Aldraðir, hjúkrunarheimli

kronna | 17. maí '18, kl: 12:56:49 | 231 | Svara | Er.is | 0

Sæl, nú liggur fyrir að móðir mín sem er orðin gömul og lasin fari ekki aftur heim til sín, hún er á spítala sem stendur. Það verður sótt um hjúkrunarheimili fyrir hana og vonandi fær hún fljótt dvalarstað. Langar að vita með kostnað, mamma fær frá Tryggingastofnun einhverjar krónur og svo úr lífeyrisjóði eftir pabba. Svo á hún eign. Veit einhver hvernig kostnaður er og hvað af þessu er tekið ?

 

kaldbakur | 17. maí '18, kl: 14:13:42 | Svara | Er.is | 0

Allar líferyissjóðstekjur hennar og föður þíns og Almannatryggingar samtals uppá ca 500 þús á mánuði eru teknar.
Ef tekjur móður þinnar eru minna en þetta þá borgar ríkið mismunin.
Eignir skifta ekki máli en ef leigutekjur eða vaxtatekjur þá falla þær tekjur inní það sem lífeyrir gefur uppað 500 þús. mánaðarlega ca.

leonóra | 17. maí '18, kl: 14:21:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá,  kostar 500 þús að vera á elliheimili á mánuði ?   Það er kannski ekki mikið þegar hugsað er um sólarhringsvakt, hjúkrun, fæði, húsnæði, lyf, læknishjálp og alles.  Fimmhundruðsinnumtólf semsagt sex millur á ári.  Það er  dýrt að vera gamall og veikur.  

kaldbakur | 17. maí '18, kl: 14:51:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú ef þú færð lífeyrissjóðstekjur, almannatrygginga tekjur eða aðrar tekjur t.d. af fasteignum eða peningum í banka þá er þetta allt lagt saman og tekið uppí leiguna á hjúkrunarheimili.
Ef þú hefur ekki þessar tekjur þá ertu samt á sama "farrými" sömu þjónustu og allt en ríkið borgar. 
Þarna er algjör sósialismi í framkvæmd. 

leonóra | 17. maí '18, kl: 15:03:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyndist eðlilegt að fólk gæti borgað fyrir þjónustuna - eftir því sem þú þarft meiri þjónustu eða óskar þér meiri þjónustu þá borgir þú meira.  Held að það sé svakalega misjafnt hvað fólk þarf mikla þjónustu/hjúkrun inn á stofnunum.  Virðist nú eins og allir borgi fyrir hæsta stig þjónustu ef allir borga það sama.   Kannski ekki skrítið þar sem fólk er víst mjög veikt þegar það kemst inn á elliheimilin - svo allir eru kannski á þessu hæsta þjónustustigi.  

kaldbakur | 17. maí '18, kl: 15:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og nei. Ég held að allir verði að fá sómasamlega þjónustu. 
En það er eins og þetta fólk sem er orðið gamalt fá ekki nógu mikla virðingu. 
Það er jú að borga fyrir sig og skapa þannig atvinnu a.m.k. þeir sem hafa tekjur frá lífeyrissjóði sínum.
Þeir eru að borga beint til ríkisins sem rekur þessa hótelþjónustu. 
Það er kannski ekki nógu hvetjandi fyrir fólk að hugsa um efri árin og velferð sína með fyrirhyggju ef þeir sem ekkert hugsuðu uþannig mál bera sama úr bítum. Ég held að það þurfi að gera þarna einhvern mismun  til að hvetja fólk til að hyggja að framtíðinni sinni. 

askjaingva | 17. maí '18, kl: 16:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er nú spurning hvernig á að framkvæma það, ég hef oft hugsað um það þegar ég heyri þessa umræðu. Það er ákveðið mikið af starfsfólki miðað við þyngd sjúklinga en ef þú vilt bara borga fyrir lágmarksþjónustu á þá bara að hunsa beiðnir um meiri þjónustu þann daginn eða senda extra reikning fyrir hvert skipti sem sjúkraliði kemur til þín. Ég bara skil ekki hvernig á að framkvæma þetta.

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 00:31:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vel vera að það sé erfitt að reka elliheimili og rukka mismikið eftir þjónustustigi. 
En það eru allir settir í sömu stöðu sama hvort sem þú borgar 410 þús á mánuði eða kannski bara 100 þús eða minna. 
Almannatryggingakerfið og allar skerðingarnr t.d. gagnvart lífeyrissjóðstekjum er mjög furðulegt. 

leonóra | 18. maí '18, kl: 10:25:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eitthvað svo skrítið að það sé bara eitt þjónustustig - eins og ég skil þetta - og það er  hjúkrunarheimili.  Inni á þeim hljóta þá að vera íbúar sem þurfa mjög mismunandi þjónustu.   Skilst að til að fá vistunarmat þurfi fólk að vera mikið veikt og þurfandi fyrir sólarhringsþjónustu.   Amma vinkonu minnar var á  hjúkrunarheimili í Danmörku og ef hún vildi fara oftar í bað þá borgaði hún bara fyrir það aukalega og eins var með ýmislegt annað eins og extra þrif ofl. sem hún gat pantað.   

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 10:31:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það þarf að vera svona fyrirkomulag hérlendis líka. 

Júlí 78 | 18. maí '18, kl: 14:03:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvað með gömlu konuna sem hefur kannski ekkert út úr lífeyrissjóð (ef til vill verið heimavinnandi alla tíð) og er með eingöngu það sem kemur frá TR (ráðstöfunarfé)? Það er passað uppá að þessi kona hafi bara rétt svo vasapening sem er ekki hár. Líka passað uppá að gamla konan sem fær eitthvað út úr lífeyrissjóði sé ekkert betur sett en hin sem fær ekkert úr honum vegna tekjutengingar. Á þá þetta fólk að fara að borga fyrir extra bað ef það vill það? Gamla fólkið í Danmörku hefur nú líklega meiri pening til þess að borga ýmislegt eins og kannski extra bað en hér er passað uppá að það hafi bara einhverja smáaura. Svo eru ekki allir jafnvel settir og Bjarni Ben þegar það verður gamalt. Hafa kannski ekki verið með einhverjar rosa tekjur eins og hann og falið svo peninga á Tortóla. Held að hann verði ekki í vandræðum með að borga extra bað á hjúkrunarheimilinu, nudd og hvaðeina fyrir sig! Ég set þetta inn svona til fróðleiks, er í skýrslu (2017) sem heitir: Samanburður lífeyriskerfa fimma landa - Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð:


"Tekjutengingar eru ólíkar í löndunum fimm:
? Í Danmörku skerða greiðslur úr starfstengdum lífeyrissjóði ekki grunnlífeyri, en aðrar tekjur
geta leitt til þess að hann falli allur niður.
? Í Bretlandi, Hollandi og Svíþjóð hafa greiðslur frá lífeyrissjóðum eða aðrar tekjur ekki áhrif á
lífeyri frá hinu opinbera.
? Á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera.
 
Í löndunum fimm er einnig ólík sýn á samspil stoðanna:
? Í Svíþjóð er opinbera kerfið hugsað sem kjarninn í lífeyrissparnaði, en önnur sjóðssöfnun sem
uppbót.
? Í Bretlandi og Danmörku eru starfstengdu lífeyrissjóðirnir hugsaðir sem kjarninn, en opinbera
kerfið á að skila hverjum einstaklingi vissum grunnlífeyri. Enn kemur þó meirihluti lífeyrisgreiðslna
frá opinbera kerfinu.
? Í Hollandi er leitast við að láta stoðirnar tvær, hina opinberu og þá starfstengdu, bera áþekkan
hlut af lífeyrisgreiðslum.
? Á Íslandi eru starfstengdu sjóðirnir kjarninn, en opinbera kerfið á fyrst og fremst að sinna þeim
sem hafa áunnið sér lítil eða engin réttindi til greiðslna úr lífeyrissjóðum." 


https://www.lifeyrismal.is/static/files/Skyrslur/samanburdur-lifeyriskerfa-fimm-landa-loka-med-heimildum-1.pdf


kaldbakur | 18. maí '18, kl: 14:11:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stóra málið er að lífeyrisþegarnir sjálfir eru látnir bera jöfnun kjara. 
Það ber að deila þessu niður á allan almenning en ekki innan aldraðra. 

ingbó | 18. maí '18, kl: 18:20:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það voru einhverjir spekingar hérlendis sem akváðu að allir skyldu vera heima hjá sér hvort sem þeir í raun gætu/vildu eða ekki. Niðurstaðan er sú að fólk kemst ekki á hjúkrunarheimili fyrr en það er nánast í andarslitrunum.

askjaingva | 19. maí '18, kl: 00:40:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Við erum með eitt þjónustustig á hjúkrunarheimilum því það er nokkurs konar sjúkrahús fyrir gamalt fólk og meðalaldur þar er hár og þyngdarstig hjúkrunar hátt. Þetta er mikið rætt á meðal þeirra sem vinna við umönnunarstörf og ég held að krafan um þessar breytingar komi einkum frá þeim sem hafa lítið vit á hvernig svona heimili virkar. Á endanum er ábyrgðinni velt á sjúkraliðann eða starfsmanninn því fólk er í misgóðu formi ekki satt. Gamall maður með lágmarks umönnun fær flensu, hvað á þá að gera. Ræsa út extra starfsfólk og senda honum reikninginn eða verður starfsfólkið að hlaupa hraðar því það hleypur ekki nóg fyrir. Gömul kona með bað einu sinni í viku fær niðurgangspest í 2 sólarhringa, látum hana liggja í skít eða sendum henni feitan reikning, hvað ef hún hefur litla peninga milli handanna. Ríka fólkið á hjúkrunarheimili getur keypt sér bað daglega á meðan hinir fá lágmarksþjónustu.
Við erum með hér á landi tvö önnur þjónustustig sem eru þjónustuíbúðir fyrir þá íbúa sem þurfa minni þjónustu, þar kemur svo inn í heimahjúkrun og heimaþjónusta sveitarfélaga, jafnvel þjónusta frá heimilinu sjálfu. Þriðja stigið er svo íbúðir aldraðra sem ekki eru í tengslum við heimili.

leonóra | 21. maí '18, kl: 09:58:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta er svo sannarlega rétt hjá þér.  Við blasir allt annað sjónarhorn þegar skoðað er út frá starfsmannahliðinni.  

ingbó | 18. maí '18, kl: 18:18:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst ekki eðlilegt að fólk borgi það sama hvort sem það er í einbýli eða með öðrum í herbergi.  Svo er misjafnt eftir hjúkrunarheimilum hvað felst í gjaldinu. Á Eir t.d. er krafist borgunar aukalega fyrir þvott, annan en á nærfötum sem heimilið leggur sjálft til.  Mér finnst þetta alveg furðuleg. 

Júlí 78 | 19. maí '18, kl: 11:35:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef Eir er að krefjast borgunar aukalega fyrir þvott á fötum vistmanna þá myndi ég spyrja ráðuneytið (Velferðarráðuneyti) hvort slíkt eigi ekki að vera innifalið í gjaldinu sem vistmenn greiða. Ég hef bara heyrt um að að þvottur á fatnaði sé innifalið í dvalargjaldinu. Ef fólk getur borgað meira fyrir að fá að vera í einbýli munu þá ekki allir þeir ríku hafa forgang á það?

kronna | 17. maí '18, kl: 16:19:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En nú segir þú allar tekjur hennar og það sem hún fær fra pabba ? À fólk ekki að gafa eh sjàlft ? Og hvað með þà peninga sem hun à í banka ?

kaldbakur | 17. maí '18, kl: 16:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir "lífeyrissjóður eftir Pabba"  það verður allt tekið saman í þessar 500 þús kr skuld mánaðarlega. Ef hún á pening í banka þá verða vextir af því teknir uppí  "húsaleiguna" á elliheimilinu ásamt því sem ríkið reiknað þar vexti sem eignatekjur uppá 20% afgangurinn fer í elliheimilið. 

kaldbakur | 17. maí '18, kl: 16:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ríkið blóðmjólkar í raun gamalmennin sem hafa lífeyrissjóðstekjur hvort sem gamalmennin eru á elliheimili eða skrimta heima hjá sér. 
Þeir koma best útúr þessu sem hafa ekki borgað skatta og ekki lagt í lífeyrissjóð og þeir sem hafa lagt sitt fé í erlendar eignir t.d. í Tortóla. Hinir sem hafa reynt að standa sig og verið í vinnu og sparað í lífeyrissjóð borga brúsann !!

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 00:46:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0
GRÁI HERINN 
Hrafn Magnússon 16 May at 16:42

Samkvæmr fjölþjóðlegri könnun OECD eru tekjutengingar í almannatryggingum hvergi eins miklar og hér á landi. Hvergi eru þó skerðingarnar eins hrikalegar og hjá eldra fólki, sem þarf að dvelja langdvölum á hjúkrunaheimilum. Telja verður að það sé bókstaflega rúið inn að skinni.

Ef mánaðartekjur íbúa á hjúkrunarheimili eru yfir 92 þús. kr. á mánuði eftir skatta, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru.

Greiðsluþátttaka eldri borgara á hjúkrunarheimili getur verið allt að 409 þús. kr. á mánuði eða um 4,9 milljónir á ári.

Séreignarsparnaður er ekki talinn með, en fjármagnstekjur skiptast jafnt á milli hjóna og vægi lífeyrissjóðstekna er 100%.

Í maí 2016 skipaði þáverandi velferðarráðherra, Eygló Harðardóttir, fjölmennan starfshóp til að útfæra og koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili um nýtt fyrirkomulag greiðsluþátttöku íbúa á á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Starfshópurinn hefur ekki enn skilað áliti þrátt fyrir tveggja ára starf.

Hvað sem nefndarstarfinu líður er það aðalatriði að þessar tekjutengingar gagnvart eldri borgurum á hjúkrunarheimilum ná auðvitað ekki nokkurri átt, eru í senn hneykslanlegar og óviðurkvæmilegar.

Þjóðin hlýtur að geta rekið hjúkrunarheimili án þess að seilast með þessum hætti djúpt í vasa eldri borgara, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér.

https://www.tr.is/…/dvalar--og-…/thatttaka-i-dvalarkostnadi/

Júlí 78 | 18. maí '18, kl: 08:28:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já mér finnst það algjör svívirða að vera með  allar þessar tekjutengingar. Lágmark að hafa þetta svipað og gerist á hinum norðurlöndunum. Ég vil kalla þetta pyntingarstefnu í þessum málum (hér á landi). Svo tekur VG þátt í þessu, engin breyting sama og samþykki fyrir þessu.

Júlí 78 | 17. maí '18, kl: 22:37:37 | Svara | Er.is | 0

Það er hámarksgreiðsla fyrir dvöl á hjúkrunarheimili kr. 409.180. En fólk getur verið að borga mismikið, ég veit til dæmis þar sem manneskja er að borga um 100 þúsund fyrir dvöl á hjúkrunarheimili. En annars stendur allt um þetta hjá TR:


"Íbúar geta þurft að taka þátt í dvalarkostnaði sínum vegna varanlegrar búsetu á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Þátttakan er tekjutengd og er reiknuð út á grundvelli tekjuáætlunar. 


Á árinu 2018 gildir: 

  • Ef mánaðartekjur íbúa eru yfir 92.228 kr. á mánuði, eftir skatta, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. 
  • Greiðsluþátttaka verður þó aldrei hærri en 409.180 kr. á mánuði. 
  • Íbúi sem greiðir hámarks þátttökugjald er með tekjur að fjárhæð 501.408 kr. eftir skatt á mánuði. 

Ef íbúi tekur þátt í dvalarkostnaði byrjar hann að greiða frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að búseta hefst. Heimilið sér um að innheimta hlut íbúa í dvalargjaldi.

Uppgjör á þátttöku í dvalarkostnaði

Að lokinni álagningu skattyfirvalda ár hvert er þátttakan gerð upp hjá íbúum í dvalarrýmum. Eru þá bornar saman tekjur á tekjuáætlun sem þátttakan var reiknuð út frá og endanlegar tekjuupplýsingar í skattframtali. 

Komi í ljós að þátttakan var of lág innheimtir heimilið það sem vantar upp á. Komi hins vegar í  ljós að þátttakan var of há endurgreiðir heimilið inneignina."

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 00:22:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já upphæðin sem er hámark er 410 þús kr.  en ekki 500 þús eins og ég sagði það er rétt. 
Það er semsagt allt hirt af mjög mörgum.   
Ef t.d. giftur karl hefði um 410 þús í eftirlaun (lífeyrissj og ellilífeyrir frá TR)  og kerlingin 300 þús kr. 
Karlinn færi á elliheimili þá eru þessar 410 þús hirtar og kerlingin skilin eftir með sínar 300 þús til eigin framfærslu.

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 00:36:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei sorry ég las ekki greinina sem þú settir inn  ellilífeyrisþeginn sem er á elliheimili greiðir mest 501.408 kr á mánuði !!
Sem sagt hann greiðir næstum 502 þús kr á mánuði. 

Júlí 78 | 18. maí '18, kl: 08:15:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, íbúi á hjukrunarheimili eða elliheimili greiðir mest 409,180. Til þess að fara í þá upphæð þarf íbúinn að vera með tekjur uppá 501.408 eftir skatt á mánuði. Þeir sem hafa litlar eða engar tekjur geta átt rétt á ráðstöfunarfé. Um þetta segir hjá TR - Áhrif á lífeyrisgreiðslur:


Þegar um varanlega búsetu á dvalar- eða hjúkrunarheimili er að ræða falla lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun niður frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að búseta hefst. Við það að greiðslur falla niður getur íbúi með lágar eða engar tekjur átt rétt á ráðstöfunarfé. 

Ef íbúi útskrifast af dvalar- eða hjúkrunarrými er mikilvægt að láta Tryggingastofnun vita svo lífeyrisgreiðslur geti hafist að nýju.

Maki þess sem hættir að fá greiddan lífeyri getur sótt um heimilisuppbót, sé hann sjálfur lífeyrisþegi og búi einn.

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 15:08:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ok sá þetta, 
Það er eins og að þeir ellilífeyrisþegar sem hafa meiri tekjur greiði niður kostnaðinn fyrir hina sem hafa minni tekjur.
Við viljum auðvitað að allir aldraðir hafi sem besta aðstöðu.
Kostnaðinn við það að þeir sem litlar eða ngar ellilífeyristekjur geti notið söu kjar og aðrir ber að dreifa á alla landsmenn.

ingbó | 18. maí '18, kl: 18:16:29 | Svara | Er.is | 0

Ef fólk hefur það mikið frá lífeyrissjóðum og TR þá getur greiðsluþátttaka verið  um 410 þúsund mest.  Síðast þegar ég vissi, fyrir nokkrum mánuðum, hélt fólk eftir a.mk.k. rúmum 60. þúsund krónum. 

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 18:36:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf að taka tillit til þess að fólk hefur greitt í lífeyrissjóði alla sína æfi. 
Ef sá sem greiðir í lífeyrissjóð ber ekkert meira úr býtum en sá sem sleppt hefur öllum greiðslum í lífeyrissjóð þá 
er verið að skemma lífeyrissjóðskerfið.  Það verður að vera hvati til að spara og leggja fyrir í lífeyrissjóði.
Ef ríki eða borg vill styrkja þá sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóði og greiða fyrir þá framlag vegna hjúkrunar- eða elliheimila þá verður það fé að koma úr sjóðum borgarinnar eða ríkisins og það sama á við allar skerðingar vegna lífeyrissjóðstekna. 

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 18:48:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í raun eru aldraðir einstaklingar sem hafa greitt í lífeyrissjóði að greiða niður kostnað ríkisins við framlag til þeirra sem ekkert eða lítið hafa greiðð í lífeyrissjóði. Þetta eru í raun hreinar millifærslur og eignaupptaka. 

kaldbakur | 19. maí '18, kl: 18:49:25 | Svara | Er.is | 0

Steingrímur J. Sigfússon er dýrasti þingmaður landsins ef mið er tekið af upplýsingum á vef Alþingis sem heldur utan um kostnað þingmanna. Steingrímur kostaði rúmar sjö milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og mun því kosta um 28 milljónir króna á ári, að öllu óbreyttu. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er ódýrasti þingmaður landsins, en hann kostaði rúmlega 3,5 milljónir króna yfir sama tímabil. Til samanburðar er meðalkostnaður við alþingismann rúmlega 4,8 milljónir á þessum fyrstu þremur mánuðum. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, hefur þegið hæstu greiðslurnar fyrir fastan kostnað og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er með hæsta reikninginn fyrir síma og net. Þá eyðir Alþingi mest í ferðalög utanlands fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingkonu VG, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, eyðir mest í ferðalög innanlands.

Júlí 78 | 20. maí '18, kl: 07:43:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það virðist alltaf til peningar þegar kemur að því að borga fyrir allt mögulegt til þeirra þarna á þingi. T.d. kostaði 104 þúsund á mánuði fyrir síma og net hjá Þorgerði Katrínu. Ég borga bara visst á mánuði fyrir svona þjónustu og get talað eins og ég vil. Hvernig er hægt að hafa svona háan reikning? Það er eins og það séu engin takmörk fyirr því hvað þingmenn geta rukkað fyrir. Það mætti halda að það séu engin takmörk fyirr því hvað fastur kostnaður og annar kostnaður geti verið hár. Það getur þá verið góð leið til að drýgja tekjurnar! Katrín (VG) kemur svo fram og hreykslast á launum bæjarstjórans í Kópavogi (Ármanns) og talar um að hann hafi meiri laun en hún. En hún gleymdi að tala um hversu mikið meiri. Munurinn er 300 þúsund. Laun bæjarstjórans í Kópavogir er sem sagt áttföld lágmarkslaun en laun forsætisráðherra er með sjöföld lágmarkslaun. Staðreyndin er sú að hún er sjálf á ofurlaunum og gerir ekkert til að leiðrétta sínar ofurlaunahækkanir. Þetta tal í henni er bara hræsni. Og bruðlið er yfirgengilegt þarna á þingi. 
Tekið af vef Kjarnans 5. janúar 2018: " Kostnaður vegna launa ráðherra og aðstoðarmanna þeirra hefur aukist um 82 prósent á nokkrum árum. Hækkanir Kjararáðs á launum þeirra og fjölgun aðstoðarmanna eru ástæðan. Hækkun á framlögum til stjórnmálaflokka um 127 prósent er í fjárlögum."


Aldraðir og öryrkjar bíða eftir réttlæti en hvar er réttlætið Katrín? Eitt sinn átti að bíða til vors en núna er komið sumar.
 

 

hvaða | 21. maí '18, kl: 00:43:36 | Svara | Er.is | 1

Ef mamma þín á peninga inn á bankareikningi þá skuluð þið koma þeim yfir á annað nafn eða hreinlega geyma þá í bankahólfi því það er líka talið til tekna

kaldbakur | 21. maí '18, kl: 13:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er óhætt að eiga pening á bankareikningi gagnvart tekjum. En vextirnir ef einhverjir eru jafnvel neikvæðir í verðbólgu eru notaðir til að skerða lífeyristekjur og heimta meiri pening til hjúkrunarheimila.

kronna | 21. maí '18, kl: 00:50:07 | Svara | Er.is | 0

Peningar í banka tekjur ? Eða vextirnir af þeim ? Mà folk ekki eiga fyrir útförinni sinni ?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Góðir dæmigerðir hamborgarar í borginni Ellert0 21.5.2018 22.5.2018 | 23:57
Eru soyavörur í lagi? Gunny88 21.5.2018 22.5.2018 | 23:44
pæling um barnabætur frá DK eftir fluttningar single mom 22.5.2018 22.5.2018 | 23:36
Krónískar þvagfærasýkingar anyone ?? fróna 6.5.2018 22.5.2018 | 23:12
leiguhúsnæði-riftun sæskjaldbaka 20.5.2018 22.5.2018 | 23:09
Eurovision sakkinn 13.5.2018 22.5.2018 | 23:07
Útilega með ungabarn skvisan93 22.5.2018 22.5.2018 | 22:46
Threading/ plokkun á íslandi kara11 22.5.2018
Afhverju eru rúða og gluggi ekki sama orðið eins og í ensku? Hanolulu111 22.5.2018 22.5.2018 | 22:06
yfir a debitkorti azeta 21.5.2018 22.5.2018 | 21:18
Þegar það er ekkert að gera hjá löggunni lillion 22.5.2018
Geyma Facebook skilaboð Iness 22.5.2018 22.5.2018 | 20:31
Reykjavíkurborg safnar skuldum kaldbakur 22.5.2018
Paris eða Italia Milano, Rom.? Stella9 21.5.2018 22.5.2018 | 19:22
þrif í Seljahverfi fjóla22 22.5.2018 22.5.2018 | 19:21
Skólp dídí89 18.5.2018 22.5.2018 | 19:19
Hundasnyrting í Reykjanesbæ asta12345 20.5.2018 22.5.2018 | 18:48
Blandari kókó87 22.5.2018
Wow freyjur viðtöl. bella1290 22.5.2018
Afhverju skrifar maður "hvenær" en seigir ,,hvenar"? Hanolulu111 22.5.2018
Ermar á leðurjakka Iness 21.5.2018 22.5.2018 | 14:58
Sögur frá Hollywood á Ármúla 5. Hanolulu111 22.5.2018
Íslenskt tal á erlendum myndum? Hanolulu111 22.5.2018
Eru til íslenskir samfélagsmiðlar? Hanolulu111 22.5.2018
Hormónastafurinn?? brownee 12.6.2009 22.5.2018 | 13:13
Þunnt hár? aparassinn 20.5.2018 22.5.2018 | 12:49
Er Hamraborg "miðbær" Kópavogs? Hanolulu111 16.5.2018 22.5.2018 | 11:10
Greiðslumat í dag - hvað er best/auðveldast? Yxna belja 21.5.2018 22.5.2018 | 09:42
Iphone 6s mánaskin 21.5.2018 22.5.2018 | 08:29
BRCA2 Fuzknes 15.5.2018 22.5.2018 | 00:37
Bókmenntafræði Eitursnjöll 21.5.2018
Trúið þið miðill ? Stella9 19.5.2018 21.5.2018 | 21:51
Fluttningsþrif epli1234 21.5.2018
Íslenskt efni m/ enskum texta? Wilshere19 21.5.2018 21.5.2018 | 16:33
Gefa blóð með kvef? KolbeinnUngi 21.5.2018
Vantar svo einhvern til að þrífa raðhús í Seljahverfi:) fjóla22 30.10.2017 21.5.2018 | 14:08
Aldraðir, hjúkrunarheimli kronna 17.5.2018 21.5.2018 | 13:51
Allt ókeypis en einhver borgar. Dehli 17.5.2018 21.5.2018 | 13:20
Snjallöryggi hjá Öryggismiðstöðinni. Graceland 18.5.2018 21.5.2018 | 11:30
Hvaða veitingastaðir eru opnir í dag? baldurjohanness 21.5.2018 21.5.2018 | 10:28
Hvaða veitingastaðir eru opnir í dag? baldurjohanness 21.5.2018
Laun fyrir skrifstofustarf Jinglebells 18.5.2018 21.5.2018 | 06:36
Eru gæludýrabúðir opnar á öðrum í hvítasunnu? VaViMaTT 21.5.2018
Beinskiptur eða sjálfskiptur bíll ? H258 19.5.2018 20.5.2018 | 23:54
Heimilisþrif kth77 13.5.2018 20.5.2018 | 23:13
- Þrif - magnusk23 20.5.2018
Að losna við illa anda. Svarthetta 14.5.2018 20.5.2018 | 21:02
Myndu þið vilj að Ísland myndi kaupa eyju í Karabíuhafinu??? Hanolulu111 17.5.2018 20.5.2018 | 20:58
Á einhver orbitrek tæki til að selja mér? akd 9.1.2004 20.5.2018 | 17:26
Netflix - Amazon prime Twitters 16.5.2018 20.5.2018 | 16:41
Síða 1 af 19653 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron