6 bekkur og gengur illa í ensku, hvað er hægt að gera?

larakri | 29. maí '15, kl: 11:54:11 | 655 | Svara | Er.is | 0

dóttir mín er að klára 6 bekk, en henni gengur svo illa í ensku og líður illa út af því, hefur enhver ráð fyrir mig? kann ekki að kenna henni sjálf.

 

Charmed | 29. maí '15, kl: 12:02:25 | Svara | Er.is | 0

sýnist vera námskeið hjá þeim í sumar fyrir krakka

 
s

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Andryela | 29. maí '15, kl: 12:12:21 | Svara | Er.is | 0

Svo er líka hægt að fara á bókasafnið og finna skemmtilegt Manga (lítill texti, mikið af myndum) eða aðrar léttlestrar bækur, ss bækurnar um Hiccup, How to train your dragon. Og vera duglegur að nota orðabók. Tungumálanám er bara vinna eins og allt annað nám... en það er hægt að kenna það á svo margan skemmtilegann hátt. Einfaldir hlutir eins og að versla á ensku. "can you fetch the carrots, please" og svona gerir allt tamara. + mikið til af leikjum á netinu sem eru hannaðir til ensku kennslu, (mamma gefur littlu systur minni alveg auka 30-40 mín í tölvunni á netinu ef hún er í kennsluleik. ss landafræði eða e-h tungumáli og eða stærðfræði) Svo er hægt að glugga í texta á júróvisjón lögum eða því sem áhuginn er á.

En afþví að allt svona er vinna að þá er betra að byrja með lítil markmið eins og að kunna að telja uppá 30 eða alla litina eða eitthvað afþví að þá er svo þægilegt að mæla árangurinn,

svo er ekkert sem kemur í veg fyrir það að hafa samband við ættingja eða vini eða jafnvel bara einhvern útí bæ sem myndi hitta stelpuna þína og fara yfir svona einusinni eða tvisvar í viku kannski ?

Vona að þetta leysist, kunni sjálf ekkert í ensku fyrr en í 8.bekk afþví að þá vildi ég lesa bók sem var ekki búið að þýða á íslensku og gat ekki beðið, svo ég skil vel að henni þyki ekki gaman að ganga illa :)

---------------------------------------------------------------
Ástfangin af ítalskri 'NECCHI Lydia3' vél

everything is doable | 29. maí '15, kl: 12:51:34 | Svara | Er.is | 0

Mín reynsla er að besta kennslan sé í sjónvarpinu finna einhverja þætti sem barninu finnst skemmtilegir og bjóða uppá þá á ensku án texta og þetta kemur mjög fljótt. 

Catalyst | 29. maí '15, kl: 14:52:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það þjálfar bara skilning, barnið lærir ekkert að nota tungumálið þannig.

everything is doable | 29. maí '15, kl: 17:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég er með 3 sem lærðu ensku svoleiðis og tala hana vel í dag, við tókum uppá þessu með elsta þegar ekkert gekk að læra enskuna í bókunum og allar einkunir voru 1 eða 2 þá fékk hún heilt sumar að horfa á enska þætti (eitthvað sem er ekki vanalega í boði á okkar heimili þar að segja sjónvarp) og viti menn einkunnirnar hafa verið yfir 8 síðan og hún tala enskuna án vandræða. Það er rosalega mismuanndi hvernig fólk lærir tungumál og alls ekkert allir sem geta lært það með því að lesa texta og læra sagnir utanbókar eins og er kennt í skólanum. 

Catalyst | 29. maí '15, kl: 19:00:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Veit það, var að taka kúrs sem er um kennslu tungumála og þá var talað um að það vanti oft mikið upp á hjá þeim sem að læra bara af því að horfa á sjónvarpið. Þau hafi oft mikinn skilning en litla getu í að tala málið og mynda setningar rétt.
En oft er það blanda af leiðum sem virkar best. Þú getur orðið rosa góður í að tala og skilja tungumál af því að bara hlusta og ræðavð fólk en þegar kemur að því að skrifa þá vantar alla málfræði og stafsetningu. Kannski hefur stelpan þín verð að ná einhverju inn en vantað einhvern herslumun til að þetta klikkaði hjá henni og þegar hún fór að skilja talaða málið í gegnum sjónvarpið hefur hitt sem hún var að læra smollið.

þreytta | 30. maí '15, kl: 13:45:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er erfitt held ég að læra tungumál BARA með því því að horfa, en ef hún horfir heima og fær kennslu í skólanum erum við að tala um allt annan hlut. 

everything is doable | 31. maí '15, kl: 18:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vil meina að rétt leið sé að börn hafi fyrst skilning og síðan fariru í málfræðina því ég geri ráð fyrir því að öll íslensk börn séu í málfræðinni í skólanum. 

Svala Sjana | 29. maí '15, kl: 19:01:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jú þau fá góða máltilfinningu og þetta er lang einfaldasta og þægilegasta kennslan fyrir unga krakka, ekki spurning

Kv Svala

Catalyst | 29. maí '15, kl: 19:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fær tilfinningu fyrir málinu já en þarf ýmislegt fleira til að geta nýtt það sem þau hafa lært. Þau skilja helling og fá orðaforða og einmitt talað um að þetta sé gott í byrjun og sem stoðtæki með öðrum aðferðum. Það vantar öll samskipti samt og tækifæri til að æfa sig í málinu. Oft þegar þau reyna að tjá sig skilar það sér ekki jafn vel og þau hefðu ætlað því þau skilja mikið meira en þau ná að tjá vegna skorts á æfingu.
Það aftur á móti fær hún í skólanum, bæði fínpússun á málfræðinni og setningaskipan og svo að tala en fær skilninginn úr Tv. Þarf líka að geta tjáð sig og í prófum í skólanum er ekki nóg að skilja hvað er spurt um hún þarf líka að geta svarað.

Catalyst | 29. maí '15, kl: 19:54:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ákvað að hlusta aftur á hlutann af fyrirlestrinum þar sem var verið að fjalla um þessa aðferð bara til að hafa þetta alveg 100% :)
En það er einmitt talað um að þau fái góða tilfinningu fyrir hvað er gott mál og hvað er ekki en þegar þau sjálf fara að reyna að skrifa þá gangi það oft ekki vel vegna skorts á æfingu (eðlilega, eru ekkert að skrifa eða tala meðan þau horfa á Tv) en ef þeim væri sýndar tvær setningar þar sem önnur er góð og hin svona allt í lagi þá hafa þó góða tilfinningu fyrir hvað er góða setningin.
Kennarinn sagði líka að þau væru oft ekkert sérstaklega góð í að tala tungumálið.
Ef þetta er eina aðferðin þá ná þau bara takmarkað langt, en sé mjög gott með öðrum aðferðum og sérstaklega í byrjun þegar læra á tungumál.

Bara sama og þegar fólk flytur til norðurlanda.. það er sagt við þau að besat leiðin sé að ná sér í kilju á tungumálinu og orðabók og reyna að stauta sig í gegn. Þau læra auðvitað helling á því og fá orðaforða en þau læra ekki að hlusta á málið né að tala það með þeirri aðferð.

Svo eins og ég sagði áður, þau fá skilning (og þar með talið máltilfiningu) en ekki hvernig nota á tungumálið.

Svala Sjana | 30. maí '15, kl: 01:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað læra þau að nota tungumálið líka. Svo hefur það hjálpað nemendum með sértæka námsörðuleika ótrúlega mikið að hafa enskan texta með.

Kv Svala

ert | 30. maí '15, kl: 01:16:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En þau varla hvernig á að nota tungumálið af því að tala við non-native speakers sem kunna málið ekki nægilega?  Varla lærir barnið mitt að nota Hausa ef ég tala Hausa við barnið upp úr frasabók?


--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Catalyst | 30. maí '15, kl: 11:04:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gætiru útskýrt spurninguna betur? Er ekki alveg viss, gæti vantað eitthvað orð og vil ekki svara nema vera viss um að skilja spurninguna.

ert | 30. maí '15, kl: 11:10:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Upphafsinnlegg segir "kann ekki að kenna henni sjálf". Út frá því geri ég ráð fyrir að upphafsinnlegg sé ekki gott í ensku. Það er alveg rétt til að læra tungumál vel þarf fólk helst að vera í umhverfi native speakers til að læra tal og skilning og svo í skóla með native speakers til að læra lestur og skrift á þann hátt sem native speakers kunna. Vandinn er sá að upphafsinnlegg er ekki native speaker og virðist ekki kunna ensku vel. Hvernig getur hún kennt barninu skrift og tal?  Skilning getur hún kennt í gegnum sjónvarp eða tölvuleiki og lestur í gegnum bækur eða tölvuleiki þar sem hægt er að fá slíkt gert af native speakers en hvernig á hún að bjarga hinu?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Catalyst | 30. maí '15, kl: 11:32:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ohh var komin með svo fínt svar og ætlaði síðan að bæta einhverju við áður en ég sendi á þig en þá allt í einu fór ég á einhverja allt aðra síðu!

En svarið mitt við að þau fái ekki þjálfun í tali og skrift heldur öðlist bara skilning og, eins og önnur benti á, tilfinningu fyrir málinu var til annars notanda sem að sagði að TV áhorf væri besta aðferðin. Þetta er fín aðferð í byrjun og gott stoðtæki en miðað við það sem ég lærði í vetur ekki "besta" aðferðin. Ekki heldur að segja að hún sé slæm, bara að hana vanti vissar hliðar svo úr verði heildar kunnátta/þekking.

Síðan svara á á öðrum stað aftur öðrum notanda sem að segir að tala saman sé sniðugt og ég tók undir það, það hjálpar, alveg eins og TV áhorf. Þar eru þá komnar tvær aðferðir sem gott er að blanda saman.

Ég hugsa að ef að stelpan horfi á tv í sumar ótextað þá mögulega gæti hún öðlast meiri skilning og þá mögulega gæti það sem hún hefur lært og mun læra í skólanum smollið hjá henni. En ef að þetta er viðvarandi finnst mér að mamman þurfi að fá þá aðstoð td aukatíma í viðbót við að annað hvort ýta undir meiri lestur og orðabókanotkun og Tv áhorf.

Finn bara á sjálfri mér að ég get horft á myndir og þætti ótextað (og geri mikið af því) og ekkert mál, skil vel það sem er sagt. Ég lesa líka svoldið á ensku, mismikið en þarf líka að lesa á ensku í náminu. Gengur bara fínt. En ég á oft í vandræðum með að koma þessu á íslensku, finnst ekki auðvelt að tala hana því mér finnst ég hljóma asnalega (kæmi eflaust með æfingu ef ég hefði tækifæri til að tala hana) og ég treysti mér engan veginn í að skrifa faglegan texta svosem ritgerð eða þannig á ensku án aðstoðar.

ert | 30. maí '15, kl: 11:36:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem ég er að benda á er að það er eitt að vita hvað tungumálakennsla virkar best og það er að vera í umhverfi með native speakers og vera í skóla með þeim og svo er raunveruleikinn annar. Já, íslensk börn skortir æfingu í að skrifa ensku og að tala hana í eðlilegu umhverfi en hvorugt er auðleyst vandamál. Það er ekkert eðlilegt native speaker umhverfi til að tala ensku í og svo eru ekki til nógu margir ensku kennarar sem eiga ensku að móðurmáli og gengu í enskumælandi skóla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Catalyst | 31. maí '15, kl: 19:38:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg rétt. Það er munur að fá kennslu frá native speaker og svo einhverjum sem hefur ba i ensku og kennaluréttindi td. Munar um ef kennaribn hefur buið i landinu i einhvern tima td meðan á nami stóð en held það vanti samt eitthvað upp á.

Catalyst | 31. maí '15, kl: 19:39:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki að segja að íslendingar geti ekki orðið góðir i ensku eða öðru erlendu máli. En það verður samt munur á okkur og native aðila

UngaDaman | 30. maí '15, kl: 02:09:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hentar alls ekki öllum að lesa kiljur og orðabækur, ég hugsa að þetta sé rosalega einstaklingsbundið eins og hvað annað.


En fyrir mitt leyti, sjónvarpið all the way. Kennarinn minn studdi það líka, man enn hvað hún var vön að segja :) " ef ég sé árangur, þá skaltu tvöfalda áhorfstímann" :D

Catalyst | 30. maí '15, kl: 11:05:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda segi ég hvergi að þetta sé slæmt, bara voða einhæft, alveg eins og bara að lesa og nota orðabók eða bara læra málfræði. Þú lærir eina hlið en ekki allar.

Felis | 31. maí '15, kl: 23:47:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjónvarp gefur manni samt mun minni orðaforða en lestur, en er góð leið til að byrja.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Svala Sjana | 30. maí '15, kl: 01:12:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki orðið vör við þessi vandamál sem þú ert að telja upp hjá mínum nemendum. Það að horfa á TV eða nýta tölvu/tölvuleiki virðist hjálpa nemendum ótrúlega mikið í tungumálanámi. Máltilfinningin er eitt það mikilvægasta sem þau öðlast. Að hafa tilfinningu fyrir hvað er rangt og hvað er rétt við notkun tungumáls er ómetanlegt

Kv Svala

Catalyst | 30. maí '15, kl: 11:08:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég segi einmitt að þetta sé gott hjálpartæki. Nemendur þínir eru ekki bara að horfa á Tv og vera í tölvuleikjum, þeir fá líka námið hjá þér og þannig púslast þetta saman i góða útkomu.
Persónulega finnst mér að sem fjölbreyttasta aðferðin við kennslu tungumála sé málið. Þetta sem við erum vön að einblýna svo mjög á málfræðina er ekki alveg nóg þó það sé mikilvægt líka.

visindaundur | 29. maí '15, kl: 13:14:38 | Svara | Er.is | 0

Tala ensku heima í dags daglegum hlutum af og til.  Það hefur þrælvirkað hjá okkur.

Catalyst | 29. maí '15, kl: 14:54:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt samskiti á milli, þar sem bæði er talað við barnið og það talar til baka virkar vel.
Síðan má bæta við að setja post it miða með orðum hlutanna hjá þeim heima, td í herberginu hennar.
Lestur bóka og skrifa hjá sér orðin og að horfa á þætti og myndir ótextað hjálpar til upp á að skilja tungumálið, læra orðin og svoleiðis en gerir lítið upp á að búa til setningar sjálfur eða ætla að segja eitthvað sjálfur.

Catalyst | 29. maí '15, kl: 15:03:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*samskipti

nennskiggi | 29. maí '15, kl: 15:25:44 | Svara | Er.is | 0

Myndi reyna að gera sem flest á ensku. Ef þið horfið á bíómyndir eða þætti, hafa þá enskann texta. Þá heyrirðu tungumálið og þjálfar lesskilninginn í leiðinni.
Svo er fullt af tölvuleikjum sem að reyna á tungumálakunnáttuna, role playing leikir t.d. hafa yfirleitt mikinn dialog.
Lesa bækur, myndasögur, o.s.frv. á ensku.
Svo er líka mikilvægt að eiga almennar samræður á ensku, bæði í töluðu og rituðu máli. Þið getið talað saman á ensku á heimilinu, hægt að tala við random fólk á internetinu og allskonar.
Ofan á þetta er að sjálfsögðu líka mikilvægt að læra málfræðireglurnar formlega, en það er eitthvað sem ætti að vera tekið vel fyrir í skólanum.

Allavega hefur það reynst mér vel einfaldlega að nota tungumálið mikið. Átti alltaf mjög auðvelt með enskuna í skóla einfaldlega vegna þess að ég var alltaf að lesa eitthvað á ensku eða að nördast á einhverjum spjallborðum eða tölvuleikjum og svona og talandi við fólk á ensku nánast daglega.

Dalía 1979 | 29. maí '15, kl: 16:16:23 | Svara | Er.is | 0

Það kemur með timanum  er hún ekki ný byrjuð að læra  ensku í skólanum það getur vafist rosalega fyrir sumum að læra túngumál 

ÓRÍ73 | 29. maí '15, kl: 17:06:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mjög margir skólar kenna ensku fra 1.bekk

Guppyfish | 29. maí '15, kl: 17:29:21 | Svara | Er.is | 1

Ég var ordin reiprennandi í 6 bekk vegna mikils gláps á the simpsons

everything is doable | 29. maí '15, kl: 17:50:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nefnilega stór hluti sem lærir tungumál aðalega með því að heyra það talað

Guppyfish | 29. maí '15, kl: 18:40:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Thad er lìka svo gaman ad horfa á thetta aftur á fullordins aldri og fatta loksins alla pólitísku brandarana sem madur hafdi ekki vit á ad skilja í denn.
Svo veit ég um marga sem lærdu mikid af dönskum andrésblödum.

kryddjurt | 29. maí '15, kl: 17:36:41 | Svara | Er.is | 1

Ég hef heyrt fleiri en einn tala um sjónvarp sem góða leið til að læra.

IQ200 | 29. maí '15, kl: 22:14:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enskukennsla fyrir krakka á netinu, t.d. nams.is og horfa á DVD myndir á ensku með enskum texta

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. maí '15, kl: 03:06:26 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur. Ég var sjálf drulluléleg í ensku þegar ég var á þessum aldri meðan jafnaldrar, sem horfðu mikið á sjónvarp, töluðu ''reiprennandi'' ensku. Var hins vegar mjög góð í íslensku og ágæt í dönsku, og tala núna dönsku líka ansi vel


Eftir á að hyggja var það fólk ekkert spes í ensku, kunni bara samræðu-ensku en ekkert dýpra en það. Ég tala enslu núna sem ég myndi kalla mjög góða (ekki á við háskólamenntaðan Breta eða Bandaríkjamann samt)


Ég bý í USA núna og það er bara fullt af fólki hér sem er lélegt í ensku, rétt eins og margir á Íslandi skrifa og tala slaka íslensku

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Ranímosk | 30. maí '15, kl: 04:16:31 | Svara | Er.is | 1

Dóttir mín var svona líka í grunnskóla. Kom í ljós að kennarinn gerði ráð fyrir að allir kynnu ensku! Strákarnir voru með þetta enda þaulæfðir í tölvuleikjunum amerísku. Spurning hvort þetta sé ekki ástæðan fyrir lélegri íslenskukunnáttu drengja!
Allavega er stelpan mín núna orðin hámenntuð og vinnur á verkfræðistofu í útlöndum og talar ensku eins vel og móðurmálið.
Athugaðu hvernig kennslan fer fram.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. maí '15, kl: 16:58:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, nákvæmlega eins og hjá mér. Eftir á að hyggja voru strákarnir í tölvuleikjunum alls ekki með góðan orðaforða, þó svo að þeir færu léttlilega í gegnum byrjendabækurnar í ensku

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Ranímosk | 30. maí '15, kl: 23:46:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér fannst þeir almennt góðir í ensku en síðri í íslensku en stelpurnar.
Auðvitað var þetta ekki bara svart og hvítt, sumir gátu talað enskuna eins og innfæddir og lesið en ekki skrifað hana rétt. Svo voru margar stelpur góðar í ensku líka.

Mér fannst svo skrítið af kennaranum að tala bara ensku í tímum frá fyrstu stundu. Mín stelpa var óframfærin og lét ekki vita að hún skildi ekki baun í bala. Svo þegar ég áttaði mig og talaði um þetta í skólanum var stelpan búin að ákveða að hún gæti ekki lært þetta, var komin með fóbíu.

En sem betur fer rjátlaðist það af henni, það var þó ekki fyrr en í menntaskóla sem hún náði tökum á þessu enda orðin þá ákveðin í að auðvitað gæti hún lært ensku eins og aðrir.

ardis | 30. maí '15, kl: 07:16:41 | Svara | Er.is | 0

hjá mínum virkaði vel að horfa á skemmtilegar myndir og hafa með texta á ensku.

presto | 30. maí '15, kl: 23:58:46 | Svara | Er.is | 0

Mín bætti kunnáttuna mjög rækilega á sl. Ári með öflugu Netflix áhorfi:) Núna erum við að vinna í lestri og töluðu máli:) Manga bækur, tölvuleikir og tilteknar fyndnar youtuberásir hafa höfðað mikið til eldra barnsins. Tungutakið er ekki endilega það sem telst gott málfar hjá enskumælandi viðmælendum okkar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48022 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, paulobrien, Paul O'Brien, Guddie, Kristler, Bland.is, Hr Tölva, annarut123