Anna Frank og helförin...

DarKhaireDwomAn | 21. apr. '15, kl: 11:44:58 | 323 | Svara | Er.is | 0

Ég er alveg gríðarlega "heilluð" ef svo má að orði komast um helförina, Önnu Frank og þessa skelfingu sem gerðist í seinni heimstyrjöldinni.  Núna í mars voru 70 ár síðan Anna Frank lést og ég er búin að vera að horfa á heimildamyndir og leiknar myndir frá þessum tíma, og um þennann hrylling.   Núna er ég að horfa á heimildamyndina sem var sýnd á rúv um daginn sem fannst bara nýlega og Alfred Hitchcock hafði klippt og leikstýrt, ég er orðlaus,  bretarnir urðu algerlega að "attengja" sig til að geta náð að "ganga frá" öllu þarna og sjá fólk liggja þarna í haugum, nakið , menn dragandi lík eftir jörðinni.  Ég gæti grátið, mannvonskan sem til er í heiminum. 

 

Dengill | 21. apr. '15, kl: 11:53:19 | Svara | Er.is | 0

Já ég sá það líka en náði ekki að klára. Það er buið að gera nýja þýska sjónvarpsmynd vm Önnu Frank:
http://www.daserste.de/unterhaltung/film/filmmittwoch-im-ersten/sendung/meine-tochter-anne-frank-100.html

Mjög óheppinn stulkan, drepin bara rétt áður en seinni heimsstyrjöld lauk.

Felis | 21. apr. '15, kl: 11:57:14 | Svara | Er.is | 1

Ertu búin að lesa dagbók Önnu Frank?
Mjög áhugaverð bók, eitt sem mér fannst reyndar áhugaverðast var hvað hún var hrikalega venjuleg unglingsgelgja og hélt því þrátt fyrir að lifa við hörmulegar aðstæður. Eiginlega fannst mér hún frekar leiðinlegur krakki reyndar en bókin er samt áhugaverð

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

DarKhaireDwomAn | 21. apr. '15, kl: 12:01:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já búin að lesa hana nokkuð oft, einmitt það sem mér finnst líka, hún var svo ofsalega venjuleg, óforskömmuð og hálf hrokafull við sambýlingana sína,  ég þarf svo að komast yfir þessa þýsku heimildamynd sem gerð er eftir bók pabba hennar sem lifði einn af, af þessari grúppu sem bjó saman á háaloftinu  og lést háaldraður 1980 

Sodapop | 21. apr. '15, kl: 12:22:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég las einhvern tímann bók sem segir sögu konunnar sem hjálpaði þeim. Ég man hvorki hvað konan hét eða bókin, en smá googl segir mér að líklegast heitir bókin Hjálparhellan og konan Miep Gies. Mæli alveg með þeirri bók, það var mjög áhugavert að lesa um hina hliðina, fólkið sem setti sig oft í mikla hættu til þess að koma mat og öðrum nauðsynjum til fólksins sem var í felum.


Svo er líka bókin Píanistinn um helförina og ótrúlega sögu manns sem var konsertpíanisti fyrir pólska útvarpið fyrir stríð, en var fluttur ásamt fjölskyldunni í gettó. Svo átti að tæma gettóið en hann náði að komast hjá því að vera sendur í útrýmingarbúðir með því að fela sig á allskonar stöðum. Rosalega spennandi saga.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

DarKhaireDwomAn | 21. apr. '15, kl: 12:24:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég einmitt ætla að tékka á bókasafninu og athuga með bókina hennar Miep,  hún er einmitt  aðalhlutverkið í mynd sem Mary Steenburgen leikur í , gerð eftir hennar bók, á eftir að finna hana  á netinu.


The pianist er ótrúleg mynd, ég hef horft á hana ásamkt, La vita é Bella, Schindler´s list og jacobs ladder mjög oft, og fleiri myndir frá þessum tíma.  

Sodapop | 21. apr. '15, kl: 12:29:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bókin um píanistann er enn betri en myndin.


Já, og líka Sarah's Key, veit ekki hvort hún er komin á íslensku, en vá hvað hún er góð! Hún fjallar um helförina í Frakklandi, frá sjónarhorni lítillar franskrar gyðingastelpu, og svo fléttast inn saga frá nútímanum þar sem blaðakona dettur eiginlega inn í sögu stelpunnar og fer að leita að konunni.
Það er líka til frönsk mynd gerð eftir bókinni, sem heitir Elle s'appelait Sarah.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

DarKhaireDwomAn | 21. apr. '15, kl: 12:32:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk ætla að tékka á þessari bók líka. 

Srta Morales | 21. apr. '15, kl: 12:53:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tékkaðu líka á Örlögleysi eftir Imre Kertész, hún kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Það er reyndar skáldsaga en byggir á reynslu höfundarins sem var í útrýmingarbúðum sem unglingur, mjög góð bók. 

T.M.O | 22. apr. '15, kl: 14:34:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var búin að lesa Önnu Frank nokkrum sinnum og var aldrei búin að geta sett það upp í kollinum á mér hvernig það var hægt að vera falinn í heilli íbúð inni í borg en svo fór ég á safnið í Amsterdam þar sem þessi íbúð var og þá skildi ég það. Það var mjög merkileg upplifun

lalía | 21. apr. '15, kl: 12:09:08 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst alvg ótrúlegt að það sé til fólk sem leyfir sér að draga þessa atburði í efa, eins vel dokúmenterað og þetta er. Ég hef líka mikinn áhuga á þessum tíma (og almennt á sögu 20. aldar) og hef horft á helling af myndum og þáttum. Ef þú vilt einhvern tíma horfa á meira þá er heimildaþátturinn Anne Frank: The Nazi Capture virkilega góður. Átakanlegur en fer vel í gegnum söguna á bæði almennan og persónulegan hátt. Held að hann sé frá National Geographic, örugglega hægt að finna hann á netinu einhvers staðar.

DarKhaireDwomAn | 21. apr. '15, kl: 12:15:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég er búin að sjá hana, ég er búin að liggja yfir netinu og finna allt sem hægt er að fá held ég um hana , mjög átakanleg, ég grét oft og já ég sit núna og er algerlega sjokkeruð yfir því að sjá íbúa bæjarins við Bergen, Belsen ganga í gegnum útrýmingabúðirnar og halda fyrir nefið og neita að horfa á "vinnuaflið" sitt í haugum þarna,  fullt fullt af fólki í bæjum í kring notuðu gyðinga sem ódýrt vinnuafl og neituðu svo að hafa gert það.  kvikmyndatökumaðurinn sagði orðrétt "  Ég ákvað að sýna að allir helstu fyrirmenn bæjanna í kring stóðu þarna og horfðu á hauga af fólki án þess svo mikið sem blikna, því þeir gætu ekki neitað fyrir það ef það væri til á mynd"  ,

QI | 21. apr. '15, kl: 12:29:28 | Svara | Er.is | 0

Þú verður að lesa ég lifi, eftir martin gray,

.........................................................

DarKhaireDwomAn | 21. apr. '15, kl: 12:32:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já kíki á hana takk :) 

GDS15 | 21. apr. '15, kl: 12:58:36 | Svara | Er.is | 1

Ertu búin að horfa á The boy in the striped pyjamas? hún er reyndar ekki sannsöguleg en fjallar um helförina á mjög áhugaverðann hátt 

GDS15 | 21. apr. '15, kl: 12:59:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já og líka The book thief

DarKhaireDwomAn | 21. apr. '15, kl: 13:10:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já búin að sjá hana nokkrum sinnum, gleymdi bara að telja hana með .  á the book thief eftir,  tek hana núna 

Kentár | 21. apr. '15, kl: 15:16:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Book thief er dásamleg bók en ég varð fyrir vonbrigðum með myndina

Tipzy | 21. apr. '15, kl: 15:26:50 | Svara | Er.is | 0

Sá brot um daginn úr þessari mynd og var hreinlega orðlaus.

...................................................................

DarKhaireDwomAn | 22. apr. '15, kl: 13:50:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já mæli með því að þú horfir á hana ef þú þolir svona 

Tipzy | 22. apr. '15, kl: 13:57:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Núna? stútfull af hormónum og svona, neh held ég bíði með það sko. Var alveg marga daga að hugsa um brotið sem ég sá.

...................................................................

DarKhaireDwomAn | 22. apr. '15, kl: 13:58:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu ófrísk ?  fyrirgefðu forvitnina 

Tipzy | 22. apr. '15, kl: 13:58:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe já reyndar, hélt að allir vissu það núna. :)

...................................................................

DarKhaireDwomAn | 22. apr. '15, kl: 13:59:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá til hamingju elskuleg,  ég hef svo agalega verið lítið hér inni.  En gaman :)  

Tipzy | 22. apr. '15, kl: 14:00:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe takk :)

...................................................................

LadyGaGa | 22. apr. '15, kl: 14:35:30 | Svara | Er.is | 0

Ég get engan veginn horft á svona.  Taugarnar mínar þola bara ekki að vita af svo miklum sársauka sem fólk hefur upplifað.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Sjónin komaso 28.10.2008 28.4.2024 | 07:19
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 27.4.2024 | 23:02
Simi ingimars 27.4.2024
Ábrystir Eðlilegt 15.2.2009 27.4.2024 | 11:06
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 27.4.2024 | 06:04
Enskusnillingar Felis 25.11.2008 26.4.2024 | 07:48
SKINKA spænir 21.5.2013 26.4.2024 | 07:44
Endajaxlataka Bullock 16.5.2008 26.4.2024 | 04:08
Naflastrengur Bullock 25.10.2005 26.4.2024 | 04:06
Have you ever played dino game? Nanasi121 26.4.2024 26.4.2024 | 04:04
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 25.4.2024 | 22:01
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
Síða 1 af 48133 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, Bland.is