Að vera tala/númer eða manneskja!!!?

Myken | 9. nóv. '17, kl: 10:48:22 | 249 | Svara | Er.is | 1

Ein Facebook vinkona min sem hefur unnið mikið með flóttafólki. 
Og en  meira hefur hún unnið á þessum átaka svæðum.


Hún lagði þinn status út í dag.Í kvöld rakst ég á ungan mann sem flúði hingað til lands fyrir rúmu ári. Ég þekki hann ekki persónulega, aðstoðaði hann með eitthvað smáræði stuttu eftir að hann kom en hef ekki verið í frekari samskiptum við hann. Ég heyri þó af honum annað slagið í gegnum mann sem þekkir hann. 
Hann var að vinna í kvöld og fyrir tilviljun átti ég erindi á vinnustað hans. Hann kom sérstaklega til mín og heilsaði, en það tók mig smá stund að þekkja hann. Ekki vegna þess að ég myndi ekki eftir honum, heldur vegna þess hve breyttur hann var. Andlitið er vissulega það sama, en fasið og líkamsburðurinn breyttu ásýnd hans. Þetta djúpa, einlæga bros sem mætti mér hef ég heldur ekki séð áður. Maðurinn sem ég hitti fyrir ári hafði stöðu hælisleitanda og gekk um með höfuðið á undan sér og horfði að mestu niður í gólf. Hann var hörkulegur en vandaði sig mikið við að vera kurteis og almennilegur, þó svo að félagsleg orka hans byði augljóslega ekki upp á slíka áreynslu í samskiptum. Áhyggusvipurinn og tortryggnin gagnvart kerfinu og framtíðinni var allsráðandi, sama hvað hann reyndi að fela það. Augnaráðið staldraði ekki lengi við á sama stað og hann var allur á iði. Stressaður, hræddur og óöruggur.


Maðurinn sem ég hitti í kvöld var í sama líkama og fyrir ári, en það var eins og slaknað hefði á öllum vöðvum í andlitinu, nema þeim sem lyftu munnvikunum uppávið. Hann var léttur í spori, stóð teinréttur og var óhræddur við að taka pláss. Hann talaði við mig á frábærri íslensku, grínaðist og vildi vita hvað á daga mína hefði drifið. Hann er að eigin sögn á góðum stað, öruggur og þakklátur fyrir að hafa vinnu, sem hann sinnir af metnaði. En hann er líka þreyttur því líkt og margir í hans stöðu er hann í láglaunastarfi og eins og láglaunafólk á Íslandi veit, þá borgar eitt starf varla leiguna. Hann er því í tveimur störfum og vinnur langa daga. Burtséð frá álaginu sem því fylgir segist hann sáttur. Hann hefur hlutverk í samfélaginu og er öruggur fyrir átökunum sem geysa í heimalandi hans. Allt það sem skiptir okkur mestu máli, en við leiðum sjaldnast hugann að því fyrir okkur flestum er friður og atvinna eða hlutverk í samfélagi mjög hversdagslegur hlutur.
Hann er ekki á þeim stað sem hann er í dag okkar vegna, heldur vegna eigin elju. Hann komst lifandi í gegnum ferli sem er svo erfitt og hættulegt bæði líkama og sál, að margir gefast upp. Kerfið gefst upp á enn fleirum. 


Það flýr enginn að gamni sínu. Hvað þá alla leið til Íslands til að sinna illa borguðu starfi sem nýtur takmarkaðrar virðingar. Það að leggja slíkt á sig er merki um takmarkalausa ást fyrir lífinu og slíku ber okkur að mæta af virðingu og kærleika. Því ég held að virðing, skilningur og kærleikur sé það besta sem við getum boðið öllu fólki í þessum heimi sem við búum í. Það er fyrsta skref í að laga kerfi sem var skapað á grunni tortryggni og fordóma. 
Hrædda manninn sem ég hitti fyrir ári síðan hef ég séð í öllum sem hafa festst kviksyndinu sem kerfið er. Sú hræðsla skilgreinir hann þó ekki. Hann er þessi hressi, vingjarnlegi maður sem ég hitti í kvöld. Laus úr kverkataki kerfisins, aftur orðin manneskja samkvæmt kerfinu og hættur að vera númer. Fólk á aldrei að þurfa að vera númer.

 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

kaldbakur | 9. nóv. '17, kl: 11:44:09 | Svara | Er.is | 1

Já það er mjög gott ef vel tekst til með hjálp fyrir fólk sem á hvergi heima.
Bara frábært - vona að þessum manni vegni vel í framtíðinni.

polyester
Myken | 10. nóv. '17, kl: 21:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


heila þvegin?
Viltu ekki prufa að segja henni það. 
Nei hún dæmir ekki alla fyrir fram og tala um það við eldhúsborðið hversu miklir glæpa menn þetta er allt saman.
Nei hún kynnist fólki og lætur verkin tala. Og dæmir fólk út frá þeim ekki hópnum..

Og eins og ég sagði hún hefur líka verið niður frá í miðausturlöndum. Syria , tyrklandi og fleirri stöðum. Unnið við að hjálpa fólkinu sem er þar og í neyð. Hún sér neiðinna með eigin augum ekki í gegnum fréttinar. 
Hún sér örvæntuinguna og sorgina. Nei hún er heila þveigin..kantu annan betri

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

höfundur ókunnur

https://www.facebook.com/StudningsidaFyrirFornalombMyglusvepps/

Ziha | 11. nóv. '17, kl: 09:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hahahaha......  já einmitt.  Ég er alveg viss um að maðurinn sem er að vinna á mínum vinnustað og er frá Sýrlandi hefur djöfullegar áætlanir um að sprengja allt.. og alla, eða nei, held að það sé ekki sannleikurinn, held að eina heilaþvegna persónan hér sé þú.........  þú ættir greinilega bara að drífa þig út til þessara friðsömu og öruggu landa sjálf/ur og búa bara þar fyrst það er svona æðislegt.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

polyester | 11. nóv. '17, kl: 16:46:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú veist ekkert um það frekar en að aðrir vitað af fyrirætlunum annara sem hafa framið hryðjuverk flestir hælisleitendur sem hingað koma koma frá friðsömum ríkjum og samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra þá koma þeir til að vinna svart og fá fé frá ríkinu og húsnæði og sumir koma gagngert til að fremja glæpi og er þessi straumur tengur við skipulagða glæpastarfssemi líka

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

neutralist | 12. nóv. '17, kl: 08:09:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Langflestir sem koma frá svokölluðum "friðsömum ríkjum" eins og Makedóníu eru líka sendir fljótt heim aftur. Það er ekki verið að ræða um þá hér, heldur þá sem fá stöðu flóttamanns eins og ungi maðurinn í upphafsinnlegginu.

polyester | 12. nóv. '17, kl: 08:35:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jæja það er gott ef það er búið að breyta því að allir frá friðsömu ríkjunum séu sendir fljótt heim var því breytt í vikunni kannski ?

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

neutralist | 12. nóv. '17, kl: 08:40:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er lesskilningi þínum eitthvað ábótavant? Langflestir eru ekki allir.

Reglugerð var sett 1. september. Ég hefði haldið að manneskja með svona sterkar skoðanir eins og þú fylgdist betur með fréttum.

polyester | 12. nóv. '17, kl: 08:56:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já því hlýtur þá að hafa verið breytt í vikunni

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

neutralist | 12. nóv. '17, kl: 08:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var breytt í september. Þú veist að það er nóvember núna, er það ekki, trölli litli?

neutralist | 12. nóv. '17, kl: 08:53:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þar fyrir utan var meðalafgreiðslutími á forgangsumsóknum (þar á meðal þeim sem koma frá svokölluðum öruggum löndum eða eru með bersýnilega tilhæfulausar umsóknir) ekki nema rétt rúmlega 30 dagar á árinu 2016.

Þannig að ef menn eru að koma hingað til að vinna svart frá öruggu ríki fá þeir flestir í mesta lagi mánuð til þess og margir minna. Ég efast um að það svari kostnaði miðað við verð á flugmiða hingað.

Þau sem eru að fá samþykkt hæli hér eru flest frá Írak, Sýrlandi og Íran. Þeir sem eru að fá synjanir eru flestir frá Albaníu og Makedóníu.

neutralist | 12. nóv. '17, kl: 08:07:48 | Svara | Er.is | 1

Ég þekki einn sem kom fyrir einu og hálfu ári síðan. Reyndar var hann alltaf opinn og glaðlegur, er það enn frekar í dag. Á þessu eina og hálfa ári hefur hann útvegað sér tvær vinnur, eignast kærustu og farið að leigja, fyrst einn og svo með vini sínum. Ungur maður sem er fullur þátttakandi í samfélaginu.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar álit ein kona er alltaf ad senda manni minum skilab.. sólogsæla 17.9.2018 21.9.2018 | 15:05
Iceland air flugfreyjur dúbbí 21.9.2018 21.9.2018 | 14:56
Einhver ráð við útbrotum á höndum hjá 2ja ára? dreamspy 19.9.2018 21.9.2018 | 14:50
Heitur búðingur Nektarína 15.11.2016 21.9.2018 | 13:11
Flugfreyju föt unadis99 21.9.2018
Heimilislausir fá ekki að vera á tjaldsvæðum Júlí 78 15.9.2018 21.9.2018 | 12:27
hver á Greiðslumiðlunar.(pei.is? KolbeinnUngi 21.9.2018
Laun fyrir afgreiðslustörf- Hvað á ég að biðja um? nunan 17.9.2018 21.9.2018 | 11:46
Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa ESB og hvað getum við lært af því ? kaldbakur 19.9.2018 21.9.2018 | 11:01
Flutnigur til Spánar catsdogs 18.9.2018 21.9.2018 | 10:47
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018 21.9.2018 | 10:03
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018
Vogur sundaylover 19.9.2018 20.9.2018 | 21:16
Prjónað buff siggathora 20.9.2018
Upplýsingar um ferli skilnaðar hjá Sýslumanni Skilnadur18 20.9.2018 20.9.2018 | 16:17
Svamp í pullu frá Marokkó 060 17.9.2018 20.9.2018 | 10:23
Þetta fékk ég frá Tim Omega Mam40 19.9.2018 20.9.2018 | 06:30
Sveppur í vegg gormur12 20.9.2018
Að losna við fylgju (draug) Skatla 18.9.2018 20.9.2018 | 00:27
Íslendingar í eigin landi Íslandi. kaldbakur 18.9.2018 19.9.2018 | 23:06
landsbanka 14 til 17 sept tlaicegutti 18.9.2018 19.9.2018 | 22:44
Gjafabréf í nudd og dekur Lepre 19.9.2018
Humarhalar 695-9475 danielhomie 19.9.2018 19.9.2018 | 17:55
Blóðleysi soldis77 19.9.2018
Kerrra fyrir 5 ára synn. 19.9.2018
Samband án kynlífs? espoir 16.9.2018 18.9.2018 | 20:22
vantar fyndin texta í afmæliskort Latitude 1.4.2006 18.9.2018 | 19:46
Er vændi Dehli 15.9.2018 18.9.2018 | 18:37
Algeng byrjunarlaun kerfisstjóra mmcout 24.8.2018 18.9.2018 | 15:46
Tryggingar Buka 18.9.2018 18.9.2018 | 15:44
Skotvopnanámskeið mega83 18.9.2018
Skilnaður Katrín María 5.9.2018 18.9.2018 | 06:28
Niðursveifla í efnahagslífi og verkföll - Ferðamenn hverfa eins og síldin. kaldbakur 27.8.2018 17.9.2018 | 23:20
PayPal Auður 12345 16.9.2018 17.9.2018 | 23:14
verðskrá leigubíla höfuðborgarsvæði agga42 17.9.2018
Bandaríkin-hörmungar ? Dehli 22.8.2015 17.9.2018 | 19:30
Evrópa fyrir Evrópubúa? Hr85 13.9.2018 17.9.2018 | 19:25
Að leigja íbúð/hús á Torrevieja án milligöngu ferðaskrifstofu. Hvað ber að varast? Reynslusögur Gunna stöng 9.8.2018 17.9.2018 | 14:51
Bólur Katrín Hallgrímsdóttir 17.9.2018 17.9.2018 | 13:15
Hvað kostar leghálsspeglun? belinbelin 16.9.2018 17.9.2018 | 00:45
síþreyta og lyf takecover 13.9.2018 16.9.2018 | 19:19
Humarpasta eða Humarsalati siggathora 16.9.2018 16.9.2018 | 18:56
Salir til leigu ? hugmyndir DM21 16.9.2018 16.9.2018 | 17:03
Latabæjar vítamín aósk 16.9.2018
íbúðar skipti innan Félagsbústaða leea 12.9.2018 16.9.2018 | 12:52
Hvað ertu að gera í kvöld? Twitters 15.9.2018 16.9.2018 | 04:46
ER TIL MYND AF JESÚ ? Dehli 12.9.2018 15.9.2018 | 22:46
Gekk Jesú á vatni ? Dehli 14.1.2015 15.9.2018 | 21:30
Verð að koma þessu frá mér Ljónsgyðja 11.9.2018 15.9.2018 | 20:43
Útimyndataka koddi32 14.9.2018 15.9.2018 | 20:40
Síða 1 af 19669 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron