Aðstoð við fjármál - skuldir.

helena123456 | 4. mar. '18, kl: 11:43:06 | 578 | Svara | Er.is | 0

Hvert er best að leita ef manni vantar aðstoð við fjármál og skuldir hjá manni? Ég hef ekki haft neinar tekjur i marga mánuði núna meðan ég hef verið að bíða eftir endurhæfingarlífeyri og þar af leiðandi hafa skuldirnar bara safnast upp. Þá sérstaklega smálánin. Tók þá afar heimskulegu ákvörðun að taka smálán (mjög litlar upphæðir sem ég tók 4x) sem eru komnar upp í 600 þúsund!!!! — Margir hafa sagt mér að vera bara ekkert að borga þessum smálánafyrirtækjum en mér lýst ekkert à það og langar bara að klára borga þetta niður en jesús minn eini hvað þessar upphæðir hafa hækkað. - Hvað myndi gerast ef ég neita að borga bara? Þegar ég fæ endurhæfingarlífeyrin þá fæ ég borgað aftur í tímann og finnst alveg ömurlegt að þurfa eyða öllum þeim pening í smálánaskuldir þar sem mig sárvantar bíl og gæti verið að borga niður bankalán sem ég er með. Ahhhh. Sárvantar hjálp! Er ekki með neinar tekjur fyrr en ég fæ endurhæfingarl. En í millitíðinni safnast þetta allt upp og ég bara veit ekkert hvernig ég á að fara að því að leysa úr þessu. Takk takk

 

tóin | 4. mar. '18, kl: 12:15:10 | Svara | Er.is | 0

Ef maður tekur lán þá þarf maður að borga þau - annars safna þau bara vöxtum og enda í innheimtuaðgerðum og jafnvel fjárnámi.


ert | 4. mar. '18, kl: 12:47:57 | Svara | Er.is | 1

Umboðsmaður skuldara gæti verið ein leið

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 4. mar. '18, kl: 14:47:42 | Svara | Er.is | 0

Þú spyrð um hvað muni ske ef þú neitar að borga smálánafyrirtækinu ?
Eru þessi smálánafyrirtæki ekki bara með handrukkara ?

Dalía 1979 | 6. mar. '18, kl: 18:42:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún fer á vanskilla skrá þar til skuldinn fæst borguð ..kanski ná þeir nýja bilnum sem hun er að spá í að kaupa sér 

Zagara | 4. mar. '18, kl: 21:30:56 | Svara | Er.is | 0


Er það rétt skilið að þú hefur ekki haft neinar tekjur, lifað af lánum og ekki borgað neitt til baka í nokkra mánuði? Ertu komin á vanskilaskrá og með lán í innheimtuferli?


Það fer soldið eftir alvarleika stöðunnar hvaða möguleika þú hefur. Ef þú ert bara með smálánaskuldir þá gæti bankinn mögulega samþykkt að aðstoðað þig með láni til að borga þær skuldir til baka en ef þú ert líka í vandræðum með önnur lán þá er það líklega ekki einfalt.


Best væri ef einhver náinn þér geti farið yfir stöðuna með þér til að hjálpa þér að finna lausnir og ná tökum á stöðunni. Það er allavegana ljóst að bíll er ekki forgangsatriði ef þú skuldar mjög mikið og hefur verið að taka lán fyrir neyslu síðustu mánuði. Þá er alveg eðlilegt að tekjurnar sem þú færð afturvirkt fari í að greiða niður þau lán sem þú hefur tekið til að lifa síðustu mánuði. Þetta er ekki einhver lottóvinningur sem þú ert að fá og þú mátt ekki hugsa það þannig.


Einhver benti á umboðsmann skuldara og ég sé að þeir bjóða ráðgjöf. Það gæti líka gagnast þér. Þú þarft allavegana að takast á við vandamálið sem fyrst því smálánaskuldir bera mjög háa vexti sem hætta aldrei að hlaða utan á sig. Eins og þú áttar þig líklega á núna.

Pusher | 5. mar. '18, kl: 21:14:10 | Svara | Er.is | 1

Af hverju fórstu ekki til Félagsþjónustunnar til að fá pening fyrir framfærslu á meðan þú bíður eftir endurhæfingarlífeyrinum?

Dalía 1979 | 6. mar. '18, kl: 18:41:12 | Svara | Er.is | 0

þú ert liklegast á vanskilskrá út af þessum lánum ég myndi mæla með að losa mig við þessa smálána skuld maður getur alltaf keypt sér bíl 

neutralist | 7. mar. '18, kl: 14:57:43 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi tala við umboðsmann skuldara og jafnvel Neytendastofu eða lögfræðing.

Nú eru smálánin ólögleg hér á landi og smálánafyrirtækin flutt til Danmerkur þess vegna. Samkvæmt skjali sem samtök Smálánafyrirtækja afhentu Alþingi á sínum tíma hafa smálán aldrei verið send í löginnheimtu vegna þess að það svarar ekki kostnaði. Það getur hafa breyst, en ég myndi athuga vel þína möguleika hjá aðilum sem þekkja hvernig þetta er núna.

bfsig | 8. mar. '18, kl: 02:03:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

viðhalda bara skuldinni og fara fram á gjaldþrotaskipti í framtíðinni ef hún eignast einhvern tíman eitthvað.

jak 3 | 13. mar. '18, kl: 15:01:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

afhverju hún tók þessi lán, maður ber ábyrg á því sem maður gerir

jak 3 | 13. mar. '18, kl: 15:00:08 | Svara | Er.is | 0

varstu ekki í vinnu áður og átt rétt á veikindaleyfi? og gastu ekki sett einhver lán í frystingu á meðan þú beiðst eftir endurhæfingalífeyri?

Steina67 | 13. mar. '18, kl: 19:16:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ferð ekki á endurhæfingarlífeyri fyrr en þú ert búinn með allan veikindarétt allsstaðar

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 13. mar. '18, kl: 21:05:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æi af hverju læturðu svona alltaf? Staðreyndir eru leiðinlegar. Reyndu að vera skemmtileg svona einu sinni!

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 13. mar. '18, kl: 21:06:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj Sorrý, ég gleymi því alltaf. En ég lofa engu því ég er svo fljót að gleyma

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 13. mar. '18, kl: 21:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gaman samt að sjá þig. Gengur allt vel?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 13. mar. '18, kl: 21:08:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sömuleiðis. Það er bara allt í gúddí, ég er bara sæl og happý fráskilin kona

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 13. mar. '18, kl: 21:09:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem staðföst hrein mey með eingetinn son þá skil ég það fullkomlega

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 13. mar. '18, kl: 21:10:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Segðu, finnst þetta æði. Hugsa bara um sjálfa mig og vinn eins og enginn sé morgundagurinn, allavega um helgar ;)

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 13. mar. '18, kl: 21:08:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig gengur þeim yngsta?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 13. mar. '18, kl: 21:09:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona sæmó, er ekki í vinnu eins og er, hann droppar alltaf úr vinnu eftir ákveðinn tíma.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 13. mar. '18, kl: 21:10:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil og ég meina það í alvöru. Ertu ennþá í sama landshluta?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 13. mar. '18, kl: 21:12:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, flutti mig bara aðeins nær flugvellinum.


Hvernig gengur með þinn eingetna?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 13. mar. '18, kl: 21:17:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona svona skólinn er hell, en minn maður kominn í sjaldgæfar íþróttir og það eru 5 æfingar í viku 4 daga vikunnar. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég hafi rang feðrað hann fyrir slysni. Það var einhver þarna 5-10 árum á undan ... kannski ...

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 13. mar. '18, kl: 21:23:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hann ekki jafngamall mínum, 98 módel?  Gott að hann hefur fundið eitthvað áhugavert í íþróttum, það hjálpar þeim oft svo gífurlega mikið

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 13. mar. '18, kl: 21:24:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei minn er 99. Þetta breytir miklu en guð hvað hann fann sjaldgæfar íþróttor

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 13. mar. '18, kl: 21:25:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, hann fer líklega ekki troðnar slóðir ;)

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 13. mar. '18, kl: 21:26:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei af hverju getur hann ekki líkst ekki foreldrum sínum

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Steina67 | 13. mar. '18, kl: 21:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj maður getur víst ekki fengið allt. Vertu þakklát fyrir að hann fann eitthvað en loki sig ekki af inni í herberginu sínu

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

ert | 13. mar. '18, kl: 22:12:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tja, fyrir utan íþróttir þá er ekkert

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Tryggvi6 | 13. mar. '18, kl: 23:53:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki boðið uppá það í bönkunum í dag að setja lán í frystingu.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Flugfreyju föt unadis99 21.9.2018 23.9.2018 | 12:00
Gisting í Stokkhólmi bessý 21.9.2018 23.9.2018 | 10:47
Sveppur í vegg gormur12 20.9.2018 23.9.2018 | 10:39
Dagvinna umfram vinnuskyldu Alexandar 22.9.2018 23.9.2018 | 09:14
Flutnigur til Spánar catsdogs 18.9.2018 23.9.2018 | 06:36
Líkamsrækt SamsungMamma 20.12.2017 23.9.2018 | 05:59
SamsungMamma 22.9.2018 23.9.2018 | 01:00
Vantar álit ein kona er alltaf ad senda manni minum skilab.. sólogsæla 17.9.2018 22.9.2018 | 19:20
Iceland air flugfreyjur dúbbí 21.9.2018 22.9.2018 | 19:08
Veit einhver um kósý náttúrulega laug eða pott SOS14 22.9.2018 22.9.2018 | 18:13
hver á Greiðslumiðlunar.(pei.is? KolbeinnUngi 21.9.2018 22.9.2018 | 16:45
Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa ESB og hvað getum við lært af því ? kaldbakur 19.9.2018 22.9.2018 | 16:23
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 22.9.2018 | 15:41
Ofbeldi, fíkniefnanotkun og umgengni barna? Jamaika 22.9.2018
Labrador Oskamamman 21.9.2018 22.9.2018 | 13:05
Þættir og bíómyndir Twitters 21.9.2018 22.9.2018 | 12:04
Tannlæknir á sanngjörnu verði Þórður2 22.9.2018
ER TIL MYND AF JESÚ ? Dehli 12.9.2018 22.9.2018 | 00:12
vantar fyndin texta í afmæliskort Latitude 1.4.2006 21.9.2018 | 19:17
Laun fyrir afgreiðslustörf- Hvað á ég að biðja um? nunan 17.9.2018 21.9.2018 | 17:45
Einhver ráð við útbrotum á höndum hjá 2ja ára? dreamspy 19.9.2018 21.9.2018 | 14:50
Heitur búðingur Nektarína 15.11.2016 21.9.2018 | 13:11
Heimilislausir fá ekki að vera á tjaldsvæðum Júlí 78 15.9.2018 21.9.2018 | 12:27
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018 21.9.2018 | 10:03
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018
Vogur sundaylover 19.9.2018 20.9.2018 | 21:16
Prjónað buff siggathora 20.9.2018
Upplýsingar um ferli skilnaðar hjá Sýslumanni Skilnadur18 20.9.2018 20.9.2018 | 16:17
Svamp í pullu frá Marokkó 060 17.9.2018 20.9.2018 | 10:23
Þetta fékk ég frá Tim Omega Mam40 19.9.2018 20.9.2018 | 06:30
Að losna við fylgju (draug) Skatla 18.9.2018 20.9.2018 | 00:27
Íslendingar í eigin landi Íslandi. kaldbakur 18.9.2018 19.9.2018 | 23:06
landsbanka 14 til 17 sept tlaicegutti 18.9.2018 19.9.2018 | 22:44
Gjafabréf í nudd og dekur Lepre 19.9.2018
Humarhalar 695-9475 danielhomie 19.9.2018 19.9.2018 | 17:55
Blóðleysi soldis77 19.9.2018
Kerrra fyrir 5 ára synn. 19.9.2018
Samband án kynlífs? espoir 16.9.2018 18.9.2018 | 20:22
Er vændi Dehli 15.9.2018 18.9.2018 | 18:37
Algeng byrjunarlaun kerfisstjóra mmcout 24.8.2018 18.9.2018 | 15:46
Tryggingar Buka 18.9.2018 18.9.2018 | 15:44
Skotvopnanámskeið mega83 18.9.2018
Skilnaður Katrín María 5.9.2018 18.9.2018 | 06:28
Niðursveifla í efnahagslífi og verkföll - Ferðamenn hverfa eins og síldin. kaldbakur 27.8.2018 17.9.2018 | 23:20
PayPal Auður 12345 16.9.2018 17.9.2018 | 23:14
verðskrá leigubíla höfuðborgarsvæði agga42 17.9.2018
Bandaríkin-hörmungar ? Dehli 22.8.2015 17.9.2018 | 19:30
Evrópa fyrir Evrópubúa? Hr85 13.9.2018 17.9.2018 | 19:25
Að leigja íbúð/hús á Torrevieja án milligöngu ferðaskrifstofu. Hvað ber að varast? Reynslusögur Gunna stöng 9.8.2018 17.9.2018 | 14:51
Bólur Katrín Hallgrímsdóttir 17.9.2018 17.9.2018 | 13:15
Síða 1 af 19669 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron