Að vera vaktstjóri, er það þess virði?

Mufasa30 | 17. apr. '15, kl: 20:52:37 | 623 | Svara | Er.is | 1

Hef unnið á einni frekar stórri stöð í bráðum 2 ár sem er með mikið af viðskiptavinum á sumrin og bíður upp á skyndibita, bensín og fleira í þeim dúr og einnig nokkuð mikið af starfsfólki og hef verið bara óbreyttur starfsmaður. Núna fyrir sumarið vantar vaktstjóra og ég ákvað að sækja um en var hafnað vegna þess að stöðvastjórinn sagði að ég væri ekki tilbúinn í það verk. Samt kann ég á allt og er núna að þjálfa nýtt fólk sem verður í sumar. Finnst rosalega ósanngjarnt að hafa ekki fengið vaktstjórastöðuna.

Einn sem hefur unnið aðeins styttra en ég og kunnum alveg svipað mikið fékk starfið og ég hef reyndar tekið eftir því að stöðvarstjórinn heldur mikið uppá þann starfsmann og finnst mér oft eins og stöðvastjórinn mismuni fólki. Hann ræður fólk sem hann þekkir sem vaktstjóra og svo eru þeir allan daginn að spjalla og vinna ekki neitt. Kannski brjálað að gera og svo sitja þau bara inná skrifstofu með kaffibolla í rólegheitum. Finnst þetta ekki góð vinnubrögð.

En pælingin hjá mér, er það þess virði launalega séð að vera vaktstjóri, miða við ábyrgðina sem maður hefur? Hvað finnst ykkur?

 

QI | 17. apr. '15, kl: 21:00:01 | Svara | Er.is | 0

Ef launin eru bara 20-30% hærri þá er það eingan vegin þess virði

.........................................................

HollyMolly | 17. apr. '15, kl: 21:31:16 | Svara | Er.is | 1

Finndu þér aðra vinnu, ég myndi ekki meika svona kjaftæði. En nei launin eru ekki mikið hærri.

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

Raw1 | 17. apr. '15, kl: 21:34:50 | Svara | Er.is | 1

Ég var einu sinni vaktstjóri, það sást ekki á laununum mínum, það var ekki þess virði.

En sjitt hvað ég kannast við svona yfirmann! Minn gamli var svona, hann réði bara inn félaga sína, þeir voru heillengi í kaffi og gerðu ekkert, þeir fóru aldrei á kassa! Allir félagarnir hans voru vaktstjórar. Þegar þeir voru inn á kaffistofu þrifu þeir aldrei og gengu aldrei frá /vöskuðu upp. Þegar þeir voru ekki inn á kaffistofu voru þeir inn á skrifstofu með lokað. Þó að við sem unnum dingluðum kassabjöllunni 10 sinnum kom enginn. Missti næstum því stjórnina þegar yfirmaðurinn spurði mig hvort ég"væri á túr" þegar ég var að pirra mig út af þessu kaffistofuveseni. Þeir félagarnir eignuðu sér aðfangadag og bönnuðu öðrum að vinna.
Verslunin var ógeðsleg, ekki breytt í 3 ár... afþví við sem vorum inn í búð höfðum ekki undan að fylla á. Það var mygla í kælum, óvirkir frystar og pöddur í hillum.. Ég er hissa að þessi búð sé enn í gangi!!! 
En þessi einstaklingur er hættur.. En óóó hvað ég er fegin að vera farin úr þessari búð!!! Svo er maður alltaf gáfaðastur eftir á, ég hugsa oft, afhverju í andskotanum fór ég ekki upp á skrifstofu og kvartaði!?

Mufasa30 | 18. apr. '15, kl: 08:57:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svo ömurlegt þegar komið er svona fram við starfsmenn.

Raw1 | 18. apr. '15, kl: 09:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff heldur betur. Og líka þegar ég fattaði hvernig þessi yfirmaður fékk verslunarstjórastöðuna! Á djamminu! Haugadrukkinn.

Ég er bara svo óendanlega ánægð með yfirmennina mína núna, þeir virkilega vinna vinnuna sína og aðstoða ef okkur vantar hjálp.

fálkaorðan | 18. apr. '15, kl: 09:05:38 | Svara | Er.is | 4

Stöðvarstjórinn treystir þér ekki til að vera vaktstjóri. 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Mufasa30 | 18. apr. '15, kl: 21:10:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég meina það er alveg greinilegt. Tvisvar búinn að sækja um þessa stöðu á tveim árum. En það er að koma nýr stöðvastjóri sem er sagður vera mun jafnari við alla.

muu123 | 18. apr. '15, kl: 13:59:44 | Svara | Er.is | 1

Mer fanst það ekki þess virði ...

Svo getur lika verið að honum finnist þu ekki reddý i að vera yfir öðrum.. Það eru ekkert allir typurnar i það

Ice1986 | 19. apr. '15, kl: 10:35:04 | Svara | Er.is | 6

Án þess að reyna vera leiðinleg - ertu viss um að það sé kannski ekki einhver ástæða fyrir að þú fáir ekki starfið önnur en að hann sé bara að ráða vini sína? 
Það er nú oft þannig að fólki finnst það eiga margt skilið í lífinu og vera búin að vinna sér það inn. Hins vegar þurfa stjórnendur að taka ákvarðanir á öðrum forsendum en hver hefur unnið lengst. Það þarf að skoða hver hefur hæfileikann í að stjórna, vera með mannaforráð, taka á móti kvörtunum o.fl. Kannski ert þú bara ekki hæfasta manneskjan í starfið. 


Ef ég væri þú þá myndi ég óska eftir viðtali og ræða þetta á rólegu nótunum. Láta vita að þig langi í þetta starf og stefnir á það í framtíðinni. Biðja svo yfirmanninn um að fara yfir þína styrkleika og veikleika í starfi og hvað mætti betur fara til að koma til greina næst í starfið. 
Ef þú ert alveg viss um að það sé verið að ganga framhjá þér á ófaglegan hátt þá myndi ég leita mér að nýju starfi. 

Mufasa30 | 21. apr. '15, kl: 01:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á minni vakt er þetta svona.
Ég fer út og týni rusl.
Fylli á sjoppuna.
Afgreiði.
Þjálfa nýja starfsmenn.
Fylli á goskælinn.
Tek diska og glös úr sal og í uppvask.
Afgreiði grillpantanir.
Ég er oft einn frammi í afgreiðslu og er að hlaupa milli grillkassa og sjoppukassa.

Á meðan er kannski vaktjórinn að spjalla við stöðvarstjóra og varla búin að lyfta fingri.

Yfirleitt er ég á fullu allan daginn og ég kann á allt.

En það er greinilegt að það er ekki nóg.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 26.4.2024 | 17:37
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48041 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Bland.is