Að "skemmta" sex mánaða barni

littleboots | 23. mar. '15, kl: 09:01:05 | 801 | Svara | Er.is | 0

Ég á einn sex mánaða og stundum er ég hrædd um að það sem ég geri með honum/læt hann gera sé svolítið einhæft. Eruð þið með einhverjar hugmyndir um hvað er áhugavert fyrir börn á þessum aldri að leika við?
Hann er mikið á maganum og kann að skríða "afturábak", er viss um að hann muni fljótlega geta skriðið áfram. Þegar ég set hann á leikteppið fer hann strax yfir á magann og hreyfir sig í burtu frá  því.
Hann á ýmisleg leikföng sem hann er oft með og nagar, honum finnst mjög spennandi að horfa á sjónvarpið, við tölum mikið við hann og ég geri oft maga/rassæfingar með hann sitjandi á maganum, ég ligg líka oft á bakinu og læt hann "fljúga". Ég á pilates bolta og sit oft og skoppa með hann þar eða læt hann liggja á maganum á honum.
Er eitthvað annað sem ykkur dettur í hug sem ég gæti gert?

 

Lemon15 | 23. mar. '15, kl: 17:24:03 | Svara | Er.is | 0

Fara í göngutúra og sund kannski.

littleboots | 23. mar. '15, kl: 20:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég gleymdi að skrifa að ég fer á hverjum degi með hann í göngutúr. En kannski ætti ég að fara oftar með hann í sund, takk.

nefnilega | 23. mar. '15, kl: 21:27:41 | Svara | Er.is | 11

Ég held þú þurfir nú ekki að hafa neinar áhyggjur!

littleboots | 24. mar. '15, kl: 07:46:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, kannski ekki. Þetta er fyrsta barnið okkar og þá á maður til að hafa óþarfa áhyggjur :)

nefnilega | 24. mar. '15, kl: 12:48:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já :) mitt 4 mánaða barn er nú voða mikið bara hjá mér í ömmustól, burðarpoka eða á teppi og horfir á mig sinna heimilisstörfunum.

Efins | 27. mar. '15, kl: 11:53:07 | Svara | Er.is | 0

Ég held að þú sért bara á góðu róli. Myndi kannski fara að bæta við að skoða bækur saman, margar ágætar krílabækur með myndum af allskonar :)


Mæli líka með því að skoða 6h.is. Þar eru upplýsingar um þroska barna og hugmyndir að því sem er hægt að gera með þeim:  http://www.6h.is/index.php?option=content&task=view&id=355&Itemid=380

Silaqui | 29. mar. '15, kl: 13:17:33 | Svara | Er.is | 3

Þetta er bara fínt hjá þér.
Það þarf heldur ekki að vera stöðug skemmtidagskrá. Börn hafa gott af því að gera hlutina sjálf og hafa tíma til að "leiðast".

Angela in the forest | 9. apr. '15, kl: 01:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sleppa sjónvarpi og ekki hugsa um að þú þurfir stöðugt að vera að skemmta barninu þínu. Kannsku þarftu bara að anda djúpt inn og slaka á og hlusta á eigið innsæi. Börn þurfa rólegheit öryggi ást og umhyggju slatta að hreinu lofti og þig :)

Napoli | 14. apr. '15, kl: 16:23:34 | Svara | Er.is | 0

mm held þú sért að gera fullt, gætir prufað að lesa fyrir hann líka? en að horfa á eitthvað, baby einstein eða eh í smá stund? nema þú sért á móti svoleiðis

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

Prym | 18. apr. '15, kl: 11:09:45 | Svara | Er.is | 3

Þú átt ekki að þurfa að ,,skemmta" sex mánaða barni.  Hugur þess er á fullu að meðtaka allt sem það sér og heyrir í kringum sig.  Gott að raula fyrir það, tala við það, rétta því hluti sem það getur handleikið og nagað og umfram allt veita því öryggi með nærveru þinni.

holyoke | 20. apr. '15, kl: 21:26:10 | Svara | Er.is | 0

Treystu mér, það er slatti í gangi hjá barninu þínu þótt það sé ekki verið að skemmta því :) Þetta er uppgvötunartíminn. Hann er að skoða heiminn og stundum þarf hann líka að skoða hann án hjálpar ;) En sýnist þú vera að gera helling, bara halda áfram að spjalla við hann, segja t.d. hvað þú ert að gera þegar þú ert að skipta a honum eða bara hvað sem er og örva þannig málþroskann :) Vera dugleg að fara með hann út og sýna honum nýja hluti og leyfa honum að koma við.

D e a | 21. apr. '15, kl: 23:42:21 | Svara | Er.is | 0

Ég var svona líka þegar minn var lítill, hélt ég þyrfti stanslaust að vera að örva barnið og einmitt, skemmta því. Þess þarf bara í raun ekkert. Ætli það sé ekki mikilvægast að tala við hann og örva hann þannig hvað tilfinningaþroska varðar og samskipti. Hitt held ég að komi í rauninni nokkurn veginn af sjálfu sér. 

bleika mamma | 24. apr. '15, kl: 11:37:18 | Svara | Er.is | 1

Bara að vera með honum, tala við hann, leika við hann. Samvera er mjög mikilvæg. Börnin manns eru mjög ánægð ef maður gefur þeim tíma. Mín 2 yngstu eru 2 og 5 ára. Ég lék mér mikið við þau  þegar þau voru svona lítil og það gefur þeim svo mikið. Núna er maður að púsla með þeim, í teboðum,feluleik, fótbolta og hárgreiðslumódel er mikið í uppáhaldið. En maðurinn minn er oftast sem valinn í að vera módelið. Svo að fara út er endalaus skemmtun. Allt er svo spennandi fyrir þessa stubba. Þetta er tími sem maður á að geyma og njóta. Áður en maður veit þá eru þessir einstaklingar orðnir unglingar og mamma og pabbi verða hallærislega fólkið í bænum.....að þeirra mati. Og nenna svo ekki að hanga með gamla settinu.

mileys | 16. maí '15, kl: 10:03:41 | Svara | Er.is | 0

Myndi sleppa sjónvarpinu, barnið hefur ekkert við það að gera, alveg nóg um að vera í umhverfinu
;)

strákamamma | 22. maí '15, kl: 14:10:03 | Svara | Er.is | 0

einhæft líf er allt í lagi fyrir 6 mánaða. 

strákamamman;)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47986 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien