun.

otherbookmarks | 5. apr. '13, kl: 14:12:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eins og hefur komið fram í þessum þræði. Fólk sem hefur ekki efni á að kaupa stendur í flutningum að meðalatali 1x á ári með tilheyrandi raski fyrir börn. Fólk neyðist til þess að kaupa til að koma staðfestu í líf istt.

AyoTech | 5. apr. '13, kl: 14:12:08 | Svara | Er.is | 4

Þetta hugarfar er að færa framsóknarflokknum böns af atkvæðum. Engin tengsl við raunveruleikann.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Hygieia | 5. apr. '13, kl: 15:29:26 | Svara | Er.is | 0

Ómælord.
Get ég ekki farið að heimta afturvirka leiðréttingu á einhverju og Framsókn gerir kosningaloforð úr því?

Svala Sjana | 5. apr. '13, kl: 17:14:40 | Svara | Er.is | 0

SVOOO SAMMÁLA, ég urraði af pirringi þegar ég heyrði þetta

Kv Svala

presto | 5. apr. '13, kl: 17:30:39 | Svara | Er.is | 0

Við hjónin fengum verulegan kjánahroll, tvítug, varla byrjuð á lögfræðinni. Ef hún var að tala inn í þarnæsta kjörtímabil kom það amk. Afar illa fram.

Cesar1 | 5. apr. '13, kl: 20:42:20 | Svara | Er.is | 0

Verð samt að segja mér fynnst hræðilegt hvað leigan er orðin há ég er að borga 152 þúsund í leigu væri frekar til í að geta keft mer íbúð og borgað minna af henni heldur en ég er að borga í leigu en vandamálið er að ég myndi aldrey komst í gegnum greiðslu mat þar sem ég á ekki neina peniga og ég er á örorkubótum en mér fynnst að það mætti allveg taka tilit til þess þegar maður fer í greiðslumat að það mætti sína fram á það að maður hefur borgað svona háa leigu í 3 ár að maður getur keipt íbúð og borgað svipað af henni

ég er bara ég og ég elska það :O)

Gamasa | 5. apr. '13, kl: 21:28:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þegar þú át íbúðina þarftu að borga svo miklu meira en bara af láninu. Þá bætast við tryggingar, fasteignagjöld, viðhald (1-2 % af verðmati íbúðar) og svo áhættan ef þú ert með óverðtryggt lán.

Raw1 | 6. apr. '13, kl: 13:20:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svo ef eitthvað kemur uppá, lagnirnar, ofnarnir, þakið, klæðingin etc

Jólasveinninn minn | 6. apr. '13, kl: 16:43:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í fyrra borgaði ég yfir 200 þús. í viðhald vegna viðgerða á húsinu sem ég bý í og reikna með álíka kostnaði í ár. Það er ekki nóg að reikna bara afborgarnir af láninu. 


Það þarf að reikna með hússjóð, fasteignagjöld, viðhald, bruna- og fasteigendatryggingar og mögulegar verðbólgusveiflur með tilheyrandi aukningu á greiðslubyrði og hækkun á höfuðstól.


Ég á íbúð (eða bankinn á) sem myndi kosta sennilega 120 - 130 þ. að leigja. Ég er að borga tæplega 80 þús. á mánuði af húsnæðisláni, svo að það virkar mjög hagsætt. En svo kemur allt hitt. Hússjóður 10 þ., fasteignagjöld 10 þ., tryggingar 2 þ. og viðhald 20 þús. Í raun er ég að borga svipað og ef ég væri að leigja. 

T.M.O | 6. apr. '13, kl: 16:51:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

leigusali er öruggur með að koma þessum fastagreiðslum inn í leiguverðið + kostnaði af öllu sem gæti komið fyrir + einhverjum ágóða þar sem hann er að leigja til að fá peninga. Á meðan leigumarkaðurinn er ekki skipulagður og langtímaleiga er ekki til þá er leigjandinn að borga allt þetta og vel rúmlega það.

Gamasa | 6. apr. '13, kl: 17:06:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað er leigjandinn yfirleitt að borga þetta allt. Það er helst þega um ókipulagða leigu til skams tíma er að ræða að þessir liðir eru ekki reiknaðir inn. En í skipulagðri langtíma leigustarfsemi er þetta klárlega reiknað inn í leiguna annars færi fyrirtækið fljótt á hausinn.
Hvernig í veröldinni ætti dæmið annars að geta gengið upp?????

T.M.O | 6. apr. '13, kl: 17:15:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fólk sem leigir út íbúð í skemmri tíma reiknar þetta allt inn í leiguna og eins og leigumarkaðurinn er í dag þá er lítil hætta að eigandinn sé að borga með íbúðinni nema hún sé orðin veðsett langt yfir verði og afborganirnar séu alveg útúr kortinu.  Þegar er verið að segja að leigendur þurfi ekki að borga þessa liði þá er það bara bull. Það sem eigandinn aftur þarf að gera er að skuldbinda sig við eignina og hans áhætta er fyrst og fremst í verðbólgu og verðmæti eignarinnar og halda henni í standi. 

Gamasa | 6. apr. '13, kl: 17:49:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og leigumarkaðurinn er í dag ertu í bullandi tapi að leigja úr íbúð nema eiga verulegan hluta hennar skuldlausan.
Fólk sem leigir út íbúð í skamman tíma er ekki að reikna þessa liði sérstaklega heldur tekur bara mið af markaðnum.
Ef þetta væri þessi miljandi gróðabissniss að legja út íbúðir hvers vegna í veröldinni eru þá ekki allir að þvi.
Málið er að leiguverð er í dag lágt miðað við íbúðaverð en hátt miðað við laun. Þess vegna finst þeim sem leigja leigan vera há en þeir sem eiga íbúðir leigan vera lág.

T.M.O | 6. apr. '13, kl: 18:41:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er fullt af fólki sem er að leigja út íbúðir og er í miljandi gróðabissness og er jafnvel að kljúfa niður íbúðir í smáskonsur til að geta fengið sem flesta leigendur. Auðvitað fer þetta eftir hvað þú átt mikið í íbúðinni en t.d. ég sem skulda 30% í minni íbúð græði á því þegar markaðurinn stjórnast af fólki sem skuldar 110% af sinni en það getur ekki flokkast undir eðlilegt ástand. það stóð til að ég leigði mína í fyrra og ég fór að skoða hvað ég fengi fyrir hana. Ég ákvað að vera fyrir neðan meðalverð af því að mér ofbauð upphæðirnar sem voru eðlilegar miðað við stærð og staðsetningu. 

Gamasa | 6. apr. '13, kl: 23:17:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í öllum bissniss getur þú fundið einhver exstreem tilfelli. Það er bara kjánalegt að miða alla við það. Venjuleg íbúð sem er 110% veðsett stendur aldrei undir sér í leigu. Það þarf ekkert að ræða það frekar en þú mátt mín vegna reyna að telja sjálum þér trú um það.
Það er hins vegar ekkert undarlegt að þú sért í miljandi + ef þú skuldar ekki nema 30% í íbúðinni. Það segir sig alveg sjálft.
Svo er sitthvor prísinn ef þetta er svart eða uppgefið. Hvort ert þú að miða við?

T.M.O | 6. apr. '13, kl: 23:25:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í mínu tilfelli reiknaði ég með uppgefið að fullu en leigan sem ég væri að borga væri dregin frá þar sem ég væri að leigja sjálf í öðru sveitarfélagi. Er 110% veðsetning eðlileg? er eðlilegt að það sé miðað við það? Það er fleira fólk að leigja  íbúðir en einstaklingar sem eru að leigja íbúðirnar sem þeir hafa keypt til að búa í .

Gamasa | 7. apr. '13, kl: 21:56:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er ekki að miða við það og enginn í þessari umæðu nema þú. Þú sagðir að leigumarkaðurinn miðaiðst við fólk sem skuldaði 110% í sinni íbúð. Í innlegginu þar á undan að engin hætta væri á að eigandi væri að borga með íbúðinni nema hún "sé orðin veðsett langt yfir verði og afborganirnar séu alveg útúr kortinu."
Fyrir mér hljóma svona gífuryrði sem merkingarlaust bull frá einhverjum sem veit mjög takmarkða hvað hann er að tala um.
Sorry.

T.M.O | 7. apr. '13, kl: 22:01:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er skemmtilegur valskilningur hjá þér.

Gamasa | 7. apr. '13, kl: 22:08:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig er hægt að skilja ummæli þín öðruvísi en að sá sem er með íbúð á 100% lánum sé í gróða að leigja hana út?
Hvaða aðra valmögueika hef ég í að skilja ummæli þín?

T.M.O | 7. apr. '13, kl: 22:48:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég skil ekki þessa túlkun þína og hreinlega nenni ekki að fara í einhverjar hártoganir við þig. Ég held að þú hreinlega skiljir ekki það sem ég var að segja og ég er búin að missa áhugann á þessari umræðu.

Gamasa | 7. apr. '13, kl: 22:55:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er engin leið að misskilja það sem þú sagðir en það var kannski ekki það sem þú meintir.

T.M.O | 8. apr. '13, kl: 00:03:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég get enganvegin séð hvernig þú færð þetta út svo að misskilningurinn er þinn.

Gamasa | 8. apr. '13, kl: 10:17:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig á að skilja þessi orð öðru vísi en það sé hagnaður af að leigja út íbúð sem er 80-100% á lánum?
"í dag þá er lítil hætta að eigandinn sé að borga með íbúðinni nema hún
sé orðin veðsett langt yfir verði og afborganirnar séu alveg útúr
kortinu."

Medister | 6. apr. '13, kl: 14:06:37 | Svara | Er.is | 4

Frekjukynslóðin í hnotskurn.

Lilith | 6. apr. '13, kl: 15:15:05 | Svara | Er.is | 0

Ja, á meðan leigumarkaðurinn er ekki öruggur og gengið út frá að fólk eigi að kaupa sér eigin íbúð, já þá finnst mér að fólk yfir tvítugu ætti að geta keypt íbúð án aðstoðar foreldra.

Blah!

presto | 6. apr. '13, kl: 16:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Án þess að vera í vinnu, really?

Lilith | 6. apr. '13, kl: 19:19:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sagði ég það? Nei.

Blah!

presto | 7. apr. '13, kl: 00:37:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sorrí, hélt þú værir að svaraupphafs innlegginu um þessa stúlku sem orðin er tvítug, en spurði þar sem mér fannst það ótrúlegt. 

Kshanti | 6. apr. '13, kl: 20:00:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sérðu engin möguleg vandamál verða til þegar manneskja sem á engan pening "kaupir" hlut sem kostar 10-20 milljónir?

Lilith | 6. apr. '13, kl: 20:51:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem á engan pening? Var ég að tala um manneskju sem á engan pening?

Blah!

presto | 7. apr. '13, kl: 00:38:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Um hvaða aðra manneskju varstu að tala?

Kshanti | 7. apr. '13, kl: 01:37:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fyrirgefðu, ég hélt við værum að tala um meðalnámsmann um tvítugt sem hefur ekki enn náð að safna upp í a.m.k. 20% útborgun á íbúð.

noneofyourbusiness | 6. apr. '13, kl: 15:56:49 | Svara | Er.is | 4

Mér finnst það furðuleg krafa að fólk nýútskrifað úr menntó eigi að geta keypt sér íbúð án þess að safna sér fyrir útborgun eða neitt. 

247259 | 6. apr. '13, kl: 18:05:40 | Svara | Er.is | 0

Ohh vinkona mín ætlar sko að kaupa sér 20+ milljóna króna íbúð, ekki í blokk, hún getur sko alls ekki búið í blokk lengur. 


Þegar við vorum að ræða þetta var hún á atvinnuleysisbótum (er reyndar komin með vinnu núna, hún má nú eiga það) og sambýlismaðurinn hennar (ekki búin að vera saman í ár einusinni, lengsta samband sem hún hefur verið í var 2 ár) að vinna hjá Reykjavíkurborg, engin svakalaun þar á ferð. Samkvæmt henni er þetta sko  ekkert mál! (lesist með mikilli áherslu). 


Samt ætlar hún líka til útlanda í sumar og getur aldrei gert neitt með okkur vinkonunum af því að hún á aldrei pening.


Ég skil ekki svona rugl. Hún er að verða 23 á árinu.

Medister | 6. apr. '13, kl: 20:18:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

20 mill íbúð ekki í blokk?  Hvernig eign ætlar hún að kaupa eiginlega?

247259 | 6. apr. '13, kl: 21:48:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

s.s. yfir 20 mill, ég veit ekki hvað hún er að pæla, reyndi að tala við hana en það var ekki hægt þannig að ég sagði bara ok, hafðu þetta eins og þú villt!

T.M.O | 6. apr. '13, kl: 21:59:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski ætlar hún að kaupa sér einbýlishús á Raufarhöfn

zooom | 7. apr. '13, kl: 19:35:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ris- og kjallaraíbúðir í minni fjölbýlum uppfylla skilyrðin.

presto | 7. apr. '13, kl: 00:39:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, og þú svona neikvæða vinkonan!

247259 | 7. apr. '13, kl: 11:55:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef það er neikvæðni að benda á ef maður lifir ekki um efni framm og margir sem ég þekki í betri stöðu fá ekki greiðslumat fyrir lægri upphæðum þá já, mjög neikvæð.

presto | 7. apr. '13, kl: 11:57:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:) Ég líka, raunsæjar manneskjur verða svakalega neikvæðar við hliðina á svona fólki.

247259 | 7. apr. '13, kl: 11:58:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, furðulegt nokk!! ;)

Fnnur81 | 19. maí '20, kl: 11:15:31 | Svara | Er.is | 0

Það eru foréttindi að geta keipt íbúð, ég sé það ekki sem sjálfsagt mál. Þess vegna legg ég alltaf frá eins mikin pening og ég get í hverjum mánuði

BabyPanda | 19. maí '20, kl: 20:19:11 | Svara | Er.is | 0

Það geta bara fæstir keypt sér íbúð nú til dags, alveg óháð aldri. Verð á íbúð, (hvort sem það er söluverð eða leiguverð) miðað við lágmarkslaun er bara fáránlegt.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48036 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, paulobrien, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, Kristler, annarut123