Aldraðir, hjúkrunarheimli

kronna | 17. maí '18, kl: 12:56:49 | 325 | Svara | Er.is | 0

Sæl, nú liggur fyrir að móðir mín sem er orðin gömul og lasin fari ekki aftur heim til sín, hún er á spítala sem stendur. Það verður sótt um hjúkrunarheimili fyrir hana og vonandi fær hún fljótt dvalarstað. Langar að vita með kostnað, mamma fær frá Tryggingastofnun einhverjar krónur og svo úr lífeyrisjóði eftir pabba. Svo á hún eign. Veit einhver hvernig kostnaður er og hvað af þessu er tekið ?

 

kaldbakur | 17. maí '18, kl: 14:13:42 | Svara | Er.is | 0

Allar líferyissjóðstekjur hennar og föður þíns og Almannatryggingar samtals uppá ca 500 þús á mánuði eru teknar.
Ef tekjur móður þinnar eru minna en þetta þá borgar ríkið mismunin.
Eignir skifta ekki máli en ef leigutekjur eða vaxtatekjur þá falla þær tekjur inní það sem lífeyrir gefur uppað 500 þús. mánaðarlega ca.

leonóra | 17. maí '18, kl: 14:21:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá,  kostar 500 þús að vera á elliheimili á mánuði ?   Það er kannski ekki mikið þegar hugsað er um sólarhringsvakt, hjúkrun, fæði, húsnæði, lyf, læknishjálp og alles.  Fimmhundruðsinnumtólf semsagt sex millur á ári.  Það er  dýrt að vera gamall og veikur.  

kaldbakur | 17. maí '18, kl: 14:51:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú ef þú færð lífeyrissjóðstekjur, almannatrygginga tekjur eða aðrar tekjur t.d. af fasteignum eða peningum í banka þá er þetta allt lagt saman og tekið uppí leiguna á hjúkrunarheimili.
Ef þú hefur ekki þessar tekjur þá ertu samt á sama "farrými" sömu þjónustu og allt en ríkið borgar. 
Þarna er algjör sósialismi í framkvæmd. 

leonóra | 17. maí '18, kl: 15:03:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyndist eðlilegt að fólk gæti borgað fyrir þjónustuna - eftir því sem þú þarft meiri þjónustu eða óskar þér meiri þjónustu þá borgir þú meira.  Held að það sé svakalega misjafnt hvað fólk þarf mikla þjónustu/hjúkrun inn á stofnunum.  Virðist nú eins og allir borgi fyrir hæsta stig þjónustu ef allir borga það sama.   Kannski ekki skrítið þar sem fólk er víst mjög veikt þegar það kemst inn á elliheimilin - svo allir eru kannski á þessu hæsta þjónustustigi.  

kaldbakur | 17. maí '18, kl: 15:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og nei. Ég held að allir verði að fá sómasamlega þjónustu. 
En það er eins og þetta fólk sem er orðið gamalt fá ekki nógu mikla virðingu. 
Það er jú að borga fyrir sig og skapa þannig atvinnu a.m.k. þeir sem hafa tekjur frá lífeyrissjóði sínum.
Þeir eru að borga beint til ríkisins sem rekur þessa hótelþjónustu. 
Það er kannski ekki nógu hvetjandi fyrir fólk að hugsa um efri árin og velferð sína með fyrirhyggju ef þeir sem ekkert hugsuðu uþannig mál bera sama úr bítum. Ég held að það þurfi að gera þarna einhvern mismun  til að hvetja fólk til að hyggja að framtíðinni sinni. 

askjaingva | 17. maí '18, kl: 16:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er nú spurning hvernig á að framkvæma það, ég hef oft hugsað um það þegar ég heyri þessa umræðu. Það er ákveðið mikið af starfsfólki miðað við þyngd sjúklinga en ef þú vilt bara borga fyrir lágmarksþjónustu á þá bara að hunsa beiðnir um meiri þjónustu þann daginn eða senda extra reikning fyrir hvert skipti sem sjúkraliði kemur til þín. Ég bara skil ekki hvernig á að framkvæma þetta.

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 00:31:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má vel vera að það sé erfitt að reka elliheimili og rukka mismikið eftir þjónustustigi. 
En það eru allir settir í sömu stöðu sama hvort sem þú borgar 410 þús á mánuði eða kannski bara 100 þús eða minna. 
Almannatryggingakerfið og allar skerðingarnr t.d. gagnvart lífeyrissjóðstekjum er mjög furðulegt. 

leonóra | 18. maí '18, kl: 10:25:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er eitthvað svo skrítið að það sé bara eitt þjónustustig - eins og ég skil þetta - og það er  hjúkrunarheimili.  Inni á þeim hljóta þá að vera íbúar sem þurfa mjög mismunandi þjónustu.   Skilst að til að fá vistunarmat þurfi fólk að vera mikið veikt og þurfandi fyrir sólarhringsþjónustu.   Amma vinkonu minnar var á  hjúkrunarheimili í Danmörku og ef hún vildi fara oftar í bað þá borgaði hún bara fyrir það aukalega og eins var með ýmislegt annað eins og extra þrif ofl. sem hún gat pantað.   

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 10:31:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það þarf að vera svona fyrirkomulag hérlendis líka. 

ingbó | 18. maí '18, kl: 18:20:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það voru einhverjir spekingar hérlendis sem akváðu að allir skyldu vera heima hjá sér hvort sem þeir í raun gætu/vildu eða ekki. Niðurstaðan er sú að fólk kemst ekki á hjúkrunarheimili fyrr en það er nánast í andarslitrunum.

askjaingva | 19. maí '18, kl: 00:40:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Við erum með eitt þjónustustig á hjúkrunarheimilum því það er nokkurs konar sjúkrahús fyrir gamalt fólk og meðalaldur þar er hár og þyngdarstig hjúkrunar hátt. Þetta er mikið rætt á meðal þeirra sem vinna við umönnunarstörf og ég held að krafan um þessar breytingar komi einkum frá þeim sem hafa lítið vit á hvernig svona heimili virkar. Á endanum er ábyrgðinni velt á sjúkraliðann eða starfsmanninn því fólk er í misgóðu formi ekki satt. Gamall maður með lágmarks umönnun fær flensu, hvað á þá að gera. Ræsa út extra starfsfólk og senda honum reikninginn eða verður starfsfólkið að hlaupa hraðar því það hleypur ekki nóg fyrir. Gömul kona með bað einu sinni í viku fær niðurgangspest í 2 sólarhringa, látum hana liggja í skít eða sendum henni feitan reikning, hvað ef hún hefur litla peninga milli handanna. Ríka fólkið á hjúkrunarheimili getur keypt sér bað daglega á meðan hinir fá lágmarksþjónustu.
Við erum með hér á landi tvö önnur þjónustustig sem eru þjónustuíbúðir fyrir þá íbúa sem þurfa minni þjónustu, þar kemur svo inn í heimahjúkrun og heimaþjónusta sveitarfélaga, jafnvel þjónusta frá heimilinu sjálfu. Þriðja stigið er svo íbúðir aldraðra sem ekki eru í tengslum við heimili.

leonóra | 21. maí '18, kl: 09:58:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta er svo sannarlega rétt hjá þér.  Við blasir allt annað sjónarhorn þegar skoðað er út frá starfsmannahliðinni.  

ingbó | 18. maí '18, kl: 18:18:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst ekki eðlilegt að fólk borgi það sama hvort sem það er í einbýli eða með öðrum í herbergi.  Svo er misjafnt eftir hjúkrunarheimilum hvað felst í gjaldinu. Á Eir t.d. er krafist borgunar aukalega fyrir þvott, annan en á nærfötum sem heimilið leggur sjálft til.  Mér finnst þetta alveg furðuleg. 

kronna | 17. maí '18, kl: 16:19:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En nú segir þú allar tekjur hennar og það sem hún fær fra pabba ? À fólk ekki að gafa eh sjàlft ? Og hvað með þà peninga sem hun à í banka ?

kaldbakur | 17. maí '18, kl: 16:40:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú segir "lífeyrissjóður eftir Pabba"  það verður allt tekið saman í þessar 500 þús kr skuld mánaðarlega. Ef hún á pening í banka þá verða vextir af því teknir uppí  "húsaleiguna" á elliheimilinu ásamt því sem ríkið reiknað þar vexti sem eignatekjur uppá 20% afgangurinn fer í elliheimilið. 

kaldbakur | 17. maí '18, kl: 16:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ríkið blóðmjólkar í raun gamalmennin sem hafa lífeyrissjóðstekjur hvort sem gamalmennin eru á elliheimili eða skrimta heima hjá sér. 
Þeir koma best útúr þessu sem hafa ekki borgað skatta og ekki lagt í lífeyrissjóð og þeir sem hafa lagt sitt fé í erlendar eignir t.d. í Tortóla. Hinir sem hafa reynt að standa sig og verið í vinnu og sparað í lífeyrissjóð borga brúsann !!

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 00:46:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0




GRÁI HERINN 
Hrafn Magnússon 16 May at 16:42

Samkvæmr fjölþjóðlegri könnun OECD eru tekjutengingar í almannatryggingum hvergi eins miklar og hér á landi. Hvergi eru þó skerðingarnar eins hrikalegar og hjá eldra fólki, sem þarf að dvelja langdvölum á hjúkrunaheimilum. Telja verður að það sé bókstaflega rúið inn að skinni.

Ef mánaðartekjur íbúa á hjúkrunarheimili eru yfir 92 þús. kr. á mánuði eftir skatta, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru.

Greiðsluþátttaka eldri borgara á hjúkrunarheimili getur verið allt að 409 þús. kr. á mánuði eða um 4,9 milljónir á ári.

Séreignarsparnaður er ekki talinn með, en fjármagnstekjur skiptast jafnt á milli hjóna og vægi lífeyrissjóðstekna er 100%.

Í maí 2016 skipaði þáverandi velferðarráðherra, Eygló Harðardóttir, fjölmennan starfshóp til að útfæra og koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili um nýtt fyrirkomulag greiðsluþátttöku íbúa á á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Starfshópurinn hefur ekki enn skilað áliti þrátt fyrir tveggja ára starf.

Hvað sem nefndarstarfinu líður er það aðalatriði að þessar tekjutengingar gagnvart eldri borgurum á hjúkrunarheimilum ná auðvitað ekki nokkurri átt, eru í senn hneykslanlegar og óviðurkvæmilegar.

Þjóðin hlýtur að geta rekið hjúkrunarheimili án þess að seilast með þessum hætti djúpt í vasa eldri borgara, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér.

https://www.tr.is/…/dvalar--og-…/thatttaka-i-dvalarkostnadi/

ingbó | 18. maí '18, kl: 18:16:29 | Svara | Er.is | 0

Ef fólk hefur það mikið frá lífeyrissjóðum og TR þá getur greiðsluþátttaka verið  um 410 þúsund mest.  Síðast þegar ég vissi, fyrir nokkrum mánuðum, hélt fólk eftir a.mk.k. rúmum 60. þúsund krónum. 

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 18:36:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf að taka tillit til þess að fólk hefur greitt í lífeyrissjóði alla sína æfi. 
Ef sá sem greiðir í lífeyrissjóð ber ekkert meira úr býtum en sá sem sleppt hefur öllum greiðslum í lífeyrissjóð þá 
er verið að skemma lífeyrissjóðskerfið.  Það verður að vera hvati til að spara og leggja fyrir í lífeyrissjóði.
Ef ríki eða borg vill styrkja þá sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóði og greiða fyrir þá framlag vegna hjúkrunar- eða elliheimila þá verður það fé að koma úr sjóðum borgarinnar eða ríkisins og það sama á við allar skerðingar vegna lífeyrissjóðstekna. 

kaldbakur | 18. maí '18, kl: 18:48:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í raun eru aldraðir einstaklingar sem hafa greitt í lífeyrissjóði að greiða niður kostnað ríkisins við framlag til þeirra sem ekkert eða lítið hafa greiðð í lífeyrissjóði. Þetta eru í raun hreinar millifærslur og eignaupptaka. 

kaldbakur | 19. maí '18, kl: 18:49:25 | Svara | Er.is | 0

Steingrímur J. Sigfússon er dýrasti þingmaður landsins ef mið er tekið af upplýsingum á vef Alþingis sem heldur utan um kostnað þingmanna. Steingrímur kostaði rúmar sjö milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og mun því kosta um 28 milljónir króna á ári, að öllu óbreyttu. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er ódýrasti þingmaður landsins, en hann kostaði rúmlega 3,5 milljónir króna yfir sama tímabil. Til samanburðar er meðalkostnaður við alþingismann rúmlega 4,8 milljónir á þessum fyrstu þremur mánuðum. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, hefur þegið hæstu greiðslurnar fyrir fastan kostnað og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er með hæsta reikninginn fyrir síma og net. Þá eyðir Alþingi mest í ferðalög utanlands fyrir Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingkonu VG, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, eyðir mest í ferðalög innanlands.

hvaða | 21. maí '18, kl: 00:43:36 | Svara | Er.is | 1

Ef mamma þín á peninga inn á bankareikningi þá skuluð þið koma þeim yfir á annað nafn eða hreinlega geyma þá í bankahólfi því það er líka talið til tekna

kaldbakur | 21. maí '18, kl: 13:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það er óhætt að eiga pening á bankareikningi gagnvart tekjum. En vextirnir ef einhverjir eru jafnvel neikvæðir í verðbólgu eru notaðir til að skerða lífeyristekjur og heimta meiri pening til hjúkrunarheimila.

kronna | 21. maí '18, kl: 00:50:07 | Svara | Er.is | 0

Peningar í banka tekjur ? Eða vextirnir af þeim ? Mà folk ekki eiga fyrir útförinni sinni ?

jaðraka | 24. maí '18, kl: 19:56:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þú nærð allavegana ekki að safna fyrir útförinni

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Síða 1 af 47985 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Kristler, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien