30 daga hreinsun, umræða

tennisolnbogi | 10. jan. '15, kl: 18:14:24 | 404 | Svara | Er.is | 0

Er einhver hérna sem hefur nýlega tekið, er að taka eða er að fara að taka 30 daga mataræðið úr bókinni hans Davíðs Kristinssonar? Ég er búin að vera að skoða það í nokkurn tíma og ætla loksins að láta verða af því, sem áskorun á sjálfa mig og er forvitin um áhrif á líkamann. Ég er oft eitthvað off en hef ekki ennþá áttað mig á því hvað það er sem fer illa í mig, finnst þetta skemmtileg leið til að reyna að komast að því.


Mig langaði að stofna þráð til að athuga hvort fleiri væru í þessu hérna og væru til í að spjalla um þetta af og til, deila reynslu og hugmyndum, afbrigðum við uppskriftir t.d., hér væri hægt að spyrja að einhverju sem maður skilur ekki alveg og við myndum reyna að hjálpa hvort öðru. Það er auðvitað til hópur á FB en ég verð að viðurkenna að stundum langar mig bara að vera nafnlaus þegar kemur að svona :) Tala nú ekki um ef manni finnst spurningin manns frekar heimskuleg hehe...


Ég veit að þessi flokkur er ekki sá aktívasti, en vona að einhver rekist á þetta og nenni að vera memm. Gaman væri að heyra hvernig fólki gengur og hvernig því líður á mataræðinu :)

 

tennisolnbogi | 10. jan. '15, kl: 18:20:55 | Svara | Er.is | 1

Ég ætla hreinlega að vera sú fyrsta sem svarar mínum eigin þræði. En við erum tvö saman og ætlum að byrja á degi 1 núna á mánudaginn :) Ég fór í búð í dag og eyddi öllum peningunum mínum í mat hehe... úff hvað það er brútalt að kaupa svona mikið í einu og ekki bara það ódýrasta! En ég er ekki vön því að kaupa tvo kjúklinga, þorsk, lambalærissneiðar, lax, alvöru nautahakk og lambabóg svona í einni ferð. En þetta er alla vega það sem er í kvöldmatinn í næstu viku :)

younglady | 8. feb. '15, kl: 20:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég misssti 6kg á 4 vikum í hreinsunni, var reyndar bara ein en kærastinn minn borðar ALLT sem ég elda. Ég notaði bara restina af kvöldmatnum í sallat daginn eftir, og notaði ALLA afganga.

Ég reyndar féll og er að byrja hægt og rólega aftur, en þegar ég næ að taka ALLT saman út ælta ég að byrja aftur á sama plani.
Mér líður miklu betur án sykurs, glútein og mjólkurvörur. Hef aldrei liðið betur :) vatsdrykkjan svo miklu betri en kaffi og djús og fl :)

tennisolnbogi | 9. feb. '15, kl: 21:01:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flott hjá þér :) Ég var nýbúin að missa rúmlega 10 kg þegar ég byrjaði og er núna að klára hreinsunina, búin að missa um 3 kg :) Sem er flott fyrir mig, ég var í rauninni ekki að reyna að grenna mig markvisst (er komin í kjörþyngd, þó það sé ekkert hættulegt fyrir mig að missa nokkur kg í viðbót). Karlinn minn hins vegar er markvisst að grenna sig og hann er búinn að vera svona 70% í þessu með mér. 


Ég hef hins vegar verið að díla við of hæga meltingu og hef aldrei prófað að taka alveg út glúten (samt að mestu, fyrir utan hafragrautinn ;)) og aldrei verið nálægt því að taka út mjólkurvörur. Var hætt í sykrinum líka áður. Því miður þá datt ekki inn lausn á þeim vanda, líður samt að öðru leyti mjög vel. Ég ætla að taka inn vissar mjólkuvörur næstu daga og hafragrautinn líka. Hveitið og sykurinn fær alveg að vera úti :) Ég held að ég sé frekar viðkvæm fyrir geri heldur en glúteni. Beikon ætlar að kíkja aftur í heimsókn líka :) Við ætlum að fara frekar í að minnka kolvetnin núna og jafnvel minnka skammtana örlítið. Smá kaffi fær að koma inn hjá mér líka :)


Mér finnst ég hafa lært rosalega mikið af þessu og ætla algjörlega að halda mig við skipulagið, því maður hefur ekkert orðið svangur þannig og alls ekki komin með leið og langar ekkert að sökkva okkur í sukkið :) 

Neboteen | 20. maí '15, kl: 23:07:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað telur þú vera alvöru hakk :)?

tennisolnbogi | 21. maí '15, kl: 10:03:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alvöru nautahakk? Hakk úr nautakjöti til dæmis :) Sparhakk er mun ódýrara en gæti seint talist vera "alvöru nautahakk". 

Neboteen | 21. maí '15, kl: 12:55:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þannig, s.s ekki blandað.
Þín verslun í brh er með besta nautakjötið

tennisolnbogi | 21. maí '15, kl: 14:41:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svolítið langt að fara fyrir mig :) en hreint nautakjötshakk er klárlega dýrara en það sem ég hafði áður verið að kaupa, enda var ég að tala um kostnað. Það er reyndar líka hægt að fá blandað kinda- og nautahakk með engum aukaefnum, það er ódýrt. Ég var ekki að meika kostnaðinn í fleiri mánuði (ég er löngu búin með 30 dagana) enda hentar það okkur ekki að borða svona mikið af íburðarmiklum kvöldmáltíðum. Það er samt hægt að borða hreint :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47985 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien