Alltaf andvaka - er desperate!!!

AndvakaAlltaf | 4. maí '15, kl: 00:30:23 | 376 | Svara | Er.is | 0

Ég er alveg hætt að sofa heila nótt og á hræðilega erfitt með að sofna.

Er kvíðasjúklingur á líka mjög oft erfitt með að slaka á yfir daginn og sérstaklega á kvöldin.

Ég er búin að tala við heimilislækni en hún sagði mér bara að slaka vel á og róa mig niður fyrir svefninn. Sem er vægast sagt hægara sagt en gert!

Einhver ráð?? Plís, ég þrái ekkert meira en góðan nætursvefn.

 

hullabaloo | 4. maí '15, kl: 00:43:28 | Svara | Er.is | 0

Er þér heitt á tánum þegar þú ferð upp í rúm? Ég sofna alltaf betur ef mér er heitt á tánum þegar ég sofna. Þess vegna fer ég oft í bað eða fótabað fyrir háttinn. Kannski ekki kvíðaráð en eitthvað sem má alveg prófa :)

fálkaorðan | 4. maí '15, kl: 01:19:30 | Svara | Er.is | 0

Öll þessiráðsem þú hefur alltaf heyrt. Ekki tölvuna í rúmið, slaka vel á, ekki liggja andvaka í rúminu, stunda slökun á daginn og heila klabbið. Það gerir alveg gagn.


EN! ég mæli með að hugsa út í lyf, annað hvort svefnbætandi lyf ef það að ná að sofa út nóttina er vandamálið eða sveflyf ef það að sofna í upphafi er vandamálið. Hvorugt þarf eitthvað að vera notað að staðaldri.


Ég tek svefnbætandi lyf að staðaldri en notaði svefnlyf í 30 daga til að leiðrétta svefnmunstrið hjá mér og það tókst svo vel að ég er ekki búin með heilan pakka af svefnlyfjum (30 töflur) á 2 árum eftir það. 


Þetta virkar allt saman með að róa sig og fara í bað og nota hugleiðslu, það er stundum bara ekki nóg.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 4. maí '15, kl: 03:12:10 | Svara | Er.is | 1

Talaðu við lækni sem er tilbúinn til að skrifa upp á svefnlyf


Ég var svona, og ég þurfti hreinlega lyf. Er samt ekki neinn kvíðasjúklingur, nema að mjög litlu leyti

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

AndvakaAlltaf | 4. maí '15, kl: 23:23:59 | Svara | Er.is | 0

Æ jà .. svefnlyf myndu örugglega hjàlpa. Læknirinn minn er samt "anti" lyf týpa :/

T.M.O | 4. maí '15, kl: 23:48:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ágætt að hann hugsar ekki um lyf fyrst en stundum verður bara að gefa eftir, sérstaklega ef þú er kvíðabolti þá eru andvökur alveg það versta fyrir geðheilsuna.

karamellusósa | 4. maí '15, kl: 23:32:24 | Svara | Er.is | 0

drekka heitt fyrir svefninn. heita mjólk eða heitan magnesíum drykk.  það er semsé duft sem heitir slökun með magnesíum (calm plus magnesium) eða álíka. sem er settur í heitt vatn (og er soldið súrt á bragðið. en setja það í heitt grænt te er fínt og bragðbetra)    þetta duft fæst í apótekum, heilsubúðum og sumum stórmörkuðum líka sem eru með heilsuvörudeild.     magnesíum hjálpar mörgum við að sofna. 


og eins og fleiri hafa bent á. undirbúa svefninn með slökun og jafnvel líkamlegri áreynslu (taka létta æfingu eða röskan göngutúr)


ætli það séu ekki til einhversstðar slökunartónlistardiskar eða svona  talað mál á diski eða álíka sem leiðir mann í gengum slökunaraðferðir. ég man að ég átti svoleiðis á kasettu sem ég fékk í mæðraskoðun í gamla daga.  þá var maður leiddur í gegnum "slaka á tánum. kreppa, slaka, kreppa slaka"  og svo framvegis þar til allur líkaminn var slakur, ég man að ég var iðulega sofnuð áður en ég kom uppí haus..hehehe"


finnst reyndar svosem gott að lækniinn þinn sé ekki að dæla í þig svefnlyfjum eða álíka, en það hlýtur að vera hægt að fá eitthvað til að hjálpa þér.  hefurðu profað melatonin? eða þessi efni sem eru eins og melatonin og eru stundum auglýst.. (man ekki hvað þau heita en þau eru í nánast hverju fréttablaði eða heilsublaði)   




..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

AndvakaAlltaf | 4. maí '15, kl: 23:46:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég drakk svona magnesíum duft í einhvern tíma wn fannst þad ekki hjàlpa. Ég fann allavega engan mælanlegan mun. Hef reynt alls konar slökun og hugleidslu en kvídinn gerir þad mjög erfitt. Hugsanirnar à fleygiferd allan sólarhringinn. Líka à næturnar í ljótum og stressandi draumum. Verst hvad svefnleysid hefur líka mikil àhrif à svo margt annad lìkamlegt og andlegt. Meira leidinda vesenid.

karamellusósa | 4. maí '15, kl: 23:47:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff.. það er ferlegt.    ef þú ert búinað prófa þessar náttúrulegu leiðir og húsráð finnst mér alveg tími til að læknirinn þinn hjálpi þér. 

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

LillyS | 5. maí '15, kl: 10:26:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Amitriptyline - það er ekki svefnlyf en hjálpar manni að ná slökun fyrir svefinn og djúpsvefni. 1x 10 mg tafla tveimur tímum fyrir svefn. Talaðu endilega við lækninn og minntust á þetta. Ég var alveg eins en náði að rétta mig af með þvi að nota þetta á hverju kvöldi í sirka 5 mánuði. Geðheilsan var einmitt orðin illa farin af svefnskorti. Þegar þetta er orðið svona slæmt virka engin húsráð eins og heitar tær eða magnesíumduft, það þarf lækni.

T.M.O | 4. maí '15, kl: 23:45:44 | Svara | Er.is | 0

ég var búin að fara í gegnum öll heimilisráðin áður en ég varð 15 ára, búin að prófa allaveganna náttúrulegar aðferðir og eina sem virka fyrir mig eru lyf. Ég hef verið á svefnlyfjum tímabundið en það sem ég tek alltaf og er búin að gera í mörg ár er seroquel eða quetiapin. Það er ekki eins harkalegt eins og þessi hardcore svefnlyf. Ef ég er eitthvað extra óróleg og hrædd um að eiga erfitt með að sofna þrátt fyrir lyfin þá nota ég svona white noise eins og þessi:




  http://www.rainymood.com/

 eða soundtrack úr bíómyndum eins og Lord of the Rings eða Hobbit. 

svartasunna | 5. maí '15, kl: 01:05:16 | Svara | Er.is | 0

Sund, synda 1000m og svo sjálfsfróun rètt fyrir svefn, virkar fyrir mig.

______________________________________________________________________

QI | 5. maí '15, kl: 01:11:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er áhugaverðara en mitt leiðinlega ráð,, sem er að prófa að lesa leiðinlega bók.. :)

.........................................................

svartasunna | 5. maí '15, kl: 01:20:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gætir kannski tekið magnesíum zink duft, stráð því yfir bókina og sleikt blaðsíðurnar í lokin, svona til að enda þetta í þríleik?

______________________________________________________________________

QI | 5. maí '15, kl: 01:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

áhugaverðara og áhugaverðara.. :)

.........................................................

elskum dýrin | 5. maí '15, kl: 01:34:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Las einhverja grein um að kona hefði tekið náttúrulyf sem heitir Magnolia eða Magnola og hún hefur aldrei sofið betur, fæst í heilsuvöruverslunum, prófaðu það. Einnig er Kolbrún í jurtaappotekinu með blöndu sem heitir nótt. Vert að prófa þetta. Ég mydi byrja á Magnola ef það ekki dugar tala við Kolbrúnu og þá fara í annan lækni og fá létt lyf eins og t.d. Imowan. Svefninn er algjör grunnur fyrir öllu öðru.Gangi þér vel.

Þjóðarblómið | 5. maí '15, kl: 08:12:28 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekki í neinum vandræðum með að sofna á kvöldin, sofna alltaf á milli 23 og 23:30. En ég vakna á hverri einustu nóttu á milli 2 og 4. Fer þá fram að pissa og fer svo aftur upp í rúm. Er svo glaðvöknuð yfirleitt rétt fyrir klukkan 6 á morgnana. Vekjaraklukkan hringir rétt fyrir 7. 


Ef ég hef lagt mig á daginn þá tek ég eina verkjatöflu með slæfandi í en annars á ég yfirleitt ekki í vandræðum með að sofna á kvöldin. Veit ekki alveg hvað ég á að gera. Er oft svo þreytt eftir hádegið að ég rétt hangi uppi og þarf að hafa mig alla við að halda mér vakandi á fundum. Algjört bögg.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

bogi | 5. maí '15, kl: 09:33:12 | Svara | Er.is | 0

Ég hef alla tíð verið mikið andvaka og glímt við vægan kvíða. Mín ráð til þín er að stunda líkamsrækt, það er ótrúlegt hvað þetta gerir mikið fyrir mann. Jafnvel Jóga með :)

Mrsbrunette | 5. maí '15, kl: 09:50:26 | Svara | Er.is | 0

Áttu melatonin? Mæli með því.

Orgínal | 5. maí '15, kl: 09:57:10 | Svara | Er.is | 0

betrisvefn.is

smbmtm | 5. maí '15, kl: 12:01:35 | Svara | Er.is | 0

Þú ert líklega komin í vítahring orðin stressuð um að geta ekki sofnað osfrv. Ég þekki það sjálf, ég fékk svefnlyf eftir áfall sem ég lenti í . Ég tel þau hafa bjargað mér algjörlega. Var á þeim í ca mánuð og svo hætti ég og það var ekkert mál. Ég byrjað að trappa mig niður yfir helgi og svo bara hætt ég. Svefnlyf geta verið ávanabindandi en ef þú ert meðvituð um að þetta er bara tímabundið þá er það öðurvísi. Endilega talaðu við lækni og fáðu svefnlyf stundum verður maður bara.... gangi þér vel.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 26.4.2024 | 04:09
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 25.4.2024 | 22:22
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
Síða 1 af 48009 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Hr Tölva, paulobrien, Guddie