5 2 mataræðið...

ætlamér | 19. okt. '13, kl: 19:41:46 | 1500 | Svara | Er.is | 0

Er einhver hér sem hefur prófað þetta 5 2 mataræði, fasta með hléum?

 

SKVÍSA78 | 19. okt. '13, kl: 20:16:03 | Svara | Er.is | 0

Var að byrja er búin með eina viku sem sagt fastaði frá kl 2 á mánudaginn il 2 á þriðjudaginn svo frá 12 á fimmtudaginn til 12 á föstudaginn kv

hagamus | 19. okt. '13, kl: 20:58:33 | Svara | Er.is | 2

Já, ég er búin að vera á 5:2 í 6 vikur núna og gengur mjög vel.  Ég var búin að vera á LKL í 4 vikur áður en ég skipti yfir á 5:2 en LKL fór mjög illa í mig og ég var með miklar aukaverkanir af því m.a. mikið vökvatap.   Svo fyrstu 3 vikurnar á 5:2 fóru í að ná mér eftir vökvatapið og þess vegna þyngdist ég til að byrja með meðan líkaminn var að komast í jafnvægi aftur.  En eftir að ég fór að léttast þá fer ca. hálft kíló á viku, ég er búin að tapa 2 kílóum á þessum 4 vikum eftir að ég fór að léttast.  Sumir sem ég þekki eru að missa allt að 1 kg á viku á 5:2.

Mér líður mjög vel á 5:2, það er orðið ekkert mál að fasta og þá daga líður mér vel.  Ég er að passa að troða ekki í mig hina 5 dagana heldur halda mig innan þeirra hitaeininga sem ég þarf daglega til viðhalds.   Ég borða 2 máltíðir á dögunum sem ég fasta, léttan morgunmat sem er um 150 hitaeiningar og svo ekkert fyrr en um kvöldmat ca. 300 hitaeiningar.   Ég er svo mjög spennt fyrir því að fá niðurstöður úr blóðprufu eftir 3 mánuði á 5:2 því ég hef verið með of háa blóðfitu og rannsóknir benda til að föstur geti hjálpað við að lækka blóðfituna og laga fleiri blóðgildi.  Það er til grúbba á facebook sem er tileinkuð 5:2  

 

ætlamér | 19. okt. '13, kl: 23:54:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir frábært svar, ég kíkka á facebook:)

þreytta | 19. maí '14, kl: 09:06:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig gengur þér núna? Ertu búin að fara í blóðprufu?

elsdan90 | 20. maí '14, kl: 13:14:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað borðar þú á þessum föstu dögum?

Kaffinörd | 19. maí '14, kl: 09:09:55 | Svara | Er.is | 4

Hvað með skynsamlegt mataræði 5 litlar máltíðir á dag á 2-3klst fresti og 2 lítra af vatni yfir daginn plús hreyfing ?

Andý | 19. maí '14, kl: 09:46:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki beint megrunarkúr þó svo að maður léttist í bónus

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

þreytta | 19. maí '14, kl: 09:53:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er bara spurning um hvað fólk vill og velur sér. Það eru aðrir kostir við þetta matarræði heldur en bara að léttast og það er ekki síst það sem t.d. ég og aðrir sem ég þekki eru að leita eftir. 

Andý | 19. maí '14, kl: 10:09:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einmitt eiginlega bara að leita eftir því - er ekkert of feit neitt en mátti alveg losna við nokkur kíló sem festust á mér þegar ég var bakveik og farlama. Og þau eru farin en ég ætla ekki að hætta að fasta, þetta er svo hollt og gott :)

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Felis | 19. maí '14, kl: 10:23:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

það er ekkert endilega skynsamlegra en margt annað - ekkert sem bendir til þess að mannfólk sé smíðað til að borða svona oft. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

veg | 19. maí '14, kl: 12:35:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvað með að viðurkenna að mismunandi aðferðir hennta mismunandi fólki?

ComputerSaysNo | 20. maí '14, kl: 13:17:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dööö er hægt að selja bækur með því mataræði???

Andý | 19. maí '14, kl: 09:45:36 | Svara | Er.is | 1

JÁ! Ég er á þessu og er algjörlega frelsuð, er að fasta í dag og mér líður svo sjúklega vel eftir að ég byrjaði á þessu. Er líka búin að léttast og get hneppt fötunum mínum og allt. Þetta er dásamleg uppfinning

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

þreytta | 19. maí '14, kl: 09:47:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ertu búin að vera lengi á þessu? Minn fyrsti föstu-dagur er í dag :) Ég horfi á strákinn minn borða jarðaber og nýt þess að lykta af þeim og hlakka til að fá mér 50 g af jarðaberjunum eftir kvöldmatinn :) 

Andý | 19. maí '14, kl: 09:56:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að þetta sé fimmta vikan mín. Þetta verður auðveldara og auðveldara, ég er alveg farin að hlakka til sveltisdaganna. Gangi þér vel :)

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

snsl | 19. maí '14, kl: 10:55:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nennirðu að segja mér hvað þú borðar í sveltinu?

Andý | 19. maí '14, kl: 11:03:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er nýbyrjuð að fá mér svona búst, með möndlumjólk, smá vanillupróteini, lime, fullt af spínati og kannski einum banana. Já og engifer er snilld líka. Stundum er er alveg að ærast á kvöldin og þá fæ ég mér kannski eitt egg með smá smjöri (ef ég á kcl eftir :)). Svo drekk ég bara ógeðslega mikið vatn og tek vítamín, já og kaffi náttúrulega. Ég reyni að borða sem allra minnst og fer aldrei yfir 500 kcl og held mig við grænmeti og ávexti frekar en eitthvað annað. Mér líður SVONA vel þegar ég vakna eftir þessa daga, ég á frekar auðvelt með að svelta mig og finnst betra að gera þetta svona. Sumir sem ég þekki eru að borða eggjahvítuomiilettur á morgnana og kjöt og eitthvað á kvöldin, hitt passar mér betur

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

gamlamín | 19. maí '14, kl: 10:07:08 | Svara | Er.is | 4

Ég er búin að vera á þessu síðan þátturinn kom í sjónvarpinu snemma í september og tel mig vera búna að finna það sem hentar mér. Ég hef lést um 19 kg síðan þá, er miklu hressari bæði andlega og líkamlega og sef miklu betur. Ég fer ekki nákvæmlega eftir planinu, borða til dæmis minna á föstudögunum, um 200 hitaeiningar. Svo nota ég Matardagbókina til að fylgjast með matarræðinu hina dagana. Finnst ég gæti lifað svona það sem eftir er.

Andý | 19. maí '14, kl: 10:11:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vei! Áfram 5:2!

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

stelpa001 | 19. maí '14, kl: 15:38:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

gætiru gefið mer uppl. um hvernig þessi "Kur" virkar ? hvað ma borða og hvað ekki, og hversu oft maður fastar og hvað ma þa borða og svona ?

veg | 19. maí '14, kl: 11:55:05 | Svara | Er.is | 0

já ég er á þessu, hef lést um kannski svona 5 kg, enda er ég ekkert að spá sérstaklega í mataræðið á milli föstudaga. en ég hef losnað við bjúg sem ég hef átt í vandræðum með núna í nokkur ár.
svo að ég er sátt.

elsdan90 | 19. maí '14, kl: 15:41:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig fastarðu?

Á hvaða dögum og klukkan hvað?

veg | 19. maí '14, kl: 15:48:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg fasta á mánudögum og fimmtudögum. Eftir að hafa prófað ýmislegt á þessum dögum, þá hefur komið í ljós að mér hentar best að borða einn banana og eina teskeið af hampfræjum að morgni og svo eitt lítið avocado síðdeigis þá daga sem ég fasta.

þreytta | 19. maí '14, kl: 16:39:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Borðaru ekkert meira en þetta?

veg | 19. maí '14, kl: 17:32:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, ekki þá daga sem ég fasta.

elsdan90 | 19. maí '14, kl: 17:49:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað eru þetta margar kal sem má borða á þessum dögum sem fastað er?

veg | 19. maí '14, kl: 18:01:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

500 fyrir konur og 600 fyrir karla.

I.P. Freely | 19. maí '14, kl: 15:00:44 | Svara | Er.is | 0

Jebb... ég er á þessu og elska þetta, var ógeðslega erfitt fyrst hélt ég myndi farast úr hungri og langaði svo í nammi en svo fannst mér þetta æði, á mjög vel við mig og lækkaði matarinnkaupinn :)

Mrsbrunette | 19. maí '14, kl: 23:53:45 | Svara | Er.is | 0

Og mà borða allt hina 5 dagana ?

Andý | 20. maí '14, kl: 13:33:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Alpha❤ | 20. maí '14, kl: 13:41:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvernig er þá hægt að grennast á þessu?

Felis | 20. maí '14, kl: 13:43:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú borðar færri hitaeiningar

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Alpha❤ | 20. maí '14, kl: 13:45:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ekki ef maður borðar eins og hestur hina dagana?

Felis | 20. maí '14, kl: 13:46:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef maður borðar venjulega hina dagana, bara einsog maður hefur verið að borða, en bara 500 hitaeiningar 2 daga í viku þá er maður heilt yfir að borða færri hitaeiningar en venjulega - almennt ætti það að vera nóg til að fólk grennist. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 20. maí '14, kl: 13:46:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en auðvitað gengur það pottþétt ekki yfir alla - frekar en eitthvað annað

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Andý | 20. maí '14, kl: 14:19:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta miðast ekki við hesta sko, étur þú þannig alla daga?


Ég held samt að fólk sem borðar og borðar hugsi sig nú samt tvisvar um áður en það treður í sig marens í morgunmat og kfc í hádeginu eftir þessa daga. Mér finnst ógeðslega gott að fantisera um allskonar ógeð þegar ég fasta en svo vaknar maður eitthvað svo ferskur og með flatan maga og þannig eftir þetta að manni langar ekkert að éta eins og svín. En ég miða út frá sjálfri mér bara og ég borða nú yfirleitt alveg hollt  þó svo að ég geti tekið átköst. Ég ráðlegg öllum að prófa þetta og taka fyrstu tvær vikurnar á hörkunni. Ég missti eitt og hálft kíló fyrstu vikuna. Veit ekki hvað ég hef misst mikið núna (því ég á enga vigt og vigta mig bara hjá mömmu) en ég er allavega byrjuð að geta notað fötin mín aftur og vil ekkert mjókka neitt mikið meira. Þetta er bara svooo gott og hef verið að lesa um þetta og fengið svo mikla trú á því að við munum lifa lengur og vera hressari ef við erum ekki alltaf étandi

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Andý | 20. maí '14, kl: 14:24:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko bara!


Ég get þá líka sagt ykkur að ég þekki frekar marga Svía sem eru byrjaðir að gera þetta, þetta er alveg smitandi og hrikalega gaman og hressandi :)

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Medister | 20. maí '14, kl: 15:04:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tekurðu báða föstu dagana í einu, eða er venjulegur dagur á milli?

veg | 20. maí '14, kl: 15:06:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er ekki mælt með að maður taki föstudaganna í röð, frekar að dreyfa þeim.

Andý | 20. maí '14, kl: 15:26:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég tek mánudaga og fimmtudaga. Svo er svo gott að maður getur fært til daga ef eitthvað stendur til. En það er bannað að taka tvo í einu

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

veg | 20. maí '14, kl: 15:33:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sama plan og ég er með :)

Andý | 20. maí '14, kl: 15:38:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Pant við vera bestu samfó-vinkonur! :)

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Medister | 20. maí '14, kl: 15:43:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok.  Ég sé þetta fyrir mér sem fína leið til að halda þyngd þegar ég er búin að ná settu marki. Til léttings finnst mér danski meika mest sens.

Andý | 20. maí '14, kl: 15:59:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Örugglega mjög gott þannig - ég þekki fólk sem fastar einn dag vegna þess að það vill ekki grennast, bara lifa lengur

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Medister | 20. maí '14, kl: 16:01:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kúl, ég ætla að skoða þetta þegar ég er komin nálægt kjörþyngd - hvenær í helvítinu sem það nú verður.

Andý | 20. maí '14, kl: 16:19:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já gúgglaðu líka soldið og kíktu á jútúb þetta verður miklu skemmtilegra þegar maður alveg trúir á þetta líka 

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Blandís | 12. feb. '17, kl: 21:48:06 | Svara | Er.is | 1

jæja þið öll, hvernig gekk svo? Eruð þið enn að fasta tvo daga í viku?

ÓRÍ73 | 13. feb. '17, kl: 00:27:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg er búin að gera þetta í rúmt ár. 

Bragðlaukur | 6. maí '21, kl: 20:00:27 | Svara | Er.is | 0

Það væri gaman að vita, hvernig þetta fólk allt er statt í dag :)
Hvort það hefur getað haldið þyngdinni.
Hvort það er áfram á 6:1 osfrv.
Sjálf er ég á 5:2 nú.

Jonatan7 | 7. maí '21, kl: 17:44:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lang fæstir sem missa þyngd viðhalda því til lengri tíma. Sérstaklega ef þyngdarmissirinn kemur í gegnum eitthvað öfgafullt eins og 5:2. Fólk nennir ekkert að fasta tvo daga í viku það sem eftir er ævi sinnar, enda vill líkaminn það ekkert til lengdar og því eðlilegt að hormónastarfsemin verði fyrir truflun og fólk bæti öllu á sig aftur og jafnvel gott betur því að líkaminn reynir að undirbúa sig fyrir næsta skammt af sveltikúrnum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48012 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, Guddie, Hr Tölva, Paul O'Brien, paulobrien, annarut123