Á maður séns í vinnu sem krefst sakavottorðs ef maður er á sakaskrá?

skarzor | 26. nóv. '18, kl: 08:24:54 | 425 | Svara | Er.is | 0

Nú er ég kominn á sakaskrá (long story), og er að leita að vinnum. Get ég alveg eins sleppt því að sækja um vinnur sem krefjast sakarvottorðs, eða eru gefnir einhverjir sénsar með það?

 

Sessaja | 26. nóv. '18, kl: 10:56:33 | Svara | Er.is | 2

Getur prufað að sækja um en hugsa að Gunnar sem sækir líka um og er með hreint sakavottorð gengur fyrir.

isbjarnamamma | 26. nóv. '18, kl: 11:39:15 | Svara | Er.is | 1

Ef þú hefur ekki brotið af þér í nokkur ár (man ekki hvort það eru 2 eða meira ) þá færðu hreinnt vottorð, ég heyrði viðtal við fangelsismálastjóra sem talaði um að það ætti ekki að elta menn út allt lífið,, svo er einn í minni fjöldskyldu sem hefur fengið dóm og fékk hreinnt sakavottorð þegar hann sótti um og fékk vinnuna,það er gert ráð fyrir að men geti bætt ráð sitt og lifað góðu lífi, gangi þér vel í lífinu

skarzor | 26. nóv. '18, kl: 14:15:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok gott að vita. Komið sirka ár síðan ég fór á skrá, vonandi eru það bara 2 ár. Takk fyrir, sömuleiðis <3

Lepre | 27. nóv. '18, kl: 10:24:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það veltur fyrst og fremst á brotinu. Helduru t.d. að manndráp hverfi bara af vottorðinu þínu eftir 2 ár?

isbjarnamamma | 27. nóv. '18, kl: 11:27:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað ekki

isbjarnamamma | 26. nóv. '18, kl: 11:39:45 | Svara | Er.is | 0


isbjarnamamma | 26. nóv. '18, kl: 11:50:13 | Svara | Er.is | 1


Svo þekki ég einn sem sótti um ábyrðarstöði og var á sakaskrá hann vildi virkilega fá vinnuna og sagði í viðtali alla söguna og fékk vinnuna og báðir sáttir

olvirki | 26. nóv. '18, kl: 11:50:31 | Svara | Er.is | 1

Af forvitni, hjá hvaða störfum kemur fram að það þurfi sakarvottorð? Eru þetta t.d. skólar að koma í veg fyrir að barnaperrar sem hafa klárað afpláningu komist nálægt börnum, því það er vissulega áhættuhópur hvað varðar það (ekki að ég sé að segja að þín sakaskrá sé þess eðlis) eða er þetta almennara? Geta t.d. tilvonandi smiðir, gjaldkerar eða vörubílstjórar þurft að sýna sakavottorð?

skarzor | 26. nóv. '18, kl: 14:13:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff nei, mín sakaskrá er ekki svo eðlis, talsvert saklausari en það, en sakaskrá samt sem áður :). Ætlaði til dæmis að sækja um sem bílstjóri (já, bílstjóri) hjá DHL https://alfred.is/starf/dhl-express-iceland-ehf-bilstjorar-?cat=0 en þeir heimta hreint sakarvottorð.

olvirki | 27. nóv. '18, kl: 09:44:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gott að þú tókst ekki svari mínu illa, var með almennar pælingar :).

Það verður að teljast fáránlegt að hraðsendingarfyrirtæki krefjist hreins sakarvottorðs. Engin athugasemd að það verður kíkt á sakarvottorðið og það metið eða neitt.

Ég hef ekki mikið pælt í þessu en einhvern veginn finnst manni að almennt ætti að vera bannað að hafna byggt á sakarvottorði nema hægt sé að benda á sterk rök um að sá einstaklingur væri ógn í starfi, og þau rök færu í gegnum t.d. aðila hjá dómstólaráðuneytinu. Það væri ekki endilega praktísk lausn samt, kannski frekar að beðið sé um leyfi til að krefjast sakavottorðs? Ég býst samt við að þessi 2 ára regla og hreinsun mannorðs regla sé hugsuð sem lausn á þessu, en flatur 2 ára erfiðleiki við að sækja um störf er samt ekki sanngjarnt, menn brjóta mismikið á sér, nema sé hugsað um það í lengd fangelsisdóma. Þessi flati 2 ára erfiðleiki gerir samt mismun eftir efnahag líka. Jæja, pælingar pælingar...

Ziha | 27. nóv. '18, kl: 11:34:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju er það faránlegt?  Dhl bílstjórar (og aðrir álíka) eru að keyra fullt, fullt af verðmætum hlutum á hverjum degi út um allt....  mér finnst það mjög skiljanlegt að það sé krafist sakavottorðs í svo ábyrgðarfullri stöðu.  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

olvirki | 27. nóv. '18, kl: 11:44:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hver glæpurinn er? Kannski hægt að réttlæta það að ráða ekki fyrrum þjóf nýkominn úr fangelsi í það starf, en þeir eru að biðja um hreint sakarvottorð. Það eru ýmisir glæpir sem tengjast ekki þjófnaði sem myndu koma fram á sakarvottorði.

Ziha | 27. nóv. '18, kl: 11:49:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða glæpur er í lagi þegar maður er að vinna svona vinnu?   Myndir þú ráða manneskju í svona starf sem hefði ofbeldisglæpssögu eða t.d. sögu um drykkju við akstur?  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ziha | 27. nóv. '18, kl: 11:49:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli það sé ekki réttara að segja ofbeldisbrotssögu....

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

olvirki | 28. nóv. '18, kl: 00:38:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eftir stendur er að þegar einhver hefur setið sinn dóm á hann að hafa greitt sína skuld við samfélagið. Það ætti að þurfa að vera sterkur grunur fyrir því að glæpasaga einstaklings geri hann óhæfan að sinna starfinu og að veruleg hætta standi af honum. Þessvegna tók ég þá sem hafa framið kynferðisafbrot gegn börnum sem dæmi, þeir eru flestir (allir?) með barnablæti, sem gerir þá í raun hættulega að vinna með börnum, sama hversu langt er frá broti og hversu meðfædd sú þrá er og þeim á móti skapi.

Ég myndi ekki neita fyrirfram að ráða einhvern með ofbeldisbrotasögu við dreifingu (eins og gert var hér, þar sem ekki var bara spurt um sakarvottorð heldur krafist hreins sakarvottorðar) og því fylgir að ég gæti hugsað mér að ráða einstakling á sakarskrá vegna ofbeldisglæpa. Þjófnaður og ölvunarakstur eru tengdari starfinu en ekki alveg útilokað samt, þetta er ekki viðkvæmasta starf í heimi og raunveruleg hætta er í raun bara á eignartjón (það þýðir samt ekki að ég myndi ráða hvern sem er).

BjarnarFen | 26. nóv. '18, kl: 17:36:12 | Svara | Er.is | 0

Stórt fyritæki og sótt um án þess að tala beint við manneskjuna sem ræður þig, pottþétt nei. Lítið fyritæki og talar beint við ráðningar aðila 50/50.

isbjarnamamma | 26. nóv. '18, kl: 17:46:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem ég þekki persónulega var mjög stórt og virðulegt fyrirtæki,maðurinn fékk vinnu strax,, við ábyrgðastörf

BjarnarFen | 26. nóv. '18, kl: 17:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tja, ef maður er í réttu klíkunni þá er allt hægt líka.

NewYork | 26. nóv. '18, kl: 22:11:35 | Svara | Er.is | 1

Farðuog biddu im sakarvottorð sjálfur og þá sérður hvort brot sé enn skràð

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Lepre | 27. nóv. '18, kl: 10:23:47 | Svara | Er.is | 0

Veltur fyrst og fremst á eðli brotsins sem er á sakavottorði. Ölvunarakstursbrot t.d. ekki jafnalvarleg og líkamsárásarbrot o.þ.h.

daffyduck | 28. nóv. '18, kl: 04:47:08 | Svara | Er.is | 0

Sakavottorð eru ekki öll eins. Ég lenti á sakaskrá einu sinni en þetta sakavottorð sem mér var úthlutað var þess eðlis að það kom ekki fram hjá vinnuveitendum. Það var eingöngu til þess hannað að ef ég bryti aftur af mér næstu árin þá myndi það verða mér til refsiþyngingar. Ég fékk td vinnu hjá securitas á þessum tíma (seldi hjá þeim heimavarnarkerfi í 1 ár en var þá á sakaskrá fyrir innbrot og líkamsáras....kaldhæðnislegt ég veit) en til að vinna þar þarftu að vera með hreina sakaskrá (og þeir tékka á því). Í þínum sporum myndi ég tala við rlr og ath hvers eðlis þitt sakavottorð er.

KolbeinnUngi | 1. des. '18, kl: 16:46:11 | Svara | Er.is | 0

fer eftir hvering starf.. verkamanna,byggingarvinna,smíðavinna er ekki gert kröfu um sakavottorð. vann lengi í byggingarvinnu og margir með sakaskrá og meðal ég en allt smá vægilegt .
best að fá sér vinnu sem low key eins og hjá litlum verktaka eða BYGG eða álíka, ef þú vinnur einhverja vinnu þá eykur það líkur svakalega að fá aðra betri umtalsvert.
veit aðila sem eru á sakaskrá en þeir fengu vinnu útaf því hversu lengi það leið síðan þeir brotu af sér og hvering glæpur var framin

Hauksen | 1. des. '18, kl: 22:36:59 | Svara | Er.is | 0

Ef þu ert hreinskilinn i viðtali ta væri það möguleiki. Þad eiga allir rett a ödru tækifæri.

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

daffyduck | 2. des. '18, kl: 05:07:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hræðileg hugmynd. Hér in the real world þar sem við flest búum er eins gott að halda kjafti yfir öllu því sem gæti orkað tvímælis í flestum ef ekki öllum tilfellum.

polyester | 2. des. '18, kl: 16:35:16 | Svara | Er.is | 0

eðlilega ekki þú verður bara að byrja á upp á nýtt og fara að vinna á stað sem krefst ekki skarvottorðs og vinna þér inn traust áður en þú sækjir um á stöðum sem krefjast kannski meiri ábyrgðar

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ljóðið Indælust rós allra rósa Pálma 3.2.2014 19.12.2018 | 02:30
Ekki mikið fyrir að vitna í DV endurfrásagnir, en þessir helvítis öfgamúslimar spikkblue 17.12.2018 19.12.2018 | 02:18
Hvernig get ég haldið jól :( allalone 12.12.2018 19.12.2018 | 02:13
Aldrei átt kærustu Grassi18 26.11.2018 19.12.2018 | 01:55
Pakkaleikur á vinnustað - hugmyndir auglysingarnar 18.12.2018 19.12.2018 | 01:05
Bestu lífskjör í heimi á Íslandi kaldbakur 18.12.2018 18.12.2018 | 23:32
Afhverju má ekki gera grín að feitu fólki lengur? Lýðheilsustofa 12.12.2018 18.12.2018 | 21:59
Kjarvalsmálið maggideep 18.12.2018
Ef einhver efast um að pólitísk spilling sé ekki í dómskerfinu... spikkblue 18.12.2018 18.12.2018 | 21:44
Hvar fást Dim sokkabuxur? unadis99 18.12.2018
Neikvæð umræða um lífeyrissjóðina kaldbakur 17.12.2018 18.12.2018 | 21:14
Smíðaverkstæði bambi27 18.12.2018 18.12.2018 | 21:12
Upphandleggir cambel 18.12.2018 18.12.2018 | 21:05
Eldgos Sessaja 17.12.2018 18.12.2018 | 18:35
Örorkulífeyrir og fæðingarstyrkur HebH 18.12.2018
Skattur: Að leigja út en leigja sjálfur dnalsmi69 18.12.2018 18.12.2018 | 15:58
ég gerði mistök... Euphemia 12.12.2018 18.12.2018 | 14:12
Einmana félagsvera kaktusakaka 16.12.2018 18.12.2018 | 13:54
Kampavínsstaðir kissycat 18.12.2018
jólagjöf fyrir 9 ára strák kittyblóm 17.12.2018 18.12.2018 | 11:41
Klausturs klúðrið og Bára Halldórs kaldbakur 17.12.2018 18.12.2018 | 10:05
Að ljúga í samböndum Ytrivik 17.12.2018 18.12.2018 | 05:34
Að Slétta garð Duzt 18.12.2018
Gulu vestin spikkblue 17.12.2018
Sörubakstur Sorellina 17.12.2018 17.12.2018 | 21:04
flytja betra útsýni til borgarinnar? pepsico 16.12.2018 17.12.2018 | 20:11
Playstation 4 leikir fyrir 11 ára bros30 14.12.2018 17.12.2018 | 19:24
Elly Borgarleikhús Helga31 15.12.2018 17.12.2018 | 15:56
Er hægt að fara í aðgerð (þarna niðri) ? honeyluv 17.12.2018 17.12.2018 | 11:24
Húsmæðraskólar - rétt að endurreisa þann skóla. kaldbakur 15.12.2018 17.12.2018 | 10:48
Sodastrem hjálp hobbymouse 16.12.2018 17.12.2018 | 10:25
Enn leitar þessi afmyndaði vanskapnaður að sökudólgum. spikkblue 16.12.2018 17.12.2018 | 08:49
Fjölskylduspil Sessaja 16.12.2018
Aftur kerti, góð ilmkerti og á góðu verði? Friðrikka 30.11.2011 16.12.2018 | 21:45
Trúleysi Presta - eru þeir Hræsnarar ? kaldbakur 15.12.2018 16.12.2018 | 21:36
hvar fæ ég evrópufrímerki? dagny06 16.12.2018 16.12.2018 | 21:33
jólagjöf fyrir foreldra aósk 15.12.2018 16.12.2018 | 21:25
Að borga fyrir brotið í búð Sossa17 1.12.2018 16.12.2018 | 21:15
Erlendir eiginmenn bouanba 7.9.2006 16.12.2018 | 21:12
barnavernd .fósturbörn vallieva 13.12.2018 16.12.2018 | 18:28
Örorka og flytja erlendis janefox 16.12.2018 16.12.2018 | 13:21
hvar fær maður dread lokka í hárið i Reykjavik? looo 16.12.2018
FROTTÉ baðsloppar? Ljufa 15.12.2018 16.12.2018 | 09:55
Evrópskt sjúkrakort músalingur 16.12.2018 16.12.2018 | 08:58
Mæðrastyrksnefnd bergma 16.12.2018
Apríl bumbur 2019 svissmiss 21.11.2018 16.12.2018 | 01:08
Lirfa Nainsi 15.12.2018 16.12.2018 | 00:15
Getur maður treyst WOW kronna 14.12.2018 15.12.2018 | 23:48
Jóla bílaljos 12v - hvar fást slík? Ljufa 6.12.2018 15.12.2018 | 21:45
Jólagjöf fyrir aldraðan afa Miss Lovely 15.12.2018 15.12.2018 | 21:45
Síða 1 af 19680 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron