Af hverju er fólk svona erfitt við grænmetisætur?

vexenpexen | 28. maí '15, kl: 10:38:22 | 1187 | Svara | Er.is | 2

Sjá dæmi:

https://www.facebook.com/events/829710680449439/829937327093441/

 

KilgoreTrout | 28. maí '15, kl: 10:41:34 | Svara | Er.is | 8

Mjah. 
Thetta er kannski daemi um arfaslakan humor sem ma alveg sleppa thvi ad taka svona hatidlega. 
Eg fer ekki inn a eventa sem eru haldnir af Graenum Kosti eda Glo og spyr hvort ad thad se ekki orugglega steik fyrir kjotaetur. 

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Máni | 28. maí '15, kl: 10:45:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Mér fannst þetta samt ósköp saklaus og viðeigandi spurning þarna sem kallaði aðeins á já eða nei svar.

KilgoreTrout | 28. maí '15, kl: 10:49:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda sagdi eg ad thetta var daemi um arfaslakan humor. Sa sem svaradi meinti samt abyggilega ekkert slaemt til thess er spurdi. 
Alveg otharfi ad kalla einelti eda leidindi. 
Graenmetisaetur, Vegan, gluten free og allt thetta er frekar nytt mataraedi og folk er enntha ad "na" thvi. Fjandinn, madur fer enntha a veitingahus i dag og their gera ser ekki grein fyrir thvi ad graenmetisaetur bordi ekki dyra-sod.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Ígibú | 28. maí '15, kl: 11:31:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Mér finnst eitt að gera sér ekki grein fyrir því að grænmetisæturnar vilji ekki dýrasoð (gerir viðkomandi pínu heimskan en altí læ) en það sem verra er og algengara að fólk setji bara samt dýrasoð eða dýraafurðir í matinn þeirra "af því að þetta lið getur bara étið það eins og við" eða til að vera geðveikt "fyndið".
Svona svipað og þegar er vitað að fólk er múslimar og borða ekki svínakjöt en er gefið það samt af sömu ástæðum

Felis | 28. maí '15, kl: 11:42:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

eða fólk sem borðar ekki lauk (af hvaða ástæðu sem er) og það er samt hakkað saman við matinn þeirra, af því að laukur er nú svo góður fyrir mann (eða eitthvað)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ígibú | 28. maí '15, kl: 11:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða það, ég svo sem nennti ekki að telja upp allar mögulegar samsetningar sem fólk borðar ekki eða allar mögulega ástæður.

Mér finnst nokkuð beisikk að ef einhver segir mér fyrirfram að hann/hún borði ekki X eða ég veit af því þá set ég það ekki í matinn.

Felis | 28. maí '15, kl: 11:55:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æi ég tók þetta bara fram því að mér finnst svo ótrúlega algengt að fólk reyni að troða allskonar stöffi í mat vegna þess að það sé svo holt og gott fyrir mann, einsog lauk og paprikku eða tómötum. 


Kannski tek ég sérstaklega eftir því því að sonur minn þolir ekki tómata og það er alveg sama hvað maður segir við fólk, það reynir endalaust að hafa vit fyrir honum/mér/okkur því að tómatar séu nú svo góðir. 


Ég held að þetta sé ekkert frekar gagnvart grænmetisætum en öðrum sem geta/vilja ekki borða hvað sem er. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ígibú | 28. maí '15, kl: 12:01:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sennilega ekki.
Ég er löngu hætt að útskýra að ég borði ekki þetta eða hitt, segi bara að ég sé ekki svöng eða eitthvað. En þegar málið snýst um óþol þá bara skil ég ekki hvað fólki gengur til.


Steina67 | 28. maí '15, kl: 15:40:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég borða ekki grænmeti og fólk er enn að reyna hafa vit fyrir mér. Ég bid samt fólk ekki að taka úr eða gera handa més spes ég tek bara grænmetið úr eða sleppi því að borða.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Felis | 28. maí '15, kl: 15:58:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þetta er ótrúlegt. Einsog td. að fólk virðist ekki geta gúdderað að barn sem má ekki fá tómata af neinu tagi megi ekki fá pitsasósu á pitsuna sína. Þetta virðist vera eilífðarstríð og ég er nokkuð viss um að ef þetta væri fiskur eða mjólk sem hann mætti ekki fá þá væri þetta minna mál. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ziha | 30. maí '15, kl: 14:43:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjólk er reyndar í svo ótrúlega mörgu í einhverju formi... en það er samt kannski meira óviljandi....

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kaffinörd | 28. maí '15, kl: 13:51:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er kjúklingur alltaf í boði á Gló og Grænn Kostur er ekki lengur til. 


Ef þú kallar þetta húmor þá þarftu eitthvað að endurskoða kímnigáfu þína verð ég að segja alveg eins og er.

snsl | 28. maí '15, kl: 15:50:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og nautakjöt. Og lambakjöt, í nautakjötsskortinum nú.

Anlivi | 28. maí '15, kl: 17:56:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er þessi Húrra staður kjötbúlla, þ.e. tekið fram að þar sé ekkert eldað sem grænmetisætur geti borðað? Hvað ætti það annars að kallast? Vegna þess að ef svo er ekki veistu vel að þetta er ekki samanburðarhæft.

Máni | 28. maí '15, kl: 10:43:10 | Svara | Er.is | 4

Þetta á ekki bara við um grænmetisætur heldur líka um fólk sem kýs annað mataræði en það "hefðbundna".

Það er eins og að fólki sé eitthvað ógnað af mataræði annarra.

Máni | 28. maí '15, kl: 10:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Annað en grænmetsfæði meina ég. T.d. glútenlaust.

hanastél | 28. maí '15, kl: 20:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

" Það er eins og að fólki sé eitthvað ógnað af mataræði annarra. "  Spot on!

--------------------------
Let them eat cake.

micro | 28. maí '15, kl: 10:52:00 | Svara | Er.is | 1

mér fannst þetta akkurat öfugt, grænmetisætur erfiðar við stað sem gerir út á hamborgara, þekki ekki Húrra, veit ekki hvort þeir hafi verið með grænmetisborgara á matseðlinum.  jújú spes svar frá Húrra samt, en viðbrögðin frá grænmetisætunum þarna finnst mér verri.

vexenpexen | 28. maí '15, kl: 10:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þetta snýst minna um Húrra (sem eru ekki með matseðil en hafa sagst ætla bjóða upp á grænmetisborgara í þessu partýi) og meira um hvað það er mikið röfl í kringum frekar einfalda spurningu.

Andý | 28. maí '15, kl: 11:08:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það á nú bara að vera beisík að bjóða upp á mat sem grænmetisætur geta borðað. Ég fór á stað um daginn og var boðin kleina á meðan allir hinir tróðu í sig langlokum og hamborgara. Kleina fyrir gikkinn, oj bara

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Nói22 | 28. maí '15, kl: 11:22:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég er sammála þessu með viðbrögðin. Allt of yfirdrifin. Þetta var alveg greinilega grín og algjörlega óþarfi að stökkva svona upp á nef sér.

vexenpexen | 28. maí '15, kl: 11:34:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

þú áttar þig á því að grænmetisætur fá þetta svar oft í viku við ósköp venjulegum spurningum um mat. í hversu margar vikur í röð heldurðu að þú getir hlegið að því að fá alltaf sama brandarann þegar þú ert samt bara að biðja um upplýsingar?

Aisha | 28. maí '15, kl: 13:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Gæti plúsað þetta comment margoft. Þegar ég var nýlega hætt að borða kjöt var ég að vinna með strák sem hafði verið grænmetisæta í nokkur ár. Við vorum að vinna á "karlavinnustað" og það voru gerðar athugasemdir við mataræði okkar á hverjum degi. Ég man að félagi minn var ekki að fíla þetta og mér fannst hann vera fullviðkvæmur fyrir þessu "létta gríni". En núna nærri 20 árum siðar hef ég áttað mig á því að þetta snerist ekki um viðkvæmni heldur það að vera búinn að fá nóg að hlusta á sömu þreyttu brandarana aftur og aftur og aftur....

Nói22 | 28. maí '15, kl: 18:20:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja hversu miklar líkur eru samt á því að það sé grænmetisborgari á svona kjötstað? Ég fer ekkert á Aktu Taktu eða American style og vil fá grænmetisborgara.

Anlivi | 28. maí '15, kl: 18:51:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Hmm, þú lætur það hljóma eins og það sé dónaskapur að panta grænmetisborgara á veitingastað og grænmetisætur sem fara á veitingastaði "ætlist til þess" að þar sé til grænmetisborgari eða annað fæði sem hentar þeim. Eða hvað?

Annars er til grænmetisloka á American Style, tékkaði á AktuTaktu líka og eins og ég hélt og bjóst við, er til grænmetisloka þar líka. 
Ég segi bjóst við því flestir veitingastaðir sem ég hef komið á á ævi minni bjóða upp á slíkt. Ég myndi þó aldrei gera ráð fyrir því eða ætlast til þess. Ég er ekki grænmetisæta en finnst mjög gott að borða grænmetisborgara og sleppa kjötinu stundum. Eiginlega betra því það fer betur í magan á mér og mér finnst það ljúffengt.

Pís át.

Nói22 | 28. maí '15, kl: 18:53:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja mér fannst spurningin hennar vera sett upp svolítið eins og hún ætlaðist til að þar væru grænmetisborgarar. 


"Verða ekki örugglega veggieborgarar?"

Anlivi | 28. maí '15, kl: 19:11:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég efast um að það hafi verð tónninn og mér finnst furðulegt að ætla henni það..

Viðbrögð hennar við svarinu sem hún fékk hafa sennilega vakið upp hina óskiljanlegu gremju þeirra sem sætta sig ekki við tilvistarrétt grænmetisæta og gera þeim upp alls konar skoðanir í skilningsleysi sínu og pirringi.

Ég sá ekkert athugavert við spurninguna svo ég skildi ekki um hvað málið snérist til að byrja með.
Viðbrögðin við svarinu bera þó keim af pirringi, sem ég get skilið og tel að eigi alveg rétt á sér.

Enda er umræðan sjálf ágætis dæmi um þetta fáránlega aðkast sem grænmetisætur verða fyrir við hin ýmsu (tilefnislausu) tilefni. Það er eiginlega bara hlægilegt, ég skil það ekki.

Ég get alveg ímyndað mér að ég yrði pirruð ef ég þyrfti að hlusta á sama þreytta brandarann og skotin singt og heilagt. Eins og að fá ekki hreint svar við eins einfaldri spurningu og þessari. 

Oft finnst mér viðhorfið vera eitthvað á þessa leið: "Þú ert grænmetisæta, þú átt skilið að fá þessi skot á þig, .... FRÍK"
- Ég get ímyndað mér að það verði þreytt ansi fljótt. 

Nói22 | 28. maí '15, kl: 20:48:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju að efast um það? Spurningin er:
"Verða ekki örugglega veggieborgarar?" Ekki "Verða veggieborgarar?" sem mér finnst vera allt annað.


Þetta "ekki örugglega" í spurningunni finnst mér eins og það sé verið að ætlast til.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 21:03:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ótrúlegt að manneskja sem er vegan spyri hvort það sé öruggt að hún fái eitthvað að borða í afmælisveislunni sem hún ætlar í.


Kræst, hvað er að ykkur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Nói22 | 28. maí '15, kl: 21:05:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég hef ekkert á móti því að hún spyrji. Það er þetta "ekki örugglega" sem böggar mig. Ef hún hefði spurt "verða veggieborgarar" og fengið svarið sem hún fékk, já þá hefði mér fundist það dónalegt af fyrirtækinu.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 21:09:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú ert að láta það bögga þig að hún vilji vera viss um að það verði veggíborgarar.


Þú ert að búa þér til einhverja merkingu í það og hneykslast yfir því. Mér finnst það klikkun.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Nói22 | 28. maí '15, kl: 21:12:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei ég er ekki að hneykslast. Mér er reyndar eiginlega alveg sama um þetta en æi mér finnst þetta svar fyrirtækisins ekkert til að verða eitthvað ægilega fúll yfir. Mér finnst viðbrögð fólks við "djókinu" eiginlega algjörlega út úr öllu korti.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 21:17:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já þér finnst út úr korti að vera þreytt á sama lúna brandaranum áratugum saman og láta það í ljós, þú lætur það bögga þig að fólk vilji vera visst um að fá mat í veislunni sem því er boðið í, þér finnst það óþarfi að fólk stökkvi upp á nef sér þegar því er misboðið.


En þér finnst í fínu lagi að þér finnist eitthvað útúr korti, í fínu lagi að þú látir hluti bögga þig og í fínu lagi að þér finnist viðbrögð annara óþarfi.


Er ekki svolítið svakalegur tvískinnungur í gangi hjá þér?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Nói22 | 28. maí '15, kl: 21:19:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru ekki allir þannig? Það eru meira og minna allir sem finnst sumt vera út úr korti að æsa sig yfir og sumt ekki. Ég held að enginn sé laus við þann "tvískinnung" eða hvað sem á að kalla þetta.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 21:20:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ok, þér finnst semsagt bara flott að vera með tvískinnung.


Ég held að fæstir geri það svona viljandi eins og þú. Útskýrir margt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Nói22 | 28. maí '15, kl: 22:39:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veistu ég nenni ekki einhverju rifrildi og stælum hérna. vil bara segja að það hafa allir þennan tvískinnung. 

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 22:40:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja það er þá í fyrsta skipti.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Nói22 | 28. maí '15, kl: 22:40:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já haltu bara áfram í rifrildinu og stælunum.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 22:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú allavega getur ekki hætt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anlivi | 28. maí '15, kl: 18:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo er hitt. Ég "held" án þess þó ég viti það, að alvöru grænmetisætur myndu síður panta grænmetisfæði á stað eins og t.d. AktuTaktu... ég meina, eh.. ef mér væri alvara myndi ég ekki treysta því að grænmetisfæði úr sjoppulúgu hefði ekki komist í tæri við kjöt eða verið eldað á annarri pönnu en kjötið.. þannig jam. Ég veit það sosum ekki.

snsl | 28. maí '15, kl: 21:44:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þér væri alvara?
Fólk borðar ekki kjöt af margvíslegum ástæðum. 

vexenpexen | 28. maí '15, kl: 22:02:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

þetta er ekki kjötstaður, það er ekki seldur matur þarna. þetta er one time only. og það er bara ekkert að því að spyrja aktu taktu eða american style hvort það sé eitthvað grænmetisfæði í boði. þá segja þau bara nei.

miramis | 29. maí '15, kl: 07:50:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Af hverju ekki? Ég fer mjög oft á skyndibitastaði í Svíþjóð og fæ mér kjötlausa rétti (er ekki grænmetisæta en borða ekki mikið kjöt). 

LadyGaGa | 28. maí '15, kl: 11:47:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Mér fannst Hildur einmitt ekki gera neitt mál út úr þessu heldur drengur sem stóð aðeins upp fyrir henni og sagðist finnast þetta óþarfi.  Mér fannst hinir dónalegri og leiðinlegri.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 11:49:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú ert semsagt samála þessum.

Eru allar grænmetisætur svona veikar fyrir gríni? Skortur á próteini og járni að valda þessu?



Þarna eru einu viðbrögðin við 'gríninu' búin að vera að áta það sem ekki kúl.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 10:56:22 | Svara | Er.is | 2

Af því að þær eru 'öðruvísi' og það á að hræðast.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 28. maí '15, kl: 10:59:11 | Svara | Er.is | 1

er fólk ekki bara almennt rosalega neikvætt og með lítinn tolerance gagnvart fólki sem er með sérþarfir þegar kemur að mataræði? Hvort sem það borðar ekki kjöt eða grænmeti eða hveiti eða eitthvað annað? 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Brindisi | 28. maí '15, kl: 11:09:13 | Svara | Er.is | 0

kemst ekki inná facebook, um hvað snýst málið?

vexenpexen | 28. maí '15, kl: 11:17:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

einhver spurði hvort boðið yrði upp á grænmetisborgara í afmæli skemmtistaðs og áður en hún fékk já eða nei svar fékk hún ófyndna brandara, diss um frekju og ýmislegt fleira sem þú getur ímyndað þér fullorðið íslenskt fólk segja fyrir allra augum á internetinu.

LadyGaGa | 28. maí '15, kl: 11:48:56 | Svara | Er.is | 8

Mér finnst oft svipað upp á teningnum ef fólk velur að borða hollan mat og þiggur ekki kökur eða þess háttar veitingar og sama gildir með áfengi.  Það fólk er talið leiðinlegt og það á sér ekki líf.  

vexenpexen | 28. maí '15, kl: 12:31:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, eins ef fólk hættir að drekka.

LadyGaGa | 28. maí '15, kl: 12:37:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt.  Ég drekk yfirleitt ekki þegar sumum finnst algjörlega nauðsynlegt að fá sér bjór eða létt við eitthvað tilefni.  Þá er ég þessi leiðinlega og þarf að útskýra af hverju ég ætla ekki að drekka neitt.

Kaffinörd | 28. maí '15, kl: 14:03:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju á fólk að þurfa að útskýra það ef það fær sér ekki í glas ? Fáránlegt. Þetta á bara að vera eins og hjá Iðnó að þegar þar eru haldnar veislur er séð til þess að flottur óáfengur drykkur sé í boði með matnum og að það sé fyllt á þau glös til jafns við þau sem eru með áfengi. Bara sjálfsögð kurteisi finnst mér.

júbb | 28. maí '15, kl: 15:53:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þetta er samt svo ótrúlega algengt, að maður sé spurður með hálfgerðu þjósti afhverju maður drekki ekki og reynt að troða upp á mann áfengi. Sumir hafa farið í það að panta óáfenga kokteila eða slíkt til að fela það að drykkurinn sé óáfengur. Nú drekk ég ekki af því ég hreinlega má það ekki vegna veikinda en hef oft hugsað hversu erfitt það sé fyrir þá sem hætta vegna alkóhólisma, þetta endalausa bögg og spurningar. Það er eins og fólk fari í vörn bara af því ég er með óáfengan drykk í hönd. Hér eftir ætla ég að svara eins og ein sagði í pistli sem ég las um daginn. Ef fólk spyr með þjósti afhverju ég drekki ekki þá ætla ég að spyrja á móti "afhverju drekkur þú?"


Held að það sé það sama með mataræði, fólk fer í einhverja extra vörn af því önnur manneskja borðar ekki það sama og þeir. Skil þetta ekki en vá hvað þetta er algengt.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Guppyfish | 28. maí '15, kl: 11:53:45 | Svara | Er.is | 4

Þetta fólk grínast svona því þetta er svo fjarlægt þeim. Ég hugsa að margir myndu íhuga grænmetisfæði ef það yrði skylda að drepa sjálfur það sem þú ætlar að borða. Það er talið að meðalmanneskja sem nær 80 ára aldri borði um 7000 dýr yfir ævina.


Mér finnst kjöt æðislegt en við þurfum ekki að éta þetta alla daga vikunnar. Betra fyndist mér ef kjöt yrði munaðarvara sem væri kannski á sunnudögum og myndi kosta meira. Það myndi í fullkomnum heimi kannski stuðla að minni búum þar sem betur yrði hlúð að skepnunum enda væri hver skepna verðmætari í sölu.


Mig hryllir stundum við þegar ég sé heila hillu af hamborgurum í bónus og ALLT útrunnið og á leið í ruslið. Dýrið gekk í gegnum þetta allt til að lenda á haugunum.

Kaffinörd | 28. maí '15, kl: 14:06:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er enginn nálægt mér sem er grænmetisæta en þó fer ég sjálfur endrum og eins á Gló og fæ mér grænmetisrétt því mér finnst þeir svo sjúklega góðir en aldrei myndi mér detta í hug að svara manneskju með svona dónaskapi.

Guppyfish | 28. maí '15, kl: 14:10:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri það einmitt líka enda eru grænmetisréttir orðnir svo bragðmiklir og fjölbreyttir í dag :) Ef mig langar t.d í kjúlla að þá fer ég á krúsku þar sem 3/4 af disknum er allskonar grænmeti, það er alveg svakalega gott.

LadyGaGa | 28. maí '15, kl: 14:48:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér, er ekki grænmetisæta en fer þangað að borða endrum og eins.

Kaffinörd | 28. maí '15, kl: 13:49:28 | Svara | Er.is | 0

Alveg er það magnað hvað fólk getur verið dónalegt

disarfan | 28. maí '15, kl: 14:22:37 | Svara | Er.is | 7


Af sömu ástæðu og grænmetisætum finnst þetta fyndið? Og finnst þær ekkert dónlegar þegar þær spyrja aðra af hverju þeir éti hræ? Fólk á oft í erfiðleikum með að skilja val annarra í lífinu, sérstaklega þegar val annarra er ekki það sama og val þeirra. 

NöttZ | 28. maí '15, kl: 15:00:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Mér finnst þetta ekki fyndið heldur viðbjóðslegt.

Alpha❤ | 28. maí '15, kl: 14:34:17 | Svara | Er.is | 0

finnst þetta óþarfa ókurteisi og mjög einföld spurning sem var svöruð fáranlega.. 

ID10T | 28. maí '15, kl: 15:02:59 | Svara | Er.is | 2

Líklega af sömu ástæðu og aumar grænmetisætur geta verið dónalegar, sumir eru bara dónar, það er ekkert persónulegt, ég nenni ekki að láta slíkt fara í taugarnar á mér.

Þekki t.d. eina grænmetisætu sem á það til að hnusa útí loftið þegar hún er nálægt kjöti og segja "hvaða djöfullsins líklykt er þetta hérna", sami aðili neitar að sitja við hlið kjötæta t.d. í veislum vegna meintrar lyktar.

ID10T | 28. maí '15, kl: 15:05:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Átti að vera "s umar grænmetisætur" en ekki " aumar grænmetisætur"  

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 21:05:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol ég var alveg að fara að bíta í þig ;)

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

staðalfrávik | 28. maí '15, kl: 21:23:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki grænmetisæta sem sagt?

.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 21:24:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei ég er ein af þessum djöfullegu hræætum. Vil mín hræ krydduð og helst steikt uppúr lauksmjöri. Slörp.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 28. maí '15, kl: 15:06:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ahh ég man einmitt eftir grænmetisætu sem deildi ísskáp með sambýlisfólki sínu og hún fór reglulega og henti öllum dýraafurðum úr ísskápnum því að hún vildi hafa þær nálægt matnum sínum. 
Sem betur fer eru samt ekki allar grænmetisætur fífl. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ID10T | 28. maí '15, kl: 15:10:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli hlutfall fífla meðal grænmetisæta sé ekki svipað og í öðrum hópum

Felis | 28. maí '15, kl: 15:17:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst það mjög líklegt

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Alpha❤ | 28. maí '15, kl: 15:25:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

svo að af því að sumar grænmetisætur geta verið dónalegar þá er í lagi að vera dónalegur við þær þó að stór ef ekki mestur hluti þeirra er ekkert dónalegur (Allavega ekki dónalegri en annað fólk)? 
voðalega er þetta kjánalegt svar hjá þér ID10T. Hildur var ekki dónaleg þarna og algjör óþarfi að koma með svona svar í stað þess að segja bara já eða nei af því að einhversstaðar í heiminum er til dónaleg grænmetisæta.. 

ID10T | 28. maí '15, kl: 15:47:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Èg var bara að benda á að alstaðar væru til dónar, við verðum bara að læra að láta þá ekki fara í taugarnar á okkur :)

Alls ekki illa meint

Alpha❤ | 28. maí '15, kl: 15:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já rétt

Guppyfish | 28. maí '15, kl: 15:49:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Mér fannst þetta bara gott svar. Mér finnst þú vera að túlka þetta eftir hentugleika. Það var ekki verið að afsaka hegðunina heldur frekar benda á það augljósa að það eru svartir sauðir í öllum hópum. Það var ekkert verið að verja kjötætur neitt frekar en grænmetisætur enda er þetta allt bara fólk.

ID10T | 28. maí '15, kl: 15:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og sorry hvar var spurningin sem átti að svara já eða nei?

Alpha❤ | 28. maí '15, kl: 15:55:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

með grænmetisborgarann

ID10T | 28. maí '15, kl: 16:23:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað, bara smá misskilningur hjá mér

veg | 28. maí '15, kl: 15:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í statusnum hennar Hildar,  "verða ekki örugglega veggieborgarar?"

Charmed | 28. maí '15, kl: 19:03:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ætli ástæðan sé ekki sú að það heyrist hæðst í þessum örfáu dónum og því svari sumir með skæting við grænmetisætur án þess að nokkur hafi verið dónalegur?
Ég t.d. man æði mörg skot og tilsvör fólks sem eru grænmetisætur sem hafa komið án þess að nokkur hafi verð að ræða mat yfir höfuð og þá alltaf á þá vegu að þeir sem borði kjöt séu fávitar, illgjarnir, heimskir og þar fram eftir.
Persónulega finnst mér samt óþarfi að vera með dónaskap.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Alpha❤ | 28. maí '15, kl: 20:06:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég hef frekar tekið eftir þessu í hina áttina. þvílík leiðindi sem grænmetisætur fá. varla að maður leggi í það að verða grænmetisæta

Tipzy | 28. maí '15, kl: 21:17:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var að horfa á video um daginn þarsem ein vegan ætan segir að fólk sem borðar kjöt eigið skilið að deyja.

...................................................................

Charmed | 28. maí '15, kl: 21:18:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hef fengið þannig pósta á fésið hjá mér, skrolla bara framhjá ;)

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Skjálfandi við kertaljós | 28. maí '15, kl: 15:35:05 | Svara | Er.is | 0

Shit, Hildur er ekki bara feministi heldur grænmetisæta í þokkabót, er konan haldin sjálfseyðingarhvöt :/

Gdaginn | 28. maí '15, kl: 16:41:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér sýnist nú bara vera saklaus brandari hjá Húrra að tala um grænmetisborgara með beikoni og einhverjir hneykslast upp úr skónum. Hvernig nennir fólk að rífast yfir einhverjum bröndurum sem þeim finnast ósmekklegir. Internetið er að gera fólk svo öfgakennt í viðbrögðum við hlutum sem þeim þóknast ekki. Það kemur fram þarna að það verði grænmetisborgarar en samt heldur fólk áfram að hneykslast.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 21:07:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ha ha ha afhverju nennir fólk að láta vita þegar því er misboðið, ha ha ha ha.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

staðalfrávik | 28. maí '15, kl: 16:28:22 | Svara | Er.is | 2

Kurteisin og aðgátin og allt það. En hefur engin rætt um það nýlega hvað Jón Örn Loðmfjörð Arnarson er sætur og/eða  krúttlegur?

.

disarfan | 28. maí '15, kl: 16:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Með kurteisi og aðgát og allt það í huga, þá finnst mér svarið við spurningu þinni ólíklega vera jákvætt.

staðalfrávik | 28. maí '15, kl: 16:39:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú víst, var grænmetisæta árum saman. Hélt bara engri þyngd. Þetta var alveg djók sko.

.

disarfan | 28. maí '15, kl: 16:43:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varst þú grænmetisæta? og þess vegna er einhver að tala um að Lommi krúttlegur og/eða sætur? #skilekkineitt

staðalfrávik | 28. maí '15, kl: 16:47:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ hann er að djóka í þræðinum á Húrra og ég er að djóka til baka. Og já ég var það en var alltaf of létt, gat hvorki fitnað né bætt á mig vöðvum. Svo fór ég að borða fisk (sem er algert gate-way drug í þessum málum) og svo kjöt hálfu ári seinna. Þá líka rauk ég upp alveg í 27 BMI eða álíka. En mér leið allri mikið betur.

.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 21:08:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er alltaf að ræða það við mig hvað JÖLA er sætur og/eða krúttlegur. Sérstaklega þá kötturinn hans.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

staðalfrávik | 28. maí '15, kl: 21:25:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér. Mest bara eintal. Tjant eiginlega.

.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 21:33:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það þarf að finna handa honum konu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anlivi | 28. maí '15, kl: 17:53:14 | Svara | Er.is | 2

Þetta skítapakk sem getur bara ekki setið á sér ef það rekst á grænmetisætu, ég get bara ekki skilið það. Hvað amar að í höfðinu á þér ef þú finnur þessa óseðjandi knýjandi þörf til þess að setja út á, gera grín að eða ergja þig yfir því hvað aðrir kjósa að éta?

Að spyrja hvort boðið verði upp á grænmetisborgara er fullkomlega eðlilegt ef þannig vill til að maður er grænmetisæta, það er þá hægt að hlakka til þess að geta étið hann á staðnum í samlæti með öðrum nú eða gert aðrar ráðstafanir ef svo vill ekki til.

Anlivi | 28. maí '15, kl: 17:59:03 | Svara | Er.is | 0

Já, og veggie-borgarar eru the shiznit! Mmmmmm!

spunky | 28. maí '15, kl: 18:10:15 | Svara | Er.is | 7

Bara veit það ekki..  ég þarf endalaust að svara fyrir það hvers vegna ég er grænmetisæta. Í öllum veislum og slíku þar sem fjölskyldan kemur saman er gert grín að mér, komið með alls konar skot, skítakomment o.fl. Fólk póstar á fésið hjá mér myndum af dýrum og segist ætla éta eitt slíkt um kvöldið og svo síðar mynd af blóðugri steik til dæmis og alls konar svona skemmtilegt.

Ég ætlast ekki til neins nema að fá að vera í friði með mitt val en það virðist ekki ætla ske.

Charmed | 28. maí '15, kl: 19:06:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er alltaf til leiðilegt fólk.
Fæ pósta um dýraníð og fleira sem eru skot á kjötætur og sé ýmsa skjóta á grænmetisætur með álíka lélegu gríni.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Pippí | 30. maí '15, kl: 13:28:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

What the fuck?? Hvað er AÐ fólki?

Charmed | 28. maí '15, kl: 19:17:20 | Svara | Er.is | 1

Ég sá ekkert athugavert við spurninguna og á erfitt með að skilja hvaða húmor liggur á bakvið grænmetisborgara með beikoni, ég er einfaldlega með grænmetisrétti líka ef ég er að bjóða einhverjum sem borðar ekki kjöt.
Myndi aldrei bjóða grænmetisætu upp á mat með kjöti í og finnst það sjálfsögð tillitsemi að elda mat þeirra án þess að hann komist í snertingu við kjöt. Alveg eins og mér finnst það sjálfsagt að ef ég er með fólk í mat sem borðar ekki svínakjöt að annað hvort bjóða ekki upp á það á þeim tíma eða passa mig að annað kjöt sé ekki eldað með svínakjöti eða áhöld notuð án þess að vera þrifin á milli rétta.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

hanastél | 28. maí '15, kl: 20:38:22 | Svara | Er.is | 6

Wild guess: Fólk er líka að pönkast í Hildi af því hún hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni og litlir strákar standast það ekki að reyna að hjóla í hana?  

--------------------------
Let them eat cake.

raudmagi | 28. maí '15, kl: 21:50:47 | Svara | Er.is | 5

Mér finnst ferlega leiðinlegt þegar einhver tiltekinn matur er í boði og svo borðar þessi ekki kjöt, hinn ekki glútein, næsti ekki lauk, og svo framveigis. Þess vegna finnst mér alveg sjálfsagt að þegar það er verið að elda fyrir hóp af fóki að þeir sem eru með sérþarfir (hverjar sem ástæðurnar eru) komi með sinn mat sjálfur. Það getur verið mjög flókið að raða saman mat fyrir alla ef margir eru með sérþarfir.

fálkaorðan | 28. maí '15, kl: 22:42:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér finnst akkúrat öfugt. Mér finnst alveg sjálfsagt að þegar verið að bjóða fólki upp á veitingar að þá sé gengið úr skugga um að allir geti fengið eitthvað.


Þegar ég held veislur þá geng ég úr skugga um að það sé lágmark eitthvað eitt í boði fyrir alla. Fólkið í kringum mig með fæðuóþolið og ofnæmin og sérviskuna er afskaplega þakklátt. 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

helgagests | 28. maí '15, kl: 22:06:45 | Svara | Er.is | 5

"But bacon tho" er þreyttasti svokallaði húmor sem til er. Mér fannst þetta fyndið í þrjá daga eða svo.
Það er alveg merkilegt hvað sumum getur sárnað matarræði annarra.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

snsl | 30. maí '15, kl: 00:50:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er hætt að borða svín en er alveg ROSALEGA but bacon tho. En ég hvorki vil né ætla að borða það en my god hvað það er gott.

Helvítis | 30. maí '15, kl: 01:07:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nefnilega alltaf að "falla", fyrir einhverjum lambasteikum og veseni, ekki beikoni samt því mér þykir það ekkert spes.

Var orðin þokkaleg, þá féll ég og byrjaði aftur og féll.

En held þetta sé að detta inn bráðlega.

Horfi bara á nóg og mikið af heimildarmyndum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Helvítis | 30. maí '15, kl: 00:43:36 | Svara | Er.is | 0

Æjh, frekar mikill óþarfi svo sem, en maður tekur alveg eftir rifrildum á báða bóga og *fyndn* á báða bóga.

Annars mega girnilegar mini uppskriftir sem einhver linkar á, búin að bookmarka.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

neutralist | 30. maí '15, kl: 01:52:50 | Svara | Er.is | 0

MIg langaði bara að taka það fram að Jón Örn Loðmfjörð Arnarson er sætur og krútt.

Ranímosk | 30. maí '15, kl: 02:05:46 | Svara | Er.is | 1

Er fólk almennt erfitt við grænmetisætur?

Allavega ekki fólk sem vinnur við mat held ég. Ég hef unnið á mörgum matsölustöðum í gegnum tíðina. Alltaf hefur verið komið til móts við ólíkar óskir kúnnanna með glöðu geði þar sem ég hef starfað og allir verið ánægðir.

Ég man eftir einu tilfelli þar sem grænmetisæta varð ósátt við mig.
Ég mælti með grænmetisrétti sem mér fannst afbragðsgóður og var vinsæll af gestum staðarins.
Hún, rosa spennt ákvað að panta hann.
Manneskjan varð frekar reið eftir að hafa grandskoðað réttinn, sagði að það væru sveppir í honum og að sveppir væru ekki grænmeti.

Ég veit eftir þetta að sveppir eru á einhverri grensu, gráu svæði.

Eftir stendur að það er alltaf til fólk sem ætlast til einhvers í staðinn fyrir að segja nákvæmlega hvað það vill.

Varðandi þennan tengil sem þú "vexenpexen" settir inn þá held ég að þetta hafi bara farið úr böndum af því að það var Hildur Lillendalh sem spurði hvort veggieburgers yrðu á boðstólum á hamborgarastaðnum. Ef einhver annar hefði spurt.....?

veg | 30. maí '15, kl: 12:39:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, fólk er almennt erfitt við grænmetisætur, þó að það skáni með hverju árinu. Ég er búin að fylgjast með framboði fyrir grænmetisætur í 25 ár og enn er það svo að það eru meiri en minni líkur á að lítið og lélegt sé í boði fyrir grænmetisætur á hefðbundnum veitingastöðum.

Máni | 30. maí '15, kl: 12:46:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einu sinni fyrir mörgum árum fór ég í ferð með þáverandi vinnu. Spurði fyrirfram hvort þáverandi maðurinn minn gæti fengið grænmetismat sem var að sjálfsögðu hægt skv. staðnum sem borðað var á. Þegar á hólminn var komið var honum boðið uppá soðnar pastaslaufur með þúsundeyjasósu og rukkaður um fullt verð.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47980 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, tinnzy123, Guddie, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien